Heimskringla - 12.10.1949, Blaðsíða 2
4. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 12. OKT. 1949
^eimskriitgla
(StofnuO 1818)
ELemur út á hverjum miðvikudegl.
Eigendur: THE VIKING PRESS L'TD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsíml 24 185
Verð hiaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram.
Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.
öll viöskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist:
The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utauáskrlft til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Advertising Manager: P. S. PÁLSSON
"Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED
and printed by VIKING PRINTERS
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Teiephone 24 185
Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept.. Ottawa
WINNIPEG, 12. OKT. 1949
ísland og gengishrunið
Eftir fall sterlingspundsins, bárust hingað skjótt fréttir frá
íslandi um að gengi krónunnar hefði lækkað að sama skapi, eða um
30% gagnvart dollarnum. Um áhrif þessa gengishruns á hag fs-
lendinga höfum vér ekki miklar fréttir fengið í blöðum að heiman.
Aðeins eitt blað hefir borist, er á þetta mál minnist. Það er ísafold.
Segir hún að fall krónunnar hafi verið óumflýanlegt og fer um
það svofeldum orðum:
“Þessi ákvörðun brezku stjórnarinnar, skiftir fslendinga miklu
máli. Meginhluti íslenzkra afurða, er seldur til Bretlands, eða
landa, sem miða gjaldeyri sinn (eða a. m. k. verzlun sína við ísland)
við brezkan gjaldeyri.
Afleiðing þess, ef fslendingar fylgdu nú ekki pundinu, mundi
þessvegna verða stórkostleg hækkun á verði nær allra íslenzkra
útflutningsvara.
Atvinnuvegirnir, sem nú þegar berjast í bökkum og geta flestir
ekki starfað nema með stórkostlegum styrkjum, beint eða óbeint
af ríkisfé, mundu lamast algerlega, ef þessi háttur væri hafður á.
Svo að segja öll útflutningsverzlun landsmanna mundi stöðvast og
algert neyðarástand ríkja hér á landi.”
Það sem greinin bendir á sem mikilsverðast af öllu er viðhald
atvinnuveganna. Ef krónan hefði ekki lækkað með pundinu, hefði
útgerðarmenn orðið að binda togara sína við landfestar, vegna þess,
að aflinn hefði orðið á of háu verði bæði fyrir heimsmarkaðinn
og fyrir stjórnina að styðja með fjárstyrk.
Þetta 30% gengisfall krónunnar, borið saman við dollarinn,
gerir auðvitað það að verkum, að hvert dollarsvirði kostar nú fleiri
krónur. En verðhækkunin, sem því fylgir, eflir viðskifti íslands
við Vesturheim og skaði þessi getur að nokkru verið bættur með
þeim. ,
Heima fyrir og í sterlingspunds löndunum, gerir gengisfall
krónunnar lítið til. Verð kemur niður að sama eða svipuðu leyti og
peningarnir, þegar frá líður. En réttast virðist þó hafa verið, að
lækka vöruverð jöfnum höndum krónunni undir eins. Meðan það
er ekki gert, er hlutur verkamanna skertur og allra, er vöruna hafa
ekki og verða að kaupa hana.
Oss minnir að stjórn íslands hefði einu sinni betri kjör á boð-
stólum, en fall krónunnar. Það var er hún vildi ganga hreinlega til
verks og lækka vinnulaun og samræma verð framleiðslu markaðs-
verði úti um heim. Með því hefði það sem nú er komið fyrir, ekki
orðið eins tilfinnanlegt. En þessar tillögur stórnarinnar voru víst
aldrei álitnar þess virði af þjóðinni að sinna þeim. Þær höfðu lækk-
un á verði vöru í för með sér sem einhverjir álitu sig tapa á og
lækkun kaupgjalds, sem í fljótu bragði þótti ekki í mál takandi.
Þó var hvorttveggja óumflýanlegt. En menn litu ekki á þetta mál
frá samfélagslegu sjónarmiði, sem þá hafði alt aðra þýðingu. Það
gerði gæfumuninn.
í nefndri ísafoldargrein er í skyn gefið, að gengismálið heima
sé að verða að flokksmáli. Ekkert virðist fjarstæðara, því gengis-
hrun peninga er ekki það sem neinn þráir; það bætir ekki úr
meinum þjóðarinnar í neinum algerum skilningi. Þó til þess væri
gripið eftir hina slæmu frétt, til að forða frá öðru verra, getur eng-
inn flokkur haft það á stefnuskrá sinni, sem það er koma skal.
Hvernig hin flokksblöðin líta á málið, hefir ekki frézt vestur.
