Heimskringla - 21.03.1951, Blaðsíða 5

Heimskringla - 21.03.1951, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 21. MARZ, 1951 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA voru “Gullfoss” og björgunar- skipið “María Júlía”. Hinsvegar höfðu verið seld úr landi fjórir vélbátar, til Nýfundnalands, — “Grótta”, “Richard”, “Huginn I” “Huginn II”, svo og togararnir “Gylfi” og “Kári”, er báðir voru seldir til Þýzkalands. Loks var e.s. “Ófeigur” (áður ‘Snæfell’) höggvið upp í brotajárn. Síðan hefir flotanum bætzt einn togari, “Harðbakur”, sem gerður er út frá Akureyri, en hann er ekki talinn með framan- skráðu yfirliti. —Vísir 15. febr. * Ráðherrar og þingmenn veikir af influensu Þrír ráðherrar hafa undanfar- ið verið veikir af inflúensu. — Fyrstur lagðist Steingrímur Steinþórsson forsætisráðherra, og lá síðari hluta fyrri viku. Um helgina veiktust svo þeir Ólafur Thors, atvinnumálaráðherra,‘ og Björn Ólafsson, menntamálaráð- herra. Eru þeir nú báðir á bata- vegi. í gær 'boðuðu nokkrir þing- menn veikindaforföll og má bú- ast við að þeir verði nokkra daga frá þingstörfum. —Mbl. 1. febr. * Eisenhower hershöfðingi kom til bæjarins kl. 12.25 Á flugvellinum tóku á móti honum Bjarni Benediktsson ut- anríkisráðherra og sendiherrar erlendra ríkja, Bandaríkjanna, Noregs, Frakklands og fleiri. Gengu þeir til móts við hers- höfðingjann, er hann kom út úr flugvélinni og buðu hann vel- kominn, en að því búnu ávarpaði Eisenhower blaðamenn nokkrum orðum. Hann sagði meðal annars: “Á för minni hefi eg komið í höfuðborgir 12 ríkja. För mín var ekki einungis farin til að afla upplýsinga, heldur og til að ganga úr skugga hvort allar viðkomandi ríkisstjórnir og þjóð ir væru staðráðnar í að vernda friðinn og viðhalda vestrænni menningu. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU útbreiddasta og fjölbreyttasta islenzka vikublaðið Það hefir verið mér mikið gleðiefni, hve hugur manna hefir verið eindreginn í þessu efni. Eg vil leggja áherzlu á að sam- eiginlegur her bandalagsins er ekki stofnaður í árásarhug eða stríðs. Að baki því er óskin um að þjóðirnar fái að njóta þess í friði, sem þær skapa með hönd- um sínum. Eg hefi gengið úr skugga um það, að einhugur er meðal vor og í augum hermannsins er það mikils virði, því að hann telur mest um vert, að siðferðisþrekið sé óbilandi.” Af flugvellinum fór hershöfð- inginn til Stjórnarráðsins, þar sem hann hitti ríkisstjórnina. Þaðan ók hann til Bessastaða, þar sem hann snæddi hádegis- verð með forseta íslands herra Sveini Björnssyni, ríkisstjórn- inni og fleiri gestum. Að loknum hádegisverðinum fór fram viðræður hans og ríkis- stjórnarinnar. Fór Eisenhower þá til Keflavíkur, þar sem hann verður í nótt. Síðan leggur hann af stað kl. 7 :í fyrramálið til Ot- tawa í Kanda. —Vísir * Sextugsafmæli síra Friðriks Rafnars Séra Friðrik Rafnar, vígslu- biskup á Akureyri, varð sextug- ur í gær. Hann fékk veitingu fyrir Akureyrarprestakalli og Lögmannshlíðarsókn árið 1927, var vígður vígslubiskup árið 1937. Séra Friðrik Rafnar er mjög vinsæll og vel metinn prestur og maður. Sóknarnefnd og fleiri vinir hans héldu þeim prestshjónunum fjölmennt sam- sæti í gærkvöldi (15. feb.) —Alþbl. 