Heimskringla - 21.09.1949, Síða 7

Heimskringla - 21.09.1949, Síða 7
WINNIPEG, 21. SEPT. 1949 HEIMSKRINGLA 7. SIÐA JÁRNTJALDIÐ Eitt af því, sem mér hefir virzt; einna kynlegast á síðustu tímum,| er járntjaldið fræga, er kvað^ hafa verði reist einhverstaðar íi austur Evrópu. Það virðist hafa þau einkenni að alt, sem ljótt er, sézt í gegnum það eins og ekkert væri til fyrirstöðu, og jafnvel betur en áður var. Til þeirra þarfa mætti líkja því við gríðar mikið stækkunargler er varpar sterku svörtu ljósi á alt sem fyrir innan er, og getur því ekki túlk- að hið bjarta, ef nokkuð væri. Einmitt vegna þessa einkennis hefi eg oft efast um að fólkið hinum megin hafi sjálft fundið upp og reist þetta merkilega tjald. Það væri einsdæmi ef þjóð ( færi að beita sér fyrir einhverju fyrirtæki einungis sjálfum sér til blekkingar. Enda hafa ýmsir virðulegir menntamenn getið þess til, að tjaldið myndi eigin- lega þræða bankastrætið í Lond- on og Wall Street í New York,; og væri því eðliget að þeim, sem þaðan horfðu, sortnaði fyrir aug- uip. Járn hefir alla jafna verið á- litið ógagnsætt; en það eitt er víst að blöðin okkar sjá kynstrin öll af ljótu ástandi og framferði í gegnum þetta tjald, og útvarp-' ið heyrir glögt öll ólætin þvíl samfara. Og, það sem meira er, j þau skáka náttúrunni með því að, segja og heyra fjölmargt af því, i sem aldrei hefir verið til. Ef tilj vill kemur það til af geisilegri spádómsgáfu, sem brýst út í i fyrstu í þessari mynd, og mætti j þá búast við að ný galdra eða j kraptaverka-öld væri að færast yfir heimin á ný. Hvað sem því líður er járntjaldið áreiðanlega eitt af beztu tækjum veraldarinn- ar í upplýsingar áttina. Án þess fengjum við bæði óglögga og tvíræða mynd af því, sem er að gerast á austurhveli jarðar. Á hverjum degi segja dagblöð- in okkur frá hve margar miljónir manna séu í nauðungar vinnu í Rússlandi þann og þann tímann, hvað Tító og Stalin séu að hugsa um daglega og hve margir her- menn séu við hin og þessi landa- mæri dag frá degi, eftir þörf og ástæðum. Og altaf sjá þau fyrir- fram hvernær og hve langt Stal- in ætlar að brjótast með ofbeldi út í önnur lönd. Þau geta líka sagt okkur frá hinum mörgu og hræðilegu pyndingarklefum hans og hvenær hinir göfugustu menn þjóðarinnar verði hreinsað- ir burt með lífláti (“teknir úr umferð eins og kristniboðarnir í Winnipeg segja svo blíðlega), jafnvel þó að þar séu engin fang- elsi til og allir líflátsdómar af- numdir fyrir löngu. Aðeins eitt geta hinir vest- iænu spámenn aldrei komið auga á, jafnvel í gegnum járntjaldið, en það er hið mikla missætti inn- an þjóðarinnar og hinir almennu glæpir sem þar hljóta að vera með afbrigðum miklir til sam- ræmis. Eg hefi oft undrast yfir því að þeirra skuli aldrei hafa verið minst. Að sönnu sé eg ekki hvar þeir gætu átt upptök í þeim járðvegi, en það þyrfti auðvitað j ekki nauðsynlega að spilla fyrir^ frásögninni hér. Mér er því nær að halda að vanans vegna sæju( Göggelsar vorir ekkert ljótt við | það, ef svo væri, og hikuðu því við að áskilja því fólki svo vestr- æn einkenni. Enfremur furðar mig það, að herrar vorir, sem svo kunnugir eru eðli og áhrifum auglýsinga.l skuli svo ósleitilega auglýsa þáj lífsskoðun og það stjórnskipu-; lag, sem þeir hata af öllum huga og leitast við að ráða af dögum. Ástæðan getur naumast verið j kann eg þeim þökk fyrir það, úr því þau ekki mega ræða málin frá hugrænu og óhliðhollu sjón- armiði. Myndin kemur í gegnum járntjaldið til þeirra eins og hinna, og það er ekki nema eðli- legt að álit og augnamið hvers eins fari eftir því, sem honum kemur fyrir sjónir. En ennþá þakklátari hefði eg verið ef eg hefði í öðru hvoru blaðinu einnig séð frásögn um einhvern hugvekjandi