Heimskringla - 10.08.1949, Blaðsíða 6

Heimskringla - 10.08.1949, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. ÁGÚST 1949 “Nú, jaeja, eg geri ekki kröfu til að við get- um búist við að lifa öðruvísi en við gerum, und- ir kringumstæðunum —” “Krigumstæðunum? Hvaða kringumstæður geta gefið manninnum xé.tt til að breyta við kon- una sína eins og þú breytir við mig? Eg verð að tala, — segja það sem mér er í hug. Eg verð ró- leg, eins og vanalega aftur á morgun, en í nótt er æsing í huga mínum; þú verður að heyra, hlusta á það sem eg ætla að segja, það er nokk- uð sem eg ætla að biðja þig um.” “Og hvað er það?” “Að þú leyfir mér að fara og sjá dr. Peel.” “Dr. Peel! Hvaða erindi hefurðu við hann? Það er ekkert að þér; en ef þú heldur að það sé eitthvað að þér þá er þér best að ráðfæra þið við þennan unga náunga Armathwaite, ef þú heudur þess sé þörf. Eg er viss um að hann hefir mikla hugðarfivöt fyrir þér, og hann muni skaffa þér hvað sem þú óskar eftir; eins og ann- að kvennfólk, er það einmitt slíkur læknir sem þú óskar eftir; laglegur ungur náungi sem held- ur um úlnliðin á þér og horfir í augun þín; eg þori að veðja, að hann þykist finna að þú sért mjög veik. Eg skal tala við hann á morgun.” “Eg vil fara á morgun til Dr. Peel.” “Til hvers? Vertu hreinskilin og segðu mér hvað þú vilt honum.” “Geturðu furðað þig á því, að eg þarf að sjá hann sem hefur verið fjárhaldmaður minn og vinur síðan eg var barnn? Það eru nú þrír mán- uðir síðan eg var hjá honum, að því undanteknu þegar þú ókst með mig til Branksome. Eg hef ekki átt tal við hann undir fjögur augu síðan í haust.” “Því þarft þú að tala við hann undir fjögur augu? Það getur bara verið í einum tilgangi, — bara til að klaga líðan þína fyrir honum, eða klaga mig, eða eitthvað annað.” “Þú mátt trúa því, að það er ekki til þess. Ef mér hefði verið í hug að klaga, þá væri eg búin að því. Hefurðu aldrei hugsað um undir hvaða pressu eg hefi verið, síðan eg giftist þér? 7 Undir eins er eg sá lávarð og lafði Kildonan í kirkjunni giftingardaginn okkar, og veitti því eftirtekt hvaða breyting varð á andliti þínu, og með hvaða kulda þú réttir mér hendina, — skyldi eg eins glögt og nú, hvaða feykna yfir- sjón mér hafði orðið á, að giftast þér.” “Rugl! — alltsaman rugl! Eg var dálítið ó- styrkur, og það var ekki nema eðlilegt. Eg vissi ekki þegar þú varst í London að eg ætti að tak- ast á hendur köld viðskiftastörf í staðin fyrir þá ánægju sem maður eðlilega hugsar sér á brúð kaupsdaginn sinn. Eg skal segja þér, Alma, að eg bjóst alls ekki við að sjá þig þann dag — það get eg svarið.” “Eg trúi því, eg hef altaf haldið það.” “Og heldurðu þá líka að það hafi verið mér að kenna, að eg var sendur sama daginn á stað til Moskva, í erindagjörðum fyrir Kildonan lávarð? Heldurðu að eg hefði þá gifst þér, ef eg hefði vitað að eg yrði sendur fyrirvaralaust, sama daginn í burtu? Þú veizt hve leiður eg var að þurfa að gera það, sem engin vinnuveitandi nema lávarður Kildonan hafði krafist.” “Já, eg veit vel um það, eg sá hvernig þau fóru burt með þig með sér, og eg minntist þess með gleði, að eg hafði bæði hug og