16. febrúar ★ Eftirfarandi tilkynning barst Vísi í morgun frá utan- ríkisráðuneytinu: Hin 30 f. m., var dr. Helgi P. Briem sendiherra íslands í Sví- þjóð jafnframt skipaður til þess að vera sendiherra í Sovétríkjun- um. Var Pétri Benediktssyni veitt lausn frá sendiherraembætt inu í Sovétríkjunum. csesoeððeðcosoosðsosðsoðosososðcoGoosososoocceðoosoo VERZLUN ARSKOL AN ÁM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. Fiskaflinn s.l. ár nam 323 þúsund smálestum Heildaraflinn s.l. ár nam 323 þúsund smálestum á móti 337 þúsund smálestum árið 1949. Þar af var í fyrra 60 þúsund smálestir síld, en 71 þúsund smálestir árið þar áður. • Verkun aflans skiftist þannig í aðalverkunaraðferðir, tölur í svigum eru frá 1949: ísfiskur 32 þúsund smálestir —(142 þúsund smálestir) I Frystur fiskur 52 þúsund smálestir — (78 þúsund smál.) ^ Hertur fiskur 493 smálestih j —(59 smálestir) ! Saltfiskur um 100 þúsundj smálestir. (40 þúsund smálestir) Þá fóru 63 þúsund smálestir fisks, annars en síldar í verk- smiðjur. Er það aðallega karfa- vinnsla og uppsa. Hinn tiltölulega litli ísfisk- afli stafar að sjálfsögðu af tog- araver.kfallinu. • # 0 Brjóstlíkun af dr. Finni Jónssyni afhjúpað i M.A. Síðastliðinn föstudag var af- hjúpað brjóstlíkan af dr. Finni Jónssyni í hátíðasal mennta- skólans hérna. Hófst athöfnin með því að nemendur skólans, sem söfnuð- ust saman í sal, sungu nokkur lög undir stjórn Hermanns Stef- ánssonar, en skólameistarafrúin, Margrét Eiríksdóttir, lék undir á flygel. Þá flutti skólameistari, Þór- arinn Björnsson, stutta ræðu og gerði grein fyrir því hvert til- efni þessarar athafnar væri. Hann gat þess, að Agnar Klem- ens Jónsson, hinn ný skipaði sendiherra íslands í London hefði fært skólanum að gjöf brjóstlíkan það af dr. Finni, semj afhjúpa skyldi, en dr. Finnur var föðurbróðir hans. Þætti gef- andanum það hlýða, að líkan þessa látna fræði- og vísinda- manns væri í eign M. A. þar eð bæði hafi hann verið fæddur hér í bæ árið 1858, í svonefnd- um Pálsbæ, og alizt hér upp til sjö ára aldurs, og svo hafi hann og verið heiðursborgari þessa bæjar. Það er ókunnugt með öllu, hver gerði brjóstlíkanið, en gefandinn telur að það muni hafa verið sænskur maður. Halldór Halldórsson, íslenzk- ur kennari við skólann, flutti þvínæst langt og tarfÁR rn, um dr. Finn. Rakti í stórum dráttum hin fjölþættu störf þessa mikilhæfa norrænufræð- ings. Að lokum stungu nemendur aftur nokkur lög. —ísl. 31. janúar * * * Ritað í dönsk blöð um forseta íslands sjötugan Politiken segir m. a.: ‘Forset- inn er ekki aðeins vildarvinur Danmerkur. Á heimili hans í Kaupmannahöfn féllust jafnan íj faðma dönsk og íslenzk sjónar- mið, og síðan hann varð forseti, hefir hann oft látið í ljós það vinarþel, sem hann og þjoð hans ber til Danmerkur. Við spurð-j um það, meðan landið var her-^ setið og eins eftir að við öðluð-( umst frelsi okkar á ný. Æðsti^ þegn íslands er fulltrúi þess bezta með þjóðinni.’ Berlinske Tidende segir, að, það hafi verið gæfa íslands að ^ einmitt Sveinn Björnsson hleypti af stokkunum hinni nýju ríkisskútu, hygginn og ör- uggur maður með hreina skand- inaviska stefnu. Á viðsjár verð- um tímum átti hann enn kost á að vera áfram hinn mikli brúar- spiiður í sameiginlegum málum þjóðanna, Danmerkur og ls- lands. Nationaltidende bendir á, hve dugmikill og lipur samninga- maður forsetinn sé. Segir blað- ið, að glæsibragur hans og hátt- vísi hafi vakið aðdáun á alþjóð- aráðstefnum. “Danir hafa alltaf dáðst að persónuleika hans, og þeir hylla hann nú öðrum frem- ur, þar sem hann liggur á sjúkra beði. Sveinn Björnsson skilur og virðir Danmörku, og þar verð ur honum fagnað, er honum auðnast að sækja okkur heim. Erlendis eru ný ríki á þjóða- ibekk dæmd eftir fulltrúum þeirra. Það er fslandi mikið lán, að þjóðhöfðinginn er maður, sem er ekki aðeins persónugerv- ingur þess besta, sem býr með þjóðinni, en nýtur líka mikillar virðingar á alþjóðavettvangi.” —Mbl. 20. febrúar ★ Kynnir ísland í Brasilíu Á árunum 1910—1815 dvaldi ungur, danskur piltur á Akur- eyri og víðar hér á landi. Síðar j fluttist hann til Brasilíu og ▼egnaði þar vel. Er hann nú vel-j látinn kaupsýslumaður í Rio de Janeiro og hefur efnast vel. — Maður þessi heitir Káj. A. Svan- holm. Kom hann hingað í sumar ásamt konu sinni og var þá birt viðtal við hann í Morgunblaðinu. En Svanholm lét ekki við það eitt sitja, að heimsækja gamlar stöðvar og kunningja. Hann afl- aði sér upplýsinga um land og þjóð og hefur nú hafið land- kynningu um ísland í Brasilíu upp á eigin spítur. f haust opnaði Svanholm sýn- ingu á íslenzkum málverkum í Rio, eftir Ásgeir Bjarnþórsson og einnig gaf hann út bækling, sem nefnist “Islándia—Pais dos Contrastos”, sem mun þýða — “ísland, land andstæðnanna”, — eða eitthvað í þá átt. í bækling þessum eru myndir af Heklu, Geysi og sögustöðum á íslandi og allmikið lesmál, frásögn af sögu þjóðarinnar og ýmsar aðr- ar upplýsingar. Við opnun sýningarinnar voru 600 gestir embættismenn, kaup- sýslumenn og fulltrúar erlendra ríkja og blaðamenn. GILLETTS } Sápa íyrir iniiina en It’ livert stykki Margar mismunandi tegundir má búa til á heimilunum Einn vegur sem húsfreyjur geta sparað peninga er að búa til sína eigin sápu. Með því að nota 4 pund af floti, tólg eða svínafeiti og 10 oz. af Gillett's Lye. getið þér búið til 12 til 15 pund af goðri, barðri þvottasápu á 20 mínútum, fyrir minna en lc stykkið. óþarfi er að sjóða lögin, aðeins fylgið fyrirsögninni á Gillett’s Lye könnunni. Þér sparið ekki aðeins peninga heldur notið fitu sent annars er lítils virði, til þess að búa til góða sápu til allra venjulegra þarfa. TILBÚNINGUR GRÆNSAPU Mjög einfalt að búa hana til úr harðri sápu sem búin er .til eftir for- skrift á Gillett’s könnunni. Skerið nið- ttr eitt pund í smástykki, látið í ilát með 8 pottum af vatni og sjóðið þar til alt er uppleyst. Hellið í annað ílát, og þegar sápan er köld má nota hana. HÁLF-SUÐU AÐFERÐIN “ er annar vegur fyrir sápu tilbúning (sem útskýrt er a Giílett’s könnum). Þ:: er efnablöndunin þannig: 4 pund fita, I oz. burís, 10 oz. Gillett’s Lye (sem er 1 smádós), 9 pottar af vatni. Leysið upp burfsinn og Lyið í einum potti af köldu vatni. Bætið svo við 8 pottum af vatni og látið hitna. Þegar fitan er bráðin þá bætið út í burísnum og Ly- inu. Sjóðið við lítinn hita, hrærið sam- an í tvo kl.tíma, þegar sápan er orðin þykk' skal hella henni í ílát og láta standa 3 daga áður en hún er skorin. “NAPTHA” SAPA Notið sömu aðferð, látið kólna y2 kl. tíma, bætið svo í það % bolla af kero- sene. Þá fáið þér ágæta sápu til gólf- þvotta og annara þarfa. LYE TIL HREINGERNINGA 3 teskeiðar af Gillett’s Lye leyst upp í köldu vatni hreinsar alskonar kám, fitubletti og önnur