Heimskringla - 29.03.1950, Qupperneq 6
6. SIÐA
HEIMSKBINGLJI
WINNIPEG, 29. MARZ 1950
“Eg veit ekki, það er undir því komið
ihvernig þú hegðar þér. Eg skal segja þér, að
hann skal ekki vera lengur “kæri gamli góði
föðurbróðir Hugh”, eg skal breyta honum í
yndislegt ungt ljón, til þess að gera það allt
saman meira rómantískt. Ef þú vilt hugsa um
það, og fara ekki með hann eins og g^pilan
bjána, sem má kyssa og klappa, heldur sem ung-
an og virðulegan herra, eins og vin minn hérna
til vinstri handar mér —”
og hún hló til Dr. Armathwaite — “já, svo skal
eg hlýfa þér við að þurfa að fá leyfi til að sjá
eign mína, og eg skal ekki segja neitt verra um
þig, en að þú sért ágætis manneskja, bara dá-
lítið léttsinnuð. Það er það tromp, sem við ó-
fríðu stúlkur getum ekki spilað út”, sagði Millie
“allar ikonur sem líta dálítið nettar út, eru létt-
sinnaðar, skilurðu. Nú er eg búin að aðvara þig”.
Þau hlóu öll að þessu glensi, og læknirinn
sagðist vorkenna þeim manni sem fengi svo hor-
undsára konu, og svo héldu þau áfram samtal-
inu með spaugi og glaðværð, þar til að það voru
bara tvær miínútur þar til Mrs. Peel átti að
koma heim.. Dr. Armathwaite sagði að Mrs.
Crosmont yrði að fá vagn til að láta keyra heim
með sig. Þegar hann fylgdi henni út úr garðin-
um að vagninum, og hjálpaði henni upp í hann
stansaði hann eitt augnaiblik við, til að segja
henni að hún mætti ekki vera svona niðurbeygð
og til að spurja hana um hvað það væri sem
beygði hana svo mikið. Hún var í efa, en svo
sagði hún:
“Það — það sem Millie var að segja um
Hugh föðurbróðir minn — hún getur ekki hafa
meint það, gat hún—?”
“Eg — eg held næstum að hún hafi meint
það” svaraði hann. “Sjáðu bara, vesalings kæra,
góða Millie ve;t að hún er ekki fríð, og — þú ert
hættulegur keppinautur, jafnvel sem dóttir Mr.
Crosmont.”
“En Hugh! Hann er eini maðurinn í heim-
inum, sem þykir vænt um mig”, sagði hún í
klökkum róm.
Það var meira en Dr. Armathwaite mátti
heyra. Hann stakk sinni sterku heitu hendi inn
í vagnin og greip hendi hennar, sem hún bar
nærri því upp að augum sér, til að þerra þau.
“Eg vildi ekki hugsa neitt slíkt — eg vildi
ekki láta það valda mér sorgar”, hvíslaði hann
í 'hásum róm.
“Úr því þú hefir nú ekki föðurbróðir, þá
eru bræður allt í kring, veistu það — margir
bræður, sem vildu — gráttu ekki! Lofaðu mér
því, að þú skulir hætta því, og alt mun lagast
fyrir þér.”
Alma þrýsti hendi hans með ákefð, og hún
leit sínum tárfylltu augum þakklátlega til hans.
Hann brosti til hennar, beit sig í varirnar og lét
aftur vagnhurðina. Hann stóð um stund og
horfði á eftir vagninum.
“Eg vildi óska að hún liti ekki svona á mig
aftur”, sagði hann við sjálfan sig í ergilegum
róm. “Já, eg vil óska, að hún gerði það ekki. Það
er vegna þess að menn haga sér eins og bjánar.
Ef hún gerir það aftur — þá fer eg héðan. Það
er næstum það eina sem eg get gert — gera
ekki flón af sjálfum mér.”
