Heimskringla - 14.09.1949, Qupperneq 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 14. SEPT. 1949
Hetmskrmgla
(Stofnuð 188«)
Semur út á bverjum miðvikudegi.
Eigendur: THE VIKING PRESS LTD.
K3 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185
Verfl blaöeins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram.
Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.
öll viðskiftabréí blaðinu aðlútandi sendist:
The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg
hitstjóri STEFAN EINARSSON
Utar.áskrií: tii ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Advertising Manager: P. S. PALSSON
"Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED
and printed by VIKING PRINTERS
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185
Authorized as Second Class Mail—Post Oííice Dept., Ottawa
WINNIPEG, 14. SEPT. 1949
Blákaldur sannleikur
Það er mikið talað um frið. En þeir eru fáir sem með svipuðu
sannfæringarafli flytja þann boðskap og Dr. Brock Chisholm
maður sem margir íslendingar í þessum bæ þekkja, jafnvel persónu-
lega, en sem nú er canadiskur ráðunautur og stjórnari alheims heil-
brigðisstofnunar (The World Health Organization). Hann gerir
ekki mikið úr friðarmasi allra. En hann segir blátt áfram, að verði
ekki stríði afstýrt, fari ekki hjá því, að það ráði niðurlögum mann-
kynsins.
Hættan sem þessi viðurkendi vísindamaður sér framundan, ef
til stríðs komi, er notkun drápsgerla, gerla sem eyðileggi á 5
klukkustundum alt líf í kring um sig og sem atóm-sprengjur séu
barnaleikfang í samanburði við.
Það hefir svipuðu og þessu áður verið haldið fram, en það sem
hindrað hefir notkun gerla í stríði, er að verks um merki þeirra
hafa verið svo varanleg, að það hefir engu lífi verið vært á staðnum
sem þeir hafa verið notaðir á um mörg ár. Nú hefir við þessu verið
séð og líft er nú á svæði gerlahernaðar innan 12 klukkustunda.
Sóttin er þá rokin burt. Það er það sem gerir þá nú að fyrirtaks
stríðsvopni.
Dr. Chisholm flutti erindi um þetta s. 1. föstudag á fundi al-
heimsfriðarfélagsins (World Union of Peace Organization) í Sviss.
Var máli hans hinn mesti gaumur gefinn. Menn gátu ekki séð, að
það sem Dr. Chisholm sagði, væri annað en blákaldur sannleikur.
Ef til stríðs kemur, er ekki hætt við að brátt verði úr því alheims-
stríð, í hvað smáum stíl sem það byrjar og hversu smávægileg, sem
fyrsta orsök þess er. Og þá er hvorki meira né minna en glötun
mannkynsins vís. Það er staðreynd, sem ekki verður komist hjá,
skelli nú á nýtt stríð.
í síðasta alheimsstríði voru 30 miljónir manna drepnar. Næsta
stríð þarf ekki að standa lengi yfir til þess, að sú tala dauðra marg-
faldist. Það er ekki aðeins framför í efnafræði, sem úrslitum næsta
stríðs ræður. Það verður líf- eða gerlafræðin einnig.
Aí sjónarhól hálfrar aldar
Eitir prófessor Richard Beck
(Ræða flutt á fimtíu ára landnámshátíð íslenzku bygðarinnar
í Brown (Morden), Manitoba, 15. júlí 1949)
Á VÍÐ OG DREIF
NEFNIÐ BÆINN
í dánarfregnum sem birtar
eru í íslenzku blöðunum hér
vestra, gleymist oft að geta þess,
frá hvaða bæ á íslandi hinn látni
var ættaður.
Þetta er illa farið og það gerir
bæði útvarpi fslands og blöðum
heima á Fróni nærri ókleift að
flytja vinum hins látna heima eða
skyldmennum fregnina.
Heimskringla hefir áður á
þetta minst. En þeim dánarfregn-
um fjölgar samt óðum, sem í
blöðunum birtast, er ekki geta
bústaðar hins látna heima á fs-
landi.
Þegar fslendingar hér senda
dánarfregnina, er þessa oftast
getið. En þegar hún berst þeim
í ensku blöðunum hér, er þess
sjaldan eða aldrei getið frá hvaða
bæ á íslandi hinn látni var ætt-
aður. Eru þó þessar fregnir í
ensku blöðunum hér oftast
skráðar af íslendingum.
