Heimskringla


Heimskringla - 16.11.1949, Qupperneq 5

Heimskringla - 16.11.1949, Qupperneq 5
WINNIPEG, 16. NÓV. 1949 HEIMSKRIlfGLA 5. SlÐA nánd. Fengu þeir feðgar vinnu að bera vatn þó lágt væri kaup. Hús höfðu þau leigulaust. Fram- an við húsði rann á, sem fiskur var í. Veiddu þeir feðgar fisk áj kveldin. Og fleiri hlunnindi höfðu þeir þar, og leið vel það sumar. Um vetur var haldinn skó'li fyrir ísl. unglinga. Skólakenn-J ari var Sigtryggur Jónasson út-J flytjenda agent. Eitthvað sótti Gestur skóla þann, en þó ekki af kappi eða sárri löngun. Hann var þá orðinn sjálfbjarga að tala fyrir sig og aðra. Annað lærði hann í Kinmount en málið, sem honum gleymist aldrei. Það var aund. Það lærði hann af Jónasi Stefánssyni, góðum sundmanni. Jónas sá var frá Húnaþingi. — Gestur lærði svo vel sund, að hann hefir oft sýnt það síðan, að^ bann er fraekinn sundmaður, og verður þess greinilegar getið síð- ar í sögu þessari. 3. Kapítuli Gestur flytur til Nýja Islands Sumarið 1875 rann sú löngun í framikvæmd upp á meðal ís- lendinga þar austur frá að flytja vestur til Manitoba, sem þá var strjálbygt. Að forráðum Sig- tryggs Jónassonar og fleiri braut- ryðjanda, var nýlendu svæði þeirra valið á vesturströnd Win- nipeg vatns, sem kunnugt er. — Síðla var leiðangurinn hafinn að austan. Vegurinn lá eftir stór- vötnunum og til Duluth, Minn. Þaðan landleið til Fisher Land- ing. Þaðan á árbátum norður til Winnipeg. Sú borg var þá aðeins lélegt og lítið þorp. í þessum hóp voru margir íslendingar. Þá til Winnipeg kom tók innflytj- andastjórinn í Winnipeg við þeim. Þá voru ekki önnur tök að koma svo mörgu fólki norður að Gimli, en eftir Rauðá. Biðu þá íslendingar í Winnipeg nokkra daga meðan smíðaðir voru flutníngaflckar, eða flatbotnaðir dallar. Voru þeir dregnir aftan í 'barða norður Rauðá. Aðallega var treyst á árstrauminn að fleyta þessu hafurtaski norður á Vatnið. Eftir langa og stranga mæðu var lent á vesturströnd vatnsins, þar sem nú stendur Gimli þorp. Á frumbýlinga og fátækasta hátt holaði fólk þetta sér niður, hinn fyrsta vetur Vest- ur-fslendinga í hinu nafnkenda Nýja-fslandi. Um kjör almenn- ings verður ekki hér rætt. Það eru margir búnir að lýsa kjörum þeim áður. Hver eftir reynslu sinni og þékkingu. Hér er að- eins um sérstákan mann og fjöl- skyldu að ræða, í sögu þessari. Fyrsta vetur Gests á Gimli var fátt til fanga. Þeir feðgar voru þar ókunnir.- Landið eyðilönd. Veiðarfæri engin. Samgöngufæri engin. Hússkjól ónóg og hrör- leg. Mest dregið fram lífið á kúa- kjöti og stjórnarvörum, sem altj var ónóg, og misjafnlega útþýtt. Faðir Gests nam land 6 mílur norður frá Gimli. Hálfa mílu frá vatninu. Þar býr Galli nú. Odd- leifur, faðir Gests var ekki ásæl- inn maður. Fráleitur að gúkna yfir kjöthöllum stjórnarinnar, eða annara manna veiði. 