Heimskringla - 21.09.1949, Side 6

Heimskringla - 21.09.1949, Side 6
6. SIÐA HEIUSERINGLA WINNIPEG, 21. SEPT. 1949 ' Alma Crosmont Þýtt hefii G. E. Eyford “Já, það er sem eg þarf að gera,” sagði Dr. Armathwaite, sem hneigði sig fyrir Miss Peel, og fór til Mr. Crosmont að kveðja hann. “Eg þakka þér aftur fyrir gestrisni og vinhótin. Eg gleymi því ekki hve mikilli gestrisni og vel- vild eg hef mætt hjá fólki hér í þessu umhverfi.” Svo kvoddust þeir og Mrs. Crosmont var hinn ánægðasti. En er augu þeirra mættust, áð- ur en þeir skildu, þá mátti lesa úr augum annars óró og efa, en úr augum hins, að þetta væri ekki í síðasta sinn sem fundum þeirra bæri saman. Mr. Crosmont keyrði burtu, en Dr. Arm- athwaite hraðaði sér aftur að dyrunum, þar sem Miss Peel beið hans. Hún gekk undan inn í húsið, og er þau voru komin í gegnum þröngan gang, fylgdi hún hon- um inn í lítið viðhafnarlaust herbergi, en fín dagleg stofa með tveimur glerhurðum fyrir var til hliðar við þetta herbergi. Á borðinu stóð lampi, og við skinið frá honum sá hann konu, á að gizka um sextugt, stórlimaða, sitja við ofn- inn og var að sauma. Hún leit upp og hann sá að hún hafði einhverntíma verið lagleg og tilkomu mikil, en margra ára einveldis stjórn hennar í húsinu, hafði gert útlit hennar svo hörkulegt og bjóðandi, að Dr. Armathwaite varð næstum hálf skelkaður, og leit á Miss Peel, eins og hann væntist verndar frá henni. “Hér er herra maðurinn, móðir mín, sem óskar eftir að fá að tala við föður minn. Hann heitir Dr. Armathwaite og hann er komin alla leið frá London,” sagði Millie, og horfði góð- látlega á lækninn sem brosti vingjarnlega til hennar. Dr. Peel er of veikur til.þess að geta tekið á móti nokkurs manns heimsókn,” sagði Mrs. Peel, með málróm, sem hljómaði eins og skrugga hljóð og var nóg til að hræða huglaus^ an vesaling. “Lofaðu mér, móðir mín, að fara upp og fá að vita hvað hann segir sjálfur um það”, sagði Millie. Áður en móðir hennar gat svarað þessu, hafði stúlkan smogið bak við læknirinn, með glettnislegum blæ á andlitinu, og horfið, og skyldi læknirinn eftir hjá móðir sinni, sem sýndi hinum ókunnuga manni alt annað en vin- gjarnlegheit. Hún henti því sem hún var að sauma á gólfið, horfði rannsakandi á hann frá hvirfli til ilj'a, eins og hann væri alræmdur glæpamaður, og sagði svo allt í einu í djúpum róm: “Sestu niður”. Hann gerði eins sog honum var sagt, en gat varla varist að hlæja. “Þú kemur frá London?” spurði hún eins og rannsóknar dómari. “Já, eg — eg kem frá London”. Það var engu öðru að svara, þó það virtist vera stutt og óþýtt. “Vondur staður, London”, sagði hún “Það er margt eins gott fólk þar eins og nokkurstaðar, annarstaðar í landinu”. “Það getur skeð að svo sé,” sagði hún með fyrirlitningu, og svo varð þreytandi þögn, þar til hún tók aftur til máls. “Fólki frá London lætur vel að gera háð og narr að okkur, eins og við værum ekki nógu góð til að skafa skítinn af skónum þess.” Dr. Armathwaite ansaði þessu ekki. Það gat vel skeð að hún væri virðingarverð kona — hann hafði heyrt að hún væri það. En hann gat ekki séð neina ástæðu til þess, að hún skyldi koma svona fram við sig.Hann horfði rólega á hana og svo á stígvélin sín og fór svo að fitla við endan á yfirskegginu á sér, eins og til að haf- ast eitthvað að, þar til hún tæki aftur til máls, sem hún gerði með fyrirlitningu og sagði: “Eg get ekki liðið fólk, sem bara af því að það hefur búið á einhverjum sérstökum stað á jörðunni, að þeir sem eiga heima annarstaðar verði að bugta sig og beygja fyrir því.” “Það get eg heldur ekki”, sagði Dr. Arm- athwaite rólega, og þau störðu hvort á annað, eins og þau héldu að þau hefðu orðið ásátt um þetta. En áður en þau