Heimskringla - 18.01.1950, Qupperneq 7
WINNIPEG, 18. JANÚAR 1950
HEIMSKRINGLA
7. SIÐA
VETRARDVALI
Eftir J. B. S. Haldane próf.
Haustið er komið. Blöðin falla
af trjánum, einæru plöntunar
^eyja, hinar visna. Ótölulegur
grúi smádýra, sem aðeins lifa á
sumrin hefur orðið dauðans
^ráð. Kuldi og snjór kemur. En
þrátt fyrir þetta heldur lífið á-J
fram. Næst þegar vorar lifna
plöntur og dýr aftur.
Ekki er þetta þannig um alla
jörð að árstíðir skiftast svo hast-
aflega á. En vér hér á norður-
hveli jarðar erum því svo vanir,
að náttúran kasti af sér sumar-
skrúðanum og fari í hvítan fanna
hjúp, að oss finst það ekki nema
eðlilegt. En fyrir þá, sem alist
hafa upp í heitu löndunum, er
þetta óskiljanlegt. Einu sinni
kom Nýsjálendingur til Eng-
lands að vetrarlagi. Hann sagði
að Englendingar væru aumu
skussarnir, þeir nentu ekki einu
sinni að höggva upp tré, sem
v®ri dauð. En honum brá í brún
um vorið, þegar öll dauðu trén1
klæddust laufskrúði. Þá sá hann
hvað sér hafði skjöplast.
Það hlýtur hverjum manni, að
Vera auðsætt, að þau dýr og
jurtir, sem geta lifað af vetrar-
kuldann hér á norðurhveli jarð-
ar, hljóta að vera einhverjum sér-
stökum hæfileikum gædd. Hér
klýtur alt að deyja, sem ekki
kann ráð til þess að verja sig fyr-
lr frostinu. Því að ekki eru allir
norðurbyggjar eins vel settir og
spendýrin, sem hafa heitt blóð í
æðum, svo sem eins og maðurinn,
sem segja má að hafi miðstöðvar
upphitun í sjálfum sér.
Venjulegast er svo til orða tek-
um þau dýr og jurtir, sem lifa
af hinn stranga vetur, að þau hafi
tagað sig eftir lifsskilyrðunum.
Og það má nokkurn veginn til
sanns vegar færa, ef menn leggja
ekki alt of bókstaflegan skilning
1 hugtakið að laga sig eftir ein-
hverju. Vér vitum þess sem sé
engin dæmi, að kuldinn hafi haft
þau áhrif á neina lifandi veru að
hún þoli hann betur við það að
búa við hann. Einstaklingar geta
aftur á móti vanið sig á að þola
kulda. En það gengur ekki að
erfðum og hefur því engin áhrif
a heildina. Það sem vér eigum
við með því “að laga sig eftir’”
lífskjörunum, eru þær breyting-
ar, sem verða á lífsháttum hinna
ýn^su tegunda, sem um miljónir
ara hafa verið að reyna að nema
nýtt land, þar sem veðrátta og
önnur náttúruskilyrði eru þeim
óhagstæð.
Og það er í rauninni ótrúlegt
hvernig þeim hefur tekist þetta
'þar sem jafn mikill munur er á
hita og kulda eftir árstíðum.
En það er eigi aðeins að vetr-
nrkuldinn gerir lífið erfitt á
norðurslóðum. Veturinn gerir
gagngera breytingu á öllum lífs-
afkomu möguleikum dýra og
jurta.
Einfaldasta ráðið til þess að
Slgrast á vetrinum er að deyja ái
haustin og skilja eftir fræ eða
eSS, sem þola vetrarfrostin og
vakna til lífs á næsta vori. Eng-1
*ntl lifcuidi líkami þolir það, að
vatnið í frumuvef hans frjúsi. —
^að kemur líka í ljós, að það eru
aðeins þau egg og þau fræ, sem
eru þur> er þola vetrarkuldann.
Egg, sem eru svo að segja vætu-
laus, þola alt að 50 stiga frost. j
En sérstaklega eru vel sett þau
frae og egg, sem hafa þann und-
arlega eiginleika, að lifna ekki
nema því aðeins að þau hafi lengi
legið í frosti. Að öðrum kosti
niundu þau lifna á haustin, þeg-^
ar mild tíð er, og þá væri úti um
þau.