Næstu tvo daga sá hann ekkert til Cros-
mont né fólksins á Crags; en þriðja daginn er
verða átti miðdags samkvæmi á Crags, varð
hann bæði undrandi og óttaslegin við, að sjá
vagn Kildonans lávarðar stansa fyrir utan hús-
ið, sem tilheyrði konunni, sem hafði fyrir vana
að fara ávalt með sömu lest til Liverpool sem
Crosmont fór með. Kildonan lávarður var einn
í vagninum. Hann steig út úr vagninum, er
hann sá læknirinn og beið eftir því að læknir-
inn kæmi til sín, og er þeir höfðu heilsast,
spurði lávarðurinn hann hvort hann gæti eytt
fáeinum mínútum í samtali við sig.
“Já, með ánægju”, sagði læknirinn, sem
varð mjög skelkaður við að sjá andlit lávarðar-
ins.
“Viltu þá gera svo vel og sitja í vagninum
meðan eg lýk af litlu erindi sem ekki tekur
lengi, svo skulum við keyra saman dálítin spöl.”
“Læknirinn lofaði því, og fylgdi lávarðin-
um nákvæmlega með augunum, er hann barði
að dyrunum, og út kom strax stór og fönguleg
kona, en með hörkulegan og ljótan andlitssvip.
Lávarðurinn fór inn í húsið með henni, og
læknirinn beið langa stund, þar til lávarðurinn
kom út aftur. Hann veitti hinni miklu breytingu
á andlitsvip lávarðarinns, eftirtekt. Hinn ljúf-
mannlegi svipur var horfin og hörku og alvöru
svipur komin í staðin. Hann virtist nú beinni og
tignarlegri en áður, en hvað hafði valdið þess-
um svipbrigðum fékk hann ekki að vita, fyr en
löngu síðar.
Mr. Hugh Crosmont, sem varð meir og
meir áhyggjufullur eftir því sem hann heyrði
meir frá gamla heimilinu sínu um framferði
bróðursonar síns, og hvernig konan hans varð
veiklulegri dag frá degi, svo hann ásetti sér,
er öll ráð og aðvaranir sem hann hafði gefið
bróðursyni sínum voru að engu virtar, að segja
Kildonan lávarði grun sinn um, að það væri
ekki allt sem skyldi með ráðsmanninn hans, í
því trausti að hann yrði ekki allt of harður í
dómi sínum um yfirsjónir Neds. Mr. Hugh var
ekki vissum að lávarðurinn mundi finna gallana
á bókfærslu ráðsmannsins síns þó hann færi
að rannsaka það; en það mundi bara leiða til ills
eins og vekja umtal, svo hann hugsaði sér að
koma í veg fyrir að slík óregla héldist áfram,
og þannig hjálpa öllum hluteigendum frá vand-
ræðum; svo hann skrifaði mjög varfærnislegt
bréf til lávarðarins, og minnti hann á, að hann
hefði farið nokkuð ógætnislega að ráði sínu
með því, að leggja svo ábyrgðar mikið starf á
herðar jafn ungs manns og Neds, og lét í ljósi
ótta sinn um, að Ned mundi vera kominn undir
áhrif slæmra félaga, og talaði um konu, sem
hann hafði séð fara ávalt með sömu lest og Ned,
til Liverpool. Hann bað lávarðinn að sýna um-
buraðlyndi og meðaumkun bróðursyni sínum,
ekki einungis vegna þess að hann væri ungur,
heldur vegna þess hve hann tæki þetta nærri
sér, og væri að eyðileggja hann á sál og líkama.
Bréfið var í allastaði gott og einarðlegt, en það
var nóg til að koma lávarðinum á stað til að
hefja rannsókn í þessu máli.
