Heimskringla - 08.03.1950, Blaðsíða 1
QUALITY-FRESHNESS
SutterNut
BREAD
At Your NeigHborhood Grocer’s
LXIV. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN,, 8. MARZ 1950
NÚMER 23.
FRÉTTAYFIRLIT 0G UMSAGNIR
ÚR öllum áttum
■Á s. 1. ári brutu fleiri áfengis-
lögin í Manitoba en nokkru sinni
fyr í sögunni.
Þetta kom í ljós, er J. O. Mc-
Lenaghen, dómsmálaráðherra í
Manitoba lagði skýrslu sína fyrir
þingið nýlega.
Tala þeirra, sem soktaðir voru
fyrir brot á áfengislögunum, í
þessu fylki var 2,677 á árinu
1949. Fjársiekt þeirra nam
$101,003.
* * *
Sambandsstjórnin gladdi þá er
nautarækt leggja fyrir sig, með
því að hún hefði von um sölu á
canadisku nautakjöti til Suður-
Ameríku, Kúba, Nýja-Sjálands,
Mexico og Ástraiíu. Stjórnin
sagði og eftirsókn annara dýra
héðan. Taldi hún þar á meðal ís-
birni til dýragarða á Bretlandi,
fjallafé til garða í Bandarííkjun-
um og 11 mismunandi tegundir
hunda til Hong Kong.
M M
Um þing Manitoba er oft tal-
að sem þing bænda. Virðist minni
ástæða til þess en ætla mætti. Af
skjölum þingmanna að dæma,
lögðum fram við síðustu fylkis-
kosningar, eru aðeins 13 bændur
af 57 þingmönnum alls. Næstir
þeim eru lögfræðingar; þeir eru
9. Kennarar eru 3, kaupmenn 4,
lyfjafræðingar 2, svéitaskrifarar
2, “forstjórar” 5, agentar 4,
skrifstofuiþjónar 2 og 3 uppgjafa
náungar (retired), tveir af þeim
bændur.
Það er því ekki einn fjórði
allra þingmanna bænda.
* * *
Því er spáð, að Dionne-fimm-
buramir í Canada muni a yfir-
standandi heilaga ári páfadóms-
ins, fara pílagrímsferð til Vati-
cansins í Róm. Að aldri eru þeir
nú 16 ára 28. maí. Er getið til að
systurnar verði hvattar, að afmæl
inu loknu til að takast þessa ferð
á hendur. Það mun hafa verið
predikað fyrir þeim að verða
nunnur og éf til vill er þessi ferð
hafin til að styrkja þær í því á-
formi. Fé til fararinnra skortir
þær ekki því þær eiga hver um
sig $250,000 í handraðanum.
* * - *
Clay hershöfðingi er yfirgang
Rússa stöðvaði í Evrópu, leggur
til að Bandaríkin myndi svipaða
hervarnarlínu í Asíu gegn kom-
*núnistum. Hann telur vörn móti
yfirgangi Rússa eystra alveg
eins þarfa og vestra.
» * »
Það á ef til vill styttra í land
«n margur ætlar með kolavinslu
úr jörðu til hitunar. Sannleikur-
inn kvað sa, að bæði John Lewiö
°g kolanámueigendur eru skelk-
aðir út af því, að notkun kola er
talsvert- að minka. Við fram
ieiðslu þeirra vinna nú einum
þtiðja færri en fyrir 20 árum.
Notkun oliu og gas úr jörðu fer
úðum í vöxt. Að öðrum 20 eða
jafnvel 10 árum liðnum, sér John
Lewis, að sjá þarf fyrir hópi
starfsmanna, sem ekki er vinna
fyrir. Af því stafar barátta hans
fyrir að efla varasjóðinn með 10
Centa afgjaldi á hverju tonni af
kolum. En námueigendur segja
slíkt að hella olíu í eldinn, vegna
þess að hver hækkun framleiðslu
kostnaðar, hækki kolaverð.
* * *
Viíðtækir viðskiftasamningar
er sagt að nýlega hafi tekist milli
^óvétríkjanna og Spánar. Selur
Spánn Rússum kvikasilfur,
'v°lfram, olífu oláu og vín, en
í staðinn kemur hveiti
og benzín frá Rússum. Vöru-
skiftin nema hundruðum milj-
óna.
