Heimskringla - 16.05.1951, Blaðsíða 1

Heimskringla - 16.05.1951, Blaðsíða 1
Toast Master BREAD Good For Toast or Table At Your Ncighborhood Grocer’s >__1_____—------------ Toast Master BREAD Good For Toast or Table At Your Neighborhood Grocer’s LXV ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN , 16. MAÍ, 1951 NÚMER 33. Islenzkur grasafræðiskennari ráðinn við Manitobaháskóla Dr. Áskell Löve, ágætur grasa- fræðingur heiman af íslandi, hefir verið ráðinn kennari (As- sociate professor) í grasafræð- isdeild Manitoba-háskóla. Starf hans við skólann byrjar í septemlber á komandi ihausti. Dr. Áskell er 35 ára, fæddur í Reykjavík á fslandi. Eins og nafnið ber með sér, er Löve af danskri ætt kominn en langt fram, því faðir hans var einnig fæddur á íslandi. Móðir hans er íslenzk og heitir Þóra Jónsdótt- ir, borgfirsk, og systir Finns Jónssonar, er að heiman kom 1908 og við húsabyggingar hefir starfað í Winnipeg. Kona dr. Löve er sænsk, grasa fræðingur eins og maður hennar og hét dr. Doris Wahlen. Þau giftust 1940. Dr. Löve er útskrifaður frá há- skólanum í Lundi, Svíþjóð, en kendi vísindi og grasafræði 3 ár við Háskóla íslands og var að þvlí búnu skipaður yfirmaður grasafræðisdeildar háskólans. Dr. Löve héfir ferðast mikið og haft með höndum rannsóknir í grasafræði í Lapplandi, Eng- landi, Wales, Skotlandi, Svíþjóð og íslandi. Hann hefir skrifað nokkrar vísindalegar greinar í erlend og íslenzk kona á Gimli skrifar skáldsögu á ensku Mrs. Kristine Kristofferson Frá Ryerson Press í Toronto er bráðum von á" skáldsögu, sem skrifuð er af íslenkzri konu á Gimli. Konan er Mrs. Kristine Krist- offerson, fædd og uppalin á Gimli. Hún stundaði nám á kennaraskóla í Winnipeg og var barnakennari á Gimli í 9 ár. Hún hét Kristine Benson áður en hún giftist. Sögu sína nefnir hún “Tanya” og er frásögn hjúkrunarkonu, er kemur heim úr síðasta heims- stríði og sezt að í fámennri bygð á bökkum Winnipeg-vatns. Skáldkonan kvað hafa aðra sögu í smíðum. Heitir hún “Jór- unn”, byrjar á íslandi á seinni helmingi 19. áldar, en lýkur á Gimli. Kenanri hennar, Miss S. Stef- ánsson, Gimli, tók brátt eftir hæfileikum Kristínar og hvatti hana til söguritunar. í skóla skrifaði hún sjónleiki. Mrs. Kristofferson er norð- lenzk. Móðir hennar, Ólína Benson, er vestur um haf kom um aldamótin, var fædd að Bjargarsteini í Stafholtstung- um. Kom Kristbjörg, móðir Ólínu, með henni, en faðir henn- ar, Kristján Jónsson, var þá dá- inn. ólína giftist eftir að vestur kom Gísla Benson á Gimli, en Dr. Áskell Löve íslenzk tímarit áhrærandi grasa- fræði. Haimskringla birti á sínum tíma skemtilega skrifaða grein eftir dr. Löve um berjarækt á íslandi. Hélt hann vinnandi veg fyrir íslendinga, að afla sér á þann hátt nægra ávaxta til nið- ursuðu. Hinn bróðir dr. Áskells er Jón og er hann háskólakennari í Bandaríkjunum. Þriðja íslenzka kennarans er von að Manitoba háskóla á kom- andi hausti til að taka við for- stöðu við kennaradeildina í ís- ienziku. Er skemtilegt til þess að vita að eiga svo marga “landa” við einn og sama háskóla. foreldrar hans Benedikt Bjarna- son og Guðrún Gísladóttir voru frá Márstöðum í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. ÚR ÖLLUM ÁTTUiú Hvað sem hver einn segir í máli MacArthurs hershöfðinga, þá er það eitt víst, að Rússar og kommúnistar út um allan heim fagna því, að MacArthur var rekinn, og telja sínum málstað borgnara fyrir bragðið. Skýrir nokkuð, sem sagt er, betur deilu Trumans og MacArthurs, en þetta? * Jacob Penner, bæjarráðsm., í Winnipeg, sem nú er í heimsókn í Rússlandi með sveit kommún- ista héðan, var