Heimskringla - 12.10.1949, Blaðsíða 1

Heimskringla - 12.10.1949, Blaðsíða 1
3 New loaves by CANADA BREAD 1. Tender Crust 2. 16 oz. White Sandwich 3. Honey Crushed Brown Ask your Grocer for them LXIV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 12. OKT. 1949 3 New loaves bv CANADA BREAD 1. Tender Crust 2. 16 oz. White Sandwich 3. Honey Crushed Brown Ask your Grocer for them NÚMER2. Bæjarstjórnar kosningar í Winnipeg George Gardiner, ritari Win- nipegbæjar, sagði þær fréttir s.l. viku, að tilnefndir væru 32 menn er um bæjarráðs- og skólaráðs- stöður sæktu í kosningunum í Winnipeg 26. október. Níu verða kosnir í bæjarráð en 14 sækja. Eru sjö af þeim í borgara flokki, 5 C C F og 1 kommúnisti, einn frá Ratepay- ersfélaginu. í skólaráð verða og 9 kosnir, en 18 sækja. Eru 8 af þeim úr borgarflokki, 5 C C F, 2 óháðir, 2 kommúnistar, einn frá Rate- payers-félaginu. Borgarstjórakosningar verða ekki í ár. En um þessar fjárs- veitingar verður greitt atkvæði: $1,500,000 til nýrra skóla og $700,000 fyrir lóð fyrir nýja bæj- arráðshöll. Þriðja málið sem atkvæði verður sérstaklega greitt um, er um að flýta klukkunni yfir sumarmánuðina á árinu 1950. - Þessi aukamál ættu að hleypa fjöri í kosningarnar. i Eitt er eftirtektarvert við þessar kosningar. í þeim sækja nú 5 konur, áður hafa þær að- eins verið tvær. Annað eftirtektarvert eða nýtt við kosningarnar, er að 12 nýir og óreyndir sækja. Atkvæða greiðsla fer fram frá klukkan 10 að morgni til klukk- an 9 að kvöldi. Það er einni stund lengur en vanalega, en með því er verið að greiða fyrir þeim, er frameftir vinna. Atkvæði greiða menn með töl- um um fulltrúana eða eftir hlut- fallskosningu og geta því merkt við nöfn allra á seðlinum ef þeir V1lja, en í þeirri röð, sem þeir kjósa sér. Tvö og þrjú nöfn munu menn vanalegast láta duga sér. Einhverjir buðu sig fram, sem ekki voru á kosningaskrá bæjar- ins og voru þessvegna léttir fundnir. Hver bæjarráðsmaður verður að greiða tryggingarfé er nemur $25, en er greitt það aftur, ef hann hlýtur 15% allra atkvæða. Að sækja í skólaráð, er hægt án þessa. Hér á eftir flygja nöfn þeirra er sækja. Stendur við nafn hvers bæjarráðsmanns, er endursækir “Ald.”, en skólaráðsmanns “Trustee”. NÖFN FRAMBJÓÐENDA í bæjarráð: Ward 1 Ald. C. E. Simonite, C.E.C. Ald. C. Graham, C.E.C. Mrs. Maude McCreery, C.E.C. Ronald Moran, C.C.F. Ward 2 Ald. J. Black, C.E.C. Ald. J. St. John, C.E.C. Ald. V. B. Anderson, C.C.F. J. Mclsaac, C.C.F. Ward 3 Ald. J. Blumberg, C.C.F. G. H. Beckford, C.C.F. Ald. M. J. Forkin, L.P.P. Ald. J. Stepnuk, R’payers Assn. Fred Ward, C.E.C. Slaw Rebchuk, C.E.C. 1 skólaráð: Ward 1 Trustee S. B. Laing, C.E.C. Trustee W. S. McEwan, C.E.C. Mrs. E. R. Tennant, C.E.C. J. Pearce, C.C.F. C J. Kozlowski, Ind. Ward 2 Trustee Adam Beck, C.E.C. Dr. A. C. Brotman, C.E.C. Mrs. Howard (Nan) Murphy, C.E.C. Mrs. Margaret Chunn, L.P.P. Trustee P. M. Petursson, C.C.F. Miss Marie Guay, C.C.F. G. A. Frith, Ind. Ward 3 D. Levin, C.E.C. Trustee A. Zaharychuk, C.E.C. Saul Cerniak, C.C.F. Len Stevens, C.C.F. Trustee J. Zuken, L.P.P. W. P. Naskar, Ward 3 R’payers Association John Hergshiemer, Independent MERKUR íslendingur A. S. (Fd) Sigurdson Ágúst heftið af Rexall tímarit- inu hefir á kápunni mynd af manni en í kring um myndina er kort af Vestur-Evrópu og Ame- ríku og er þar vikingaskip á leið- inni frá íslandi til Ameríku. Eru svo tveir staðir á kortinu merktir ísland og Minnesota. Maðurinn á myndinni er apótekari A. S. (Ed) Sigurdson frá Moorhead, Minnesota, sem