Heimskringla - 21.12.1949, Blaðsíða 1

Heimskringla - 21.12.1949, Blaðsíða 1
Buy and Try— “DAILY DOUBLE LAYER” - 35c Diffcrcnt Flavor Daily French Cream FilBng ASK YOUR GROCER FOR THEM Canada Bread Co. Ltd. LXIV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 21. DES. 1949 Buy and Try— “DAILY DOUBLE LAYER” - 35c Different Flavor Daily French Cream Fiiling ASK YOUR GROCER FOR THEM Canada Bread Co. Ltd. NÚMER 12. Samhandsþingið Framtíðin blasti björt og fög-, urur við sambandsstjórn Can-; ada eftir kosningarnar í júlí. j Hún gat gert ráð fyrir, að hafa tvo þriðju allra þingmanna á sínu bandi. Með svo miklu þing-j Hði, var ekki mikið að óttast. Það var búist við friðsömu og makráðu þingi. En Adam var ekki lengi í Par- adís! Þing var ekki fyr sett, en! allur friður var úti. Það komsU brátt upp um stjórnina, að hún hefði haldið leyndri skýrslu, um samtök mjölkónga, um að halda vöruverði ólöglega háu. Hét sá Fred McGregor, maður 61 árs gamall er skýrsluna samdi. Hefir hann mest af æfinni starf- að við rannsóknir eða eftirlit með rekstri viðskiftamála og þótt iðinn og trúr í því starfi. — Er honum mikið áhugamál, að um viðskiftin megi með sannii segja, að þau séu frjáls. Hefir; 'hann ýmislegan viðskiftareksturi áður rannsakað og uppgötvað brögð í taflinu. Nú hélt McGregor því fram.j að mjölgerðarfélög Canadai hefðu allan tíman frá árinu 1936 til ársins 1947 haldið uppi verði: með samtökum, það er, allan tím- an síðan Bennett fór frá völdum.j Áleit hann nú tíma kominn til | að stöðva þetta. En skýrsla hans var ekki birt fyr en á þessu þingij og 10 mánuðum seinna, en lög stóðu til, og 10 dögum eftir að McGregor sagði stöðu sinnii lausri út af því, að hann fékk, ekki stjórnina til að sinna mál- inu. Þessi ólöglegi dráttur eða yfir hylming stjórnarinnar á lög- brotum mjölfélaganna, kemur sér nú illa, ekki sízt vegna þess, að nú er vafasamt, að nokkuð sé hægt að hegna lögbrjótunum. Það er ákveðið, að hegning slíkra Inga geti ekki farið fram, að tveimur árum liðnum frá byrjun rannsóknar. McGregor lagði fram skýrslu Sína 29. des. 1948. Lögum sam- kvæmt átti hún að birtast 13. janúar s. 1. (1949). Á þeim tíma hefir Hon. S. S. Garson dóms- málaráðherra, að líkindum ekki verið kunnugra um þetta mál, en “manninum í tunglinu”. En C. D. Howe, MacKenzie og Gordon, vissu allir um það. Þeir vildu engir taka við skýrslunni til birtingar óbreyttri. Svo voru kosningar á döfinni og alt var lagt á hilluna um skeið. Á þingi snerust umræður aðal- lega að því að saka Mr. Garson, dómsmáiaráðherra um svik fyr- ir að birta ekki skýrsluna. Er ekki óhugsanlegt, að hann verði frá að fara, vegna þessa. Niður- staða málsins er sú, að stjórnin hafi talið sig öllum lögum rétt- hærri. En það er svo alvarlegt mál í lýðfrjálsu landi að það hef- ir orðið einvaldskonungum að falli á Bretlandi, eins og foringi CCF flokksins benti á. Lagabrot Ottawastjórnar er því mikið og alvarlegt. Með því varð almenningi ljóst, að stjóm- in væri í fjárgróðabraski við vdðskifta hölda og auðkýfinga i kostnað þjóðarinnar, sem var alt annað en menn gerðu sér hug- mynd um í kosningunum. Þarna var þeim vantrausts- skugga kastað á starf stjórnar- innar, sem hún hefir ekki enn biðið bætur á, og mun seint gera. Það munu sjaldan hafa átt sér stað slík umskifti og vonbrigði fyrir nokkurri nýkosinni stjórn. Og það versta fyrir stjórnina er að þetta mál mjölfélaga, er ekki eina málið, sem hún getur átt eftir að bæta fyrir. Það hefir sannast, að verð á rakaraáhöld- um hefir verið uppsprengt, einn- ig á gleraugum og annað sem notað