Heimskringla - 04.01.1950, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA
3. SIÐA
WINNIPEG, 4. JANÚAR 1950
alls konar öfgun í viðskiftum,
að því er sumir sólfræðingar
segja. Frá þessum sólgosum ber-
ast rafeindir hingað til jarðar á
16 — 60 klukkustundum og valda
alls konar truflunum er þeim
lýstur saman við segulmagn
jarðar. Fyrir fáum árum bar mik-
ið á þessum sólgosum og sáust
þá sjö blettir á sólinni samtímis.
Meðan á þessu stóð mátti svo
kalla að allar loftskeyta og út-
varpsendingar trufluðust, enn
fremur skeytasendingar, vegna
ofhleðslu rafmagns í Símunum
og margskonar óhöpp stöfuðu af
þessu.
Gos eru altaf í sólinni, en mis-
munandi mikil, og stærstu gos-
in koma á rúmlega 11 ára fresti.
Verður þá sólarhiti meiri hér
á jörð, en jafnframt miklu meira
skýafar.
Um sjötíu og fimm ára skeið
hafa farið fram athuganir á því
hvaða áhrif sólgosin hafi á mann
kynið. Dr. Ellsworth Hunting-
ton í Yale hefir lýst því yfir, að
sólgosin hafi áhrif bæði á lík-
amlega og andlega heilsu manna.
Menn verði ýmist bjartsýnir eða
svartsýnir, og komi það mjög
greinilega fram í öllum viðskift-
um, með verðsveiflum og örygg-
isleysi. Ýmsir aðrir vísindamenn
vilja þó ekki taka svo djúpt í
árinni, en segja að það sé und-
arlegt hvernig saman virðist
fara óstöðugleiki í viðskiftum
°g sólgos.
Einhver sá fyrsti sem veitti
þessu athygli var, enskur hag-
fræðingur, W. H. Jevons að
nafni. Árið 1875 ritaði hann
grein, sem hann nefndi “Sólgos-
in og kornverðið”. Hann hélt því
fram að sólgosin hefði mikil á-
hrif á kornuppskeru og verðið á
korni, eða svo að til kreppu
horfði.
Geta má þess, að á undanförn-
um árum hafa hinir stærstu kaup
sýslumenn farið að hafa gætur
á sólgosunum. Og eitt af ritum
Sameinuðu þjóðanna fjallar um
áhrif sólbletta á afkomu manna
og alheimsviðskifti. Enn fremur
hafa birtst greinar um sama efni
í Wall Street blaðinu “Dun’s
Review”. .
Nú er einn af helstu vísinda-
Jnönnum á þessu sviði, Harlan T.
Stetson önnum kafinn við rann-
sóknir á þessu í Massachusetts
Institute of Technology. Hann
hefir komist að því, að margt er
ofmælt um áhrif sólgosanna. En
rannsóknir hans eru þó athyglis-
verðar. Hann hefir gert athugan-
ir um viðskiftalíf á þeim árum
er sólgos voru mest og er þau
voru minst á tímabilinu 1915 —
1946. Hann fann, að árin 1928 og
1937 hafði verið mikil ólga í við-
skiftum, en þá var mikið um sól-
gos. Arin 1922 og 1932 voru
kreppuár, og þá var lítið um sól-
gos. Þetta virtist því styðja það,
sem áður hafði verið sagt. En
svo kom stryk í reikninginn.. —
Stetson komst að því að á fimm
kreppuuárum á þessu tímabili
höfðu í fjórum tilfellum verið
niikil sólgos. Hin eina ályktun,
sem þá er hægt að draga af þessu,
er sú, að sólgosum fygi alls kon-
ar órói í viðskiftum, en það sé
hending hvort þá verða kreppu-
ár eða uppgangsár.
Tilraunir um notkun sólarork-
unnar eru enn á byrjunarstigi.
