Heimskringla - 07.06.1950, Page 6
6. SIÐA
HEIMSXRINGLA
WINNIPEG, 7. JÚNÍ 1950
Nordheim forseti
Þýtt hefir G. E. Eyford
“Þarna er Alice!” sagði hann. “Góðan dag-
inn barn! Þá loksins sé eg þig aftur! En hvern-
ig líturðu út! Það er ekki blóðdropi í andlitinu
á þér, barn!”
Svo gekk hann til hennar til þess að fagna
henni og taka í hendina á henni, en þá fór frú
von Losberg milli hans og Alice og sagði í skip-
andi róm:
“Afsakaðu!”, eins og hún vildi vemda Alice
fyrir árás.
“Nú, nú. Eg ætla ekki að gera frænku minni
mein”, sagði Thurgau ergilega. “Þú þarft ekki
að vakta hana fyrir mér, eins og lamb fyrir úlfi.
En við hvern hef eg eiginlega þá æru að tala?”
“Eg er baronessa Losberg!” sagði hún og
lagði þóttafulla áherslu á titilinn.
Hún var ísköld og drembin, og gerði hreif-
ingu sem meinti að vísa honum frá Alice, en það
hafði engin áhrif. Frí herran tók kompánlega
í hendi hennar og hristi hana svo að frúin nærri
hljóðaði upp.
“Það gleður mig mín náðuga frú. Eg hef nú
gerst kunnugur þér, og þarna er dóttir mín. Nú,
Erna, því stendur þú þarna, því kemurðu ekki
til að heilsa Alice?”
Erna færði sig, með hægð nær; það hvíldi
en hinn skuggalegi svipur yfir andliti hennar,
en þessi svipur hvarf, þegar hún sá sína ungu
frændkonu svo föla og máttvana í hæginda
stólnum, og á sinn vanalega hispurslausa hátt
faðmaði hún Alice að sér og sagði:
“Vesalings Alice, óskup þykir mér leiðin-
legt að þú ert veik!”
Alice svaraði engu fagnaðar kveðju, en er
Erna kysti hana og talaði svo látlaust og inni-
lega til hennar, sást votta fyrir brosi á hinum
fölnu vörum Alice, svo sagði hún í lágum og
veiklulegum róm:
“Eg er ekki veik, bara þreytt.”
“Ó, baronessa, ekki svona frekjulega, ef eg
má biðja,” sagði frú von Losberg kalt. “Alice
þolir ekki svona frumtaskap, hún hefur veikar
taugar.”
“Hvað hefur hún? Taugar?” spurði Thur-
gau. “Það er eitt af göllum bæja fólksins. Hjá
okkur á Wolkenstein garðinum þekkir maður
ekki slíkt tjóðurband. Þú ættir að koma uppeft-
ir til okkar með Alice, náðuga frú, og eg get
fullvissað þig um, að innan þriggja vikna verð-
ur öll hennar taugaveiklun horfin.”
“Það held eg líka”, svaraði Alice svolítið
fjörlegra.
“Kondu Thurgau, láttu ungustúlkurnar
kynnast hvor annari, þær hafa ekki sést í fleiri
ár,” sagði Nordheim, sem var vel kunnugur
hispursleysi mágs síns, en gat ekki þolað það
við þetta tækifæri.
Hann benti með hendinni á hliðar-herbergi,
en í því kom Elmhorft fram, sem hafði, meðan
deila fjölskyldunnar stóð yfir, dregið sig til
baka í eitt af hinum stóru glugga útskotum.
Þegar hann kom inn í salin, notaði hr. Nordheim
tækifærið til að kynna hann mági sínum.
Thurgau kannaðist strax við nafnið, sem
samstarfs menn hans höfðu talað um á allt ann-
að en lofsamlegan hátt. Hann mældi hann með
augunum frá hvirfli til ilja, og ytra útlit hans
virtist styrkja það vantraust sem hann hafði á
honum. Erna hafði snúið sér við frá frænku
sinni, en stansaði undir eins og hopaði svo til
baka.
