Heimskringla - 29.03.1950, Blaðsíða 5

Heimskringla - 29.03.1950, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 29. MARZ 1950 HEIUSKRINGLA 5. SIÐA hverju strái, svo að viðhöfð séu orð höfundar. Drjúgum eykur það á fræðdlugildi og litbrigði frásagnarinnar, hve fimlega og smekklega Jóhann Gunnar flétt- ar sögulegan og þjóðsögulegan fróðleik inn í staðalýsinguna, svo að allt fellur þar í ljúfa löð, umgerðin, ef svo má að orði kveða, og myndin sjálf. Og allir, sem séð hafa Vestmannaeyjar, þó eigi sé nema í svip — eins og greinarihöfundur á yngri árum , mun sammála þessari lýsingu 'Gunnars Jóhanns á þeim: “Nátt- ura Eyjanna er bæði vinaleg og hrikaleg í senn. Fjöllin eru með þverfiniíptum, moldarlitum eða dökkbláum hömrum, en dökk- græn grasihettan nær frá hamra- brúnunum upp á efstu kolla.” En Jóhann Gunnari hefir, eins °g þegar er gefið í skyn, orðið g°tt til liðsmanna. Ritgerð Trausta prófessors Einarssonar um bergmyndanasögu Vest- utannaeyja er um allt hin gagn- uierkasta, og á vafalaust skilið þessi ummæli hins fyrrnefnda í uiðurlagsorðum hans: “Þetta er 1 fyrsta skipti, sem tekin er til rækilegrar og vísindalegrar at- þugunar myndun Vestmanna- eyja. Niðurstöðurnar eru nýst- arlegar og varpa nýju ljósi á ýms vafaatriði í sögu Vest- mannaeyja”. Sjáfum virðist mér, að vísu algerðum leikmanni í þessum efnum, sem hér sé um að ræða merkilegan kafla í jarð- utyndunarsögu fslands í heild sinni. Bráðskemmtileg er hin fjöruga lýsing Þorsteins íþróttafulltrúa Einarssonar á fjölskrúðugu fuglalífinu í Vestmannaeyjum. Hún hittir t. d. vel í mark þessi lýsing á lundanum: “Fátt hefir yfir sér meiri værð og tign en lundabygð á góðviðriskvöldi. f búarnir eru yfirlætislausir, nær heimspekingölegir, virðandi allt fyrir sér með vangaveltum og undrunarsvip.” Gagnfróðlegar eru einnig lýs- ing Baldurs héraðslæknis Joflhn- sen á gróðurríki Vestmannaeyja °g grein Geir G.ígju náttúru- fræðings um skordýr í Eyjun- um; en þar hafa, samkvæmt rann sóknum á þeim sviðum, fundist 122 plöntutegundir og 77 tegund lr skordýra, sem nafngreindar bafa verið. Vestmannaeyjar eiga sér langa sögu og merka, eða allt frá land- námstíð, því að þeirra getur fyrst árið 875. Skiftast að vonum á skin og skuggar í þeirri sögu. Fiskiveiðar hafa verið og eru enn aðalatvinnuvegur Vest- mannaeyinga, enda framúrskar- andi fiskimið umhverfis Eyjarn- ar, og þeir annálaðir sjógarpar.' Nokkur landbúnaður er þar einn- lS> þó landrými sé af skornum skammti, að ógleymdum þeirra sérstæða atvinnuvegi, fuglatekj- unni, sem að sjálfsögðu er ná- kvæmlega lýst í þessari bók að f°rnu og nýju. Hafa tórstígar framfarir orðið þar á síðari árum, enda atvinnu- líf eyjarbúa stórum fjölbreytt- ara en að framan getur, eða eins og Jóhann Gunnar orðar það réttilega í niðurlagsorðum sín- um: “Er þar fjölmenn verzlun- arstétt, dugleg og fjölhæf iðnað- armannastétt, starfsamir verka- menn, bifreiðarstjórar, bændur og opinberir starfsmenn, eins og tilheyrir í hverju bæjarfélagi, því