Heimskringla - 21.09.1949, Side 1
3 New loaves by
CAMADA
BREAD
1. Tender Crust
2. 16 oz. White Sandwich
3. Honey Crushed Browrn
Ask your Grocer for them
3 New loaves by
CANADA
B REA D
1. Tender Crust
2. 16 oz. White Sandwich
3. Honey Crushed Brown
Ask your Grocer for them
LXIII. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 21. SEPT. 1949
NÚMER 51.
FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR
Frá Ottawa-þinginu
Ottawa-þingið kom saman eins
og til stóð s. 1. fimtudag.
Það merkilegasta við þingboð-
skapinn sem lesinn var af Vis-
count Alexander landstjóra, er
hvað hann bendir ákveðið í þá
átt að losa á böndunum við Bret-
land.
Þó stjórnar boðskapurinn sé
talsvert sýrður af þessu, eru það
þó aðallega tvö atriði, sem greini-
legast bera þetta með sér.
Er annað þeirra að gera hæsta-
rétt Canada að yfirdómstól can-
adiskra þegna, en nema úr lögum
að senda mál héðan til Englands,
til leyndarráðs Breta.
Hitt atriðið er í því fólgið að
Canada hafi fult vald til að
breyta stjórnarskrá sinni. Til|
þessa hefir orðið að leita til Bret-
lands í því efni.
Það er ólíklegt, að sambands-
þingið verði eitt um þetta mál og
fylkin verði þar með til leiðbein-
ingar. En um það er ekki neitt
ákveðið getið í stjórnarboðskapn-
um. Kemur það mál þó fyr til
greina, en nokkuð annað í sam-
bandi við stjórnarskrár-ibreyt-
ingu. Verður á þetta frekar minst
á ritstjórnarsíðu þessa tölublaðs.
Einhverjar breytingar verða
gerðar á húsabyggingarmálum
Canada. Er nú á daginn komið,
að húsinu eru of dýr og kaupskil-
málar á þeim ómögulegir. Mun
stjórnin ætla að reyna að lækka
fyrstu borgun í húsunum svo, að
í meðallagi efnuðum mönnum, sé
fært að leggja féð fram, ef skil-
yrði er til að greiða eitthvað
hærra mánaðarlega. Hvað úr því
verður, skal ekki neinu spáð um.
En það á að heita til þess að bæta
hag hins volaða. Vér erum ekkert
sterktrúaðir á það.
Til vega á að verja 250 miljón
dollurum á árinu í landinu. Ef í
ilt fer með atvinnu, eins og marg-
ir spá, er gott að eiga þessa von.
Á viðskifti við erlendar þjóðir,
er ekki minst, enda er nú kapp-
samlega unnið að því af öðrum.
þjóðum í samvinnu við Canada,;
að ráða bætur á vandkvæðum íj
verzlun heimsins. Á gerðum
Washington fundarins nýlega,
verður eflaust gerð'full grein
síðar á þinginu.
í þingboðskap stjórnarinnar er
ánægja látin í ljós yfir því, að
Atlantshafssamningarnir séu nú
í framkvæmd komnir, því kom-
múnisminn ógni heiminum enn;
að sáttmáli sá sé til, dragi úr
hættu um að til vopna viðskifta
komi.
Á hervernd Canada bæði sér-
staklega og í samvinnu við aðrar
þjóðir, segir boðskapurinn, að
verði hafðar stöðugar gætur. —
Framfarir hafi miklar orðið í
hernaðar-samvinnumálunum.
En árangur af hernaðarlegri
samvinnu við þjóðir Evrópu, seg-
ir í boðskapnum að fari eftir því,
hvað framförum þjóða þar líði.
Að veita þeim hjálp, sé því nauð-
synlegt.
