Heimskringla - 13.09.1950, Page 6

Heimskringla - 13.09.1950, Page 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. SEPT. 1950 Nordheim forseti Þýtt hefir G. E. Eyford Hr. Elmhorft hafði látið innrétta þetta herbergi eins og það væri honum brýn nauðsyn, að þau hægðu stöðu hans. Frá þessum háu og björtu stofum var mjög þægilegt útsýni, sérstaklega úr vinnustofunni. Á gólfinu var þykkur dökkgrænn dúkur og græn silki- hengi fyrir gluggum og dyrum, og útskornir eikar húsmunir óg fullir bókaskápar. Útum horngluggan þar sem skrifborðið hans stóð, var ágætt útsýni til hinnar miklu brúar, sem hann hafði stöðugt vakandi auga á. Hr. Elmhorft sat við skrifborðið og var að tala við Benno Reinsfeld, sem var rétt nýlega kominn. Hann var óbreyttur í sjón og útliti, ef nokkuð þá var hann lausari við allar siðareglur en áður. Eftir margra ára veru í hinu litla af- síðis fjallaþorpi og hið erviða læknisembætti sem gaf honum ekki mikin tíma til hvíldar, og hina stöðugu umgengni við fólk, sem lifði mjög óbrotnu lífi hafði sett mark sitt á hann. í þetta sinn var dr. Reinsfeld í svörtum heldrimanna búningi sem hann bar aðeins við sérstök tækifæri, en því miður var tíu ár á eftir tíma og tísku, svo hann tók sig ekki sem best út í þessum búningi; grái jakkinn og flóka hatt- urinn sem var hans daglegi búningur fór honum langtum betur. Það var ekki hægt að neita því að hann var orðin nokkuð bóndalegur í háttum, Og framkomu og hann vissi vel af þvi sjálfur, því hann tók sér nærri ávítanir vinar síns, sem hristi höfuðið við að sjá hann. “Á eg að láta þig koma fram fyrir dömurn- ar í þessum búningi?” sagði Elmhorft ergilega. “Því í ósköpunum fórstu ekki í kjólfrakka?” “Eg á nú orðið engan kjólfrakka”, sagði Benno sem afsökun; “enda er slíkur búningur ekki nauðsynlegur hér, og auk þess væri það ónauðsynlegur kostnaður að kaupa slíkt, en eg hef látið gera upp gamla hattin minn, og keypt mér nýja hanska í Heilborn.” Hann tók stóra hanska upp úr vasa sínum og lagði á borðið fyrir framan vin sinn, sem leit alveg undrandi á þá. “En þú lætur þó ekki þennan skratta á hendurnar á þér?” sagði Elmhorft, “Þeir eru langt of stórir fyrir þig.” “En þeir eru alveg nýjif og svo fallega gul ir”, sagði Benno ofur lítið sár, því hann hafði búist við að fá viðurkenningu fyrir þennan auka kostnað, sem hann lagði í til að bæta upp á bún ing sinn. “Þú verður heldur en ekki álitin glæsileg fígura hjá Nordheims”, sagði Elmhorft og ypti öxlum. ‘Það er virkilega ekkert sem mælir með þér þar.” “Verð eg þá að hætta við heimsóknina?” spurði læknirinn, í auðmjúkum biðjandi róm. “Já, það verðurððu að gera, Bennó! Eg vil að þú stundir Alice meðan hún dvelur hér, því sjúkdómur hennar er farin að valda mér alvar- legrar áhuggju. Hún hefur haft alla mögulega lækna í IJeilborn og í höfuðstaðnum, og allir gerðu nákvæma skoðun á henni, en engin þeirra hefur getað hjálpað henni hið minsta. Þú veist, hve mikið traust að eg hef á þér, sem lækni, og vil ekki neita mér um að leyta hjálpar þinnar fyrir hana.” “Auðvitað ekki, mín þjónusta stendur þér til boða, þegar