vit, til að hata lafði Kildonan fyrir það.” “En þú varst köld og fráhrindandi við mig. Þú leist biturlega til mín, þú vildir ekki einu sinni kveðja mig ástúðlega. Hefðir þú verð blíð- ari við mig, þá hefði eg hraðað ferðinni til að komast sem fyrst til þín, og alt hefði verið öðru vísi.” “Nei, nei, nei! — Hvernig hefði eg átt að vera biíð við þig, þegar eg sá, að hvert mark- leysis orð sem lafðin sagði við þig, hafði meiri áhrif á þig, en tárin sem eg grét! Það er ekki í valdi manneðlisins að þola slíkt — og það á giftingardaginn sinn! Allan tíman sem þú varst í burtu Jiafði eg samviskubit af því, að eg hefði verið of köld og hörð við þig, en eg vissi þá, að þú hvorki hugsaðir um það né kærðir þig um það. Ef þú hefðir hugsað nokkuð um mig„ hefðir þú ekki stansað þrjár vikur í París, eftir að þú varst búinn að afljúka erindi þínu á Rúss- landi, og það þó brúðurinn þín biði þín á Eng- landi. Auðvitað ekki!” “En eg var Mka í erindum fyrir lávarð Kil- donan í París.” “Já. Ásamt lafði Kildonan. óforvarandi slapp það út úr vesalings gamla manninum, manninum hennar er hann sagði mér síðar að þú hefðir ekki verið í París í sínum erindum, heldur þínum eigin! Eg vil ekki endurtaka þá sörglegu sögu. Svo loksins, er þið þrjú komuð aftur til Englands, tókstu mig frá London með Kildonan hjónunum, við ferðuðumst svo sem ekki tvö saman. Svo sagðir þú mér, að ættingi þinn ætti að búa hjá okkur, og er við komum þangað, þá var Hugh fóðurbróðir þar fyrir, sem síðan hefur verið mitt traust og góði engil’. Eg var særð alveg inn í hjartarætur mínar, og eg segi það nú opinberlega, að sú ást sem eg bar til þín, þegar þú varst svo góður mér, er við vor- um í London, og þú varst svo ákafur eftir að giftast mér, dó út í hjarta mínu, og eg var eftir með bitran sársauka og vonbrigði í hjarta mínu En eg var of stórlát til að láta bera á því. Þú manst hvernig hann tók þinni skammarlegu til- raun um afsökn og skýringu, er Hugh föður bróðir hélt að hann væri til óþæginda, og stökkst út í bræði þinni.” “Já, við Jupiter, eg man það! Ef þú hefðir ekki farið með mig þá, eins og eg væriihundur; ef þú hefðir talað til mín eins og kona til manns hefði eg tekið þig í faðm mér og sagt þér það sem eg sver nú hátíðlega; að millum mín og lafði Kildonan hefur aldrei verið-----” Lækninum fanst eins og hann sjá tignarsvip- in á andilt ihennar er hún sagði; "Það eru vissar afsakanir, sem maðurinn getur gert við konu sem hefur verið gift í nokk- ur ár, en sem ekki þurfa að vera nauðsynlegar brúðkaupsdaginn.” “Nú jæja, þú varst nógu gömul til að vita. að þú varst að taka manninn, eins og hann var.” “Hvað er það sem þú hefur að kæra? Eg híustaði á þig, eg gaf þér það eina loforð sem þú, þá í svipin, kærðir þig um — nefnilega að eg skyldi ekki láta Dr. Peel vita hvernig okkur hefði liðið á hveitiibrauðs dögunum okkar. Eg hef haldið það loforð mitt, og í arfleifsluskrá hans verður þitt nafn nefnt.” “Hvað er það sem þú ert að ympra? Arf- leiðsluskrá læknisins hefur enga þýðingu fyrir mig; hann á konu og tvær dættur til að hugsa um, og eg þarf hvorki að vera uppá hann, né neinn annan komin. Það bara