Heimskringla - 18.04.1951, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 18. APRÍL, 1950
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
SYEITASKALD MEÐ
VIDAN SJÓNARHRING
Eftir próf. Richard Beck
Eigi síður en íslenzkir fræði-
menn í alþýðustétt hafa alþýðu
skáldin íslenzku verið sómi þjóð
arinnar, enda hefir ekki ósjald-
an fléttast saman hjá þeim ljóða
gerðin og fræðimennskan. Og
vegna þeirrar sérstöðu, sem
þessi skáld vor eiga í andlegu
lífi og menningu þjóðarinnar,
hefir þeim að verðugu verið
skipað til sætis á eigin bekk í
bókmenntasögu hennar; einkum
hefir erlendum fræðimönnum,
sem lagt hafa rækt við íslenzkar
bókmenntir, orðið starsýnt á al-
þýðuskáld vor að fornu og nýju
og þeir hafa fyllst aðdáun á
bókmenntaiðju þeirra og afrek-
um á því sviði.
Góðu heilli, eru enn út um
sveitir íslands alþýðuskáld, er
rækta svo vel sinn ljóðareit, að
öllum, sem góðum skáldskap
unna, má vera það bæði fagnað-
ar- og þakkarefni. f þeim hópi
skipar Halldór Helgason á Ás-
bjarnarstöðum í Borgarfirði
syðra áreiðanlega heiðurssess,
en nýkomið er út á vegum
Heimskringlu-útgáfunnar í
Reykjavík (1950) úrval, eða öllu
heldur sýnishorn, af kvæðum
hans frá undanförnum árum, og
nefnist bókin “Stolnar stundir”.
Hefir annað merkisskáld þeirra
Borgfirðinga, Guðmundur Böð-
varsson á Kirkjubóli í Hvítár-
síðu, sem stendur framarlega í
röð ísl. samtíðarskálda sinna
annast útgáfu þessa kvæðasafns
hins aldurhnigna nágranna síns,
og fylgir bókinni úr hlaði með
kjarnorðum og skilningsríkum
formála. Hefir hann mál sitt á
þessa leið og segir þar glögg
skil á skáldinu:
“Halldór á Ásbjarnarstöðum
er löngu þjóðkunnur maður. —
Áratugum saman hafa blöð og
tímarit landsins flutt lesendum
kvæði hans, margvísleg að efni,
stór og smá, auk þess sem út
hefir komið eftir hann ljóðabók-
in ‘Uppsprettur”, 1925. Á Ás-
bjarnarstöðum í Borgarfirði er
hann fæddur 19. sept, 1874, þar
lifði hann æsku sína, þar óx
hann til manndóms og þroska,
þar eyddi hann kröftum sínum,
langa slitsama bóndamannsævi
og þangað sækir nú elli hann
heim. Við, sem búið höfum í
næsta nágrenni við hann, það
sem af er ævi okkar, erum þessu
öllu kunnug, sem og því að hann
hefir lifað lífi sínu öðruvísi en
almennt gerist—utan þess sem
aðrir sjá og heyra. Við vitum og
að hann hefir ekki gert víðreist
um dagana til skoðunar á undr-
um veraldar, fremur en við
grannarnir. En hann hefir sjálf-
ur sagt:
Þó spölkorn sé yfir fjöll að fara
á förnull hugurinn vængi nóga
og jafnvel úti á yzta hjara
er aldrei vonlaust um græna
skóga. - -
— það er margvfíslegt hvernig
maðurinn lifir lífi sínu, utan
þess sem aðrir sjá og heyra.
Vissulega eru þessi kvæði
Halldórs bónda órækur og fag-
ur vottur þess, að hann hefir
lifað auðugu og litbrigðríku
innra lífi, og það er bezt að
segja það áður en lengra er far-
ið, að hann hefir stórum færst
í aukana sem skáld á þeim ald-
arfjórðungi, sem liðinn er síð-
an ljóðabók hans ‘Uppsperttur
kom út, þó að margt væri þar
góðra og vel kveðinna kvæða og
vísna. Honum hafa vexið vængir
bæði um flugþrótt og víðfeðmi
í yrkisefnum.
