Heimskringla - 17.08.1949, Blaðsíða 3

Heimskringla - 17.08.1949, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 17. ÁGÚST 1949 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA allra þeirra leitandi raka, sem heilbrigt mannvit heimtar. « Það stóð í Vancouver Sun um daginn, að æska Bandaríkjanna j þyrfti að reykja til þess að deyfa ^ áhyggjur. En rússnesk æska þyrfti þess ekki, því að hún væri hamingjusamasta æska undir sól- inni. ★ Stephan G. sagði að frásagna- stíllinn á íslendingasögunum væri á svo háu stigi, að spursmál sé hvort hægt muni að komast hærra í þeirri list að segja sögur. * Það er gömul sögn, ef sæfar- endur vissu hvað býr í djúpi út- hafsins mundu þeir aldrei á sjó fara. — Ef maður sæi hvað lifir og hrærist í undirdjúpum sálar- lífs meirihluta manna, mundi enginn hætta sér út á það haf, heldur bara lifa og deyja einn í sínu horni. ★ Það er munurinn á kaþólsku kirkjunni og kommúnismanum að kaþólska kirkjan boðar himna- rtíki á himnum, en kommúnism- inn boðar það á jörðinni. ★ Þegar allir kenninga guðir hafa yfirgefið þig, stígur guð upp úr djúpi sálar þinnar og vís- ar þér veginn. /. S. frá Kaldbak FRÁ ÍSLANDI Samband íslenzkra samvinufé- laga hefir samið við sænska skipasmíðastöð um smíði á 1,000 lesta kæliskipi, sem ristir 14 fet og kemst því inn á flestar smærri hafnir. Það á að flytja ferskt kjöt og fisk hafna milli á íslandi. —Alþbl. ★ Tuttugu skip komu 26. júlí til Siglufjarðar með samtals 1000 mál.—Alþbl. 27. júlí. ★ í júnímánuði voru flutt inn skip til landsins fyrir 31.7 milj. króna. Er það rúmur helmingur innflutningsings á mánuðinum. Útflutningur nam aðeins 15 milj. krónum; innflutningur því 45 miljónum hærri. ★ Sjómenn telja síldina nú í torf- um í Faxaflóa. En hún gengur djúpt og erfitt að handsama hana. —Alþbl. 27. júlí. Strætisvagnafélag Reykjavik- ur hefir fengið 6 nýja strætis- vagna frá Svíþjóð. Er farið að búast við hraðferðum úr Skjól- unum um Austurbæinn. ★ fslenzki fiskurinn sem seldur! hefir verið í Þýzkalandi þykir góður, en hitt telur blaðið Fish- ing News víst, að hann sé að verða smærri og af því megi á-j lykta að hann sé að ganga til þurðar! ★ i Nýtogarinn Mars hefir verið j á veiðum um mánaðar skeið íi Hvíathafinu. Hann seldi afla, sinn 22. júlí í Grimsby, fyrirj nærri 11 þúsund sterlingspund, - þrátt fyrir hita yfir veiðitímann, er dálítið spilti verði. ★ Frá ársbyrjun til júníloka hafa um 8,900 mann ferðast til og frá íslandi. Helmingur þeirra var íslendingar.—ísafold. SÍÐASTA NóTTIN A gígju spilar gamalt lag við gluggann kvöldsins þeyr. Og bráðum verður sólin sest. Eg sé ei hana meir. Og klukkan tifar, telur spor um tímans stundagólf. Eg sé að gluggann syrtir í. Hún senn er orðin tólf. Nú svipþung kemur síðsta nótt. Til svefns eg ganga vil, Iþó besta kvæðið ei sé ort, og engin reiknings-skil. /. S. frá Kaldbak Alma Crosmont Þýtt hefir G. E. Eyford Er Mrs. Crosmont leit á hann, virtist hon- um eins og vonbrigða blæ brigði fyrir i augum hennar. Svo gekk hún til dyranna, og gaf karl- mönnunum merki, að þeir skyldu fylgja sér. “Komið þið”, sagði hún, er þeir hikuðu við. Lafði Kildonan er drottning og krefst fullrar virðingar.” í því kom stúlka inn með þann boðskap, að “hennar náð” væri komin inn í gestastofuna. Þau fóru öll á stað. Læknirinn var undarlega glaður yfir því, að nú fengi hann að sjá þessar konur báðar augliti til auglitis. Alma gekk á undan og kom inn í stofuna