atburð vorri vestrænu stefnu og menn- ingu til lofs eða skýringar, svo sem það, sem skeði í London ný- verið, þegar hundrað lögreglu- þjónar voru sendir út af örkinni til að varðveita flokk Mosleys (fasista), er þar var með háreisti að reyna að æsa lýðinn gegn gyð- íngum. Þá fregn fluttu ensku dagblöðinn hér, og hún hjálpar mikið til að skýra stefnumiðin og hreinsa andrúmsloftið. Á því má sjá að herrarnir trúa því ekki, með Einari, að kommúnisminn sé albróðir nasismans. Án and- stöðu væri engin deila. P. B. REVISIT THE H0MELAH9! VIA BOAC C0NSTELLAT10N SPEEDBIRD Go from Montreal or New York. Fast service ... through bookings ... convenient onward connections in London via British European Airways. Return accommodation guaranteed. Information ond reservations from your travel agent or BOAC Ticket OfFice, Laurentien Hotel, Montreal, Tel. LA. 4212; or 11 King ^ St., West, Toronto, Tel. AD. 4323. ^ ..over the Allantic...and across the World 7000 Roufes around the World BOAC ouftL^ SPEEDBÍRD SERVKE BRITISH OVERSEAS AIRWAYS CORPðRATION FERÐASAGA önnur en ótti, vegna vanþekking- ar og ókunnugleika. Margir jafnvel óttast guð, af sömu ástæð um. Eins og jafnan áður eru bæði íslenzku blöðin okkar þessa vik- una full af skömmum á ráð- stjórnarríkin að meðtöldum rit- stjórnargreinum beggja, og Ferðin mín til Calgary byrjaði ekki sérlega vel. Þegar eg var kominn hálfa leið til stöðvainnar, brotnaði bíllinn sem ætlaði að taka mig þangað. Eg varð því að taka strætisvagn, náði í lestina, sem eg var þó búin að efast um eg mundi geta. Hún ruggaði á stað litlu eftir að eg komst upp í hana, eg fékk mér gott sæti, hallaði mér út af og sofnaði, — ekki veit eg hvað lengi ef svaf, en eg vaknaði við að eg heyrði tvo menn vera að tala saman í sætinu fyrir aftan mig eg heyrði strax á því sem þeir sögðu, að það voru uppgjafa bændur frá Edmonton. Annar sagðist hafa átt stóra bújörð fyr- ir norðan Edmonton, en stjórnin hafði verið eftir sér með að selja sér hana, fyrir hátt verð, því hún var nálægt olíulindunum, svo hann gerði það. Nú hafði hann keypt sér nokkrar ekrur af landi nálægt litlu kauptúni, þar rétt hjá, og hefur hænsni, kýr og garðrækt, og sagðist hafa meira upp úr því en stóru bújörðinni sem nú upp á síðkastið hefði ekki gjört meir en halda í horfinu, alt sem maður keypti væri orðið svo dýrt og skattar svo háir, en afurðirnir stækkuðu ekki. Hinn maðurinn sagði ekki eins mikið af sínum högum, en hann sló á sama strenginn. Svo var haldið áfram nótt og dag yfir klettafjöllinn sem sum- ir kalla tignarleg, fögur en ein- kennileg. Eg varð að vera nótt í Edmonton, tók svo lest, sem fór til Calgary snemma næsta morgun. Það tók allan daginn að komast til Calgary. það fór í marga króka, en það þótti mér ekkert slæmt því með því móti sá maður mikið af landinu, og er það bæði akuryrkjuland og hól- ótt gripaland. Trainið sem eg var á fór í gegnum Drumheller- bæ, sem er nokkuð stór bær með kirkjum, mörgum myndarlegum íbúðarhúsum, skólum, bönkum, veitingahúsum Mér var sagt að námumennirnir hefðu ekki vinnu í námunum nema 2 daga í viku. Meðan trainið stóð þar við, komu tvær fullorðnar konur og settust í sætið á móti mér, eg hef aldrei á æfi minni heyrt manneskjur tala af eins miklu kappi og þær gjörðu, svo fóru þær að hvíslast á og meðan önnur þeirra var að hvísla, sofnaði hin; og svo sofn- aði hin rétt á eftir. Þetta var alt svo einkennilegt að eg gat ekki annað en skellihlegið, en þegar var kallað “Calgary næst”, vökn- uðu aumingjarnir, þreyttar, tóku pjönkur sínar og fóru út. Önnur ætlaði til dóttur sínnar en hin til vinafólks og vera yfir páska- vikuna og báðar ætluðu þær að skemta sér og hvíla sig. Eg fór líka út og mætti