Heitið á þessari bók Halldórs
‘Stolnar stundir’, varpar ljósi á
uppruna kvæðanna og aðstæður
skáldsins til andlegrar iðju.
Gerir hann nánar grein fyrir
samskiptum sínum við ljóðadís-
ina í merkilegu upphafskvæði
bókarinnar, “Dísardýrkun”, og
eru þetta tvö fyrstu erindin:
Þú heillaðir unglinginn, daum-
lynda dísin mín góða
Þig dáði eg allra mest,
en vænti þess aldrei að gæfir þú
myntaðan gróða
—þó gjöfin þín reyndist bezt,
því svörin þú kunnir, sem færðu
mér stundarfriðinn,
og fingur þinn benti á dýrlegu
sjónarmiðin
—ef gæti eg augu á þeim fest.
Þú gerðir mér heimsókn á harð-
angur afskektra dala,
þar hafði eg moldvörpuskjól.
En riddarar hleyptu þar fram-
hjá með fagurgala,
til fundar við menntanna sól,
íþá dreymdi mig stundum um sól
skin og sæluviku,
en sá þó gjarnast á loftinu
kuldabilku,
ef setti" eg mig á sjónarhól.
Heiður og þökk sé skáldinu
fyrir það, að hann lét ekki hinn
andvígu kjör drepa í sér þrána
til ljóða, fegurðar- og sannleiks
ást sína, en hóf sig á söngva-
vængjum upp yfir umhverfi
sitt. Það gerðist eigi fórna eða
sársaukalaust, eins og hann lýs-
ir hispurslaust í umræddu kvæði
sínu. En þó að hann hafi aðeins
mátt helga Ijóðadísinni “stolnar
stundir” frá brauðstritinu, þá
getur hann með fullum rétti
fagnað yfir ávöxtunum af
þeirri bókmenntaiðju sinni, eða
eins og hann orðar það í kvæð-
inu:
En glampar af sólskini fylgdu
þó stolnum stundum
og stækkuðu, þrátt fyrir allt;
því tíminn var nýttur á lokuð-
um leynifundum,
er lögeyrinn þér eg galt.
Á andvökunóttum þú sagðir mér
fróandi sögur;
mér sýndist þú aldrei eins bros-
mild, tigin og fögur,,
—og án þín fannst mér í koti
kalt.
Halldór er að vonum sveita-
skáld, sem á djúpar rætur í jarð
vegi síns svipmikla og söguríka
héraðs, en hann á sér jafnframt
miklu víðari sjónhring, er næm-
ur á andleg veðrabrigði innan
lands og utan. Bera kvæði hans
því næg vitni, að hann er maður
sjálfstæður í skoðunum og djarf
mæltur, enda deilir hann hik-
laust á það, er honum þykir
horfa þjóðinni til ómenningar
og gæfuleysis. Aðrar ádeilur
hans eru almennara efnis, svo
sem hið markvissa kvæði —
“Hræsnarar”; hann getur llka
slegið fimlega á léttari strengi
gamansemi, eins og í kvæðinu
“í efstadómi”. f kvæðinu
“Ferðalangur” verður ádeilan,
hinsvegar, táknræn, en missir þó
eigi marksins, nema síður sé.
Hið mikla kvæði “Mannfall”
lýsir þvií vel, hversu áhugaefni
Halldórs ná langt út fyrir tak-
mörk sveitar hans og íslenzka
landsteina, en það er helgað
minningu þeirra skáldsnilling-
anna og freslishetjanna, Nord-
ahl Greig, hins norska, og Kaj
Munk, hins danska. Þessi erindi
eru gott dæmi þess, hvernig þar
er á efni haldið:
Og yfir norska dali og danska
grund
fer dynur mikill eina vetrar-
stund:
í skógum stynur beiki, ösp og
álmur,
með ekkasogum kveður hrönn
við hlein,
um húsaupsir líður angurkvein,
um torg og stræti tregans jóla-
sálmur:
—Tvö svanabrjóst í ljóðfórn
liðu hjá
um loftin rökkurdökk og skúra-
blá,
og hljóminn drukku skagar,
fjöll og firðir;
en andans dirfð og orðsins glæsi
brag
mun æskan syngja fram í nýjan
dag
—því listarorðstír engin dráps-
hönd myrðir.