En vísindamenn vita, að þar er
ótæmandi afls uppspretta. Að-
ganginum í eldhafi sólarinnar má
helst Mkja við látlausar kjama-
sprengingar. Er alls ekki hægt
að gera sér í hugarlund hve gíf-
urleg sú hitauuppspretta er. Þótt
maðuru gerði ráð fyir að öll kola
framleiðsla heimsins væri marg-
földuð 5000 miljón sinnum og
væri öll komin í einn stað og
brynni þar, mundi hitinn af því
ekki ná hita sólarinnar.
Jarðarbúar eiga, sem betur fer,
enga orkuuppsprettu er komist
ga^ti til jafns við sólarorkuna.
Hún er taMn jafngilda 4,690,000
hestafla á hverju fermílu lands.
Einn af helstu vísindamönnun-
um, sem fengust við kjarnoku
rannsóknirnar, prófessor Farr
ington Daniels við háskólann
Wisconsin, segir að sólin láti
1600 sinnum meiri orku streyma
á Bandaríkin, heldur en sú orka
er, sem þar er notuðu nú.
Um margra ára skeið hefii
verið reynt að hagnýta þessa
orku til þess að knýa vélar, en
árangur verið misjafn. í Suður-
Pasadena hefir sólarorka verið
notuð til þess að dæla vatni og
cins 1 Egyptalandi. Holspeglar
hafa verið notaðir til þess að
beina sólargeislum á vatn og
framleiða þannig gufukraft til
þess að sjóða við hann mat, baka
og steikja. Víða í suðurríkjun:
Bandaríkjanna hafa menn safnað
honum til næturinnar að hita upp
hús sín. Jafnvel norður í Ný;>
Englandi hefir verið reist hús
sem notar aðeins sólarhita ti
upphitunar. Er það bygt á alveg
sérstakan hátt, þannig að útbún
aður er í því sjáfu til þess að
safna sólarhitanum og geyma
hann. En þetta varð svo-kostnað-
arsamt, að aðrir munu ekki leika
það eftir. Hús þetta er aðeins
einlyft og með fimm herbergj-
um, en það kostaði 30,000 dollara
og hita leiðslan þar að auki 3,000
dollara.
En það eru stærri hugmyndir
um notkun sólarorkunnar á upp-
sigMngu. Prófessor Damiels hef
ir sagt að hvorki getum vér etið
sólarljósið né borið það á oss
En hann segir:
“Þegar öll kol og olía eru þrot
in á jörðunni, þegar vér höfum
útpínt jörðina þannig að hún
getur ekki framleitt meiri gróða
en mannkynið hefir þó þrefald-
ast — hvað er þá að gera? Getum
vér þá leitað til sólarinnar um
að útvega oss alt það er oss van-
hagar um, fæði, klæði, hita og
orku? Svarið er “já”. .Og hann
undirstrikar það sjálfur.
—Lesbók Mbl.
. SÁLMAR HALLGRÍMS .
Þótt ótúlegt sé var eg nýlega
að lesa Passíu-sálma Hallgríms
mér til gagns og gamans. Eg
hefði ekki oft litið í þá síðan
fyrir aldamót, þegar séra Friðrik
heitinn lét okkur fermingarbörn-
in læra 15 af þeim utan að og
mælti mjög með gildi 'þeirra og
fegurð.
Jafnvel þó eg þá strax væri
orðinn trúlaus og 'í marga staði
ósammála meðsystrum mínum og
bræðrum, man eg vel að eg var
talsvert hrifinn af skáldskapar-
gáfu og andagift Hallgríms.
Nokkru seinna sá eg lofkvæði
Matthíasar og Steingríms um
yfirburði HaMgríms sem skálds
og manns, og varð það sízt til að
deyfa álit það, er eg hafði geymt
í huga mér frá bernsku. Þar á
ofan hefi eg síðan lesið margar
ritgerðir minningu hans til lofs
og dýrðar, bæði frá hendi ís-
lendinga og annara þjóða manna.
Svo við það er ekkert að undra,
að hann skuli hafa verið 1 huga
mínum, sem annara, eitt af
björtu Ijósunum í sögu íslenzkra
mikilmenna.