Mörg grös og jurtir blikna og
falla á haustin, en lífið helst í
rótum þeirra yfir veturinn. Tré-J
fella blöð sín og standa nakin
allan veturinn. En áður en þau1
fella blöðin sjúga þau í sig safa!
®g Hfmagni blaðanna og geyma
1 stofnum sínum sem lífmagn til
'°rs- Það er vegna þessa að blöð-1
ln skifta svo einkennilega og fag
urlega um lit á haustin. Grös og
jurtir falla vegna þess að það er
of mikið vatn í frumuvef þeirra
til þess að þau geti þolað frostJ
En í greinum og stofnum trjánna
er lítið vatn og auk þess er þar
safi, sem dregur úr kuldanum,
og þar eru líka efni, sem alls
ekki geta frosið. Þess vegna lifa
greinar og stofnar trjánna þótt
mikið og langvarandi frost sé.j
Og sama máli er að gegna um
hin sígrænu tré. í barrinu á þeim
er mikið um efni, sem ekki getaj
frosið, svo sem trjákvoðu og oK
íur. Og vegna þessara efna snark
ar svo mikið í eininum, þegar
hann er brendur.
Dýr, sem hafa mismunandi
heitt blóð, (þau voru áður talin
með köldu blóði) eru þeim eigin-
leika gædd, að jafnhliða þvi sem
kuldinn eykst, lækkar blóðhiti
þeirra og alt starf frumanna í
líkama þeirra verður hægfara og
þau verða dauf. Þess vegna eru
höggormar sprækir á sumrin íí
hitunum, en hreyfa sig varla þeg-|
ar kalt er. Þegar kuldinn hefurj
svo náð vissu marki, sofna þessi
dýr, eða falla í vetrardvala. Ekk-
ert getur þá haldið þeim vakandi.
En þrátt fyrir þetta þola þau
ekki frost á meðan þau sofa. Um
leið og frumusafi þeirra frys eru
þau dauð. Þau leita sér því öll
skjóls áður en þau sofna.
Spendýrin og þá sérstaklega
maðurinn, hafa sérstaka hæfi-
leika til þess að standast vetrar-
frostin. Blóðið í þeim er altaf,
jafn heitt hvað sem veðráttu líð-j
ur og þótt snögg umskifti verðij
hita og kulda. Þessi hæfileiki
þeirra hefur haft hina stórkost-
legu þýðingu fyrir þau í lífsbar-
áttunni gegnum aldir. Hugsið
yður risaeðlurnar í fornöld. Þær
höfðu misheitt blóð og urðu lat-
ar og máttlausar þegar kuldar
steðjuðu að. En þau dýrin, sem
hafa jafnan blóðhita, eru jafn
stælt og kjarkmikil hvernig sem
hitinn er, máske jafnvel kjark-^
mest þegar sem kaldast er. Þess^
vegna hafa dýr með jafnan blóð-j
hita gengið sigrandi af hólmi í
lífsbaráttunni.
Þó eru til spendýr, sem leggj-(
ast í híði yfir veturinn, og liggj-a,
þar í dvala, svo sem björninn,;
broddgölturinn og mörg önnur.j
Þessum dýrum væri bani búinn
í vetrarhörkunum ef þau legð->
ust ekki í dvala. Það er ekki að- j
eins kuldinn, sem þau verða að^
verjast. Hitt er alvarlegra að þau
geta ekki gengið sér til matar
á vetrum. Þó eru hér undantekn-j
ingar, sem of langt yrði upp aðj
telja.
Hin reglulegu híðdýr sofa föst|
um svefni í marga mánuði og á
þeim tíma er alt starf líffæra
þeirra mjög hægfara. Þessi dýr
eru að vissu leyti með misjafn-
lega heitt blóð, því að á meðan
þau liggja í dvalanum lækkar,
blóðhiti þeirra svo, að hann er^
ekki nema svo sem 2 stigumj
hærri en lofthitinn í híðinu, enj
hann má vera eitthvað á milli 6
og 12 stig.
Broddgölturinn er reglulegt
híðdýr og sefur allan veturinn.j
Íkorninn legst líka í híði, en
hann sefur ekki. Hann hefur,
dregið þangað matbjörg yfir
sumarið og lifir á henni. En svo
eru mörg dýr þar á milli. Björn-j
inn er alveg sérstakur, þyí að
birnan leikur það að fæða húna
sína á meðan hún liggur í hinumj
langa vetrardvala. Aldrei bragð-|
ar hún mat allan þann tíma, en
hún er oft vakandi.