ERINDI
flutt á þakkargerðardaginn 10. okt. 1949 í Sambandskirkjunnfi
í Winnipeg af Guðrúnu Hallsson
um í andlegu atgervi ekki síður
en með fegurð og má með sanni
segja um hana að hún hafi verið
öllum þeim kostum búin sem
konu mátti prýða. Hún var fædd
1788 og þið getið ímyndað ykkur
að í þá daga var ekki verið að
menta kvenfólk. Það þótti óþarfi
og óviðeigandi og í alla staði
hin mesta óhæfa. — Það þótti
hvorki kvenlegt eða fínt. fyrir
kvenfólk að vita nokkuð úr bók-
um eða um það sem var að gjörast
í heiminum. En Sarah Josepha
var svo stálheppinn að bróðir
hennar Horatio var sendur á
Dartmouth College og þegar
hann kom heim í skólafríum sín-
um kendi hann henni svo vel, að
þegar hann útskrifaðist þá vissi
hún eins mikið og hann.
Þessi gáfaða og fallega stúlka
var líka heppinn með giftingu
sína. Þegar hún var tuttugu og
fimm ára giftist hún ungum lög-
fræðingi sem hét David Hale.
Þessi ungi mentamaður var það
mikið á undan sinni samtíð að
hann virti það við konu sína hvað
hún var vel að sér. Það var hann
sem hvatti hana til að skrifa, og
fyrir hans tilstilli sendi hún
einstaka sinnum smágreinar í
blöð og tímarit. Þessi ungu hjón
settu það einsdæmi að þau stúd-
eruðu saman í tvo klukkutíma á
hverju kvöldi, því hann hafði
sömu lærdóms- og mentaþrá og
hún. Hvað haldið þið að þau hafi
verið að stúdera? Það var
franska, latína, jurtafræði,
mannkynssagan og síðast en
ekki síst jarðeðlisfræði.
Þegar þau áttu tvö ung börn,
sagði læknirinn að Sarah hefði
tæringu og í þá daga var það það
sama og að kveða upp dauðadóm
vera ritstjóri lengi þegar hún
og hennar kvennarit var orðið
vinsælasta ritið og ritstjórinn í
landinu. Hún byrjaði á þeirri ný-
ung að líta á alla áskrifendur
sem vini sína. Sagði á ritstjórn-
arsíðunni að hún vonaðist að
engin kona heldi að hún væri að
vinna sér fyrir frægð og frama,
slíkt væri mesta fásinna. Hún |
væri aðeins að vinna til þess að
sjá fyrir sér og sínum fimm ungu
börnum og menta þau.
Fyrst í stað skrifaði hún að-
eins um mál sem snertu húsmóð-
urstörf, matreiðslu, uppeldi á
börnum og þessháttar. En ekki
leið á löngu áður en hún fór að
gefa gaum að almenningsmálum
og skýra þau fyrir lesendum sín- j
um. Það fyrsta og frægasta af j
þeim var Minnisvarðamálið.
Árið 1825 hafði verið byrjað á
hinum stóra og mikla “Bunker
Hill” minnisvarða og hafði Gen-
eral Lafayette lagt steininn, en
þegar minnisvarðinn er kominn
upp fjörutíu fet, varð að hættaj
fyrir peningaleysi. Nú leið tím-
inn ár eftir ár og ekkert
gjört í þessu
Urvals
vindlinga
tóbak
höndum. Þverneytar alveg að
þyggja eitt cents frá kvenfólk-j
inu. Þeir ætla nú ekki að láta
yfir manni eða konu. En David kvenfólkið fara að hjálpa sér til
Forseti, kæru íslendingar!
Það var óvænt ánægja fyrir
mig að geta verið hér í kvöld, og
eg þakka kvenfélagskonunum að
veita mér þann heiður og þá á-
nægju að ávarpa þessa samkomu.
Eg átti hreint ekki von á þeirra
góða boði og varð hér um bil
eins hissa og konan sem varð
fyrir manninum með klukkuna.
Það var maður sem átti eina af
þessum gamaldags klukkum, sem
eru um mannhæð á hæð og kall-
aðar eru Grandfather clocks. —
Hann er að fara með hana í við-
gerð til klukkusmiðs og er að
ganga eftir götunni innan um
mannfjöldann með þetta ferlíki í
fanginu, þegar honum verður það
á að líta um öxl. Þegar hann
horfir aftur fyrir sig, þá sveifl-
ast efri endinn á klukkunni á-
fram og hitti konu sem var næst
á undan honum á götunni svo að
hún hrasaði.