Með Stalin og Franko er sagt
að ekki hafi venð neitt sérlega
ástúðlegt til þessa. En Spánn
hefir tapað viðskiftum við Arg-
entínu og Franco hefir ekki tek-
ist að fá dollaralán í Bandaníkj-
unum. En leynt hefir farið um
þennan samning vegna gamals
fjandskapar Franco’s og Stalins
og ótta Spánar við að þjóðin rísi
upp á móti þessu.
* * w
Sögurnar af atómsprengjum
reka nú hver aðra. Og því mið-
ur eru það ekki alt skáldsögur.
Um það leyti, sem menn eru að
jafna sig, eftir fréttina af vatns-
efnisprengjunni, kemur önnur
frétt frá Evrópu um, að bráðum
megi eiga von á frétt um gas-
sprengju, sem Bandaríkin hafi í
smiíðum og sem sé miklu sterkari
en vatnsefnissprengjan.
* * »
Hugmyndin um að reyna að
afstýra þriðja heimsstríðinu,
fékk á ný byr í segl hjá almenn-
ingi, er Churchill hreyfði því
fyrir kosningarnar að hann fýsti
að fara á fund Stalins og ræða við
hann um friðarmálin. Það álitu
margir, að þetta væri kosninga-
brella hjá Churohill, en það eru
margir innan flokks Attlees sem
halda, að þrátt fyrir úrsHt kosn-
inganna og að um ferð af
Churohills hálfu sé ekki að ræða,
ættu vestlægu þjáðirnar að gera
út einn leiðangurinn enn þá, á
fund Stalins. Truman forseti
kvað þó ekki til sMks koma af
hálfu Bandaríkjanna. Ef Rúss-
um liggi friður á hjarta, sé ekk-
ert því til fyrirstöðu, að þeir sýni
það. Eins lengi og þjóðarsamn-
ingar eru ekki nema innantóm
orð, gilda þeir lítið.
Ef hægt er með samningi að
semja frið” segir Mr. Acheson,
ritari Bandaríkjastjórnar,
“rmindum við glaðir ganga til
samnings borðsins. En sýnir
ekki fjögra ára reynslu vor, að
sHkt er ekki hægt.”
* * »
Við Ford4>ílaverksmiðjurnar
kvað hafa verið samið af Banda-
r.íkjastjórn, um að smíða 10 bíla
sérstaklega útbúna fyrir Hvíta-
húsið í Washington. Bílar þessir
verða notaðir af Truman forseta
og ýmsum stjórnmálamönnum,
sem eru gestir hans um tíma.
Talið er að hver bíll muni kosta
alt að 30 þúsund dali. Á hliðum
þessara bíla er útbúnaður til þess
að lífverðir eða leynilögreglu-
menn geti þar staðið, sem eru í
fylgd með forseta. — Bílarnir
verða skotheldir og skothelt
gler í öllum gluggum. Tólf syl-
indra vél verður í vögnunum og
ferðhraðinn um 100 málur á kl.
st.
* * *
Bandarískur þingmaður, Tyð-
ings að nafni, hefir sent Truman
forseta áskorun um að efna til ráð
stefnu um afvopnun. Vill hann að
öll stærri vopn verði bönnuð og
ekki leyft að framleiða nema
rifla og önnur minni vopn. Hann
vill ennfremur leggja bann við
þjálfum hermanna nema að mjög
takmörkuðu leyti eða vegna
reglu og öryggis innanlands.