af bæjarráðinu í gær veitt leyfi til sex vikna burtuveru, eins og M. J. Forkin fór fram á fyrir hönd flokks- bróður síns. * Veðri er spáð hlýrra næstu daga, en var í gær í Winnipeg, og sléttufylkjunum. Það lá sum- staðað við frosti. ★ Alfreð John Atherton, sím- ritari, sem kent var um CNR járnbrautaslysið mikla vestur í Klettafjöllum er 21 dóu af, hefir verið sýknaður. Slysið var talið stafa af því, að símritari endur- tók ekki skeyti um ferðir lest- anna, sem þarna rákust á, en úr því höfðu fallið eitt eða tvö orð. John Diefenbaker þingmaður fyrir Lake Centre, Sask., á Sam- bandsþinginu, hélt þriggja kl.- tíma varnar ræðu fyrir Alfred. * Bandaríkin hafa tapað 212 flugförum í Koreustríðinu, en kommúnistar 149. Þetta er haft eftir flughersráðinu í Washing- ton. Grein er ekki önnur fyrir þessu gerð en sú, að kommúnist- ar hafi færri flugför í orustum þó nóg sé af þeim norðan eða vestan megin við Yalu-iljót til vara eða grípa til seinna. Aftur hafi Sameinuðu þjóðirnar flug- förin til að berjast á móti vagn- liði kommúnista, sem byssur hafi góðar til að skjóta á loft- förin. * Stjórn Nýfundnalands hefir birt reikninga sína yfir s.l. ár. Bera þeir vott um góða afkomu. Útgjöldin nema 31 miljón á ári en það gefur stjórninni 14 milj- ón dala tekjuafgang. Það hefir eitthvað breyzt í landinu sðan það sameinaðist Canada. * Nýju listiskipi ætla Banda- ríkjamenn að hleyppa af stokk- unum 23 júní í NéWport Va. Það er 51,500 smálestir og stærsta, skrautlegasta og hrað- skreiðasta farþegaskip sem vestra hefir verið smíðað. * Ti'l þess að vinna við mann- talið, sem í júní byrjar, þurfa 370 menn í Winnipeg. Kaupið er 8 cent á nef! ★ Til Halifax komu s.l. mánu- dag 1700 innflytjendur á þremur skipum frá Evrópu. — Það er stærsti hópurinná einum degi á þessu ári. • ★ Fjögra ráðgjafafundur sem haldinn var í gær í Rose Palace, í París, stóð yfir eina mínútu. I Þetta er 52 fundur, sem þeir, hafa haldið. Philip Jessup Bandaríkjafulltrúin, sem var forseti setti fund kl. 4 e. h. og bauð hverjum sem vildi orðið. En engan fýsti að taka til máls. Klukkan eina mínútu yfir fjög- ur var gengið af fundi. A Rita Hayworth, ein af fremstu stjörnunum í Hollywood á sín- um tíma, giftist fyrir tveimur árum forríkum Múhammaðstrú-1 ar manni, Aly Khan, syni hins mikla Aga Khan, stjórnara víðs- feðms ríkis og andlegs leiðtoga fjölmennrar þjóðar. En Rita virðist þessa stundina vera að ráðgera að skilja við mann sinn og biðja hann að skaffa sér þriggja miljón dala meðlag með barni þeirra. Rita kom fyrir skömmu til Lake Tahoe, Nev., og er að leita sér þar að húsi. Henni virðist því skilnaður í huga. Aly Khan kvað hafa skrifað henni, að hann ætlaði ekki að setja sig upp á móti vilja henn- ar, en bað hana að hugsa mál sitt vel áður en hún afréði skilnað Barn þeirra minti hann Ritu á, að ihún hefði lofað sér, að láta al- ast upp í sið Múhamaðstrúar- manna. Gifting Gefin voru saman í hjónaband, að heimili séra Philip M. Pét- ursson, 681 Banning St., s. 1. laugardag 12. maí, Thomas Don- ald Richardson og Ásger^ur Laura Johnson, dóttir þeirra hjóna John Johnson og Ólínar Josephson. Þau voru aðstoðuð af Douglas Richardson bróður brúðgumans og Margaret John- son systur brúðarinnar. Nokkur ættmenni brúðhjónanna voru einnig viðstödd. Að athöfninni lokinni fór fram brúðkaupsveizla ■ að heimili brúðarinnar 735 Home St. Framtíðar heimili þeirra; verður að 680 I^Æountain Ave., í Winnipeg. * * * Mrs. Anna Thorlakson, 73 ára,; ekkja eftir John V. Thorlákson, S fyrrum að 1481 Pacific Ave., dój s. 1. föstudag. Hana lifir einn1 sonur, Daniel. Útför fór fram frá