höfðu íma til að tala meira um þetta, kom Millie ofan með friðandi boð- skap. “Faðir minn vill gjarnan sjá þig strax, ef þú vilt gera svo vel að koma með mér upp í her- bergi hans,” sagði hún. Dr. Armathwaite leit til Mrs. Peel og fór svo með stúlkuni út úr herberginu. Millie stans- aði þegar hún var komin það hátt upp í stigan, að andlit hennar var jafn hátt lækninum, og sneri sér að honum og sagði í lágum róm. “Þú mátt ekki taka þér það neitt nærri þó móðir mín tæki þér svona. Hún er æfinlega svona við ókunnuga, en það er ósköp auðvelt að komast af við hana, þegar þú ferð að kynnast henni. Eg held að hún hafi lært of mikið um Napóleon mikla, þegar hún var bam.” Þessi afsökun fyrir móðrina þótti læknin- um ennþá skemtilegri, sökum þess hve glaðlega og spaugandi hún sagði það, svo hann gat varla varist hlátri er hún fylgdi honum inn í herbergi læknisins. 10. Kafli Það sem hafði komið fyrir Dr. Armathwaite áður en hann heimsótti Dr. Peel, var svo undar- legs eðlis, að öll hneigð til glaðværðar vék fyr- ir þeirri óljósu meðvitund, að hann væri að koma inn í einhvern leyndardóm, er hann gekk inn í herbergið til veika mannsins. Ofurlítil skíma af dagsljósi kom í gegnum hinar niðurdregnu gluggablæjur, sem gerði her- bergið skuggalegra en það annars var, með hin- um dökku máhóni húsmunum og hinu dökka stóra rúmi. Dr. Peel, sat við ofnin í stórum hæg- indastól og raðaði skjölum við daufa ljósbirtu sem kom frá lampa sem stóð á borðinu. Dr. Arm- athwaite brá hastarlega við að sjá útlitið á and- liti hans er hann leit upp og rétti fram magra hendina til að bjóða hann velkominn. Dr. Arm- athwaite hafði heyrt alla segja, að það sem gengi að Dr. Peel, væri meinlaust kvef. Það jók á viðbrigði hins unga læknis að sjá hin inn- isokknu augu og hinn öskugráa lit á andliti læknisins sem duldist ekki fyrir hans glöggu augum, að var efalaust merki um, að hann ætti ekki langt eftir lífdaga. Hann var svo breyttur, að Dr. Armathwaite hefði ekki þekkt hann, ef það hefði ekki verið fyrir hin gáfulegu og mildu augu og hið veika bros í kringum munninn. Gamli maðurinn horfði með rannsakandi augnaráði á andlit unga læknisins, meðan hann sagði honum alvarlega, og án þess að láta í ljósi nokkur undrunar merki, sér væri það mikil gleði að hann væri kominn og hann bað dóttiir sína að færa stól nær sér, og benti unga læknirn- um með hendini að setjast, og án nokkurs for- mála og með stillilegri alvöru eins og maður sem veit hann hefur ekki tíma til að eyða í ó- þarfa mælgi, spurði hann Dr. Armaíhwaite, hvað hefði komið honum til að koma til sín. “Eg er kominn hingað fyrir mjög undarlegt tilfelli”, svaraði ungi læknirinn. “Eða réttara sagt fyrir tilfelli, sem hefir leitt til vso margra óvanalega atvika, að eg er í efa um hvort eg á að kalla það tilfelli.” Dr. Peel strauk sinni mögru og máttförnu hendi um enni sér, eins og var venja hans er hann hafði áhuga fyrir einhverju, og bað dóttir sína, sem stóð við stólin hans, svo undurblíð- lega að fara, svo hneigði hann sig til merkis um að hann væri tilbúin að hlusta á sögu unga lækn- isins. Þegar þeir voru orðnir einir sagði Dr. Armathwaite, sem var ekki minna undrandi yfir því hvemig Dr. Peel tók á móti sér, en því und- arlega sem hafði komið fyrir hann á þessu ferða- lagi, það hvernig hann hætti við ferðina, sem hafði verið örsöskin til þess að hann, á hinn undarlegasta hátt, hafð mætt Almu Crosmont. Hann sagði Dr. Peel, alt sem hafði komið fyr- ir sig, frá því hann í sérlegu ógáti fór inn í aðra járnbrautarlest en hann átti að fara með. Hann sagði honum frá hinni ómótstæðilegu þrá að halda áfram um nóttina frá Mereside og hvern- ig hann mætti Almu Crosmont og að maðurinn hennar