er sér til bætingar sjón. Og nú síðast rása bændafélög upp og segja verð famleiðslu þeirra hafa verið óskiljanlega lágt til þirra, borið saman við söluverð í bæjum. Eru samtökin til með að fá McGregor til að rannsaka alt kjötverð til fleiri ára. Brauð og mjölgerðarhúsa skandalinn eru ekki eina dæmið af rotnun í starfi núverandi stjórnar. Og það er annað, sem verst er, það er útlit fyrir að þetta feluleiks- gróðabrask hafi átt sér stað síð- an 1935, að liberalstjórnin kom til valda. Það var fyrir eitthvað Myndin hér að ofan er af Mrs. S- Peterson, Bottineau, N. D., sem ensk blöð hafa undanfarið talað um, sem “beztu matreiðslu konu bygðar sinnar”. Stendur þannig á því, að til Bottineau kom nýlega kona frá hinu víð- lesna riti McCall’s, og snæddi þar “vínartertu”, sem var með þeim ágætum, að hún leitaði sér bæði upplýsinga um hver gert hefði og hvernig gerð væri og birti svo í riti sínu bæði upp- skrift af kökunni og þá lýsingu meðal annars af Mrs. Peterson, að hún sé ekki aðeins dásamleg matreiðslukona, 'heldur og sem húsfreyja og persóna. Foreldrar Mrs. S. (Jónu) Pet- erson, voru Stefán Guðmundsson og Kristín Grímsson, systir Guðm. Grlmssonar hæstaréttar dómara. sem auðvaldið vildi ekki Benn- ett við völd! Og hvað sem öllu öðru líður, átti skýrsla McGregors að birt- ast fyrir kosningarnar í júlí. Að láta kjósendur ekkert vita um þetta fyr en sex mánuðum eftir þær ,eru óverjandi svik af stjórn- inni við þjóðina. Annað málið sem órótt gerði stjórninni, var málið um ríkis- rekstur útvarpsins og að sumir sem við það starfa era bendlaðir við kommúnista áróður. Það var bent á, að sumt, sem flutt hefir verið í útvarp hafi áhrært her- mál, sem því átti að liggja í þagn- argildi. Þingið tók ef til vill harðara á þessu máli, af því það kom alveg í kjölfar McGregors málsins, en það hefði annars gert. Stjórnarandstæðingar voru orðn- ir mátulega vígreifir, sem von var út af því. Þriðja málið, sem ekki hefir bætt fyrir stjórninni og sem skylt á við annað í fari stjórnar- innar var leyfið sem hún veitti til að hækka húsaleigu um 20 til 25%. Hefi eg ekki enn hitt ís- lending — og þetta mál áhrærir fáeina þeirra í þessum bæ — sem húseigendur, sem játa, að slík hækkun væri sanngjörn. Nokkur hækkun leigu, eins og 7 eða 8% tala þeir um, sem ekki ósann- gjarnt, eins og skeð getur að sé ekki langt úr lagi ,en það var þetta tiltekna veitta leyfi um hækkun frá 20 til 25%, sem leit svo illa út að f jöldi manna snerist á móti stjórninni. Þó leigu eftir- lit hefði verið tekið af, hefðf að líkindum ekki orðið mikið úr þessu gert. En einræðishugur sambandsstj. er orðinn of rót- gróinn til þess að segja ekki fyr- ir um hlutina. Hún virðist aldrei muna að stríðinu sé lokið. Ef 'hún ætlaði að hætta öllu eftirliti með leigu, því þá ekki að gera það og láta þar við sitja? Nei! Hér var með auknum tekjum húseiganda tækifæri að ná í hærri skatta, af þeim sem vegna eftirlitsins var ekki hægt. Að ná 1 ný skattsvið eru ær og kýr sam- bandsstjóónarinnar. Eru bæði einstaklingar og fylkin búin að fá smjörþefinn af slíku. Um afdrif þessa máls, er ekki enn gott að segja. Hæsti réttur Canada á 30. janúar að gefa úr- skurð um hvort leigueftirlit sam bandsstjórnar sé löglegt. Verði hún að leggja það niður, er ekki nema í einu fylki, Saskatohewan, enn sem komið, gert ráð fyrir, að taka við eftirlitinu. Ekkert hinna fylkjanna, að Nýfundnalandi undanskildu, muni ætla sér það- Húsaleiga er því viss að hækka. Af öllum þessum málum hefir sólskinsbrosið horfið af ásjónum stjórnar sinna á þingi og í stað þess komið