að myndarskapur er þar á allri mannvirkjagerð.” Bókin er prýdd mörgum myndum og yfirleitt ágætum, þó að hin mikla og sérkennilega fegurð Eyjanna nyti sín vitan- lega enn betur á litmyndum. Þá er og í bókinni ágætt landabréf af Vestmannaeyjum, og í bókar- lok skýrslur um starfsemi Ferða- félags Íslands og deilda þess. Er það sannarlega lofsverð við- leitni að opna augu landsmanna fyrir fegurð landsins, sögu þess og menningarverðmætum, eins og Árbækur félagsins gera í rík- um mæli. ísafoldarprentsmiðja hefir, eins og áður, vandað til útgáfu bókarinnar, og er hún öllum Ihlutaðeigendum til sóma. HITT OG ÞETTA um eitt og annað f Brazilíu telst negri hvítur, sé hann auðugur að fé; en í Bandaríkjunum er enginn blökku-maður svo menntaður eða auðugur, að hann standi ekki lægra í mannfélaginu, en hvít- ur maður þó allslaus og ólæs sé. * í bók sem Winston Churdhill ihefir ritað um sjálfan sig og styrjöld númer tvö, farast hon- um orð á þessa leið: “Mér gafst tími til að skoða hinar undur- samlegu laugar og kom strax til hugar, að þær ættu að notast til upphitunar Reykjavíkur; og reyndi eg að efla framkvæmdir í iþá átt, á stríðsárunum. Að þetta hefir nú komist í framkvæmd, er mér gleði-efni.” Ekkert er hætt við að hrekist fyrir snúHþjóðum, þó fátækar séu og umkomulitlar meðan slik ofurmenni eru uppi í heiminum. ★ Nýlega var amerískur fjár- sýslumaður, Vogel, að nafni, tek- inn fastur í Búlgaríu. Hann var sakaður um njósnir og leiddur fyrir rétt. Þar játaði hann sekt sína og var dæmdur til fangels- vistar. Um líkt leyti var Þjóð- verjinn Kláus Fuohs kærður á Englandi, um að hafa gefið Rúss- um upplýsingar um hvað gerðist í Atomrannsóknum á Vestur- löndum. Eins og Vogel, gekkst Fuöhs við að hafa framið þetta ódæði. Þessi tvö sakamál virðast fljótt álitið hliðstæð. En það er nú eitthvað annað! Vitaskuld var Vogal píndur til sagna, eins og allir njósnarar og aðrir sak- leysingjar sem teknir eru fastir I utan járntjaldsins. En á Eng- j landi eru fangar ekki þeim brögð ! um beittir og þó játaði Fuchs á ' sig allskonar vammir og skamm- ir. Annars man eg ekki til að I hafa heyrt né séð nokkurs þess | njósnara getið í Sovét- ríkjun- ; um, sem ekki var bráðsaklaus, en j kvalinn til að ljúga lýtum og skömmum upp á sjálfan sig. Sem er stórmerkilegt, þar eð vestur- löndin hafa sæg spæjara á víð og dreif um heiminn, og, að sjálf- I sögðu, meiri Ihluta þeirra í þeim 1 löndum, sem álitin eru þeim ó- vinveitt. ★ Fyrir skömmu síðan sagðist fréttaþul svo frá, að löngu eftir að atom-sprengju er hleyft af, er ómögulegt að taka ljósmynd- ir á víðu svæði, sökum radium- orku í loftinu. Hann gat þess einnig til að orka frá H-sprengju gæti borist yfir alt hvel jarðar, ! svo hvergi tækist ljósmynd. Þul- urinn áleit að ef alþýða vaknaði til meðvitundar um þessa hættu mundu lærðir og leikir sameina sig og knýa stjórnarvöldin til að afdanka allar atom-sprengjur. Mun þetta rétt athugað. Enginn ætti að veigra sér við, að brenna upp í