Heimskringla - 21.03.1951, Blaðsíða 6

Heimskringla - 21.03.1951, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA Nordheim forseti Þýtt hefir G. E. Eyford Skamt frá var hópur sem hafði safnast sam- an um særðan mann. Verkfræðingarnir og verka mennirnir hópuðust þar að, á svip allra mátti sjá undrun og ótta, og menn hvísluðu hver til annars: “Forsetinn? — Nordheim sjálfur?” — “í hamingjunarbænum, sækið læknirinn!” Það var Nordheim forseti, sem lá þar blæðandi og meðvitundarlaus, næstum án lífsmarks. Hann hafði, eftir því sem virtist, verið á óhultum stað, er stykki af brotnu járni frá brúnni lenti á honum, og sló hann niður. Erna og Waltenberg reyndu að hjúkra honum, og allir reyndu til að veita honum aðstoð og hjálpa, er Elmhorft kom með læknirinn, og ruddist í gegnum mannþröng ina. Benno var óvanalega fölur, en alveg rólegur er hann kraup niður til að skoða meiðslið. Sárs- aukin við snertinguna virtis\ koma honum til meðvitundar aftur, hann stundi af kvölum er hann opnaði augun, og hans starandi augu horfðu í andlit mannsins sem laut yfir hann. Hann þekkti hann ekki, en hélt að hann sæi and lit æskuvinar síns, því andlit hans afmyndaðist af skelfingu, og í krampakendu æðiskasti reyndi hann að standa á fætur, og ýtti hendi læknisins frá sér; hann gat auðvitað ekki staðið upp, og hné niður með sérri kvalastunu, og blóðstraum- ur fossaði út úr munni hans. Þeir sem stóðu hjá honum sáu einungis hans líkamlegu þjáningu, en Benno gat hins sanna til, hann laut enn meira niður, og er hann með varfærni rendi hendinni undir höfuð hans og reyndi að styðja það, sagði hann: “Því ekki að þyggja mína hjálp, eg veiti hana af einlægu hjarta!” Nordheim gat ekki talað, og þessi snögga hreifing sem hann gerði til að standa upp, hafði alveg tæmt krafta hans, hann misti aftur meðvit- undina. Læknirinn rannsakaði sárið eins og hægt var og bjó um það, og sneri sér svo, alvar- lega að Waltenberg og Elmhorft. “Hefurðu enga von?” spurði Elmhorft hálf hátt. “Nei, hér er öll hjálp árangurslaus” svaraði læknirinn. “Við verðum að reyna að koma hon- um heim; en það verður að gæta allrar varnúðar með flutningin, þá kanske að við getum komið honum heim með Hfsmarki. —Náðuga jómfrú, eg vil biðja þig að fara á undan og búa dóttir hans undir, svo að þetta tilfelli komi henni ekki að óvörum, þegar verður komið heim með hann. Það þýðir ekki að leyna hana því, að faðir henn- ar kemur deyjandi til baka; því hann lifir ekki nóttina út.” Hann sagði svo fyrir um flutninginn. Það voru í hasti búnar til börur og á þær lagðar káp- ur og ábreiður, og var hinn særði maður lagður þar ofan á með mestu varfærni. Að því frá- gengnu lögðu burðarmennirnir á stað til sumar hallarinnar. Erna var farin á undan, og læknir- inn, sem sagðist koma bráðlega, sneri sér nú að því að hjúkra og hjálpa öðrum sem höfðu meiðst og þurftu hjálpar við, en engin þeirra var í mik- illi hættu. Walteniberg var eftir. Hann stóð sem ráð- viltur og virtist eiga í hörðu stríði við sjálfan sig; en er hann sá að Elmhorft gekk í áttina til Walkenstein gjáarinnar fór hann á eftir hon- um