Heimskringla - 26.07.1950, Page 1

Heimskringla - 26.07.1950, Page 1
QUALITY-FRESHNESS Sutter-Nut BREAD At Your Neighborhood Grocer’s LXIV. ÁRGANGUR WTNNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 26. JÚLf 1950 WILLIAM LYON MACKENZIE KING William Lyon Mackenzie King látinn Hann lézt síðastliðið laugar- dagskvöld 22. þ. m. eftir stutta legu en langvarandi vanlheilsu, að sumarheimili sínu Kingsmere, um 20 mílur frá Ottawa. Mr. King var fæddur í Berlin, nú Kitchener, Ont., 17. desember 1874, og var því fullra 75 ára að aldri er hann lézt. Hann var af hinum ágætustu ættum, móðurafi hans var Wil- liam Lyon Mackenzie, hernaðar- málafulltrúi canadiskra stjórnar- valda, en var dæmdur í útlegð sökum áhrifamikillar forustu sinnar í byltingunni 1837. Mr. King fékk ágætan undirbúning undir opinbert þjóðmálastarf, er síðar varð æfistarf hans, við 'há- skólann í Toronto. Var námsfer- ill hans allur hinn glæsilegasti. Fékk hann sitt B.A.-stig árið 1895, LL.B. 1896, og M.A. 1897. Heiðursnámstyrki vann hann einnig, er gerðu honum fært að stunda nám við háskólann í Chi- cago og eitt ár við Harvard-há- skóla. Lagði hann þar næst fyrir sig félagsmála.starf (social prob- lems) og blaðamensku um skeið í Toronto. Árið 1919 — við fráfall Sir Wilfred Laurier, gerðist hann leiðtogi hins sundraða Liberala- flokks, og hélt forustu hans ná- lega til dauðadags. Engin tilraún skal hér gerð til að lýsa hinum áhifaríka athafnaferli Mr. Kings á þjóðmála og stjórnarvalda-svið- inu. Sllíkt verður ekki gert í stuttri andlátsfregn. Forusta hans og þátttaka á canadjsku þjóðmálasviði — svo og líka að 'hann sat lengur í forsætisráð- herrasæti en nokkur annar for- sætisráðherra í ríkjasambandi Breta, (21 ár) er svo lýðum kunn- ugt, að engra skýringa er þörf. Nálega hálfrar aldar starf hans í þágu lands og þjóðar var sliíkt, að á söguspjöldum framtíðarinnar verður hans vafalítið minst — jafnt af stjórnmálaandstæðingum hans — sem og samherjum — sem eins af mikilshæfustu og merk- ustu sonum hinnar canadisku þjóðar. Síðustu stríðsfréttir Árásarlið Norður-Koreu hefir nú á hinum 2—3 síðustu dögum sótt fram á 150 mílna vígllínu- svæði austur frá Taejon til strandborgarinnar Yongdok. — Hefir varnarlið Bandaríkja og S. Koreumanna alla jafnan veitt viðnám á þessu hernaðarsvæði. Einn hluti annarar deildar (2nd Division) er kominn til Poun, 22 mílur norður af Yongdong, og 35 mílur vestur norðvestur af Kum- chou járn’brautinni. Flugvélar og landher Banda- ríkjamanna hafa sigrað og tekið 5 hervagna (tanks) af 8, með um 700 landhersmönnum nálægt Poun. Fréttir frá höfuðstöðvum Gen. MacArthurs segja að her- dreka-landlið kommúnista nái suð-vestur alt að útjöðrum Mok- po, S. Koreu sjóherstöð 45 mílur suðvestur af Kwangju. Fylkisþingið Búist er við að Manitoba-iþing- ið komi saman til sérstakra fund- arhalda á þessu sumri, seint í ágústm., eða snemma í september til þess að samþykkja fjárveit- ingu til flóðvarnakostnaðar á síðastliðnu vori, og afgreiða þau styrkframlög, er fylkisstjórnin hefir lofað þeim er mest