Fuglarnir hafa jafnan blóðhita
og þeir leggjast aldrei í vetrar-
dvala. Yfirleitt er efnaskifting
hjá þeim miklu örari og blóðrás-
in hraðari en hjá öðrum dýrum.
Þess vegna er Kkamshiti þeirra
venjulegast hærri en líkamshitij
spendýranna. Og þess vegna ætti
þeir að vera hæfir til að þola enn j
meiri kulda en spendýrin. Það er
því aðeins bjargarskorturinn,
sem hrekur þá burtu frá köldu
löndunum á haustin. Allir fugl-
ar hafa þá náttúrugáfu að leita
þangað sem þeir geta séð sér far-
borða.
En hvað um manninn? Jú, vér
getum gjarna sagt að hann sé í
híði á vetrum, því að húsin eru
ekki annað en híði og mestur
tími vor fer í það að draga þang-
að matarforða. Erum vér þá dýr-
unum nokkuð fremri? Á marg-
an hátt erum vér það. En eitt
mættum vér gjarna hafa hugfast.
Þau dýr, sem ekki kunna að búa
sig réttilega undir veturinn, —
hljóta óhjákvæmilega að farast.
Það væri gott að vér hugleiddum
þetta og höguðum oss eftir því.
Eða — eigum vér að fara að
dæmi farfuglanna? Væri það
ekki gaman ef svo væri ástatt í
heiminum og um samibúð þjóð-
anna, að allir í köldu löndunum
gæti flutt til heitu landanna á
haustin og komið svo aftur norð-
ur að vori.—Lesbók Mbl.
HUGDETTUR
GERANIUMS
18 FYRIR 15C
Allir sem blómaræki
láta sig nokkuð snerta
ættu að fá útsæðis
pakka af Geraniums1
hjá oss. Vér höfum úr |
feikna birgðum að
velja af öllum litum,1
hárauðum, lograuð-'
um, dökkrauðum, crimson, maroon,
vermilion, scarlet, salmon, cerise,
orange-red, salmon pink, bright
pink, peach, blush-rose, white
blotched, varigated, margined. Þær
vaxa auðveldlega og blómgast á 90
dögum frá sáningu. Pakkinn 15c, 2
fyrir 25c, póstgjald borgað. Sáið nú
SÉRSTAKT TILBOÐ: 1 pakki af ofan-
skráðu útsæði og 5 pakkar af völdu
útsæði fyrir húsblóm, alt ólíkt or
vex auðveldlega inni. Verðgildi $1.25
—öll fyrir 60c póstfrítt.
p f* Vor stóra fræ og út-
uenns sæðisbók fyrir 1950
Framh.
Ef dögg félli ekki í húmi næt-
urinnar, fölnaði gróður jarðar-
innar í sólskini dagsins.
★
Margs þarf búið með, sagði
Guðmundur ríki. Þó þarf náttúr-
an miklu, miklu meira í sitt bú,
— þessvegna er eg henni eins
þarfur í myrkrinu eins og þú í
sólskininu, Þingeyingur.
•k
"Gekk eg í skóginn hvar gatan
lá, og einkis leyta mig lysti þá”,
— Við bugðu á veginum kom
hún á móti mér hin ósnortna
náttúra. — Rósir af hávöxnum
blómkrúnum höfðu fallið á höf-
uð hennar. Hún var klædd græn-
um hjúpi eins og gras jarðarinn-
ar, og fætur hennar voru votir af
næturdögginni. Engin heit járn
höfðu nokkru sinni undið hár
hennar í llði. Ekkert mál snert
ásjónu hennar. Neglur hennar
aldrei verið smurðar rauðar.
Hælaháir skór höfðu aldrei sært
fætur hennar og gert þá stirða.
Hún gekk beint til mín og lagði
hendur um háls mér, og sjá! ís
heillrar æfi þiðnaði á svipstundu
og himnar tilverunnar lukust
UPP> °g dásemdir þeirra fyltu
upp sjónhringinn svo langt sem
augað eygði.
★
Eftir drykkju túr, fer sveiflu-
haði líkamans niður fyrir “norm-
al” af því að jafnvægi hans við
náttúrulögin hefir raskast. Menn
eru að leita að hinum uppruna-
lega sveifluhraða með því að
flýja á náðir Bakkúsar á ný, og
hann eykur hann um stund, en
tekur með hverju staupi þann
toll, að hinu frumlegi sveiflu-
hraði minkar æ því meir, sem
meir er drukkið, og lyktar með
því að Bakkús getur ekki einu
sinni aukið hann, þó að drukkið
sé.