myrkur og ótti. Enda hefir stjórnin átt í ströngu með að verja álit sitt í augum al- mennings. Það kveður svo mikið að þess- um hneykslunum sambandsstjórn ar, að það eru þær sem sögulegri þykja, en nokkuð annað, sögu- legri en jafnvel það, sem heita má fyllilega því nafni, eins og til dæmis ákvæðið, sem samþykt var um að málum yrði-hér eftir ekki vísað til leyndarráðs Breta; hitt éinnig, að fá leyfi Breta fyrir, að Canada gæti án íhlutunar þeirra breytt stjórnar skránni. Þingið má heita sögulegt fyrir að hafa komið þessum málum fram, hvort sem allir líta sömu augum þar á silfrið eða ekki. Nokkur prívat þingmanna framvörp hafa verið samþykt og Síðast liðinn föstudag áttu Jón M. Borgfjörð og kona hans 60 ára giftingarafmæli. Var þess minst af fjölda vina með heim- sókn og með heillaóskaskeytum; var eitt þeirra frá Bretakonungi og drotningu. Ennþá fjölmennara samkvæmi var 60 ára brúðhjónunum haldið 26. september í tilefni aj afmæl- inu. Var það gert meðan vegir og veður var sem bezt, svo að flestir hinna mörgu vina, gætu heimsótt þau. Mátti svo og heita landnemum Árdalsbygðar. Faðir hans var Magnús Jónsson hrepp- stjóri á Hofsstöðum í Mýrar- sýslu. Konu sinni Guðrúnu Eg- gertsdóttur giftist hann 1889. að þar væru menn frá hverju i Var faðir hennar Eggert Jónsson heimili í sveitinni. Jón M. Borgfjörð kom vestur um haf 1888 og varð ásamt bróður sínum Guðmundi einn af fyrstu frá Fróðhúsum. Þau hjónin Jón og Gu<* n hafa eignast 4 dætur og fimm sonu. Þau hafa lengst af búið í Nýja-íslandi. eitt þeirra um sölubann á skrípa- bókum með glæpasögum. Flugmálasamninga, sem yfir- standa milli Canada og Banda- ríkjanna, gefst illa að ganga frá, svo vel sé. Tollmál flækjast þar svo mikið fyrir, að jafnvel hin skjótu ferðalög um vegu loftsins verða tafsöm vegna þeirra. Yfirleitt var þingið róstusamt. Sumir hinna nýju þngmanna og ráðgjafa, sýndu litla þolinmæði ef gagnrýnd voru mál þeirra. Howe, Abbott og Garson, eru með því marki of mikið brendir, ekki sízt í stöðum, þar sem at- hugasemdum frá þjóðinni ber að taka sem að minsta kosti hafi enhvern rétt á sér. Abbott virt- ist ekki vilja hlusta á hvað for- sætisráðherra Quebecfylkis hafði að segja um eftirlit með húsaleigu. Hann segir til fylkj- anna; Takið eftirlitið að ykkur og segið svo, en ekki neitt meira! Howe mælti einnig svo hranalega með stjórnartillögu um stofnun eða eftirlit með gasleiðslu um landið, að hann ögraði rétti ein- staklinga og rétti fylkjanna með því. Það hleypti púðri í þingið þann daginn, því margir þingm. höfðu þá skoðun á því máli, að það ætti ekki að vera rekið sem stjórnar einokun, eins og mörg Þetta sem nú hefir verið minst á, ber vott um ofmikið einræði í fari sambandsstjórnar. Það er skiljanlegt, að stjórnin þykist einvöld með það óhemju þing- fylgi, sem henni var gefið í júlí- kosningunum. En það er nú samt þeim, sem á móti henni voru kosnir sem þakka má það, að frelsisfána þings var á lofti haldið. Stjórnin var mjög mak- lega minnt á það, að það væri þingið, sem eftir því lítur, að lög landsins séu haldin, og að yfir það vald hefir engin stjórn, hversu liðmörg sem er, minsta rétt til að setja sig. Á þessu þingi sem sleit 10. desember, var í fullum skilningi þingrétturinn fyrir borð borin af hinum mikla stjórnar meirihluta og lög brot- in með því. SKkt er Ijótt til af- spurnar um einstaklinga og þeim er vís hegning, fjárútlát eða fangelsi fyrir það. Vér sjáum ekki hví minni ábyrgðar þjóðfull- trúar njóta, sem eins eru brot- legir og liberal stjórnin. Ráð var gert fyrir á þinginu, að sambandsstjórn ætti