Maðurinn stanzar, en konan
sneri sér við til þess að sjá hvað
þetta hafi verið sem hitti hana
svona rækilega. Og þegar hún
kemur auga á manninn með þetta
litla bákn í fanginu þá starir hún
á hann alveg forviða, en verður
svo að orði:
“Að þú skulir ekki heldur
bera úr, eins og annað fólk!”
Mér hefur altaf þótt þetta svo
merkilega skrítið að eg hef bara
aldrei gleymt því.
Á Tanksgiving hátíð eða sam-
komu, þá er það viðeigandi að
minnast þeirrar konu sem við eig-
um það mest og best að þakka,
að við höfum þennan frídag. Hún
var forkunnar fögur með jarpt
hrokkið hár, hátt og hvelft og
gáfugt enni, og stór og fögur
augu. Þetta var Sarah Josepha
Hale, og það var hún sem fékk
Abraham Lincoln til þess að
gjöra Thanksgiving Day að Nat-
ional Holiday og frídag yfir landj
alt, það er að segja í Bandaríkj-
unum.
Þessi kona bar af öðrum kon-
Hale var nú ekki á því. Hann
hafði lesið um einhverja nýmóð-
ins lækningu sem kölluð var
“grape-cure”, og svo hafði hann
sterka trú á fersku lofti, langt
framyfir það sem almennt gjörð-
ist í þá tíð. Hann tekur konu
sína og þau keyra aftur og fram
um New Hanmpshire hæðirnar
og lifa á fersku lofti og Grapes.
Þetta var um hausttíma. Eftir
sex vikur komu þau heim aftur
og gefur þá læknirinn þann úr-
skurð að Sarah sé algjörlega
bötnuð tæringin.
Þegar þessi hamingjusömu
hjón höfðu verið gift í tíu ár,
dó David Hale snögglega úr
lungnabólgu. Nú stóð Sarah
Josepha uppi, peningalaus með
fimm ungbörn, það elsta níu ára
en það yngsta fætt tveimur vik-
um eftir að faðir hans dó. Þetta
var 1822, og í þá daga voru ekki
margir vegir færir fyrir eldri
konu að sjá fyrir sér og hóp af
börnum í ómegð. Hún reyndi að
setja upp hattabúð en það mis-
tókst algjörlega, en hún hélt alt-
af áfram að skrifa. Svona baslað-
ist hún í fimm áf, en þá skrifar
hún bók er hún nefndi — “The
Norðland, A tale of New Hamp-
shire.” Sagan var um þrælahald
og náði samstundis landshylli
og varð “Best Seller” um land
alt. Þetta var tuttugu árum áður
en Harriet Beecher Stowe skrif-
aði sína heimsfrægu sögu um
þrælahald “Uncle Tom’s Cabin”.
Tæpum mánuði eftir að bókin
kom út, fær Sarah Hale tilboð
frá útgáfufélagi í Boston, að
gjörast ritstjóri að kvennariti
sem þeir voru að hleypa af stokk-
unum.
Nú var Sarah borgið peninga-
lega og nú var hún á réttri hyllu,
en ekki gekk þetta stríðslaust
fyrstu árin. Ritstjórar og menn
af öllum stéttum settu sig upp á-
móti þessari nýung, þessari þó
fáránlegu nýung, að vera að gefa
út kvennarit! Sögðu að það
gengi glaepi næst að vera að
hvetja kvenfólk til lesturs! —
Lögðu ljóta dóma á það sem þeir
kölluðu — “This unholy passion
for reading that was unsettling
the female mind”. Hafið þið
nokkurn tíma heyrt annað neyð-
arlegra!
við þetta verk. Slíka sneypu geti
þeir ekki afborið!
En Sarah Josepha var ekki af
baki dottin! Hún heldur áfram
að
sem fátæklingar þyrftu væri at
og ekkert var vjnna en gkkj ölmusa. Hún og
_ . Þetta fanst hennar áskrifendur stofnuðu —
Sarah Hale hm mesta þjóðar-|The Seaman.s Aid Socie gem
smán! Skrifar um þetta í blað enn er yið „g. einni Merchant
sitt, og bendir almenningi á, að Marine Library. Þær settu - f6t
þetta sé eins mikið áhugamál Day NurserieS( og hún kom þvi
fyrir kvenfólk eins og karl-.tU leiðar ag stofnaður yar sá
menn. Það hafi verið feöur j fyrati ««Iðnaðarskóli„ fyrir stúlk_
þeirra, eiginmenn, bræður og sem þekkst hafði. Ennfremur
synir sem féllu við Bunker Hill.l myndaði hún félag til þess að
og segist vita að þær geti náð í ^ bæta kaup og kjör kvennfólks-
þá peninga sem þurfi til þessj^ gem gekk út j vinnu Þetta
að klára verkið. Þá reis upp til hugkvændist henni og kom því í
handa og fóta minnisvarðanefnd- framkvæmd hundrað árum áður
in sem þetta mál hafði með en gú hugmynd varð almennilega
vinsæl!