þú óskar þess, en þú þekkir á- stæðuna fyrir því, að mér er það sársaukakent, að þurfa að hafa nokkur mök við forsetann!” “Það er þó ekki vona eg, af því faðir þinn og hann voru ósáttir? Þessvegna hef eg ekki hingað til nefnt nafn þitt í hans viðurvist, en nú er eg krefst þinnar hjálpar fyrir kærustuna mína, verð eg þó að láta þig koma heim til okkar. Þú mætir ekki tengdaföður mínum því hann fer á morgun. Láttu það ekki hindra þig, Bennó, á- stæðan fyrir þér er, að þú veigrar þér við að umgangast hefðar dömur, vegna þess að þú ert vanastur umgengni við bændafólkið.” Það leit út eins og hann hefði getið rétt til, því Bennó færði ekki fram neina mótbáru, en bara stundi þungt. “Þú gerir þig að síðustu að aumingja með því að lifa þessu lífi sem þú gerir”, sagði Elm- horft óþolinmóður. “Þú ert nú búin að vera fimm ár í þessu lélega sveitaþorpi uppí fjöllun- um, þar sem þú gengur fram af þér við stöðuga áreynslu fyrir litla sem enga borgun, og það lítur svo út að þú ætlir að vera þar alla þína æfi, því þú hefur ekki áræði til að grípa tækifærið, þegar þér býðst eitthvað betra. Hvernig geturðu haldið það út, að vera þar lengur?” “Já í kringum mig lítur allt öðru vísi út, en í þínum skrautlegu sölum”, sagði Bennó góðlát- lega, er hann leit yfir hina þægilegu vinnustofu vinar sáns. “Maður verður að laga sig eftir efn- um sínum og kringumstæðum, og efni mín eru ekki mikil; þú hefur altaf haft millíóna hneigð, og hefur í mörg ár haft þá einu hugsjón að verða ríkur, og maður verður að viðurkenna að þú hef- ur ekki látið tækifærið sleppa úr höndum þér.” Elmhorft hleypti brúnum og sagði í særð- um tón: “Á eg þá líka að heyra þetta frá þér? Æfin- lega þessa sneið um auðæfi Nordheims! Það er eins og fólk haldi að framtíð mín sé að öllu bundin við trúlofun mína. Er eg þá sjálfur alls ekki neins virði?” Dr. Reinsfeld horfði alveg hissa á hann. “Hverslags ímyndun er þetta, Wolf? Þú veist vel að eg ann þér hamingju þinnar af heil- um hug, en þú ert undarlega viðkvæmur undir eins og talið berst að því, þó þú hafir fulla á- stæðu ti 1 að vera hreykinn af því. Hafi nokkur fljótt og giftusamlega ráðið augnamiði sínu þá ert þú það.” Á skrifborði Elmhorfts stóð mynd af Alice í skrautlega útskornum ramma. Myndin var að sönnu lík henni, en líkingin var ekki sem best, því hinar viðkvæmu mildu línur í andliti henn- ar sáust ekki á myndinni, augun dauf og fjör- laus. Þessi grannvaxna unga stúlka í hinum skrautlegasta búningi, var sönn eftirmynd hinna Mfsleiðu kvenna, sem maður mætir svo oft í stór- borgunum. Dr. Reinfeld datt eitthvað þvílíkt í hug, hann leit aftur á myndina og svo á vin sinn og sagði: “En þú sýnist ekki að vera lukkulegur þó þú hafir náð takmarki þínu.” Hr. Elmhorft sneri sér snögt og hastarlega að honum. “Því ekki? Hvað meinar þú með því?” “Nú vertu ekki svona æstur! Það er þýðing- arlaust að neita því, að þú hefur breytst á síð- ustu mánuðunum. Eg frétti frá höfuðstaðnum, um trúlofun þína og hélt að þú kæmir geislandi af gleði til baka yfir fullnægingu allra framtíð- ar áforma þinna, en í staðin