Heimskringla - 13.09.1950, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 13. SEPT. 1950
HEIMSKRINGLA
5. SÍÐA
FRÉTTIR FRÁ ISLANDl
Eimskipafélag íslands mun hafa
í hyggju að leigja Gullfoss til
Frakklands í vetur. Mun áhöfnin
verða íslenzk og skipið sigla
i milli Frakklands og nýlendna
Frakka í Afríku. Samningar
1 munu ekki hafa tekizt enn, en
Kalbrún Jónsdóttir, Bergst.
stræti 6, fegursta stúlka
Reykjavíkur 1950
Kolbrún Jónsdóttir, Bergstaða
stræti 6, dæmdist vera fegursta .
stúlkan í Reykjavík 1950 á feg-! vonir standa tl] að Það verðl inn'
urðarsamkeppni fegrunarfélags- an skamms -Gullfoss mundi litið
ins í Tivoli í gærkvöldi. Auk'hafaað «ytja a Reykjavíkur -
hennar persónulega sigurs í sam-
Kaupmannahafnarleiðinni í vet-
ur. —Dagur
kepninni, er þetta sigur Aust-
urbæjar, því hún keppti fyrir , ,, ... , , ,
, Jj . . ■ ' U' u ALeopold III. a fnmerkjum
hann, en Vesturbærmn a þo brot ^
af sigrinum, því Kolbrún er upp-
alin í Blátúni við Kaplaskjól,
dóttir Jóns Þorleifssonar list-
málara og Rakelar konu hans.
Alls tóku 14 stúlkur þátt í
keppninni og var hennar beðið
með mikilli eftirvæntingu. Kl.
8.30 byrjaði fólk að hópast suð-
ur í Tivoli og taka sér stöðu fyr-
ir framan útileiksviðið, og klukk j
an rúmlega 10 þegar fegurðar-
samkepnin endanlega hófst,
var allt svæðið fram undan svið-
inu og fast upp að því þéttskip-
að, og mun aldrei jafnmargt fólk
hafa verið samankomið í Tivoli
á einu kvöldi, enda var veður hið
blíðasta.
Á undan samkepninni voru
margs konar skemmtanir, en
þrátt fyrir það virtist fólkið vart
vita af þeim og nöldraði yfir þvi
live síðla fegurðardísirnar komu
fram.
Að lokum kom svo fram-
kvæmdastjóri fegurðarfélagsins
fram á sviðið og kynnti dóm-
nefndina, en hún tók sér sæti til
vinstri á sviðinu, nema formaður
hennar, Thorolf Smith er var við
hljóðnemann og kynnti keppend
urna jafnóðum og þeir komu inn
á sviðið; spurði stúlkurnar að
nafni og fyrir hvaða bæjarhverfi
þær kepptu. Síðan skrifuðu þátt-
takendur nöfn sín í bók, er til
minningar um þessa fyrstu ísl.-
fegurðarsamkeppni.
Þátttakendur í samkeppninni
voru þessar stúlkur, taldar í
þeirri röð, sem þær gengu inn á
sviðið:
Ingeborg Kannewof, Sigrún
Sigtryggsdóttir, Kol'brún Jóns-
dóttir, Björg Bjarnadóttir,
Hrefna Lárusdóttir, Guðbjörg
Hansen, Elsa Pétursdóttir, Inga
Gunnlaugsdóttir, Ástríður Magn
úsdóttir, Elín Þórarinsdóttir,
Sigríður Sveinbjörnsdóttir, Þór-
dís Valdimarsdóttir, Þóra Þor-
leifsdóttir og Rannveig Sveins-
dóttir.
Eftir að stúlkurnar höfðu allar
gengið fyrir dómnefndina, settist
hún á rökstóla og tilkynti form.
litlu síðar. Sagði formaður dóm-
nefndarinnar, að nefndin hefði
einróma kjörið Kolbrúnu Jónsd.t
Bergstaðastrætti 6, fegurstu
stúlkuna í Reykjavík 1950. Að
lokum þakkaði framkvæmdar-
stjóri fegrunarfélagsins öllum
keppendum fyrir þátttökuna; af-
henti Kolbrúnu Jónsdóttur fagr-
an blómvönd og ávísun á klæða-
verzlunina Feldinn, en þar verða
henni afhent verðlaunin, sem er
alklæðnaður eftir eigin vali.