meðan hún var að tala við menninna. Þá virtist eins og hún, allt í einu, misti kjark og krafta; hún stanzaði og leit bænar augum til læknisins. En hún náði strax valdi yfir sér og gaf honum merki að hann skyldi opna hurðina fyrir hana. Lafði Kildon- an var að raula eitthvað fyrir muni sér, sem barst til eyrna þeirra sem inn komu. 7. Kafli Ef morgunloftið hafði haft hressandi á'hrif á Almu Crosmont, þá hafði það ekki síður haft hressandi áhrif á lafði Kildonan, það hafði al- veg breytt henni. Blærin á hennar fríða andliti, á hennar gula hári, geislarnir í hennar bláu aug- um, og jafnvel tennurnar, sem skein ávalt í við hvern hjartanlegan hlátur, sem hún sló, hafði fengið nýja fegurð í geislum morgun sólarinn- ar. Hún kraup niður og lék við hundana, eins og barn, og er hún þaut upp, er Mrs. Crosmont kom inn, hljóp hún á móti henni og faðmaði hana að sér. Hún var í mjög látlausum búningi, brúnum kjól og utanyfir í skósíðri kápu, hatt- urinn samsvaraði búningnum, með eina fjöður að framan, sem stóð beint upp. Þegar hún hnepti kápuna frá sér, sást vaxtarlag hennar. Hún var há og nett vaxin, búningurinn sem hún var í samsvaraði henni vel. Hún hafði tekið glóvan af hægri hendinni, er hún var að leika við hund- ana, sem var bæði hvít og nett; glóvan tók hún ekki af vinstri hendinni. Þegar hún var búin að heilsa Mrs. Crosmont sagði hún með bros á andlitinu: “Þú ert mjög fríð og tilkomumikil; en þú mátt ekki búast við, að þú ein eigir kröfu á allra aðdáun. Ó, Mrs. Crosmont, hvaðan stafar þessi nýstandi kuldi frá?” sagði hún og breytti mál- róm, sem átti að vera meðaumkunarlegur, er hún virti fyrir sér hinn rúbinrauða morgunkjól sem Alma var í. “Þú lítur altaf út eins og málverk; og það er þreytandi fyrir mig að heyra manninn minn stöðugt vera að segja ‘því býrð þú þig ekki eins og Mrs. Crosmont?” Hann uppástendur, að þú saumir kjólana þína sjálf. Það er það sem mennirnir altaf halda, ef kjólarnir eru ekki með alslags glingri og prjáli — er það ekki svo, Mr. Hugh?” Hún sneri sér til hans og rétti honum hend- ina. Hann brosti til hennar einskonar vorkunar eða umburðarlyndis brosi, sem var svo fjarri sem hægt var þeirri aðdáun, sem menn voru vanir að sýna henni. “Eg held ekki að þú saumir sjálf kjólana þína,” sagði hann og hristi höfuðið. “Þú kant varla að aðgreina einn endan frá annari á nál- inni.” “Þetta er móðgandi að heyra. Viltu taka þessi orð til bakka, ef eg kyssi þig?” sagði lafði Kildonan. “Sjálfsagt!” “Þigðu þá kossinn!” Hún kysti hann glaðlega, og þá fyrst virt- ist hún að taka eftir að fjórða persónan var í stofunni. Alma ætlaði að fara að kynna henni læknirin; en lafði Kildonan rétti út hendina og leit á hann einarðlega. “Við Dr. Armathwaite höfum til allrar ó- lukku mæst áður”, sagði hún og hló gletnislega. “Þú ert þó ekki búin að gleyma merkinu sem eg gaf þér?” «“Eg gleymi aldrei n«inum atburðum sem stendur í sambandi við þig,” svaraði hann og hneigði sig. “Eg þykkist vita að þetta eigi að meina eitt- hvert hrós; en helmingurinn af því sem eg geri er ekki gerður í hagsmuna skini fyrir sjálfa mig, svo eg vona í allri einlægni, að þú breytir skoðun þinni og haldir ekki þessi orð þín.” Svo sneri hún sér að Almu, tók um hand- legg hennar og leiddi hana með sér að legu- bekknum, og sagði: “Eg kom einmitt á þessum óhentuga tíma dagsins til að biðja þig um nokkuð,” sagði hún inriilega, og strauk sínum mjúku fingrum um hendi hennar