fyrir það ertu stöð- ugt alvarlegur og óvanalega vanstiltur, þú, sem alltaf hefur verið rólegur og stiltur — hvað gengur eiginlega að þér, Wolf?” “Ekkert, láttu mig í friði!” svaraði hann afundið, en Bennó fór til hans og lagði hendina á herðarnar á honum. “Ef trúlofun þín var þitt hjartans mál, þá “Eg hef ekkert hjarta, það hefurðu svo oft sagt mér”, tók Elmhorft framí fyrir honum. “Nei, þú hefur bara nó ergelsi — og ekki annað”, sagði Reinsfeld alvarlega. Elmhorft lét óþoMnmæði í ljósi og sagði: “Láttu mig vera lausan við að hlusta á préd- ikun þína, Bennó, þú veist að í því tilliti skilj- um við ekki hvor annan. Þú ert og verður —” “Yfirdrifin hugsjónamaður, sem heldur vildi borða þurt brauð með minni hjartakæru, en aka í skrautvagni með sinni hefðar frú. Já, eg er nú einu sinni svo ópraktiskur í eðli mínu, og fyrstum sinn á það ekki einungis við brauð- ið, þessvegna er það mín lukka að eg á enga sér- staklega hjartakæra.” “Við verðum að fara”, sagði Elmhorft, “Al- ice á von á mér klukkan tvö. Reyndu nú að vera eins og kurteis maður; eg er hræddur um, að þú kunnir ekki orðið að hneigja þig á viðeigandi hátt.” “Þess gerist heldur ekki þörf hjá sjúkling- um mínum”, svaraði Bennó. “Þeir eru ánægðir með að vera læknaðir án hneigingar, og ef þú hlýtur vansæmd af mér hjá kærustunni þinni, þá er það sjálfum þér að kenna, því vilt þú draga mig eins og fórnarlamb — Er ekki jóm- frú von Thurgau þar Mka?” “Jú!” “Og hún er líklega orðin mikilsháttar dama Mka?” “Já, að minsta kosti að mínu áliti.” Svarið var kalt og stutt, og aMs ekki uppörv- andi fyrir vesalings læknirinn, sem sá fram á að það yrði sér ervitt að lúta öllum keypum og kreddum þessa fólks. Hann tók sinn gamla og sMtna hatt af borðinu og bjó sig til að láta gulu hanskana sína á hendur sér, er hann sagði dapur t bragði:' “Úr því það getur ekki verið öðruvísi — þá í hamingjunnar nafni!” Svo sem hálftíma gang frá stöðvarbygging- unni var hið nýja skrauthýsi forsetans fyrir of- an járnbrautina. Það stóð í fjallshMð, og var útsýni þaðan hið fegursta yfir daMn, og um- hverfið. Skógar höfðu verið ruddir á stóru svæði og breytt í fagran listigarð. Það hafði kostað mikla fyrirhöfn og stór fé, en Hr. Nordheim var ekki vanur að halda í skildingana þegar honum kom eitthvað til hugar, sem honum þótti mikils- vert; hann gaf byggingarmeistaranum fullkomið einræði á verkinu. Hr. Elmhorft hafði komið öllu svo fyrir, að byggingin var hreint og beint meistaraverk; þessi bygging var ákveðin að vera eign kærustunnar hans. Að innan var allt hið kostbærasta skraut er hugsanlegt var, svo ekkert stóð að baki hinna skrautlegu haMa auð- manna í höfuðstaðnum. Forsetinn hafði flutt fyrir fáum dögum með f jölskyldu sína í þetta nýja skrauthýsi, og Alice átti að vera þar yfir sumar mánuðina. Hr. Nord- heim hafði eins og ávalt engan tíma til að taka sér hvíld; hann hafði bara sín herbergi hér, en að öðru leiti varð hann, vegna sinna margbrotnu umsýslana, að vera í höfuðstaðnum. Hann ætl- aði að fara strax um morgunin, en tafðist við að svara mörgum áríðandi bréfum. Vagninn