Heimskringla - 04.04.1951, Blaðsíða 1

Heimskringla - 04.04.1951, Blaðsíða 1
Toast Master BREAD Good For Toast or Table At Your Neighborhood Grocer’s Toast Master BREAD Good For Toast or Table At Your Neighborhood Grocer’s LXV ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN , 4. APRÍL 1951 NÚMER 27. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Kennara embætti í íslenzku stofnað Þrítugasti marz er kominn og horfinn aftur í djúp tímans. En gleymdur er hann ekki. Hann skildi eftir skemtilegar minn- ingar í hugum íslendinga og annara, er á samkomunni í Play- house voru, þegar því var lýst yfir af Dr. A. H. S. Gillson, for- seta Manitoba háskóla, að kenn- araembættið í íslenzku væri nú stofnað. í annan stað var koma þeirra Helgu Sigurdson og Martíu Markan Östlund frá New York sem af einlægum áhuga fyrir stofnun kensluemtoættis- ins tóku þátt í athöfn kvölds- ins, með söng og píanóspili. Eiga þær verðugar þakkir fyrir þetta skilið. Var Helga svo önn- um kafin, að hún varð að fara til baka daginn eftir samkomuna og án þess að sjá nema fáeina af öllum kunningjum hennar. María dvaldi hér fram yfir miðja þessa viku og söng s. 1. sunnudag í báðum íslenzku kirkjum við messu og fylti kirkj- urnar, eins og þær áður gerðu Playhouse samkomuna. í Sam- toandskirkjunni sýndi kvenfé- lag safnaðarins hina alkunnu rauns sína með því að veita öll- um kaffi eftir messuna, og gefa þeim, á þriðja hundrað sem við- staddir voru, tækifæri til að endurnýja kunningsskapinn við söngkonunna. Eru margir nú þakklátir fyrir þá hu'gulsemi. Að eiga þessa stund til viðtals við hina vinsælu söngkonu var vissulega notað sér af vinum hennar hér. Ræðurnar sem á Playhouse- samikomunni voru fluttar, bæði af Dr. P. H. T. Thorláksson, er var samkomustjóri og dr. A. H. S. Gillson, forseta Manitöba-há- skóla, birtast báðar í líslenzkri þýðingu í þessu tölublaði. Enn- fremur skeyti og grein er flutt var hér í útvarp, samin af W. J. Lindal dómara og meira segja var endurtekin á stuttbylgju út- varpi fyrir vikublöð í Canada. Eitt af því mikla sem eftir- tekt vakti á samkomunni, var tilkynning forseta, dr. P. H. T. Thorlakson um að stjórn fslands hefði sent 5,000 dala ávísun í kenslusjóðinn. Þess má geta, að af þeim 40 þúsundum sem nú skortir á að Inngangserindi á samkomunni í Playhouse Theatre 30. marz Eftir P. H. T. Thorlakson íormann framkvæmdarnefndar í kenslustólsmálinu Flest af okkur sem hér erum samankomin í kvöld, eru canadísk- ir þegnar af íslenzkum stofni. í þessum mikla mannfjölda eru og margir af annara þjóða uppruna. Nákvæm þekking um uppruna þjóðanna og tungur þeirra, er að aldanna; þó vitum við eftir á- byggilegum heimildum, að fyrir 7000 árum áttu sér stað miklir þjóðflutningar frá norð-vestur hluta Indlands til Evrópu. i Tungumálafræðingar skýra okkur frá, að tungumál þessarar frumþjóðar liggi til grundvallar öllum tungumálum Evrópu nema fjögurra, það er finnsku, ungversku, tyrknesku og basque tungu. Þeir hafa safnað 2200 rót- um orða þessara frumtungu. Forngrískan hefir varðveitt 67% af þessum indógermönsku frumrótum, latínan 40%, en ís- lenzkan, þessi forna klassiska' tunga, sem enn er töluð af ís- lenzku þjóðinni, hefir varðveitt yfir 57%. ísland, þessi