Heimskringla - 27.09.1950, Side 5
WINNIPEG, 27. SEPT. 1950
GÓÐIR GESTIR ÚR
VESTURHEIMI
HEIMSKRINGLA
5. SÍÐA
Nýkomin eru heim til ættjarð-
arinnar, eftir meira en fjörutíu
ára útivist, ágæt hjón úr Vestur-
heimi: Dr. Sveinn E. Björnsson
og frú María, kona hans.
Dr. Sveinn E. Björnsson er
fæddur á Lýtingsstöðum í
Vopnafirði 13. október 1885 og er
Austfirðingur að ætt. Hannl
fluttist átján ára vestur um haf j
og hóf fyrst nám í verzlunar-
skóla, en stundaði svo nám við
Wesley College, Winnipeg, og
las síðan læknisfræði við Mani-
tobaháskóla og útskrifaðist það-
an 1916. Sama ár giftist hann
Maríu, dóttur Gríms Laxdals,
sem síðast var verzlunarstjóri íj
Vopnafirði, bróður Jóns Laxdalsj
tónskálds. Varð hann fyrst lækn-1
ir á Gimli, Man., en fluttist það-
an til Árborg í Nýja-íslandi, þar
sem hann var héraðslæknir frá
1919—1945. — Síðan var hann um
stund læknir á Siglunesi, Man.,
en fluttist þaðan til Ashern,
Man., þar sem hann hefir starfað
síðustu árin sem læknir, ásamt
Sveinbirni, syni sínum.
Dr. Sveinn Björnsson og frú
María eru bæði víðkunn meðal
Vestur-íslendinga fyrir mikla og
fágæta mannkosti og óeigin-
gjarnt félagsstarf. Meðan þau
dvöldu í Árborg, var heimili
þeirra miðstöð alls félagslífs þar j
í bygðinni og þótti ekkert ráð
ráðið, nema til þeirra væri leitað, i
enda voru þau með afbrigðum;
vinsæl og áttu virðingu allra
manna. Enda þótt læknirinn j
hefði bæði umfangsmiklum og
erfiðum læknisstörfum að sinna,
en frúin hefði stórt heimili að
sjá um, hlóðu þau sig margvís-
legum störfum í þágu kirkjumála
og þjóðræknismála meðal landa
sinna. Þannig var Dr. Sveinn
Björnsson löngum forseti Sam-
bandssafnaðarins í Árborg frá
því hann var stofnaður og vara-
forseti Þjóðræknisfélagsins um
skeið, en frúin var oftast forseti
Kvenfélag safnaðarins og um
fjölda ára foreti í Sambandi ís-
lenzkra frjálstrúar kvenfélaga í
Canada og aðalstarfskrafturinn í
þeim samtökum. Einnig hefir
hún hin síðustu ár verið einn af
forstjórum Hinna sameinuðu
kvenfélaga Únítarakirkjunnar í
Boston og iðulega sótt fundi
þangað austur og flutt þar erindi.
Hún var ein af frumkvöðlum þess
að stofnað var sumarheimili
barna að Hnausum, Nýja íslandi,
og hefir hún ávalt setið í stjórn
þess og unnið með óþreytandi
elju að velferð þess, eins og
hvarvetna sem hún hefir lagt
hönd á plóginn, enda er hún gáf-
uð kona, vel máli farin og fylgin
sér.
Heimili þeirra hjóna í Árborg
var annálað fyrir gestrisni og
menningarbrag. Mátti segja, að
þau bygðu þar skála yfir þjóð-
braut þvera, því að fáir gestir,
innlendir eða útlendir, sem þar
áttu leið um, fóru þar fram hjá
garði. Ávalt var veitt af hinni
mestu rausn, en minnisstæðust
er mér alúð og höfðingslund
hinna glæsilegu húsbænda.
Dr. Björnsson er maður fjöl-
mentaður og víðlesinn og lætur
hann hugann reika víða. Hann
er prýðilega skáldmæltur og kom
út eftir hann ljóðabókin: Á heiö-
arbrún fyrir nokkrum árum, þar
sem ættjarðarást hans og hið
hlýja hjartaþel til samferðamann-
anna ljómar af hverri línu. Auk
þess var hann á yngri árum ýms-
um ágætum íþróttum búinn, t. d.
snjall skákmaður og söngmaður.
