Heimskringla - 07.03.1951, Blaðsíða 6

Heimskringla - 07.03.1951, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. MARZ, 1951 Nordheim forseti Þýtt heíii G. E. Eyford “Walkensteinbrúin stendur þó ennþá”, sagði Waltenberg. “Með það ætti hr. Elmhorft að vera ánægður, og leggja ekki líf sitt svo mjög í hættu eins og hann gerir. Ragur er hann ekki, það má hann eiga, hann fer alstaðar sjálfur þangað sem hættan er mest, en það er bjána- skapur að leggja liíf sitt í hættu til að bjarga ein- hverjum flóðgarði, sem vatnið fellur þegar minnst varif yfir. Hann gerir þá heimskulegu ofdirfsku hvað eftir annað, að fara á undan verk mönnunum sínum, þangað sem hættan er mest. Þeim er betra að gæta sín að hann fari ekki með þá út í opin dauðan.” Það lá kaldur og grimur útreikningur í því, hvernig hann hvað eftir annað, hélt upp fyrir augum Ernu þeirri hættu sem sá maður, sem hún elskaði var staddur í, hún sneri sér að honum og leit með ásakandi augnaráði á hann. “Ernst!” “Hvers óskar þú!” spurði hann, án þess að skeyta um augnatillit hennar. “Því vilt þú ekki tala hreinskilnislega, eins og eg hef svo oft reynt að fá þig til að gera. Því viltu ekki láta það verða obinbert?” “Nei, það vil eg ekki — það er ekki umtals- vert!” “Af því þú veist, að þögn þín kvelur mig meir en nokkrar átvítanir eða skammir, og af því að þér er ánægja í að kvelja mig!” Það brann eldur úr augum hennar; en þessi _storkunarorð mættu bara ískulda. “Hvað þú misskilur mig, eg vil hlífa þér við að þurfa að gera sársaukakenda játningu.” “Því þá? Eg finn mig ekki seka um neitt; eg vil ekki dylja þig neins.” “Ekki fremur en þegar við trúlofuðumst!” tók hann napurlega framí fyrir henni. “Þá varst þú líka mjög hreinskilin — með nafnið! Þú lést mig strax vaða í villu og svima, sem eg kannske gaf ástæðu til—.” “Eg var hrædd ------” “Við hann — auðvitað! Það skil eg; en vertu róleg. það gerir mér ekki svo mikið til, eg get biðið.” “Erna hrökk við að heyra þessi undarlegu dulrænu orð. “Hvers vegna? í hamingjunnar bænum, — hvað meinar þú?” Hann brosti sama grímdar brosið og áður “Því ert þú nú svo huglaus! Þú varst miklu hugaðri áður; en eg sé nú hvað það er sem gerir þig hrædda”. “Og þetta eina lætur þú mig á hverjum degi líða fyrir! Það er grimm hefnd. Ernst, eg skal ekki neita að svara spurningum þínum, er þú vilt spyrja mig. Látum okkur bara fá einhvern enda á þessu. Hefur þú talað við Elmhorft?” Það varð þögn í heila mínútu áður en hann svaraði; hann virtist að yfirvega hvern drátt í andliti hennar. “Já,” sagði hann um síðir. “Og hvað hefur skeð á millum ykkar?” Málrómur hennar skalf af niðurbældri ang- ist, hversu mikið sem hún reyndi að hafa vald yfir sér. “Afsakaðu, það kemur bara okkur báðum við; ep þú þarft ekki að kvíða; það samdist vel á milli okkar, skildum hvor annan, er við skild- umst.” Hann sagði hvert orð snögt og háðslega, og þetta háð æsti Ernu til þess yrtrasta. Hún hafði hingað til verið fámálug og þolinmóá til að æsa hann ekki meira upp gegn Elmhorft; hún vissi að það var hann, sem Waltenberg ætlaði að koma hefndinni á; en nú sagði hún æst: “Gættu hófs, Ernst, það getur skeð að þú ikomir til að sjá eftir því. Eg er ekki ennþá orðin konan þín, það er ennþá tími fyrir mig að frí- gera mig —” Hún fékk ekki sagt alla setninguna, því Walteniberg tók svo óþyrmilega um handlegg hennar, eins og hann ætlaði að brjóta hann. “Reyndu það!” hvæsti hann; “þann dag sem þú segir mér upp, skal verða síðasti æfidagur hans.” Erna fölnaði upp, hún var enn hræddari við svipin á andliti hans, en hótunina. Nú, þegar