★
Rithöfundur, sem hefir vin-
sældum að fagna nú á tímum, fer
háður hnignandi bókmenta öldu.
★
Sá, sem vill verða rithöfundur,
hlýtur að fara sinn eigin veg,
hvort sem lesendunum líkar bet-
ur eða ver.
Mannsæfin er eins og marg-
földunar dæmi, ef ekkert kemur.j
margfaldast hún í báðum þvi
meir, sem lengur er reiknað. En
sá er munur þeirra, að hægt er að
byrja á dæminu aftur og reikna
það rétt ,en ekki á mannsæfinni,
því að enginn lifir nema einu
sinni.
A
Það er í frásögur fært, að
Rússar hafi með kjarnsprengju
krafti sprengt farvegi fyrir árn-
ar Síiberíu Ob og Jenissei, milli
Urals og Caucasian fjalla, til
þess að rækta 75,000,000 ekrur
af eyðimörk milli hafanna Casp-
ian og Aral. Þetta er að kunna
vel til verks. — S. 1. ár var sáð
hveiti í 24,000,000 ekrur í Can-
ada.
ber hærra en fjöllin í kring. í
góðu skygni get eg horft á þær
heiman frá mér. í dag falda þær
hvítu, það er þeirra jólabúning-
ur.
Um þær er þessi saga:
Voldugur Indíána höfðingi
átti tvær dætur, sem hann unni
mjög. Hann átti í stríði við mik-
inn og fjölmennari Indíánaflokk,
sem lá með stórum sikipa-
flota undir svörtu fjöllum, en
áður en hann gerði út mesta leið-
angur í orustu við þá, efndi hann
til dýrðlegrar veizlu. í þeirri
veizlu, sagði hann dætrum sín-
um að beiðast hvers sem þar
vildi, ósk þeirra skyldi uppfylt.
Þær beiddu þess að óvina hern-
um væri boðið í veizluna. Það
runnu tvær grímur á Indíána-
höfðingjann. En hann var “good
sport”, og sagði að boð sitt stæði.
og sendi eftir óvinahernum. Og
aldrei hefir glæsilegri veizla
verið haldin á meðal, Indíána
með fána friðarins dreginn hæst
að húmi.
Þegar Guð Indíána sá þetta,
birtist hann mitt á meðal þeirra
og nam á burt systurnar tvær, og
breytti þeim í súlur hæst á
Klettafjöllunum. Þar standa þær
um aldur of æfi, sem tákn og
trygging þess, að ævarandi frið-
ur ríki í British Columibia.
/. S. frá Kaldbak
Sumarauki íslendinga
Ef Emil Jónsson og Pálmi
Loftsson stýra samgöngumálum
íslendinga næsta vor, má telja
fullvíst að fyrir þeirra atbeina
muni skipið Hekla sent með 150
fargesti á heppilegum tíma í sex
vikna ferð suður í Miðjarðanhaf.
Þannig mundi lengt hið skamm-
vinna íslenzka sumar. Á ári
hverju fengi skipsfarmur ís-
lenzkra manna að heimsækja
vöggu menningarinnar við Mið-
jarðarhaf. Þá væri komið við í
Lissabon, Sevilla, Gíbraltar, Bar-
celona, Nissa, Florence, Róm,
Neapel, Capri, Aþenu, Mikla-
garði, Landinu helga, Egypta-
landi.Möltu, Rúðu og París. —
Þetta er ódýrasti utanferðar-
möguleiki íslendinga og sá glæsi
legasti. Skipið er íslenzkt heim-
ili. Ferðamannaskip greiða ekki
hafnargjöld. Fargestirnir gætu
haft Hólsfjallahangikjöt í nesti
undir pyramídunum, þar sem 40
aldir horfðu niður á dáta Napol-
eons.—Landvörn.
Attention!
All those who enjoy dancing
should reserve the date January
27th, as on that date the Iceland-
ic Canadian Club will hold a
dance in the Blue Room of the
Marlborough Hotel. — Jimmv
Gowler’s Orchestra will supply
the music for old time and mod-
ern dances. Come one, come all,
and let us have fun, and make a
success of this Midwinter Dance
Event. Advertisements will ap-
pear in next weeks issue.