Lávarðurinn gleymdi nú allri sinni deyfð,
sem hann var vanur að halda að væri ólækn-
andi og fór sjálfur út, morguninn eftir að hann
fékk bréfið, og keyrði um alla landareignina og
heimsótti alla leiguliðana, og kynntist persónu-
lega hvernig með þá væri farið og bar svo sam—
an þær upplýsingar sem hann sjálfur fékk, við
það sem honum hafði verið sagt. Hann ásetti
sér að biðja Crosmont um að fá sér bækumar
til yfirvegunar, sem hann ætlaði að gera á þann
hátt, að það vekti engan grun. Morguninn eftir
sendi hann hraðskeyti til tveggja banka í Liv-
erpool, þar sem hann átti peninga inni, ásamt
verðbréfum sem þar voru geymd, til að vita
hvernig hagur sinn stæði þar. Hraðskeyti frá
öðrum bankanum gaf honum þá upplýsingu,
sem kom í veg fyrir allan efa um, að viss verð-
mæt skjöl höfðu verið tekin burt án hans vit-
undar, sem hafði verið auðvelt að gjöra, því lá-
varðurinn hafði látið þau þar undir nafni ráðs-
mannsins. Þegar lávarðurinn var komin þetta á
veg í rannsókn sinni, datt honum í hug konan
sem Hugh nefndi í bréfi sínu, svo hann keyrði
til hennar, því hann hélt að skeð gæti að hún
hefði komið Ned til að fremja þá yfirsjón sem
hann hafði gert. Hann var fullar 20 mínútur
inni í húsinu, og læknirinn beið óþolinmóður
og kvíðin í vagninum á meðan.
Er hurðin að sáðustu opnaðist og lávarður-
inn kom út, þorði laðknirinn eftir að hafa séð
framan í hann, ekki að liíta á hann aftur. Ef
hann hafði áður sýnst breyttur í útliti, þá var
hann nú allt í einu sem gjörbreyttur. Nú var
ekki sjáanlegur einn einasti dráttur í útliti hans
sem var þar fyrir viku síðan. Nú var útlit hans
kalt og hörkulegt í kringum augun, munnurinn
eins og hann væri lókaður með klemmu. Á bak
við hann stóð konan sem þjónustusamlega hélt
ihurðinni opinni en hún leit ánægjulega út eftir
samtalið við lávarðinn. Hún gekk með lávarðin-
um að vagninum og læknirinn tók eftir því að
hún stakk við er hún gekk. Lávarðurinn fór um-
svifalaust upp í vagninn, og sagði, ofur rólega.
en í þurum og ákjálfandi málróm:
“Viltu keyra dáiítin spöl út fyrir bæin,
eg þarf að tala við 'þig”.
Læknirinn gerði eins og hann bað, þrátt
fyrir að hann hefði viljað forðast undan því,
þá gat hann ekki neitað hinum virðulega gamla
manni um bón gína, svo hann tók taumana og
keyrði á stað.
“Eg veit, að Dr. Peel hafði mikið traust á
þér”, sagði lávarðurinn.
“Eg held að eg megi segja að hann hafði
það”,
“Hann trúði þér fyrir öllum einkamálum
þeirrasjúklinga sem hann hafði undir hendi?”
“Já, svo eg gæti tekið þá undir mína umsjón,
þegar hann væri dáinn.”
“Hann var góður vinur Mr. Dighton, sálaða;
hann var 'hans fjölskyldu læknir, og þekti öll
fjölskyldunnar heimuglegheit, sem stikur.”
“Eg held hann hafi gert það, Kildonan lá-
varður”, sagði læknirinn.
“Þú veist hann gerði það”, sagði lávarður-
inn í hörðum og einbeittum róm, og sneri sér að
honum, leit á hann með köldu og gegnum smjúg
andi augnaráði.
“Eg veit hann gerði það”.
“Og þau heimuglegheit hafa þér, auðvitað
verið sögð”, sagði lávarðurinn.
“Nei, Kildonan lávarður”, svaraði læknir-
inn og leit á hann. “Skjölin sem innihalda
heimulegheit fjölskyldunnar hafa ekki kom-
ið í mínar hendur ennþá.”
“Hvernig stendur á því?”
