Heimskringla - 07.12.1949, Blaðsíða 2

Heimskringla - 07.12.1949, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. DES. 1949 Heimakringla (StofnuO 1SB9) Semur út á hverjum miðvikudegí. EÍÉfendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verö blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg hitstjóri STEFAN EINARSSON Utan&skrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 7. DES. 1949 Háskólastóll í íslenzku Það hefir vakið mikla athygli hvað Svíar hafa látið sér ant um að afla sér fróðleiks um ísland og íslendinga síðari árin. Þeir hafa öllum erlendum þjóðum betur sótt íslenzku nám- skeiðin sem háskóli íslands hefir efnt til tvö undanfarin sumur. Þeir hafa og haft skiftikennara við háskólann og hafa yfirleitt látið sér ant um að kynnast yngri og eldri mentun og menningu íslenzkrar þjóðar. Eitt sem vott ber um þetta, er að þeir eru nú að ráðgera að koma upp kenslustól í íslenzkri tungu og fræðum við háskóla sinn í Uppsölum. Á þetta má þó ekki líta sem svo, a$ íslenzku hafi ekki fyr verið gaumur gefinn í Svíþjóð. Hún er kend þar við marga æðri og lægri skóla. Þar eru ennfremur til íslendingafélög, stofnuð af Svíum og íslendingum. Eru sum þeirra svo voldug, að þar er eingöngu töluð íslenzka á fundum. Mikið af háskólakennurum og skðlasveinum, tala íslenzku fyrirhafnarlítið. Það eru fornbókmentir íslendinga, sem mest og bezt hafa seitt hugi erlerfdra manna, að íslenzkum fráeðum. En Svíar gera eigi minna úr nútíðar bókmentum vorum og lifnaðarháttum, sem auð- vitað eru svipaðri þeirra, en annara óskyldari þjóða. Láta þeir á sér heyra, að hver stofnun þeirra, er því fær komið við, ætti að kynna æsku sinni bókmentir og athafnalíf íselndinga alt saman. Þeir eiga margt í sjóði fornrar menningar, er meiri gaumur er nú gefin en áður í hinu frjálsa þjóðlífi þeirra. Vegna þessa hafa nú Svíar færst í fang að leggja mikið fé fram til kennarastóls í íslenzkum fræðum við þennan áminsta háskóla sinn í Uppsölum. Þetta segjum vér að sé að kunna að meta íslenzkar bókmentir að verðleikum. Þetta munu fleiri háskólar gera, er þeir hafa auga á það komið, að íslenzk eða norræn menning hafi engu síður í sér fólgið menningarlegt gildi fyrir hinar vestlægu þjóðir Evrópu og Norður Ameríku, en gríska og latína, nema fremur sé. FRÓÐLEG OG SKEMTI- LEG SJÓMANNARIT Eftir próf. Richard Beck FRÓÐLEGUR SAMAN- BURÐUR í skýrslum er gerðar hafa verið í Bandaríkjunum (af United States News and World Report), er samanburður gerður á, hvað verkamenn ýmsra landa þurfa langan tíma til að vinna fyrir lífsnauðsynjum sínum og sem eru hin eiginlegu verkalaun. Er eftir meðaltali farið, en ekki verði neins sérstaks hlutar, sem af ýmsum ástæðum getur verið dýrari í einu land en öðru. Tafl- an hér á eftir, sýnir vinnutíma sem í öðrum löndum þarf til þess, að kaupa það sama fyrir og fæst fyrir einnar stundar vinnu í Bandaríkjunum. Klst. Mín. í Ástralíu 0 53 Bandaríkjunum 1 0 Canada ... 1 7 Noregi ... . 1 7 Danmörku 1 15 Svíþjóð ... 1 18 Bretlandi . 1 22 Finnlandi . 1 47 Frakklandi 1 58 Israel 1 58 fslandi . .. . 2 13 Chile 2 47 Hungary .. 2 51 Þýzkalandi (bizone). 