Heimskringla - 10.08.1949, Blaðsíða 1

Heimskringla - 10.08.1949, Blaðsíða 1
>##*»»»»»»>• 3 New loaves by CANADA BREAD 1. Tendcr Crust 2. 16 oz. White Sandwich 3. Honey Crushed Brown Ask your Grocer for them 3 New loaves by CANADA BREAD 1. Tender Crust 2. 16 oz. White Sandwich 3. Honey Crushed Brown Ask your Grocer for them LXIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 10. ÁGÚST 1949 NÚMER45. Avarp Forseta / upphafi hátíðahaldanna á Gimli, Man., 1. ágúst 1949 Eftir séra Valdimar J. Eylands Samkomugestir! Við erum saman komin á þessum fagra sumardegi, á þessum sögufræga og yndislega stað til að sitja sextugustu þjóðhátíð Vest- ur-íslendinga. Við, sem hér erum samankomin, erum arftakar mætra manna sem ruddu brautina í fyrstu, vörðuðu veginn, sköpuðu fordæmið, og kölluðu menn saman undir merki íslenzks þjóðernis og þjóðrækni. Er þar að minnast dr. Jóns Bjarnasonar, og Jóns Ólafssonar ritstjóra, sem voru forvígismenn hreyfingarinnar og ræðumenn fyrsta Islendingadagsins, sem eins og kunnugt er, var haldinn í borginni Milwaukee í Bandaríkjunum, árið 1874. Sextán árum síðar voru báðir þessir menn komnir til Winnipeg, og voru fyrstu ræðumenn fyrsta íslendingadagsins sem þar var haldinn, undir forystu W. H. Paulsons, 2. ágúst 1890. Þetta varð upphaf langrar sögu, sem eg hygg að íslenzkir annálaritarar beggja megin hafsins muni telja næsta merkilega. Áhrif þessa fyrsta há- tíðahalds fslendinga í Winnipeg, sem síðan var haldið þar í borg árlega alt til ársins 1932, en síðan hér á Gimli, með ágætri sam- vinnu við bygðarfólkið hér, hafa náð meira og minna til allra bygða okkar hér vestan hafs, og orðið þess valdandi að hliðstæðar sam- komur hafa farið fram í mörgum sveitum þar sem íslendingar dvelja, alt fram á þennan dag. Þessi hátíðahöld hafa haft mikla þýðingu, ekki aðeins fyrir líðandi stund, heldur hafa þau og elft samheldni okkar og samvinnu innbyrðis, og um leið kynt okkur sem þjóðflokk út á við, betur en flest annað sem við höfum haft með höndum. í prentaðri dagsrká sem ykkur var í hendur fengin við hliðið, munið þið finna nöfn þeirra manna og kvenna sem hafa tekið opin- beran þátt í þessum hátíðahöldum okkar undanfarin sextíu ár. Margt hafa ýmissir þessara ræðumanna sagt fallega, og skáldin hafa sungið fslandi og kjörlöndunum nýju margan dýran og ein- lægan óð, á umliðnum hátíðisdögum. Við, íslendingadagsnefndin, sem berum ábyrgð á skemtiskrá þessa dags, erum sannfærðir um að hún muni standast samanburð við það sem á undanförnum árum og áratugum hefir verið borið á borð fyrir fólk við svipuð tækifæri. Við njótum þeirrar ánægju að hafa hér með okkur í dag hugljúfa gesti austan um haf, frá ættjörðinni, 1 og einnig gesti vestan frá Kyrrahafsströnd. Auk þeirra eru hér staddir aðrir viðurkendir ræðumenn, og skáld. Allir hafa ræðumennirnir lofast til að vera stuttorðir og gagnorðir, og skáldin flytja engar inngangsræður! Veðrið er hagstætt. Alt| leikur í lyndi. Njótið dagsins sem bezt. Verið öll hjartanlega velkomin. SR. FRIÐRIK HALL- GRÍMSSON DÁINN - . 