Betra skipulag á ellistyrk en
nú sé, er sambandsstjórnin til
með að íhuga og taka að sér, en
til þess þurfi bæði samkomulag
við fylkin og breytingu á stjórn-
arskránni, því skatt þurfi að
leggja á almenning til þess. Það
á að reita nóg af mönnum með
sérstökum skatti, áður en þeir
eldast til að standa straum af
ellistyrknum.
Á samvinnu Canada við Banda-
ríkin og Bretland í flugmálum
og flugskipa smíði er og minst.
Ótal fleiri mál eru enn ónefnd,
en þau lúta flest að breytingum
eldri laga og virðast öll minni
mál en þau er nú hefir verið bent
Flókið stjórnarstarf
Lýðríki Vestur - Þýzkalands
hafa nú verið sameinuð og eru
tekin til starfa, sem hvert annað
sjálfstætt þjóðríki. Forseti lands-
ins er Theodor Heuss prófessor
frá Stuttgart, 65 ára gamall. —
Kanslarinn, eða aðal stjórnand-
inn, er Dr. Conrad Adenauer, 72
ára gamall og foringi Kristilega
lýðræðisflokksins (C’hristian
Democratic Party) í nýja lýðrík-
inu.
Samkvæmt stjórnarskrá lands-
ins, er Dr. Adenauer, en ekki
Heuss, hinn eiginlegi stjórnari
landsins. Er alment álitið að
undir stjórn hans muni ekki nýr
Hitler rísa skjótlega upp í
Þýzkalandi.
Nýja ráðuneytið er skipað
meiri hluta íhaldsmanna. En
einn þeirra og sá er mikil völd
hefir þar, sem skipuleggjari hinn-
ar nýju viðreisnar, og próf. Lud-
wig Erhard heitir og var áður
mikill hagfræðisráðunautur
Bandaríkjamanna í Bonn, lét sig
hafa að krefjast í des. 1948, að
afnumið væri alt stjórnareftirlit
á iðnaði í Vestur-Þýzkalandi. —
Tala Bandaríkjamenn vel um
hann og telja hann í broddi fylk-
ingar Þjóðverja, er frjálsu fram-
taki unni. En spor þetta reynd-
ist ekki heppilegt. Jafnvel þeir,
sem hugmyndinni unnu, fóru á
móti honum og verkamenn Vest-
ur-Þýzkalands eigi síður er. aðrir.
Fyrirliði hugsjónar liberala inn-
an flokksins (Christian Demo-
cratic Party), er Dr. Karl Arnold
fulltrúi Rúr héraðsins í North
Rhine Westfalia, lætur ekki á
sér standa, að gagnrýyna Er-
hard. Arnold hefir nokkurn
flokk um sig. Eitt af stefnu hans
er að reka Rúriðnaðinn sem þjóð-
eignafyrirtæki. Að þessir menn
geti ekki verið á eitt sáttir, er
því mjög skiljanlegt.
Stjórnar-andstæðingur er Soc-
ial Demokrata flokkurinn. Fyrii
honum er maður sem Dr. Kurt
Schumacher heitir. Er hann tal-
inn mest virtur allra lýðræðis-
sinna í Þýzkalandi.
Dr. Schumacher var lengst af
stjórnartíð Hitlers í fangaverum
á Þýzkalandi. Hann hefir nú
tilkynt stjórninni nýju, að hann
ætli að bera fram á þingi fjölda
umibóta-mála. Er ekki talið ó-
sennilegt, að stjórn Adenauer fái
sig fullreynda í þeirri virðureign.
Það líta margir svo á, sem mál-
in, sem stjórnin nýja verður að
fást við, séu bæði henni og hvaða
lýðræðisstjórn sem er óviðráðan-
leg.
fbúatala Vestur-Þýzkalands er
50 miljónir. Er þarna því um
fjölmennasta þjóðríki Evrópu að
ræða að Rússlandi undanteknu.
fbúarnir eru að vísu margir flótta
menn, úr leppríkjum Rússa fyrir
Þýzkaland og þýzkum stroku-
mönnum, úr Póllandi og þeim
hluta Þýzkalands, er Rússar ráða
yfir.