Við endurlestur sálmanna nú
sé eg hve handbragðið á þeim er
afskaplega fljótfærnislegt og ó-
fágað, jafnvel 1 ljósi þess, að um
þær mundir var öll ljóðagerð
smekkMtil og fátækleg að form-
inu til. Ástæðan fyrir því er
sennilega sú, að hann hafi verið
að reyna að gera ólæsri alþýðu
píslarsöguna minnisstæða, ásamt
sínum eigin útskýringum og
heimfærslum, án þess að skeyta
mikið um Mst og orðfæri. Og það
er vel hugsanlegt að á þeim
hörmungatímum hafi það náð að
glæða í bili einhvern Iþann við-
námskraft lífsins, er ástandið
var algjörlega að yfirtouga. Lífs-
kjörin voru því næst óbærileg
og öll von á þrotum; svo hvað,
sem gat blásið upp nýjum neista
til hiálpræðis, þó ekki væri nema
hræfarljós á veginn til þoku-
strandar annars Mfs, kann að hafa
veitt þjóðinní þann herzlumun
er við þurfti svo hún legði ekki
árar I bát og fyrirfærist með öllu.
Mörg af þeim ráðum, sem nú
dæmast úrelt og barnaleg, vorn
máske á sínum tíma þau einu er
við áttu í hverju tilfelli fyrir sig.
Framþróunin byggist einmitt á
þeim tröppustigum; og náttúran
fæst ekkert um gildi hvers úr-
ræðis til frambúðar. Frömuðir
mannkynsins verða að taka þar
við, svo siðir og átrúnaðir yfir-
lifi sig ekki of skaðvænlega.
Eitt af erfiðustu viðfangsefn-
um mannsandans er að sjá og
skilja áður en um seinan verður,
hin sí-nýju og aðvífandi viðhor
sem rás viðburðanna er altaf að
skapa. fhaldshvötin er svo þrá
og sterk að það, sem eitt sinn
átti við, er reynt aftur og aftur
löngu eftir að notagildi þess er
sjáanlega búið að vera. Og þeir,
sem á það vilja benda, eru finatt
atyrtir sem niðurbrotsmenn og
illþýði og verða jafnan að sæta
þungum búsifjum í lífinu. Eins
og Þorsteinn segir: “Það er ei
nema einn og einn sem á þvf
grjóti vinnur.”
Sum önnur ljóð Hallgríms eru
mun betur úr garði gerð en písl-
ar-sálmarnir, eins og til dæmis
“Alt eins og blómstrið eina”, sem
er viðfeldið og vel hugsað, þrátt
fyrir nokkra formgaMa. En sálm-
arnir eru ekki einasta óvand-
virknislega samdir, og Mtt not-
hæfir hæði til söngs og upplest-
urs, heldur líka gagnsýrðir af
mannskemmandi útskýringum og
rökleiðslu. Mannleg grimd og
fáfengilegheit eru þar tileinkuð
guðdóminum og lofuð sem dygð-
ir. “Guðs heilaga reiði” er róm-
uð sem réttlætiskend og dýrðleg
eigind, og því haldið fram að ein
persóna með 'þjáningum Mkama
síns geti friðþægt fyrir aðra. Og
loks er því lofað að hver og einn
fái bætt fyrir aMar misgerðir æfi
sinnar með augnabMks iðrun á
síðustu stundu.
Þesskonar kenningar eru bráð-
hættulegar grunnhygnu tnann-
félagi. Maðurinn er fuMnógu
brotlegur þó honum sé sagt eins
og er, að hann verði sjálfur að
þola afleiðingar sinna eigin
gerða. Uppeldi hans í umhverfi
arðráns og mótkepni er næg
freistni til hins illa, þó honum
ekki sé lofuð uppgjöf skulda
sinna fyrirfram. Þess vegna finst
mér tími til þess komin að draga
helgiblæjuna af þessum sálmum
og öðru þvíMku, er hallast að því
að tæla hið fákunnandi mann-
kyn út á leiðina til glötunar.