hefði boðið sér að vera þar um nóttina, og að lafði Kildonan hefði farið með ssig til Crags. Hann sagði þetta með sem fæstum orð- um, án þess að minnast á þaðsem hann hafði orð- ið var í sambandi við hið innra ástand þessara fjölskyldna. Dr. Peel hlustaði þegjandi og með miklum áhuga á þessa sögu, og sat svo þegjandi í nokkrar mínútur á eftir og horfði á unga lækn- irinn. “Þetta er mjög undarlegt”, sagði hann loks- ins. “Og kannske það undarlegasta af því er, að fyrir nokkrum vikum síðan minntist eg á þig við Almu Crosmont, sem mann, sem undir þess- um kringumstæðum, sem við töluðum um mundi hafa hæfilegleika og áræði til að gera til raun til að hjálpa henni út úr erviðleikum sín- um. “Hverslags erviðleikar eru það? Má eg fá að vita það?” spurði ungi læknirinn í lagum róm. “Ekki — ennþá”, svaraði gamli læknirinn með hægð. “En ef þú vilt vera hér, tvo eða þrjá daga, skal eg tala um það nánar við þig. Get- urðu gert það?” “Eg skal gera það, ef þú hefur áríðandi á- stæðu til að biðja þess. En ef eg fer með járn- brautarlestinni til Glasgow í nótt og kem svo eftir einn dag, þá vil eg reyna að verða við ósk þinni. Eg hef von um að fá stöðu við sjúkra- hús í Glasco.w og umsækjendurnir verða að vera þar til staðins á morgun.” “Láttu það eiga sig! Eg get gefið, þér það sem er miklu betra. Konan mín og dóttir mín, halda að eg komi til heilsu aftur, eftir fáeina daga; en við vitum báðir betur. Eg held að það hafi ekki verið neitt tilfelli með Almu og þig, sem kom þér hingað. Strax eftir komu þína í þetta nágrenni, ert þú búin að komast að tveim- ur tilfellum, sem hafa eyðilagt líf mitt, því vara eg þig við, að þú átt ekki svo auðveltstarffyrir höndum hér; það er leyndarmál sem eg vil strax trúa þér fyrir, ef þú kærir þig um að taka mína stöðu hér í sambandi við suma sjúklingana mína og að vita um það gerir líf þitt uppihaldsláusan dans á brúninni á eldgíg, sem einn góðan dag er í standi til að brjótast út. Þú ert ungur, hugaður og heiðarlegur maður, og ekki of leiðitamur. Þú finnur kannske ráð til að stríða við ervið- leikana, sem er ofurefli fyrir gamlan mann, sem finnur þunga gamalla minninga, og vissra til- finninga í sambandi við fólk nú dautt. Vertu hérna tvo daga, til að kynnast okkur! Eg skal kynna þér sjúklinga mína. Svo, ef þú ákveður eftir eina eða tvær vikur að vera hér, þá geturðu tekið við sem eftirmaður minn í þessu héraði, bara með einu skilyrði, að þú hafir eftirlit með konu minni og dóttir, þegar eg er dáinn.Þær hafa nóg fyrir sig til að lifa á, en Millie er ekki nógu fríð til þess að hún giftist, og hún þarf á tilsjón- armanni að halda alla sína æfi; svo, ef eg gef þér þetta framtíðar tækifæri, fylgir því sú á- byrgð, ekki að gefa henni heimili, en að upp- fylla bróðurlega skyldu við hana og sjá til þess að það heimili sem hún velur sér, sé viðeigandi og umfram allt ánægjulegt og glaðvært. Nú hef eg talað blátt áfram og hreinskilnislega við þig um þessi málefni, en þú ert kannske hissa á til- boði, sem kemur svona óvart og alt í einu. En eg á ekki um langan tíma að velja, og ástæðan fyrir því að eg geri þér þetta tilboð, í staðin fyrir að velja eldri mann, er ákveðin ogljós. Hugsaðu vandlega um það sem eg hef sagt, og ráddu þetta við þig næstu tvo dagana, og þegar þú hefur komist. að ákveðinni niðurstóðu um hvað þú vilt gera, segðu mér þá bara já eða nei”. “Eg get gefið þér mitt svar núna, Dr. Peel og það er með hjartans þakklæti — já!” “Þú hefur ennþá, áður en eg segi þér leynd- armálið sem eg talaði um, ástæðu til að draga þig til baka. Nú ferðu ofan og borðaðu kvöld- verð með þinni nýju systir.” Hann hringdi klukku sem stóð á borðinu hjá honum, rétt strax kom Mrs. Peel inn, eftir