í landinu er mikill skortur á
húsum. Fæðan er og af skornum
skamti. Mikil flæmi í iðnhverf-
um Rúrs, verður að endurreisa.
Iðnaðinn verður að setja á lagg-
irnar eftir alt öðrum formála en
áður, eða svo hann verði heimin-
um ekki hættulegur. í Berlín eru
um 2y2 miljónír Þjóðverja, sem
gert er ráð fyrir, að fyr en seinna
heyri nýja lýðríkinu til. Er að
flestra dómi lítill styrkur að
þeim í bráð, því af öllum allsleys-
ingjum landsins, eru Berlín-búar
sagðir fátækastir og mestir
þurfalingar.
Kollvörpun Þýzkalands í þjóð-
ernislegum skilningi, hefir meiri
áhrif, en menn geta gert sér í
fljótu bragði grein fyrir. Alt
sem þjóðin þekti á síðustu árum
sínum, Hitlers árunum, á hún nú
að gleyma, hvort sem vont var
eða gott. Að minsta kosti 12 ára
menningarminjar, á hún að kæfa
í huga sér. Hið nýja lýðríki á að
endurreisa á trú á nútíðina, á að
alt verði nú betra en það sem áður
var, á að nýjum himni og nýrri
jörð skjóti upp. Heil kynslóð að
baki hefir týnst. Önnur ný af
nálinni á að koma fram.
Verkefni hinnar nýju stjórnar
í Þýzkalandi, er mikil. Þar á að
byggja upp nýja lögfræðisþjóð,
við nærri eins slæmar ástæður og
hægt er að hugsa sér. Að koma
því í verk, verður enginn öfunds-
verður af.
í kring um Dr. Odenauer, eru
nú þegar að rísa nationlista flokk
ar, í ýmsum myndum og sem vita
má um fyrirfram að ekki boða
allir gott fyrir landið.
Gengi krónunnar
Krónan íslenzka hefir verið
feld, í samræmi við verðhækkun
sterlingspundsins. Kr hefir verið
íeld, í samræmi við verðhækkun
sterlingspundsins. Krónan var
15.3 cents en er nú 10.6 cents.
Þetta er gengi krónunnar því nú,
eða um einn þriðja lægra en það
var. f næstu viku sjáum við hvað
blöð frá íslandi segja um þetta
peningabrask alt.
“Fátt er svo með öllu ilt”
Frá Tonkin, sem er borg í
nyrsta frakkneska hlutanum af
Kína, og alla leið suður að Timor,
eiga kommúnistar og annar óald-
arlýður í stöðugum ófriði við hið
frakkneska stjórnarlið. Hafa und-
anfarin ár farið þarna fram skipu-
lagðar mannaveiðar. Á svæði
þessu, sem þakið er sígrænum
viltum, myrkum skógi, er fult af
villidýrum, sem mikil stund hefir
verð lögð á að veiða eins og öp-
um, tígrum, fílum og flóðhestum.
En síðan ófriðurinn hófst í land-
inu, hafa dýraveiðar þar stöðvast
Menn hafa ekki hætt sér á veið-
ar, ekki vegna villidýranna, held-
ur vegna mannaveiðaranna.
Afleiðing af þessum leynivíg-
um eða górilluhætti manna, er nú
sú orðin, að villidýrunum hefir
fjölgað svo að hættulegt er orðið.
En að veiða þau þorir nú enginn,
jafnvel þó skortur sé orðinn mik-
ill á þeim í dýragarða og hami
út um allan heim og hærra verð
boðið fyrir þau en nokkru sinni
áður. Villidýrin mega hrósa
happi.
Skemtiskip brennur við
bryggju í Toronto —
manntjón 205
í skemtiskipinu “Noronic” er
lá við bryggju í Toronto kom
upp eldur s. 1. laugardag, er varð
205 manns að bana.