fæddist í Reykja- vík á fslandi en kom kornungur til Ameríku með foreldrum sín- um en er nú eigandi og forstjóri stórrar lyfjabúðar í Moorhead, þar sem að hann gerir afar mikla verzlun. Er löng hólgrein um Mr. Sigurdson í þessu víðtæka hefti og eru þar líka margar myndir af búðinni, heimili, verkafólki og fjölskyldu hans. Tilefni alls þess er að síðast- liðið ár var Ed Sigurdson forseti alheims félagsskapar Rexall lyf- sala sem eru yfir tíu þúsund að tölu og finnast um öll Bandarík- in, í Canada, á Englandi og víðar. Var svo góður rómur gerður að framkomu Mr. Sigurðsons í em- bætti þessu að hann var heiðraður í stóru samsæti í Minneapolis að árinu liðnu og var honum gefin stór, indæll bakki (tray) úr ekta silfri. Grein þessi fjallar mikið um hvað Mr. Sigurðson sé fær kaup- maður og hvað hann hafi og sé að gera mikla og happasæla verzlun. Er þar líka talið fram hvað hann starfi mikið fyrir það opin- bera og hvað hann sé mannfélag- inu þarfur maður. Hefir hann verið forseti North Dakota lyf- salafélagsins, og forseti bæði Minnesota og North Dakota Rex- all Clubs. Hefir hann verið fram- kvæmdarstjóri sameinuðu heild sölu lyfsala í Chicago. Líka hefir hann verið forseti Moorhead Chamber of Commerce, Moor- head Rotary Club, og Retail Mer- chants Association.* Síðastliðið sumar, á fundi í Winnipeg, var hann kosinn forseti Rotary In- ternatonal Fellowship og er hann líka framkvæmdarstjóri í Fargo- Moorhead Executive Club. Er saga Ed Sigurðsonar skyld sögum margra annara íslendinga sem komu ungir frá íslandi og hafa unnið sér frægð og frama hér í nýju álfunni. Kom Ed tíu ára gamall til Ameríku með foreldrum sínum Sæmundi og Steinunni Sigurd- son, sem lifðu mörg ár á Moun- tain, N. Dakota. Voru þau bæði ágætis manneskjur en eru nú dá- in fyrir mörgum árum. Lifir ein dóttir þeirra, Kristín, Mrs. Chris Guðmundson, enn á Mountain og svo er Sigurður sonur þeirra akótekari í Bottineau, N. Dak. Önnur börn þeirra munu vera norðvestur í Canada og suður í Californíu. Vann Ed við hitt og annað eft- ir að til Ameríku var komið. — Hjálpaði hann járnsmiði þegar hann var ellefu ára. Þurfti hann þar að passa eldinn og gera önnur vikadrengs verk. Var það bæði heit og óhrein vinna. Um haustið þegar hann hætti til að fara á skóla fékk hann tólf dali fytir sumar vinnuna. Önnur sumur vann hann stundum í búð og stundum hjá bændum. Þegar hann var seytján ára byrjaði hann að vinna á apóteki í Hensel, N. Dak., og fyrsta árið var kaupið bara fæði og herbergi. Næsta árið var kaupið $25 á mánuði en $16 fóru til baka fyrir fæði og her- bergi. Vann hann seinna í apó- tekum í Valley City og í Fargo. Árið 1928 keypti hann búðina í Moorhead og hefir verið við stýrið þar síðan. Nú í mörg ár hefir búðin hans verið hæðst í sölum af öllum Rexall búðum í Minnesota. Kemur þetta af því hvað Mr. Sigurðson er vingjarn, hjálpsamur, áreiðanlegur og sanngjarn. Er búðin smekkleg. vel birgð með vörum og spegil hrein. Hann er giftur aðlaðandi og myndarlegri hjúkrunarkonu, — Ruth Nilles. Eiga þau þrjú efni- leg börn: Mary Elizabeth, 16; Katherine Anne, 8; Jón Edward, 6. Hafa þau einnig lítinn bróð- urson Mrs. Sigurðson, sem misti móður sína þegar fárra vikna gamall. Er heimili þeirra Sig- urðsons mjög smekklegt og eru þau bæði ágæt heim að sækja. fslendingar mega vel v~ montnir af Ed Sigurðson, þvl hann er mesta prúð- og sóma- menni. Hann kemur alstaðar vel fyrir og hefir virðingu og álit allra sem þekkja hann. Er ekki ofsagt um hann það sem greinin í Rexall blaðinu