óhreinindi bæði i borgum og sveitabýlum. Nú fæst Gillett’s Lye i stórum 5 punda könn- um. Þannig er það ódýrara. GLF100 H Ný bók ÓKEYPIS (Aðeins á ensku) Stærri og betri en áður. Skýrir fjölda vegi sem Gillett’s Lye hjálpar við, til flýtis og hreinlætis, í borgum og sveit- um. Sápugerð fyrir minna en lc stykkið. Sendið eftir i . eiiitaki strax. Bæði venjuleg stærð og 5 pd. til sparnaðar ll Gerið svo vel að senda ókeypis | ■ eintak af stóru, nýju bókinni, 'I hvernig nota má Gillett’s Lye. | NAME_______________________________ ADDRESS Mail To: STANDARD BRANDS LIMITED, 801 Dominion Sq. Bldg., Montreal L = = — = = = == =':L“^=r=^= =ji FJÆR OG NÆR Til H. Sigurðsonar bygginga- meistara, Winnipeg, Man. “ÞULA” Vinur minn Halldór, heilla kall- inn, heldur slettist nú upp á pallinn, og tel eg það öllum okkur skaða, að Einar kallar þig múrhúðara. Þú, sem héfir með dásemd dugað, og daglegar þrautir yfirburgað, í hörku frostum og hita straum- um, haldið lífinu í mörgum aumum, löndunum sem að ekkert áttu, annað en viljakraftsins þáttu. Því muntu aldrei aldrei hrasa, þótt Einar kalli þig púðurvasa, birtast ný óðum apa skrípi í íslands kotunga mála líki. En þú munt af öllum ávalt met- inn, ágætis drengur, að beztu getinn. H. E. M. ★ * * Til Arinbjarnar S. Bardal Ekki sést hann elli beygi altaf fær í sókn og vörn gleði hrókuf vagn á vegi vinur okkar Arinbjörn. Óþreytandi iðju höldur að honum gæfan snúi blíð hann er sómi, sverð og skjöldur sinnar ættar fyr og síð. Þessu spáði Þorgeir goði það var sann nefnt giftu hjal aukist dáð en eyðist voði allra manna í Bárðardal. Þrándur Svar til Þrándar Þökk fyrir stefin Þrándur minn þau voru blóm við garðinn þinn “af verkunum skaltu þekkja þá” þú ert einn sem kant að sá. Ef að útsæðið ekki bregst og alt gengur sem allra bezt rósir munu þá rísa hátt og reynast beztar úr þinni átt. Heilræðin voru holl frá þér hólið of mikið handa mér, vertu rólegur vinur minn eg vanda mun betur annað sinn. Trausti minn þú treystir mér treysta má eg aftur þér, þú sigrað hefir sókn og vörn síðan þú hittir Arinbjörn. Bangsi Rússar lána Kínverjum herskip f kínversku blaði, er gefið er út í Hongkong, var nýlega skýrt frá því, að kínverksu kommún- istar hefðu fengið 23 herskip frá Sovétríkjunum. Þessi herskip eiga að mynda kjarna flotadeildarinnar fyrir strönd Suður Kína. Herskip þessi eru flest frá 1500—3500 lestir að stærð og fengu Kínverjar þau í síðast liðnum september og okt- óber. ASGEIRSON'S 698 SARGENT AVE. PHONE 34 322 See Us For: PAINTS, WALLPAPER & HARDWARE SPORTING GOODS 1 L PASKARNIR blómahátíðin nálgast Fyrir þessa hátíð, sem og alla aðra tíma, höfum vér mikið úrval blóma, svo sem: Corsages, Pot Plants, Cut Flowers. Vor aðal umhugsun.er, fegurð, ending og verð- gæði blómanna. Allar vörur sendar heim til kaupenda, hvár sem er í borginni. íslenzka töluð í búðinni. The Bouquet Florists 1406 MAIN STREET TELEPHONE 55 553 Elva Youngs Tilkynning Umboðsmaður okkar á fslandi er Björn Guðmunds son, Bárugata 22, Reykjavík. — Hann tekur á móti pönt- unum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. Kaupendur blaðanna eru vinsamlega beðnir að til- kynna umboðsmanni vorum vanskil á blöðunum, og einnig ef breytt er um verustað. Heimskringla og Lögberg I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.