Bæjarnafnið eitt fræðir á fs-
landi um ætt hins látna íslend-
ings hér.
Að taka upp þann sið að hafa'
það með í dánarfregninni, ættu
því allir að gera. Og ekki síður
í ensku blöðunum, en þeim ís-
lenzku.
Mönnum finst ef til vill leiðin-
legt að vera að stafa þetta fyrir
fregnritana ensku. En erfiðið af
því fyrir þá er það eitt, er þeir
munu fúsir á sig leggja. Eg hefi
minst á þetta við nokkra þeirra
og þeir hafa vitanlega tekið því
vel og viðurkent gagnið af því
undir eins.
Upp á þessu hafa íslendingar
eflaust sjálfir tekið, vegna tepru-
skapar þess, er oft verður vart í
fari þeirra og annara útlendinga
hér, í sambandi við þjóðernismál.
Það rekur og sama nauðsyn til
að gera þetta þó í hlut eigi ís-
lendingar fæddir hér vestra. Þeir
eiga til átthaga heima uppruna
sinn að rekja, sem foreldrar eða
afar þeirra.
*
UM AÐ FLÝTA
KLUKKUNNI
í bæjarstjórnarkosningunum á
þessu hausti, gefst bæjarbúum
enn einu sinni kostur á að greiða
atkvæði um hvort klukkunni
skuli flýtt um eina stund á kom-
andi sumri, eins og gert hefir
verið undanfarin ár, eða láta
hinn eina eðlilega tímaútreikn-
ing halda sér, sem um allan heim
er viðurkendur og í raun réttri
ruglar sögu hvers atviks, sem í
því bygðarlagi gerist, er ekki
stjórnast af hinum almenna
tímareikningi.
Til þessa hefir aldrei verið
greinilegar fundið en á síðast
liðnu sumri, hver fjarstæða breyt-1
ingin á tímatalinu er. Þorp ogj
bæir í þessu fylki, sem áður hafa
reynt tímabreytinguna, 'hafa nú
horfið frá henni.
Fyrir hana eru menn reknir á
fætur, eða í svefn, eða til vinnuj
á öðrum tímum, en um víða ver-’
öld er gert, aðeins til þess að
þóknast sportglópum, sem ekki i
sjá sér fært að komast út á golf-1
völlinn nema að þeim sé gefinn J
heill klukkutími til þess — og
hann á kostnað þeirra, sem öðru
hafa að sinna. Ef hægt er að
benda á þvílíkar hundakúnstir
nokkurstaðar í allri lagasmíði j
nokkurs þjóðfélags, þætti oss
vænt um, að vera bent á það.
. . , . I
Kjósendur Winmpeg-bua gera
sig vonandi ekki að þeim angur-j
göpum, að greiða atkvæði með
þessari fáránlegu tillögu um
framfærslu klukkunnar í næstu
kosningum, þó einhverjir þarfn-j
ist að tálga af sér spikið, en sem
ekki nenna fyr en um vanalegan
háttatíma að koma sér að því.
Það er ekki neinn að banna
þessum merkisberum vitleysunn-
ar að leika sér, þegar þeim sýn-
ist. Það sem risið er upp á móti,
er að þeir þröngvi ekki þeim sem
Fimmtíu ár eru að vísu eigi
langt tímabil í sögu þjóðaifeeild-
arinnar, en í sögu nýrrar byggð-
ar, landnáms í nýju landi, er það
óneitanlega merkur áfangi, og
vel til þess falliðn, að gengið sé
á sjónarhól og horft yfir farinn
veg.
Verður okkur þá að sjálfsögðu
fyrst fyrir, og er það bæði ljúft
og skylt, að minnast með þakk-
læti og virðingu þeirra manna
og kvenna íslenzkra, sem hér
námu land, breyttu óruddri jörð-
inni í gróðursæla akra, sem nú
brosa okkur við sjónum í sumar-
dýrðinni, frumherjanna, sem
einnig lögðu grundvöllinn að
því félags- og menningarlífi,
sem hér hefir blómgast um ald-
arhelming.
“Og munið, að ekki var urðin
sú greið
til áfangans, þar sem við stönd-
um”.