endar með: “Menn í Minnesota og Norður miðvestrinu eru fyrirhyggju, upphafsmenn, menn með forsjón — já — miklir menn. Ed Sigurð- son er einn af þeim mestu og bestu.” K. O. T. gunnl. TR. JóNSSON fyrverandi ritstj. Heims- kringlu látinn f morgun meðtók Heimskringla bréf frá gömlum vini hennar heiman af íslandi, er getur láts Gunnlaugs Tryggva Jónssonar er um skeið var ritstjóri Heims- kringlu, en fór heim til íslands fyrir nærri 30 árum. Var hann fyrstu árin heima ritstjóri ís- lendings, en rak síðari árin bóka- verzlun á Akureyri. Gunnlaugur átti hér vestra miklum vinsæld- um að fagna. Hann var síglaður í viðmóti og vildi hverjum manni vel. Heima á Akureyri var mér sagt árið 1946, að hann væri einn vinsælasti borgari bæjarins. Var hann þá við góða heilsu að því er virtist og bráðskemtlegur að hitta. Áttum við langt tal saman um Vestur-íslendinga, enda var ekki á mann svo minst hér, að Gunnlaugur ekki þekti hann og fýsti að vita hvernig nú liði. í þinghúsgarðinum í St. Paul,, Minn., hefir stytta verið reist af Leifi Eiríkssyni. Var hún af- hjúpuð s. 1. sunnudag og var myndin, hér að ofan tekin, með- an athöfnin fór fram. St. Paul Pioneer Press segir 5000 hafa verið viðstadda. Styttan er 12 feta há og vegur um 4000 pund. Hún er smíðuð af John Karl Daniel, styttusmið, norskum, í Minneapolis. Afhjúp- uð var hún af Mrs. O. I. Brack, vara-forseta minnisvarðanefndar , Leifs í St. Paul. Norðmenn syðra eru höfundar fyrirtækisins. Aðalræðuna á þessari hátíð flutti norski sendiherrann Vil- helm Morgenstjerne. Kvað hann styttuna tengja Noreg og Banda- ríkin saman. Það helzta sem fyrir vakti með styttuna hélt Valdimar Björns- son fram, er einnig var ræðumað- ur, var að minna á þann sann- leika, að Leifur hefði fundið Ameríku 5 öldum á undan Kristo- fer Kolumbusi. Gestir á hátíðinni héðan voru Grettir Jóhannsson konsúll og frú og dr. Richard Beck. Voru þau kynt áheyrendum. Fluttu þeir hátíðinni kveðjur frá Þjóð- ræknisfélaginu. Friðrik Fljózdal, hinn kunni verklýðsforingi frá Detroit, Mich., sem verið hefir í St. Paul á þingi Amercan Federation of Labor, var líka á ræðupallinum. Hann var í nefnd Bandaríkjanna, er heim fór 1930. Hann var mikill vinur Vestur- íslendinga og túlkaði vel afstöðu þeirra til ættjarðarinnar. Hann var forseti Þjóðræknisfélags Ak- ureyringa og góður stuðnings- maður margra félagsmála bæjar síns. Vér látum hérmeð fylgja bréf- ið með fregninni af láti hans. Akureyri, 4. okt. 1949 Hr ritstj. Stefán Einarsson Kæri vin! Hérmeð tilkynnist þér og ykk- ur öllum vestra að Gunnlaugur Jónsson andaðist að kvöldi hins 1. okt. og verður jarð- aður kl. 2 n. k. laugardag. Gunn- laugur sál. hafði átt við van- heilsu að stríða undanfarið, við máttleysi í fótum og líkama, var búinn að leita lækna í Reykja- vík en þeir gátu ekkert fyrir hann gert svo hann kom heim aftur hingað og var ætlunin að hann færi í dag með flugvél til útlanda, en honum var ætluð önnur flug- leið og lækning, sem honum hefir verið fyrir beztu að dómi okkar sem þektu hann best og það munu vera allir Akureyringar og marg- ir Vestur-íslendingar síðan hann var ritstjóri Heimskringlu. Hér syrgja fjölda margir góð- an glaðann samferðamann. Það skarð verður aldrei skipað af öðrum. Gunnl. Tr. Jónsson var fæddur 18. janúar 1888 hér í bæ og eg, sem þekti hann frá fæðingu til dauðadags, þakka honum sam- fylgdina hér heima og vestra og bíð þess að samfundum okkar verði ekki lengi að vænta af 77 ára gömlum manni. “Guð blessi þig vinur á sælunnar landi frið- arins.” Kær