Alls voru 680 farþegar með
skipinu. Var fjöldi þeirra frá
Bandaríkjunum. Af þeim sem
dóu, var og meirihlutinn eða 185
sunnan að, frá Cleveland, De-
troit og öðrum borgum.
Skipið var að leggja af stað í
síðustu skemtiferð sína til Thou-
sand Islands.
Eldurinn kom upp að nóttu,
eða um kl. 1.30 eftir miðnætti
Farþegar voru í svefni. Það
fyrsta sem þeir urðu varir við,
var hvinurinn af eldinum, er
Dr. E. I. Feldsted
Þessi einkar efnilegi íslend-
ingur er á förum til Englands,
en þangað fer hann til þess að
vinna að rannsóknum í læknis-
fræði (radioactive isotopes) á
Royal Cancer Hospital í London.
Dr. Feldsted útskrifaðist af
Manitoba-háskóla 1942, vann í
læknaliðinu í stríðinu og stund-
aði síðan eitt ár rannsóknir í
lækningum. Hlaut hann verðlaun
fyrir þau bæði frá vísindafélag-
inu hér og háskólanum.
Dr. Feldsted hefir starfað síð-
an á sjúkrahúsum og stofnunum
í Californíu, Vancouver, New’
York og víðar að rannsóknum í
lækningum.
Foreldrar hans eru Mr. og Mrs.
E. S. Feldsted, 525 Dominion St.,
Winnipeg.
byrjaði í vélarúmi skipsins, en
læsti sig brátt um efri og neðri
skipsfjalir. Þeir sem björguðust
fleygðu sér margir annað hvort í
sjóinn, eða gátu rent sér niður á
bryggjuna í köðlum.
Hvernig eldurinn byrjaði, er
ekki ljóst. í fréttunum herma
nokkrir farþegar, að slökkviliðs-
áhöld, sem þeir náðu í, hafi ekki
verið í lagi.
FJÆR OG NÆR
Kveðju samsæti
Þjóðræknisfélag íslendinga í
Winnipeg, hélt hjónunum dr.
Þorkeli Jóhannessyni og frú
Hrefnu kveðjusamsæti s-1- föstu-
dag í einum gestasal Hudsons
Bay félagsins. Var þar um
50 manns saman komið. Sam-
sætinu stjórnaði séra Philip M.
Pétursson, er sagði frá, hvað í
efni væri, að gestirnir frá ís-
landi, sem hér hefðu verið síðan
í byrjun ágúst mánaðar, væru nú
á förum heim, en Þjóðræknisfé-
lagið vildi sem bezt þakka þeim
komuna og dvölina hér vestra.
Séra Valdimar J. Eylands þakk-
aði og próf Þorkeli fyrir aðstoð
hans við ræðuhöldin á íslend-
ingadeginum á Gimli. Síðast hélt
dr. Þorkell fróðlega og skemti-
lega ræðu um hvernig honum
komu hlutirnir fyrir sjónir hér
vestra. Hann hafði ferðast til
Saskatchewan, Norður-Dakota og
til Nýja-íslands, sem Guttormur
skáld sagði honum, að guð hefði
ekki skapað, heldur mennirnir,
en sem prófessorinn kvað þá ekki
aðgerðalausa hafa verið.
Heimleiðis verður lagt af stað
á morgun (fimtudagskvöld). í
ferðiria mun slást frú Margrét
Gíslason frá Seyðisfirði.
* * * «
La ugardagsskóli
Þjóðræknisfélagsins
hefst á laugardaginn 8. okt. og
verður þetta ár í neðri sal Fyrstu
lút. kirkju á Victor Street. Skól-
inn byrjar kl. 10 eins og venju-
iega, og íslenzkir söngvar verða
æfðir frá kl. 11.00 til 11.30. Valdir
kennarar starfa við skólann eins
og að undanförnu.