hryggir gamla manninn, ef við látum hann vita, að afkoma okk- ar sé ekki sem best.” “Þó gafstu það sem ástæðu, er þú seldir Grá- munk gamla, að við hefðum ekki ráð á að hafa hann.” “Nú, jæja, það Mtur nokkuð ríkmannlega út að þú ríðir og keyrir í kring eins og lafði Kil- donan; mín meining er að spara. Enda ertu ekki nógu hraust að ríða út, síðan þú fórst að vera svona taugaveikluð.” “Þú gleymir þessum hála vegi, sem þú sagðir væri svo hættulegur!” “Gerir ekkert til. Eg hef selt hestinn, og það er búið. Það hefir engin kona rétt til að þreyta manninn sinn með spurningum um það, hvernig hann meðhöndlar peninga sína. Hvort heldur að hann vill takmarka og minka tilkostn- að og útgjöld sín, eða hvað hann tekur sér fyrir þá verður hún að gera sig ánægða með það, eins lengi og hún hefir allt sem hún þarfnast, án þess að þurfa að vinna fyrir því, og hann beitir engri hörku við hana.” “Er þetta virkilega skoðun þín á sambúð hjóna?” “Kannske ekki undir öllum kringumstæð- um, þó flestir menn geri ekki einu sinni svona mkið, það get eg fullvissað þig um. Það er eitt- hvað í augnaráði þínu síðan við komum í þetta hús, eitthvað — hvað á eg að kalla það — svo fráhrindandi, svo óMkt því sem maðurinn á rétt til að vonast eftir, að eg vildi heldur vera alla nóttina í snjónum upp á fjallstindi, en mæta því.” “Eg held að það sé þín eigin samvizka, en ekki augun mín. Ef þú vildir horfa í augn mín, mundir þú sjá, að í þeim er eins mikil sorg yfir þér, eins og sjálfri mér. Þú ert vansæll, þú hefir Htið í margar vikur, eins og þú værir pándur og kvaHnn. Það er ekki eg ein sem sé það, aðrir sjá það líka. Hugfa föðurfaróðir og Dr. Peel, og aðrir. Heldur þú að eg hefi sýnt þessa auðmykt og undirgefni allan þennan tíma án þess að segja orð, eg sem er ekki sem kona og þó ekki frjáls, eg sem er skágengin og sett í skuggan og þó hlýðin þér, ef eg hefði enga tilfinningu fyrir þér, og léti mér standa á sama um þig, og vildi forðast að vera steinn í götu þinni? En það get- ur ekki haldið áfram að vera eins og það er. Eg held að nærvera mín geri þig hálf ruglaðan í höfðinu. Lofðu mér að fara — vegna heilsu minnar, úr því eg er orðin svo taugaveikluð og niðurbeygð. Það er auðvelt að segjaj að það sé ástæðan. Ef þú óskar að eg komi aftur, ekki sem skuggi, sem þarf að vera eins og vofa í húsinu, heldur sem hjúkrun þín og traust, eg ekki kon- an þín, sem ann þér, þá skal eg strax koma aft- ur. En eg get ekki borið þessa þvingun lengur. Eg verð að fara.” “Nei, nei. Það skaltu ekki gera. Það máttu ekki gera.” Þessi orð voru sögð í svo miklum flýtir, að læknirinn gat varla skilgreint þau. “Bíddu, bíddu dálítið ennþá, og það mun allt lagast. Eg skal vera betri við þig; þú skalt fá að heimsækja Dr. Peel; bara farðu ekki!” Það varð þögn um stund, svo kom svarið í mjög lagum róm: “Ned! Hvað meinarðu? Þú kærir þig ekki um mig. Þú nærri því hatar mig. Því viltu þá að eg haldi áfram að vera hér hjá þér?” “Viltu kanske að það verði hneyksli úr því? Þú veist að það verður hneyksli, hvaða á- stæðu sem við færum fyrir því. Hvað mun fólk — hvað mun Kildonan lávarður segja?” “Ó Ned! í hamingjunnar