—Alþbl. 19. ágúst
*
íslandsdeild á vörusýningu
I Chicagn
í gær (9. ágúst) var opnuð al-
þjóðavörusýning í Chicago, og
gat borgarstjóri Chicagoborgar
þess í setningarræðu sinni, að
þetta væri fyrsta alþjóðasýning-
in, sem haldin væri þar í borg.
ísland er meðal þeirra 47
landa, sem þátt taka í sýningunni
og stendur Gunnar Pálsson, for-
stjóri í N. York fyrir hinni ís-
lenzku sýningardeild, sem vakið
hefir talsverða athygli. Sýndar
eru vörur frá Sölumiðstöð hrað-
1 Belgíu hafa verið gefin út
ný frímerki, sem prýdd eru
mynd Leópolds konungs III. —
Þau eru eins og samskonar frí- j
merki, er gefin voru út fyrirj
heimsstyrjöldina, nema hvað
myndin af konunginutn er ný.
n * n
Amma Haraldar hárfagra lét
meðal annars kjölturakka og
páfugl í haug sinn
Frásögn dr. Per Fett um
norsk víkingaskip
Þegar Per Fett var hér á ferð
á dögunum, en það var hannj
sem kom með munina í norksu
deild þjóðminjasafnsins, bárust
víkingaskipin eitt sinn í tal milli
okkar, þau sem fundist hafa í
Noregi, Osebergsskipið og Gauk-
staðaskipið, sem allir íslending-
ar kannast við af orðspori.
Leifar af fjölda mörgum öðr-
um skipum hafa fundist í Nor-
egi. En þessi tvö eru þau einu,j
sem voru svo heilleg, þegar þau j
fundust, að hægt hefur verið að,
varðveita þau í heilu lagi.
Gaukstaðaskipið var svo ófú-j
ið, að hægt var að flytja það í
2 pörtum úr haugnum. En Ose-
bergskipið, sem fannst seinna,
var mikið ver farið, þó hægt væri
að endurbyggja það, svo það er
nú á safninu í Bygdö við Osló,
öldungis eins og það var upp-
runnalega.
En það er eins og Kristján
Eldjárn komst að orði í ræðu
sinni á dögunum að hinn nor-
ræni kynstofn hafði tileinkað
sér mikla og margháttaða menn-
ingu áður en ísland byggðist.
M. a. höfðu þeir yfir að ráða
þeirri tækni, sem þurfti til þess,
að forfeður okkar gátu gert sér
skip, til að flytja með fjölmenni
og búslóð sína til íslands.
Forkostir þeir, sem Norðmenn
höfðu yfir að ráða, fyrir 1100
árum, urðu upphaf að íslands
byggð. Hún hefði ekki getað átt
sér stað án þessara skipa.
Margir íslendingar sem koma
ti 1 Noregs telja víkingakipin á
Bygdö-safninu vera það merki-
legasta sem þeir sjá þar. Það
kemur til af því, að þau eru svo
nátengd sögu og uppruna ís-
lenzku þjóðarinnar.
Fett fornfræðingur komst m.
a að orði á þessa leið um gerð
skipanna:
Þetta eru, eins og menn vita,
opin skip, sem höfðu ferstrend j
segl er lágu yfir þver skipin. j
Ekki var hægt að sigla skipum
þessum á móti vindi. Seglaum-
búnaður hafði ekki náð því stigi
á þeim dögum. Farmennirnir
urðu að hafa meðvind.
Framstafn og afturstafn skipa
þessara voru gerðir eftir hring-
línum. Eftir því sem sögur
herma voru á framstefni þeirra
drekahöfuð, sem átti að taka af,
þegar siglt var upp að landi. Það
getur ekki verið að Osebergs-
skipið hafi nokkurn tíma haft
drekahöfuð “með gínandi trjónu ’,
eins og sagt var. En Gaukstaða-j
skipið vantaði stefnið.
Mikill munur er á þessum
tveimur skipum. Gaukstaðaskip-j
inu og því, sem kennt er við Ose-j
frystihúsanna og Sölusambandi berg. Osebergskipið hefir sýni
íslenzkra fiskframleiðenda,
Kæliskipið “Vatnajökull” kom
til Chicago miðvikudaginn 3. ág.
og tók þar smjörfarm, sem fara
á til ítalíu. Skipið lagði úr höfn
laugardagsmorguninn 5. ágúst og
hafði verið fyrsta íslenzka skip-
ið er siglt hefir til Chicago.