“Þetta er ekki S fyrsta sinn, sem eg hef
haft þá æru að sjá baronessu Thurgau”, sagði
hr. Elmhorft. “Hún leiðbeindi mér þegar eg var
viltur upp hjá Wolkenstein — en það er fyrst
í dag að eg heyri nafn hennar. —”
“Svo þetta er þessi ókunnugi herra sem þú
mættir?” þrumaði Thurgau, sem fanst ekki mik-
ið til um samfund þeirra.
“Baronessan var þó vonandi ekki alein?”
spurði frú von Losberg í þeim tón, sem gaf til
kynna, viðbjóð á slíku.
“Auðvitað var eg einsömul!” sagði Erna
sem fann til hennar sterku ásökunar sem lá í orð
inu. “Eg fer altaf ein upp í f jöllinn og hef bara
Greif með mér. Vertu rólegur Greif, ligðu kjúr”.
“Elmhorft hafði reynt að klappa hundinum
en hundurinn urraði að honum svo skein í tönn-
urnar, en er Erna talaði til hans varð hundur-
inn strax rólegur og lagðist niður við fætur
hennar.
“'Hundurinn bítur þó vona eg ekki?” sagði
hr. Nordheim, og lét opinberlega í ljósi van-
þóknun sína á þessu, “annars verð eg að biðja
um að —”
"Greif er meinlaus og vinalegur!” tók Erna
framí fyrir honum. “Hann gerir engri mann-
eskju mein, og lofar oft ókunnugum að klappa
sér, en honum líkar ekki þessi herra og —”
“Baronessa — eg bið þig!” stamaði frú von
Losberg út úr sér, sem naumast gat haldið sér í
skefjum; Elmhorft svaraði þessu með hneigingu
°g glettnis brosi, og sagði:
“Mér þykkir mikið fyrir því, að vera fall-
inn í ónað hjá hr. Greif, og eg er hræddur um
hjá húsmóðir hans líka. En það er áreiðanlega
ekki mér að kenna.”
Hann fór til Alice. Frú von Losberg stóð
við hlið hennar eins og varðmaður til að vernda
hana fyrir þessu ósiðlega samkvæmi, sem hún
áleit að hefði brotist inn í salin,' og sem því mið-
ur, ekki var hægt að reka út, því það væri baron
sem við var að skifta.
Maðurinn sem hafði ekkert tignarnafn var
stimamjúkur og talaði í mildum og bláðum róm
er hann lét von sína í ljósi um, að Alice mundi
komast til heilsu í hinu heilnæma loftslagi í
Heilborn, hann kysti með mikilli viðhöfn á
hendi frú von Losberg, sem hún náðarsamast
rétti fram; svo fór hann til hr. Nordheim til að
kveðja hann, en iþá vildi til óvænt tilfelli.
Úti á svölunum stóðu margir blómstur
pottar með alslags skrautblómum. Allt í einu
kom kettlingur inn á svalirnar, sem hafði kom-
ist þangað neðan úr garðinum. Hann kom að
glerhurðinni, svo til allrar óhamingju sá Greif
hann. Hann þaut upp geltandi, og var nærri búin
að henda frú von LoSberg um koll, og hljóp
fram hjá Alice, dauð hræddri, út á svalirnar þar
sem nú hófst grimmur eltingaleikur. Kettling-
urinn hljóp í dauðans hræðslu allt í kring til að
reyna að komast út. Allt komst í háaloft, blómst
urpottarnir ultu sinn í hverja áttina og brotn-
uðu. Thurgau og Erna reyndu að stöðva hund-
inn en hann var orðin svo æstur í þesum eltinga-
leik, að hann gengdi engu kalli — þetta var að
verða hræðilegt.