3 8 ítalíu 3 34 Austurríki 3 51 Rússlandi . 5 33 Af þessu er auðséð, að meira af matvælum er hægt að kaupa í Ástralíu fyrir klukkutíma vinnu, en hvar annar staðar sem er. Töl- ui^iar fyrir Bandaríkin og Can- ada, eru sama sem jafnar. En það sem eftirtektaverðast er við skýrslu þessa, er að í Rússlandi þarf verkamaðurinn að vinna fimm sinnum lengur fyrir sama skamti matvæla og í Bandaríkj- unum fæst með einni klukku- stundar vinnu. Þegar skýrsla þessi er lengra athuguð, kemur í ljós, að Rúss- inn þarf 254 mínútur til þess að vinna fyrir einu pundi af kjöti, sem í Bandaríkjum fæst með 29 mínútna vinnu. Fyrir eins punds brauði þarf Rússinn að vinna 25 mínútur, en verkamaður Banda- ríkanna 6 mínútur. Pund af hveiti kostar rússneska verka- manninn 52 mínútna vinnu, en hinn bandaríska 4 mínútur. Það er nú ef til vill ekki rétt að kenna kommúnisma um þetta. Rússland var fyrir byltinguna langt á eftir vestlægum löndum í listinni að framleiða. En atrið- ið sem kommúnistar í Norður- Ameríku ekki geta séð, er það, að framleiðsla Rússlands, er enn svo langt á eftir því sem í Banda- ríkjunum er, að þar er ekki um neinn samanburð að ræða. Land- ið er eitt allsleysis fangabúr þar sem kjör verkamannsins eru svipuð og hjá þjóðum, sem lengst eru á eftir í menningarlegu tilliti. Á ársfundi Fróns, sem hald- in var s. 1. mánudag, var fyrver- andi stjórnarnefnd endurkosinn að einum manni undanteknum, sem ekki gat tekið kosningu. Gunnari Erlendssyni. í stað hans var kosinn fjármálaritari Jón Jónsson, 735 Hom St. Var Jón einnig ráðinn bókavörður við bókasafnið í J. B. skóla. Hagur Fróns er sæmilegur. Var yfir árið hægt að kaupa og binda bækur fyrir um 250 dali. Á fund- inum flutti Mrs. L. Jóhannesson erindi um íslandsferð sína 1948, höfðu menn mikla skemtun af að hugleiða breytingar og fram- farirnar, sem hún mintist á. Þá sýndi Arinbjörn Bardal nokkr- ar myndir af landslagi og fólki úr Mývatnssveit. * * * Lindal Hallgrímsson og fjöl- skylda hans héðan úr bæ er ný- lega flutt til Vancouver. Þeir munu vera miklu fleiri en sjómennirnir íslenzku, sem eru þakklátir Farmanna- og Fiskimannasambandi íslands fyrir að hefjast handa um útgáfu Sjómannabókarinnar “Bára blá en af henni eru nú komnir tveir árgangar (1947 og 1948). Gils Guðmundsson rithöfundur hefir valið efni bókarinnar og búið það til prentunar, og munu ‘flestir mæla, að erfitt hefði ver- ið að finna hæfari mann til þess hlutverks, jafn kunnugur og hann er sögu íslenzks sjávarút- ^vegs, ritstjóri tímarits íslenzkra farmanna- og fiskimanna, eins óg nánar mun vikið að, og hand- genginn þjóðlegum fróðleik. í því sambandi má minna á það, •að hann hefir bæði gefið út mik- ‘il rit um íslenzkan sjávarútveg og merkileg þjóðsagnasöfn. — Sjálfur er hann auk þess prýði- lega skáldmæltur og smekkmað- ur á skáldskap. “Bára blá” er, eins og þegar hefir verið gefið í skyn, safnrit eða sýnisbók, og gerir ritstjór- ■inn eftirfarandi grein fyrir til- gangi hennar í formála sínum: “Á hinum síðustu og mestu blómatímum íslenzkrar bókaút- gáfu hafa sýnisbækur komizt mjög í tízku. Getur verið, að sumum þyki nóg komið um sinn •af slíkum enducprentunum, sem safnrit þessi eru, og skortir þó mjög á, að við eigum antologíur til jafns við aðrar þjóðir. Getur því naumast heitið, að borið sé í ‘bakkafullan lækinn, þótt út komi slík bók sem þessi, um sjómenn og sæfarir. Fyrir allmörgum árum gaf dr. 