1 ‘ 'M fyrir sig, eða að minsta kosti sína, eins og var kjörorð frum- herjanna. Af samhug þeim er lýsti sér á samkomunni til gull- brúðhjónanna og allri góðvild- inni í garð þeirra, verður ekki í augum viðstaddra ofsögum farið. Og svo kemur hér skemtiskrá- in í þeirri röð er atriði hennar fóru fram: Hólmfríður Daníelsson: 1. 5), “Hve 2. B. A. er svo Séra Friðrik Hallgrímsson f skeyti til sr. Valdimars J. Eylands heiman af íslandi í gær. getur þess að sr. Friðrik Hall- grímsson, dómprófastur, hafi lát- ist laugardaginn 6. ágúst. Sr. Friðrik kom vestur um haf 1903 og var prestuf Argylinga þar til 1925, að hann hvarf aftur heim, gerðist annar prestur Dóm- kirkjunnar í Reykjavík og síðar dómprófastur. Hann var fæddur 1872 og því um 77 ára. Hann var Sálmur 310 (1, 2 gott og fagurt” Ávarp forseta, séra Bjarnason 3. Samsöngur, “Hvað glatt” 4. Minni gullbrúðar, Mrs. And- rea Johnson 5. Samsöngur, “Fósturlandsins freyja” 6. Minni gullbrúðguma, Sigurð- ur Wopnford 7. Söngur, sex stúlkur 8. Kvæði, Friðrik P. Sigurðson 9. Samsöngur, “Táp og fjör og frískir menn” 10. Söngur, Geraldine Björnson 11. Kvæði, Gutt. J. Guttormsson 12. Einsöngur, Mrs. B. A. Bjarnason 13. Afhending gjafa, séra B. A. Bjarnason 14. Söngur, Geraldine Björnson 15. Ávarp, Stefán Einarsson sonur Hallgríms Sveinssonar biskupsp, maður lipur og vinsæll| varP> Gunnlaugur Holm og helgaði kristindóminum starf !7. Svar gullbrúðgumans, Berg- sitt, ekki sízt með útgáfu kristi-j ur J. Hornfjörð legra fræða fyrir æskulýðinn. 18. Svar gullbrúðarinnar Kona hans var Bentína Björns- dóttir, bónda og hreppstj. á Bú- landsnesi við Djúpavog. sín fyrstu Isbister verðlaun í XI bekk (grade). Eggert er sem stendur á hvíld- ardögum sínum hjá ömmu sinni. 19. Eldgamla ísafold, God Save The King ÍSLENDINGADAGURINN fslendingadagurinn 1. ágúst á Gimli, hepnaðist ágætlega. — Skemtiskrá var góð og um veðrið fór betur en vænta mátti að minsta kosti um tíma að morgn- inum. Gestirnir sem lengst að voru komnir, voru kærkomnir á deginum bæði sem ræðumenn og nýjir góðir kunningjar. Aðsókn dagsins var góð, eflaust nokkuð yfir 3 þúsund. Aðgöngumiðar seldir heyrðist að verið hefðu um 2600. Ávörpin, ræðurnar og kvæðin, sem flutt voru, eru flest eða öll birt í þessu blaði. Er því óþarft að minnast þeirra hér. Það er alt til samans mikið innlegg í þjóð- ræknisdálk vorn og verður ekki annars fremur óskað, en að slíkt haldist hér við. Framhjá einu virðist þó ekki mega ganga, en það er að þakka Fjallkonu dagsins, frú Hólmfríði Danielsson ágætan flutning á er- indi sínu. Flestir sem vér höfum heyrt minnast á (laginn, hafa lokið lofs- orði á skemtunina. Það eina sem á móti honum hefir verið haft, er að hann hafi tæplega verið nógu mikið helgaður sextugasta af- mæli dagsins. En ekki getum vér sagt, að að- finsla þessi hafi verið neitt áköf. Annað, sem einstökum fanst sér órétt gert með, var að þeir gátu ekki fengið hina prentuðu dag- skrá, er útbýtt var við inngang- inn. Það er víst enginn efi á að nokkuð margir fara hennar á mis árlega. Upplagið sem prentað er hefir um mörg ár ekki nægt þörf- inni. f ár sakna menn þessa meira, vegna þess að skráin hafði nú inni að halda nokkrar upp- lýsingar um sextíu ára