Heimskringla - 13.09.1950, Page 1

Heimskringla - 13.09.1950, Page 1
QUALITY-FRESHNESS Sutter-Nut BREAD At Your Neighborhood Grocer’s LXIV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 13. SEPT. 1950 NÚMER 50. FRETTAYFIRLIT 0G UMSAGNIR Minnisvarði afhjúpaður Próf. Skúli Johnson kom vest- an frá Alberta s.l. fpstudag, en erindi hans vestur var að flytja aðalræðuna við afhjúpun minn- isvarða St. G. Stephánssonar, er fór fram 4. september. Eins og frá hefir verið skýrt áður, er minnismerki þetta reist skáld- kóngi Vestur-íslendinga af Sögu félagsdeild Canada (Historic Sites and Monnuments Board of Canada) í samvinnu við nefnd frá Albertafylki, er staði velur fyrir þjóðgarða í fylkinu. Garð- ur sá, sem hér um ræðir, er skamt fyrir norðan þorpið Mark- erville. Á fögrum stað í þessum garði var minnisvarði St. G. reist ur, umlO fet á hæð. Er eirplata á hann sett með nafni skáldsins og hver hann var. Á henni er einnig .nafn sögufélagsins, er varðan reisti. Það sem fram fór við afhjúpun varðans þennan dag, var það sem hér segir: Sungið: O Canada Ávarp forseta: Mr. D. Morgaberg Þá var lýst yfir nafni garðsins af I. H. Holloway, M. Sc. for- manni garðsnefndar fylkisins. Próf. M. H. Long, M.A., FR.S. C. frá Edmonton afhendir minn- isvarðan fyrir hönd Sögufélags- ins. Merkið afhjúpað af Mr. Jacob K. Stephánsson syni skáldsins. Þá hélt Ófeigur Sigurðon ræðu og las upp kvæði eftir skáldið. Aðalræðuna flutti þá próf. Skúli Johnson, kennari við Mani- toba háskóla. Mun sú ræða verða birt síðar. Ó Guð vors lands var og sung- ið af íslenzkum söngflokki og God Save the King Þetta er nú í stuttu máli, það sem fram fór. Fjöldi manns var viðstatt athöfnina. Heimskringla gat ekki náð í myndir af varðanum, sem marg- ar voru þarna teknar fyrir þetta tölublað, en vonar að birta þær síðar. Engu canadisku skáldi hefir áður verið sýndur þessi sómi, sem Sögulfélagið hefir gert með að xeisa Stepháni þetta minnismerki og fylkið með því, að veita stað- inn fyrir það og nefna garðinn nafni Stefáns. Aðrar söguhétur hafa svipað þessu verið heiðrað- ar, en ekkert skáld fyrri. Skatthækkunin Nýja skatthækkunin, sem Ottawaþingið samþykti s.l. viku, er í þessu fólgin: Tekjuskattur einstkra óbreytt- Ur. En á iðnaðarstofnunum er hann hækkaður um 5% og gild- ir frá 1. september 1950. Áfengisskattur hækkar úr $1L í $12. á galloni af*sterku víni. Skattur á malti til ölgerðar hækkar í 5 cent pundið. Nýr 30% skattur lagður á gos- drykki, brjóssyskur, tyggi- gúmmi — í gildi nú þegar. Innanlandsskattur (Excise) hækkar frá 10 — 15% á bílum, tires og tubes. Innanlandsskattur á margskon ar óþarfa eða hálf óþarfa vörum 10 - 15%. 15% skattur á rafnmagns hús- áhöldum. 15% skattur á mótór reiðhjól- um. 15% skattur á skotfæri, ann- ~a en til hernaðar notkunar. 15% skattur á golf-kefli, golf- netti, fiskistengur etc. 8% söluskatturinn annars ó- breyttur. Tekjur áætlaðar af nýju skött- unum nema $58,900,000 á þessu fjárhagsári, sem lýkur 31. marz 1951, eða um $189,500,000 á heilu ári. Tekjur Sambandsstjórnar verða þá $2,669,000,000 og út- gjöld $2,654,000,000. Tekjuaf- gangur um $15,000,000. Fréttirnar frá Koreu Fréttirnar frá Koreu eru að öllum líkindum lakari en yfir- leitt er ætlað. ,Þegar litið er á landabréfið, er það ekki nema einn þriðji af S.