Heimskringla - 27.07.1949, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 27. JÚLf 1949
1
HEIMSKRINGLA
7. SIÐA
Hann hugsaði um þennan forblindaða mann
og þessa töfrandi en vanræktu konu, hina hættu-
legu fegurð lafði Kildonan, en honum urðu all-
ar þessar hugsanir ofurefli, því hann var þreytt-
ur eftir hina löngu ferð. Svo féll hann í væran
svefn í nokkrar mínútur.
6. kafli
Dr. Armathwaite hafði ekki sofið lengi,
þrátt fyrir að hann var þreyttur eftir ferðalag-
ið; áður en hann hálf vaknaði við eitthvað ó-
greinilegt hljóð, sem hann gat ekki áttað sig á
hvað var. Hann hélt áfram að fieyra þetta, þar
til, þó hálf sofandi að hann heyrði að það var
grátekka hljóð konu. Það varð smátt og smátt
skýrara fyrir honum, þar til hann glaðvaknaði
og settist upp og hlustaði. Það hafði lægt vind-
inn, þó stöku sinnum skrölti af og til í um-
gjörðinni. Hann starði hálfsofandi augum á
gluggan, en það var ekkert hljóð að 'heyra þaðan.
Hann hugsaði að þetta hefði verið draum-
ur, svo hann lagðist fyrir aftur og lokaði aug-
unum. En hann hafði ekki fyr lagt höfuðið á
koddan, en hann virtist heyra þessar ekkastun-
ur aftur. Hann rétti út hendina og þreifaði allt
í kringum sig, en fann ekkert nemá kalt línlak-
ið og hina mjúku æðardúns yfirsæng sem hann
hafði ofan á sér. Hann settist aftur upp og
hlustaði; en gat ekki heyrt annað en skrjáfið í
laufi trjánna fyrir utan gluggan. Svo lagðist
lagðist hann fyrir aftur, en heyrði brátt þetta
undarlega hljóð, sem hafði ónáðað hann. Hann
fór að hugsa um þær sögur sem stóðu í sam-
bandi við þetta herbergi, en þar eð hann var
ekki taugaveiklaður, þá urðu þessar sögur frem-
ur til að gera hann rólegan en órólegan.
“Reimleiki — vitleysa! Það er náttúrlega
vindurinn í trjánum!” — tautaði hann fyrir
munni sér, og þar sem hljóðið heyrðist ekki
nema af og til, hefði það ekki staðið honum fyr-
ir svefni, ef ekkastunurnar hefðu ekki verið
slitnar með orði, sem honum fanst hann heyra.
“Hver er það?” heyrði hann sagt. Svo eftir
litla þögn var sagt: “Kondu inn.” Hann var viss-
um að hann var glaðvakandi, og þetta væri eng-
inn draumur.
Hann heyrði þessar hvíslingar greinilega,
þó hann gæti ekki fyrst í stað heyrt greinileg
orðskil, svo hann gæti fengið nokkra meiningu
út úr þeim, en svo varð þetta samtal skýrara.
“Hvað er það?” “Því kemur þú?” “J>ú gerð-
ir mig hrædda!” Svo heyrði hann aðra rödd eins
og hálf dravandi: “Hræddi eg þig, jæja! Eg skal
ekki vera hér lengi. Eg vil bara fá að vita hvað
þú sagðir lækninum þegar eg fór út úr stofunni
í kvöld, og hvað þú meintir með því að koma
hingað með hann og hvar þú fanst hann?”
Dr. Armathwaite fanst þetta undarlegur
draumur, ef það væri draumur? Hann reyndi að
bæla sig ofan í koddan, en hin milda rödd hélt
áfram að hljóma fyrir eyrum hans, sem nú tal-
aði:
“Eg sagði honum bara það sem allir geta
séð, að eg sé stöðugt að verða meira og meira
taugaveikluð.”
“Veik! Taugaveikluð! Ef svo er þá er það
þér sjálfri að kenna. Þú vilt ekki fara neitt. —
Núna fyrir tveimur dögum varstu boðin til
Crags, en--------”
“Crags! Það mundi ekki vera mér til heilsu-
bótar að koma þangað. Láttu mig sjálfráða. Á,
nú, lofaðu mér að fara! Eg er þér ekki til neinn-
ar ánægju, bara til byrgði fyrir þið. Eg get sann-
að svo mikið, og eg skal, eg er ekkert til þín.