'Guðmundur Finnbogason út “Hafrænu”. Það var góð sýnis- bók íslenzkra ljóða um sjó og siglingar. Hún er löngu uppseld. Sýnishorn óbundins máls u m sama efni hefir aldrei verið ték- ið saman fyrr en nú. Þess er eigi að dyljast, að efnisval í slíkt rit sem þetta ork- ar löngum nokkurs tvímælis. Smekkur manna er misjafn og kröfurnar til lesefnis því mis- jafnar. Þessi bók á ekki að vera bók- menntalegt úrval. Henni er það hlutverk ætlað að vera allfjöl- breytt sýnishorn þess, sem ort hefir verið og ritað á íslenzka tungu um sjóinn, sjómenn og sæfarir. Hún á að geyma margt hið bezta, sem skáldin hafa kveð- ið um þau efni, en jafnframt flytur hún frásagnir sjómann- anna sjálfra og ánnara, sem lýst hafa lífi þeirra og störfum.” Hér er því að miklu leyti um algeríega nýtt safnrit að ræða í íslenzkum bókmenntum. Og þó að einum sýnist þetta og öðrum hitt um efnisval í sllkt rit, eins og ritstjórinn bendir réttlega á, þá fæ eg ekki betur séð, en mjög vel hafi tekist um val les- málsins, bæði hvað snertir nið- urskipun þess og fjölbreytni. Um röðun efnisins hefir safn- andi tekið þá leiðina, sem heppi- lendinga, sjávarútvegi og sjó- leg veður að teljast: Látið skáld-1 mannaHfi fyrr og nú. Mörg er skapinn og frásagnirnar skiftast (þar sogð hjartnæm harmsaga, á, en jafnframt gætt nokkurs þegar mannsmátturinn laut í samræmis um efni. Árangurinn iægra haldi fyrir ofurefli Ægis, af þeirri tilhögun er sa, að fjöl- en eigi eru hér færri sigursög- breytni efnisins nýtur sín til urnar, sem lýsa því eftirminni- fulls Og gerir það lesturinn að lega> hvernig hreystin, snarræð- sama skapi skemmtilegri. J jð Qg karlmennskan gengu sigr- “Bára blá” er mikið rit að andi af hólmi. vöxtum, því að bindin tvö, sem J>ó að ‘Bára blá’ sé um annað út eru komin, eru samtals yfir^fram ætluð sjómönnum, og nái 500 bls. í stóru broti, og gefur ^ ágætlega þeim tilgangi sínum, þá iþað góða hugmynd um, hve efn-; mun öllum þeim, sem fróðleik ismikið ritið er, enda er þar að unna og góðum bókmenntum, finna víðtækt úrval úr því, sem reynast hún skemmtilegur lest- ritað hefir verið á ísílenzku um >jr og lærdómsríkur. sjóinn, sjómenn og sæfarir frá j En Fannanna- og Fiskimanna- því 1 fornöld og fram á vora daga j ^amband fslands hefir gert meira í bundnu máli og óbundnu. Hér -»n gefa út ofannefnt safnrit eru kaflar úr fornsögunum um( handa sjómönnum; bað hefir um það efni, þjóðsögur, kvæði og Ku ára skeið staðið að útgáfu vísur, útdrættir úr skáldsögum, ‘Siómannablaðsins Víkingur”, smásögur, blaða- og tímarita- greinar og endurminningar. En engum, sem þekkir til staðhátta íslenzku þjóðarinnar og sögu hennar, kemur það á óvart, þó að skáldum hennar og rithöf- undum, að fornu og nýju, hafi orðið tíðrætt um sjóinn, sjómenn og sæfarir, og leitað til fanga á þau mið eftir yrkis- eða sagna- efnum. Þessi