Loksins gat kettlingurinn komist upp á
grindaverkið, sem var í kringum svalirnar, og
hent sér þaðan ofan í garðin. Greif vildi ekki
láta bráð sína sleppa svona auðveldlega. Hann
hljóp ofan á eftir kettlingnum, en í því setti
hann um það sem eftir var af blómstur pottun-
um, svo heyrðist strax neðan frá garðinum
hundsgelt og barns grátur.
Þetta skeði fljótar en frá er sagt, svo þegar
Thurgau kom út á svalirnar til að stilla til frið-
ar varð ástandið inni í salnum alveg hræðilegt.
Alice lá með aftur augun í hálfgerðu yfir-
liði, frú von Losberg stumraði yfir henni, Elm-
horft hafði ylmvatns flösku og baðaði enni
hennar með því, en hr. Nordheim þreif í klukku-
strenginn til að kalla á þjónanna. En er öll þessi
ósköp gengu á inni hljóp hin unga baronessa
ofan í garðin. Þegar hún kom ofan í garðin var
hennar þörf þangað, því lítill drengur, há skjæl-
andi, sem kettlingurinn hafði flúið til í vandræð
um sínum, hélt honum í fangi sér, og fyrir
frman hann stóð Greif geltandi og urrandi, en
vildi ekki gera litla drengnum neitt mein.
Drengurinn var dauðhræddur og organdi af öll-
um mætti, þangað til Erna kom honum til hjálp-
ar, og tók í hálsbandið á' Greif.
Thurgau baron, stóð hinn rólegasti á svöl-
unum og horfði á það sem fram fór. Hann vissi
að Greif mundi ekki gera barninu neitt, því
hann var meinlaus..
Er Erna, fór með hundinn sinn aftur til
hússins, hljóp drengurinn, ómeiddur með kettl-
inginn í fanginu, heim til sín.
Er þessari viðureign var lokið, fór baron
von Thurgau inn í húsið og sagði sigri hrosandi
“Eg hef sagt þér það, Nordheim, að Erna
mín á fáa sína Mka.”
3. Kafli
Nordheim forseti var einn þeirra manna
sem eigna sjálfum sér allan veg sinn og árang-
ur. Hann var sonur embættismanns í lágri stöðu.
Hann hafði lært verkfræði og lifað við þröngan
kos't, þar til að hann allt í einu kom fram með
tekniska uppfinningu, sem vakti eftirtekt, bæði
fagmanna og verkfræðinga, á honum. Það var
verið að byggja hinar fyrstu járnbrautir gegn-
um Alpafjöllinn, og þessi ungi og enn óþekkti
verkfræðingur kom fram með uppdrátt af nýrri
eimreið sem átti að geta dregið lestina upp til
hærri staða í fjöllunum. Hann lagði þennan upp
drátt fyrir járnbrautarráðið sem leist vel á það
og keypti af honum einkaréttindin á uppfinn-
ingunni, og borgaði honum vel fyrir það, sem
var til hans stór auður, sem lagði grundvöllinn
að framtíðar auð hans og áhrifum. Það opnaði
honum leiðina inn í hring hinna ríku kaupsýslu
spekulanta.
Mótvon hélt Nordheim ekki áfram á þeirri
braut sem hafði orðið honum til svo mikillar
hamingju, það var eins og hann hefði, þó undar-
legt vagri, mist allan áhuga fyrir því, og sneri
sér að öðru, þó skyldu fyrirtæki. Hann lagði sig
nú eftir að semja sig að siðum og háttsemi
hinna ríku og völdugu, og gerðist fjármála leið-
togi fyrir stóru byggingafélagi sem var í fjár-
þröng, honum hepnaðist svo vel fjámiála ráðs-
menskan, að félagið komst bráðlega úr allrí
þröng, og græddi stóra peninga og á sama tíma
tífaldaði hann sína eigin peninga. Þetta gerði
nafn hans stórt meðal fjársýslumanna, og með
þeim auð sem hann hafði nú til umráða, og hvert
tækifæri öðru betra sem honum barst nú í hend-
ur, og það var auð séð að á þessu sviði var hon-
um eðlilegast að nota gáfur sínar. Hann var ekki
maður sem var í mörg ár að grubla og efast um
eitt eða annað fyrirtæki, hann varð að grípa inni
rás viðburðanna, og nota sína miklu skipulags
hæfileika hvar sem hann náði til.