Sterlingspundið nú $2.80
í fréttum frá Englandi í byrjun
þessarar viku, var hermt, að f jár-
málaráðherra Sir Stafford Cripps
hefði lýst yfir að brezka pundið
væri fallið í verði um 30%, eða
úr $4.03 í $2.80.
Sagði fjármálaráðherrann að
engin önnur leið væri til þess, að
halda fjárhag Bretlands á kyli,
er Marshall hjálpinni lyki 1952.
Þetta hefir ein óskapa áhrif á
fjármálin um allan heim.
Um 13 lönd feldu samstundis
Bretum verð peninga sinna eins
mikið'. Þessi lönd eru: Ástralía,
Suður-Afríka, Indland, Nýja-Sjá-
land, írland (lýðveldið), Israel,
Noregur, Danmörk, Egyptaland,
Malaya, Ceylon, Finnland og
Burma.
Síðan hefir Canada felt dollar-
inn sinn um 10%.
Frá fleiri löndum er búist við
falli á peningum. Á meðal þeirra
má telja ísland, Frakkland og
fleiri lönd.
Þetta greiðir að sjálfsögðu við-
skiftin milli þessara landa. Milli
Bretlands og Canada greiðir það
og heldur veg þerra en hitt.
Heima fyrir í Englandi lækkar
þetta verð vöru. En það er þó
óvíst hvaða vara verður lækkuð.
Það er ekki víst að t. d. fatnaðar-
vara keypt í Winnipeg frá Eng-
landi á næsta ári, verði mikið
lægri en hún nú er. Aftur má
sjálfsagt telja að bifreiðar verði
ef til vill á meira en 30% lægra
verði.
Cirpps kvað verkafólk eigi
hafa neitt að óttast. Vinnulaun
þeirra eða sparifé kaupi jafnmik-
ið af vöru og gert hafi áður.
Þetta aflar okkur vissulega
bandaríska dollara og það er það,
sem við verðum að gera, ef við
eigum að verða efnalega og við-
skiftalega sjálfstæðir 1952, segir
Cripps.
Fjármálaráðherrann kvað fall
peninganna hafa verið ákveðið
áður en á Washington fundinn
kom. En hann kvað Bretland
ekki hafa viljað tilkynna það
nema að eiga tal um það áður við
vinaþjóðirnar vestra, Bandaríkin
og Canada.
Viðskifti Bandaríkjanna á-
hrærir þetta lítið eða ekkert.
Það getur enginn framleitt ódýr-
ara en þau. En þetta ætti að
beina meiru af viðskiftum Ev-
rópu þangað og afla henni meira
af dollurum eins og til er ætlast.
Síðast liðinn laugardag var
fjölda manns boðið af frú Hólm-
fríði Pétursdóttir, 45 Home St.,
heim til að kynnast dr. Þorkeli
Jóhannessyni og frú hans
Hrefnu, sem nú eru að leggja af
stað heim til íslands. Þáði ó-
heyrilegur fjöldi fólks þetta boð;
mátti húsfyllir heita frá klukkan
3 e. h. og fram undir miðnætti.
Viðmóti dr. Þorkels og konu
hans er viðbrugðið. Sýndi það
sig mjög ákveðið af fjöldanum,
er þetta góða boð frú Hólmfríðar
notaði, til að tala við þau og fá
fréttir um eitt eða annað, sem
einum eða öðrum var gleðiefni
að heyra um heiman af ættjörð-
inni.
Dr. Þorkell gat ekki lengur
dvalið vestra, vegna starfs síns
við háskólann, sem nú þegar er'
teltinn til starfa, en hlífðin var,
að fyrirlestrahöld byrja ekki fyr
en með byrjun október-mánaðar.