hans beið tilbúin úti fyrir, en hann var inni hjá syst- urdóttir sinni, sem hann þurfti að tala við áður en hann færi. Herbergi Ernu var á efsta lofti í húsinu; glerhurðin sem var fyrir dyrunum út á svaMrnar stóð opin, og Greif lá út á svölunum og sleikti sólskinið. Hundurinn var sú einasta endurminning, sem Erna hafði tekið með sér frá sínu gamla heimkynni, og hún hélt sinni verndarhendi yfir honum gegn móðurbróðir sínum og frú von Los- berg, sem gátu ekki Mðið hann — þessa and- styggilegu skepnu —. Það átti að skilja hann eftir, en það hefði kostað heilmikla rimmu. Erna afsagði að fara í þetta nýja hús, ef hún mætti ekki taka hundinn sinn með sér, og hr. Nordheim hafði að síðustu gefið það eftir með því skilyrði að hundurinn kæmi aldrei inní fjöl- skylduherbergin; það kom heldur ekki fyrir. Greif var nú orðin siðaðri og hélt sig aðeins þar sem hann var ekki í vegi fyrir frú von Losberg, sem hataði hann. Það hlaut að vera eitthvað alvarlegt erindi sem hr. Nordheim hafði við Ernu. Hann var ekki vanur að eyða tíma í samtal við fjölskyld- una, né umgengni við hana; hann sást vanalega ekki nema við borðið, ef hann var þá ekki burtu heila daga eða lengur. Umgengni hans við dóttur sína var köld og systirdóttir sína inngegnst hann eins og ókunn- uga. Hann Mfði sínu lífi í viðskifta og f jársýslu heiminum, alt annað var fyrir utan hann. Hann var ferðbúin er hann kom inn til Ernu og virtist vera í mesta flýtir, og sagði fyrirvara laust: ‘E‘g kom til að láta þig vita, að eg fékk bréf í morgun frá hr. Waltenberg. Hann kom í gær til Heilborn og ætlar að vera þar nokkrar vikur; eg býst við að hann heimsæki þig á morgun.” Hann sagði þetta kæruleysislega, en það var ákveðin bending í augnatilMti hans, er hann leit til Ernu. Hún tók fréttinni eins kalt og kæruleysislega og svaraði rólega: “Jæja, eg skal segja Alice og frú von Los- berg frá því.” “Frú von Losberg veit um það, og veitir ; honum góða móttöku, en eg vil að þú takir og vel á móti honum. Heyrirðu það, Erna!” “Eg veit ekki til þess, móðurbróðir, að eg hafi verið ónærgætin við gesti þína.” “Gesti mína? Eins og þú vitir ekki eins vel ! og eg hvað það er sem dregur hann hingað, og | að hann tekur sér dvalarstað í Heilborn. Hann ! vi 11 nú fá að vita vissu sína og eg get ekki láð honum þó hann sé orðin leiður á þessari óvissu sem honum hefur verið haldið í nú í fleiri mán- j uði.” “Eg hef ekki haldið honum í neinni óvissu” sagði Erna kalt. “Eg hef bara haldið honum í hæfilegri fjærlfgð, því hann virðist að vera þeirrar skoðunar, að hann þurfi ekki annað en i rétta út hendina eftir hverju helst sem hann óskar.” “Um það deilum við ekki, því þú virðist með kaldlyndi þínu að hafa komist að því rétta. Menn eins og Waltenberg sem hefur sína eigin siði, og álítur hvert fjölskylduband sem hlekk, I verður að vera meðhöndlaður á sérstakan hátt. j Fljót eftirgefning hefði kanske gert hann efa- j saman, en mótspyrnan hvetur hann til að ná því sem hann ætlar sér.” Erna leit þvermóðskulega á móðurbróðir sinn og sagði: “Þetta er þinn útreikningur, en ekki minn”. “Það