bók ber því einnig vitni, hve fengsælir þeir hafa orðið á þeim miðum, því að bæði eru í safni þessu ýms snjöllustu kvæðin, sem ort hafa verið á ís- lenzka tungu, og jafnfram snild- arlegar frásagnir í óstuðluðu máli, skáldsagnakaflar, smá- sagnakaflar, smásögur, sagna- þættir og ritgerðir. Sem dæmi nefndra kvæða má telja hið stórbrotna og hreim- mi'kla kvæði ‘Stjáni blái’ eftir Örn Arnarson, jafn svipmikið ágætiskvæði Jakobs Thoraren- sens “f hákarlalegum”, eða hin snjöllu kvæði Stephans G. Stephanssonar. Þær eru ekki stirðkveðnar eða hversdagslegar þessar hringhendur úr kvæði hans “Rammi-slagur” sem allt er ort undir þeim bragarhætti: “Gólf er liðugt, löng og stór leikjar-svið hjá unni. Spriklar, iðar allur sjór, yztu mið að grunni. Utan-sendar öldur sér áfram henda og flýta, vilja að lendi í lófa mér löður-hendin hvíta. Byljir kátir kveðast á, hvín á sátri og hjöllum. Báru4iUátrar hlakka frá hamra-látrum öllum.” Og sannleikurinn er sá, að samhliða bæði hinum stórbrotnu sævarkvæðum og ljóðrænari kvæðum um það efni, sæma fer- skeytlurnar sér ágætlega, svo sem þessi meistaralega morgun- lýsing Guðmundar Friðjónsson- ar : “Glóbrún dags, er gull og raf geymir í kistli vænum, rautt og blátt og rósótt traf rekur upp úr sænum.” Jafngott bókmentabragð er að mörgum köflunum úr lengri rit- um t. d. úr bókum Theódórs Friðrikssonar, ferðasögum Sveinbjarnar Egilssonar og ævi- sögum Guðm. G. Hagalín, “Sögu Eldeyjar-Hjalta” og “Virkum dögum”, að fáar einar séu nefnd- ar. Jafnsnjallar eru sumar smá- sögurnar, svo sem “Steinbítur- inn” eftir Jón Trausta og — “Steinninn” eftir Guðm. G. Hag- alín. Og sjómennirnir sjálfir, þó ekki hafi sérstaklega tamið sér ritstörf, sýna það hér nógsam- lega, að þeir kunna ágæt/lega að segja frá, þegar þeir taka sér penna í hönd, og er vitanlega sérstakur fengur að frásögnum þeirra. Rúm leyfir eigi að rekja nán- ar efni þessa fjölþætta safns, en í fáum orðum sagt bregður það upp alhliða mynd af sæförum ís og var þeirra tímamóta í sögu iblaðsins minnst með stóru og efnismiklu afmælisblaði í sumar — júní-ágúst. Fyrsti ritstjóri blaðsins var Bárður Jakobsson, en síðan 1945 hefir Gils Guð- mundsson annast ritstjórnina. Nýtur blaðið mikilla og verð- skuldaðra vinsælda, enda hefir það bæði háldið vel á málum ís- lenzkia sjómanna og flutt les- endum sínum fróðlegt og fjöl- breytt lesmál; hafa fyrst og fremst sjómennirnir sjálfir, og einnig ýmsir rithöfundar þjóð- arinnar, lagt þar hönd að verki, og þá ekki síst ritstjórinn sjálf- ur. Meðal annars hafa jólahefti blaðsins verið sérstaklega vel úr garði gerð um efni og búning, í rauninni stærðar bækur á síðari árum. Nota eg tækifærið til þess að óska ritstóranum, samstarfs- mönnum hans í ritnefndinni, og íslenzkri sjómannastétt í heild sinni, til hamingju með tíu ára afmæli þessa málgagns síns, og ritinu sjálfu sem lengstra líf- daga, enda stendur það nú traust um fótum og hefir unnið sér sæmdarsess meðal íslenzkra tímarita. Og þar sem eg er farinn að skrifa um íslenzk sjómannarit, væri það bæði vanræksla og van- þakklæti að minnast eigi á bæk- ur Sjómannaútgáfunnar, enda