4. Kapítuli. Oddleifur faðir Gests deyr Annan vetur, sem Gestur var á Gimli var hinn svonefndi “bólu- vetur”. Þann vetur lét stjórninj ryðjá vegastæði. Höfðu margir íslendingar vinnu við að höggva tré í mörkinni. Kaup var lágt. En stjórnin fæddi vegryðjendur. Gestur réðist þá hjá verkstj. sem túlkur, tæpra 12 ára. Faðir Gests vann í skógarhögginu. Einn dag var hann kvaddur til að vera lík- maður. Hinn framliðni dó úr ból- unni. Litlu á eftir veiktist Odd-| leifur af bólunni, og beið bana af, veikinni. Var þá fokið í fögurj skjól fyrir Gesti og þeim móður hans og systir. Þegar verkstjór- inn frétti um fráfall Oddleifs, gerði hann orð Gesti. Tók hann í vinnu, sem áður, og borgaði hon- um fimtán dali um mánuðinn. Var það hæsta kaup þá. Sluppu þau af veturinn án mikils skorts, en með beiska sorg, og framtíðar sorta fyrir honum. Það sumar varð Gesti fátt til búsfanga. — Hann fór til Winnipeg ásamt systur sinni, að leita þeim at-J vinnu. Hann fékk enga vinnu.J En þá komu stjórnarkýrnar, sem stjórnin leigði fslendingum. Var| kýrreksturinn áleiðis norður til ■ Nýja íslands. Gestur þekti áður- nefndan innflytjendastjóra, W.| Hesper, þýzkan að uppruna, en dávænan karl. Hann þekti einnig John Taylor, sem var nokkurs- konar Moses íslendinga í Nýja fslands eyðimörkinni. Þessir menn önnuðust um kýrreksturinn norður á Willow tanga (rauði víðitanga). Gestur réðist enn. — Næsta haust horfði alt ægilega í augu þeim, Gesti og mæðgum. Framh. Ættartöluágrip Gests og konu hans Þóreyar Börn: 1. Oddleifur (engineer) 2. Una (gift Guðmundi Jakobs- syni) 3. Stefanía (gift Jóni Pálma- syni) 4. Ingibjörg Ireina, ógift 5. Gestur Stefán, ógiftur 6. Sigurður Óskar, ógiftur 7. Þórey Sigríður, ógift 8. Sigurberg, ógiftur 9. Jóhannesdna, ógift 10. Daniel Hope, dáinn 11. Mable Laura 12. Drengur, óskírður 13. Drengur, óskírður Svo langt er síðan þessi ættar- tala var skrifuð, að flest börn Gests eru þá ógift og sum óskirð. Það verður að hafa í huga. Bréf til Þ. I>. Þ. á 70 ára afmæli hans f rá Stef áni Einarssyni, Hopkins U. MINNINGARORÐ Kæri Þ. Þ. Þ. Við hátíðleg tækifæri — eins og þetta sjötugsafmæli þitt — sakna eg þess altaf að Drottinn skyldi svifta mig sjálfsagðri arf- leifð íslendingsins: hagmælsk- unni, án þess að bæta það upp með gáfu söngsins sem hann hef- ur sumum mönnum léð í staðinn, og það sumum sveitungum mín- um. En þar sem svo er í pottinn búið sé eg ekki annað ráð vænna en að skreyta mig með lánsf jöðr- um og stela ljóði frá skáldi, sem mér virðist hafa komið alveg ó- venjulega vel orðum að því, hvað fyrir þér vakti sem upprennandi æskumanni og hvað það var sem gerði þig að þeim merkilega sjötuga öldungi, sem nú ert þú. Skyldir þú eða aðrir kannast við kvæðið, verð eg þjófurinn, að biðjast vægðar, en ljóðið er svo- hljóðandi: • Ef veiztu hvað þú vilt — ef ant annt þú heitt því verki er krefst þín hugsjón, stattu þá sem bjargið fast, er brýtur straum sér á og buga lát ei tilraun þína neitt. Ef lífi þínu er til þess eirihvers eytt, sem örvar, glæðir ljósið samtíð hjá, þótt lausa aura og lönd þú hafir fá, er lífsgjald þitt í félagssjóðinn reitt. Því skaltu ei hræðast heimskra manna sköll, né héraðsglópsins illmálgt kals og spott. Þær dægurflugur suða sig í hel. En stefndu beint á hugans hæstu fjöll, þótt hálfnist ei sú leið, hún ber þess vott, ef áfram hélztu, að þú vildir vel. Hér hefur góður drengur sett sér háreitt mark og mið í æsku, og hver sem ort hefur, þá er ekki um að villast að þú, Þ. Þ. Þ., hefir