atomloga. Það væri hvorki meiri né minni hætta en sú er stafar af dómsdegi. Og eftir því sem vissir trúflokkar staðhæfa, er þess dags oft von, þó stundum bregðist. Hins vegar mundi fáa langa til að lifa í þessum heimi, eftir að Hollywood væri kominn í eyði og hvergi fengist eintak af tímariti á borð við LOOK, LIFE m. fl. ★ í leikriti eftir Clifford Odets, leggur höfundurinn einni pers- ónunni þessi orð í munn: Stjórn alheimsins hlýtur að vera framkvæmd af nefnd. Eng- inn einráður er gæddur slíkri heimsku, sem raun ber vitni. Hér virðist tilefni til stofnun- ar nýs trúflokks. Ekki þyrfti annað en að bæta nokkrum goð- eskjurn við þrenninguna. Svo herma fulltrúar þeirra ríkja sem hafa tekið að sér að kenna þjóðverjum lýðræði að lengur sé ekki að óttast nazisma, né iþá auðvaldsmenn er stóðu á ibak við Hitler. Jafnvel Hjálmar Sohacht ku vera umventur og mætur borgari, og engan komm- únisma að óttast á Vestur-Þýzka- landi. Hið eina sem nú stendur í vegi fyrir, að þjóðin gerist eitt kristilegt lýðveldi er þýzk þjóð- rækni. s * / Ung kona í Delawar, var ný- lega Hándtekinn, kærð um galdra. Þykir líklegt að Banda- ríkja stjórninn láti rannsaka mál seiðkonunnar, svo gert verði út um, hvorj hún er í sambandi við kommúnista. J. P. P. Fjölskyldan þín “heima” mundi gleðjast yfir að sjá þig. VERZLUN ARSKOL AN ÁM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banníng og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA ^^^SCOCCCCOBCCCCCCCCOOOOOOCOCOOOCCOCCeCCCOCOOOGCCOCc) ÓKUNNAR ÞJÓÐIR Kínverskir Bændur Bændur Kína einga engar landbúnaðarvélar og hafa ekki tilbúinn áburð, en fá þó helmingi meiri uppskeru af hveitiökrum sínum heldur en bændur í Banda ríkjunum. Þetta stafar af því að kínverskir bændur elska jörðina og þekkja hana eins vel og fing- urna á sér eftir þúsunda ára reynslu. Klínverksir bændur eru hygnir á marga lund og hafa mikla þekkingu, vegna þess að kín- versk menning er hin elsta í heimi. Frá örófi vetra hafa Kín- verjar einir bygt land sitt og eru eins og grónir við það.. Margar innanlands styrjaldir hafa ver- ið háðar þar, en útlendur her hefir aldrei lagt alt landið und- ir sig. Þess vegna hefir feínversk menning og þjóðhættir haldist svo að slíks eru ekki dæmi með öðrum þjóðum. Öld eftir öld hafa Kínverjar tekið í arf menn- ingu forfeðra sinna, svo að þar Gleddu fjölskyldu þína óvænt í vor. Heimsæktu vini þína. Sjáðu æsku- stöðvarnar. Gerðu það núna . . . þegar alt er þér í hag. Hugsaðu um það! Alla þessa a- nægju geturðu veitt þér á morgun ef þú ferðast með flugvél — eða eftir fáeina indæla hvíldardaga ef þú f^rð með skipi. Dragðu það ekki! Farðu núna, þegar þú getur fengið betra far- rými og einnig sparað peninga. Talaðu við ferðaskrifstofu þína í dag. Hún mun með ánægju sjá um ferðina fyrir þig. Representatives in America of the EUROPEAN TRAVEL COMMISSION 122 East 42nd Street, Room 4700, New York 17, N. Y. AUSTURRIKI BELGIU DANMÖRKU FRAKKLANDI ÍSLANDI BRETLANDI IRLANDI GRIKKLANDI ÍTALIU