—Tíminn 10. ágúst
lega verið innf jarðaskip en Gauk
staðarskipið var hafskip. Bygg-
ingarlag skipanna er mismun-
andi m. a. að því leyti að Gauk-
staðarskipið er mikið mjórra, en
1 innf jarðaskipið og hefur því
verið meira gangskip. .
í Osebergskipinu eru áraopin í
efsta borði byrðingsins. En í
Gaukstaðaskipinu voru 2 borð
fyrir ofan árarnar. Á þann hátt
íhefur skipið verið betur til þess
fallið að mæta miklum sjávar-j
gangi.
Það sérkenni er við byggingar
lag skipa þessara borið saman
við báta þá, sem nú eru gerðir,!
að nýtísku bátarnir eru mikið
stinnari. Þegar öldur skella á
þesum stinnu bátum, hvolfir I
þeim. En gömlu skipin hafa ver-'
ið mikið eftirgefanlegri, beygj-
anlegri. Sé Gaukstaðaskipið t. d.
mælt frá borðstokk niður um
kjöl og að hinum borðstokk hef- j
ur skipið verið svo eftirgefan-
iegt, að þessi fjarlægð hefur get-
að minnkað um 10 cm. frá því
sem hún er, þar sem skipið stend
ur. Að sjálfsögðu án þess leki
kæmi að því.
Hefur skipasmíði Norðmanna
átt langa þróunarsögu, áður en
hún komst á þetta stig. Því þarj
ií landi, sem og með öðrum frum- j
stæðum þjóðum, eru fyrstu skip-J
in eða farkostirnir á sjó ekki
annað en holir trjábolir. Frá þvíl
stigi og til víkingaskipanna er;
löng þróun, þar sem komin er
sterkur kjölur á skipin og reng-j
ur með járnnöglum og bitar sem
þiljurnar hvíla á. En segla út-
búnaður kom einkennilega seint
til greina meðal Norðmanna.
Maður hefur ekki fullar sann-
anir fyrir því, að verulegur segla
útbúnaður hafi verið kominn þar
í skip fyrr en í lok 8. aldar. Er
það einkennilegt, þegar þess er
gætt að Norðmenn höfðu þó
komist í kynni við Rómverja,
sem þekktu siglingar löngu fyr.
Fundist hafa leifar af bátum
eða skipum í Noregi sem áreið-
anlega eru frá því kringum 800,
þar sem greinilega er hægt að ■
sjá, að segl hafa ekki verið á
bátunum. Það sést meðal annars
á því, að þegar um seglaútbúnað
er að ræða, og siglujr, þá þarf að
vera mikill timburstokkur í
kjölnum til þess að festa sigl-
una við. Og eins ætti að sjálf-
sögðu að sjást einhverjar leifar
af skautum, ef bátum hefir ver-
ið siglt. Af ýmsum fundum skipa
og báta í Noregi sést að elstu
farkostir frumstig skipatækninn-
ar hefir verið skinnbátar. En það
sérstaka verklag hefur verið not-
að við skinnbátana, að húðirnar
hafa fyrst verið saumaðar saman
og síðan hafa innviðirnir
strengdir utanum þá. í bátasmíð-
um Norðmanna eimdi eftir af
þessu verklagi langt fram eftir
öldum. Að fyrst var ytra borðið
sett saman, eða “húðin” sem köll-
uð var, og síðan smíðaðir innvið-
irnir. Talið er sennilegt að Norð
menn hafi á sínum tíma notað
skinnbáta.
Er eg spurði Per Fett hvað
menn hefðu vitað um skipasmíð-
ar Norðmanna á Víkingaöldinni,
áður en þessi skip fundust, sagði
hann, að menn hefðu ekki haft
við annað að styðjast en frásagn-
ir úr fornsögunum.
En þetta breyttist undir eins
og fundið var Gaukstaðaskipið.