einmitt lifað slíku lífi, verið vaskur maður og batnandi, eins og Snorri segir. Því miður hefur fjarlægð meinað mér að kynnast þér persónulega og fylgjast með kvæðum þeim og greinum, sem þú hefur vísast stráð hvers- dagslega í íslenzku blöðin úr nægtahorni gáfna þinna. En þó hef eg lesið nóg af kvæðum þín- um og sögum til þess að þek'kja og meta fjör þitt, manndóm og drengskap. En einkum er mér þó hugstætt hið mikla dreng- skaparverk er þú hefur unnið minningu Vestur-íslendinga, bæði í Vesetmönnum, Æfintýr- inu frá Brasilíu og síðast en ekki sízt í Sögunni miklu. Þótt þar skorti nokkuð á að takmarkinu sé náð, þá eru þessar bækur all- ar Grettistak, er engin mundi hafa reynt að lyfta, er ekki hafði stórhug þann og starfsþrek, er skáldið lýsir svo fagurlega hér að ofan. Fyrir það að lyfta þessu Grett- istaki vildi eg þakka þér í kvöld. En óska vildi eg þér enn langra og starfssamra lífdaga1 svo að þér entist síðasti áfanginn til að fylla skarðið í vör Skíða: að safna kvæðum þínum í eina bók, og skrifa það sem eftir er sögunnar. Og enn vildi eg óska þér þess að íslendingar beggja megin hafsins yrðu þér heldur innan handar en hitt til fram- kvæmdar málum þessum. Þinn Stefán Einarsson Þetta Nýja Ger Verkar Eins Fljótt Og Ferskt Ger Heldur Ferskleika Eins Og Þurt Ger Þarf epgrar kælingar með Nú getið þér fengið fljóthefandi ger án þess að vera hrædd um skemdir. Hið nýja Fleischmann’s Royal Fast Rising Dry Yeast heldur ser viku eftir viku án kælingar. Hafið ávalt mánaðar- forða a búrhillunni. Notið það nákvæmlega eins og ferskt ger. Einn pakki af þessu nýja, þurra geri jafngildir einni köku af fersku geri í öllum forskriftum. Tekur tafarlaust til, er fljóthefandi. Afleiðingar þess eru lostæt brauð og ágætir brauðsnúðar, á afar stuttum tima. Biðjið nú þegar matvörusala yðar um hið nýja Fleisch- mann’s Royal Fast Rising Dry Yeast. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast! FRANK GERVANSI — Fréttagrein frá Osló í Noregi Baldur Stephánsson “Við hversdagsstörf uni eg áhyggjulaus Mér óhult það sýnist og létt Og kem svo til dyranna Dauði til þín í daglgeu fötunum rétt.” St. G. St. Hann varð bráðkvaddur að heimili sínu 13. júní s.l. á 70 ald- urs ári. Harin var fæddur í Sho-| vano County í Wisconsin-ríkinu 25. september 1879. Foreldrar. hans voru Stephan G. Stephans- son skáld og Helga Jónsdóttir kona hans. Hann fluttist með for- eldrum sínum, fyrst til N. Dak., ogsíðan til Alberta 1889 þá tæpra1 10 ára að aldri. Árið 1905 kvænt- ist hann Sigurlínu Bardal (dáin 1942) og reisti bú skamt frá föður sínum og bjó þar til dauðadags. Baldur var bóndi alla sína æfi, þar að auki var hann póstur milli Innisfail og Markerville í 4 ár, frá 1903 til 1907. Hann var góður og hjálpsamur nágranni, vinsæll og hinn bezti drengur í hvívetna. Þeim Baldri og Sigurlínu varð 6 barna auðið. Af þeim eru fimm á lífi. Þau eru: Stephán, ókvænt- ur, Hrefna, ógift, Cecil Benidict, kvæntur Dolly Stewart, Jakofeína gift Jónasi T. Hunford og Lilly, gift August Seifried. — Einnig syrgja hann 2 systur og einn bróðir, Jóna, Rósa og Jakob Kristinn, og tveir sonarsynir. Fólk á yfirleitt við