LÚXEMBORG MONACO HOLLANDI NOREGI PORTÚGAL SVISSLANDI SVIÞJÓÐ TYRKLANDI AUKINN SKILNINGUR... .MEÐ FERÐALÖGUM. E R LYKILLINN AÐ FRIÐI ihefir aldrei orðið neinn rugling- ur á. Af þessu leiðir það að Kínverj- ar eru mjög íhaldssamir og vana- fastir. Þeir gefa engan gaum að framförum annara. Þeir standaj föstum fótum í aldagamalli venju og siðum. Þar halda ætt-| bálkarnir enn saman og það hef- ir stórkostlega þýðingu fyrir alt þjóðlíf þeirra. Stjórn allra málefna í sveit- arhéruðum Kína er í höndum helstu ættanna, sem hafa lifað þar á sama stað um margar aldir. f þessum gömlu ættum ganga öll embætti að erfðum, svo sem dómaraembætti og sveitarstjórn- arembætti. Þetta fyrirkomulag hefir marga kosti, en leiðir til hins megnasta íhalds. Ættgöfgi og ættarmetnaður er sá leiðarsteinn, sem allir verða að fara eftir. Ættarsögurnar eru í miklu meiri metum heldur en saga þjóðarinnar. Börnunum eru sagðar og kendar sögur af for- feðrum sínum löngu áður en þau fá vitneskju um sögu þjóðarinn- ar. Það er alls ekki sjaldgæft þar að menn geti rakið ættir sínar 1000 ár aftur í tímann. Sú saga gengur um mann sem heitir dr. ^ Kung, að hann geti rakið ætt, sína alla leið til Konfusius, sem var uppi fimm öldum áður en Kristur fæddist. Á mörgum sveitarbæjum i Kína hefirsama ættin búið um þúsundir ára. Fastheldni við^ fornar venjur og ættrækni hefir verið þeim skjól og skjöldur. Þær eru bundnar órjúfandi trygðaböndum við jörðina sína, sem hefir framfleytt ættinni um óteljandi liðu, þótt hún sé smá. Þessi trygð við jörðina hefir svo leitt til þess að bændurnir þekkja hana og skilja hana. Þessi þekking gengur ósjálfrátt í arf; frá föður til sonar, og þeir vita| upp á hár hvað þeir mega bjóða1 jörðinni, hvernig þeir eiga að, hvtíla hana og hvernig þeir eiga að sá í hana til skiftis svo að hún beri sem ríkulegastan ávöxt. fhaldsemin veldur Kínverjum miörgum erfiðleikum. Hennar vegna verða þeir að vinna baki brotnu alla ævi. Mannsaflið er eini krafturinn, sem á að koma öllu í verk er gera skal. Og þeg- ar þess er nú gætt, að í Kína lifa um 300 miljónir manna á land- búnaði, þá gefur þetta betri hug- mynd um ástandið þar í landi en nokkurt annað dæmi. Það sýnir einnig að kínverski bóndinn mun verða þungur fyrir þegar komm- únistar ætla að fara að koma þar á sínu skipulagi um sameignar- bú. Ættirnar, sem hafa erjað sömu jörðina frá ómunatíð og elska hana heitar en alt annað, munu verða tregar til þess að láta hana af hendi og rugla sam- an reitum siínum og annara ætta. Kommúnistar geta ekki borið því við þar eins og annars stað- ar, að sumir eigi alt of víðáttu mikil lönd, og þess vegna séí sjálfsagt að skifta þeim sundur í minni jarðir. Kínversku jarð- eignirnar eru svo litlar, að ekki er hægt að skifta þeim. Eina ráð- ið til þess að kofna á kommún- istisku skipulagi, er að steypa mörgum jörðum saman í sam-| eignarbú, eins og gert hefur ver- i ið í Rússlandi. En það verðurj annað að fást við feínversku bændurnar, sem aldagömul menning