Kunnu þau bæði, hjónin, fágæt-
lega vel að fagna gestum og var
húsfreyjan þar enginn eftirbátur
manns síns að andríki og lista-
smekk.
Þessir ágætu íslendingar, sem
örlögin slitu úr faðmi ættjarðar-
innar á unga aldri, eru nú aftur
komin heim til sumardvalar og
hvíldar eftir mikið og fagurt æfi-
starf. Ást til landsins, þjóðarinn-
ar og tungunnar hefir jafnan ver-
ið þeirra arineldur og þau hafa
ávalt verið kynstofninum til
sóma, þó að lífsstarf þeirra væri
unnið í fjarlægri heimsálfu. —
Lyngið frá æskustöðvunum mun
fyir þeim ávalt hafa angað sætast
og borið
“á víðferli muna af hríslunum
hæst
í hugmyndaskógunum öllum.”
Megi landið og þjóðin fagna
þeim sem bezt og gera þeim dvöl-
ina sem ánægjulegasta nú, þegar
þau eru loksins horfin heim í
óskalandið, sem svo margur út-
laginn hefir þráð, gengin á vit
ækudraumanna í ríki hinna
björtu nátta.
Benjamín Kristjánsson
—Dagur.
Stefán Vagnsson frá Hjaltastöðum
60 ára, 25. maí, 1949
FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI
Kaffisamsæti
var hinum góðkunnu Vestur-ís-
lendingum, frú Maríu og dr. S.
E. Björnssyni haldið að Gilda-
skála KEA s.l. laugardagskvöld.
Sátu það um 60 manns, ættingjar
og vinir þeirra hjóna og fleiri
bæjarbúar. Gekk Austfirðingafé-
lagið á Akureyri fyrir hófi þessu.
en hjónin eru bæði austfirzkra
ætta. Formaður Austfirðingafé-
lagsins, Björgvin Guðmundsson
tónskáld, stjórnaði hófinu, en
fyrir minni heiðursgestanna
mæltu sr. Benjamín Kristjánsson
og frk. Halldóra Bjarnadóttir.
Einnig tóku til máls Jóns Sveins
son skattdómari, sr. Pétur
Sigurgeirsson, frk. Þuríður
Árnadóttir frá Garði og Guðm.
Karl Pétursson yfirlæknir. Helgi
Valtýsson rithöf. flutti frumort
ljóð, en heiðursgestirnir þökkuðu
með ræðum. Á milli ræðna voru
sungin ættjarðarljóð. Eftir að
staðið var upp frá borðum, ræddu
gestirnir við ætyngja sína og
vini, en sumt skyldmenna sinna
sáu þau hjónin þarna í fyrsta
sinn. —Ísl.-Akureyri 6. sept
★
Ægir tekur rússneskt skip
Síðastliðinn laugardag tók
varðskipið Ægir rússneskt síld-
veiðiskip með ólöglegan veiðar-
færaútbúnað á siglingu undan
Grjótnesi. Skipið heitir Gand.
Ægir fór með skipið til Akur-
eyrar, þar sem dómur var upp
kveðin í málinu. Var hann á þá
leið að rússneska skipið skyldi
greiða 2500 krónur í sekt, auk
málskostnaðar. Skipið er nú far-
ið aftur út til veiða.
—Timinn 16. ágúst.
★
Dýrt spaug
28 nýsköpunartogarar hafa nú
legið við landfestar í 60 daga
vegna verkfalls.
Nú brosir sól um fjall og f jörð
og færir allt í roða glit,
Því eftir vetrar hretin hörð
fær haginn enn sinn græna lit.
Og þokudaggar dýrðleg tár,
sem dreypi fórn á gróðurmátt;
Þau græða foldar frosin sár
er fimbul vetur lék svo grátt.
Eg út í vorsins fögnuð fer
til fundar við hinn góða dreng;
og hristi alla önn frá mér
og óma læt minn hörpustreng.
Hann sextíu ára er í dag,
og öllum þykir vænt um hann;
því skal kyrja upp ljóða lag
til lofs um þennan sæmdar mann.
Hann gleðimaður einhver er
sá allra mesti er þekkjum við,
og fróðleiksmaður flest er tér
um forna háttu, og nýjan sið.
Dapur enginn frá ’onum fer
því fyndnin hún er dæmalaus:
í hlátra borg strax breytir sér
sá bær er hann að gesti kaus.