Því miður gat hún ekki komið
Öllum sínum hugsjónum í fram-
kvæmd. Hún reyndi mikið að fá
“Public Playgrounds” fyrir börn
sem áttu heima í lélegum pört-
um borgarinnar, en það var á-
litinn skaðræðishugmynd. Hún
brýna þetta fyrir þjóðinni,' reyndi Mka að fá fyrirmyndar
'Þar til Hún er búin að fá almenn smáíbúðir fyrir verkaiýðinn _
ings álitið á sína sveif. Þá neidd- Model Tenements..( og predikaði
ust nefndarmenn til að gjöra um þag hyað hreinlegt og fagurt
þann úrskurð að hún myndi nú umhverfi hefði góð áhrif á kar.
þyggja peningana ef að kven- akter og alt líferni fólks. En eng-
fólkið gæti reist þá án þess að in þóttist skylja við hvað hún
verða sér til minkunar. Þetta var átti Hún setti það fyrir þingið
alt sem þurfti. Sarah Hale skrif- . Massachusetts að sett yrði föst
ar þær hugvekjur í blað sitt sem !eiga á lélegar íbúðir (fixed rent)
hrífa huga og hjörtu kvenfólks-' en það f-n niður Hún var fyrgta
ins yfir alt land! Þær gjöra sér ameríska konan sem tolaði og
það allar að helgri skyldu að skrifaði - m6ti erfiðisvinnu fyr-
ieggja eitthvað til. Þær hekla og if bðrn (Child Labor) og í fjöru-
prjóna og sauma; setja upp jam t-u -r barðst hún fyrir því að
og jellies og pickles. Sarah hugs- giftar konur gætu haft sér eign_
aðist það þjóðráð að fá auðugar arrétt (property rights).
konur af elstu og beztu ættunum Þetta synishorn sem eg hef.
í Boston til þess að standa fyr- talið upp> gefur ykkur dálitla
ir þessu og ljá því fylgi sitt, og hugmynd um hvað þessi framúr-
prentaði nöfn þeirra stóru letri skarandi kona sá langt fram {
á hverri síðu á sérstöku blaði timann og hvað hún var stórkost_
sem hún gaf út fyrir þetta tæki- Jega langt á undan sinni samtíð
færi og nefndi “Minnisvarðann”. Eitt af hennar áhugamálum
Þegar alt er tilbúið er höfð frá þvi hun fór fyrst að fást við
sýning og sala á þessum munum ritstörf, var að fá menntun fyrir
í hinu fræga Quincy Hall í Bos- kvenfólk. Hún grét yfir því,
ton. Það er fengin hljóðfæra- beyzkum tárum að gáfaðar stúlk-
flokkur sem spilar þar alla dag- ur gátu ekki mentað sig eins og
ana. Minnisvarða” blaðið kom drengir, því, þá var hvorki mið-
út á hverjum fáu klukkustund- skóli né háskðli til { ollum
um til þess að láta almenning vita Bandaríkjunum fyrir stúlkur.
hvernig salan gengi. Syningin, £ftir að hafa barist fyrir þessu
og salan stóð yfir í viku og þeg- niálefni í þrjátíu ár fær hún
ar vikan var liðin var upphæðinn menntamanninn Mathew Vassar
fenginn. Hvað haldið þið að þessi til þess að stofna hinn fyrsta há-
upphæð hafi verið mikil? Þið skóla fyrir kvenfólk. Hún hjálp-
getið aldrei gizkað á það. Það aði til að leggja á ráðin hvaða
voru 30,000 dollarar! Það var fræði skyldi kend og að konur
upphæðin sem þurfti til að skyldu fengnar til þess að kenna.
klára verkið og það var sú upp- J>egar skólinn er svo opnaður
hæð sem Sarah Hale sagði að 1861 fær hún það rothögg
konurnar gætu reist, og gjörðu.
að þeir nefna hann “Vassar Fe-
Nú á okkar dögum væri það,male College”! Þetta leiðinlega
rétt álitleg summa en á þeirra
dögum, þegar engin kona hafði
nein peningaráð, þá gékk það
krafaverki næst. Það var ekki að
furða þó að ritstjórar og aðrir
kölluðu Saröh Hale “This par-
agon in hoop-skirts”, og undra-
konuna í krínólíni með hvítan
ekkjukappa á fallega jarpa hár-
nu sínu. Þennan ekkjubúning
bar þessi stór, fallega og gáfaða
kona í fimtíu sex ár.