“Hann ánafnaði mér skrifborðið sitt í
erfðaskrá sinni, og öll skjöl sem væru í því,
gkyldu tilheyra mér. En er eg fékk skrifborðið
í hendur, þá voru engin skjöl í því, sem höfðu
nokkurt gildi fyrir neinn. Annað hvort hefur
Dr. Peel snúist hugur og eyðilagt skjölin, eða
þau hafa verið tekin úr skrifborðinu áður en
eg fékk það.”
“Hver hefði átt að gera það?”
“Líklega einihver, sem hefur álitið sig hafa
meiri rétt til þeirra en eg.”
Kildonan lávarður pressaði nú enn þéttar
saman varirnar. “Þessar konur eru þó aumu
síkepnurnar”, nöldraði hann. Svo sagði hann
upp hátt. “Keyrðu með mig til hús læknisins;
við verðum að fá þessi skjöl.”
Dr. Armatfhwaite gerði eins og lávarðurinn
beiddi. Er þeir komu að húsinu fóru þeir báðir
út úr vagninum og gengu að framdyrum húss-
ins og lávarðurinn hringdi dyrabjöllunni, og
spurði eftir Mrs. Peel.
Slúlkan sem kom til dyranna, sagði að hún
væri heima, svo fóru þeir inn í stofuna, og eftir
dálitla stund kom Mrs. Peel inn, og heilsaði lá-
varðinum með mikilli lotningu. En hann var nú
ekki sá maður sem hún hafði ástæðu til að óska
velkomin. Hann rétt snerti fingurgóma hennar
og sagði:
“Góðan dagin frú. Eg er komin hingað í
umsýslu erindum.”
Mrs. Peel varð hissa, en hún bauð honum
þó sæti og rykkti til höfðinu á sinn vanalega
yfirlætislega hátt, en hann afþakkaði boðið með
kulda, sem næstum gerði hana skelkaða.
“Þakk fyrir, eg vil heldur standa, frú. Eg
ætla ekki að standa lengi við.”
Þrátt fyrri alla sína mikilmensku, fór hún
að verða óróleg. Læknirinn hélt sig frá þeim og
horfði á þau, þar til lávarðurinn sneri sér að
honum.
“Eftir því sem mér ihefur verið sagt, þá á-
nafnaði maðurinn þinn í erfðaskrá sinni öll þau
skjöl sem voru í skrifborði hans til þessa
manns”, og benti á læknirinn.
Mrs. Peel brá við, eins og sprengikúlu hefði
verið varpað að fótum hennar.
“En lávarður Kildonan, það er nokkurð
sem mér kemur ekki við”, svaraði hún strax er
hún hafði náð sér.
“Mér þykir fyrir því, að eg verð að vera
annarar skoðanar um það, frú. Viss mikilvæg
skjöl hafa verið tekin burt þaðan sem þau
voru í millitíðinni, milli þess að maðurinn þinn
dó og þess, er hann var jarðaður. Þú sérð að
mér er kunnugt um allar kringumstæður; þar
eð um engan annan gat verið að ræða, sem léti
sig þetta mál varða, og hafði aðgang að herberg-
inu nema þú, þá er það ekki neitt sem eg bara
ímynda mér, heldur sem eg er viss um, nefni-
lega, að það ert þú, sem hefur tekið skjölin. Eg
er komin hingað til að biðja þig, — til að krefj-
ast, að þú skylir þeim strax til þess manns, sem
maðurinn þinn ánafnaði þau til.”
Mrs. Peel leit illilega til læknisins og
nöldraði eitthvað um, að þau mundu hafa verið
eyðilögð.
“Nei frú, það er nokkuð sem þú hefir ekki
þorað að gera”, sagði lávarðurinn höstugt. “Eg
vil biðja þig, að þvinga mig ekki til að þurfa
að beita strangari aðferð, heldur skila þeim
strax án frekari vafninga.”
Mrs. Peel varð fyrst eldrauð í andliti, svo
fölnaði hún aftur samstundis.