eiga þar ýmsir hinir sömu menn hlut að máli, svo sem Gils rithöf- undur Guðmundsson. Sjómannaútgáfan hefir það þarfa hlutverk með höndum að gefa út skáldsögur úr sjómanna- lífi, sjóferðasögur aog aðrar úr- valsbækur af því tagi. Hún hef- ir einnig sett sér það markmið, að gefa út rit ,sem væru bæði skemmtileg og hafa nokkurt bókmenntalegt gildi. Hún fór ágætlega úr hlaði með fyrstu bók sinni, en það var prýðileg íslenzk þýðing eftir Andrés Kristjánsson af hinni frægu skáldsögu Josephs Con- rad, “Hvirfilvindur” —Typhoon. Var þar sannarlega ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægst- ur, og ber val þessarar heims- frægu skáldsögu ágætt vitni bæði bókmenntasmekk þeirra, sem að útgáfunni standa, og bókmenntaþroska íslenzkra sjó- manna. Nýkomin er einnig út á vegum Sjómannaútgáfunar þýð- ing á annari snilldarskáldsögu Conrads “Blámaður um borð” The Niigger of the Narcissus, eftir Böðvar frá Hnífsdall, og hefir þýðingin fengið ágæta dóma í íslenzkum blöðum, en eigi enn komið greinarihöfundi fyrir sjónir. Sjómannaútgáfan hefir einnig gefið út í íslenzkri þýðingu eft- ir Sigurð Einarsson tvær af kunnustu skáldsögum Alexand- ers L. Kielland, öndvegisskálds- ins norska, að ótöldum mörgum öðrum góðum sögum. Og þó þær séu ekki allar jafnþungar á metum bókmenntagildis, þá mun óhætt mega segja, að útgáfan hafi haldið vel í horfinu um bóka- val og á þakkir skilið fyrir þá viðleitni sína Sagan af Gcsti Oddlcifssyni Landnámsmanni í Haga í Nýja fslandi Skrifuð af Kr. Ásg, Benediktssyni Framh. 8. Kapítuli Reiðskjótinn. Prangara ferðin kollvarpast, kviknað er í fjós- inu, og kötturinn drepinn Næst þegar Inwright fór til Winnipeg færði Gesti reiðskjót- ann og fallegan, nýjan hnakk. Hesturinn var rauður á lit, með hvíta stjörnu í enni, og hvíta leista á afturfótum. Var ungur og snarpur, rennilegur og þókn- anlegur að öllu leyti. Gesti þótti vænt um hestinn, fór vel með hann. Kendi honum hlaup og ýmsa hnikki. En lítið glæddist námið eftir að Stjarni kom. En Gestur skemti sér mæta vel á klárnum. Einu sinni labbar Gestur út í hesthús. Tekur hann Stjarna og mansker hánáið. Skellir af hon- um ennistoppinn og rakar stert- inn. Kallar síðan á fóstra sinn og sýnir honum Stjarna. — Segir: Svona raka drengirnir á íslandi reiðhestana sína. Pat labbar út og segir: “Upp á öllum skollan- um tekur þú, Jamie minn”. Minn- ist aldrei framar á íslenzkar hestaklippingar. Einu sinni stilti Gestur svo til, að hann kom á þeysiferð heim að húsinu þá var fóstri hans úti. Hleypir fram hjá húsinu ofan á árbakkann, og ofan bakkann og ætlaði hestin- um að stökkva á fleygiferð út í ána og synda yfir. En hesturinn sparn við fram fótum í fjörumáli, og kastaðist Gestur langt fram í ána. Pat bað alla heilaga vætti að hjálpa sér, kallar á menn, sem úti stóðu, og hleypur fram á INSURANCE AT . . . REDUCED RATFS • Fire ond Automobile • STRONG INDEPENDENT COMPANIES • j McFadyen | Company Limited § | 362 Main St. Winnipeg § Diol 93 444 = I I AniimfliaiiUHiiiiiiniiiiiiiiiiiiuniiiniiiiKiiiuuiiiuiaumuniiKe 1

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.