hálf nauðugrar. “Eg mætti Mr. Crosmont í þorpinu rétt núna, og hann sagði mér að þú sért veik og þunglynd, af því þú ferð aldrei út, svo eg er komin til að biðja þig um að koma með mér til Crags og borða með okkur. Það eru fáeinir gestir hjá okkur, og þó eg verði að segja, að þeir séu ekki svo sérlega skemtileg- ir þá hefir þú þá ánægju að vera þeim til skemt- unar; því þeir hafa allir heyrt þín getið, og það gleður þá að fá tækifæri til að kynnast þér. Vertu nú svo góð að lofast til að koma. Maður- inn þinn borðar með okkur, eins og þú veist, og ef þessir herrar vilja gera okkur þá sæmd að koma með, þykir okkur fjarska vænt um það.” “Eg þakka þér lafði Kildonan,” sagði Alma kuldalega, sem virtist vera móðgandi gagnvart lafði Kildonan, “það er mjög fallega gert af þér að hugsa um mig; en eg hef margt sem eg þarf að gera í dag, og get ekki notfært mér þitt góða boð.” “Ó vertu nú ekki svona þver!” sagði lafði Kildonan ofur alúðlega. “Þú vilt aldrei koma til mín. Þú ert svo reglubundin, eins og við værum gamlar, virðulegar ekkjur. Eg vildi að þú værir ekki svona hræðilega hátíðleg. Með þínum konunglega svip minnir þú mig á, það sem eg ætti að vera.” “Staða mín er ekki sama og þín. Væri það þá þyrfti eg ekki að setja upp neitt kongsandlit”. Hún reyndi að segja þetta eins og í gamni, en Dr. Armathwaite, sem þekkti afstöðuna milli þeirra betur en nokkur annar, heyrði að málrómur hennar var ekki eðlilegur, og að hún stríddi við að fara ekki að gráta. Lafði Kildon- an virtist ákveðin í að hafa mál sitt fram, talaði nú í viðkvæmum sorgar málróm, er hún hóf mál sitt aftur. “Þín staða er að öllu leiti sælli en mín”, sagði hún og horfði á hana með sínum bláu og barnslegu augum. “Þú ert ekki gift manni, sem bara hugsar um bækur og horfir á þær alla tíma, og gerir sig óánægðan yfir því ef hann finnur einhverja, sem ekki eru bundnir í rautt marokó leður!” Svo leit hún til Karlmannanna, og er hún sá bros á andlitum þeirra, fór hún að skelli hlægja. “Það trúir því engin að eg sé ekki ham: ingjusöm, og þó er það svo, en það gæti verið verra,’” sagði hún góðlátlega. “Þú berð á þér sorgarsvip, Mrs. Crosmont og vinnur allra sam- hyggð og vorkunsemi, en eg lít út svo óbrotin og lífsglöð.” “Vildirðu þá heldur skifta um útlit og vera ólukkuleg?” spurði Alma alvarlega. “Eg er ekki viss um að eg gæti verið ólukku- leg, Mér sýnist ekkert vera þess virði að láta það gera mig ólukkulega. Eg get orðið ergileg, þegar eitthvað gengur á móti mér; en eg býst við, að þú finnir ekki að það sé það sama — hvað ?” Það var einhver gletni í háttsemi hennar, sem átti við karlmennina, en virtist að hafa and- stæð áhrif á Mrs. Crosmont. “Það er spursmál sem er undir hvers eins skapgerð komið,” sagði Mrs. Crosmont rólega, “og kanske loftslaginu líka. Þessi staður hérna við vatnið hefir ekki nein góð áhrif á mig, enda ætla eg bráðum að fara í ferðalag til að skifta um loftslag.” I Dr. Armathwaite, sem var að tala við Mr. i Hugh, en veitti þeim konunum nána eftirtekt, ■ sá eins og neista frá tinnusteini bregða fyrir í! augum lafði Kildonan. Hún þagði, og svaraði engu strax, en svo hló hún ánægjulega og stóð upp. “Nú jæja, eg veit það er þýðingarlaust fyrir mig, að segja neitt við þig. Þið þessar blíðu konur sem talið í lágum róm og horfið niður fyrir ykkur, viljið altaf fara ykkar eigin veg. En ef eg gæti gert eitthvað þér til þægðar, þá væri það mér og manninum mínum