Til þess væri sjálfsagt ein-
faldasta leiðin sú, að byrja aft-
ur á því, að boða kristnina, sem
HaMgrímur misskyldi svo
hryggilega. Sóknin til heim-
kynna sannleiks og sáluhjálpar
verður trauðla og fljótt unnin þó
okkur sé kent að fuUveðja af-
leiðing fylgi hverri orsök og
hvorki dramb né lúpuskapur
kaupi hnoss né undanþágur í
réttarsölum náttúrunnar — og
náttúran er framkvæmdardeild
tilverunnar.
Eg veit að það muni dæmast
goðgá næst að andæfa Passíu-
sálmunum, sem heil þjóð hefir
dáð og elskað í marga manns-
aldra. Það er aMs ekki vinsælt
að fara í herhögg við þesskonar
helgi-rit. En einmitt þessvegna
er það svo nauðsynlegt. Þegar
menn hafa fest sér blind-trú á
eitthvert atriði hugsanaMfsins
og sérstaklega ef það er íkveikju
efni til hins verra í mannlegu
eðM, þá er komin full þörf fyrir
nýja hugvekju. Maðurinn elur
nóga grimd frá fornu fari þó
iíún sé ekki örfuð með lofsöngv-
um um píslasögu Krists og henni
gefið undir fót með hámælum
um guðs heilögu reiði, sem
ekkert minna en eilífar kvaMr
saklausra fávita að jafnaði nær
að seðja.
Trúarsagan er öM ljót og
mannskemmandi frá byrjun, því
máttarstoðimar voru aldrei ann-
að en mannvonzka og ótti, sem
orðin “guðhræðsla” og “trúar
brögð”, eru svo eðMlega sprott
in af. Kenningin um það, að mað-
urinn sé skapaður í mynd og lík-
íng guðs, aðeins minni og mild-
ari til aMra hvata, hlaut að gera
guðshugmyndina eins ófagra og
ógnum-hlaðna og raun ber vitni.
En evangeMumið sem byggist á
sögunni um fórnarlambið — uppi
staða Passíu-sálmanna — er þó
öMu öðru verra, vegna þess, að
samkvæmt því, má hver og einn
kaupa af sér lífstíðar sök ein-
göngu með fleðuskap og falsi —
svikinni mynt. Þá er vélaverzlun
kaþólska kirkjuvaldsins mun
betra, þar sem hinum seka er
þröngvað til að láta af hendi
sjálfum honum verðmætt gjald
fyrir aflausnina. Þótt gjaldið
sjálft að sönnu lendi aldrei
lengra en til prangaranna sjálfra
sem á því Mfa og á það trúa, er
velsæminu minna ógagn gert
með því, en þar sem ein ódygð
er látin afplána aðra.
f stað þess að halda áfram að
miklast af því að hafa krossfest
Krist okkur til sáluhjálpar og
guði til dyrðar, eftir kenning-
um sálmanna, ættum við, að mér
finst, að aðhyMast kristnina, sem
hann var að boða og dó fyrir, og
hampa hinum eldri aflausnar að-
íerðum sem minst. Þær mætti
geyma áhættuMtið hinum eldri
til þóknunar í forngripasafni
þjóðarinnar, sem sýnishorn af
einum þætti í sögu mannsandan
komandi kynslóðum til lærdóms
og viðvörunar.
P. B.
Um 1400 hrossum slátrað hjá
kaupfélagi Skagfirðinga
Á fjárskiptasvæðinu , er nú
ekkert sauðufé, nema lömb, og
hafa þau gengið úti það sem af
er. Hafa lömbin víðast ekki ver-
ið hýst ennþá, enda aðeins fölv-
að Mtið eitt fáeina daga, en ann-
ars hafa lengst af verið stiMur og
hlýindi.
í haust hefir verið einmuna
góð tíð í Skagafirði. Snjór hefir
ekki sézt á jörð, svo heitið geti,
það sem af er þessum vetri. —
Haustslátrun hrossa hefir verið
mikil hjá Kaupfélagi Skagfirð-
inga á Sauðárkroki, og er búið
að feMa um 1400 hross.
