Heimskringla - 29.03.1950, Síða 3

Heimskringla - 29.03.1950, Síða 3
WINNIPEG, 29. MARZ 1950 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA 'þá byrjar helvítis hringhendan strax að hrönglast í kjaftinum á mér.' ^*€tta er sjálfsagt ekkert he- gómamál fyrir ungu skáldin, sem verða að fylgjast með tíman- um, en það getur iljað gömlu körlunum um hjartaræturnar að sjá, að hringhendan skuli enn þvaelast svo fyrir ungviðinu. Eitt skáldanna, Lúðvík R. Stefánsson Kemp, fæddur í Fá- skrúðsfirði, uppalinn á hagyrð- ittgs heimili í Breiðdal, og sveitaskáld Skagfirðinga, er fyrst og fremst rímnaskáld og lausavísna. Hann leikur sér að rímnaháttunum, yrkir hring- hendur, ný hendu hringhendu, steflhendu mishringhendu, kol- beinslag, hringhendu aloddhenda °g er ólíkt, að hér komi öll kurfl ftl grafar þótt ekki hafi hann komið fleiru í ‘Bragskælinga- riímu’ bókarinnar. Fleirum Breið dælingum eru tiltækar ferskeytl- Ur og hringhendur, eins og t.d. þeim Þorvaldsstaðahjónum Jóni Björgólfssyni og Guðnýju Jóns- dóttur er hafa þær til heimabrúks þótt ekki séu þeir að jafnaði jafn-,útfarnir í listinni og Lúð- Kemp. En ef stokkið er úr Breiðdal •torður í Vopnafjörð, þá hittast Þar aftur skáld, sem heldur en ekki eru útsmogin í dýrum hátt- um. Skal þar fyrst frægan telja, elzta skáld bókarinnar, GSsla ^igurð Helgason, bónda á Hrappsstöðum í Vopnafirði. Helgi var fæddur á Geirólfsstöð- um í Skriðdal, sonar-son Hall- gríms skálds í Stóra-Sandfelli. Gísli yrkir eigi aðeins hring- ^endur og sléttubönd af fer- skeytlutagi, en hann hefur auk þess sýnilega sökkt sér niður í list hinna fornu háttalykla, og haft úr þeim, fyrir utan drótt- kvaeðan hátt, dýra háttu eins og: Hæða tíðinn gleður móður hrjáða. gagnið magnast, hagnað fagna bragnar, — o. s. frv. Qg hinar iðurmæltu drögur í ^ðabréfinu til Sigrúnar á Hall- °rmsstað: ^árt mér fellur það af þér, þer hefir gleymst að skrifa mér, ^ér sem ekki fæ þinn fund, fundir vina gleðja lund. Hund........o. s. frv. Hinn iðurmælti leikur kemur fVrst fyrir í dunihendum vísum Hgils Skalla-Grímssonar, hér á v°ru landi: ^tgeira læt ek ýrar yring um vör skýra, en drögur hefur Snorri í Hátta- tali og ólafur Hvítaskáld í Mál- skrúðsfræði sinni, en algeng Verða þessi rímbrögð tæplega fyrr en á 15. — 16. öld. Svo hér er um gamalt góss að ræða. Af sonum Gísla heldur Helgi ^úndi á Hrappsstöðum enn við ferskeytlu föður síns hhinum ó- úýrari formum, en Benedikt H'íslason (frá Hofteigi) leggur kana fyrir óðal og yrkir undir Qðrum nýjum háttum, þar á með- al ferskeytlu Heines, Jónasar °g Þórbergs: Hakktu um Giljaheiði, ^ar gefur margt að sjá. ar sefur brúður á beði, °§ brennivíns-kútur hjá. Loks yrkir sonur Benedikts Gíslasonar, Bjarni (f. 1922) alls 6kki undir neinum ferskeytlum, hvítur sefur gimbill auðnu í grænum lund. 1 Hér er hlaupið yfir hinn fræga mann Gunnar Gunnarsson, sem líka er af Hallgríms ætt Sand- fells-skálds, og ólst upp í Vopna- firði. Hann er nokkuð eldri enj þeir Gíslasynir, fæddur 1889 eins og Lúðvík R. S. Kemp, þeir Benedikt 1894 og Helgi 1897. Ekki má láta undan ganga að minnast á hin vopnfirðzku skáldin, þau frá Teigi í Vopna- firði. Er þá fyrst að telja móður húsfreyjunnar á Teigi, Rann- veigu Sigfússdóttur frá Skjögra- stöðum í Skógum (f. 1869). Þessi Rannveig er alsystir Margrétar skáldkonu á Hrafn- kelsstöðum í Fljótsdal, (f. 1873). Þær voru dætur Sigfúsar Sig- fússonar frá Langhúsum í Fljóts dal og konu hans Guðfinnu Egilsdóttur frá Hvannstóði í Borgarfirði eystra. Rannveigu átti Þorsteinn Eiríksson bóndi að Skjögra- stöðum. Þeirra dóttir var Guð- finna Þorsteinsdóttir, húsfreyja að Teigi (f. 1891!, er gefið hef- ur út ljóðabókina Hélublóm (Rv.