til stórrar gleði og ánægju. Eg veit það er einmanalegt fyrir þig hér upp á fjallinu. Þú hefir verið vön félagslífi og aðdáun í borginni, og þú hefir ekki þá hneigð fyrir blómarækt og útivinnu, sem gef- ur rólegan svefn, eins og bóndakonu sem mér. En hvenær sem þú vilt koma til okkar, skulum við fagna þér sem maí blómi.” Án þess að líta í augu hennar, tók hún svo vingjarnlega í hendi hennar. Mrs. Crosmont svaraði henni rólega: “Eg þakka þér, eg veit þú mundir taka mér vel.” Lafði Kildonan sneri sér að karlmönnunum. “Mr. Hugh, eg veit það er þýðingarlaust að biðja þig að koma til að borða með okkur, án þess að þín “litla” sé með. Eg er óánægð með árangurinn af morgun verkinu mínu í dag. En þú, Dr. Armathwaite” — hún rétti hendina til hans — “Þú sagðir mér í gærkvöld, að þú hefðir ekki táma til að tefja fimm mínútur í Mereside. Eg sé nú, að þú hefir orðið fyrir áhrifum, sem voru nógu sterk til að gera þér hughvarf, og eg vona enn, að eg fái að sjá þig á Crags, eftir einn eða tvo daga.” Dr. Armathwaite brá við þefesi orð, og hugs- aði hálf hikandi, að hann hefði gleymt Glascow og erindi sínu, undir þeim áhrifum sem drógu hann út í bylinn um nóttina. “Eg þakka þér hundrað sinnum,” sagði hann. “En nú ætti eg að vera á leiðinni norður eftir. Eg tafðist fyrir óhapp sem mér vildi til, og Mr. og Mrs. Crosmont veittu mér húsaskjól og gistingu. Eg var nú rétt í þann veginn að j leggja a stað.” Professional and Business Directory 1 1 1 1 u Office Phone Res. Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment DR. A. V. JOHNSON DENTIST • 506 Somerset Bldg. • Office 97 932 Res. 202 398 Talsimi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur i augna, eyma, neís og kverka sjúkdómum 209 MEDICAL ARTS BLDG. Stofutími: 2—5 e. h. ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINN’IPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith 3t. PHONE 96 952 WINNIPEG J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Simi 97 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants • 219 McINTYRE BLOCK • TELEPHONE 94 981 THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 27 989 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 927 404 Yard Phone 28 745 A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um utfarir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 27 324 Winnipeg H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada L nion Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg. CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated ÁSGEIRSON’S PAINTS, WALL PAPER AND HARDWARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 Halldór Sigurðsson Contractor & Builder • 1156 Dorchester Ave. Sífrii 404 945 The BUSINESS CLINIC Specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 508 Mclntyre Blk. Ph. 97 130 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 496 O. K. HANSSON Plumbing & Heating CO. LTD. For Your Comfort and Convenience, We can supply an Oil Burner for Your Home Phone 72 051 163 Sberbrook St. DR. CHARLES R. OKE TANNLÆKNIR 404 Toronto Gen. Trust Bldg. 283 Portage Ave., Winnipeg • Phone 94 908 PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum og húsmuni af öllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Simi 25 888 C. A. Johnson, Mgr }JÖfiNSONS LESIÐ HEIMSKRINOLU fOÓkSTÖRÍI 225S3!í 702 SoT9«nt Ave., Winnipeq, Mcm.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.