þar fyrir utan Jóni syni mínum leiðandi bæði börn sín, sitt við hverja hönd. Þá datt mér í hug að þessi stóri fallegi maður hefði einu sinin verið litli drengur- inn minn, hann tók mig opnum örmum og mikið þótti okkur gaman að sjást. Rétt hjá honum býr annar sonur minn er Sigurð- ur heitir, sem eg í gamla daga kallaði prúðmenni mitt. Milli þeirra beggja og fjölskyldna þeirra leið mér fjarska vel, þeir eiga báðir bíl og fóru með mig út í bílum. Eg var hjá þeim í þrjár vikur í góðu yfirlæti, og heimsótti ýmislegt af fólki, sem hafði tek- ið heimilisréttarland um leið og við á Gooselaketúninu, og sem hafði eins og við yfirgefið lönd sín, og farið hingað og byggt sér heimili. Það vritist vera mjög á- nægt yfir skiptunum og skildi ekki í mér þegar eg sagði þeim að eg væri ekki mjög hrifin af Calgary. Þegar eg kom þangað 1. maí var ís á Bow river, snjór í laut- um, móti norðri, svo var þessi sí- felda kalda gola aldrei logn, það voraði seint og bændur komust seint á land til vinnu. Þar eru stórir flákar af akur- yrkjuland, með fallegum bænda- býlum, sem engum getur dulist að velmegun ríki á, þau litu út svo friðsæl í f jarlægðinni að mig lang aði til að fara af lestinni og anda að mér dálítið af yndisleik þeirra. Alberta hefur margt til síns á- gætis, kolanámur, olíulindir, sem svo margir eru að bisa við að verða ríkir af, svo geymir það undir rótum klettafjallanna ná- lægt litlum bæ, leifar af besta skáldi Canada að sumra dómi. Þó flestir skylja hann ekki. — Stefáni G. Stefánssyni. Það gladdi mig mikið að heyra fólk segja mér að það væri á- nægt með stjórnina sína, eg býst við að það sé alveg fáheyrt nú á dögum. Eg talaði ekki við ósk- up marga, en mér datt í hug að segja við það; þið eruð öfunds- vert fólk. Ánægjan er fyrir öllu. Nú var komin tími til að halda heimleiðis. Eg kvaddi því syni mína og þeirra skyldulið. Það er eins sárt að kveðja eins og það er gleðiríkt að heilsast. Eg var glöð yfir því, að þeir voru hraustir og þeirra fólk og lítu vonglaðir fram á ókomna tíman. Anna Matthíason HITT OG ÞETTA Hvít stúlka drottning svertingjakynþáttar? Deilan um, hvort svertingja- þjóðflokkur megi hafa hvíta drotningu, er nú komin á það stig, að brezka stjórnin hefur skipað nefnd í málið. Upptökin voru þau, að höfðingi Bamang- wataættflokksins í brezka verndarríkinu Bechuanaland í Afríku kvætnist brezkri súlku, Ruth Williams. Frændi höfðingj ans og forráðamaður var andvíg- ur ráðahagnum en öldungaráð ættflokksins fylgdi höfðingjan- um. Seretse, að málum. Frænd- inn áfrýjaði með aðstoð Suður- Afríkustjórnar, sem lítur á hjóna band hvíts fólks og svarts sem refsiverðan glæp, til ríkisstjórn- arinnar í London. Úrskurðar er ekki að vænta fyrr en eftir marga mánuði. Ruth bíður þess í Lon- don ,að ákveðið verði, hvort hún fái að verða drottning. Faðir hennar hefur neitað að kannast við hana síðan hún giftist svert- ingjahöfðingjanum, en hún seg- ist alltaf hafa búist við því. “Eg hata kynþáttahleypidóma, sem mér finnst vera ókristilegir.” segir Ruth.—Þjóðv. 9. ágúst. * Kjötiö á aö kosta 23—24 kr. Eftir því sem blaðið hefir frétt þá má búast við að “luxuskjötið svonfenda, þ. e. sumarslátraða dilkakjötið komi á markaðinn í byrjun næstu viku. Slátrun mun hefjast í kring um næstu helgi. Dilkar eru sagð- ir vera vel í meðallagi. Framleiðsluráð landbúnaðar- ins er ákveður verð kjötsins, hef- ir ekki enn tilkynnt um útsölu- verð þess. Hinsvegar hefir blað- ið frétt, að kílógrammið af því muni eiga að kosta 23 eða 24 kr. í fyrrasumar var útsöluverð kjötsins um 21 krónu hvert kg. —Mbl. 10 ágúst Hættulegt áróðursrit Rússar bönnuðu að farmur brezkra bifreiða væri fluttur til Berlínar. Bifreiðin var hlaðin biblíum, sem