bænum, láttu mig ekki þurfa að hugsa, að þú viljir halda mér hér — bara vegna þess!” “Eg vil biðja þig að fylla ekki húsið með klögunum og kveinstöfum um miðja nótt! Eg vil bara að þú verðir hér, því það er rétt og sóma samlegt, og lítur best. út, að konan búi undir sama þaki með manninnum sínum, hvernig sem einingin er á milli þeirra. Það þarf engin að vita neitt um það, þó við séum ekki sælustu hjónin í heiminum, ef þú útbreiðir það ekki meðal fólksins í nágreenninu. Lofaðu mér því, að vera róleg hér út veturinn, og ef þú verður þá ekki ánægðari þá skaltu fá að fara eittfavað um tíma. Úr því þú hefir altaf borið þig svo vel fyrir Dr. Peel, heldur hann víst að samkomu- lag okkar sé gott Haltu venju þinni, hans vegna, þó þú gerir það ekki minna vegna. Eg get full- vissað þig um, að þú ert á röngum vegi; það er ekki, eins og þú heldur, það sé til að halda um- tali fólksins niðri, að eg vil að þú skulir halda áfram að vera hér; það er vegna þess, að eg er píndur og plágaður sjálfur — að eg er út af fyr- ir mig og skifti mér ekkert af þér, og það er ekki gott að vita hvernig það endar. f hamingj- unnar bænum, Alma, vertu hér til vorsins. Eg skal vera betri við þig, eg sver þér það. Lofaðu því, Alma, lofaðu því.” Nú varð löng þögn og aftur heyrðist þetta grátekka stun, sem hafði fyrst vakið Armath- waite upp af svefninum. Svo heyrði hann eitt- hvað sem Mktist niðurbældum hlátri. Svo heyrði hann kvennrödd segja. “Ef eg verð hér til vorsins, meinar það þá að það verði nokkur breytting fyrir mig, Ned. Eg lofa því sem þú biður um.” “Þú ert ágæt stúlka. Eg sé nú, að þú þarft að fara að sofa. Þú lítur út fyrir að vera fjarska þreytt. Góða nótt.’” “Góða nótt.” Svo heyrði hann að maður gekk hægt eft- ir ganginum framhjá herberginu sem hann var í. Svo heyrði hann að konan stundi þungt, en meira gat hann ekki heyrt. Hann skildi nú að það var heyrnartæki milli þessara herbergja. Fyrverandi eigandi hússins hafði látið setja það inn, svo hann gæti stöðugt heyrt til sjúklinganna og litið eftir þeim er nauðsynlegt var. Dr. Arm- atihwaite tók koddan undan höfðinu á sér og lét hann milli fóta sér og við það var sambandið á milli herbergjanna slitið Hann svaf nú rólega án triiblunar það sem eftir var næturinnar. Hann vaknaði snemma og fór að hugsa um hið undar- lega samtal sem hann hafði faeyrt og hinar und- arlegu kringumstæður sem þessu höfðu valdið Hann gat ekki losað sig við að hugsa um það sem fyrir sig hafði komið dagin áður, ogsvo þess er hann varð áskynja um nóttina, honum fanst það hefði dýpri meiningu, en hann gæti gert sér grein fyrir. Hann trúði því, að það hefði ekki verið tilviljun ein, að hann var þarna kom- inn til þess að hjálpa konu, sem leið fyrir órétt- láta meðferð. En í hverju hjálpin átti að vera, og hvernig hún gæti komið að notum vissi hann ekki, en hann hafði bjargfasta trú á því, að það væri erindi hans í þetta hús. f staðin fyrir að yfirvega hin sterku áhrif sem lafði Kildonan beitti til að halda þeim hvort frá öðru, af æstri ástríðu, eða af grimmu og tilfinningarlausu kæruleysi, fór hann að leita eftir hvaða aðra á- stæðu hún gæti haft til