starfs- rekstur íslendingadagsins. Skrúðför frá pósthúsinu á Gimli út í skemtigarðinn var nýtt atriði á deginum. í farar- broddi þar var vagn sá, er fs- lendingar sýndu í skrúðför á 75 ára afmæli Winnipegborgar. Koma góðra gesta að heiman, er búin að ná þeirri hefð, að það þykir heldur en ekki brestur á skemtun dagsins, ef enginn er þar staddur að heiman. f þetta sinn var gæfan okkur hliðholl að þessu leyti, þar sem Dr. Þorkell Jóhannesson háskólakennari og frú hans eru hér á skemtiferð og um leið á íslendingadeginum. íslendingadagsnefndinni bera þakkir fyrir sitt mikla og óeig- ingjarna starf í þágu hátíðarinn- ar. GÓÐUR NÁMSMADUR S. Eggert Peterson sonur Mr. og Mrs. S. Peterson í Pine River, vann Isbister skóla- verðlaunin, $60, eftir fyrsta árs nám í vísindum hjá United Col- lege á s. 1. vori. Skipar þetta honum í hóp 10 beztu náms- drengja, af 2000 alls, í fyrsta árs bekk háskólans og allra skóla, sem samband hafa við hann í fylkinu. Á s. 1. ári vann Eggert DÁN ARFREGN Gísli Sigmundsson, um langt skeið kaupmaður að Hnausum í Nýja íslandi, lézt 3. ágúst á Svanhildi Sigurgeirsson, ekkju sjúkrahúsi í Winnipeg. EgSerfs Sigurgeirssonar, Siglu-i Hann var 68 ára, þingeyingur nesi, Man. Frændur hans eru að ætt og mun hafa komið vestur Björn, Jóhann og Davíð Eggert- um haf 1891. Nam faðir hans, son, er heima eiga að Vogar og| Sigmundur Gunnarsson land við Siglunesi og hefir Eggert varið Hnausa og nefndi Grund. yfir hvíldartíma sinn hjá þeim. Faðir Eggerts er stöðvastjóri í Pine River. Foreldrar hans, Mr. og Mrs. Thorsteinn Peterson, Á verzlun byrjaði Gísli 1915 á Hnausum. Að nokkrum árum liðnum gerðist hann félagi í Sig- urðsson-Thorvaldson félaginu og áttu um mörg ár heima a Sher- j var þag unz hann 1946, lét af brooke St., í Winnipeg. Eggert byrjar vísindanám á ný að haustinu í United College. GULL-BRÚÐKAUP Viðhafnarmikil gull'brúðkaups- veizla var hjónunum Bergi J. Hornfjörð og Pálínu Einarsdótt- ur í Framnesbygð í Nýja-tts- landi haldin s. 1. sunnudag (7. ág.) af sambýlingum þeirra. Var þrátt fyrir 105 gráðu hita saman starfi og flutti til Gimli-bæjar. Verzlun hans blómgaðist vel, enda var Gísli lipurmenni hið mesta og átti mjög víðtækum vin- sældum að fagna í Norður-bygð- um Nýja-fslands. Hann lifa kona hans, Ólöf, þrjár dætur, Mrs. G. Martin, Mrs. P. Hjörleifsson báðar að Gimli og Mrs. S. O. Thorvaldson, Win- nipeg og þrír synir: Fred, Dan- iel og Marino, allir á Gimli. $f|Jarðað var frá lútersku kirkj- komið í Framnes Hall á þriðja unni að Hnausum s. 1. laugardag hundrað manns, að fagna 50 ára (6- ág.), að fjölmenni viðstöddu. hjúskapar afmæli hjónanna. _ Prestarnir séra Bjarni Bjarnason Voru þeim fluttar ræður og og séra Sigurður Ólafsson jarð- kvæði af fjölda manna, og færðar sungu. margar verðmætar gjafir. Sam- sætinu stjórnaði séra Bjarni FERST í BÍLSLYSI Bjarnason, með þeim gleðibrag ------ og fjöri, að menn gleymdu jafn- Sigurður Sigurðsson frá Buf- vel hitanum og þurfti þó nokkuð | falo, N. Y., dó 26. júlí á sjúkar- til að taka fram fyrir hendur húsi í Michigan af afleiðingum stjórnara lofts og veðurs þann meiðslis er hann