og náði honum strax. Herra Elmhorft!” Elmhorft stanzaði og sneri sér við; það var einhver steingjörð ró í útliti hans, og málrómur hans var hljómlaus, er hann sagði: “Þú kemur til að minna mig á loforðið sem eg gaf þér? Eg er hvenær sem er, reiðubúinn — skyldustörfum mínum er nú lokið”. Waltenberg hafði ekki þessa stundina hugs- að um það, hann gerði snögga neitandi hreif- ingu með höfðinu. “Eg held að hvorugur okkar sé í því ástandi að há hólmgöngu. Að minnsta kosti ekki þú.” Elmhorft strauk með hendinni um enni sér; og fann nú fyrst er hin feiknarlega áreynsla á taugar hans fór að slaka til, hve máttvana og þreyttur hanh var. “Það er kanske satt sem þú segir”, sagði hann. “Það stafar af ofmikilli áreynslu. Eg hef ekki sofið í þrjár nætur, en eftir svo sem tveggja tíma kvíld verð eg búin að ná mér, og eg endur- tek það, að þá er eg reiðubúinn að mæta þér” Waltenberg horfði þegjandi á hann, manninn sem þennan dag hafði gert áform hans að engu —þessi ró vilti honum ekki sjónir. Hann hafði svarið á vörunum, en sagði það ekiki, hann leit þangað sem hann datt, er hann var að flýja af brúnni. Einmitt á þeim stað þar sem hann lá, var einn af stólpunum brotin, og stykkin sem þyrl- uðust úr honum í allar áttir hefðu marið hann og limlest, ef frelsandi hönd hefði ekki hrifið hann burt þaðan á því augnabliki. Hann vissi hvers hendi það var. “Eg verð að fara og vitja um forsetan”, sagði hann. “Dr. Reinsfeld hefur lofað að vera hjá okkur í nótt, við skulum láta þig vita um for- setan.” “Þakk fyrir”, sagði Elmhorft, sem virtist heyra og svara sem utan við sig. Hugur hans var ekki við samtalið, og er Waltenberg fór, gekk hann í hægðum sínum þangað, sem Wolkensteinbrúin hafði verið. Það var hræðileg nótt, bæði í umhverfinu, og fyrir Nordheims fjölskylduna. Herra hússins átti í þjáningar fullu dauðastríði alla nóttina. Ofan á hinar líkamlegu þjáningar, bættust minningarnar um hvernig hann sveik æsku vin sinn, sem nú kvöldu hann meir en hin líkamlega þjáning. Dr. Reinsfeld gerði allt sem mannleg- ur máttur gat, til að létta honum dauðastríðið. Þegar lýsti 'af degi voru þjáningarnar og stríðið búið, og það var hendi Benno Reinsfeld sem lokaði augum hans, Hann reisti með við- kvæmni og mildu handtaki Alice á fætur, sem kraup við lík föður síns, og leiddi hana út úr herberginu. Hann talaði ekkert við hana, en á þann hátt sem hann lagði handlegg sinn um hana og studdi hana, gaf til kynna, að hann hugs aði ekki framar til aðskilnaðar þeirra. Nú stóð ekkert í vegi fyrir að hún yrði konan hans; hvorki auður né minningar liðins tíma, dauðin og gröfin breiddu nú sína friðarblæju yfir af- brot föður hennar. Þegar öllu var lokið, hafði Erna líka farið til síns herbergis. Alice þurfti hennar nú ekki með, hún hafði nánari og betri hughreystara nú hjá sér. Erna sat föl og úrvinda við gluggan og horfði út í hina gráleytu dögun, sem var að mestu hulin þoku og skýjum. Hún hugsaði um, hve móðurbróðirinn hafði verið fjærlægur sér og hve oft hún hafði fordæmt gjörðir hans og karakter; höfðu hinar síðustu þungu þjáningar stundir hans sléttað yfir