Heimskringla - 18.01.1950, Side 6

Heimskringla - 18.01.1950, Side 6
6. SIÐA WINNIPEG, 18. JANÚAR 1950 HEIHSKBIMGLD “Og heldurðu ekki, að eg sé óskammfeilin, að skifta mér af því sem mér kemur ekki við”. “Nei, En þú getur verið alveg róleg, og spurðu ekki fleiri spurninga.” “Já, já, eg skal reyna að vera stilt. En þti mátt ekki ætlast til allt of mikils af mér. Þessar næturgöngur, Frank, til einnrar af Evu-dætrum er — ” “Leyndarmál, vertu sæl!” “Og án þess að gefa henni tækifæri til að segja meira, fór hann út, rétt í því er þjónustu- stúlkan kom inn með bréfið til lafði Kildonan og þessi skilaboð frá gamla lækninum: “Dr. Peel segir, að það þurfi ekki að hraða sér með bréfið, það sé best að skila því ekki fyr en í eftir miðdagin, þegar þú ferð að sjá Mr. Sanderson — og þú bíður eftir svarinu.” Dr. Armathwaite tók við bréfinu, og fór svo strax til að vitja sjúklinga sinna. 20. Kafli Þegar eftir hádegið, er Dr. Armathwaite lagði á stað, eins og hann var vanur, til að vitja sjúklinga sinna og skila bréfinu til lafði Kil- donan, var hann í órólegu skapi. Það var kaldur og skuggalegur dagur; þung regnský hengu yfir allt um kring og þoka lagðist meðfram vatn inu. Dr. Peel hafði sent Dr. Armathwaite boð um að hann skyldi vitja sjúklinganna fyrst, og fara svo með bréfið til Crags, og bíða eftir svari frá lafði Kildonan. Það var eins og hann gæti ekki fest hugan við sjúklinga sína, og þó hann væri hjá þeim, og er hann stóð við sjúkra sæng Mr. Sandersons, sem bjó í litlu húsi rétt hjá húsi Mr. Crosmonts, þá var eins og hann gæti ekki sinnt sjúklingnum, því hugur hans var bundinn við Crosmont heimilið, sem var þar rétt hjá. Er hann kom út frá sjúklingnum varð hann meir en hissa við, að sjá hina stóru Nanny, standa þar og bíða eftir sér. Klukkan var nú orð- in fjögur, og þokan var að verða þéttari með kvöldinu. “Ef þú vilt gera svo vel”, sagði hún strax og hann kom út úr húsinu, “verðurðu að koma. Við sáum hestin þinn standa hérna við húsið, og Mr. Crosmont sendi mig hingað til að biðja þig að koma með mér.” “Sendi Mr. Chosmont eftir mér?” spurði Dr. Armathwaite. “Já, það var Mr. Crosmont sjálfur; hann er nýkomin heim frá Liverpool. Það er viðvíkjandi frúnni; hann er logandi hræddur, og það ekki að ástæðulausu, því hún er alveg eins og hún sá dauð í dag, og hún liggur þar, og bara stynur stöku sinnum, en ekki eins og hún sé vakandi.” Þau gengu yfir að stóra húsinu og læknir- inn teymdi hestin sinn. Mr. Crosmont kom á móti þeim við hliðið, hann bar öll merki þreytu og kvíða. “Heyrðu hérna”, byrjaði hann að segja á sinn hranalega hátt, “eg vil fá að tala við þig eina mínútu. Hvert ætlarðu að fara?” “Til Crags; eg er með bréf frá Dr. Peel til lafði Kildonan.” “Frá Dr. Peel?” Crosmont var kvíðinn og í órólegu skapi. “Ó- já!” Hann sneri upp á yfir- skeggið og blíndi á eitthvað eða ekkert. “Þú getur farið þangað núna, þú verður ekki lengi?” “Nei, eg býð bara eftir svari.” “Já, þú getur, ef þú vilt, komið hér á heim- leiðinni. Geturðu gert það?” “Auðvitað”. Dr. Armathwaite lét þessa fuddalegu fram- komu Crosmonts eins og vind um eyrun þjóta. en það var sem Crosmont findist hann þyrfti að slétta yfir það. “Það er þá.alt orðið gott og gleymt sem eg sagði við þig um dagin? Þú hefur, vona eg, ekki neitt sérstakt á móti mér fyrir það sem eg sagði þá? Þú vissir að konan mín var veik, en eg, sem er ekki læknir, vissi ekki, að það væri neitt að henni. Og það er reyndar ekkert að henni — bara dutlungar. En — það er auðvitað eitthvað sem er verra þegar maðurinn hennar er heima og eitt orð frá öðrum, og svolítið af einhverri