Engum þarf þá heldur að
koma það á óvart, að maður, sem
svo djúpt er snortinn af örlög-
um norrænna frænda og frænd-
þjóða, er eigi aðeins þjóðhollur,
eins og þegar hefir verið gefið
í skyn, heldur einnig þjóðræk-
inn í sönnustu merkingu orðs-
ins, glöggskyggn á fortíð og
menning a r v e r ð m æ t i þjóðar
sinnar. Hann yrkir margt at-
hyglisverðra kvæða um söguleg
efni:—mjúk og léttstíg ‘Mel-
korkumál’, hreimmiklar ‘Ey-
kyndilsví|sur Bjarnar Hitdæla-
kappa’ og stórbrotið kvæði, —
‘Kraftaskáld’, um þá örlaga-
stund, er Egill orti ’Höfuðlausn’
og er þetta lýsingin á því, er
Egill sagði fram kvæðið:
Hirðin situr hljóð á bekkjum,
hikandi um salinn lítur.
Skáldið stígur feti framar,
frjálsmannlega veg sér brýtur.
Hækkar brún og brigðast enni,
brjóstið lýftir skapsins þunga.
Nú skal sýnt, hver átök eigi.
fslendingsins snillitunga.
Varpar sér um vegg og ása
voldug raustin, snjöll og tamin.
Kveður við sem andans orka
ætli að sprengja moldarhaminn.
Krepptur þar í konungshöllu
kemst þó ekki fram að hálfu
hljómur sá, er göng sér grefur
gegn um þvera Norðurálfu.
Eins og logaörvar stökkvi,
orðin konungs hlustir snerti,
kitla andans ofurmagni
“exina” í blóði herta.
Hvorki skeikar hug né vilja,
hæft er markið, leystur vandinn:
sléttist skap og svipur sjóla.
Sigurviss er listarandinn!
Glöggskyggni Halldórs á
lífs- og menningarbaráttu lið-
inna kynslóða íslenzkra lýsir
sér eigi síður í því, hve vel hon-
um lætur að lesa þær rúnir, sem
skráðar eru gömlum rústum og
götutroðningum, og tekst hon-
um það hvergi betur en í hinu
svipmikla kvæði “f rofum” —
(Eyðibýlið ísl e i f s s t a ð i r) :;
fylgja hér á eftir tvö fyrstu er-
indin:
Sem aldagamalt ljóðmál í línu-
brotum skráð
hér liggja þessi moldrof í síð-
kvöldsins þögn,
en yfir blánar hvelfingin stjarna
blysum stráð,
í stíl og formi ljóðmálsins ríkja
kynjamögn,
en umgerðin er hrímfölvað
lyngs og grasa land
í lognsins faðmi safnað, í hausts-
ins dánarkyrð,
hjá læk, er strýkur farvegsins
þrautsorfna sand
og sækir fram í óvissuna—haf-
djúpanna firrð.
En sagnaþættir mannsæva,, þeir
sofa ef til vill hér
á svæflum dökkrar moldar, við
gráan hleðslustein?
Um hlóðarstæði langeldanna
stjörnubjarmann ber
sem bregði hugarskini á týnda
minnisgrein,
er falin lá í þagnargildi um ald-
ir, daga og ár,
og yfir sungu veðrabrigði lofts-
sins jafnt og þétt
sem lífsnæðingar frysta yfir
gömul svöðusár
um síðir—og gera þar yfirborð-
ið slétt.