Pessi ákafi starfsmaður kunni ávalt að velja
rétta menn og setja þá á réttan stað, hann ruddi
öilum ihindrunum úr vegi, og uppgötvaði ný og
ný hjálparmeðul, og það var eins og lukkan
væri með honum í öllu sem hann tók sér fyrir;
og öll fyrirtæki sem hann stóð fyrir græddu
stórfé, en á sama tíma rakaði hann saman millj-
ónum fyrir sjálfan sig, og áhrif hans breiddust
út í allar áttir.
Konan hans var dáin fyrir nokkrum árum,
en það var honum ekki sár missir, því hjónaband
þeirra hafði ekki verið neitt sérlega hamingju-
samt. Hann hafði gifst er hann var bara sem ó-
brotin verkfræðingur, og konan hans sem var af
fátæku allþýðufólki, kunni ekki að laga sig eft-
ir heimilisins sívaxandi dýrð, og leika hefðar
frú, eins og hann krafðist, þar að auki, sonur
sem konan hans eignaðist, sem hann áleit að
væri ekki sitt barn, og þóttist þekkja annars
manns svip og líkingu á andliti barnsins, en
barnið dó ungt. Nokkrum árum síðar fæddist
Alice, hún var veikluleg og heilsuleysisleg. Hún
var hans einka dóttir og tilkomandi erfingi og
sem slík alin upp við allt sem auðæfi geta veitt;
en aðra þýðingu hafði hún ekki, og hann var
glaður er hann gat lagt alla umsjón og uppeldi
hennar í hendur Baronessu von Losberg.
Systir hr. Nordheims hafði gifst kaftein
von Thurgau, áður en bróðir hennar var orðin
r-íkur. Hann var síðasti afkomandi gamallrar
virðulegrar aðals fjölskyldu, sem átti ekki ann-
að en vopnin sín og dálítin búgarð upp í fjöll-
unum. En þar eð þau elskuðu hvort annað inni-
lega, og fríherran var hinn besti maður, gat
Nordheim ekki annað en samþykkt giftingu
þeirra.
Þau voru hin fegursta fyrirmynd ástar og
hamingju, sem vantaði svo tilfinnanlega á hinu
ríka heimili Nordheims. Þau áttu eina dóttir sem
hét Erna, hún óx upp í sólskini ástar og ham-
ingju. Eftir sex ára ástrika samveru, misti
Thurgau konuna sína; þetta sorgar tilfelli bug-
aði hann svo algjörlega, að hann sagði af sér
kafteins stöðunni, sem hann hafði í hernum og
ákvað að draga sig með öllu út úr umsvifum og
hávaða heimsins. Hr. Nordheim, mágur hans,
sem hafði allan hugan við peninga og gróða, gat
ekki skilið slíkt, og reyndi, en árangurslaust,
að fá mág sinn frá þessari ákvörðun. Honum
var tilkynt um þessar mundir, að hann hefði ver-
ið gerður að yfirforingja í hernum, en það kom
fyrir ekkert hann fór með litlu dóttir sína á
erfðajörð sína, Wolkenstein búgarðinn, hvers
litlu inntektir af jörðinni og eftirlaun hans frá
hernum var nóg fyrir hann og hans fáu þarfir.
Frá því breyttist samband þeirra máganna
til stórra muna. Nú vantaði áhrif konunnar og
systurinnar, og auk þess fjærlægðin sem nú var
milli þeirra. Þeir skrifuðust sjaldan á og sáust
enn sjaldnar, þangað til byrjað var að mæla út
fyrir járnbrautinni, og þörfin á, að fá eign
Thurgaus fyrir járnbrautina, kom þeim aftur í
persónulegt samband.