Hann yrkir líka ljóðin mörg
þó láti ekki þau á prent,
sem eru hreimþíð, frjáls og fjörg,
því fáum er það betur hent
að meitla hugsun ríms við rún,
og reistar skorður stuðla falls.
Að hækka flugið fjalls að brún
í formi og snilli ljóða spjalls.
★ ★ ★
Þú bóndi varst, og bæinn þinn
í Blönduhlíðar áttir sveit.
Varst góðsamur og greiðvikinn
við granna þinn í hjálpar leit.
Og virðing okkar áttir þú
með ástsæld, sem að fylgir þér,
hvert sem ferð og festir bú
þig félaga vorn teljum hér.
Eg hlýja kveðju flyt þér frá
fjöllum, dölum, læk og grund;
balanum sem þú barn lékst á
í birtu sólar vors um stund.
Er “Hlíðin” sveipuð sólar eld
á sumar aptni fegurst rís.
Svo verði allt þitt æfi kveld
unaðsbjart sem hugur kýs.
Svo drekk eg glaður dagsins full
í drúgu víni þína skál;
er seiðir fram í söngum gull,
á sónararni kveikir bál.
Þig gleðileiftur glampa um kring
þig gaman er að heyra og sjá;
Jafn skemtilegum Skagfirðing
hér skyldi vera leitun á.
Magnús á Vöglum
$
rÆ4rON'S
JS?,SOm/*5l
Fáið þessa nýjustu, stærstu, merkustu EATON
verðskrá! Ef hún er ekki enn í yðar höndum,
þá skrifið STRAX til
EATON'S
Máil Order Service Departnient
4VINNIPEG, MAN.
eða næstu EATON pöntunar-stofu
T. EATON C?-™
WINNIPEG * * CANADA
framlög knyjandi sem stendur,
til þess að borga fyrir þennan
viðauka þurfum við að fá 25 þús-
undir dala, og er nefndin nú að
skora á almenning að leggja
að tala við nema undirtyllur í
Moskvu. Ef nokkurt vakningar-
merki hefði verið sýnilegt í þing
inu, mundi hafa verið lagt til, að
hafa enga sendisveit í Moskva
fram þetta fé. Sjálf hefur nefnd- og spara dýrmætan gjaldeyri til
Framanritað kvæði var flutt
Stefáni á Sauðárkrók í f jölmennu
hófi á afmælisdaginn, 25. maí s.l.
Stefán er fæddur í Miðhúsum
í Blönduhlíð. Faðir hans var
Vagn Eiríksson frá Djúpadal, en
móðir, þrúður Jónsdóttir frá
Miðhúsum, svo hann er af góðu
bergi brotinn í báðar ættir. Ung-
ur misti Stefán föður sinn, og
ólst upp með móður sinni, og
móðursystir Aðalbjörgu á Arn-
gerðareyri vestra. Stefán varð
gagnfræðingur frá Akureyrar-
skóla, og stundaði barnakenslu á
vetrum uns hann giftist konu
sinni Helgu Jónsdóttir frá Flugu
mýri. Reistu þau fyrst bú í Sól-
heimum í Blönduhlíð, en síðar
keypti Stefán Hjaltastaði, og bjó
þar við rausn í allmörg ár, uns
hann seldi jörð og bú og flutti
á Sauðárkrók. Hann er nú reikn-
ingshaldari hjá Mjólkursamlagi
Skagfirðinga, ritari sýslunefndar
Skagf., ásamt fleiri trúnaðar-
störfum. Stefán er ákaflega vel
kynntur maður, Skáldmæltur og
skemtinn með afbrigðum, og
löndum vestra að góðu kunnur
fyrir fréttabréf sín í Heims-
kringlu.
in gengið á undan með því að sjö
af níu nefndarmanna lögðu fram
sína $500 hver á síðasta fundi,
og er það í samræmi við það'sem
áður hefur verið áminnst, nefni-
lega að nefndin hlífir sér ekki
frekar en öðrum, þegar til fjár-
söfnunar kemur, þess vegna skor-
ar hún nú á alla, sem þetta mál
vilja styðja, að gera nú sitt ýtr-
asta, og það sem fyrst. —
Starfsnefndinn
betri hluta. Sennilega verður að
taka gjaldeyrislán til þess að
sendisveitin hafi eitthvað til
hnífs og skeiðar í Moskva. Úr-
ræðaleysi þetta stafar af hinum
gamla ótta við hugsanlegt fylgi-
stap borgaranna til bolsivika, ef
hætt væri við óþarfa sendisveit
í Rússlandi.—Landvörn.