Undanfarin ár hefir slátrun
hrossa heldur farið i vöxt, og er
árlega mikil eftirspurn eftir
hrossakjöti. Kaupfélag Skagfirð-
inga hefir í haust aðaMega slátr-
að folöldum og tryppum fyrir
bændur í héraðinu, og sér félag-
ið um að koma afurðunum á
markað fyrir bændur. Hefir í
haust verið slátrað um 1400 hross
um. Kjötið er ffyst, það sem
ekki fer til neyzlu nú þegar. Hef-
:r nokkuð af því verið fryst hjá
félaginu á Sauðárkroki.
Einmuna bMða hefir verið í
héraðinu í alt haust, og hefir
það komið bændum að góðum
notum eftir erfitt árferði í vor
og raunar Mka í sumar, þar sem
grassspretta varð í minna lagi
og heyskapur gekk heldur stirð
lega.
luniuni a
aflast sæmilega. Róið er með
línu og aflinn frystur.
—Tíminn, 29. nóvember
Icelandic Canadian Club
We have room in our Spring
issue of The Icelandic Canadian
Magazine for a number of photo-
graphs for Our War Effort Dept.
We are anxious to have a com-
plete record of those, of Iceland-
ic descent, who served in the
armed forces of Canada and the
United States. Kindly send
photographs if at all possible as
snapshots do not make a clear
newspaper cut.
Information required: Full
name and rank, full names of
parents or guardians, dabe and
place of birth, date of enMstment
and discharge, place or places of
service, medals and citations.
There is no charge.
Kindly send the photographs
and information to:
Miss Mattie Halldorson
213 Ruby St. Winnipeg, Man.
THE ROYAL BANK
OFCANADA
General Statement
30th November, 1949
ASSETS
Notes of and deposits with Bank of Canada .... $ 186,494,747.76
Other cash and bank balances................... 158,198,042.87
Notes of and cheques on other banks............ 88,220,196.05
Governmentandotherpublicsecurities, not exceeding
market value................................ 1,058,661,626.62
Other bonds and stocks, not exceeding market value 116,817,041.92
Call and short loans, fully secured............ 69,097,830.05
Total quick assets.................$1,677,489,485.27
Other loans and discounts, after full provision for
bad and doubtful debts............................ 584,168,935.78
Bank premises......................................... 13,601,961.99
Liabilities of customers under acceptances and letters
ofcredit........................................... 51,790,695.28
Other assets........................................... 7,934,275.82
$2,334,985,354.14
LIABILITIES
Notes in circulation.................$ 3,703,729.56
Deposits .................... 2,192,140,5 78.62
Acceptances and letters of credit outstanding . . . 51,790,695.28
Other liabiUties..................... 3,558,112.20
Total liabilities to the public . . . $2,251,193,115.66
Capital............................................. 35,000,000.00
Reserve Fund........................................ 44,000,000.00
Dividends payable...................................... 931,924.55
Balance of Profit and Loss Account................... 3,860,313.93
•
$2,334,985,354.14
PROFIT AND LOSS ACCOUNT
Profits for the year ended 30th November, 1949, before
Dominion and provincial government taxes, but after con-
tribution to Staff Pension Fund, and after appropriations to
Contingency Reserves, out of which Reserves provision for
all bad and doubtful debts has been made .................$10,918,243.18
Less provision for Dominion and provincial
government taxes........*.............. $4,435,000.00
Less provision for depreciation of bank premises . 655,721.31 5,090,721.31
$ 5,827,521.87
Dividends at the rate of $1.00 per share........... 3,500,000.00
Amount carried forward....................................$ 2,327,521.87
Balance of Profit and Loss Account, 30th November 1948 .... 1,532,792.06
Balance of Profit and Loss Account, 30th November, 1949 . . . .$ 3,860,313.93
JAMES MUIR, T. H. ATKINSON,
President General Manager