Það fannst árið 1882. Og var sem
sagt svo ófúið, að skipið var sag-
að í sundur í miðju og síðan
voru hestar látnir draga skips-.
partana út úr haugnum. Þá lærðu
menn fyrst ýmislegt um segK
útbúnað víkingaskippanna, sem1
menn höfðu enga hugmynd haft
um áður.
— Eru nokkrar tilgátur um
það hver hafi verið heygður í
Gaukstaðaskipinu ?
—Ýmislegt bendir til þess, að
það hafi verið Ólafur Geirstaða-
álfur. M. a. kom það í ljós, að
maðurinn sem þar var heygður
hafi haft fótarmein. En sagan
segir að fótarmein hafi orðið
honum að bana. En það er greini-
legt, að skipið er frá þeim tíma
er Ólafur var uppi.
Osebergskipið fannst svo árið
1904. Þá kom í ljós að þarna var
ákaflega mikið af merkilegum
fornminjum samankomið.
Ábúnandinn á jörðinni Ose-
berg fann skipið. Þ.e.a.s. hann
kom niður á stefnið, og hreyfði
síðan ekki við neinu eftir að
hann hafði fengið grun um að
þarna kynni að vera merkar forn
minjar í jörðu.
Þá voru engin lög í Noregi
sem bönnuðu að flytja út forn-
gripi. Bóndi þessi komst í sam-
band við ameríska auðmenn, og
orðaði við þá, hvort þeir vildu
ekki kaupa þennan fjársjóð, er
hann hafði fundið á jörð sinni.
Áður en til nokkura slíkra við-
skipta kæmi voru í skyndi sam-
þykkt lög í Stórþinginu þar sem
bannað var með öllu, að flytja
nokkra forngripi úr landi.
Um sama leyti komust norsk-
yfirvöld að samkomulagi við
bónda, um það, að hann fengi
þó'knun fyrir fund sinn.
Þegar haugurinn var gerður,
hefur verið hlaðinn vönduð und-
irstaða undir skipið úr grjóti,
og 'rent leir milli steinanna svo
að skipið lá í vatnsþjettri gróp.
Regnvatn sem seig í hauginn
safnaðist í gróp þessari. Þetta
varð til þess, að allt timbur í
skipinu og trémunir höfðu varð-
veitst ákaflega vel.
En þunginn af haugnum sem
orpinn hafði verið yfir skipið,
var svo mikill, að hann flatti það
út á bæði borð, svo skipið hafði
liðast sundur í smábúta.
Sænskur fornfræðingur Gust-
avson að nafni, hafði yfirstjórn
með greftrinum. Hann gerði sér
það að reglu, og vék ekki frá
henni, að í skipinu mætti engin
nýsmíði vera. Setja skyldi skipið
saman úr upprunalega efninu
einu. Það var geysileg vinna, að
finna út, hvernig átti að raða
bútunum saman, þannig að skip-
ið sem heild yrði endurbyggt ná-
kvæmlega í hinni upprunalegu
mynd.
Aðstoðarmaður Gustavsons
var Haakon Shetelig, sem íslend
ingum er að góðu kunnur.
Menn hafa giskað á að Ása
drotning, móðir Hálfdánar svarta
og amma Haraldar hárfagra, hafi
verið heygð í þessu skipi. Fund-
ust í skipinu leifar af beina-
grindum tveggja kvenna. Er
önnur talin vera beinagrind
drotningar, en hitt hafi verið
beinagrind ambáttar, er átti hafi
að þjóna henni eftir dauðann.
styður það þessa ágiskun hve
virðulegur allur umbúnaðurinn
hefur verið. — í skipinu fundust
m.a. 4 sleðar og 1 vagn, 7 hestar
og nokkrir uxar, kjölturakki og
Frh. á 7. bls.
Orustan á Hálogalandi
í Glenboro
Þann 21. ágúst s.l. skrifaði eg
i dagbókina mína þessi orð “Dá-
samlegt veður. Sólskin og mátu-
lega heitt”. Frá náttúrunnar
hendi var það skínandi dagur, en
það er annað sérstaklega sem
gjörir þann dag ógleymanlegann ;
hér í Glenboro og Argyle, en
það var það að þá heimsótti okk-
ur íslenzkur leikflokkur frá
Geysir og syndi um kvöldið í
stærri samkomusal bæjarins ofan
nefndan leik, við ágæta aðsókn.