erviðari lífskjör að búa í Noregi, en var á Englandi fyrir tveimur árum síðan, og að sumuleyti erviðara en á stríðsárunum. Flest sem flutt er inn í landið, verður að borgast nieð “dollurum”, svo sem smjör og kjöt, byggingarefni og kramvara. Það lítið að Noregur hefur af dollurum, er varið til þess að kaupa fyrir bygginga- efni, til endurbyggingar þeirra skemda sem gerðar voru í land- inu á stríðsárunum, og er það kraftaverki líkast, hve mikið hefir áunnist með endurbygg- inguna en flestir gerðu sér í hugarlund að hægt væri, en það hefir kostað stranga sjálfs-afneit un og hörð átök þjóðarinnar, og enn um skeið verður fólkið að búa við þröngan kost og harða vinnu, háa skatta og þröng húsa- kynni. Næstum allar anuðsynjar eru undir skömtunar reglum, frá mat, vöru til nylon sokka. Það eina af matvöru sem ekki er skamtað er fiskur og garðávextir og þar á^ Jarðarförin fór fram frá Lút.| kirkjunni í Markerville, 17. júní að yiðstöddu fjölmenni, undiri umsjón Percy Duffield útfarar- stjóra frá Innisfail. Hann var jarðsunginn í grafreit ættarinnar af séra Simons, United kirkju presti. Svo kveð eg þig, góði kunningi, og friður sómeð þér. “Þó við megum sakna ’ins sam- henda manns í sérhverri mannraun og góðvilj- ans hanms.” St. G. St. A. J. C. (Endurprentað vegna villu á- hrærandi dánardaginn). meðal kartöflur. Þetta ásamt hvalakjöti og hvalfeiti eru aðal fæðutegundir borga og bæja fólksins í Noregi, og er vafalaust hið tilbreytingarlausasta þjóðar- viðurværi í allri Evrópu. í Nor- egi eru egg sjaldséð, og appelsín- ur sjást ekki, nema sem glaðn- ingur fyrir börn um jól og páska. Nýjir barnakjólar eru búnir til úr gluggatjöldum, eða stofubúnaði (drapes) sem verið hefur í betri stofum. í stað smjörs er margarin, sem er bú- ið til úr bragðlausri storknaðri hvalfeiti. En væri það ekki fyrir hvala afurðirnar væri viðurværið lélegra en það er. Hvalakjöt og spik er matreitt á ýmsa vegu. Hvalakjötið er steikt eða búin til úr því stappa, og úr spikinu og renginu eru búin til margs- lags réttir, sumir eins og þeyttur rjómi eða ísrjómi, sem veitt er í hinum beztu ferðamanna hótel- um. Harðréttið sem fólk í Noregi á við 'að búa, er þannig, að viður- værið á Englandi er sem alsnægt ir borið saman við það. Allir gera eins litlar kröfur og möguleigt er. Stjórnarráðs- mennirnir gera sér að góðu, að búa í tveggja herbergja íbúðum og ferðast í strætisvögnum frá og til skrifstofa sinna. Einn al- fatnaður og einir sokkar, er allt það sem fæst fyrir klæðnaðar skömtunar miða þá, sem eiga að duga yfir árið, svipað leyfi er konum fegið til fatakaupa. Allar konur verða að verja svo og svo miklu af tíma sínum til að sauma og bæta og halda við þeim fatn- aði sem til er. Hver fjölskylda hjálpar annari um föt, sem svo eru gerð upp og bætt, og svo brúkuð þangað til ekkert er eft- ir nema ræflar, sem ekki eru til annars nýtir en vera notaðir fyr- ir gólfþurkur. Stríðið kom hart niður á mörg- um löndum og þjóðum, en hvergi á eins sérstakan hátt eins og í Noregi og norsku þjóðinni. Þeir urðu fyrir því sama, sem aðrar( þjóðir, að hús þeirra voru brend, og verksmiðjur þeirra skemdar og eyðilagðar, bújarðir