hann lagði af sér grímu kuldans og háðsins, var eitthvað tigrislegt í andliti hans, augu hans voru svo vilt og hræðileg, að hana hrylti við. Hún vissi að hann mundi gera alvoru úr hótuninni. “Þú ert hræðilegur!” sagði hún í veikum róm. “Eg gef eftir.” “Það vissi eg!” sagði hann og hló harka- lega. “Þú hefur þvingandi ástæðu til þess.” Hann slepti takinu sem hann hafði um hand legg hennar, því einmitt í þessu kom Wally inn; hún var nú aftur komin í gott skap, og hún vildi vita hvernig liði í Oberstein, og hvernig Benno liði og hvort nokkur flóðhætta væri þar. Hún hafði eins og vanalega þúsund spurninga að spyrja. Waltenberg svaraði flestum spurningum hennar stillilega, því hann var búin að ná fullu valdi yfir sér aftur, og það var ekki sjáanlegt, að hann hefði sýnt tigrisdýrselðli sitt rétt fyrir mínútu síðan. “Ef dömurnar hefðu gaman af því, og hræð- ast ekki rigninguna, getum við riðið þarna of- an eftir”, sagði hann ‘samkvæmt því sem hann var búin að reikna út. “Gaman?” sagði Wally, sem þrátt fyrir alla fljótfærni sína og orðamælgi hafði þó við- kvæmni með öllum sem voru í hættu staddir. “Hvernig getur þú talað svona kæruleysislega um það, þar sem svo margir menn eru í lífshættu staddir?” “Já, náðuga frú, einstaklingurinn getur ekki neina hjálp veitt í svona tilfelli”, svaraíi hann og ypti öxlum. “En eg get fullvissað ykk- ur um, að það er nokkuð, sem er vert að sjá.” Erna sagði ekki eitt einasta orð, en hrylti við að heyra hið hrottalega tilfinningarleysis tal. Þar. niðurfrá voru hundruð manna sem lögðu fram alla sína krafta og hættu lífi sínu til að bjarga því sem mögulegt var, af þessu mikla mannvirki, sem þeir höfðu unnið að í fleiri ár; og hið fátæka fjalladalafólk átti á hættu að missa bústofn sinn og heimili. Waltenberg hafði enga tilfinningu fyrir því, áleit það nokkuð sem sér kæmi ekki' við, og með sjálfum sér fann hann til kitlandi fróunar yfir því, að þetta verk sem óvinur hans hafði þegar fullgert, yrði eyði- lagt. Og þessi maður vildi neyða hana til að fylgja sér alla hans æfi; hún átti að tilheyra honum með sál og líkama; og ef hún reyndi til að slíta þá hlekki, sem hún í augnabliksfáti og nær viljalaus hafði lagt á sig, þá hótaði hann að drepa manninn sem hún elskaði, og gjöra hana varnarlausa. Þetta fylti hana ótta og lamaði all- an mótstöðukraft hennar. í þessu heyrðist málrómur forsetans, sem gaf þjónunum fyrirskipun, svo kom hann inn til þeirra. Hann var náfölur og í æstu skapi; svo hann hafði fullt í fangi með að halda sér í skefj- um. Síðustu fréttir sem hann hafði fengið af vatnsflóðinu voru hræðilegar, nú vildi hann fara sjálfur og sjá, hvernig ástandið væri. Walten- berg sagði strax að hann skyldi fara með hon- um, og sneri sér svo hinn rólegasti að Ernu, eins og ekkert hefði slettst upp á millum þeirra. “Vilt þú ekki koma með okkur, Erna? Við förum þangað sem hættan er mest, og þú ert nógu hugrökk til þess.” Hún hikaði við að svara, svo áttaði hún sig strax. Hún varð að sjá og vita, hvað væri um að vera þar niðurfrá, þó það væri ekki eins slæmt og af var látið. Hún gat ekki verið lengur hér, og stöðugt horfa út í svarta þokuna, sem byrgði allt útsýni, og heyra fréttirnar sem bárust frá hættu stöðunum, sem gerðu hana stöðugt óró- legri og kvíðafyllri, Þeir ætluðu þangað sem hættan var mest; þar var Elmhorft, hún vildi að minnsta kosti fá að sjá hann. Wally, gat ekki skilið, að nokkur vogaði sér út í slíkt veður, hristi höfuðið er þau riðu í burtu; forsetin varð líka að fara ríðandi, því það var algjörlega ófært fyrir vagn. Þau riðu öll steinþegjandi, nema hvað Waltenberg sagði eitthvað af og til, sem ekki var svarað. Þau héldu í áttina til Wolkenstein brúarinnar. 