að þeir höfðu báðir heyrt hennar þunga fótatak í stiganum. “Margaret”, sagði maðurinn hennar, “þetta er ungi maðurinn, sem eg sagði einu sinni við þig, að ef eg hefði átt son, þá hefði eg viljað eiga son eins og hann. Hann verður hérna hjá okkur næstu dagana og þú gerir honum veruna hér eins þægilega og hægt er.” Dr. Armathwaite var í efa eftir fyrstu sam- fundi þeirra hvernig Mrs. Peel mundi taka þessu. Honunm til mestu undrunar þrammaði hún beint til hans, og er hann hopaði eitt skref til baka greip hún sterklega í öxlina á honum og dró hann að sér og kysti hann á kinnina svo að small í. Hann komst strax yfir undrun sína og endurgalt þessi vinahót á sama hátt, og er þau á þennan hátt höfðu undirskrifað friðarsáttmál- an, fylgdi hann henni ofan til kvöldverðarins. í borðstofunni var Millie, að var að setja alslags rétti á borðið, en sem honum virtist hún vera meir annars hugar en áður. Hann ímyndaði sér að það væri sársauki í augnatilliti hennar, er hún var að tala við hann um London ogþar kringumliggjandi svæði og ferðina frá London þangað. Hún var svo óvanalega skynsöm og skemtileg í tali, að Dr. Armathwaite fór að segja henni frá, að hann hefði kynst tveimur blómarósum þar í nágrenninu, þó hann segði ekki um atvikin til kynningarinnar, sem honum þótti svo undarleg. Miss. Peel hlustaði grand- gæfilega á það sem hann sagði, og vildi fá að vita um álit hans á þeim. Hann var mjög varfær- in í því, að gefa nokkurn úrskurð á því, en að því leiti sem hann lét álit sitt í ljósi á þeim, var hún honum sammála. “Svo þér lýst best á Almu Crosmont! Það þykir mér vænt um. Það ber vott um góða dóm- greind, það er eg vissum. Eg veit að lfifði Kil- donan er mjög glæsileg og hrífandi og góðlát- leg líka, held eg, hún er mikið glæsikvendi. En það er meira í Almu en það, mikið meira; og mig sárlangar til að gefa manninnum hennar löðrung í hvert skifti sem eg sé hann —”. Hún þagnaði skyndilega, og fór að bæta kolum í ofninn; en meðan hún var að því, sneri hún sér að lækninum og hló. “Það er þýðingarlaust; eg hef gert það, og engin listamaður getur dulið það”, sagði hún. “Mér verður altaf á að fleipra um það, sem heldur ætti að vera ósagt. Eg er svo sneidd gætni og umhugsun. Og þessvegna segi eg bara það sem mér dettur í sug í svipinn.”' “Sérstaklega þegar eg veit hvað þú ætlar þér að segja.” “Vissirðu það?” Svo brá alvöru blæ yfir hennar ófríða en vingjarnlega andlit. “Já, það þarf engan speking til að sjá að vesalings konan hefir lent í 'höndunum á sálarlausum bjána, sem ekki getur séð mismuninn á ekta gulli og fægðu látúni. Það var pabbi, sem kom því til leiðar; eg held hann sjái nú eftir því”, svo leit hún inn í eldin. “Þú þekkir þá Mrs. Crosmont vel?” sagði læknirinn. “Við vorum innilegar vinkonur; en hún kemur hér aldrei nú orðið. Eg held að það sé maðurinn hennar sem hindrar hana frá því. Hann er hræddur um að faðir minn muni sjá þá breytingu sem er orðin á henni, og verði reiður við sig. Eg mætti henni í Mereside fyrir tveim- ur vikum, og eg gat varla þekkt hana, hún lítur út ein^ og hún sé orðin gömul — bara eins og vofa. Það er hörmulegt, það er svívirðilegt!” Dr. Armathwaite fanst nú meira til um þessa ófríðu stúlku, ,með sitt hlýja hjartalag og frjálsmannlega tal og framkomu. “Já, hún missir heilsuna og verður gömul löngu fyrir tíman. Við verðum að sjá til hvað við getum gert,” sagði hann alvarlega. Hún leit fast á hann. Hann sat í stól fyrir framan ofnin og lét hendurnar hvíla á hnjám sér. “Já, eg hélt það. Þú verður hér,” sagði hún og kinkaði til hans með höfðinu, til samþykkis. “Já, í tvo daga,” svaraði hann undrandi. “Lengur en það. Eg veit það. Þú verður fé- lagi föður míns. Það er þýðingarlaust