- Koreu sem er í höndum Sam.- þjóðanna. Hinu hefir kommún- ista-herinn náð. Það er mikil yfirferð þess hers, að vera kpminn alla leið norðan frá 38 br. gr. og suður að hafi, lítið eitt vestar en um miðju skagans og hafa alt það land á valdi sínu. Að austanverðu og í miðju landi setja kommúnistar nú um Taegu og Kyongju að austan, sem er langt fyrir sunnan Pohang hafnborgina, sem komm- únistar tóku nýlega. Úr þremur áttum er því sótt að Taegu og hafa kommúnistar nú í norð- austri náð borg sem Yongchon heitir og var á þeirra slóðum bezta vígið í þeirri átt. Með því virðist hættan stórum aukast við Taegu. En með falli hennar er vafamál, hvort ekki sé komið að lokum stríðsins og ó- förum Sameinuðu þjóðanna. Her Sameinuðu þjóðanna gerir vel, ef hann stenzt sókn kommúnista suður á bóginn nokkurs staðar úr því. Það er að vísu sagt, að her S. xjóðanna sé nálega orðin eins öflugur að mönnum og her kom- múnista og betur að hergögn- um. En af útbúnaðinum veitir ekki. Sameinaði herinn segist hafa lamað herúthaldið í Norð- ur-Koreu og kommúnistar fái nú ekki eflt her sinn á vígvöllunum. Þetta getur alt satt verið. En sókn kommúnista og sigrar frá upphafi virðast hafa gefið ber þeirra máttinn til þess. Sókn þeirra suður þaðan sem þeir nú eru, virðist jafnvel geta orðið lokasigur stríðísins, ef til sér- stakra ráða er ekki gripið af sunnan mönnum. Það er undarlegt með vest- lægu stórherþjóðirnar Banda- ríkin og Bretland, að það er eins og að þær verði ávalt að tapa í byrjun stríða. Ætli að það eigi eftir að sannast á í Koreu? Hangs og hálfvelgjuskapur Sam- einuðu þjóðanna margra á að gera nokkuð fyrir Suður-Koreu, eins og Indland, sem alveg stend- ur á sama um hvort sú litla þjóð er sundurmoluð að hætti lep- þjóðar austur-Evrópu, er ekki ó- líklegt að leitt geti til að Sam- einuðu þjóðirnar tapi þarna. En að halda að með því sé öllu lokið fremur en í Dunkirk eða við Gull Harbour, væri mesta heimska. Smuts látinn Suður Afríku herforinginn og stjórnmálamaðurinn mikli, Jan Christian Smuts, lézt s.l. mánu- dag, 80 ára gamail. Smuts var mjög víðkunnur maður fyrir stjórnmálastarf sitt. Hann var lengi stjórnari hins nýja lýðríkis í Suður-Afríku. Á það honum meira en nokkrum einum manni veg sinn að þakka. Þó hann berðist á móti Bretum í fyrstu, varð hann mjög hrifin af stjórnarfari þeirra og hefir skrif- að mikla bók um lýðræðisstefn- una, er túlkar mjög vel frelsis- hugsjónir hins vestlæga heims. Smut átti sinn þátt í stofnun þjóðabandalagsins og margar stoðir félags hinna Sameinuðu þjóða, voru sagðar af honum smíðaðar á San Francisco fund- inum. HÚSFREYJAN í GARÐI Kvæði gerð a£ Ármanni Björnssyni, flutt á Islendingadegi Blaine- og Vancouver-búa 30. júlí 1950. "Hæ hæ og hó hó! Húsfreyjan veit ei hvað eg heiti” Hún, sem frjáls, til framtíðar fjölskyldunni klæði skar. Gerði frægann garðinn þar greindi sögufræði. Spann og óf í aldarfar örlög-slungna þræði. “Hæ hæ og hó hó! Húsfreyjan veit ei hvað eg heiti” Hefir nú, á heimamann hulinn spunnið toga þann. Fyrir hana eg vefinn vann, veði trygði borgun. Kröfu mína — kaupmálann kunngeri — á morgun. “Hæ hæ og hó hó! Húsfreyjan veit ei hvað eg heiti” Hún mundi ekki hafna mér, hefði ’ún vitað hver eg er falið verkið, fyrir sér forráð séð um borgun. Því er það, að fer sem fer fyrir henni — á morgun. “Hæ hæ og hó hó! Húsfreyjan veit ei hvað eg heiti” Þá skal freyjan fyrirhitt, fyrir verkið aldrei kvitt. Viti hún ei heiti mitt, —höfuðlausnar- borgun — verður hún — með hyski sitt í hjáleigu — á morgun. “Hæ hæ og hó hó!” ............ * Vaknaðu kona! Vit að þér vandamálið leysa ber. Vita, hver með verk 'þitt fer, voðina slær — og borgun heimtar sír.a, þung af þér þrælsgjöldin — á morgun. Nú er af, sem áður var, er að ráði Guðmundar veitir þjóðin vildar-svar vargsins flærð. Á þingi laut hún áður óskift þar Einari þveræingi. — HARPAN — Vögguvísur mömmu — Hörpu mér gaf móðir mín og sagði: “Hún er geipa mörg og geðhreif, geym þú hennar vel. Mér gaf hana mamma mín, en henni amma. Þúsund ára ættar- erfðir, þér eg fel. Hún er sú hin sama sem að Egill stillti; stolt í hættu, í harmi hrelda værir sál. Hljómkviðuna hefir hafið í æðra veldi, hrynjandin í hreimum hennar — stuðlamál. Vögguljóðin, líka lands-vors-guði hafa bæn og hótun hrunið hennar strengum frá. Staðið hár á höfði herrans, tár í augum. Séra Jón Auðuns dómkirkjuprestur Biskupinn yfir íslandi, hr. Sigurgeir Sigurðsson, dr. theol. sextugur Við þeirri ósk Morgunblaðsins að skrifa nokkur afmælisorð um herra biskupinn sextugan vil eg fúslega verða. Svo oft hafa leiðir okkar legið saman, frá því er eg gekk til ■ hans sem fermingar- drengur, þegar hann var nýorð- inn prestur á fsafirði, og fram til þessa dags. En það er vandhæfni á að skrifa um mann, sem enn stend- ur í hita starfsdagsins, en virð- ist eiga miklúm starfskröftum að fagna og er einráðinn í að leiða mikið dagsverk til lykta. En svo er um herra biskupinn. Eg veit heldur ekki, hvort hon um er mjög að skapi, að á lofti sé heldið þessum áfanga ævi hans. Mér hefur aldrei fundist hann kæra sig um slíkt. Hann kom prestur til fsafjarð- ar sama árið og hann lauk em- bættisprófi frá háskólanum, og hafði þar prestsþjónustu á hendi um 22 ára skeið, og var prófastur i Norður-ísafjarðarsýslu í tólf ár, uns prestar landsins kjöru hann til biskuptignar. Á undan honum var prestur á ísafirði séra Magnús Jónsson, síðar prófessor, alkunnur hæfi- leikamaður og einn glæsilegasti kennimaður þjóðarinnar á þeirri tíð. Eftir slíkan mann var ung- um kandídat ekki vanda laust að kóma. En innan skamms átti séra Sigurgeir frábærum vin- sældum að fagna meðal sóknar- barna sinna. Prúðmennska hans gat verið öllum til fyrirmyndar. Hin hátíðlega altarisþjónusta og ljósar, hjartnæmar prédikanir gerðu mönnum ljúft að sækja til hans guðsþjónustur. Af alúð sinni og samúð með mönnum varð hann sálusorgari, sem menn elskuðu. í félagsmálum þar vestra vann hann stórmikið starf, og þótt það gæti eðlilega ekki orðið árekstrarlaust með öllu, hygg eg að ævinlega hafi furðu fljótt tekist fullar sættir aftur með honum og þeim, sem öðru- vísi höfðu litið á máláin en hann. Þessvegna söknuðu menn hans mjög, er hann hvarf frá ísafirði. Af vestfirskum prestum hafði hann miklar og verðskuldaðar vinsældir, enda veitti hann for- ystu félagsmálum þeirra, og allir áttu