Vér þökkum dr. Þorkeli kom-
una vestur og kvöldstundirnar,
sem hann hefir veitt til við-
tals við sig á heimili frændkonu
hans og óska hjónunum góðrar
ferðar heim. Megi dr. Þorkeli
endast aldur og heilsa lengi enn
til að fræða þjóðina í ræðu og
riti um sögu hennar, sem er eitt
hið helgasta starf sem nokkur
getur af hendi ynt fyrir þjóð
sína.
• « •
Gifting
Séra Philip M. Péturson, gaf
saman í hjónaband s. 1. föstudag,
9. sept., Harry Maxwell France
og Guðrúnu Benjamínsson. Gift-
ingin fór fram í Fyrstu Sam-
bands kirkju á Banning St. í
Winnipeg. Brúðurin er dóttir
Einars Benjamínssonar í Árborg,
og fyrri konu hans Málmfríðar
Skúlason, en brúðguminn er ætt-
aður sunnanað úr Banadríkjun-
um og er af Þýzkum uppruna.
Þau voru aðstoðuð af John Far
asi og Aldísi Benjamínson, og
Edith Nelson. Blómamey var
Bonnie Dion. Svaramaður brúð-
arinnar var faðir hennar. Gunnar
Erlendson spilaði á orgelið.
Brúðkaupsveizla fór fram í
Empire Hall á Alexander Ave.,
í Weston. Þar, þegar sezt var við
borð, mælti Mr. John Farasí fyr-
ir skál brúðarinnar og stóð síðar
brúðguminn á fætur og þakkaði
fyrir með nokkrum viðeigandi
orðum. Skemtu menn sér fram
eftir kvöldinu, og fór alt hið á-
nægjulegasta fram.
* * *
Böðvar Jónsson frá Langruth,
Man. var staddur í bænum fyrir
helgina.
» * »
Frú Soffía Jónsdóttir Horner
dó í svefni að heimili sínu, 5936
Victoria Drive, Vancouver,
sunnudaginn 28. ágúst s. 1., 68
ára að aldri.
Soffía heitin kom til Canada
skömmu eftir aldamótin, dvaldi
nokkur ár í Winnipeg en fór al-
farin til Vancouver um 1911. Þar
giftist hún eftirlifandi manni sín-
um, William Horner, starfsmanni
hjá C. P. R. félaginu. Þeim varð
ekki barna auðið.
Soffía var ættuð frá Sporði í
Víðidal í Húnavatnssýslu. Hún
fór til íslands 1930 og heimsótti
þá bróðir sinn, Gunnar, sem býr
í Gröf í sömu sveit og sýslu, og
önnur skyldmenni.
Soffía Horner var prýðilega
myndarleg, vel gefin og vel látin
kona. Hennar verður sárt sakn-
að af vinum og skyldmennum.
* * «
Jack, Arnold Björnsson og
Sveinbjörg Magnúsina Guðjóns-
son vour gefin saman í hjóna-
band þ. 8. ágúst, s. 1. af séra B. A.
Bjarnason. Hjónavígslan fór
fram á heimili Mr. og Mrs.
Jakob Guðjónsson, foreldra
brúðarinar, í grend við Hnausa,
Man. Brúðguminn er sonur Mr.
og Mrs. Guðmundar Björnson,
sem búsett eru í Framnesbygð-
inni í grend við Árborg, Man.
Heimili hinna ungu hjóna verður
í Winnipeg.
» * *
Ársfundur íslendingadagsins
verður haldinn í Goodtemplara
húsinu við Sargent Ave., mánu-
dagskvöldið 3. okt. kl. 8 e. h.
* - * *
Kæra Heimskringla!
Mig langar til þess að biðja þig
að birta fyrir mið beiðni um að
komast í bréfasamband við Vest-
ur-íslendinga búsetta í Ameríku.
Eg er 17 ára skólastúlka. Nafn
og heimilisfang er:
Alevía Gísladóttir, Miðtún 9,
Reykjavík, Iceland