For reservations of tickets,
phone Mrs. Palmer, 36 145.
Professional and Business
Directory—
Office Phone
94 762
Res. Phone
72 409
Dr. L. A. SIGURDSON
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Consultations by
Appointment
Talsími 95 826 Heimilis 53 893
DR. K. J. AUSTMANN
Séríræðingur í augna, eyrna, netf
og kverka sjúkdómum
209 MEDICAL ARTS BLDG.
Stofutími: 2—5 e. h.
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg
Phone 926 441
J. J. Swanson & Co. Ltd.
REALTORS
Rental, Insurance and Financial
Agents
Sími 97 538
308 AVENUE Bldg. — Winnipeg
THE WATCH SHOP
CARL K. THORLAKSON
Diamond and Wedding Rings
Agent for Bulova Watches
Marriage Licenses Issued
699 SARGENT AVE.
WINDATT COAL
CO. LIMITED
Established 1898
506 PARIS BLDG.
Office Phone 927 404
Yard Phone 28 745
H. HALDORSON
BUILDER
23 Music and Arts Studios
Broadway and Carlton
Phone 93 055
Winnipeg, Canada
CANADIAN FISH
PRODUCERS Ltd.
J. H. Page, Managing Director
Wholesale Distributors oi
Fresh and Frozen Fish
311 CHAMBERS ST.
Office Phone 26 328
Res. Phone 73 917
ÁSGEIRSON’S PAINTS,
WALL PAPER AND
HARDWARE
698 SARGENT AVENUE
Winnipeg, Man.
Telephone 34 322
The BUSINESS CLINIC
Specialize in aiding the smaller
business man to keep adequate
records and prepare Income
Tax Returns.
ANNA LARUSSON
508 Mclntyre Blk. Ph. 97 130
O. K. HANSSON
Plumbing & Heating
CO.LTD.
For Your Comfort and
Convenience,
We can supply an Oil Burner
for Your Horne
Phone 72 051 163 Sberbrook St.
Systur tvær er nafn á tveim Kaupið Heimskringlu
súlum í Kletta-fjöllunum, sem Borgið Heimskringb*
PRINCESS
MESSENGER SERVICE
Við flytjum kistur og töskur,
húsgögn úr smærri íbúðum
ng húsmuni af öllu tæi.
58 ALBERT ST. — WINNIPEG
Simi 25 888
C. A. Johnson, Mgr
DR. A. V. JOHNSON
DENTIST
506 Somerset Bldg.
Office 97 932 Res. 202 398
ANDREWS, ANDREWS,
THORVALDSON &
EGGERTSON
Lögfrœðingar
Bank of Nova Scotia Bldg.
Portage og Garry St.
SLmi 98 291
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 96 952 WINNIPEG
H. J. PALMASON & Co.
Chartered Accountants
219 McINTYRE BLOCK
TELEPHONE 94 981
tovatzos Floral Shop
Z53 Notre Dame Ave. Ph. 27 989
Fresh Cut Flowers Daiiy.
Plants in Season
We specialize in Wedding and
Concert Bouquets and Funeral
Designs
Icelandic Spoken
A. S. BARDAL
útfarfr 1i^íÍÍStnru?K annast um
wtfarir. Allur utbunaður sá besti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina
843 SHERBROOKE ST
Phone 27 324 Winnipeg
Union Loan & Investmení
COMPANY
Rental. Insurance and Financial
Agents
Sími 95 061
510 Toronto General Trusts Bldg.
GUNDRY-PYMORE Ltd.
British Quality - Fish Netting
60 Victoria St., Winnipeg, Man.
Phone 98 211
Manager: T. R. THORVALDSON
Your Patronage Will Be
Appreciated
Halldór Sigurðsson
Contractor <S Builder
•
1156 Dorchester Ave.
Sími 404 945
FINKLEMAN
OPTOMETRISTS
and
OPTICIANS
Kensington Bldg.
275 Portage Ave. Winnipei
PHONE 922 496
COURTESY TRANSFER
& Messenger Service
Flytjum kistur, töskur, húsgögn,
pianós og kœliskápa
Onnumst aJlan umbúnað á smá
sendingum, ef óskað er.
AiUur flutningur ábyrgðstur.
Slml 53 667 1197 Selkirk Ave.
Eric Erickson, eigandl
LESIÐ HFIMSKRINCT.r
'JOfíNSONS
i iTOOKSTORE
702 Sargent Ave., Winnipeg, Man.