♦ * *
Kommúnistar í Kína hafa sam-
ið þriggja ára starfsáætlun, við-
urkenda af Stalin, enda að hans
ráði gerð. 1 áætluninni er gert
ráð fyrir, að 40% af tekjum
TILK YNNING
Seint á þessu ári eru liðin 75
ár, siíðan fyrsti landnema hópur-
inn íslenzki lenti við strendur
Winnipegvatns í Manitoba, rétt
sunnan við þar sem bærinn Gimli
stendur nú, og nam þar land
norður og suður með ströndinni.
f tilefni af þessum atburði
hafa nefndir hinna árlegu ís-
lenzku hátíðahalda, Lýðveldishá-
tíð Ný-íslendinga, og Íslendinga-
dagshátíð Winnipeg, Selkirk og
Gimli íslendinga komið sér sam-
an um að leggja niður þessi há-
tíðahöld á komandi sumri. En í
þeirra stað vinna sameiginlega
að einni hátíð, sem helguð sé
minningu hinna fyrstu íslenzku
landnema og landnámi þeirra í
Nýja-íslandi, í Manitoba, árið
1875.
Tólf manna stjórnarnefnd hef-
ir þegar verið kosin og er hún
allareiðu tekin til starfa. Nefnd
þessa skipa 6 manns úr íslend-
ingadagsnefnd Winnipeg íslend-
inga, og aðrir sex úr Lýðveldis-
hátíðar nefnd Ný-fslendinga.
Er það ósk og þrá nefndanna
allra þriggja, að þeim takist að
efna svo til þessa hátíðahalds að
það verði til sóma íslendingum.
Og að dagurinn 7. ágúst á Gimli,
þar sem ákveðið hefir verið að
mætast, megi verða í senn á-
nægjulegur og eftirminnilegur
öllum sem hátíðina sækja.
Jón Pálsson, ritari
Kína-stjórnar sé varið til stríús-
undirbúnings, til eflingar stal-
iðnaði í Mansjúríu og til að
flytja allan stóriðnað Kína úr
hafnbæjum landsins lengst norð-
vestur í lan-d, þar sem hann er
nær heriðnaði Rússlands í Úral
og svo fjarri flugárásum frá
Bandaríkjamönnum austan og
sunnan að, að iðnaðurinn sé ör-
uggur.
■ * * *
John Lloyd, kennari á Eng-
landi tók sér ferð á herðar um-
hverfis jörðina á síðast liðnu
sumri og er nú kominn heim aft-
ur. Vegalengdin var um 20,000
mílur. Hann lagði af stað með
50 sterlingspund í vasanum —
$140.00 og sagði það hafa enst
sér. Hann hafði til fararinnar
heimatilbúinn hjólhest, sem ent-
ist honum vel og aldrei bilaði
slanga á. Auk þessu hafði hann
með sér handklæði, rakhníf, nál
og spotta.
Hann lagði af stað til megin-
lands Evrópu og gekk alt vel unz
hann kom til Jugóslavíu. Þar var
hann sagður rússneskur njósn-
ari og hneftur í fangelsi. En hon-
um var þó brátt slept og austur
að hafi komst hann. Flugurnar á
Indlandi þóttu honum óbærileg-
altar af flestu sem hann reyndi.
En svo komst hann til Ástralíu,
með því að vinna fyrir fargjald-
inu en það gerði hann oft á járn-
brautum og hvar sem hann þurfti
að dvelja, einhverra hluta vegna.
Hann þvoði diska á skipum, var
vikadrengur á járnbrautum, vann
í verksmiðjum og einu sinni við
vindmillusmíði. En hann segir
alt þetta hafa borgað sig. Ferð-
ina fór hann til að kynnast fólki
af öllu tæi. Og það gerði hann.
Á leið hans austur yfir Asíu,
sagðist hann rétt hafa orðið villi-
hundum að bráð.
Kona hans, sem einnig er kenn
ari spurði hann við hvaða þjóðir
hann hafði bezt kunnað. Svar
hans var, að Asíu þjóðirnar væru
siðmenningarlega á undan Ev-
rópuþjóðunum. Þar kemur sálin
til greina á undan líkamanum,
Á flugleið
Loftiö, bláa loftið huga hefur
hærra upp í sólarmerluð lönd,
mjúkt og unaðslétt það vanga vefur
vekur með því sál og styrkir önd.
Áfram upp á við, önd vor þráir frið
laus frá hræsni’ og haturskiið.
Burt með alt hið illa ei má það oss villa,
kærleiksríkið sé vort sjónarmið.