ætlunin var að úthluta með- al íbúa Vestur-Berlinar. Rök- studdu Rússar bann sitt með því að biblían sé “áróðursrit”. * Frakkar eru barnakarlar París — Barnsfæðingar urðu' fleiri í Frakklandi á s. 1. ári en nokkuru sinni á þessari öld. Alls fæddust 864.000 börn, þús und fleiri en árið 1947 og 250 þúsund fleiri en árið 1939. Mann- dauði hefir einnig minnkað til muna í Frakklandi síðustu árin og varð 506,000 á s.l. ári. Fæddir umfram dána voru því 358,000 og er það met. * Tékkar eiga að gleyma Masaryk og Benes Póststjórnin í Tékkóslóvkíu tilkynti í dag, að frímerkin með myndum af Masaryk og Benes, fyrrum forsetum Tékkóslóvakíu sem út voru gefin 1945 — 48 væru ógild og tekin úr umferð frá og með 31 október n. k. Það eina, í Prag, sem enn minnir á að Benes forseti hafi verið til, eru smámyndir af honum, sem eru til sölu og stilt er út í suma búðarglugga. —Mbl. “Hvaö segirðu” — dýr Þegar kapteinn Cook kom til Ástralíu, náðu skipverjar hans íj einkennilegt dýr. Þeir höfðu aldrei séð það áður og spurðu þá innfæddu, en hvorugir skildu aðra, hvað það héti. “Kengúra”, sögðu þeir inn- fæddu, og — það nafn festist við dýrið. Löngu seinna komust menn að því að þegar þeir sögðu kengúra, voru þeir aðeins að spyrja: — Hvað segirðu? Professional and Business Lyirectory — — Office Phone Res. Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment DR. A. V. JOHNSON DENTIST • 506 Somerset Bldg, • Office 97 932 Res. 202 398 Taisími 95 826 Heimilis 53 833 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur í augna, eyrna, nets og kverka sjúkdómum 209 MEDICAL ARTS BLDG. Stofutimi: 2—5 e. h. ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlceknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING C°r. Portage Ave. og Smith 3t. PHONE 96 952 WINNIPEG J. J. Swanson & Co. Líd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 97 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg H. J. FALMASON & Co. Chartered Accountants • 219 McINTYRE BLOCK • TELEPHONE 94 981 THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 27 989 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 508 PARIS BLDG. Office Phone 927 404 Yard Phone 28 745 A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um utlanr. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar mmnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST Phone 27 324 Winnipeg H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada Lnion Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg. CANADIAN FISH PRODUCJERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., V/innipeg, Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDBON Your Patronage Will Be Appreciated ÁSGEIRSON’S PAINTS, WALL PAPER AND HARDWARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 Halldór Sigurðsson Contractor & Builder • 1156 Dorchester Ave. Sími 404 945 The BUSINESS CLINIC Specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 508 Mclntyre Blk. Ph. 97 130 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnip<*g PHONE 922 496 O. K. HANSSON Plumbing & Heating CO. LTD. For Your Comfort and Convenience, We can supply an Oil Burner for Your Home Phone 72 051 163 Sherbrook St, . DR. CHARLES R. OKE TANNLÆKNIR 404 Toronto Gen. Trust Bldg. 283 Portage Ave., Winnipeg • Phone 94 908 KAUPID HEIMSKRINGLU— ötbreiddasta oq fjölbrevttas+« íslenzka vikublnði* PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur. húsgögn úr smærri.íbúðum og húsmuni af óllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Simi 25 888 C. A. Johnson, Mgr 'JORNSONS LESIÐ HF.rMSKRINGLIi ÍÓÖKSTÖRÉI ¥,huvj 1 702 Scrrgent Ave., Winnipecr, Mas.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.