með- alablöndu, sem hún tæki inn þriðja hvern klukkutíma, bara til að gera henni til geðs — það gerir bara hreinasta kraftaverk. Og ef þú vilt koma skal eg vera þér þakklátur.” Dr. Armathwaite lofaðist til að gera það, og hélt svo áfram ferð sinni. Svona kurteisi frá manni sem hann vissi að hataði sig, og óttaðist sig, var vafalaust merki þess, að hann var alvar- lega hræddur við þær afleiðingar, sem hans illa breytni við konuna sína höfðu komið til leiðar. Er hann kom til Crags, vildi hann ekki fara af baki fyrr en Kildonan lávarður, sem hafði fengið að vita um komu hans, sendi honum boð að hann óskaði eftir að fá að tala við hann. Þegar læknirinn kom inn, lá lávarðurinn á sófa í litla herberginu, sem var á milli vinnu- stofu hans og svefnherbergisins. Hann reisti sig upp til hálfs, er læknirinn kom inn, og rétti hon- um hendina, sem var köld og þvöl. “Það gleður mig” sagði hann , veikum róm, “að sjá þig aftur. Mér hefur liðið svo illa, að eg var að hugsa um að senda eftir þér, en það virt- ist varla vera ómaksins vert. En úr því þú ert nú komin hingað, þá geturðu kanske fundið hvað að mér gengur?” Læknirinn gekk að glugganum og dró upp blæjuna og lét birtuna falla á andlit hans. “Já,” sagði læknirinn “þú lítur allt annað en vel út, Kildonan lávarður. Hvað er það, sem þú hefur gert? Eg held næstum að eg geti getið mér þess til strax.” “Það er meira en eg get. Eg hef ekki gert neitt, sem eg hef ekki gert á hverjum degi í síð- ustu tíu ár.” “Hefuðu þá venju að taka nokkuð til þess að geta sofið?” “Nei, eg hef aldrei gert það.” “Jæja, þá er eg líklega á rangri leið. Viltu segja mér, hvenær og hvernig þú fyrst fórst að finna til þessa kvilla?” “Það var í gærkvöldi. Eg fann að eg gat ekki gert neitt — eg varð þess strax var er eg settist við skrifborð mitt. Það hefur komið fyrir af og til upp á síðkastið, að eg hef fundið til þess, að eg hefi verið dáðlaus og viljalaus á kvöldin — það er líklega að eg sé orðin gamall, og eg er þá hræddur um að eg skemmi bókina mína að skrifa þegar eg er ekki vel frískur. Þú skilur það, Dr. Armathwaite, að eg get ekki lagt annað en mitt besta og fullkomnasta verk fram fyrir fræðimenn, hverra viðurkenningu eg er að reyna að vinna mér.” “Já, eg skil það mjög vel”, sagði læknirinn. “Þegar eg hafði tekið lítið glas af púnsi, og eina sneið af hveitibrauði, eins og eg geri æfin- lega, klukkan hálf níu, því það hressir mig og gefur mér meiri starfsþrótt.” “Já, auðvitað”, sagði læknirinn. “Eg skrifaði svo Mtið í gærkvöldi, áður en eg tók mér mína vanalega hvíldartlma, er eg fann að eg var að verða syfjaður og niðurdreg- in”. “Og þú lagðist fyrir til að sofa?” “Nei, eg gerði það ekki.” “Já, en eg held þú hafir gert það, Kildonan lávarður!” sagði Dr. Armathwaite. Hann tók á slagæð lávarðarinns, og brá hastarlega við. — “Manstu hvort konan þín kom hér inn til þín á vanalegum tíma í gærkvöldi?” “Já, eg man það mjög vel”, svaraði hann. “Eg lá svona með hendina yfir augunum, er hún kom hoppandi inn, eins og fiðrildi og tók hend- urnar mínar burt frá augunum á mér og kysti mig, svo liðu svo sem tvær mínútur þar til hún þaut aftur í burtu. Eg er aldrei svo sljór, að eg muni ekki hvernær konan mín kemur til mín”. “Nú, hvað gerðirðu svo?” “Eg fór svo að vinna aftur; en eg gat ekki gert mikið, því mig fór að svima og mér var að verða kalt.” “Sendirðu þá eftir lafði Kildonan?” “Því hefði eg átt að láta vekja hana nýsofn- aða til að láta hana fara að hjúkra mér! Mér þótti fyrir þegar Johnson, herbergisþjóninn minn, stakk upp á því. Hann tók sér nærri, ves- alingurinn, hve mér leið