Hversu sólarbylgjan ber oss ofar
ber oss inn í framtíð mannkyns alls,
þar sem dreymin sál vor lifið lofar
laus við mannleg takmörk, smæð og fals.
Heimtum hærri mið heims um víðu svið
uns við náum alheimsfrið;
leitum frá því lága leitum að því háa
sem að hjartað örugt unir við.
Seg mér hví vér ölum alt hið smæsta
er í mannsins þrönga hjarta býr?
Vegna þess að æ í stað þess stærsta
sterkur lét sér nægja framtök rýr.
Skuggar hafa hilt og löngum vilt,
nefndi hann hið gráa gylt.
Hversdagshjómið þekta hylti’ í síad þess ekta
brjóst hans hafa tónar falskir fylt.
Nú er mál að fljúga, fljúga hærra,
fyrirheitna landið sjáum vér,
framundan er dýrðlegt starfsvið stærra
stefnum þangað beint, sem markið er;
Iífsins mark og mið. Meistarans við hlið
æðri skilnings opnast svið:
Engin látalæti, lægri’ og hærri sæti,
bræðralagið eitt oss færir frið.
Uppi’ í hvítum skýjum hárra heima
hreinleikans í veldi’ er friðarró,
látum okkur, vinir, léttfleyg sveima,
leitum að þvi bezta’ er eitt er nóg.
Niðri stendur styr, stefnir frelsisbyr
hærra’ en alla órar fyr.
Nú er stund og staður, stýrðu vökumaður
beint á draumalönd er bíða kyr.
ÓMAR UNGI (höf. á heima á fsl.)
gagnstætt því sem á sér stað í
menningu Evrópu.
Kolaverkfallinu lokið
Kolanámaverkfallinu í Banda-
ríkjunum er lokið. Deilan um
það er nú búin að standa yfir í
9 mánuði og verkföll nokkuð af
þeim tíma. Var þarna komið
mjög nærri því, að Truman-
stjórnin tæki námareksturinn í
sínar hendur. En því var afstýrt
á síðustu stundu. Verkfallsmenn
höfðu af dómstólum verið dæmd-
ir til að byrja vinnu samkvæmt
Taft- Hartley verkalögunum, en
verkamenn neituðu að hlýða
dómsúrskurðinum og skipun
foringja þeirra Lewis um að
byrja vinnu. Heldur en að taka
námureksturinn yfir, kom Tru-
man forseti sættum á milli verk-
veitanda og verkamanna. Það er
ekki með vissu vitað hverjir s'kil-
málarnir voru, en það sem verka-
menn fóru fram á, var 70 centa
kauphækkun á dag og 10 centa
aukagjald af hverri lest af kol-
um í varasjóð verkamanna. Að
því er líklegt að verkveitendur
hafi að miklu leyti gengið.
f verkfallinu tóku um 600,000
manna þátt. Höfðu kolabirgðir
ekki numið meiru en 10 miljón
smálestum í öllu landinu og er
það sá minsti kolaforði, sem um
getur. Af því hafði leitt margs-
konar kolaspörun í stórbæjum,
í stáliðnaði, á járnbrautum, með
lokun skóla sumstaðar og tak-
mörkun á upphitunn í búðum, á
verkstæðum, í spítölum, tugthús-
um og stjórnarbyggingum.
Narfi Narfason, kaupm. frá
Foam Lake, er staddur í bænum
í heimsókn hjá dóttur sinni, Mrs.
E. Guðmundson, Ingersoll St.,
Winnipeg. í för með Narfa er
sonur hans Allan.
Jóhann Philip Markússon
13. Maí 1891 — 20. febrúar 1950
Jóhann Philip Markússon
Dagar mínir voru skjótari en
hraðboði
Þeir brunuðu áfram eins og
reyrbátar......
Dagar mínir voru fljótar burt
flognir en vefjarskyttan
Svo mætti hver maður segja,
sem um aldur fram hverfur þessu
Mfi, og einnig mætti eigna þau
orð vini vorum Jóhanni Philip
Markússyni, þvá ekki náði hann
háum aldri eftir vanalegum
mælikvarða Mfsins. Æfibraut
hans varð styttri og dagar hans
urðu færri en vinir hans höfðu
von um. Hann hvarf þessu lífi
snögglega og án fyrirvara þann
20. febrúar af hjartabilun, fimtíu
og átta ára að aldri. Og vinir
hans, hinir mörgu fréttu andlát
hans með miklum söknuði og
djúpri sorg.