23. Kafli Wolkenstein tindurinn var hulinn í svört- um óveðursskýjunum, og ofaneftir hlíðum fjallsins beljuðu jökullækirnir, sem nú voru eins og stór ár. Álpadísin veifaði veldissprota sínum yfir ríki sitt, í ógnandi móð, og sýndi sig í sínu hræðilega veldi. Haust illviðrin höfðu oft valdið dalafólkinu þungra búsifja. Marg oft höfðu þau valdið flóð um og skriðuhlaupum, og skemmt og eyðilagt jarðir dalabændanna, en slík óskup sem nú dundu yfir, var ekki í mannaminnum. 1 þetta sinn, þó undarlegt væri, sluppu bænda býlin að mestu við eyðilegginguna, vatnsflóðið og skriðu hlaupin sóttu mest á járn- brautina, sem lá meðfram, og utartí fjöllunum, og yfir Walkenstein gljúfrið. Elmhorft hafði strax, er hann sá hættuna fyrir tekið allar hugsanlegar varnar aðferðir, með sínum vanalega dugnaði og snarræði. ()11- um mannskapnum var dreift meðfram brautinni, og settir þar sem hættan virtist mest til að byggja varnargarða til að halda vatnsstraumun- um frá brautinni. Verkfræðingarnir voru dag og nótt hver á sínum stöðvum. Elmhorft virtist ekki vera sem einhamur, hann var alstaðar þar sem mest reið á. Áræði hans og ósérplægni gaf mannskapnum hvetjandi fyrirdæmi, svo allir fylgdu honum einhugra, án þess að láta hættur og þreytu hindra sig, en allur mannlegur dugn- aður og orka reyndist ofurefli gegn æði höfuð- skepnanna. Regnið hafði streymt niður sem beljandi foss í þrjá daga og þrjár nætur. Allúr sá fjöldi smálækja sem vanalega gerðu engan skaða, og runnu silfurtærir ofan fjallahlíðarnar, æddu nú fossandi kolmórauðir ofan í dalina, brutu bakka sína og flæddu inn í skógana, og rifu upp stór tré og grjót, og sópuðu öllu sem fyrir var á und- an sér ofan í flóðið, Sem stöðugt hækkaði, og æddi með feyknakraft á skjólgarðana sem hlífðu járnbrautinni. Þeir stóðust ekki þennan óskapa þunga og fóru smátt að gefa sig; til og frá brotnuðu þeir og vatnsstraumurinn fossaði með heljar afli yfir brautina og skolaði henni burt eins og físi. Brýrnar fóru sömu leiðina, hver eftir aðra, þrátt fyrir allar tilraunir að bjarga þeim. Tvær stöðvabygginga urðu fyrir stórum skriðum og eyðilögðust með öllu, og fleiri skemdust til og frá meðfram brkutinni. Ef Elm- horft hefði ekki verið hjá þeim hefðu verka- mennirnir, sem sáu að við ekkert varð ráðið, ver- ið hættir fyrir löngu síðan. En Elmhorft vildi fyrir engan mun gefast upp, hann gat ekki þolað að sjá þetta verk, sem hann hafði þegar fullgert verða eyðileggingunni að bráð, en meðan hann barðist við að bjarga þessu verki sínu frá eyðileggingunni, hljómuðu í eyrum hans, hin síðustu orð, gamla fríherrans von Thurgau: “Gætið þið ykkar fyrir fjöllunum okkar, sem þið í yfirlæti ykkar viljið gera ykkur und- irgefin, að þau falli ekki niður og brjóti í mjöl allar byggingar ykkar og brýr. Eg vildi óska, að eg' sæi þetta óheila verk ykkar malað mjöl- inu smærra;” Það var eins og þessi sárbeittu heiftarorð væru nú að rætast — eftir fleirri ár. Það höfðu verið sprengdir í sundur hamraveggir, og skóg- ar ruddir úr vegi, ám veitt úr farvegum sínum, og allur fjallaklasinn bundin saman með stál- viðjaböndum, sem áttu að gera þetta umhverfi mönnunum þénanlegar til hagsældar; menn höfðu hrósað sér af, að hafa sigrað og auðmýkt Alpadísina, en nú, er verkið var að verða full- gert, reisti hún sig upp frá sínu skýjumþakta hásæti og hristi í bræði sinni hramminn. Hún kom ofan, með stórviðri og eyðileggingu í fylgd með sér, og fyrir hennar anda