illa, og hélt víst að eg mundi deyja. Loksins, eftir tvo tíma, sofnaði eg, og nú hef eg bara sára höfuðpínu.” “Þú segist hafa fengið þessi köst áður, er ekki svo?” “Já, síðasta vont kast sem eg fékk, var fyrir tveimur mánuðum síðan, eg hef fengið tvö væg- ari tilfelli af því síðan.” “Kildonan lávarður”, sagði læknirinn eftir undarlega þvingandi þögn, “eg held, að eg geti komið í veg fyrir, að þú fáir þessi köst aftur. Þegar eg sé hið næsta ætlar að koma, vil eg biðja þig að lofa mér að vera hjá þér.” “Þegar þú sérð það næsta ætlar að koma?” sagði lávarðurinn undrandi. “Já, eg held eftir útreikningi sem eg get gert, ef þú segir mér hvaða læknir þú hafðir við fyrri tilfellinn, þá get eg fundið út, hvernær hið næsta muni koma.” “Það er þó sannarlega aðdáanlegt”, sagði lávarðurinn með undrun og aðdáun. “Ó-nei aMs ekki þegar maður hefur lært þessháttar fræði”, sagði læknirinn látleysislega er hann stóð upp til að fara. Mér getur náttúr- lega skeikað. En hvað um það, eg vil gefa þér það besta ráð sem eg veit í þessu tilfelli, sem er: að þú nefnir ekki þessa veiki á nafn við lafði Kildonan, fyr en við höfum fundið eitthvað sem læknar það að fullu.” “Nei, það skal eg vissulega ekki gera”, sagði lávarðurinn, sem dáðist að skarpleik hins unga læknis. “Eg forðast altaf aMt sem veldur henni óró og áhyggju. Það er það minsta sem eg get gert, þar sem hún er sólskinið í Mfi mínu.” Dr. Armathwaite umlaði eitthvað fyrir munni sér, eins og til samþykkis. “Viltu ekki líta inn til hennar?” spurði lá- varðurinn. “Eg hef bara verið tvær mínútur hjá henni í dag, því mér leið svo illa, og eg vissi að eg gat ekki verið henni til siremtunar, og svo var eg hræddur um að hún sæi það á andliti mínu að það væri eitthvað að mér. Eg vildi óska að þú lítir inn til hennar. Mér sýndist eins og hún vera svo veikluð í dag.” “Það er aldeilis ónauðsynlegt að hafa nokkr ar áhyggjur út af heilsu hennar, það er eg viss um. Ef þú værir eins hraustur og hún er, þá værir þú ekki með neinn kvíða fyrir heilsu þinni.” “Nú, jæja, kanske ekki. Berðu kæra kveðju mína til Dr. Peel.” Dr. Armathwaite kvaddi lávarðinn, fór svo meðfram svölunum, og dró til hMðar tjaldið, sem aðskildi þennan gang frá forsalnum, þar sem ha/nn stóð augliti til auglitis við lafði Kil- donan. Hún hafði hatt á höfðinu og langt slag á herðunum, hún stóð við komóðu og hallaði sér til baka upp að henni. Það var þreytusvipur á andliti hennar, sem gerði hana ennþá meir að- laðandi en vanalega. .Dr. Armathwaite stansaði strax er hann sá hana. Hún rétti fram hendi sína máttlausa eins og í draumi móti honum og brosti svo undur góðmannlega til hans. “Hefurðu komitð til mannsins míns?” spurði hún. En án þess að bíða eftir svari hélt hún áfram í hinum sama fjörlausa róm. “Þú komst með bréf frá Dr. Peel, var ekki svo? Eg veit hreint ekki hvað eg hef gert við það? Hann vill gjarnan tala við mig, og hann segist vera mjög veikur. Svo eg held að það sé best að eg fari þangað. Viltu keyra með mig? Mér finnst eg vera svo þreytt í dag; eg átti ekki góða nótt í nótt, og eg hef sofið nærri því allan eftirmið- daginn, til að bæta upp fyrir svefnleysið í nótt, en eg er svo slöpp að eg tryesti mér ekki til neinrar áreynslu.” Það var um ekkert annað að gera fyrir hann en gera eins og hún bað hann um; og meðan þau biðu eftir vagninum, settist lafði Kildonan í stóran hæginda stól hjá ofninum og fór að taia um Mrs. Peel og MiMie og gamla læknirinn á rólegan hátt, nærri því eins og hálf dreymandi, sem var mjög ólíkt hennar glaðværð og fjöri. Það var í fyrsta sinn, síðan hann kynntist henni að hann