Þannig farast skáldinu Þor-
steini Erlingssyni orð í eggjan-
arkvæði sínu “Brautinni”. Þau
ummæli taka til brautryðjenda
á öllum sviðum, og ekki síst eiga
þau við um frumherjana ís-
lenzku, sem hér háðu sína braut-
ryðjendabaráttu. Framsóknar-
og framfarabrautin er altaf brött
og seinfarin. Það skyldum við i
minni bera á hálfrar aldar af-
mæli þessarar blómlegu byggð-
ar, er við vottum stofnendum
hennar virðingu okkar og þökk.
Þjart er einnig um þá í hugum
okkar, því að fagurlega og rétti-
lega mælist Davíð skáldi Stef-
ánssyni er hann segir:
“Altaf leggur bjarmann bjarta
af brautryðjandans helgu glóð”.
Hvað sem öðrum orsökum líð-
ur, þá er enginn vafi á því, að
það voru einkum knýjandi menn-
ingarlegar hugsjónir, vaknandi
umbótahugur og frelsisþrá, sem
knúðu íslenzka landnema til
vesturfarar. Menn gera það ekki
að gamni sínu að slíta sig frá ætt-
ingjum og vinum, og leggja í
langa og erfiða ferð út í óviss
una í ókunnu landi.
Afkomendur og arfþegar
landnemanna ættu að festa sér
þetta vel í minni, því að þeirra
vegna sérstaklega var förin gerð
í ókunna landið, þeirra vegna
um annað fram háðu landnem-
arnir sitt sigursæla en harða
frumherjastríð, því að það út-
heimtir “svita, blóð og tár” að
nema nýtt land og byggja. Sag-
an um það er glæsilegt ævintýri,
en hún er líka mikil harmsaga,
og af báðum ástæðum á hún skil-
ið að geymast í minni yngri kyn-
slóðarinnar af íslenzkum stofni
í landi hér, bæði til þess að halda
henni í tengslum við ættstofn
sinn og glæða framsóknarhug
hennar. Því að enginn getur les-
ið þá sögu réttilega, svo að hon-
um hitni ekki um hjartarætur og
svelli ekki metnaður í brjósti.
Davíð skáld Stefánsson, sem
er nátengdur móðurmoldinni,
finnur glöggt til þess skyldleika,
og hefir sungið henni o,g sveita-
lífinu marga fagra lofsöngya,
bregður upp mynd í kvæði sínu
“Landnemar”, sem mér finnst al-
veg eins eiga við um íslenzka
landnema hérna megin hafsins
og um þjóðbræður þeirra og
systur heima á ættjörðinni:
“En bóndinn stakk, og bóndinn
hlóð,
unz bærinn þar í hvammi stóð.
og konan söng og kveikti glóð
og kvisti brauí
í þjóðfélagnu búa til að sitja og
standa eins og þessir hofmenn
vilja vera láta. Eins vitlaus til-
laga og þeirra hefir aldrei verið
til greina tekin í nokkru þjóðfé-
lagi.
og gerði graut
og bjó til brauð
og bræddi og sauð.
Þau börðust sæl
við sömu þraut.
Þau unnu bæði, — hann og hún,
unz holtinu var breytt í tún.
Þau ristu sundur brunabörð
og breyttu þeim í græna jörð,
sem gaf þeim fleiri og fleiri strá
og feita hjörð,-------—
því moldin er þeim mild og góð,
sem miskunnsemi hennar þrá,
sem lifa fyrir land og þjóð,
sem lúta því, er jörðin á,
og plægja, sá
j og raka og slá.
Hún er þeim trygg.
Hún elskar þá.”
Finnst ykkur ekki, eins og
mér, að þetta sé laukrétt lýsing
a því, sem gerðist hér í þessari
byggð á landnámsárunum. Og
auðvitað vitið þið og skiljið
miklu betur en eg, hve rétt og
fögur lýsing þetta er á gróður-
mætti og örlæti moldarinnar
þeim til handa, sem kunna með
hana að fara. Þeim er hún hin
góða jörð. Hinu þarf eg ekki að
lýsa fyrir ykkur, að ekki var
jörðin hérija á þessum slóðum
frumherjunum undirgefin og ör-
lát fyrirhafnarlaust, því að erfitt
verk var það og tímafrekt að
ryðja þykkan skóginn og rista
f-ram og þurka mýrlendið, svo að
úr hvortveggja yrði frjósamt ak-
urlendi. En þrautseigja og fram-
sóknarhugur brautryðjendanna
sigraðist á þeim örðugleikum
eins og verkin sýna. yíðfeðmir
akrarnir, sem bylgjast í blænum
og blika við sól, og blómleg býl-
in, eru minnisvarðar atorku
þeirra og framsýni. Þeir voru
framtíðartrúaðir menn, og þeim
varð að þeirri trú sinni, af því að
þeir sýndu hana í verki.