er sama hvers útreikningur það er, ef hann er réttur”, sagði hr. Nordheim, án þess að ansa þeirri ósökun sem lá í orðunum. “Eg hef hingað til ekki blandað mér í það máf því eg sá að leiðin lá beint að takmarkinu, en nú vil eg biðja þig að draga ekki lengur að gefa hreint og • afgerandi svar. Eg er í engum efa um, að hr. Waltenberg muni bráðlega leggja hina afger- andi spurningu fyrir þig, og þitt svar —” “Getur orðið annað en hann byggist við!” sagði Erna í ákveðnum róm. Hr. Nordheim hnykkti við, og horfði ógn- andi á systurdóttir sína. “Hvað á þetta að þýða? Þér kemur þó varla sú heimska í hug að neita honum?” Hún þagði en í andliti hennar brá aftur fyr ir hinni bitru þrjósku, sem spáði engu góðu. Nordheim þekkti vel þennan svip og hleypti brúnum. “Erna, eg vona að ekki verði lagðar ónauð- synlegar hindranir í vegin fyrir mitt alvarlega og vel yfirvegaða áform, með giftingu þína með manni —” “Sem eg elska ekki!” tók hún frammí fyrir honum. Hr. Nordheim brosti glettnis og meðaumk- unarlega. Átti eg ekki von að það væri ein eða önnur grylla á bakvið! Ást! Hinar svoköMuðu ástartrú- lofanir enda æfinlega í vonbrigðum. Hjóna- bandið verður að byggjast á skynsamlegum grundvelM, það getur þú séð af dæmi AHce; heldurðu kanske, að hún hafi látið æfintýralega tilfinningu ráða trúlofun sinni, eða að Hr. Elm- horft hafi gert það?” “Ónei, — allra síst hann”, sagði hún “Það er auðvitað frá þínu sjónarmiði glæp- ur. Eg fel honum kvíðalaust framtíð dóttir minnar, og er full viss um að hann verður henni góður eiginmaður. En draumóra mann hefði eg hreint ekki valið fyrir tengdason. Hr. Walten- berg getur látið slíkt eftir sér, hann hefur ráð j á því. Hann er í eðH sínu eins sérlyndur og þú. Þið eruð hvort öðru Mk, og þessvegna get eg ekki skiMð, hvað þú getur sett út á hann.” “Sjálfs elsku hans! Hann lifir einungis fyr- ir sjálfan sig og lífsnautnir sínar. Hann þekkir hvorki föðurlands ást skyldur né metnað og vill ekki þekkja það, því það hindrar munaðar hneigð hans. Slíkur maður hefur aldrei neitt ærlegt augnamið, né framtíð, og getur heldur ekki elskað konu, því hann elskar bara sjálfan sig.” “En hann bíður þér hendi sína, og í þessu tilfelli er það aðal málið. Ef þú bara krefst metn aðar og atorku af þínum tilkomandi manni, þá hefur þú átt að giftast hr. Elmhorft. Hann á framtíð fyrir sér; það er eg viss um.” Erna hrökk við, og málrómur hennar var næstum skerandi, er hún sagði: “Má eg biðja þig, móðirbróðir, að hlífa mér við svona spaugi.” “Mér er ekkert spaug í hug”, sagði hr. Nord heim stutt. “En í stuttu máli sagt, háttalag þitt við hr. Elmhorft er særandi, og framkoma ykk- ar hvort við annað er til Mtillra þæginda fyrir umgengi ykkar. Eg vil alvarlega biðja þig að leggja niður stríðnistón þinn sem þú hefur van- ið þig á er þú talar við hann. En að koma aftur að aðal málefninu — það er eins og þú haldir, í að þú getir vaMð milli allra mögulegra biðla og kosið þann sem best svarar til þinna ímyndana; mér þykir fyrir að opna augu þín fyrir þeirri ! vitleysu, en sannleikurinn er sá, að þú hefur um ; enga