allt þetta? Nú var það einungis móðurbróðir hennar, sem hún sá deyja. Hugur hennar dvaldi ekki lengur hjá þeim dauða, hann leitaði til hins lifandi, sem stæði nú einsamall í hinni gráu og köldu þoku við rústirnar af sínu mikla verki. Hún vissi hve hon- um var þetta verk kært, og fann sárt til með honum, að þetta óhapp skyldi hafa komið fyrir. Hún þráði nú ekkert annað en, að standa við hlið hans til að hughreysta hann og gleðja; en í þess stað varð hún að láta hann bera harma sína einsamlan. Hún veitti því ekki eftirtekt, að Greif kom til hennar og biðjandi og vingjarn- lega lagði höfuðið sitt kjöltu hennar; en hún starði stöðugt út í þokuna. Þá var hurðin opnuð og Waltenberg kom inn, og gekk með hægð til hennar, sem var svo sokkin niður í hugsanir sínar, að hún varð hans fyrst vör, er hann stóð fyrir framan hana og nefndi nafn hennar. Erna hrö'kk við og færði sig til baka; hreif- ingin var merki ótta og viðbjóðs, sem ekki fór framhjá honum; hann brosti, en það var biturt bros. “Er þér svo ógeðfeld nærvera mín! Mér þykir fyrir, að eg verð þrátt fyrir það, að neyða þig til að hlusta á mig, því það er nokkuð sem eg þarf að tala um við þig.” “Nú einmitt núna er dauðinn hefir heimsótt oss?” sagði hún í þreytulegum og ávítandi róm. “Já, einmitt núna, seinna hef eg kennske ekki kjark til þess”, svaraði hann. Orðin voru svo óvanaleg og undarleg, að Erna leit undrandi upp. Augu þeirra mættust, en hún sá nú ekki hinn blossandi ofsa í augum hans, sem upp á síðkastið hafði gert hana svo hrædda, nú var það eitthvað annað; var það hat- ur eða ást eða kanske hvorutveggja—það gat hún ekki verið viss um. Hann þagði um stund og horfði stöðugt á hana, og loksins sagði hann með sterkri áherzlu: 1 “Eg er komin til að kveðja þig.” “Ætlarðu að fara? Áður en móðurbróðir minn er lagður til hinstu hvíldar?” “Já, og kem aldrei til baka! Þú miskilur mig, Erna, eg er ekki að tala um daga eða vikur, kveðja mín er, skilnaðar kveðja fyrir alla tíma, millum okkar!” “Aðskilnaður?” Hún horfði efablandin á hann og vissi ekki hvað hún átti að segja; þetta kom henni svo að óvöru, að hún gat ekki strax áttað sig. “Þú virðist ekki að trúa á veglyndi mitt”, sagði hann í bitrum tón. “Þangað til í gær, hefði eg heldur eyðilagt ykkur bæði, þig og Elmhorft heldur en frígefa þig. Það er búið—hann hefur kennt mér, hvernig maður getur bugað andstæð- ing sinn. Heldur þú að eg viti ekki hver það var, sem frelsaði mig, þegar eg féll við brúarendan? Ef hann hefði ekki gert það, hefði eg orðið und- ir hinum fallandi stölpum, sem hefðu marið mig í sundur. Þú hefur áreiðanlega séð það, það er eg viss um, og dáist ennþá meir að honum sem hetju, sem þú sást í gær, með þínum eigin aug- um. Með þeirri dáð er hann sýndi, verður hann að fullkomnum fyrirmyndar manni í þínum aug um;” “Já, eg sá það!’ ’svaraði hún og horfði nið- ur fyrir sig, “en eg hélt ekki að þú hefðir þekkt hann, því það næstum leið yfir þig”. WINNIPEG, 21. MARZ, 1951 “Sinn svarinn óvin þekkir maður altaf, jafn vel þegar hann bjargar lífi manns. Eg vildi segja honum þetta í gær, en eg gat það ekki, að þakka honum hefði verið mér óbærileg kvöl. Láttu hann heyra það af þínum munni. Segðu honum að eg afturkalli hólmgöngu áskorun mína, og að eg leysi hann af hans loforði, og að eg gefi þér frelsi þitt til báka. Svo erum við skilin, að skift- um. Eg gef honum tíu sinnum eins mikið, eins og það líf, sem hann frelsaði er virði.” Erna brá hastarlega við að heyra það nú, sem hana hafði lengi grunað. “Þú skoraðir hann á hólm? Var það útkom- an af samtali ykkar?” “Hélstu að það væri mitt augnamið, að unna ' honum lukkunnar í örmum þínum?” spurði hann, og hló biturlega. “Nei, það er ekki í mínu eðli. Eghefði skotið hann, ef dagurinn í gær hefði ekki breytt því áformi mínu. Hann hafði samþykt hólmgöngu áskorunina og lofaðist til að verða reiðubúin, undir eins og Wolkenstein brúin væri fullgerð—forlögin hafa nú skorið úr málunum!” Hinn kaldi hæðnis málrómur hans, blekti nú ekki Ernu framar, hún heyrði einungis hina brennandi kvöl í orðum hans, og fann til þess hvað þetta afkall kostaði þennan ástríðu- þrungna mann. Rólega og biðjandi lagði hún hendi sína á handlegg hans: “Waltenberg, þú mátt trúa því, að eg finn og skil hve miklu þú fórnfærir fyrir mig, þú hefur elskað mig alveg takmarkalaust— “Já,” sagði hann í skerandi róm, “og eg var nógu heimskur til að halda, að astnðufrekja mín mundi þvinga þig til gagnkvæmnrar ástar. Eg hélt er eg faeri með þig til fjærlægra landa, og þegar úthafið væri á millum ykkar, að þá mundi þér lærast að gleyma, og snúa þér af hug og sál til mannsins þíns. Nú er mér orðið það fyllilega ljóst, að eg misreiknaði mig! Eg get aldrei upp- rætt þá ást úr hjarta þínu, og ef eg hefði skotið hann, hefðir þú elskað hann dauðan ennþá meira. Nú, er hann er vansæll, flýgur allur máttur sál- ar þinnar til hans—farðu þá til hans, eg er ekki framar í vegi fyrir þér—>þú ert frjáls! ’ “Við skulum fara saman til hans!’ bað Erna innilega. “Réttu Elmhorft hendina til sátta. Þú getur það, því nú ert þú sá veglyndi, sá gafmildi. sem við skuldum þakklæti. í næstum ofsa æsingu hrynti hann hendi hennar frá sér. “Nei, eg vil, eg get ekki framar mætt þeim manni. Ef eg sé hann aftur, ábyrgist eg ekki neitt; þá æsist hatrið upp aftur í hjarta mínu. Þú skilur ekki hvað það hefur kostað mig að bæla það niður, það er bezt að æsa það ekki aft- ur!” Erna þorði ekki að endurtaka beiðni sína, hún sá, að hans ofsafengna eðli gæti aðeins gef- ið upp, en aldrei fyrirgefið; hún aðeins hneigði höfuðið. “Vertu sæl!” sagði hann í hinum sama bitra hatursfulla tón, sem hann hafði talað við hana. “Gleymdu mér—það verður þér auðvelt við hlið- ina á honum.” Hún leit á hann með tár í augunum: “Eg vil aldrei gleyma þér, Ernst, aldrei! En eg vil ávalt finna til þess, sem álösun, að þú skilur við mig með bitru hatri.” “Með hatri!” endurtók hann með endur- vakinni æsingu, og allt í einu fann Erna, að hann faðmaði sig að sér, og þrysti sér með heljarafli að brjósti sér. Ennþá einusinni útjós hann ástar- hrifningu sinni, en sem aldrei hafði verið end- urgoldin. Það var einhverskonar kvalakent brjál* æðis ofbeldi í þessu faðmlagi, sem varaði ekki