fann hjá henni eiginlegleika, sem hann áleit að hún ætti ekki til, nefniiega ró og sjálfs stjórn. Hún stóð upp og gekk hægt til dyranna, er vagninn stóð ferðbúinn fyrir utan dyrnar, og er hún kom út í kuldan fór hún að skjálfa. Fyrst lá hún kjur í aftur sætinu í vagninum, án þess að vqkja máls á neinu til samtals, rétt eins og hún vissi ekki, að það væri neinm annar en hún í vagninum. En er þau sáu hús Crosmonts, og Dr. Armathwaite sagði að hann hafði verið beð- in að koma þar til Mrs. Crosmonts, roðnaði lafði Kildonan og leit ergelsislega til hans. “Ekki núna”, sagði hún. “Þegar þú hefur keyrt mig heim aftur frá Dr. Peel, geturðu komið þangað. Þau keyrðu áfram, hann leit heim að húsinu; hún tók eftir svipnum sem brá fyrir á andMti hans og fór að verða óróleg. “Mér þykkir sárt hennar vegna”, sagði hún í lágum róm, fremur eins og við sjálfa sig en hann. “Svoleiðis ástríðulaus kona getur ekki Mð- ið — að minstakosti ekki eins og aðrar.” Það var eitthvað hrífandi í þessu einkemni- lega kæruleysi, sem var hálfsögð játning. Dr. Armathwaite roðnaði er hann svaraði henni. “Heldurðu það?” sagði hann. “Eg er hrædd- ur um að það sé heldur fljótfærnisleg staðhæf- ing. Svo er ekki gott að vita hvað þú meinar með, ástríðuleysi. Þú meinar þá líklega ekki, aðrar eins trémanneskjur — eins og Greydon stúlkurnar?” “Þú vilt kanske að eg gefi þér skýringu á því hvað ástríða er? Með orðinu ástríða — reglulegri ástríðu meinar maður, ef maður meinar nokkuð, tilfinningu, innblástur, sem er ómótstæðilegur, sem byrjar með þvií, að vera ekki annað en dálítil óró, en sem eykst smátt og smátt, þar til það verður nagandi kvöl, sem tærir mann og eltir og krefst að vera fullnægt, ef ekki þá brennir það mann nótt og dag eins og eldur, sem er óslökkvanlegur. Það er það sem eg kalla ástríðu. Hvað annað meimar þú með því?” spurði hún. “Nú, hvað sem eg kann að meina með því, þá hefði mér ekki komið til hugar að meina þetta”, sagði Dr. Armathwaite rólega. “Eg er bara vanalegur kaldsinna Englendingur, býst eg við; en ef eg væri þjáður af þesskonar ást- ríðum, sem þú lýsir, þá mundi eg aldrei vera í ró fyr en eg gæti bælt þær niður.” “Það er bara mÖgulegt á einn hátt”, sagði hún. “Eg mundi gera það með því, að glæða hinar betri og heilbrigðari hugsanir í huga mín- um,” sagði hann. “Nei, nei; Maður verður að slökkva ástríðu eldinn með þvá, að þreyta hann út, slíta honum út,” sagði hún. “Mjög hættuleg aðferð. Maður mumdi sMta svo mörgu öðru út með því — kanske lífinu sjálfu.” “En, til hvers er það líf, sem á í sífeldu stríði við það, sem er sterkast í eðli manns?” “Ekki svo mikið kanske fyrir mann sjálf- an, en stundum gefst manni tækifæri að gera líf vort svo mikils virði fyrir aðra, að það er ó- maksins vert að leggja mikið á sig til þess”, sagði hann. “Ó! Það er svo auðvelt að prédika fyrir öðrum. Sjáðu til, eg er of mikið dekruð. í stað- inm fyrir að eg þyrfti að Mfa fyrir aðra, hef eg fundið að aðrir eru viljugir að lifa fyrir mig.” “Því hefurðu ekki sýnt þessu fólki, að þú hafir gert því rangt til? Þú hefir vitsmuni og getu til hvers sem er. Það væri nýtt áhugaefni fyrir þig, nýtt markmið fyrir þig að keppa að.” “Ó, maður talar um þessa hluti, og það koma stundir, er manni gremst, er manni finst heimurinn vera eins og tóm skál — en það var- ir ekki.” Hún hló og hagræddi sér í sætinu til þess að láta fara sem bezt um sig. “Þegar þú ert í þeirri stemmingu, ætti það þá að minsta kosti að koma þér til að gera eitt*- hvað gott. Sú ást sem þér sýnist nú vera svo lít- ils virði, getur þér fundist mikils virði seinna”. Hann talaði í