þess, sem virtist á yfir- borðinu að opinbera svo ómannúðlega grimd, eða allt of mikla heimsku til þess, að vera sann- gjarnt. Ef lafði Kildonan hefði verið svo ást- fangin í Ned Crosmont, og umhugsunin um, að hann giftist annari konu, var staðleysa fyrir hana. Ef hún hefði verið einlæg í að giftast Ned hefði hún með sínum sterka vilja sett allt annað til síðu, en þar sem hún ekki gerði það, hlaut að vera eitthvað annað en afbrýði, og grimd. Að hinu leytinu fanst lækninum það sér- staklega undarlegt, að eins gáfuð og mentuð kona, eins og Mrs. Crosmont, skyldi auðmykja sig svo mikið að búa undir sama þaki með manni sem ekki einungis neitaði henni um rétt kon- unnar, heldur og að hann umgegst hana með fyr- irlitningu og kulda, og það í viður vist ókunn-' ugra, og sem sjáanlega var undir áhrifum ann- arar konu. Mild og eftirgefanleg að eðlisfari eins og hún hlaut að vera, og líka til að dylja fyrir öðrum þann órétt er hún varð að þola, var vafalaust ástæðan, en það var samt eittfavað ó- skiljanlegt við þessa auðmýkt. Meðan hann var að velta þessum hugsunum í huga sér, varð hann yfirkomin af þreytu og deyfð, og féll í órólegan svefn, sem hann vaknaði ekki af fyr en klukk- an var orðin átta, er þjónustu stúlka barði á hurðina Honum varð ervitt er hann vaknaði, að fá samfaengji í allt það sem hann hafði heyrt um nóttina, og er hann hafði klætt sig og heyrði, að allt var á ferð og flaugi í kringum húsið, varð hann forvitinn að sjá, hvernig persónurnar sem höfðu leikið þennan merkilega leik um nóttina, litu nú út við dagsljósið. Hann hugsaði meira um það, en leyndarmálið og deiluna sem hann heyrði, og hafði verið ríkast í huga hans þar til hann sofnaði. Hann fór að rannsaka rúmið sem hann hafði sofið í og fann, að það var fest í gólfið upp við veggin. Við höfðalags endan var útbúnaður, sem vafalautsust stóð í sambandi við eina eða fleiri pípur sem lágu undir gólfinu til ýmsra herbergja í húsinu. í þá daga, áður en talsímin var upp- fundinn, var þetta notað til að bera hljóð og faeyra hvað færi fram í öðrum hlutum hússins. Hann ákvað að halda þessu leyndu, og um leið heyrði hann að aftur var bankað á hurðina. Það var Mr. Hugh, sem kom til að spyrja, hvort hann væri tilbúinn að koma ofan til að borða morgunverðin. “Bróðursonur minn verður að fara snemma, og þessvegna borðum við morgunverð kl. átta.” Er þeir gengu út veitti læknirinn því eftir- tekt, að efri hæðin var bygð á sama hátt og sú neðri — með óreglulega ganga frá einum enda til annars, og með herbergi til beggja handa. Mr. Hugh Crosmont sagði: “Sú litla hefir ekki neitt til að flýta sér á fætur fyrir, þess vegna bíður hún þangað til far- ið er að hlýna í veðrinu á morgnana, hún borðar morgunmatin kl. níu. Eg skifti hylli minni þannig á milli þeirra, að eg borða nokkuð af morgunmatnum með honum og nokkuð með faenni. Ned vildi hafa þig með sér við morgun- verðin; en eg mótmælti því, og sagði að þú þyrftir að fá að sofa lengur.” Þegar þeir voru komnir ofan í neðstu tröpp- una í stiganum, mætti Mrs. Crosmont þeim, er hún kom eftir ganginum. Hún leit vel og frísk- lega út, og sagði, er hún tók af