eigna- tjón biðu af völdum flóðanna. f upphafi hafði verið ráðgert að kalla þingið saman í október, en stjórnin ákvað að flýta því, og afgreiða þessi mál eins fljótt og sæmilega nákvæmar skýrslur og áætlanir væru komnar yfir flóð- skemdirnar og kostnað allan. Kominn heim úr útlegð Síðastliðinn laugardag komst Leopold III Belgíukonungur að lokum heim til ættlands síns og væntanlegs konungdóms, eftiy 10 ára dvöl í útlegð — lengst í Svisslandi. Hefir hann þrásamlega reynt að komast aftur í hásæti síðan seinna alheimsstríðinu lauk, en þjóð hans fann honum það til saka að hann gafst upp fyrir Þjóðverjum 1940 viðnámslítið, en flúði ekki með stjórn lands síns, eins og svo margir aðrir þjóð- höfðingjar gerðu, og hafa gert undir líkum kringumstæðum. Tvisvar hefir farið fram þjóð- ar atkvæði í Belgíu um það hvort Leopold skyldi veitt aftur lands- vist og konungdómur, og vann hann atkvæðigreiðsluna með ör- litlum meirihluta. — Kaþólskt klerkavald og aðrir flokkar hafa stutt hann, en móti honum eru harðsnúnir Sósíalista og Liberala flokkar ,er nálega undir eins eft- ir heimkomu konungsins byrjuðu uppreist og hótanir um verkföll og ýms önnur hermdarverk til að sýna vanþóknun sína. Það bætir og eigi fyrir Leopold, að seinni kona hans er ekki tiginborin. f ávarpi til þjóðarinnar gaf hann ekkert út á, hvort hann myndi gefa eftir að sonur hans Beau- duin tæki við konugsdómi. Lofa stríðshjálp Margir þjóðríkja fulltrúar hafa þegar átt ráðstefnur með stjórn Bandaríkjanna, um nauðvarnar- beiðni eða áskoranir Sameinuðu þjóðanna um virka hjálp til her- varna móti árásarliði kommúnista í Koreu. Formælendur Sam. þjóðanna hafa ekki enn látið uppi nöfn allra þeirra landa eða ríkja, en haldið er, að í tölu þeirra séu nokkur lýðræðisríkjanna, og ein- hver hluti landanna í hinni svo kölluðu “Latin American bloc”. Er þetta fyrsta opinbera vit- neskjan eða tilkynningin um á- rangurinn af áskorun aðalritara Sam. þjóð. Trygve Lie um land- herlið móti S. Koreu herskörun- um. Yfir 20 ríki hafa orðið við nauðleitunar beiðni Sam. þjóð., en hverskonar svör sum þeirra hafa veitt, hefir ekki verið skýrt frá. Samt sem áður hefir heyrst að sum hin helztu þeirra vilji hliðra sér við, eða þykist ekki ihafa möguleika til að senda land- lið. Aðeins nationalistar í Kína hafa boðist til að senda landher, en það boð þótti ekki aðgengi- legt, þar sem talin var mikil hætta á því að kommúnistar réð- ust þá á varnarvirki Chiang Kai Þátttaka Canada í Koreu-stríðinu Nauðvarnarbeiðni aðalritara Sameinuðu þjóðanna Trygve Lie, um liðveizlu í Koreu-stríðinu, hefir verið beint til Canada eins og annara meðlima Sam. þjóð., og verður hún tekin fyrir til alvar- legrar umræðu og úrslita þegar alt þingráðuneytið kemur saman innan skamms. Það mun ekki hinn minsti vafi á þyí, hver afstaða stjórnarinnar, þingsins og lýðsins er viðvíkj- andi liðsinni ; Koreu-stríðinu. — Hún hefir þegar komið ábæri- lega í ljós í þinginu og blöðun um, og Canada hefri nú þegar sent þrjú herskip (destroyers) herliði Sam. þjóð. undir forustu og stjórn