alvarlegum hrífandi róm, og 'hallaði sínu fríða andMti nær henni, meðan hann talaði. Hún horfði í augu hans og brosti til hans á tælandi hátt og hallaði sér nær hon- um. “Kanske þér finnist meira til um mig nú, en þú heldur”, sagði hún ísmeygilega. Dr. Armathwaite fann til viðbjóðs og fyr- irMtningar. Hann sá að hann varð að tala meira opinskátt en hann fann það væri sér ervitt að sýna henni ekki kulda. “Það væri undarlegt ef þú finnur ekki til þess að maðurinn þinn lifir bara til að elska þig og annast um þig.” Þó hún yrði alveg hissa á þessum orðum, gat hún þó dulið það býsna vel. Hún færði sig ofur lítið fjær honum til þess að geta betur séð í andlit hans ,svo sagði hún og hló fyrirMtlega: “Ást! Ást er viðbjóðsleg. Eg þekki tals- vert inn á það.” Nú varð það hann sem varð hissa. Hanr. vissi ekki hvað hann átti að hugsa um þessa manneskju, svo hann gaf henni ekki tækifæri að tala um annað en daginnog veginn, þar til þau komu til Branksome. Þegar Dr. Armathwaite sá hús Dr. .Peels, greip hann einhver kvíði fyrir, að eitthvað sorg- arlegt hefði komið fyrir. Ytri hurðin, sem altaf var opin þar til seint á kvöldin, var lokuð. — Gardínurnar fyrir gluggunum í stórstof.unni voru dregnar til hliðar. Þetta hvortveggja, sem á öðrum tíma hefði ekki verið eftirtektarvert, virtist nú að hafa ákveðna þýðingu, þar sem maður lá í húsinu, sem aldrei hefði farið úr því í lifanda lífi. Hann leit áhyggjufullur á lafði Kildonan ,er þau komu heim að húsinu, sem lá í sætinu og sýndi engin þess merki að hún ætlaði að fara út úr vaginnum. “Eg held að sé best eg fari inn til að vita um hvernig ástendur”, sagði hann hátíðlega. “Og kanske — já, eg held að það sé best, þú ert við því búinn að heyra, að læknirinn er mjög veikur.” “Já, hann sagði það í bréfinu sínu”, svar- aði hún hryssingslega. Hún virtist vera að hugsa um eitthvað ann- að. Dr. Armathwaite sté út úr vagninum, gekk svo hægt upp stíginn heim að húsinu. Hann kveið fyrir því sem hann fengi nú að vita. Þeg- ar stúlkan kom hlaupandi eftir ganginum til hans , náföl með tárvott andMtið, hann stansaði hana, því hann sá strax hvað hafði komið fyrir. “Ó”, byrjaði hún kjökrandi, “gamli góði læknirinn. Hann er dáinn! Hann ætlaði að standa upp, þv*í hann vildi sjá lafði Kildonan. Hann sagðist ekki geta tekið á móti hennar náð, liggj- andi í rúminu; því vegna föður hennar yrði hann að sýna henni virðingu. Eg heyrði hann segja þetta. Hann var svo órólegur meðan hann beið eftir henni, svo allt í einu — eg og Mrs. Peel, og Millie, vorum þar allar — svo allt i einu fékk hann svima yfir höfuðið, og bað um að hann væri færður að glugganum. Við gerð- um það, og settum hann í stól, og hann horfði út á vegin. Við sáum að hann gat naumast hald- ið opnum augunum, og við sáum að hverju var að draga. Við opnuðum gluggan, en það var orð- ið of dimt til að sjá nokkuð eftir veginum. Við hlustuðum, og hvorki hann né við gátum heyrt neinn koma. Svo féll hann ofan í stólinn og sagði Millie: “Alma — skilaðu minni kærustu kveðju til Almu. En segðu Aphra, að mín síðasta hugs- un hefði verið um hana, og að eg deyjandi beiddi hana —” Það var síðasta orðið sem hann sagði. Svo dró hann djúpt andan og við lögðum hann útaf. Hann hélt í hendina á Miss Millie, og þannig dó hann.” Stúlkan fór að gráta. Hann tók í hendi hennar og leiddi hana inn í stofuna, sem nú var tóm og mannlaus; hann sagði fáein vingjarnleg orð til hennar og flýtti sér svo út til lafði Kil- donan. “Hvað er um að vera? spurði hún ergilega- “Á eg ekki að fara út úr vagninum?” *

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.