að velja. Það eru nógir til að sækjast eftir fátækri fallegri stúlku og gera hana að vilMngi — en ekki til að giftast henni. Mennirnir líta á efnahag. Þetta er í fyrsta sinn, sem nokkur hefur beðið þín, og það verður mjög Mklega sá síðasti. Auk þess er hann hinn glæsilasti mað- ur, sem þú gast ekki gert þér vonir um — þú hef ur fulla ástæðu til að láta ekki þetta ágæta tæki- færi sleppa úr höndum þér.” Þetta var ekki sagt í neinum velvildar tón; það var eitthvað ótrúlega særandi og tilfinning- arlaust í því, hvernig hann sagði frænku sinni, að hún, þrátt fyrir fríðleik sinn, gæti ekki gert kröfu til að vera elskuð og eftirsótt, því hún væri fátæk. Erna var orðin föl í andliti og varir hennar titruðu en andlitssvipur hennar bar eng- an vott um tilslökun. “Og ef eg gríp svo ekki þetta tækifæri?” spurði hún með hægð. “Þá verðurðu að kenna sjálfri þér um afleið- ingarnar. Staða þín yrði varla öfundsverð, ef þú giftir þig ekki, eins og þú veist, giftir Ailce sig næsta ár.” “Og einmitt á samatíma verð eg orðin myndug og sjálfri mér ráðandi!” “Sjálfri þér ráðandi!” endurtók hr. Nord- heim í háði. “Hvað þetta lætur hátt í eyrunum! Ertu kanske ófrjáls hér í mínu húsi, sem þú varst tekin inní, sem dóttir? Eða treystir þú á arfin eftir föður þinn? Það er sama sem ekki neitt, og þú ert orðin vön við hefðarkvenna lifn- aðarhætti.” “Eg hef lifað hinu einfaldasta lífi með föður mínum”, sagði Erna biturt, “og við vorum sæl — í þínu húsi hef eg aldrei verið það!” Hr. Nordheim ypti fyrirlitningarlega öxl- um. “Þú ert sönn dóttir föður þíns. Hann vildi heldur lifa á litlu bændabýli, en gera sig stóran í heiminum með sínu gamla velþekkta nafni. Nú býður hr. Waltenberg þér þetta eftirsótta frelsi. Sem konan hans færð þú auðæfi, glæsi- lega stöðu. Hann veitir þér allar óskir þínar og eftirlanganir, ef þú kant rétt með hann að fara. Eg krefst í síðasta sinn, þú gætir skynsemi þinn ar í þessu máli. Ef þú gerir það ekki, erum við skilin að fullu og öllu. Eg hef ekkert umburðar- lyndi með þessari þvermóðsku sem virðist að vera arfgeng í Thurgau ættinni.” Erna svaraði engu, og hann- virtist ekki heldur búast við þvl, en stóð við hurðina og sagði með ískaldri áherslu: “Eg vona að þegar eg kem aftur, að þú verðir trúlofuð — Vertu sæl!” Hann fór, og eftir fáar mínútur keyrði hann á stað. Erna fleygði sér niður í hægindastól. Sam- talið hafði gengið nær henni en hún vildi láta móðurbróðir sinn merkja, sem aðeins leit á gift- ingu hennar sem hagkvæm viðskifti. Trúlofuð! Það fór hrollur um hana við orð- ið, sejn annars hefur vanalega fagnandi hljóm fyrir allar ungar stúlkur, og þó elskaði þessi maður hana, sá eini sem ekki lét það standa í vegi, hvort heldur hún var rík eða fátæk; sem vildi taka hana burt úr þessu húsi, þar sem að peningar drottnuðu yfir öllum mannlegum til- finningum, og fara með hana langt út í heim, út í frelsi og fegurð! Kanskje gæti hún lært að elska hann, kanske væri hann ástar sinnar verð- ugur! Mundi sér verða mögulegt að yfirvinna sig til þess?

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.