litla eyja í Norð- ur-Atlanshafi, var byggð að mestu leyti af fólki frá Noregi. Margt af því hafði dvalið svo áratugum skifti í norður-hluta Bretlandseyja; íslenzka þjóðin er því af norskum, írskum og skoskum uppruna. Þessir frumherjar er hófu landnám á fslandi 874, fluttu með sér þangað tungumál, er þá var almennt talað á Norðurlönd- um og á hálfu Bretlandi. Þessi forna, klassiska stofntunga, er igeymir fslendingasögurnar og Eddurnar, var dyggilega varð- veitt af íslenzku þjóðinni í .gegnum aldirnar. Annað mikilvægt menningar- afrek þessai'kr fámennu þjóðar var stofnun þjóðþings og sköp- un löggjafar til öryyggis rétti einstaklingsins. Árið 1930, þegar íslenzka þjóðin hélt hátíðlegt þúsund ára afmæli Alþingis, viðurkenndi Stanley lávarður frá Bretlandi opinlberlega þetta mikla menn- ingartillag. Hann sagðist vera þangað kominn sem fulltrúi frá mestu týnd í hulduheimum forn móður þjóðþingsins til að flytja ömmu þjóðþingsins kveðjur og votta henni virðingu. í septemtoer 1936 heimsótti Tweedsmuir lávarður, þáverandi landsstjóri Canada bæinn Gimli og flutti þar ræðu fyrir hópi af afkomendum þjóðarinnar á gamla fslandi. Hann lét þá svo ummælt: —“Þér hafið reynzt góðir canadiskir borgarar og hafið tekið ykkar þátt 1 fram- sókn og baráttu þessarar ungu þjóðar; eg fagna því og, að þér hafið aldrei gleymt menningar- arfi yðar.” Hann bætti þvií og við, að mikilhæf þjóð skapað- ist ekki einungis með því að fólkið tæki að sér skyldur og hollustu við kjörlandið, heldur einnig af þeirri ástæðu, að það legði þjóðlffinu til sinn eigin menningararf Canada til upp- byggingar. Sú er ósk og von stofnend- anna að kennslustólsdeildinni í íslenzku og íslenzkum fræðum við Manitobaháskólann, að hún megi leggja fram skerf til menntunar- og menningarlífs canadísku þjóðarinnar. Þessi deild við háskólann mun kenna forna stofntungu, sem er auðug af sígildum og nýjum bókment- um, og mun hún styrkja ensku deildina vegna þess, að íslenzk- an er grunntunga að hinum eng- ilsaxneska hluta enskrar tungu og mun vekja áhuga fyrir rann- sóknum í samanburðar málfræði. ★ ★ ★ f lok ræðu sinnar las Dr. P. H. T. Thorlakson upp bréf frá Thor Thors sendiherra, for- sætisráðherra íslands, Þjóð- ræknisfélagi íslands og The League of Norsmen in Canada, er tekið var með miklum fögn- uði. sjóðurinn nái 200 þúsund dölum, er fullur helmingur fenginn í loforðum. Samkoma Laugardags- skóians Allir vinir og velunnarar Laugardagsskólans eru beðnir að veita athygli samkomuaug- lýsingu skólans, er birtist á öðr- um stað í blaðinu. Börnin og kennararnir hafa æft íslenzka smáleiki og íslenzka söngva, og treysta því að fólk fjölmenni á skemtun þeirra. Hin árlega samkoma þeirra hefir jafnan verið vel sótt og vænta þau þess að svo verði í þetta skifti. — Bregðist ekki börnunum! Aðgöngumiðar, sem seldir voru að samkomunni, er fresta varð vegna flóðsins, gilda fyrir þessa samkomu. Heilla-óskir Þessi skeyti bárust forstöðu- nefnd Samkomunnar í Play- house Theatre 30. marz í tilefni af tilkynningu um byrjun kenslu í íslenzku við Manitoba-háskóla: Reykjavík, 30. marz 1951 Dr. P. H. T. Thorlakson, Winnipeg, Man. Ríkisstjórnin óskar íslending- um til hamingju með stofnun kennara-embættis