Upphafserindi þessa kvæðis
vitnar einnig um það, hve orð-
hagar og glöggar náttúrulýs-
ingar Halldórs eru, og á það
ekki síst við um vorkvæði hans.
Jafn mikill unnandi ljóðlist-
arinnar og hann er, yrkir hann
að vonum um ýms íslenzk önd-
vegisskáld, og er þegar getið
kvæðis hans um Egil Skalla-
grímsson; en hann yrkir einnig
ágætt kvæði um ‘Bólu-Hjálmar
við hörpuna”, og bráðsnjallt er
kvæði það, er hann orti til
Stephans G. Stephanssonar í
heimferð hans 1917, og prentað
var meðal annars á sínum tíma í
Almanak Ó. S. Thorgeirssonar.
Hygg eg, að þessi erindi úr
kvæðinu um Bólu-Hjálmar sé
eigi að litlu leyti töluð beint út
frá reynzlu Halldórs sjálfs og
horfi við lífinu:
Eg bar þig, og ylur frá andblævi
þínum
á auðninni hlýjaði bezt.
I dimmunni hefir þú vísað til
vegar
og villunni slegið á frest.
í stormunum varstu mér skjól
og skjöldur,
og skoluðust um mig kaldar öld-
ur
eg m^t þína nærgætni mest.
Og bæri svo undir, að mætti eg
mönnum,
í myrkri er földu sín brek,
varð marrið í strengjunum
meira en skyldi
—því mistækur var sá er lék.
En hvenær sem neisti frá elsk-
unnar yli
í annarra sálum mig snart í bili,
að viðkvæmna strengnum eg
vék.
En í kvæðinu til St. G. sem
við íslendingar vestan hafs meg
um vera Halldóri sérstaklega
þakklátir fyrir, túlkar hann fag-
urlega og eftirminnilega í þess-
um ljóðlínum náið samband
manns og moldar:
Þar sem fyrsta ljósið ljómar,
lyftist brjóstið, tárið skín
—þar fá hugans helgidómar
heildarblæ á gullin sín;
þar, sem andans orku hvetur,
oftast verður þangað sótt;
—enginn kvistur grænkað get-
ur
gefi’ ei rótin sprettu-þrótt.
Ekki er það mælt út í bláinn,
þegar Guðmundur Böðvarsson
kemst svo að orði í formála sín-
um um erfiljóð Halldórs og
minninga, að hann hafi “náð ái
þeim vettvangi betur og inni-
legar til lesenda sinna og hlust-
enda en aðrir samtímamenn
hans hérlendir”, því að þau
kvæði hans eru hvert öðru betra.
Má sem dæmi nefna kvæðið um
Jón Pálsson bónda í Fljóts-
tungu, en í -því eru þessi erindi,
sem jafnframt verða raunsönn
lýsing á kjörum skáldsins sjálfs
og djúpstæðum tengslum hans
við móðurmoldina:
Kringum dalabónda bæinn
blésu kannske veður mörg;
stundum var þar strítt við snæ-'
inn,
stundum skipt við gróðurblæ-
inn
gjöfulan á gleði og björg.
Víðátta og heimahagi
heilla hvort með sánu lagi,
metast um hvort meira dragi.
Flestum urðu föðurtúnin
friðhelgasta svæði á jörð
þar sem dreymin dalabrúnin
dró sinn geislafána á húninn,
stóð um gömul véin vörð,
tvinnaði saman töfraþræði,
tengdi lands og himins gæði, [
inn til hjartans orti kvæðiý
★
Eigi hefir íslenzkum sveita-
konum verið sunginn sannari j
eða fugurri óður heldur en í
kvæðum Halldórós ‘Bjarkarmál’
(f minningu Margrétar Sigurð-
ardóttur) og ‘Gamlá konan í;
dalnum’ (Guðrún Jónsdóttir,1
ljósmóðir, Örnólfsdal), eins og
þessi erindi úr seinna kvæðinu
sýna:
*
ísland átti þær margar
ágætar, fyrr og síðar,
mæður manndóms og þroska
mikilhæfar og fríðar.