nema augnablik. Svo slepti hann henni eins svip lega og hraðaði sér burt. Hans stutti, en ástríðu- þrungni ástardraumur, var dreymdur til enda fyrir alla tíma. Það var þegar orðið bjart af degi, regninu var stytt upp, og storminn hafði lægt. Það virtist sem náttúruöflin hefðu jafnað sig eftir þetta óskaplega illviður. Nú sáust fáir menn meðfram brautinni, aðeins varðmenn á stöku stað. Nú var ekki miklu að bjarga eftir að Wolkenstein brú- in var farin. Það var stæðst slysið, og kom síðast. Öll brautin í fjöllunum hafði orðið fyrir afarmiklum skemdum, einungis fáar brýr stóðu lítt skemdar; og er litið var yfir eyðileggingr una virtist það næstum ómögulegt að ráða bót á þeim feikna skemdum sem orðið höfðu á braut- inni. Hr. Nordheim lá nú dauður í húsi sínu, — meðurinn, sem hafði komið þessu mikla fyrir- tæki af stað og var stæðsti eigandin í því, hans ætlun, að mynda félag sem tæki brautina yfir og borga honum fyrir hana, samkvæmt sínum reikningi, féll nú auðvitað í kalda kol. Hvort eða hvenær nokkrir aðrir fyndust sem vildu tak- ast á hendur að endurbyggja hina, að hálfu eyði- lögðu braut, varð tíminn að leiða í ljós. Það var það, sem maðurinn, sem stóð ein- samall með krosslagðar hendur á barmi Wolk- enstein gjáarinnar var að hugsa um, er hann virti eyðilegginguna. Það var ískaldur og dimmur haust morgun, grá og ömurleg þoka fyllti lægðir og dali, og skýbólstrar drógust saman yfir fjöllunum og himinin var grár og skuggalegur, og allt í kring voru ömurleg merki hins hræðilega dags. Upprifin og brotin tré, ásamt stórum dýngjum af stórgrýti og brotnum flóðgörðum, var alstaðar að sjá meðfram braut- inn, og enn fossuðu lækir og ár kolmorauðar of- an úr fjöllunum; það var ekki neitt skemtilegt að horfa á þetta, en maðurinn, sem þarna stóð hafði þrek til að horfast í augu við það. Ofan í Wolkenstein gjánni ríkti dauða þögn og kyrð. Hún var hálffull eftir jökulhlaupið af ís og stórgrýti. Það hafði átt upptök sín hæðst upp við topp Wolkensteins, magnast á leiðinni ofan eftir hlíðum fjallsins, það sópaði með sér öllum jarðvegi sem var á leið þess, og stórskóg- inum sem var búist við að verndaði brúna; hin hundrað ára gömlu furutré voru brotin og rifin upp með rótum, og þessu öllu hafði hlaupið sóp- að ofaní gjána, sem svo lenti með þeim óskapa hraða, sem var eins og byssu skot á brúnni og braut hana. Slíkt áhlaup gat ekkert mannlegt verk staðist. Það var að vissu leyti betra en ekkert að geta huggað sig við það, en slík huggun var einskis- virði fyrir Elmhorft. Hann horfði hugsandi ofan í hina ísköldu gröf, þar sem allar hans stoltu vonir og framtíðarfyrirætlanir hvíldu, kanske um aldur og æfi. Þegar brautin var lögð, vildi Elmhorft að brautin væri lögð á öðrum stað, til þess að komast hjá því að leggja hana' yfir gjána, en Nordheim vildi það með éngu móti, því hann vildi að brúin yrði óafmáanlegt minnis merki um sig sem leiðtoga og höfund þessa mikla mannvirkis. Allt í einu kom eitthvað, sem hentist yfir öll klungrin sem voru við brúarendan, það var stór og loðin hundur, sem var að láta gleði sína í ljósi yfir því, að