í íslenzkum fræðum við Manitoba-háskóla og þakkar þann skerf sem með því er lagður varðveizlu íslenzkrar menningar í Vesturheimi. '' Steingnímur Steinþórsson, forsætisráðherra Reykjavík, 30. marz Dr. P. H. T. Thorlakson, Winnipeg. Þjóðræknisfélagið sendir ykk- ur öllum innilegar heillaóskir vegna tilkynningar íslenzka kennarastólsins. Sigurgeir Sigurðsson Ófeigur Ófeigsson Kristján Guðlaugsson Sigurður Sigurðsson Þorkell Jóhannesson Winnipeg, 30. marr 1951 Dr. P. H. T. Thorlakson, Winnipeg, Man. Minnugir sögulegs skyldleika vors, sameiginlegra forfeðra og tungu liðinnar tíðar, viljum vér sem félag Norðmanna í Canada (League of Norsemen in Can- ada) láta í ljósi innilegar lukku- óskir vorar til hinna íslenzku samborgara vorra með stofnun kennaraembættis í norrænum fræðum (íslenzku) við Mani- oba-háskóla. Við árnum þessu veglega fyrirtæki allra heilla. The League of Norsemen in Canada O. H. Valby, ritari Bismarck, N. D. 29. marz 1951 Miss M. Pétursson, ritari stofnnefndar háskólastólsins: Eg óska hjartanlega til lukku með stofnun háskólastólsins og þakka stofnnefndinni hið mikla starf, elju og fórnfýsi, sem hún hefir sýnt í verki sínu. Mér er ósegjanleg ánægja að því, að fullvissa er nú fengin fyrir að bæði afkomendur íslendinga og aðrir eigi aðgang að námi ís- lenzikrar tungu og ikynningu bókmenta þjóðar vorrar og sögu. G. Grímson Frá sendiráðinu í Washington 27. marz, 1951 Dr. Thorbjörn Thorlákson: Mér er það mikið gleðiefni, að mega tilkynna þér, að ríkisstjórn íslands hefir ákveðið að veita Um stofnun kennara embættis í íslenzku Ræða fJutt af Dr. A. H. S. Gillson, forseta háskóla Manitoba- fylkis í Playhouse Theatre, Winnipeg, Manitoba, föstudagskveldið 30. marz 1951, við stofnun kennara embættis í íslenzkri tungu, og bókmentum við Manitoba háskólann, kenslu árið 1951 ____ 1952. $5,000.00 til stofnunar kennara- stóls í íslenzkum fræðum við Manitöba-háskóla. Hérmeð fylgir ávísum fyrir þessari upphæð og ennfremur allar beztu óskir íslenzku ríkis- stjórnarinnar og íslenzku þjóð- arinnar þessari stofnun til handa, sem efnt hefir verið til með slík- um myndarskap og fórnfýsi ykk- ar allra. Með beztu kveðju. Þinn einl. Thor Thors ÚR ÖLLUM ÁTTUM Frá Koreu bárust fréttir s.l. mánudag um að Kínverjar væru að hrúga her saman fyrir norð- an 38 gráðu í Koreu. Ætla ýms- ir^her þeirra vera hálf-miljón manna. MacArthur hershöfð- ingi segir öllu óhætt ennþá. ★ Samtoandsstjórnin gerir ráð fyrir hækkandi skatti, vegna hernaðar útlitsins. Um það fá- um við að heyra meira næstu viku. ★ Jay-walking, sem kölluð er, en það er að ganga yfir götur annarstaðar en á gátnamótum, er nú talin glæpur í Winnipeg. Brot á því varða sektum, er nema $50.00. Lög um þetta koma í gildi 12. maí. A Efri málstofa löggjafarþings Nýja-Sjálands var lögð niður eftir 96 ár. Ekki var kosið til málstofunnar, heldur voru full- trúarnir skipaðir. Nýja-Sjáland er þanngi fyrsta land breska samveldisins, þar sem þingið er aðeins ein málstofa. Smávegis um Canada Tekjur Canada fyrir árið 1950 námu $14,164,000,000. Þetta er það sem unnið var fyrir við framleiðslu af öllum einstakl- ingum þjóðarinnar. ★ Notkun vatnsorku í Canada nemur 12,654,835 hestöflum. — Þetta nemur 23% af allri