Gen. Douglas MacAr- thurs til fulltingis. Hin cana- diska þjóð ber djúpa virðingu og aðdáun fyrir hetjuþrótti og hug- rekki hinna amerísku hermanna, sem umkringdir af hersveitum óvinanna og grimmustu áhlaup- um mörgum sinnum fjölmennari og betur vopnaðri hersvei(um en þeirra eigin, hafa orðið að stand- ast ógnir stríðsins — til þess að allar frjálsar þjóðir heimsins mættu því fremur búa í friði og öryggi. Mun það vera eins og L. B. Pearson, ríkisritari utan- ríkismála- ráðuneytisins, sagði í Toronto, að ef svo væri að sum- um fyndist Korea vera aðeins eitt af hinum mjög svo fjarlægu og óviðkomandi löndum, og Canada skifti það ekki miklu máli hvar þar gerðist, þá hefðu viðburðir hinna síðustu 20 ára sannarlega breytt allra viðhorfi í þeim efn- um. Hann kvað samúðarfullan á- huga fyrir friðarhugmyndinni svo ríkan og almennan, að þar yrði ekki neinu öðru til jafnað. Ef sú dýrmæta friðarhugsjón væri í hættu og fótum troðin í Koreu, eða einhverju öðru landi, þá snertir það dýpri og viðkvæm- ari strengi í hjörtum Canada- manna en alt annað — það er rótgróin þrá — friðarþrá, sem hreyfir sér hjá öllum frjálsum og friðelskandi þjóðum, að lög- gæslustarf, og hin göfuga köllun Sheks á Formósa. Bretar, sem Sameinuðu þjóðanna hepnist sem talið er að hafi bezta aðstöðu og getu til að senda landlið, eru enn að skoða huga sinn um hvað gera skuli. Brig. Ernest Thomas Stubbs, yfirmaður Suður-Afríku hermálanna í seinna alheims- stríðinu, bauðst til að safna 100,- 000 hermönnum (no Europeans) vönum stríði eða óvönum, með bezt. Það eru einnig nokkrir, kvað Mr. Pearson, sem eru þeirr- r.r skoðunar að skera ætti upp herör um alla Canada með full- um krafti, og byrja undir eins á að senda hersveitir til vígstöðv- anna. Sl’íkt taldi hann óviturlegt að svo stöddu. Það sem yrði að á- því móti þó, að Suður-Afrfku | kveða, væri mjög auðsætt — en stjórnin væri því samþykk, sem! ekki er þó talið líklegt. ' í skeyti frá Canberra, segir að Ástralía hafi í hyggju að senda herskip og stríðsflugför, en ekk- ert landlið. Nýja Sjáland hefir lagt til 2 freygátur, en hefir ekki ástæður til að senda landlið. það væri það, hvort mögulegt væri að senda vel vopnfært her- lið, án þess að verða þá í vanda staddir sökum skorts á hæfum mönnum til æfinga, ef auka þyrfti landlið til herþjónustu einhverstaðar annarstaðar. Um aðstoð á hafinu, skipakost Frétt frá Santiago, Chile, herm- sem nú þegar hefir verið látinn ir að margir Chile-búar og út-iaf hendi, kvað Mr. Pearson að íendingar hafi boðið sig fram til sjóherinn yrði undir áhrifaríkri . . . . . .. U • .v .. J í í _ f 1 'ák . . L < nn * lr 1 0 herþjónustu sem sjálfboðaliðar Sam. þjóð. í Koreu, en þeim boð- um hafi verið hafnað. Brazilía hefir samþykt að veita alla mögu- stjórn og yfirráðum hins mikla ameríska yfirhershöfðingja, Gen. MacArthur, en hans menn, — Bandaríkjahermennirnir, bæru lega aðstoð í Koreu-stríðinu, en nú hita og þunga dagsins á víg- landvarnaráðið þarf auðsjáanlega að leggja ráðstafanir sínar og á- kvæði fram fyrir Brazilíu-forset- ann. Svíþjóð