þeir erindi við hann. Frjáls- mannlegt viðmót og hispurslaust frjálslyndi í skoðunum féll stétt- arbræðrum hans vel þar vesrta, enda kjöru þeir hann til prófasts í fyrsta sinn að hann kom vestur. Hann var ágætur æskulýðs- fræðari, og stóð kristilegur æskulýðsfélagsskapur með mikl- um blóma undir forystu hans, er hann fluttist frá ísafirði. Þegar að því kom að dr. Jón Helgason legði niður biskups- dóm, var prestunum ljóst, að mikill vandi var að velja honum eftirmann, því að í hafróti breyttra tíma var að verða æ ön- ugra að stýra skipi kirkjunnar. En fyrir þessum vanda trúðu þeir prófastinum á ísafirði og var séra Sigurgeir vígður bisk- upsvígslu Jónsmessu, 24. júní 1939. Um biskupsdóm hans kann að vera of fljótt að dæma enn, þar sem vér vonum, að þar njóti hans enn lengi við, en á þessum tíma- mótum blessa fjölmargir þann ellefu ára biskupferil sem er að baki. Er vér lítum til þess, sem ligg- ur næst, dylst ekki, að ólíkir menn voru þeir um margt, herra Jón og herra Sigurgeir, annar rithöfundurinn og fræðimaður- inn, hinn athafnamaðurinn og af- kastamaðurinn í praktísku starfi. Og engum er gert rangt til af á- gætum fyrri biskupum þótt full- yrt sé, að engum þeirra hafi bet- ur tekist en honum að vinna að Þegar blaðið fer í press- una, eru engar fréttir komnar af Páli lækni Kolka. Skipið sem hann er með, er ekki enn komið til New York. sem hefur mótað allt starf hans í bikupssessi, og þessari hugsjón er hann fús að þjóna svo lengi, sem Guð gefur honum krafta til. Á yfirreiðum sínum um landið sem hann hefur rækt að bestu biskupa hætti, hefur þessi skoð- un hans á sambandi kirkjunnar og þjóðarinnar styrkst, enda hef- ur hann áunnið sér miklar vin- sældir úti um landið. “Eg er ekki viss um að í nokkru öðru heimili í Reykjavík sé gestkvæmara en í biskupssetr- inu að Gimli, en þar stendur við hlið húsbóndans biskupsfrúin Guðrún Pétursdóttir. Heimilið hefur hún ekki aðeins gert dýr- mætt eiginmanni og börnum, — velferðarmálum prestanna. Föð-|hel<hlr hefur hún nú um ellefu urleg umhyggja fyrir hagsbótum j ura skeið rekið heimili, þar sem þeirra hefur lýst sér fagurlega í i flestir ef ekki allir íslenzkir þrotlausu starfi og með dugnaði Prestar hafa notið frábærrar al- sínum og þeim hyggindum aðjuðar °S rausnar, — og heimili kunna að grípa tækifærin, þegar Þar sem öllum hefur verið vistin þau gáfust, hefur honum tekist að vinna stórmikið fyrir prest- ana, sem hann var settur yfir. Enda hefur sumum þótt nóg um jafn ljúf, hinum tignustu gest- um, innlendum og erlendum, og fátæku umkomulitlu alþýðu- fólki. Þar hefur hjarta húsfreyj- þá umhyggju, sem hann ber fyr- unnar dregið hið ólíkasta fólk ir prestsheimilunum og prests- setrunum, sem hann þráir að verði að kristnum menningar- miðstöðvum íhverri bygð. En þetta er herra biskupinurn ekki annað en hin ytri umgerð um það andlega líf, sem hann saman að breiddu rausnarborði. Á prestskaparárunum vestur á fsafirði þjónaði séra Sigurgeir um skeið Bolungarvík, auk heimakirkjunnar. Er þar.gað út eftir hinn erfiðasti vegur, hættu samur og torfær. Þangað fór þráir að kirkja íslands veki með Presturinn þrásinnis fótgang þjóðinni. Menn eru vitanlega ekki allir á sama máli og hann um