kveðja til allra Vestur-ís- lendinga, óskandi öllum alls hins besta og vellíðan. Þinn einl. /. S. Thorarensen Heimilisiðnarfélagið heldur næsta fund á þriðjudaginn 18 okt. að heimili Mrs. J. P. Markússon, 500 Waterloo St. Fundurinn byrjar kl. 8. e. h. » * » Gifting Gefin voru saman í hjónaband s. 1. fimtudag, 6. október, þau Jón Friðriksson og Arngerður Gríms- dóttir bæði fyrir stuttu komin heimanað frá fslandi. Séra Philip M. Pétursson gifti, og fór athöfn- in fram á prestsheimilinu, 681 Banning St. Aðstoðarmenn brúð- hjónanna voru Dr. og Mrs. Björn Jónsson. Brúðkaupsveizla fór fram að heimili Mr. og Mrs. Roy Vernon, 220 Maryland St. Auk annars söng Mrs. Vernon og einnig var hlustað á íslenzka söngvara á plötum. Öll athöfnin var hin skemtilegasta. Brúðhjón- in eru lögð af stað austur til Montreal, en þar stundar brúð- guminn framhaldsnám á McGill- háskóla í vetur eða um skeið. * * * Skírnarathöfn Sunnudaginn 9. október skírði séra Philip M. Pétursson, Karin Margaret og Lesley Judith dæt- ur Mr. og Mrs. Kára L. Árnason frá Árborg. Athöfnin fór fram á heimili Mr. og Mrs. R. Gíslasor> 738 Warsaw Ave. En Mrs. Gísla- son er föðursystir barnanna. Á sama tíma var verið að fagna Mr. og Mrs. Ingólfi Árnason, foreldr- um Kára L., föður barnanna, og Mrs. Gíslason, á fimtugs gifting- arafmæli þeirra. Þar voru marg- ir vinir og ættingjar saman komnir og var það mikið fagnað- ar og gleðimót. * * * Þakkargerðarsamkoman í Sam- bandskirkju s. 1. mánudag, var hin skemtilegast, enda þótt rign- ingar fár-veðrið drægi nokkuð úr aðsókn. Skemtiskráin var mjög góð og aðalræðan, ræða Guðrún- ar Hallsson hin áheyrilegasta. — Söngur og hljómleikar voru og fyrirtak, enda var þar um þekt og viðurkent söngfólk að ræða. Ein stúlka áður óþekt kom þó fram, sem mikla eftirtekt og yndi vakti með söng sínum. Hún heitir Lorna Stefánsson, 11 ára gömul, irá Gimli, Man., en er við nám hjá Mrs. Elmu Gíslason, sólóista Sambandssafnaðar í Winnipeg. * * * Látin er nýlega í Seattle, Wash. frú Anna María Straumfjörð, kona Jóhanns H. Straumfjörðs gullsmiðs og skrautmuna kaup- manns þar í borginni, mikilhæf °g göfug kona. Auk eiginmanns síns og tveggja dætra, Díönu og Unnar, lætur frú Anna María eft- ir þrjá hálfbræður, ísak bygg- ingarmeistara í Seattle, Gísla rit- stjóra í Winnipeg og Gunnar, fyrrum bónda á Fossvöllum í Jökulsárhlíð, og tvo albræður, Einar Pál Jónsson ritstjóra Lög- bergs og séra Sigurjón prest á Kirkjubæ í Hróarstungu; hin látna var dóttir Jóns Benjamíns- sonar á Háreksstöðum í Jökul- dalsheiði og seinni konu hans Önnu Jónsdóttur. * * * Skemtisamkoma í Framnesbygð Kvenfélag Framnesbygðar efn- ir til ágætrar skemtisamkomu, föstudagskvöldið, 21. október, í Framnes Hall. Mrs. Elma Gísla- son söngkonan góðkunna frá Winnipeg og Guttormur J. Gutt- ormsson skáld frá Riverton hafa góðfúslega lofast til að koma og skemta. Einnig skemta nokkur börn með söng, hljóðfæraslætti og íslenzkum upplestri. Dans á eftir. Samkoman byrjar kl 9. e. h. Komið og njótið ánægjulegr- ar kveldstundar. Inngangur verður 60 cents fyr- ir fullorðna og 25c fyrir börn innan 12 ára. » * * S. 1. 8. október lézt að heimili dóttur sinnar, Mrs. D. W. Pekary, 382 Edgewood St., St. Boniface, Christian Ólafsson, 63 ára gamall. Hann var sonur Kristjáns Ólafs- sonar, lífsábyrgðarumboðsmanns. Kona hans er látin fyrir mörgum árum. Börn þeirra eru 2 dætur, uppkomnar. Jarðarförin fer fram í dag frá A. S. Bardal útfarar- stofu kl. 3.30 e. h.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.