Það var fátt af eldra eða mið-
aldra fólki sem ekki kom að sjá
leikinn, úr öllum pörtum bygð-
arinnar. Leikurinn í raun og
veru er ekki sérlega merkur, en
hann varð fyrir meistaralega
meðferð leikenda merkur í hönd-
um þeirra og fólkið skemti sér
frábærlega vel, leikurinn er í 3
þáttum og stendur yfir á þriðja
kl.tíma, engum leiddist og allir
eða flestir hefðu glaðir setið
iengur, það var hlegið og klappað
þar til sumir tárfeldu af fögnuði.
Eg æt'la ekki að skrifa ritdóm um
leikinn, aðeins að kvitta fyrir
komuna með fáum orðum, það
var valin sveit og vel æfð, sem
mundi sóma sér vel hvar sem er.
Leikendur voru: Mrs. Hrund
Skúlason, Miss Sigrún Skúlason,
Miss Francis Jóhannsson, Mrs.
Ásta Pálsson, Miss Svafa Pálson,
Jónas Skúlason, Grímur Magnús-
son, Gunnlaugur Jóhannsson,
Björn Bjarnason og Bogi Bjarna
son. Allir fanst mér leika vel, og
engum fipaðist eða skeikaði, og
kvenfólkið var enginn eftirt>átur
karlmannanna, og voru þó hlut-
verk þeirra flest dásamlega af
hendi leyst. Höfuðstykkin sem
Grímur og Jónas léku sönnuðu
að þeir eru engar liðleskjur, og
Gunnlaugur fór vel með ásta
stykkið, þó hann sé kominn á
miðjan aldur, og Bogi, sem ekki
hafði stórt hlutverk, stóð sína
plikt vel.
Leiklistin sem var í miklu
gengi í bygðum ísl. víðsvegar fyr
á árum er nú að mestu aldauð,
sem er mikill skaði, hún hefir
orðið að víkja fyrir útvarpi, kvik-
myndum og dansi, og tíðarand-
anum. Þess lofsverðara er það
að sjá flokk manna og kvenna
sem ráðast í að sýna sjón-
leik á íslenzku. Vér þökkum
flokknum fyrir komuna og
skemtunina, og auk þess þökkum
vér Birni Bjarnasyni fyrir
skemtun á eftir, hann er sannur
skopleikari, og hefir tungu hvers
manns er hann vill. Komst hann
ekki hjá að blóta dálitið á laun
og herma eftir sem honum er svo
vel lagið. — Hamingjuóskir til
ykkar allra. G. J. Oleson
P.S.—Þess skal getið kvenfólk-
inu í Glenboro og Argyle til
verðugs heiðurs, að það tók sam-
an höndum, og gaf öllum kaffi
og veitingar á eftir leiknum, með
þeim myndarskap sem þær eru
alkunnar fyrir. Fyrir það eiga
þær þakkir skyldar. G. J. O.
Þú getur símað fleiri—og haft meira
gagn símans, með því að vera eins
stuttorður og unt er. Ef þess er gætt,
þarf ekki eins oft að bíða eftir sím-
tali, vegna notkunar símans.
TIL GOÐS ÁRANGURS NOTIÐ
LONG DISTANCE SIMANN
frá 6 e.h. til 4.30 f.h. og á sunnudögum
M.T.5.
mnniTOBR TEbEPHonE
sysTEm
STOP ROAD
KILLING!
In Manitoba alone last year, 24 children
were killed and 541 were injured in traffic
accidents. LET’S STOP THIS KILLING!
Be especially careful when driving in
school zones, residential areas, and near
playgrounds. Slow down, be SAFETY-
WISE—remember, your NEXT mistake
. . . may be your LAST!
This space contributed by
Shca s Winnipcg Brewery Ltd.
MD-266
í®56009990060090Se0060S00090ð09C0900000006005099000»
1 !
VERZLUNARSKÓLANÁM
Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein-
mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun,
og það fólk sem hennar nýtur hefir venju-
lega forgangsrétt þegar um vel launaðar
stöður er að ræða.
Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við
fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg.
Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu
viðAÚkjandi, það margborgar sig.
The Vihing Press Limited
Banning og Sargent
WINNIPEG :: MANITOBA
^g^oogogooooeoooooððoooooeooooooBeeaemyManaya^