vera sloppin út úr hinni löngu innilokun. Hann stansaði fyrir framan Elm- horft, hann ylgdi sig og lét skína í tennurnar sínar, eins og hann var vanur er hann sé Elm- horft, en nú var annað sem hann þurfti að veita eftirtekt. Greif tók' strax eftir því hvað þar hafði skeð, svo leit hann eins og spurjandi á Elmhorft. Elmhorft hafði hingað til haldið sér róleg- um, að minnsta kosti á yfirborðinu; við þetta lít ilfjörlega tilfelli, við hundsins þögulu spurn- ingu bilaði hann kjarkin. Hann lagði hendina yfir augu sér, og fáein tár, þau fyrstu síðan hann var barn, runnu heit og brennandi ofan kinnar hans. Þá heyrði hann nafn sitt nefnt í þeim tón, sem hann hafði aldrei áður heyrt, en hann kann- aðist við málrómin. “Wolfgang!” Hann sneri sér snögt við, og strauk tárin of kinnum gínum, og gekk í áttina þangað sem há og grönn stúlka í svartri kápu stóð; það var eins og hún þyrði ekki að færa sig nær honum. “Þú hér, Erna?” spurði hann hastur. “Eftir þessa hræðilegu nótt sem þú hefir átt.” “Hún var hræðileg!” svaraði hún og stundi við. “Hefur þú frétt af láti móðurbróðir míns?” “Já, fyrir tveimur tímum. Eg hafði ekki rétt til að vera við dánarbeð hans; nærvera mín hefði vel getað aukið á þjáningar hans, þess- vegna kom eg ekki. Hvernig barst Alice af?” “Hún er utanvið sig ennþá, en Dr. Reins- feld er hjá henni.” “Þá kemst hún brátt yfir það. Þau elska hvort annað, þegar elskhuginn stendur verndandi og hughreystandi við hlið manns, getur maður borið allt, já, hinar þyngstu byrgðar lífsins.” Það var djúpur biturleiki í orðunum ; Erna sagði ekkert, en færði sig nær honum, þar til hún stóð við hlið hans, hann leit á hana, en hann varð ennþá alvarlegri á svipinn. “Eg veit til hvers þú ert komin; þú vilt segja uppörvandi hluttekningarorð við mig—en að hvaða gagni er það? Þau foræmingarorð, sem faðir þinn sagði á dauðastundinni, eru nú kom- in fram, eyðileggingar hins gamla ættaróðals Thurgau ættarinnar, er nú hefnt, og eg held, að fríherran hefði gert sig ánægðan rneð þessa hefnd.” “Heldurðu virkilega að þau orð, sem hann talaði í örvænlingu á dauðastupdinni hafi haft þann mátt?” spurði hún í ásakandi róm. “Síðan hvenær hefur þú orðið hjátrúarfullur?” “Síðan trúin á minn eigin mátt liggur graf- in þarna niðri. Láttu mig vera einan, Erna. Þvx hefurðu laumast í burtu itl að færa mér hluttekn- ingu, sem ölmusugjöf, sem kærastinn þinn lætur þig líða fyrir seinna. Eg þarfnast engrar samúð- ar, og ekki þinnar heldur!” Hann sneri sér burt frá henni, og leit upp til fjallanna. Wolkenstein stóð einn upp úr þok- unni, eins og ægilegt nábleikt draugslíkan. “Eg kem ekki leynilega og ekki með neina ölmusu”, sagði Erna og reyndi að dylja óstyrk- inn í málróm sínum. “Ernst veit að eg mundi leita þig uppi, og hann hefur beðið mig að skila til þín — ” “Ernst Waltenberg-------til mín?” “Já, til þín Wolfgang! Hann beiddi mig að segja þér, að hann leysir þig af loforði þínu, og tekur hólmgöngu áskorun sína til baka.” Elmhorft hnyklaði brýrnar, og svo sagði hann svo næstum fyrirlitningarlega:

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.