“Eg þori ekki,” hvíslaði hún, og málrómur
henríar var hás og þungur. “Ekki hér fyrir fram-
an þig, herra minn — ekki —”
Svo varð dauðaiþögn um stund. Svo tók lá-
varðurinn til máls og sagði:
“Eg skipa þér að koma með þau og fá þau
í hendur þeim sem þau tilheyra, en ekki mér.”
Mrs. Peel dró þungt andan, og horfði ótta-
slegin á lávarðinn, og gekk svo með hægð að
dyrunum. Áður en hún komst að dyrunum var
lávarðurinn komin þangað og opnaði hurðina
fyrir henni.
“Þú skilur”, sagði hann, og lagði sóna
mögru hendi á handlegg hennar. “öll skjölin
undantekningarlaust.”
“Já, herra minn”, og gekk út hóvær eins og
lamb.
Lávarðurinn og læknirinn stóðu þegjandi
meðan þeir biðu eftir Mrs. Peel. Þegar læknir-
inn heyrði hana koma ofan stigan, opnaði hann
hurðina fyrir henni. Er hún kom inn, sá hann
strax að skjala bunkin sem hún hélt á, var sá
sami, sem hann hafði séð Dr. Peel handleika svo
oft, síðustu daga æfi sinnar. Það var sjáanlegt
að hún vildi ógjarnan sleppa skjölunum, er
hann rétti fram hendina til að taka við þeim.
“Páðu honum skjölin”, sagði lávarðurinn
í skipandi róm.
“Ó, láttu þau — láttu þau ekki úr höndum
þér”, sagði hún lágt, er hún með skjálfandi
hendi rétti læknirinum skjölinn.
Hér var sterkari vilji en hennar að verki.
Undir eins og skjölinn voru komin í hendi
laeknisins, rétti lávarðurinn út hendina, með
bæði biðjandi og skipandi tilliti, sem læknir-
inn gat ekki staðið á móti.
“í hamingjunnar bænum, gefðu mér skjöl-
in!” sagði lávarðurinn í skjálfandi róm. “Því
eg veit að þau eru viðkomandi konunni minni.”
Læknirinn fébk honum skjölin, án þess að
segja eitt einasta orð, og svo hneigði lávarður-
inn sig kalt fyrir Mrs. Peel og gekk út úr hús-
inu.
27. Kafli
Dr. Armathwaite fylgdi lávarðinum út úr
húsinu og út að vagninum, hann var hræddur
um, að hann mundi taka of nærri sér, það sem
væri í skjölunum, viðvíkjandi konunni hans.
En lávarðurinn var ebki neitt bráðlátur að vita
um hvað þar væri sagt, þar til hann gæti verið
einn og lesið skjölin í næði. Þegar þeir voru
komnir að garðShliðinu, vék hann sér við, og
brosti til læknisins.
“Vertu alveg óihræddur um mig”, sagði lá-
varðurinn vingjarnlega; “þó eg hafi verið svo
lengi gamall bjáni, þá er það ekki vegna þess,
að eg hafi ekki nægilegt vit, þegar kringum-
stæðurnar krefjast þess. Þú skilur, Frank,”
sagði hann alvarlega og kallaði læknirinn í
fyrsta sinn skýrnarnafni sínu, “að allt sem þú
hefur séð og heyrt í dag, er leyndarmál milli
þín og mín; og mundu að það sama gildir um
það sem um það, sem þú heyrir og sérð í kvöld.
Og ef þú heyrir eitthvað, sem þú hefur ekki
búist við að heyra, þá verður þú að láta sem þú
heyrir það ekki; þú mátt ekki verða hissa á
neinu, og hvað svo sem þínar góðu tilfinning-
ar segja þér, þá máttu ekki með svo miklu, sem
einu augnatilliti aðvara aðra sem eru ekki eins
glöggskygnir eins og þú.”
Læknirinn lofaði þessu, þó hálf nauðugur.
Það var nú orðið of seint, að koma nokkurri að-
vörun að.