að reyna að dylja það fyrir mér, því það er mitt persónu- legt áhugamál, og með allt, sem persónulega við kemur manni sjálfum, er maður glöggur á. Eg vissi til hvers þú varst komin strax og eg sá Þig” “Þá hefir þú vitað mikið meira en eg vissi því þegar eg kom hafði eg ekki nokkra hug- mynd um, að Dr. Peel óskaði eftir aðstoðar manni; og faðir þinn, hafði ekki hina minstu vitneskju um komu mína.” \ “Nei, virkilega! Þetta er áreiðanlega und- arlegasta tilfelli sem eg hef nokkurn tíma heyrt um. Við vissum vel, að faðir minn hafði allt of mikið að gera, og það er svo hræðilega leiðin- legt fyrir hann að vera veikan, og hafa engan til að þjóna embættinu fyrir sig. Og að hann vildi ekki hafa neinn aðstoðarmann, eftir — nú jæja, eftir að hann hafði einn fyrir stuttan tíma, s)em heppnaðist ekki vel. Þessvegna, strax og eg sá þig, þóttist eg vissum að faðir minn hefði fengið skipun um, að fá sér aðstoðarmann, þó hann hefði ekki sagt okkur það, og að þú ættir að verða aðstoðarmaður hans. Og mamma hélt það líka, og hún var fjarska reið, af því, að hún hafði ekki verið spurð til ráða um það.” “Einmitt það!” sagði Dr. Armathwaite, og hann skildi nú hvernig stóð á hinum dæmalausu móttökum, sem hann mætti hjá Mrs. Peel. “Svo þú sérð, að þér er óhætt að viðurkenna það, án þess að svíkja neinn, úr því að við vitum það.” “En það er ekkert afgert með það ennþá,” svaraði Dr. Armathwaite. “En það er satt, að Dr. Peel hefirgert mér tilboð í því sambandi—” “Já, eg vissi það.” ‘En slíkt krefst yfirvegunar.” “Þú hefir kanske nú þegar fast embætti?” “Nei, það hef eg ekki.” “Þú ert kanske hræddur um að það sé leiðin- legt hér?” “Nei, alls ekki.” “Þá veit eg ástæðuna fyrir því, að þú vilt ekki koma hingað.” Hún rykti til höfðinu og horfði í eldin. Hún brosti með sjálfri sér, að einum eða öðrum leyndardóm, og var auðsjáanlega í efa um, hvort hún ætti að segja honum frá því eða ekki. Læknirinn gerðist forvitinn. “Setjum nú svo, að eg vilji vera hér. Hvað verður þá úr þeim ástæðum sem þú hefur í huga?” “í því tilfelli verðum við bæði að verjast, og ef nauðsynlegt er, ganga-í varnarsamband gegn móðir minni og hennar illu áformum.” Dr. Armathwaite leit efablandin og næstum skelkaður á hana, svo Millie fór að skelli hlæja. “Eg vil tala bara blátt áfram við þig,” sagði hún áður en hún hætti að hlæja. “Eg get ekki verið öðruvísi en blátt áfram og óbrotin við alla sérðu?” Til þess að gera þetta spaug sem hún hafði leyft sér að hafa um móðir sína augljósara. “Nei, mamma fær ekki fyr að vita um, að það sé von um að þú verðir hér, en hún hefur árás á þig með því, að láta þig vita, að það fyrsta sem er nauðsynlegt fyrir læknir út á landi — nauðsyn- legt til dugnaðar, til sjálfs verndar, til alls — er kona, því næst segir hún þér, að það sem þú um- fram allt verður að líta eftir sé, að konan sé vin- gjarnleg og hafi gott hjartalag, og kunni að búa til góðan mat; há-mentun og miklar gáfur eru óheppilegar, og þetta, að vera fríð, gerir konuna alveg ómögulega. Þessvegna vill hún — ha! ha! Gættu hvað kemur næst, hún mun segja að allir þessir eiginlegleikar séu sameinaðir í mér”, — og hún leit hlæjandi á sig og sagði: “Þvílíkt andlit, algjörlega fáfróð um allt, nema sauma, stoppa í sokka og búa til mat — það er allt!” “Miss Peel. Eg er hræddur um að þú sért að gera þér mjög rangt til með því semþúsegir,” sagði læknirinn, sem varð dálítið efablandinn við hve hún var opinská, þrátt fyrir, að hreinskilni hennar og hlýleiki var honum til ánægju og upp- örfunar. “Ó, nei,” sagði hún og leit brosandi framan í hann, og þó hún væri ekki fríð, þá var þó eitt- hvað aðlaðandi í andliti hennar.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.