sundur- tættar og byggingar niðurbrotn- ar, og námur gerðar óvinnandi. Norðmenn hafa frá elstu tíð. verið sægarpar miklir. f þúsundj ár hafa þeir sótt bjargræði sitt íj sjóinn, bæði sem fiskimenn og úthafs siglingamenn. Árið 1939 var siglingafloti norð manna 4,800,000 smálestir, þann- ig fjórði stæðsti kaupskipa- floti í heiminum. Inntektir af farmgjöldum flotans var nægur til að borga fyrir einn þriðja alls þess, sem Noregur þurfti að kaupa frá öðrum löndum, bæði ^ til fæðis og klæðis, og annars^ brúks. Fimm árum síðan var helmingur þessa glæsilega flota á sjáfarbotninum, og samfara því hlutfallslegur inntekta missir. England, Bandaríkin og Japan höfðu stærri verzlunar- flota 1939, en engin eins stórar og Noregur í hlutfalli.við fólks- fjöldan. Noregur er nærri því eins stór og Californía, en hefir aðeins 3,200,000 innbyggjara. Þeir höfðu þannig 1660 smálestir fyrir hvert þúsund inribyggjara. England hafði 360 smálestir og Bandaríkin 92 smálestir fyrir hverja þúsund íbúa. Engin þjóð þurfti að treysta eins mikið á inntektir af verzlunarflota sín- um, fyrir hagsmunalega afkomu þjóðarinnar, eins og norðmenn. Endurbygging verzlunarflot- ans, eins áríðandi eins og það var, var þó ekki nema partur af því endurbyggingarverki, sem norðmenn urðu að takast á hend- ur eftir stríðið. Hvala og fiski- veiðaflotinn, sem færir þjóðinni aðal útflutnings vörumargn hennar, ásamt efnivið og pappírs deigi, þurfti einnig endurreisn- ar við. Noregur misti svo þriðju af hvalaveiðaskipum sínum, og tvo fimtu af fiski flotanum. Það var og margt annað sem þurfti að endurbyggjast, áður en þjóð- in gæti komist aftur til þeirrar velmegunar og pólitískra ráðleg- heita, er hún naut fyrir stríðið. Þegar Þjóðverjar fóru úr land- inu, skyldu þeir allt eftir í ó- skapnaði og eyðileggingu og tak- marklausri verðbólgu. Þeir rændu í norðurhéruðunum og í Finnmörku fordjörfuðu þeir járnnámu og vinnuvélar, brendu verðmæta skóga og sprengdu í loft upp þorp og bæi og bænda- týli. Engin veit upp á víst hve mikinn skaða Þjóðverjar gerðu. í Noregi. Hin lægsta ætlun er um 2,000,000,000 dollara virði, nærri Frh. á 7. bls. Coolidge forseti Bandaríkjanna var ekki margmáll maður. Frú ein í Washington talaði mjög um, að hún skyldi fá forsetann til þess að ræða við sig, fyrr eða síðar. Eitt sinn í veizlu fannst henni bera vel í veiði, fór til for- setans og sagði : Ó, herra forseti, í hreinskilni sagt, þá veðjaði eg við kunningja konur mínar um, að eg skyldi fá yður til þess að segja að minnsta kosti þrjú orð. — Þér tapið, svaraði Collidge. • Þegar svínið hafði velt sér upp úr forarpollinum, var svo vond likt af því, að margir viku úr vegi. Þá hugsaði svínið með sjálfu sér: — Virðingu bera þeir fyrir mér, því verður ekki neitað. Tilkynning Umboðsmaður okkar á íslandi er Björn Guðmunds son, Bárugata 22, Reykjavík. — Hann tekur á móti pönt- unum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. Kaupendur blaðanna eru vinsamlega beðnir að til- kynna umboðsmanni vorum vanskil á blöðunum, og einnig ef breytt er um verustað. Heimskringla og Lögberg

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.