“Þú manst, að þú átt að borða kvöldverð
með okkur í bvöld”, sagði lávarðurinn.
Læknirinn hafði alveg verið búin að gleyma
því að hann hafði verið boðin til Crags það
kvöld til miðdagsverðar, og hann óskaði nú að
hann gæti komist hjá þvá að þurfa að vera þar,
því honum fanst, er hann sæti til borðs með
Mrs. Crosmont og lafði Kildonan, að hann væri
eins og samsærismaður gagnvart þeim; en það
var nú engin undankomu vegur fyrir hann, því
lávarðurinn var ákveðin í því að hann skyldi
fcoroa og læknirinn varð að lofa þvá. Svo
kvöddust þeir og lávarðurinn fór heim til sán.
Dr. Armthwaite fór eins og hann hafði lof-
að um kvöldið til Crags. Hann var í órólegu
skapi er hann kom þar og kveið fyrir að eitt-
hvað ógeðslegt mundi boma fyrir, en er hann
kom inn í gestastofuna brá allt öðruviísi við, svo
'honum fanst ekki neitt slíkt liggja í loftinu.
Lafði Kildonan stóð upp af legubekknum, sem
hún lá í er hún heyrði nafn hans nefnt, og kom
hlaupandi á móti honum. Hann var fyrsti gest-
urinn sem kom. Hann stansaði er hún kom hlaup
andi á móti honum. Hún var nú glæsilegri á-
sýndum en nokkurn táma áður; klædd á hv^tan
þykkan silkikjól með áburðarmiklum gullsaum
um brjóst og handleggi; er Dr. Armathwaite
stansaði og horfði á hana, fanst honum að hann
gæti ekki verið rólegur yfir að hugsa til þess,
að þetta gull fallega höfuð yrði sett í snöruna,
þó hún hefði snúið sér hana sjálf, með hinu
hjartalaustasta og grimasta atferli og svikum
við manninn sinn; hann yrði að gera tilraun
til að forða henni frá hættunni. Hann hafði bú-
ist við að hún mundi ausa yfir sig ásökunum^og
sbömmum og segja, að hún hefði bomist að því,
að það væri sett gildra fyrir sig, og áska sig um
að vera þátttakandi í samsæri gegn sér.
Hann vissi ekki hvað hann átti að hugsa, er
hún kom, angandi af ylmi blómanna sem hún
bar á brjósti sér, og tók brosandi i báðar hend-
ur hans, og bað hann velkominn.
“Eg er svo glöð að þú skyldir vera sá fyrsti
sem kom í kvöld. Eg setti tíman fyrir þig, dá-
lítið á undan hinum, af því eg óskaði eftir að
tala við þig. Sestu nú hérna hjá mér”. Hún sneri
honum í hálf hring, því hún var eins sterk eins
og hún var fögur og setti hann í sófan hjá sér.
“Niú,” sagðihún, “finnst þér eg ekki vera
góð við þig, og það þrátt fyrir, að þú verð tíma
þínum til að koma manninnum minnum til að
trúa því, að eg gefi hionum eitur, og svo finnur
þú upp alslags aðrar ákærur á mig, jafn ástæðu-
lausar?”
Það var þverúðar og æsingar svipur á and-
liti hennar, og höndurnar brunnu af hita, og við
nánari athugun sá læknirinn, að hennar fögru
augu og blómlegu kinnar báru þess 1 jós merki
að hún var í mikilli geðsæsingu.
“Eg hef aldrei ásakað þig um neitt, lafði
Kildonan”, sagði hann og leit einarðlega í augu
hennar, “það ásakar þig engin, nema þitt eigið
framferði.”
“Hvaða framferði? — Hvaða framferði? Eg
skil þig ekki”, sagði hún þvermóðskulega og
rykkti höfðinu til yfirlætislega.
“Lafði Kildonan, þú ert allt of glöggskygn
til þess að misskilja mig”, sagði læknirinn.