vatns- orku, sem hægt er að framleiða. * British Columbia hefir minst 80 ára afæmlis fylkisins, með því að koma upp eirtöflu er frá þessu skýrir við inngang þing- hússins í Victoríu. Aldurinn er miðaður við það, er fylkið sam- einaðist fylikjasambandi Canada. ★ Ontario er 412,582 fermílur að stærð. Frá austri til vesturs er það um 1,000 mílur, en frá norðri til suðurs 1,050 málur. ★ “The Colonial Advocate”, hét fyrsta blaðið sem út var gefið í Efri Canada (nú Ontario). Það var gefið út í Queenston fyrir meira en öld síðan. Útgefand- inn var William Lyon Macken- zie, foringi upppreistarinnar í Efri Canada 1837. * __ Banff í Alberta, er elzti þjóð- garðurinn í Canada. Hann var myndaður 1885. Hann er 2,564 fermílur að stærð. Eg er handviss um að eg er hleypidómalaus. Eg held að eg hafi enga hleypidóma gagnvart litafhætti manna, heldur ekki gagnvart stéttum og enga hleypi- dóma gagnvart kreddum þeirra eða trú. Eg hugsa eingöngu um það, að maðurinn sé mannleg vera — það nægir mér. Hann getur ekki verri verið. Mark Twain Það er ekki oft á stuttri tnannsæfi, að mönnum veitist tækifæri til að vera þátttakend- ur í afburða framtökum. Minn- inga athafnir okkar eru vana- lega tengdar við atburði, löngu liðinna tíða, en þessi mannfund- ur hér í kvöld, 30. marz 1951, er einn af þeim fágætu viðburðum, sem oft verður vitriað til og minnst, á komandi árum. Stuttu eftir að eg kom til þessa fylkis til veru, fór eg með Lindal dómara til Gimli. Eg gleymi aldrei tilfinningunum sem vöknuðu hjá mér þar. Við neyttum kveldverðar hjá öldr- uðum manni (eg er viss um að mörg yðar munuð þekkja hann), hann var auðvitað íslendingur og Kanadamaður. Frumbyggi. Tal hans var þrungið af lifandi tilvitnunum, beinum og óbein- um til hinna hugprúðu persona í sögu liðinna alda á íslandi, og til útflutnings þess ættgöfgva fólks. Menn og konur söguald- arinnar voru honum eins veru- leg eins og fréttirnar í dagblöð- unum. Hann var gagntekinn af fyrirmyndum þessara fjarlægu hreystimanna. Þeir voru hon- um andleg hvatning í hversdags- lífi hans — hugsjón, mannlegrar fullkonanunar. Lindal dómara fanst þetta vera eðlilegt og sjálf sagt, en mér var það stórkostleg opinberun. Á stúdents árum mínum komst eg undir töframál sagn- ritunarinnar íslenzku við lestur á þýðingum, eftir William Mor- ris og fleiri, sem að Tweedsmuir lávarður segir um að séu þær “göfugustu bókmentir sem að dauðlegir menn hafi framleitt”, og sem að hann sagði um, þegar að hann kom til Gimli 1936 aft- ur, að væru á meðal “helstu verka meistaranna”. Síðan að eg kom til Gimli fyrst, hefi eg orð- ið hins sama var á öðrum stöð- um í fylkinu, en tvítekning var par ekki neinum skukgga á skýr-1 leik reynslu þeirrar að finna í Manitöba hina fornu íslenzku menningu, lifandi og þróttmikla, logandi kjarnorku í samtíðar- lífinu. Leyfið mér að skjóta hér inní, að mér er það mikið hugðarmál að minnast þess, að þó að menn viti ekki um nema einn eða tvo, af höfundum þessara 40 sagna sem varðveittar hafa verið á fs- landi að nafn eins fyrsta manns- ins sem að safnaði þeim og hélt þeim til haga, geymist; hann var vitur maður, minnisgóður og sannsögull, og var samtíðarmað- ur Williams Con<iueror — Ari Þorgilsson. Auðvitað