ík. 1937) undir dulnefninu Erla. En hún, móðir hennar, móðursystir og bróðir Guð- mundur Þorsteinsson eiga merki- legan og skemmtilegan þátt í þessari bók. Guðfinna (Erla) er gift Vald- emar Jóhannessyni frá Syðrivík í Vopnafirði, hálfbróður Einars E. Sæmundssonar skálds og skógarvarðar. Móðir þeirra Ein- ars og Valdemars var Guðrún Jónsdóttir frá surtsstöðum í Jökulsábhlíð. En sonur þeirra Guðfinnu og Valdemars er Þor- steinn Valdimarsson, cand. theol. og á hann líka kvæði og þau eigi ómerk í þessari bók. Þær systurnar, gömlu konurn- ar, Rannveig og Margrét, yrkja bæði ljóð og ferskeytlur, en ekki mjög dýrt. Aftur á móti yrkir Guðfinna-Erla eins dýrt eins og sveitungi hennar (frændi?) Gísli Helgason. Er engu líkara en að þau hafi kveðist á með ferskeytl- um, hringhendum, gagaraljóðum (Páll Ól.: Rángá varð mér iþykkju-þung), sléttuböndum, fyrir utan dróttkvætt og aðra Iháttu yngri, dýra og ódýra; kvæði Erlu “Svanir” er af ungraj toga spunnið. Guðmundur bróðir en reynir sig á lengri ljóðlínum stasrri kvæðum, þar á meðal eitlu. sem er ný-móðins að smííði, ^innir á ljóðagerð Steins St e»nars: fnn í hjarta ormur grefur, ‘Úinn vefur úrlögþræði ósén mund. H^eðist hljótt um huga refur Erlu yrkir ekki dýrt á við syst- j ur sína; auk þess á hann kvæði um véldæluna sína, nýtt að efni.j En ef augum er rennt yfirí skáldskap hins unga guðfræð- ings, Valdimars, þá kemur í ljós, að hann er nýtízkasta skáldið t í bókinni. Kvæði hans um ölduna og dranginn er völundar-smíðj algerlega ósnortið af hring-^ ihendu-list móðurinnar, enn j hnitmiðað í byggingu, svo þar erj engu ofaukið né áfátt. Sver hann sig þannig í ætt hinna nýjustu skálda eins og Steins Steinars eða Snorra Hjartarsonar, og er, sennilega mikils af honum aðj vænta. En þessi nytizku-kvæði j minna stundum nokkuð á þulur ^ vegna þess hve ljóðlínurnar eru stuttar. En það skilur þulurnar( og hin nýju kvæði að þulurnar eru léttar, hoppa á ríminu eins og lækur af heiðarbrún niður Ihlíðar, en hin nýju kvæði eru; njörvuð saman eins og víravirki stálbrúnna og skýskafaranna. En ekki þætti mér ólíkt, að ihringhendur heimilisins hafi einhverntíma bögglast fyrir j brjósti Valdemars, eins og þær “hröngluðust lí kjafti” skáld-j bróður hans úr Skeggjastaða- hreppi norðan Vopnafjarðar, en hann er líka að því er mér virð- j ist einn af hinum efnilegri yngri skáldum í bókinni. Hin nýtízku ljóð Valdemars sýna, að stefnur og straumar^ tímanna brjóta enn á skerjum og boðum Austurlands. Ef augum er rennt yfir ljóðasafnið frá því sjónarmiði, sést að það er ekki í fyrsta sinni. Frá árunum 1890 — 1900 má greina tvo þætti í ljóðunum, — annan ljóðrænan, hinn afli og starfshuga þrunginn. Báða þessa þætti má greina í stórkvæðum þeirra Helga Valtýssonar — (“Óður moldarinnar”) og Sig- urðar Arngrímssonar (“Austur-j land”). Framfarahugurinn frá fyrir-stríðsárunum er og sterk- ur í kvæði