sér þunnt sjal sem hún hafði á herðunum, að hún hefði verið úti í hestfaúsinu til að sjá Grámunk. “Eg býst við að Nel sé farin?” spurði Mr. Crosmont. “Já, fyrir löngu síðan! Hann ætlar að borða morgunverð á Crags, og kemur ekki heim fyr en í kvöld,” svaraði hún og fylgdi þeim inn í borð- stofuna, þat sem morgunverðurin beið þeirra. Út í fersku loftinu hafði Mrs. Crosmont hrest og fengið roða í kinnarnar, er hún fór út í hesthúsið til að sjá sinn gamla vin Grámunk, svo hún leit út eins og nátturan hafði gert hana — fríð og góðleg með ljósan hörundslit, hrein- og björt augu, og stillilega og fína framkomu. Áður en Dr. Armathwaite var búin að virða hana nákvæmlega fyrir sér, fór roðin að hverfa af kinnum hennar og brosið af vörunum hennar, og innan stundar komu hinir dökku hringir af svefnleysi og þreytu í kringum augun á henni, og fjörið í framkomu hennar hvarf. Hún var vingjarnleg við hann og hún lét sér mjög annt um Hugh föðurbróðir sinn; ekkert gat verið ljósara merki um, hvað hún var, og hvað hún væri ef hún ætti að búa við betri umgengni. Þau spurðu Dr. Armathwaite, hvers hann hefði orðið var í Dolly Varden herberginu, og þau urðu alveg hissa, er hann sagði þeim, að hann hefði ekki orðið neins var. “Eg býst við að eg sé ekki einn af þeim mönnum, sem reglulegir draugar kæra sig um að heimsækja,” sagði hann ofur rólega. “Eg get ekki gert neitt fyrir þá, en vil heldur veita þjónustu mína og samhygð lifandi manneskjum sem stundum verða á vegi manns, og hverra sál- ir fá svo miklu minni hvíld, sem eru bundnar við líkaman, sem er ekki þeirra eiginlega heim- ili.” Hann veigraði sér við að líta upp eftir það sem hann sagði, ef Mrs. Crosmont kynni að líta kuldalega til hans, ef hún áliti að þetta væri tal- að undir rós. En er hann leit upp, er Mr. Hugh sem vanalega greip framí, er honum þótti sam- talið ganga út frá efninu; fann hann aftur hið segulmagnaða seyðmagn í augnaráði hennar, og er hann sá að hún lgit vingjarnlega til hans, á- leit hann að orð sín höfðu ekki valdið henni sárs auka. í raun og veru var nokkurskonar leynifé- lag myndað á milli þeirra þriggja. Læknirinn hafði strax eftir komu sína þangað, eins og ó- sjálfrátt, verið tekin inn í þetta samhygðar fé- lag, sem Mrs. Crosmont og föðurbróðir hennar höfðu milli sín. Er þau stóðu upp frá borðinu gengu þau út að glugga og horfðu á hinn gríðar stóra vafningssvið innan um hinn snæviþakta sígræna skóg og fjöllin hinu megin við vatnið, mitt í samtali þeirra, þagnaði Mr. Hugh Cros- mont, í hálf sagðri setningu, og hlustaði eftir einhverju. “Vagnbjöllur”, sagði hann; svo bætti hann við eftir litla þögn “Dómklukkur.” Engin sagði orð, fyr en klukknahljómurin heyrðist greinilega. “Ó,” sagði Hugh undrandi, ‘það stansar hér.” “Það er komið að hliðinu,” sagði Alma ró- lega. Hún sneri sér að gestinum og sagði: “Það er lafði Kildonan — kona mannsinns, sem mað- urinn minn vinnur fyrir. Það gleður þig að sjá hana — hún er orðlögð fyrir fríðleik.” “Eg hef séð hana áður,” sagði læknirin hik- andi. Móti vilja sínum fann hann að blóðið sté upp í andlit sér.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.