Þöglir afdalir ólu
atgerfi þeirra og kosti
ýmist við sólarelda
eða á hreggi og frosti.
Þeir sem vaka og vinna
vegu mannþroskans fara.
Þeir sem líkna og lækna
að lífsins eldum skara.
Þjóðin á mikið að þakka
þeim sem hugga og gleðja,
—ibæði er sorg og sæla
að síðustu þá að kveðja.
En fjarri fer að samúð skálds-
ins og aðdáun séu bundnar við
manndómslund og þjóðnýt
störf sveitarfólksins; í kvæðinu
“Mannskaðar” hyllir Halldór ís-
lenzka sjómenn í drengilegum
orðum.
Hvað heilsteyptast og tilþrifa
mest af hinum mörgu ágætu
kvæðum Halldórs í þessu safni
þykir mér þó kvæðið “Gömul
kona á förum”; fyrstu erindin
þrjú gefa nokkra hugmynd um
handbragð kvæðisins og trega-
þunga undiröldu tilfinninganna,
en menn verða að lesa það í heild
sinni til þess að njóta þess til
fulls:
Rokkurinn bíður við rekkju-
stokkinn
rökkur-dökkur á lit,
hvorki í snúru, hjóli né trissu
heyrir dyn eða þyt,
—bak við leiksvið líðandi
stundar
liggur þegjandi slit.
Snældan er hálf af hárfínum
þræði
úr hvítri sauðarull
—ætlast var til að eimhverntíma
yrði hún snúðafull,
voðin úr þræðinum vönduð og
snyrtuð
virt sem myntað gull.
Gömul kona með kembdar hær-
ur
koddanum mókir á,
miklum og djúpum minjarún-
um
mörkuð er hennar brá;
leynist þar ofin í línuskilin
lífsins fámála þrá.
Örlög skáldsins sjálfs spegl-
ast í þessu merkilega kvæði
hans og því segir Guðmundur
Böðvarsson réttilega í formáls-
orðum sínum; “Og sá sem les
með meiru en augum einum
kvæði hans: Gömul kona á för-
um, getur sjálfur séð hversu mik
ils virði hann telur að sér hafi
verið ástundun hinnar fornu,
goðbornu listar, jafnvel þó að
snældan yrði aldrei full — að
hans dómi.”
Hvað sem því líður, þá er um
harla auðugan garð að gresja í
þessu kvæðasafni Halldórs
Helgasonar, og virðist safnanda
hafa val kvæðanna vel tekist.
Hins ber að minnast, er hann
leggur áherzlu á í formálanum,
að mörgum góðkvæðum Hall-
dórs varð að sleppa rúmsins
vegna, meðal annars nærri al-
gerlega stórum ljóðaflokki um
endurreisn lýðveldisins 1944.
Þá harmar Guðmundur það
mjög í bréfi til höfundar þess-
arar greinar nýlega, að hafa
orðið að sleppa kvæðinu
“Frændi”, sem ort >er til okkar
Vestur-fslendinga, en reynt
mun verða að koma því á fram-
færi vestur hér, því að það á
það meir en skilið að koma fyr-
ir sjónir íslendinga hérlendis.
Ytri búningur kvæðasafnsins
er hinn snotrasti, og sæmir því
ljóðunum sjálfum, sem bæði eru
vönduð um kveðandi og málfar
og hafa heilbrigðan og tíma-
bæran boðskap að flytja, eins
I og þegar hefir verið sagt og sýnt
með nokkrum dæmum. Og ekki
skiptir það minnstu máli, að um
þau má með sanni segja það, sem
Guttormur okkar sagði um Ká-
inn:
þar er merkur, mætur, heill
maður á bak við kvæðin.
Svo þakka eg þeim skáld-
bræðrum og sveitungum, Guð-
mundi og Halldóri, innilega fyr-
ir kvæðabókina, og jafnlframt
hjartanlega fyrir síðast, sam-
fundina ógleymanlegu á lýð-
veldishátíð Borgfirðinga 1944,
er eg heyrði þá félaga flytja
fögur og snjöll lýðveldishátíð-
arljóð sín, svo að bergmálaði frá
hjarta mannfjöldans.