ættrækni og ættarmetn- aður hefir bundið órjúfandi böndum við þá bletti, sem þeir lifa á. Þeir verða seint barðir til ásta við hið nýa skipulag. Þegar Japanar óðu uppi í Kína og ekki var annað sýnna en að þeir mundu leggja undir sig alt landið, sagði kínverskur menta- maður: “Það gerir ekki mikið til, þótt þeir leggi undir sig alt landið. Þeir halda því ekki lengi, í hæsta lagi 500 ár.” Svo örugga trú hafði þessi maður á óbifanleik bændamenn- ingarinnar í Kína. Þetta eiga vestrænar þjóðir bágt með að skilja. En það sýnir að hin aldagamla menning kín- versku þjóðarinnar er mörgum sinnum traustari og stöðugri en kínverski múrinn. —Lesbók Mbl. úi Alheim§andi Með þrá og söknuð sælustunda í sorg og gleði spyrja menn, mun ennjþá langt til fagnaðs funda, mun fylling tímans komin enn að líkam enniþá yndislegri sér andinn skapi er drauminn gaf og von og ástir ennþá fegri vér eignumst fyr en vitum af. Vér skynjum ljóss og skuggamyndir en skiljum ei að ráða þær en vonarelda vonin kyndir uns vissan eilíf sigrað fær. Hvert tap er gróði, annað eigi, að orku verður þjáning hver, hver sorgarnótt að dýrðardegi og dagrenningu fagna ber. Ó, dýrð sé þér vor alheimsandi, þú ert það ljós er iþörfnumst vær, og vonarelda vonin kyndir uns vissan eilíf sigrað fær, og þegar jarðllífs bresta böndin %'ér berumst frjáls í sólarátt, það hyllir undir óskalöndin og óðul þeirra er stefna hátt. . Ómar ungi Islandsgata í Avranches Forseti Alliance Francaise, Pétur Þ. J. Gunnarsson stórkaup maður, hefur sent “Samtíðinni” eftirfarandi tilkynningu: “Með bréfi dags. 23. des. s.l. tilkynnti borgarstjórinn í Avr- anches mér, sem formanni nefnd- ar þeirrar, er stóð fyrir Frakk- landssöfnuninni á sínum tíma, — að bæjarráðið hefði á fundi sín- um 6. nóvember síðast liðin, á- kveðið einróma að skíra eina götu bæjarins “Rue d,Islande” (fslandsgötu) í þakklætis- og viðurkenningarskyni fyrir Ihjálp þá, er ísland veitti nauðstöddu fólki í Avranohes á árunum 1945 — 1946. Eg tel þetta merkan viður- kenningarvott og einstakan í sinni röð, er sé þess verður, að haldið sé á lofti. Eins og kunnugt er, nam söfn- unin 400 þús. krónum og var samkv. tillögu frönsku stjórnar- innar skipt á milli íbúa Avranch- es, en sú borg var ein af þeim sem verst var leikin í stríðinu.” —Samtíðin Kaupmaður niokkur hafði lengi árangurslaust reynt að kalla inn skuld hjá einum af viðskiftavinum sínum. Sem seinasta úræði reyndi hann að skrifa skuldunaut sínum átakan- legt bréf og lét fylgja mynd af Mtilli dótur sinni. Undir mynd- ina skrifaði hann þetta: “Ástæð- an til þess að eg þarf að fá greiðslu”. Svarið kom þegar. Það var mynd af stærðar kvenmanni í baðfötum, og neðan á myndina var skrifað: “Ástæðan til þess að eg get ekki borgað.” „o ★ Gamla frænkan: Kysstu mig nú einn koss, Kalli minn? Þá skal eg gefa þér tíu aura. Kalli: Það geri eg aldrei. Þá vil eg miklu heldur taka inn lýsi hjá henni mömmu, fyrir það fæ eg 25 aura.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.