hefir lofað, eða sagt, vellinum í Koreu, með þeirri þreklund og því -hugrekki sem af þeim hefði æfinlega mátt vænta. Kvað hann hugprýði og þraut- seigju hinna amerísku hermanna að svo gæti farið, að hún sendi>minna Canada-menn á hinar segi- sjúkravagna til Koreu; og Norð-|legu og vonlausu þraufastundir menn segjast reiðubúnir að við Ypres árið 1915. Ástralíu- leggja til skip og menn til vörujmenn mintust Gallipoli, og Eng- og vistaflutninga. Danir hafa á-\ lendingum yrði hugsað til ársins kveðið að leggja fram hergagna-j 1940. Gen. MacArthur kvað hann forða, en áreiðanlega ekkertjalls ekki ókunnan Canada. landherlið. Nicaragua kveðstj Hefði hinn ágæti orðstír hans á reiðubúin að leggja fram vopnað Kyrrahafs hernaðarsvæðinu gert lið, Koreu til hjálpar. hann ógleymanlegan í síðara heimsstríðinu og síðan.» Væri það á allra vitorði hvílíkrar til- trúar hann nyti, ekki aðeins í Bandaríkjunum, heldur og í Can- ada. Ætti sú tiltrú og aðdáun rætur sínar að rekja alla leið til hins fyrra alheimsstríðs. Yfir hershöfðinginn myndi fagna yfir, og taka með opnum örmum hverjum þeim herstyrk til viðbótar liði Sam. þjóð. semj Canada gæti af hendi látið, og hefði farið lofsamlegum orðum um hina skjótu þátttöku Canada. Væri óþarft að fara neinum orð- um um hve mikils þetta hlýlega og mannúðlega viðhorf og fram- koma yfirhershöfðingjans væri metið einmitt nú, eða með hvaða tiltrú og trausti litið yrði á hið viðurhluta-mikla og erfiða starf hans, að hafa ábyrgð á og yfir- umsjón alla með varnarher Sam- einuðu þjóðanna til þess að koma á varanlegum friðr og öryggi í Koreu. ★ Allur búa og borgaralýður S. Koreu, hefir fengið strangar skipanir frá ameríska heryfir- ráðinu um að flytja burt af hern- aðarsvæðinu suðaustur af Tae- jon. Skipunin var gefin til þess að koma í veg fyrir að njósnarar og flugumenn kommúnista gætu dulist bak við víglínur Banda- ríkjahersins — klæddir borgara búningi. Á svæði því sem hreins- að hefir verið, má því skjóta hvern þann, er sést þar í borgara- búningi. Hækkun skatla Ekki er talið ólíklegt að sá stóraukni styrkur, er ríkisráðu- neyti Canada hefir ákveðið að veita Sam. þjóð. til stríðsvarna í Koreu — í flugfara og skipa- kosti, sem og öðrum herútbúnaði, veiki eigi Mtið fjármagn ríkis- sjóðs, svo að grípa þurfi til ein- hverra ráða, svo sem eins og skattahækkunar. Haft er eftir Hon. D. C. Abbott, fjármálaráð- herra, að $20,000,000 hefði ef til vill orðið tekjuafgangur ríkis- sjóðs á þessu fjárhagsári, og hrykki sú upphæð aðeins til að standast kastnað af að senda þau 3 herskip, (destroyers) og átta Nort’h Star flugvélar, sem er all- ur sá stríðskostur, sem Canada er búin að leggja fram. En að sjálfsögðu margfaldast sú upp- hæð, og kostnaðurinn eykst gíf- urlega við þá liðveizlu, sem Can- adastjórn hefir þegar lofað Sam. þjóð. — og haldið er að stjómin muni, fremur en að taka stríðs- lán, grípa til þess að hækka ýmsa skatta, þótt ekkert sé vitað um það með vissu enn. MINNINGARORÐ Margrét Bergsveinsd. Johnson 14. ágúst, 1876, — 17. júlí, 1950 Að miklum fjölda vina