Eins og oft hefir verið bent á,
fluttu íslenzkir landnemar ekki
með sér heiman um haf þungar
kistur gulls og gersema, í venju-
legum skilningi orðsins, en það
hefi eg fyrir satt, að sumum
þeim af hérlendum flutnings-
mönnum, sem handfjölluðu koff-
ort íslenzku frumherjanna, hafi
þótt þau síga nokkuð mikið í.
Þungavaran voru bækurnar ís-
lenzku, sem þeir gátu ekki án
verið og fluttu með sér, því að
fyrir löngu var þeim runnin sú
kenning í merg og bein, “að
blindur er bókarlaus maður”.
Ætla eg einnig, að Biblían og
Njála hafi þar eigi ósjaldan orð-
ið samferða, og báðar verið eig-
andanum hugkærar. Víst er um
það, að íslenzku bækurnar reynd-
ust eigi aðeins hérlendum flutn-
ingsmönnum þungar í vöfunum,
heldur það, sem miklu meira er
um vert: Þær reyndust þungar á
metunum menningarlega, urðu
landnemunum brjóstvörn í
harðri baráttu þeirra, uppspretta
gleði og orku. fslenzkur mann-
dómsandi og menningararfur
varð landnemunum sigursælt
vopn til sóknar og varnar. Séra
Jónas A. Sigurðsson talaði út
frá eigin reynd og víðtækum
kynnum af íslenzku landnema-
lífi, er hann komst þannig að
orði í kvæði fyrir minni Vestur-
íslendinga:
“Að fötum og útliti inn hérlendi
hló,
og hæddist að feðranna tungu.
En haldgóð varð íslenzka út-
gerðin þó
í eldrauna lífsstarfi þungu”. j
i
Það merkisatriði er þess virði,
að því sé á lofti haldið, þegar
rakin er baráttu og sigursaga ís-
lenzkra landnema á þessum slóð-
!
um eða annarsstaðar í landi hér.
Margir úr hópi þeirra íslenzku
frumherjanna, karlar og konur,
sem hér námu land, hafa nú gold-
ið síðustu skuldina við lífið, og
hvíla, eftir langan starfsdag, í
mjúkri sæng fósturmoldarinnar.
Blessuð sé minning þeirra allra.
En eg fæ eigi minnst þeirra í
heild sinni, sem horfnir eru úr
þeim hópi, svo að eg minnist
ekki sérstaklega þeirra, sem voru
mér persónulega kunnir og kær-
ir. Minnist eg þá fyrst góðvinar
míns og ágæta nágranna, dr.
Guðmundar (Gísla) J. Gíslason
í Grand Forks; eru mér í fersku
minni margar ánægjulegar sam-
verustundir á heimilum okkar
beggja, er við ræddum um sam-
eiginleg áhugamál, íslenzkar
bókmenntir að fornu og nýju,
og um menningarerfðir okkar al-
mennt, sem þessi vinur minn
hafði svo miklar mætur á og
kunni mörgum fremur vel og rétt
að meta. Þá minnist eg með hlýj-
um huga, frá samverunni á ýms-
um íslenzkum mannfundum og
ekki síst þjóðræknisþingum,
þeirra Jóns S. Gillis og Jóns J.
Húnfjörð, sem að vísu kom síð-
ar í byggðina, hinna ágætustu
félagsbræðra, sem báru þjóð-
ræknismálin mjög fyrir brjósti
og unnu þeim af trúmensku
og áhuga. Allir áttu þessir vinir
mínir og landar sammerkt í því,
að þeir voru sannir íslendingar,
vildu veg ættlandsins í öllu jafn-
hliða órjúfandi hollustu við
kjörland sitt. Og má vitanlega
hið sama segja um frumherjana
íslenzku í heild sinni, hér í
byggð sem annarsstaðar.