fund með öllum forsætisráðherrum fylkja Canada, 10. janúar, til þess að ræða og íhuga lög og réttindi fylkja- og landsstjórnar. fyrirtæki nú eru. Og hvort sem Segir Mr. St. Laurent forsætis- B R É F Anacortes, Wash. 15. des. 1949 Stefán Einarsson, ritstj. Winnipeg, Man. Kæri vinur: Hér með sendi eg $10.00 til Heimskri'-.gl: sem litla borgun fyrir eftirfylgjandi auglýsingu og þakklæti til þín og hennar fyrir langa vináttu og góð við- skifti. “Heimskringla mín, Gleðileg Jól til þín og allra vina minna, eldri sem yngri, hvar sem þeir kunna að vera. Farsælt, bless- unarríkt og umfram alt frið- sælt komandi ár og öll önnur komandi ár. í guðs friði, Margrét J. Benedictson var, létu þingmenn ekki ögra sér til að láta ekki skoðun sína í Ijósi. Svo er Mr. Garson. Hann lét sér um munn fara, að hann bryti glaður aftur lögin um varn- ir gegn verðsamtökum auðfél. ef ástæða væri til. Vér segjum ekki að alt, sem sagt hefir verið um dómsmálaráðherrann í þessu máli, hafi verið sanngjarnt. En hann vissi mjög vel, að málið var óverjandi, sem hann hafði með- ferðis fyrir stjórnina og hví þá að gefa slík svör við eins alvar- legri kæru! Jafnvel forsætis- ráðherrann sjálfur, var ekkert of ánægður með gagnrýni stjórnar- andstæðinga. Hann tók að vísu fróðlátlega til greina breytingar tillögu frá Mr. Knowles, við frumvarpið um að Canada fengi levfi til að breyta stjórnar skránni. En þess utan var hann ráðherra, að það sé ekki gert til að rýra vald fylkjastjórna, held- ur til að hafa til laga aðferð, sem að notum komi, er fylkis- eða sambandsstjórn álíta að breyta þurfi til um vald sitt, eða að betra álítist, að sambandsstjórn- in hafi vald í einu atriði, en fylk isstjórnirnar í öðru. Ef að hér er ekki um neina drotnunar stefnu að ræða, af sambandsstjórnar hálfu, er ekkert við þetta að at- huga. En það væri þó varlegra að fullvissa sig um að þarna laegi ekki fiskur undir steini, áður en að nokkru verður í því efni hrap- að. Af upplýsingum þessa síðasta þings, er auðséð, að sambands- stjórninni er ant um að efla vald sitt svo, að hún geti leikið sér með þegnana, eins og keisararnir gerðu á þeirra góðu tímum. Hún JÓLAKVEÐJA FRÁ FRÓNI oft önugur, er stjómarandstæð- hefir um skeið stefnt ákveðið að ingar gagnrýndu stjójrnarstarf- því, að ræna fylkin réttindum og ið. Hann var ekki nærri eins þol- hafa þau verið þess eðlis, að á inmóður og fyrverandi forsætis- móti þeiro var ekkert sagt. Var ráðherra var. skatttekjum. Og sumt annað í fari hennar, gagnvart almenningi minnir á hið sama Akranesi 12 des. 1949 Kæru íslendingar Vestanhafs: Eg sendi yður öllum mínar innilegustu jóla- og nýjársóskir, með þakklæti fyrir tryggð yðar við ættland og erfðir bæði fyrr og siðar. Óska eg þess að minningin um jólin hér heima megi verma hjörtu yðar til daganna enda. PersónulCga sendi eg svo um leið kveðju mína til frændfólks míns í Winnipeg, ennfremur til Richard Becks prófessors, Páls S. Pálssonar, Einars P. Jónsson- ar ritstjóra og frúm, Grettis L. Jóhannssonar og frú, Davíðs Björnssonar, bóksala, White mæðgunum, Vigfúsar J. Gutt- ormssonar, séra V. J. Eylands, og öllum öðrum er gjört hafa mér margann góðann greiða á ár- inu sem er að líða. Nöfn eru geymd en ekki gleymd. Lýk eg svo kveðju minni með orðum Richards Becks, próf., — þeim er hann skrifaði í Nafna- bók mína, sem nú er í Ameríku, og sem eg vona að sem flest yðar skrifi nöfn sín í: “Hafið brúi bróðurhendur brúin sú um eilífð stendur” Með alúðarkveðjum, Lárus Scheving Ólafsson Torfustöðum, Akranesi

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.