og skyldmenna fór fram kveðjuat- höfn í Sambandskirkjunni í Wynyard, Sask., er menn kvöddu og mintust í kærleika, Mrs. Margrétu Bergsveinsdótt- ur Johnson, sem frá landnáms- tímum í Vatnabygðum hafði átt þar heima. Hún var fædd á fs- landi, á Hróðnýjarstöðum í Lax- árdal í Dalasýslu, en til þessa lands kom með foreldrum sínum 12 ára að aldri, árið 1888, og sett- ist að í Winnipeg. Foreldrar hennar voru Bergsveinn Jónsson og Cecelía Jónsdóttir. Þau eru bæði dáin fyrir mörgum árum. Árið 1899, 2. desember, gekk húi>- að eiga eftirlifandi mann sinn, Valdimar Johnson, son Jóns Erlingssonar og Krist- bjargar Guðlaugsdóttur á Brett- ingastöðum í Suður-Þingeyjar- ♦ Á V CANAOA -'tí A Flavor!! CAtlAOA Bread AT YOUR 6 R 0 C E R S NÚMER43. Stefán Einarsson í dag (miðvikudag) leggur Stefán Einarsson ritstjóri Hkr., af stað vestur á Kyrrahafs- strönd, en hann á, eins og kunn- ugt er, að halda ræðu á íslend- ingadeginum við Blaine, Wash., 30. júlí. Honum er óskað góðrar ferð- ar og heillar afturkomu. sýslu. Þau dvöldu um tíma í Winnipeg en fluttu vestur að Vatnabygðum árið 1906, og bjuggu þar öll árin síðan og ólu upp börn sín sem eru hin myndar- legustu í alla staði. Um þessi hjón er ritað í Almanakinu: “Ekki munu þau hjón hafa flutt með sér mikil efni í ný- lenduna, en á tiltölulega fáum árum tókst þeim, með ráðdeild og dug«taði, u auka efnahag sinn svo, að við hlið litla land- nema kofans reis upp eitt af myndarlegustu heimilum í bygð- inni,” og mun það satt vera. Auk eiginmanns síns, skilur Margrét eftir fimm börn, öll í heimahúsum og stjórna þar, með föður sínum, búinu. Þau eru: Bergsveinn; Cecilia Octavía; Kristján Edward; Finnbogi; og Margrét Sigríöur. Annað barn eignuðust þau hjónin, dreng, en það dó sem ungabarn, örfárra daga gamalt. Hún skilur líka eft- ir tvo bræður, sem búa báðir í Wynyard, Jón Bergsveinsson og Kristján Bergsveinsson. Margrét sál. bar sig vel í veik- indum sínum, sem henni var vant, og lét það ekki á sig fá. Hún sýndi frábæra hughreysti og þó að vanheilsan væri orðin henni mikil byrði, vann hún og hugsaði um heimilið til þess síðasta. Hún lá í rúma viku, þó að veikin hafði þjáð hana næstum því ár- langt. En hún dó eins og hún lifði í rósemi og í fullu trausti að alt væri í öruggum höndum. Vinir hennar hinir mörgu og skyldmenni kveðja hana í kær- leika. Séra Philip M. Pétursson frá Winnipeg flutti kveðjuorðin. — Jarðsett var í grafreit Wynyard bæjar. 19. júM, 1950 Hr. ritstjóri: Ung stúlka á íslandi, Ágústa A. Valdimarsdóttir, Lindargötu 44B, Reykjavík, hefir óskað eft- ir að komast í samband við ein- hvern í Canada, er vill standa í bréfaskiptum á íslenzku við sig. Mér þætti vænt um ef þú vild- ir vera svo vænn að setja þessa tilkynningu í blað þitt. Þinn einlægur, Thor Thors * * » Halldór Sigurðsson bygginga- meistari og kona hans og Miss Rannveig Sigurðsson systir hans fóru s.l. fimtudag í skemtiferð suður til Minneapolis að finna kunningja og tengdafólk Hall- dórs, Gunnar Björnsson og fólk hans.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.