Eg veit, að eg tala einnig fyr-
ir munn þeirra, sem hér eru sam-
ankomnir og þá ekki síst yngri
kynslóðarinnar, þegar eg votta
þeim úr hópi frumherjanna í
þessari byggð, sem hér eru við-
staddir, virðingu okkar og þakk-
læti á þessum degi, sem er þeirra
heiðursdagur, því að byggðin og
þeir eru eitt. Og engum held eg,
að gert sé rangt til, né heldur
muni ykkur byggðarfólki það ó-
ljúft þó eg, á þessum tímamót-
um, votti þeim Þorsteini J.
Gíslason og frú Lovísu konu
hans sérstaka þökk fyrir for-
ystu þeirra í félagslífi byggðar-
innar, með svo mörgum hætti.
Heiður sé þeim fyrir það allt!
Og nú mynduð þið ekki ólík-
lega vilja spyrja með skáldinu
á þessu fimmtíu ára afmæli
byggðar ykkar:
“Hvað er orðið okkar starf?
Höfum við gengið til góðs göt-
una fram eftir veg?”
Ef þið ættuð sjálf að svara
þeim spurningum, mynduð þið
vafalaust gera sem allra minnst
úr því, sem þið hafið afrekað, eg
þekki ykkur nógu vel til þess.
En nú hefi eg leyft mér að fær-
ast það í fang að svara þeim
spurningum sjálfur, og ekki að-
eins út í bláinn, því að eg byggi
svör mín við þeim bæði á eigin
kynnum af byggð ykkar og starfi
og einnig á hinni greinagóðu og
næsta ítarlegu sögu byggðarinn-
ar, eftir sveitunga ykkar og
byggðarskáld, Jóhannes H. Hún-
fjörð, sem birtist í Almanaki Ó.
S. Thorgeirssonar 1937 — 40.
Persónuleg kynni mín af ykk-
ur hér í byggðinni og lestur of-
angreindrar sögu hennar hafa
fyrst og fremst sannfært mig
um það, að þið hafið með prýði
innt af hendi hið daglega starf
ykkar, bændastarfið, ræktun
landsins, en það er meginstarf
ykkar langflestra. Og hversu
mikilvægt og grundvallandi
starf bóndans er í þjóðlífi bennti
Jónas skáld Hallgrímsson á eft-
irminnilega í þessum alkunnu
orðum sínum:
“Bóndi er bústólpi,
bú er landstólpi,
því skal hann virður vel.”
Og Davíð Stefánsson, sem um
margt er andlega skyldur Jónasi
skáldi fyrirrennara sínum, og
kann jafnvel og hann að meta
starf bænda og búaliðs, lýsir
gildi þess starfs í eftirfarandi
gullfallegu og sönnu ljóðlínum:
“Þeir, sem akra yrkja,
auka landsins gróður,
eru í eðli tryggir
ættjörð sinni og móður,
ryðja grýttar götur,
gjafir lífsins blessa.
Bóndans starf er betra
en bæn og sálumessa.”
En þið hér í þessari byggð
hafið ekki aðeins leyst hið dag-
lega starf ykkar af hendi með
sóma. Þið hafið haldið uppi, og
gerið enn, merkilegu og harla
margþættu félagslífi, ekki fjöl-
mennari en þið hafið verið og
eruð. Tel eg ykkur það til hins
mesta sóma, hvað vel þið hafið
haldið hópinn, og ber það fagurt
vitni góðum byggðaranda og fé-
lagslegum áhuga ykkar.
Trúin var grundvallarþáttur í
hugsun og lífi landnemanna. Frá
því um aldamót hefir hér einnig
verið starfandi íslenzkur söfn-
uður, er séra Jónas A. Sigurðs-
son stofnaði og þjónaði fyrstur
íslenzkra presta, er síðan hafa
fylgt honum í spor í því starfi.
Ver Góður Pgaí^ j0.ím
nagranni
x
give vday in an emergency
ONE CALL MAY AVERT OISASTER
Til fljótari
Long Distance
Fyrirgreiðslu
Long Distance sanitö! eru
mjög tíð nti sein stendur. 'I il
fljótustii fyrrrgreiðslu . . .
Síniið á þessum timum
frá 6 e.h. til 4.30 f.h„
OG ALLA SUXXUDAGA
Ef nauðsyn krefur- þá verið
fljót að gefa nágranna yðar
forgangsrétt á símanum. Þörf
yðar síðarmeir kann að þarfri-
ast sömu kurteisi, einkum ef
urn læknishjálp er að ræða.