Síðan heimsóknina til Heilborn var liðin
vika, eða meir. Dr. Reinsfeld var aftur á leið til
Wolkstein búgarðarins; en í þetta sinn var hann
ekki einn á ferð. Elmlhorft, yfirverkfræðingur
var í fylgd með honum.
“Það hefði mér síst komið til hugar, Wol-
gang að forlögin skyldu láta okkur mætast hér”,
sagði læknirin glaður. “Þegar við skyldum fyrir
fimm árum síðan, gerðirðu narr að mér fyrir
að eg færi, eins og þú komst að orði, út í eyði-
mörkina, og nú ert þú sjálfur komin hingað.”
“Til þess að koma þessari eyðimörk inn í
hring siðmenningarinnar”, sagði Wolfgang.
“Það Mtur út eins og þér líki vel að vera hér
í þessum fjalladölum; þú hefur tekið þér fast
aðsetur í þessu leiðinlega fjallaþorpi, þar sem
eg fann þig Benno. Eg vinn hér fyrir framtíð
mína.”
“Mér virðist að þú getir verið vel ánægð-
ur með nútíðina”, sagði Benno. “Yfir verkfræð-
ingur og ekki nema tuttugu og sjö ára — það
leikur engin það svo auðveldlega eftir þér! I
einlægni sagt, samverkamenn þínir eru stór-
reiðir yfir útnefningu þinni. Gættu þín, Wolf-
gang, þú ert komin í geitunga bú!”
“Heldurðu að eg sé hræddur við geitungs-
tungu? Eg hef orðið þess var. Eg hef látið þá
herra vita, að eg ætla ekki að þola þeim neinn
mótþróa, og að þeir verði að bera virðingu fyrir
mér sem yfirmanni sínum. Ef þeir vilja hafa
stríð — þá er eg ekki smeikur við það I”
‘“Já, þú hefur altaf haft stríðs náttúru; eg
gæti ekki þolað að lifa í sífeldum illlyndum
við þá sem eg umgengst.”
“Það veit eg; þú ert enn hinn gamli frið-
sami Benno, sem aldrei sagðir eitt einasta ljótt
orð, og þessvegna eðlilega ekki sem bezt með
þig farið af félögum þínum. Hve oft hef eg ekki
sagt þér: á þann hátt kemstu ekki mikið áfram
í heiminum, en áfram verður maður að komast!’
“Þú gengur kanske áfram á sjö mílna stig-
vélum”, sagði Reinsfeld. “Þú ert hins almátt-
uga forseta Nordheims ástmögur. Eg sá hann
fyrir skömmu, er hann var á Wolkenstein.”
“En þekkir þú hann nokkuð?”
“Já, frá því eg var lítill drengur. Hann og
faðir minn voru æsku vinir og studéruðu sam-
an; Nordheim kom á þeirri tíð, næstum daglega
til okkar — og hversu oft lét hann mig ekki
sitja á hné sér, er.hann var á kvöldin hjá okkur”.
“Virkilega? Þú hefur vonandi minnt hann
á það, þegar þú mættir honum?”
“Nei, Baron Thurgau nefndi ekki nafn
mitt —”
“Og svo gerðir þú það auðvitað ekki held-
ur!” sagði Wolfgang hlæjandi. “Það er þér Mk-
ast! Tilfellið leggur tækifærið upp í hendurnar
á þér til að endurkynnast áhrifa miklum manni,
sem þarf ekki annað en að segja nema eitt orð til
að útvega þér ábatasama stöðu, og þú segir hon-
um ekki til nafns þíns! Eg skal þá gera það;
undireins og eg sé forsetan, skal eg segja hon-
um —”
“Látu það ógert Wolf,” greip Benno fljótt
framí fyrir honum. “Það er betra að þú minnist
ekki á mig.”
“Af hverju ekki?”