hlaut við bílá- dag. Hann lét mig hafa skemti- rekstur. Hann hafði verið hér skrána uppskrifaða, og skal hún nyrðra mikið af júlí mánuði að fylgja fregn þessari. Hún minn- heimsækja móður sína, Guðrúnu ir, þó fáorð sé, æði vel á hvað fram fór. Gullbrúðhjónin komu að heim- an árið 1902. Þau eru bæði úr Nesjum í Hornafirði ættuð, — Sigurðsson á elliheimilinu a Gimli, systkini sín og foma kunnngja. Með honum var kona hans og tveir synir þeirra hjóna, Raymond og William og stúlka, Avarp Fjallkonunnar Flutt 1. ágúst 1949 á Gimli. Fjallkonan hellsar yður, börnum sínum, samankomnum víðsvegar að á þessum söguríka stað til þess nú í sextugasta sinn að minnast þeirrar arfleifðar, sem þér hafið frá henni þegið og til þess að treysta bróðurböndin meðal yðar sjálfra. Lífið hefir fært henni mörg merk tímamót, en þessi dagur mun lengi sveipast dýrðarljóma í huga hennar, og engin orð fá túlkað þær tilfinningar, sem nú leita til yðar frá stoltu og þakklátu móðurhjarta. Hver hátíðisdagur, — jafnvel hver hugsun, sem þér hafið helgað hinni öldnu móður yðar á undanförnum árum, hefir verið henni sem dýrmæt perla, er hún hefir skoðað sem gjöf frá yður og veitt móttöku af hrærðu hjarta. Þó var henni oft þungt innanbrjósts, er hún hugleiddi þá stund, er síðasta perlan frá börnunum í vesturheimi yrði lögð með trega á altari minning- anna. En nú býr ei lengur sorg né kvíði í huga hennar. Aðeins oumræðileg gleði, ast og þakklæti fylla hann á þessari stundu. Þessi merki og sérstæði dagur er ekki einungis sextíu ára af- mæli hins fyrsta hátiðahalds, er þér helguðuð henni á þessum slóðum. Hann er umvafinn minningum um nærfelt heillrar ald- ar sigursælt starf íslendinga í þessari heimsálfu, og órjúfanlega trygð þeirra við ættland feðranna. En hann er ekki tengd*r að- eins við minningar hins liðna þó þær séu margar og hugnæmar, þvi að hann hefir fært henni fullvissu fyrir því, að börnin fyrir handan hafið muni aldrei gleyma ætterni sínu og uppruna og er því óneitanlega forboði nýs tímabils í sameiginlegri sögu vor og samstarfi. Aldrei finnum vér eins og nú hve góð, traust og gæfurík bræðraböndin geta orðið milli íslenzkra niðja vestan hafs og austan. Því þér hafið á þessu ári lagt traustan grundvöll að því að íslenzkum bókmentum og tungu verði reist virðulegt sæti í menningarkerfi þessa lands, svo að kynslóð eftir kynslóð megi njóta hinna andlegu verðmæta, sem landnemarnir gróðursettu í hjörtum barna sinna. í gegnum margra alda ánauð, þrengingar og eymdarkjör geymdu íslendingar og þroskuðu með sér óviðjafnanlegt sálar- þrek. Þegar hetjumóður, þolgæði og kjarkur virtust vera að þrotum komin þá var sem yfirnáttúrlegur varaforði andlegs styrks streymdi um æðar þeirra og gæfi þeim máttinn til nýrra átaka og enn öflugri framsóknar. Islenzkir frumherjar í vestur- heimi áttu einnig í ríkum mæli þenna dýrmæta innri þrótt, svo þeim óx ásmegin við hverja þraut og auðnaðist að yfirstíga óteljandi örðugleka. Alt vildu þeir leggja í sölurnar til þess að tryggja yður, börnum sínum, betri og bjartari framtíð. En framtíðin er ekki örugg enn! Og nú horfast börn þeirra í augu við örlagarík