er ástæðan fyrir þessari þróttmiklu fornmenn- ingu hér í Manitoba sú, að við erum svo lánsöm að vera enn nærri þeirri hetjutíð er fyrstu íslendingarnir komu til Winni- peg. Þið minnist þess, að það voru aðeins 75 ár síðast liðinn í október að íslenzkbygð hófst í Nýja íslandi. Svo nálægur er sá atburður, að margir yðar þekkið og hafið þekkt suma af frum- byggjunum. Eg vona að Dr. Thorlaksson, sem við eigum öll svo mikið að þakka, leyfi mér að minna yður á, að faðir hans, séra Steingrímur Þorláksson var einn af frumbyggjunum og var prestur lúterska safnaðar- ins í Selkirk í 27 ár. Það er auðsætt samt sem áður, að eftir því sem að lengra líður, þá firnist þessi fegurð og lífs afl smátt og smátt á meginlandi Norður Ameríku, og jafnvel í þessu fylki, og þrátt fyrir það að í þessari borg búa fleiri fs- lendingar en í nokkurri annari borg í heimi utan höfuðborgar fslands. Það er lífsnauðsynlegt að eitthvað sé gert til að varð- veita þessa miklu arfleifð ekki aðeins fyrir kanadiska borgara af íslenzkum uppruna heldur fyrir alla Kanadamenn. í kvöld erum við komin hér saman til að hrinda á stað síð- asta framtakinu, sem er að stofna varanlegan samastað, fyr- ir hina fornu menningu íslend- inga sem lifandi afl til þrosk- unar vorri kæru kanadisku þjóð. Þið vitið öll, að eg á við stofn- un kentiaraembættis í íslenzkri tungu og íslenzkum bókmennt- um við háskólann í Manitoba. Þetta fyrirtæki hefir hlotið hinar ágætustu umsagnir frá mikilsmetnum mentamönnum, annara en íslendinga. Þetta hefir verið stórkostlegt fyrirtæki, því að þó það sé satt, að stærsti hópur íslendinga utan fslands sé hér í Manitoba, þá er tala þeirra ekki stór, aðeins 15,000 og máske öðrum 10,000 dreift víðsvegar um Kanada og Bandaríkinn. En þessi hópur í Manitoba, sem í eru læknar, fiskimenn, dómarar, bændur, kaupmenn og kennarar setti sér það takmark að safna $200,000 til tryggingar varanlegu kennaraembætti í ís- lenzku og ísl. bókmentum við há- skólann í Manitoba. í kvöld kom um við hér saman ,til að til- kynna, að takmarkið er nú vel sýnilegt. Án þess, að fara of mjög út í smá atriði, langar mig til að rifjá upp að fyrir 26 árum síðan þá samþykti Þjóðræknisfélagið íslenzka að hefja söfnun á $100,- 000 sjóð og skyldu vextirnir af honum ganga til að kenna ísl. við einhverja aðalmentastofnun í fylkinu. En í rauninni kom ekki fyrsta gjöfin til þess starfs inn fyrri en árið 1944, þó að á fundi sem að ráð háskólans í Manitoba hélt 10. febrúar 1938, væri af Dr. S. E. Smith tilkynt að Magnús Hinnriksson hefði á- nefnt skólanum $2,000 til kenn- ara embættis við skólan, er kenna skyldi íslenzka tungu og ís- lenzkar bókmentir og að skift ráðendur dánarbús hans hefði með höndum. Skólaráðið setti sérstaka nefnd til að athuga málið, en ekkert var gert þar til 8. marz 1944. Þá fékk stjórnar- ráð háskólans bréf frá Dr. P. H. T. Þorláksson og í þvií fyrstu gjöfina, sem borguð var til stofn unar kennaraembættisins. 27. desember 1947, sendi H. A. Bergmann dómari sem nú er látinn sitt persónulega tillag í kennaraembættis sjóðinn til fjarráðamanns háskólans, og í bréfi sem því fylgdi, tók hann fram að ákveðið söfnunarstarf Frh. á 4. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.