“Af því hann er nú orðin svo völdugur; hon
um líkar kannske ekki að vera minntur á þá daga
þegar hann var aðeins réttur og sléttur verk-
fræðingur.”
“Þú gerir honum rangt til. Hann er eins og
allir miklir menn, stoltur af uppruna sínum og
mundi verða glaður að minnast á æskuvin sinn”.
Reinfeld hristi ofurlítið höfuðið og sagði:
“Eg er hræddur um, að endurminningin yrði
honum ógeðfeld. Það kom seinna eitthvað fyrir,
en eg hef aldrei vitað hvað það var, eg var bara
lítill drengur, en eg veit, að það var mjög alvar-
legt. Nordheim kom ekki framar í hús okkar,
og faðir minn nefndi ekki nafn hans framar.”
“Þá getur þú varla búist við miklum vel-
vilja frá hans hendi”, sagði Wolfgang, vonsvik-
inn. “Eftir því sem eg þekki forsetan, þá fyrir-
gefur hann aldrei mikla móðgun.”
“Já, það er sagt að hann sé orðin ótrúlega
hofmóðugur og drottnunargjarn. Mér þykir það
undarlegt að þú getur komið þér við hann, það
er þó ekki þér líkt að ganga bogin fyrir nein-
um.”
“Einmitt vegna þess að eg geri það ekki
heldur hann upp á mig! Að ganga bogin og
skríða fyrir honum, læt eg þjónana gera, sem
með því geta sníkt sér út eina og aðra stöðu. Sá
sem vill komast upp, verður að bera höfuðið hátt
og þora að líta upp, annars verður hann fastur
við jörðina.”
“Eftir tali þínu að dæma, hefur þú sett tak-
mark þitt á nokkrar milljónir”, sagði Reinsfeld
í háði. “Þú ihefir aldrei verið prúttinn með tilliti
til framtíðar áætlana þinna. Hvað viltu eigin-
lega verða? Kannske líka forseti járnbrautar
ráðsins?”
“‘Kanske með tíð og tíma — fyrsti tengda-
sonur hans!”
“Átti eg ekki von, að sMkt væri sem þú hef-
ur í sigti,” sagði Reinfeld og hló hátt. Eigin-
lega hefurðu rétt fyrir þér, Wolfgang; en því
viltu ekki Mka strax ná sólinni af himninum?
Eg held það sé álíka auðvelt.”
“Heldurðu að eg sé að spauga?” spurði
Wolfgang alvarlega.
“Ja> eS held það, því í alvöru hugsar þú
ekki til þess, að þú náir í dóttir þess manns,
hvers auður og lukka er næstum haft að orðtaki.
Einka erfingi Nordheims getur valið um fjölda
greifa og barona, ef hún kýs ekki heldur millj-
óna mæringa.”
“Þá þykir mér ekki minna til þess koma að
verða hlutskapari, en þessir greiíar og baronar”
sagði Wolfgang ofur rólega, “og það er sem eg
ætla að gera.”
Dr. Reinfeld stansaði og horfði undrandi
á vin sinn; hann gerði hreifingu, eins og hann
til að taka á slagæij hans.
“Þú ert annaðhvort ekki með fullu viti, eða
þú ert dauðskotin í henni”, svaraði hann stutt
og findið. “Sá sem er ástfangin sér alla hluti
sem mögulega, og heimsókn þín til Heilborn,
viröist að hafa verið forlagarík fyrir þig. Vesa-
lingurinn, það er sorgleg saga.”
“Ástfanginn?” endurtók Wolfgang, og það
lék undarlegt háðbros um varir hans. “Nú,
Benno, þú veist að eg hef aldrei hvorki haft
löngun né tíma til að gefa mig við ástamálum,
og nú síður en nokkru sinni áður. — Nú, horfðu
ekki á mig eins og þetta sé landráð! Eg full-
vissa þig um, að Alice Nordheim skal ekki þurfa
að yðrast þess, ef hún gefur mér hendi sína; eg
skyldi verða henni umhyggjusamur eiginmað-