Ríkarðar Jónssonar “Austurland” (1912): Aðeins þjóðin vildi vakna vinna o‘g sýna hver hún er. Ei vér þurfum Ameríku yrkjum, plægjum land og mar! tísland gefur gull við slíku . . . Aftur á móti er hinn ljóðræni tónn einvaldari í kvæðum Sveins Sigurðssonar: hann yrkir líka sonnettur (eins og Smári), en sonnetturnar hafa síðan á dög- um Jónasar Hallgrímssonar búið yfir miklum ljóðtöfrum (kvæði 1913 — 1919). Kvísl af þessu ljóðræna flóði voru grátljóðin, sem voru hæst- móðins meðal hinna ungu skálda um 1920. Hér er Sigurjón bóndi Jónsson í Snæhvammi fulltrúi þeirra eins og kvæðin “Brot úr Niflungaljóðum” og “Sólar- leysi” bera vott um. Þótt kynlegt megi virðast bera þessi austfirsku lgóð lítt eða ekki merki hins róttæka boð- skapar hinna Rauðu Penna frá áratuginum 1930 — 40, og það þótt leiðtoginn Kristinn E. Andrésson væri Austfirðingur frá Eskifirði. Þó er ekki svo að skilja að ekki hittist sliíkur á- deilutónn, einkum hjá hinum yngri skáldum, og er það að von- um. Þannig segir Þorsteinn Valdemarsson um þetta líf: Sumum finnst til þess sárt að hugsa sumum gaman — að einhvertíma verði enda skipti á öllu saman. Hér hefur nú hitt og annað verið til týnt um Aldrei gleym- ist Austurland, og er þó sáður en svo að bókin hafi verið athug- uð frá öllum köntum. Til dæmis gæti það verið fróð- legt að athuga hvernig skáldin skiftust á sveitirnar, eða hví nokkrar sveitar hafa orðið út- undan, eíns og Mjóifjörður, Norðfjörður og Berufjörður. Hygg eg, að það sé hiklaust til- viljun. í Berufirði bjuggu, þeg- ar eg þekkti til tveir skáldbræð- ur, Guðmundur og Hallur Guð- mundsynir. Átti hinn fyrrnefndi margt barna og væri þeim illa úr ætt skotið, ef eitthvert þeirra yrkti ekki. Ef litið er á uppruna skáld- anna, virðast flest vera úr Vopnafirði (9) þar næst úr Loð- mundarfirði (7) og Breiðdal (7). Má vera að kunnugleiki Helga í Loðmundarfirði valdi því hve tiltölulega margir eru þaðan úr jafnMtilli sveit, því Helgi er sjálfur Loðmfirðingur. Hinsveg- ar hefði eg ekki vitað að svo mörg skáld væri í Breiðdal þótt eg væri þar kunnugur. Ef litið er á fjölda skáldanna, sem enn búa og yrkja heima í sveitum, þá eru þau flest 5 á Jökuldal, í Hróarstungu, á Vopnafirði og í Breiðdal. Ennþá fróðlegri en sveitfest- in eru ættartengslin. Hefur nóg verið skrifað hér að framan til að benda á það: um vopnfirzku skáldin af ætt Hallgríms í Sóra- Sandfelli — og um skáldætt Guðfinnu í Teigi. Margt merki- legt mundi koma í ljós ef um það væri fjallað af kunnugum manni og fróðum, eins og Ben- edikt Gíslasyni, en eg á ekki inn- angengt í ættartölubækur sr. Einars Jónassonar á Hofi. Af skáldum vestan hafs hef eg minnst á Einar Pál, en ekki Gísla Jónsson bróður hans, sem á hér fallegt kvæði, “Fardagar”. Eigi heldur hef eg minnst á Hjálmar Gáslason, bróður Þor- steins Gíslasonar skálds. Austan hafsin eru systkinin í Heiðar- seli, Arnheiður og Einar H. Guðjónsson; systkinin þrjú á Ásgeirsstöðum, en Jón Guð- mundsson kvað vera föðurbróðir þeirra. Þá er Knútur Þorsteins- son, systursonur Helga Valtýs- sonar. . Mér nærtækari og kunnugri eru skáldin í Breiðdal. Þau systkinin þuríður og Haraldur Biem voru börn Ólafs Bríem í Eyjum, en Haraldur Briem fað- ir hans var albróðir Valdemars skálds og vígslubiskups. Hygg eg að þeir feðgar Haraldur