andleg viðfangsefni. Ægileg umbrot eiga sér stað um heim allan og ótti og óvissa sækja að úr öllum áttum. Sagan sýnir að voldug menningarkerfi hafa hrunið til grunna sem afleiðing af langvarandi heimsstyrjöldum, og enn leitar andleg afturför í kjölfar þeirra. Já, menningin er enn í deiglunni, og mikils er ætlast til af yður, því mikið hefir verið gefið. Sem niðjar íslands og sem börn þessa mikla meginlands eruð þér arftakar tveggja merki- legra mennigarstofna; sem börn guðs eruð þér, ennfremur, erf- ingjar hinna háleitustu hugsjóna, sem heimurinn hefir eignast. Varðveitið vel og ávaxtið þennan dýra fjársjóð! Móðirin veit og skilur veikleika barna sinna. En hún þekk- ir einnig þau öfl til blessunar, sem búa í sálum þeirra. Hún man að íslendingar hafa ætíð metið manndóm, vit og þekkingu meira en veraldlegan auð og metorð, og dyggilega hafa þeir starfað að uppbyggingu síns nýja kjörlands. Hún veit að, þó þeir séu “fáir og smáir”, þá muni niðjar þeirra hér enn eiga öflugan þátt í þróunarsögu sinnar ungu þjóðar. Því einn lítill hópur manna getur með göfugu líferni upphafið samtíð sína, sett aðalssvip á umhverfi sitt og gróðursett óteljandi fræ andlegs þroska í skauti framtíðarinnar. Engin f jarlægð né framandi lönd fá aðskilið yður frá hjarta móðurinnar. Hugur hennar, vonir og árnaðaróskir fylgja yður alt til enda veraldar. — Hún kveður yður og biður yður blessun- ar drottins. Megi göfugt, gleðiríkt og farsælt starf verða yðar hlutskifti; megið þér sækja fram í baráttu lífsins, djörf og stöðuglynd, brynjuð þeim góðu dygðum, sem einar eru þess megnuar að leiða mannkynið fram til gæfu og sigurs: “Hreysti, ráðsnilli og hugprýði vina styðji von, sigri sannindi og samheldni, ást guðs öllum hlífi”. Bergur frá Hafnanesi þar sem Marvel Kristjánson að nafni frá foreldrar hans bjuggu, en Pálína Dakota. Var fjölskylda hans með frá Árnanesi. Þau hafa í Fram^ honum í bílnum, er slysið vildi nesbygðinni búið síðan vestur(til. Meiddist kona hans mikið, kom. Þau hafa þar starfað, lifað | fótbrotnaði á báðum fótum, en 'hinu margbreytilega, blíða ogf drengirnir sluppu lítið meiddir. heimsóknina norður til Winnipeg stríða frumherjalífi, en ávalt Er. Mrs. Sigurðsson komin heim horft þó til betri daga í framtíð og líður eftir vonum. Náin skyldmenni hins látna eru auk móður hans, tvær systur, Mrs. S. B. Stefánsson í Winni- I peg, er þau höfðu meðal annara i heimsótt, og Mrs. R. E. Bell, | Vancouver, og tveir bræður, Henry í Buffalo, N. Y., og Stef- án (hálfbróðir) í Vancouver. Slysið varð með þeim hætti, að vöruvagn og bíll Sigurðar rákust á, á leið hans heim til sín, eftir og Dakota, en hann átti fjölda kunningja á báðum þessum stöð- um hér, sem hann hafði áður átt heima á. , f nýmeðteknu bréfi frá séra H. E. Johnson, dagsettu 3. ágúst í Vestmannaeyjur segir: Eg er alveg eins og nýgiftur stráklingur. ísland er unaðs- legt, þegar sólin skín; fólkið fyr- irtak; ættmennin elskuleg; fram- farirnar ótrúlegar, veðráttan mis- lynd og lítil síld. Samt er alt í lagi nema síldin en hún getur skánað, sú keipakind.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.