hrundi hið mikla mannvirki til grunna. Það dugði enginn hug- dirfð, engin átök; hið æðislega afl höfuðskepn- anna reif það sundur á fáum dögum, sem hafði tekið vit og atorku mannanna mörg ár að byggja. Wolkenstein brúin stóð ennþá föst og óbif- anleg, er allt annað svignaði eða féll til grunna. Hinar freyðandibylgjur flóðsins náðu ekki upp til hennar. Hún hvíldi á tveim hamraveggjum, eins og hún væri bygð til að endast um alla ei- lífð, og biði öllum illum öflum byrgin. Stöðvabyggingin, þar sem Elmhorft hafði aðsettur sitt, var sá staður, hvaðan allar fréttir og fyrirskipanir voru send út, síðan óveðrið skall á. Hingað til var þessi hluti járnbrautarinn ar álitin óhultur. Það var fjallrani sem lá milli flóðsin sog stöðvarinnar, og vatnið sem kom ofan að rann meðfram honum í Wolkenstein- gljúfrið, og sópaði öllu sem fy^r var á undan sér ofan að brúnni. Það var auðséð að hættan var stöðugt að verða meiri og meiri, enda var Elm- horft þar sjálfur og stjórnaði varnarverkinu. Komu forsetans og föruneytis hans var varla veitt eftirtekt, því allir höfðu um annað að hugsa, því þrátt fyrir rokið og óveðrið, unnu allir af kappi við flóðgarðabygginguna. Við stöðvarbygginguna virtist eitthvað að hafa skéð, en rokið og regnið gerði ómögulegt að neitt heyrðist af þeim fyrirskipunum sem Elm- horft sendi út þaðan. Nordheim var farin af baki hestinum, og gekk til Elmhorfts, sem á sama tíma gekk á móti honum. Þeir höfðu báðir haldið, að þeir hefðu talað sín síðustu orð hvor við annan, en síðan ó- veðrið skall á, höfðu þeir mætst og talað saman Þeir vissu báðir hvað var í hættu og hvað var þegar mist, og hættan með alla brautina, sem þeir voru báðir hluttakendur í, batt þá aftur svo óaðskiljanlega saman á þessari hættulegu stund. “Hvað er um efsta hluta brautarinnar ?” — spurði Nordhelm kvíðafullur. “Þann hluta urðum við að gefa upp”, sagði Elmhorft. “Það var ómögulegt að verja hann lengur. Eg hef sett nokkra menn til að verja stöðvarhúsið, en kallað alla aðra, sem eg hef ráð á hingað. Við verðum fyrir alla muni að reyna að stöðva vatnsflóðið hérna.” Nordheim leit órólegur á brúna og þaðan á stöðvarhúsið, þar sem hópur manna var að vinna við flóðvarnargarða. “Hvað er um að vera þarna uppfrá? Er hús- ið í hættu?” “Eg læt að minstakosti koma öllum plön- um og teikningum á óhlutan stað, því það er hætta á skriðhlaupi frá Wolkenstein; það hafa þegar runnið nokkrar skriður úr fjallinu.” “Og skriður líka?” sagði Nordheim, eins/ og við sjálfan sig, svo sagði hann allt í einu, eins og honum hefði komið eitthvað hræðilegt í hug: “í hamingjunnar nafni, þú heldur þó ekki að brúinn —” “Nei, sagði Elmhorft og dró þungt andan. “Skógurinn hlífir því að það getur engin skriða fylgt gjána, eg hef yfirvegað það, og fyrirbygt það.” “Það væri hræðilegt ef það kæmi fyrir!” sagði Nordheim með kvíða. “Tjónið er þegar orðið óbærilegt. Ef brúin fer, er allt tapað.” Elmhorft hnyklaði brýrnar við að heyra þetta vonleysistal og sagði: “Mistu ekki kjarkinn” sagði hann með hægð en sterkri áherzlu. “Okkur er veitt eftirtekt! Það horfa allir á okkur; við verðum að sýna gott fyrirdæmi með kjarki og von annars verður ekki hægt að fá fólkið til að vinna ef það held- ur að það sé vonlaust að bjarga nokkru.” “Von!” endurtók forsetin, sem hélt sér við orðið, eins og síðasta björgunarstráið. “Heldur þú þá virkilega ennþá?” “Nei — en eg geri allt sem eg get, meðan eg stend uppi!” Nordheim horfði í andlit hans. Hans föla og alvarlega andlit gaf ekki neitt til kynna um þann storm sem æddi innra í huga hans, og þó var allt í