og Ólafur hafi báðir verið káld- mæltir. Jón Björgólfsson, bóndi á Þorvaldsstöðum, er albróðir Sig- urðar Björgólfssonar, kennara á Siglufirði, er skrifað hefur leik- rit fyrir börn. Systir þeirra var Björg, móðir Páls Jóhannesson- ar bónda í Stöð, en faðir hans, Jóhannes frá Skjögrastöðum (1) var líka prýðilega hagmæltur og orðheppinn. Sigurjón bóndi í Snæhvammi er skyldur þessum mönnum að frændsemi. Þær Guðný Jónasardóttir og Sigríður Þórðardóttir eru óg skyldar, báðar í ætt við Ben- edikt gamla Þórarinsson, hinn mikla bókamann. Loks má minna á hina alkunnu frændsemi þeirra Þórunnar Rík- arðsdóttur, Ríkarðs Jónssonar og Richards Beck. Að lokum gæti verið fróðlegt að athuga aldursröð skáldanna og hef eg því raðað þeim hér eft- ir áratugum: Koma 4 skáld á áratug. 1860-70 16 skáld á áratug. 1870-60 10 skáld á áratug. 1880-90 14 skáld á áratug. 1890-’00 15 skáld á áratug. 1900-10 7 skáld á áratug. 1910-20 6 skáld á áratug. 1920-30 1 skáld á áratug. 1930 — Sjálfsagt er ekkert leggjandi upp úr hinni lágu tölu skálda eftir 1910, þar eru eflaust mörg kurfl ókomin til grafar. Hitt gæti vakið til umhugsunar, hversvegna svo mörg skáld eru fædd á áratugunum 1870 — 80 en tiltölulega fá 1880 — 90. Á það má benda, að kynslóðin 1870 — 80 er kynslóð Helga sjálfs. og hann líklegri til að ná til hennar fremur en til hinna s(íð- ari kynslóða, að sínu leyti eins og honum kunna að hafa verið hægari heimatökin í Loðmundar- firði og því hafi hann tiltölu- lega fleiri þaðan en annars stað- ar frá . Framh. Þetta Nýja Ger Verkar Eins Fljótt Og Ferskt Ger Heldur Ferskleika Eins Og Þurt Ger Þarf engrar kælingar með Nú getið þér fengið fljóthefandi ger án þess að vera hrædd um skemdir. Hið nýja Fleischmann’s Royal Fast Rising Dry Yeast heldur sér viku eftir viku án kælingar. Hafið ávalt mánaðar- forða á búrhillunni. Notið það nákvæmlega eins og ferskt ger. Einn pakki af þessu nyja, þurra geri jafngildir einni köku af fersku geri í öllum forskriftum. Tekur tafarlaust til, er fljóthefandi. Afleiðingar þess eru lostæt brauð og ágætir brauðsnúðar, á afar stuttum tíma. Biðjið nú þegar matvörusala yðar um hið nýja Fleisch- mann’s Royal Fast Rising Dry Yeast. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast! SKEMTIFERÐ TIL ÍSLANDS Eftirfarandi ávarp sendi Hr. S. Danivalsson frá Ferðaskrifstofu Ríkisins til birtingar í Heimskringlu og Lögbergi “Heim á íslandi er mikill á* hugi fyrir ferðalögum til Ame< j ríku, sérstaklega til íslenzku byggðanna vestanhafs. Vegna hinnar miklu vegalengdar, svo og gjaldeyrisörðugleika, eru slík ferðalög ekki framkvæmanleg.j nema með því móti að minnst 40 manna hópur taki þátt í ferðinnit frá hvorum stað, íslandi og Can- ada. Samkvæmt ósk séra Halldórs heitins Jónssonar hefur Ferða— ( skrifstofa ríkisins í Reykjavík tekið að sér að gera tilraun með eina slíka freð í byrjun júlímán- aðar næsta sumar. Ráðgert er að fá 40 farþega Skymaster-flugvél hjá Loftleiðum til fluttninganna. Ef nægileg þátttaaka fengist beggja megin hafs, er ráðgert að 40 manna hópur fari frá Íslandi til Winnipeg og að jafn stór hópur fari þaðan til íslands. Dvalartími hvers ferðamanna- hóps er áætlaður 2 mánuðir. Ráð- gert er að efna til ferðalaga til merkustu sögustaða á íslandi fyrir þá sem heimsóttir yrðu, eru