Hann var fæddur 13. maí, 1891
í Winnipeg. Faðir hans var Jón
Markússon, sem lifir son sinn
háaldraður orðinn, ættaður frá
Hafsteinsstöðum í Skagafirði,
bróðir Magnúsar skálds, Markús-
sonar, og hálfbróðir Margrétar
Björnsdóttur, móður þeirra Pét-
urssons bræðra, Björns sál., Dr.
Rögnvaldar, sál., Ólafs og Hann-
esar. Móðir hans var Margrét
Rakel Jóhannesdóttir ættuð frá
Skagafirði, og sem er nú dáin
fyrir ellefu árum. Hún dó í apríl
mánuði, 1939. Auk föður hans
lifir hann einkasystir hans Eng-
ilráð, ekkja Páls heitins organ-
ista Dalmans. Einnig lifir hann
kona hans, Guðrún Ásta Helga-
dóttir ættuð frá Reykjavík á fs-
landi. Þau giftust 2. maí, 1914,
og í þau tæp 36 ár sem þau
bjuggu saman var hjónaband
þeirra hið ágætasta í alla staði.
Þau eignuðust engin börn og
dróu hjúskaparböndin þau þess
vegna, ef nokkuð, enn fastar
saman.
“Joe” eins og allir vinir hans
kölluðu hann og þektu hann best,
ólst upp í Winnipeg og gekk þar
á skóla, en byrjaði snemma að
vinna fyrir sér. Hann varð hár-
skeri og lengi nokkuð rak hann
þá iðn í sinni eig^-% stofu. En
seinna fór hann að eiga við húsa-
byggingar og sölu fasteigna og
tókst með ágætum á því sviði.
Aðkenning að heilsuslappleika
gerði vart við sig fyrir um 14 ár-
um og varð hann þá að hætta við
hárskerastofu sína, og seldi fyr-
irtækið. Hann hélt þó áfram með
húsabyggingar sínar.
Tvisvar á því tímabili ferðuð-
ust þau hjónin suður til Cali-
fornia að leita honum heilsubót-
ar, og var hann búinn að ákveða
að ferðast þangað aftur í vor því
honum hafði fundist það gera
sér gott. Veðráttan og sjáfarloft-
ið fanst honum eiga betur við
sig en kuldarnir hér. En dagar
hans voru burtflognir orðnir, —
“Þeir brunuðu áfram eins og
reyrbátar, . . . Þeir voru skjótari
en hraðboði”. Hann fékk snöggt
kast um helgina og á mánudag-
inn, 20. febrúar, var hann horf-
inn þessu Mfi.
Árið 1930 ferðuðust þau hjón-
in heim til íslands, og auk þess
að vera viðstödd hétíðarhaldið
mikla, ferðuðust þau um landið
og hittu marga vini og ættmenni
og áttu þar margar skemtilegar
og ánægjuríkar stundir.
“Joe” var glaður í lund og góð-
menni hið mesta. Hann tók aldrei
mikinn þátt í félagsmálum, og
hefur það án efa verið vegna
heilsuleysis og óstyrks, því
hann var félagslyndur í eðli sínu.
Honum þótti altaf vænt um að
hitta vini og kunningja og tala
við þá um áhuga mál sdn og
þeirra.
Eins og áður er getið hvaddi
hann þetta líf 20. febrúar, snögg-
lega og án fyrirvara, og allir vin-
ir hans fréttu andlát hans með
mikilli sorg og eftirsjá. Hann
var jarðsunginn 22. febrúar að
miklum f jölda viðstöddum. Þeir
séra Valdimar J. Eylands og sr.
Philip M. Pétursson fluttu
kveðjuorðin. Kveðjuathöfnin fór
fram frá útfararstofu Bardals og
var jarðsett í Brookside graf-
reit.
Megi blessun Guðs fylgja hin-
um látna vini. P. M. P