hættu. Síðan hann rak burtu úr huga sér hina stoltu drauma um völd og ríkidæmi, var hans hugsjón að grundvalla verk sitt og nýja framtíð á starfshæfileika sínum, ef hann lifði, og hann hafði þá sjálfsvitundar ánægju, að hafa eftir- skilið óafmáanlegt spor tilveru sinnar, ef hann skyldi falla dauður fyrir kúlu úr byssu Walten- bergs! — Þá væri því öllu lokið — Það sá engin hinn minsta bilbug á honum, en forsetin var kjarklaus og efandi. Hvað skeytti hann um þó fólk tæki eftir hugleysi sínu, að maður í hans stöðu sýndi nokkurt hug- rekki, hann hugsaði bara um hið mikla tap, sem gæti alveg gert hann eignalausan, ef ekki yrði strax komið í veg fyrir meiri eyðileggingu. “Eg verð að fara til míns verks”, sagði Elmhorft. “Ef þú ætlar að vera hér þá veldu þér öruggan stað, því allt um kring hér hendast steinar ofanúr fjallinu, það hefur valdið nokkr- um slysum hérna.” Hann fór aftur til flóðgarðanna, og tók þá fyrst eftir því að Nordheim var ekki einn á ferð. Sem snöggvast var eins og fætur hans væru grónar við jörðina, hann leit til Ernu. Hann skildi hvað hefði komið henni til að fara þang- að. Hann vissi að hún stóð á öndinni af ótta fyr- ir sér, en hann fór ekki til hennar; því við hlið hennar stóð maðurinn sem hún átti að tilheyra sem skoðaði hana sem sína eign. Waltenberg tók eftir tilliti Elmhorfts, er hann snéri sér við, og fór aftur til vinnu sinnar við hinn fallandi flóðgarð, og eins og tilfellislega greip Walten- berg tauma hestsins sem Erna sat á og hélt hon- um föstum með heljartaki. f því kom Gronau; hann var holdvotúr og illa til reyka. “Hér erum við!” sagði hann og heilsaði. “Við komum beint frá Oberstein, og við höfum synt meir en gengið þaðan!” “Hverjir?” spurði Waltenberg. “Er doktor Reinsfeld með þér?” “Já, við höfum komið öllu til róleg heita í Oberstein, en það var ekki svo auðvelt, fólkið var alveg hamslaust af hræðslu við flóðið og rétt þegar við vorum búnir að koma vitinu fyrir það kom boð til Benno frá Elmhorft, við varnar- vinnuna höfðu tveir menn slasast. Læknirinn fór auðvitað strax á stað, án þess að hugsa út í hvort það vað fært eða ekki, og eg fór með hon- um, því eg hélt að það væri kanske þörf sterkra handleggja og það var skynsamlega hugsað af mér. Sem stendur hef eg gerst læknis meðhjálp- ari þarna uppfrá í litla varðhúsinu, eg skrapp út bara sem snöggvast til að láta vita af mér, við höfum því miður nóg að gera þar.” “Það hafa þá viljað til slys------vonandi ekki mjög slfm?” spurði Erna í flýti. Gronau ypti öxlum. “Einum var bjargað úr vatnsflóðinu, og var nærþví drukknaður þegar hann náðist, læknir- inn býst ekki við að hann lifni við; annar varð fyrir skriðuhlaupi, fekk slag á höfuðið og er á milli lífs og dauða, hinir eru ekki eins mikið meiddir.” “Ef doktor Reinsfeld þarf á meiri hjálp að halda, er eg á augnablikinu tilbúin að fara þang að”, sagði Erna og ætlaði að snúa hestinum. “Þakka þér fyrir náðuga jómfrú, við kom- umst yfir það,” svaraði Gronau, er Walteniberg sneri sér við og horfði undrandi á Ernu. “Þú Erna? Það eru nógir aðrir til. Þú heyr- ir að Gronau er lækninum til aðstoðar. Hvað á þessi hetjuskapur að þýða?” “Eg get ekki verið aðgerðarlaus og afskifta- laus þegar allir vinna og leggja fram sína bestu krafta!” Það lá hörð ásökun í þessum orðum; en Waltenberg lét sem hann heyrði það ekki. “Þú virðist hafa þína þátttröku i þessu, þú ert sjáanlega í æsingu”, sagði hann kaldrana- lega. “En það er satt, mennirnir gera allt sem er mögulegt, þó þeir séu í stöðugri lífshættu.’

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.