Þetta var bara það fyrsta af
’.ennar afreksverkum. Hún
og óvirðulega orð “female” sem
hún hafði lengi reynt að losa
kvenfólkið við. Hún skrifar um
hæl til baka og spyr: “What Fe-
male do you mean?”
“The female donkey?”
Hún skrifar um þetta orð í
blað sitt. Bendir þjóðinni á hvað
niðrandi það sé, ekki bara fyrir
kvenfólk, heldur fyrir karlmenn
líka, því það séu mæður þeirra
og eiginkonur, systur og dætur
sem þeir séu að gefa þetta smán-
aryrði ‘female”. Hún hélt þessu
Sarah Hale var ekki búin að brýndi það fyrir þjóðinni að það uppi í fjögur ár. Þá máttu þeir
til að breyta nafninu. Matthew
Vassar skrifar henni: —The long
agony is over. The name is now
Vassar College.
Hennar kvennarit náði strax
slíkum vinsældum að önnur tíma-
rit gátu ekki kept við það og
urðu að hætta að koma út. í
Philadelphiu var Louis Antoine
Godey, sem hafði byrjað að gefa
út vandað kvennarit. Hann sá
það fljótlega að sitt rit mundi
stranda eins og hin ef hann ekki
gæti fengið Sarah Hale í lið með
sér. Árið 1837 var Sarah Hale
búin að vera ritstjóri í tíu ár, en
það ár voru bæði ritin sameinuð
undir nafninu "Godeys Ladies
Book” og var Sarah' Hale rit-
stjórin að því í fjörutíu ár.
Það má segja, að í sinni Ladies
Book hafi Sarah Hale kent kven-
fólkinu bókstaflega alla skapaða
hulti. Hún kendi þeim nýjustu
danssporinn og nýjustu söngv-
ana og nóteraði þá og auðvitað
alla nýjustu tíszku 1 öllum fatn-
aði. Allar þessar myndir voru
handmálaðar og 150 konur höfðu
atvinnu við að lita þessar blaðsíð-
ur í sínum heimahúsum. Ef þær
höfðu ekki nóg af einum lit not-
uðu þær einhvern annan. Svo
vildi fólk fá að vita hvernig
stæði á því, að sami kjóllinn væri
grænn í sinni bók, en gulur eða
blár í einhverri annari. Sarah
Hale datt ekki í hug að segja að
þær hefðu ekki haft nóg af þess-
um lit eða hinum. “Við höfðum
þetta svona”, segir hún “til þess
að konur geti betur séð hvaða lit-
ur fari bezt við þeirra hörunds-
lit og háralit.” Hún byrjaði
strax á því að uppfræða lesendur
sína í heilsufræði. Hvað það
væri áríðandi að viðhafa allan
þrifnað í matreiðslu og nauðsyn-
legt að gefa ungbörnum holla og
viðeigandi fæðu. Þetta var hún
að prédika á þeim árum sem að
fimm af hverjum níu ungbörnum
sem fæddust dóu í ungdæmi og
fólki fannst það nokkurn veginn
sjálfsagt að öll börn bara gætu
ekki lifað. Hún kendi þeim að
sofa við opinn gugga. Sagði að
það væri holt og að hún gjörði
það ávalt sjálf. Fram að þeim
tíma var næturloftið álitið ban-
eitrað og stórhættulegt að anda
því að sér. Þegar fyrstu baðkerin
komu út, kallaði fólk þau “The
Devils Trap”, og að baða sig var
álitin viss vegur til að fá ein-
hverja drepsótt. Hún skrifaði um
þetta oft og ítarlega; að hrein-
læti gæti hreint ekki sakað neinn
og að hún baðaði sig iðulega sjálf
og hefði beztu heilsu þar til fólk
fór að venjast þessari hugmynd
og komst jafnvel á þá skoðun, að
það væri ef til vill ekki svo galið
að baða sig einstaka sinum. Kon-
ur út á útkjálkum skrifuðu
henni og báðu hana að kaupa fyr-
ir sig skírnarkjóla og giftingar-
kjóla og samkvæmisbúninga. Alt
þetta keypti hún og þegar hún
komst ekki yfir það lengur þá
setti hún upp það fyrsta Shopp-
ing Service sem nokkurn tíma
hafði þekkst. Hún fann ákaflega