Þú breyttir ekki við mig sem konuna þína, ekki
einu sinni sem systir þína. Ó, eg hef reynt daga
og vikur til að safna áræði til að tala við þig,
og krefjast mannúðlegrar umgengni og viðmóts,
en það er eins og vilji minn og ákvörðunar mátt-
ur hafi svikið mig. Eg skil ekki hvað hefir kom-
ið fyrir mig, en eg held að eg sé — að verða
dauðans matur!”
Blóðið sté upp í andlit Dr. Armathwaites
við að heyra þessi orð. Haiyi var viss um að sig
væri ekki að dreyma; það var nauðvörn bugaðr-
ar konu, sem annað hvort af ástæðu, eða ástæðu-
lausu, áleit að hún hefði verið beitt miklum
rangindum; en hvernig þetta merkilega samtal
barst honum til eyrna vissi hann ekki, og gat
ekki getið sér til um það. En hann var þess full-
viss að hann var að hlusta á einkamál konu, sem
var fórnardýr einhvers, sem hún grunaði um ó-
heiðarlegheit gagnvart sér. Nú var hann glað-
vaknaður og hlustaði eftir því sem sagt var, eins
vel og hann gat. Hann efaðist ekki um, að ein-
hver máttur, sem hann þorði ekki að nefna, hefði
komið honum í þetta hús til þess að hann skyldi
beita öllu viti sínu til gagns og hjálpar mann-
eskju, sem væri illa farið með.
Það var ekki hægt að aðgreina hinar hálf-
hvíslandi raddir, en nú fanst honum hann vera
viss um að það var karlmanns rödd sem talaðf.
“Dauðansmatur! Vitleysa! Þvaður! Vertu
ekki að ímynda þér að þú sért einhver píslar-
vottur. Hvað hefurðu eiginlega að klaga yfir!”
Svo kom sundurslitið svar, eins og orðin
væru knúin fram í örvæntingu.
“Yfir hverju — eg — hef — að — kvarta?”
^eoðððeððsoðsooðeeoðssoððecfiðOðððððððssasððSðOðsosððSðosoooeocosoMeeðOðSoeoeso^
s
Pool Elevators
ÆSKJA SAMVINNU YÐAR
Borgarar Canada af íslenzkum stofni eru ekki allir bændur.
Nokkrir þeirra eru dómarar, læknar, lögmenn, kaupmenn, tré-
smiðir, blýsmiðir, (útrenslu-meistarar), og alskonar handiðna-
menn. Það eru margar og góðar ástæður að bændurnir selji
uppskeru sína til sameigna kornfélaganna.
Íslendingar, sem koma til Canada, flytja með sér hina sönnu
samvinnu hugmynd. Þeir eru vingjarnlegir menn, og vilja taka
höndum saman við nágranna sína í öllum samvinnu hugsjónum.
Þeir eru skarpvitrir framfara-menn, og þeim hefir orðið mjög
ljóst að samvinnu kornlyfturnar líta eftir uppskeru þeirra ráð-
vandlega, vel og skynsamlega, og þar að auki útbýta til meðlima
sinna ágóðanum sem í þeirra skaut fellur. Með aukinni umsetn-
ingu, vex ágóðinn.
Öll veröldin byggir vonir sínar á samvinnuhugmyndinni. íslend-
ingar eru samvinnu-menn. Ef þér hafið ekki nú þegar gengið í
samvinnu sambandið, þá skuluð þér hitta að máli næsta sameigna-
umboðsmann, (Pool Agent), og skipa yður í fylkingu framsóknar-
bænda heimsins.
Canadian Co-operative
Wheat Producers Ltd.
WINNIPEG
CANADA
MANITOBA POOL ELEVATORS SASKATCHEWAN CO-OPERATIVE ALBERTA WHEAT POOL
WINNIPEG MANITOBA PRODUCERS LIMITED CALGARY ALBERTA .
REGINA SASKATCHEWAN
v.»ccccccoccccccececceoccccoocGccoccocoG,íoooooococooooccooooococoocosooococcccoc<
\
FALL TERM
0 P E N S
MONDAY, AUGUST 22nd
If you prefer to enroll either before or after this date,
however, you may do so. Our classes will be conducted
throughout the summer without any interruption.
Make Your Reservation Now
For our Fall Term we have already received many
advance registrations from near and far-distant points in
Western Canada. To reserve your desk, write us, call at
our office, or telephone. Ask for a copy of our illustrated
Prospectus, with which we will mail you a registration form.
TELEPHONE 926 434
S/L
ucceM locmme/y-cia
C\
7
'e
THE AIR-CONDITIONED COLLEGE OF HIGHER STANDARDS
Portage Ave. at Edmonton St.
v WINNIPEG
TELEPHONE 926 434
I