þessir: Þingvellir, Laugar- vatn, Gullfoss, Geysir, Fljóts- hlíð, Sögustaðir Njálu, Eyja- fjöll, Reykholt í Borgarfirði, Æskustöðvar Stefáns G. Stefáns- sonar í Skagafirði, Hólar í hjalta dal, Siglufjörður, Akureyri, Mývatnssveit, Dettifoss, Ás- byrgi, Húsavík s. s. frv. Þeir, sem kynnu að vilja taka Iþátt í fyrrgreindu ferðalagi til fslands, geta snúið sér til hr. Hjálms F. Danielsonar, 869 Gar- field St. Winnipeg, Man.” Bréfritarinn segir, meðal ann- ars: “Síðan vér sendum yður bréf vort hafa þeir atburðir gerzt hér heima, að gengi íslenzku krónunnar hefir verið breytt all verulega til lækkunnar. Einn Canada dollar er nú kr. 14.79, var áður kr. 8.51. vonandi er að ráðstöfun þessi geri fólki auð-j veldara að ferðast til íslands en áður, þótt einihverjar hækkanir hljóti samt að verða á lífsnauð-J synjum hér”. Vitanlega er ekki mögulegt,1 stendur, að áætla um afleiðingar verðsveifla, en eins <Jg nú áhorf- ist má aðeins gefa bráðabirgðar- áættlun um kostnað í sambandi við hópferð frá Winnipeg til íslands eftir þeim upplýsingum sem hafa verið gefnar. Far frá Winnipeg til Reykja- vík, báðar leiðir, 14 daga bíl ferð til þeirra staða sem nefndir eru að ofan, fæði og næturgreiði — (14 daga) $500.00. Uppihald fyrir þá sem ekki hefðu aðstöðu til að dvelja hjá vinum eða vandamönnum 70 kr. á dag eða $5.00 Æskilegt væri að þeir sem vildu sinna þessu gæfu til kinna hvert þeir vilja heldur fara í einsmánaðar ferð eða tveggja mánaða ferð. Ennfremur ihvert þeir vilja vera með í hóp- ferð um landið eins og tekið er fram að ofan. Þar sem tíminn er naumur er nauðsynlegt að fólk láti heyra frá sér sem fyrst. Hjálmar F. Danielsson Læknirinn: Eg sé á auganu í yður, að þér þjáist af magakvefi, blóðleysi og skyrbjúgi, og svo grunar mig, að annað nýrað sé laust í yður. Sjúklingurinn: Viljið þér ekki reyna að kíkja í hitt augað, þér glápið nefnilega í gleraugað á mér. LYKKJUFÖLLIN Eg man þá enn, þá dýrðardaga kæra, og dugmóð þann, er glaðri svall í önd, er ömmu hjá eg ungur skyldi læra mér upp að fitja vettlinga á hönd. Eg settist við, með sveittar brár og vanga, því sækjast námið skyldi vel og fljótt. Og marga sat eg kvöldstund kyrra og langa og kepptist við, og stundum fram á nótt. En áhuga þó aldrei brysti 'hreinan var einhvers vant á námshæfn- ina þó. Með vettlingana gekk svo seigt og seinan, og síðast amma botninn á þá sló. Því þó eg stundum sýndist vel á vegi, og vaskan léti handök ganga öll: því aftur sprett var upp á næsta degi, þar úðu svo hin stóru lykkjuföll. Já, þannig fór mín fyrsta lærdóms saga, mín frægð þar smátt sem annars staðar skín. Og ef til vill eg alla lífs um daga verð upp að rekja lykkjuföllin mín. ..........Knútur Þorsteinsson frá Úlfsstöðum —Samtíðin Prófessor í efnafræði var að sýna nemendum sínum áhrif ýmissa sýrutegunda. Hann tók silfurpening upp úr vasa sínum og sagði: — Nú læt eg þennan pening ihér í þessa sýru. Haldið þið að hann muni leysast upp?” — Nei, sagði ein nemandinn. — Nei? endurtók próf., Þér viljið þá máke gcra svo vel að útskýra fyrir okkur hvernig þér vitið það, að hann muni ekki leys ast upp? Það er auðvelt. Þér munduð ekki hafa látið þennan pening í sýruna ef þér hefðuð verið hræddur um það að hann leyst- ist upp.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.