Tilkynning
Umboðsmaður okkar á íslandi er Björn Guðmunds
son, Bárugata 22, Reykjavík. — Hann tekur á móti pönt-
unum á blöðunum og greiðslum fyrir þau.
Kaupendur blaðanna eru vinsamlega beðnir að til-
kynna umboðsmanni vorum vanskil á blöðunum, og
einnig ef breytt er um verustað.
Heimskringla og Lögberg
Á einum mánuði veiða Akur-
eyrartogararnir hver um sig fyrir
nálega 800 þús. kr. í erlendum
gjaldeyri.
Verkfallið kostar því þjóðina
um 22 miljónir króna í dýrmæt-
um gjaldeyri á mánuði, eða á að
giska 750 þúsund krónur á dag.
—fsl. 30. ágúst.
Bóndi nokkur auglýsti svín til
sölu. Maður kom og var tekið á
móti honum af konu bóndans.
“Eg kom til þess að sjá svínið,”
sagði maðurinn.
“Já, því maður,” sagði konan,
“eg býst ekki við honum heim
fyr en um sex leytið.”
★
Skáld: “Svo að yður finst, að
eg ætti að setja meiri eld í skáld-
skapinn minn?”
Ritstjóri: “Já, í bókstaflegri
merkingu.”
Sendisveit í Rússlandi óþörf
Rússar hafa með sniðugri
gengisbreytingu gert svo dýrt
fyrir erlenda sendiherra og
þeirra lið í Moskva, að þar má
kalla óverandi. Er það liður í
sókn Rússa til að loka landinu
fyrir erlendum mönnum. fsland
hefur þar ungan og röskan full-
trúa, Árna Hafstað. Þó að hann
sé hófsmaður, verður tilkostnað-
ur við ársdvöl hans þar meira en
ein millj. kr. Auk þess er vera
sendimanns þar gersamlega þýð-
ingarlaus. Alls engin viðskipti
milli landanna, önnur en hinn
vansæmandi áróður og friðar-
spjöll hér á landi, sem stýrt er
frá Rússlandi. Ennfremur ber
þess að gæta, að sendimenn smá-
ríkjanna fá svo að segja aldrei
Icelandic Canadian Club
We have room in our Winter
issue of The Icelandic Canadian
Magazine for a number of photo-
graphs for Our War Effort Dept.
We are anxious to have a com-
plete record of those, of Iceland-
ic descent, who served in the
armed forces of Canada and the
United States. Kindly send
photographs if at all possible as
snapshots do not make a clear
newspaper cut.
Information required: Fuli
name and rank, full names of
parents or guardians, date and
place of birth, date of enlistment
and discharge, place or places of
service, medals and citations-
There is no charge.
Kindly send the photograplv
and information to:
Miss Mattie Halldorson
213 Ruby St. Winnipeg, Man.
STAFHÓLT
Innan 60 daga verður viðauki
sá sem nú er í smíðum, fullgerð-
ur, og verður þá pláss fyrir 28
nýja vistmenn, þess er hér getið
til þess að þeir sem hafa í hyggju
að gerast vistmenn, leggi inn
beiðni um pláss sem allra fyrst.
Nefndinni er það áhuga mál
að heimilið sé skipað íslending-
um, og þessvegna skorar hún á
alla þá sem búast við að notfæra
sér heimilið, að leggja fram skrif
lega beiðni um verustað sem allr-
ra fyrst, og tiltaka ákveðin tíma
þegar þeir flytja inn. Heimilið
verður að vera fullskipað svo það
beri sig.
Þó heimilið verði bráðlega full
gert, þá er það langt frá að vera
fullborgað, og er þörfin um fjár-
^086C060000000900000B0609000800B00509900SOBOOCOOMCC<',
I ^
VERZLUNARSKÓLANÁM
Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein-
q mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun,
b og það fólk sem hennar nýtur hefir venju-
9 lega forgangsrétt þegar um vel launaðar
S stöður er að ræða.
^ Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við
b fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg.
S Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu
S viðvíkjandi, það margborgar sig.
LESIÐ HEIMSKRINGLU—
bezta íslenzka fráttablaSið
The Viking Press Limited
Banníng og Sargent
WINNIPEG
MANITOBA
soooeoeoeoooooooomoomooeoooooooooooooeoeoooeoooooQe