Að málslokum vil eg svo taka
undir það með Halldóri skáldi,
og láta þá ósk ná til ættjarðar-
innar allrar:
Yrking tungu, yrking jarðar
á að vera Borgarfjarðar
endalausa æfintýr.
(Þeir, sem kunna að vilja eign
ast þessa athyglisverðu ljóða-
bók, geta vafalaust pantað hana
um hendur Davíðs Björnsson,
bóksala í Winnipeg, hafi hann
hana ekki þegar til sölu.)
Aths.: Umrædd bók hefir
ekki verið send Hkr. til umgetn-
inga.
FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI
Pólsk kol eru nú helmingi
dýrari en amerísk kol
Hinn 1. marz s.l. átti að ganga
í gildi nýtt útflutningsverð á
pólskum kolum hjá ríkisfyrir-
tæki því, er hefur einkasölu á
kolum, segir í dönskum blöðum
nú um mánaðarmótin.
Hið nýja verð er um 40 dönsk-
um kr. hærra pr. tonn en gamla
verðið, eða rösklega 90 ísl. krón-
um hærra, og gerir pólsku kolin
helmingi dýrari í Danmörku og
Svíþjóð en bandarísk kol.
Danir, Norðmenn og Svíar
telja ákvörðun Pólverja um hina
gífurlegu verðhækkun kolanna
aðeins tilraun til að græða á
kuldanum og eldsneytisvandræð
unum og hafa innflytjendasam-
bönd þessara landa þriggja sent
pólsku ríkiseinkasölunni harð-
orð mótmæli út af þessari á-
kvörðun og er þar bent á að
þarna sé gerð tilraun til að
skattleggja þessi þrjú lönd um
300 milljónir kr.
Sænskir innflytjendur hafa
þegar keypt 500 þús. lestir kola
í Bandaríkjunum, og samkv.
frásögn Social Demokraten í
febrúarlok, eru danskir kola-
kaupmenn að gera svipaðar ráð-
stafanir. Til athugunar er, seg-
ir blaðið, að Norðurlöndin þrjú
kaupi kol í stórum stíl í félagi í
Bandaríkjunum, til þess að sæta
beztu kjörum og minka kostnað
við innkaup og flutning.
ísland hefur að undanförnu
keypt kol 4 Póllandi og eru þau
mjög dýr og hafa sífellt farið
hækkandi. Samkvæmt þessum
fregnum hefir innkaupsverðið
eftir 1. marz enn hækkað um ca.
90 krónur. Sýnist því eðlilegt
að fslendingar leiti annað til
kolakaupa, ef þess er lcostur. —
Ættu amerísk kol að geta orðið
ódýrari hér eins og í Skandin-
avíu. Sýnist sjálfsagt að þetta
mál sé athugað hið allra fyrsta.
—Dagur.
ITPPLÝSINGA ER
ÓSKAÐ
Árið 1887 (?) fluttist Grímur
Pétursson, bóndi í Brekkukoti
í Hjaltadal í Skagafirði til V.-
heims. Samtímis honum fóru
vestur systkinin Sigurbjörn
Friðbjarnarson og Monika Frið-
bjarnardóttir (bæði fædd fyrir
1865), en Grímur var föðurbróð-
ir þeirra. Eigi er mér kunnugt
hvar þetta fólk settist að vestra.
Væri mér mikil þökk á ef ein-
hver af lesendum Hkr. gæti
eitthvað frætt mig um æfiferil
Sigurbjörns og Moniku vestra,
og þó einkum um afkomendur
þeirra ef einhverjir eru og kunn-
ugt er um þá, svo og um afkom-
endur Gríms frá Brekkukoti.
Vinsamlegast
Árni G. Eylands,
stjórnarráðsfulltrúi
Sóleyjargötu 35, Reykjavík