það, hvernig kirkjan í land- inu eigi að starfa. Á biskupa- fundum erlendis, bæði á Norður- löndum og í Bretlandi, hefur ein örð, drengileg og hispurslaus framkoma hans vakið athygli. Þar hefur hann reynst virðuleg- ur fulltrúi íslenzku kirkjunnar andi um vetur sem sumar og söng messuna fyrir þakklátum söfn- uði eftir margra klukkustunda göngu um urðir, svellbungur og ófærur. Menn dáðust þar vestra að þeirri þjónustu, þeim lifandi áhuga, þeirri sívakandi samvisku semi. Eftir nokkrar vikur fer biskupinn þangað vestur til að vígja nýjan bílveg um þessa leið, Eins og eining íslenzku kirkj- °S hann víSir *>á um leið stóran unnar inn á við er honum brenn-!steinkross’. sem verið er að reisa andi áhugamál, svo er hann lif- Tvennar geðhrifs-grímur guðinn runnið á. Hrærður, sem við Hjálmar* —hugumstóra — sagði: ‘Heyrð er bæn þín, hingað hafin fslands fjöll. Máttugt — guðamálið meðan þjóðin talar. Þarf hún ekki að óttast óheyrð — bænaköll —. (* Hjálmar frá Bólu) andi áhugamaður um kirkjulega eining um heim allan. En hann er sannfærður um, að vér íslend- ingar getum ekki farið að öllu eftir því, hverja stefnu kirkjur annarra landa kunna að taka um starfsaðferðir sínar og háttu, heldur verði íslenzk kirkja að mótast eftir einkennum íslenzkr- ar þjóðarsálar og íslenzks skap- ferlis, að öðrum kosti geti hún ekki staðið djúpum rótum með iþjóðinni. Þessvegna mótast við- horf hans mjög af því, að með fullri gagnrýni eigum vér að taka stefnum þeim, sem mótast kunna í öðrum löndum, t.d. í systurkirkjunum á hinum Norð- urlöndunum. Að svo miklu leyti sem þjóðarsál vor sé ólík því sem er með frændþjóðum vorum, verði kirkjan hér að bera annan svip. Á íslandi verði að vera ís- lenzk kirkja, þessvegna sé það engan veginn víst, að það, sem hæfi öðrum þjóðum í trúarefn- um, hæfi oss. Og herra biskupinn er sann- færður um að á íslandi verði kirkjan að vera frjálslynd kirkja, að öðrum kosti geti hún ekki staðið föstum fótum í íslenzkri þjóðarsál. Guðfræðilega mótun sína fékk hann hjá kennurum sínum á háskólaárunum, þeim prófessorunum Haraldi Níels- syni og Jóni Helgasyni og Sig- urði P. Síívertsen. Þar hlaut biskupshugsjón hans þá eldskírn j hælið. * á ófærunni gömlu, sem hann hef- ur oft farið sjálfur til að flytja fagnaðarerindið. Eg þykist vita, að þetta verk verði herra biskupinum sérstak- lega ljúft, að þeirri beiðni gamla sóknarfólksins sé honum kært að sinna. Biskupshugsjón hans er sú, að reisa kross í hverri sókn og hverri byggð, merki Krists um ísland allt. Allt starf hans er borið uppi af lifandi sannfæring um, að und- ir því merki muni þjóð vor sigra alla erfiðleika og hættur: IN HOC SIGNO VINCES Guð blessi þann biskupsdóm og gefi íslenzkri kristni sigur krossins. Jón Auðuns ÚR ÖLLUM ÁTTUM Tekjur í vinnulaunum í Banda ríkjunum nema á ári $219,300,- 000,000. Kaiser-Frazer bílafélagið hækkaði kaup vinnufólks síns yfirleitt 7. september um 12 cnt. á klukkutíman. og 17 cents til sérfræðinga. Um 16,000 manns varð hækkunar aðnjótandi. í fréttum að heiman: Fyrir skömmu barst sjúkrahælinu S.I. B.S. gjöf að upphæð 1000 kr. frá John Antóníusson, Wakefield, Sask. Hann hefir áður styrkt

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.