Bardal-útfararstofu í gær. Þeir sýndu list við ljóð og lag og gerðu garð vorn frægan. Sjötíu og fimm ára afmæli hans hátignar, Hákons, Noregs konungs, var haldið hátiðlegt með miklum fögnuði um allan Noreg, 3. ágúst 1947, og tóku svo einnig norðmenn þátt í þeirri at- höfn víðsvegar um heim, hvar sem þeir voru búsettir, því Há- kon konungur er mjög virtur og vel metinn af norskri alþýðu. Ennfremur sáust þess glögg merki heima á íslandi um þær mundir og svo hér vestan hafs, bæði í Bandaríkjunum og Can- ada, þar sem Norðmenn búa fjöl mennastir utan heima landsins; voru því gleðimót haldin víðs- vegar í tilefni af afmæli kon- ungs. Norska þjóðin er traust- um tryggðaböndum tengd við okkur íslendinga, að fornu fari, eins og allir vita, því verðum við næmir fyrir öllum meiri- háttar athöfnum norðmanna; og fylgjumst með, þegar eitthvað sérstakt er þar um að vera, og heillaóskir frá íslenzku þjóðinni fylgja þeim ávalt á braut, við slík tækifæri; og svo fór einnig um afmæli Hákonar konungs að þessu sinni. í höfuðstað íslands, Reykja- vík, hafa norðmenn myndað með sér félagskap, því þeir eru þar fjölmennir, að lokknu slíð- asta stríði, félagið nefna þeir Nordmannlaget, þ.e. Norðmanna félagið. Við konungs afmælið vildi það sína sem eðlilegt er, virðingu sína* og tryggðir til heima landsins og varð margt á boðstólnum. En 'þá komu tveir íslendingar til sögunnar, með einlægni og af eiginhvötun, og mun þar hafa runnið fornaldar kongablóð til skildu. Rithöfund- urinn og skáldið, Helgi Valtýs- son, búsettur á Akureyri á ís- landi; og tónskáldið og sung- stjórinn Helgi Sig. Helgason, búsettur í Blaine, Wash. Komu fram á sviðið, sá fyrri yrkir minni konungs, á norsku, en sá síðari, semur fagurt lag við kvæðið, báðir tóku hlýjum hug- um saman um smekkvísi og feg- urð að því verki, sjálfum sér og þjóð vorri til sóma. Formaður Nordmannslaget, í Reykjavík er Einar Fárestveit, hann tók sér ferð á hendur til Osló og samdi þar um glæsileg- ustu útgáfu af konungs kvæð- inu, og laginu eftir þessa tvo á- gætu íslendinga. Fram síða á hverju eintaki er prýdd með mynd af Hákoni konungi, og fána litum Noregs og íslands, og ennfremur nöfnun> beggja böfundanna, litprentuðum frái- gangur allur hin þrýðilegasti. Einar formaður Nordmannslag- et í Reykjavík, lét ekki þar með búið. Hann lét binda tvö eintök af heftinu í blátt íslenzkt sauð- skin og labbaði með það uppi konungs höllina, og skeinkti konungi og krónprinsi sitt ein- takið hvorum, og hlaut þakkir og lofsyrði fyrir. Varð konung- ur glaður við kveðju þessa, sem svo margir menn ágætir hefði staðið að úr þessum þjóðríkjum, og þeim eigi allsmáum, eg hefi ekki séð neitt í íslenzku blöð- unum um þetta sérstaka atriði sem hér um ræðir, því finst mér skilt að einhver veki máls á þessum merkis atburði norr- ænnar menningar. Það gladdi mig persónulegá og svo veit eg ótal íslendinga bæði austan hafs og vestan, að síðasta tímarit, þjóðræknisfé- lags íslendinga í Vestur heimi, undir ritstjórn æsku vinar míns Gísla Jónsson, birti mynd af Helga Sig. Helgassyni, tónskáld og söngstjóra og stutt ævigrip af listaferli hans; það er tími komin til að íslendingar skilji Snjór kom mikill í marz, en lá ekki lengi, enda hefði það komið sér illa. Menn hafa ekki farar- tæki sem þurfa í snjó. Mið apríl byrjaði þur veðris kafli, hélst í 28 daga, og þornaði þá svo að jörð varð of þur, og sagt er að það, að ekki er nauðsynlegt leng j miklar skemdir hefðu orðið a ur að bíða þar til maðurinn er snemvöxtum kartöflum og öðru dáinn til að láta hann njóta sann j grænmeti. Nokkrar frost nætur mælis fyrir verk sín hér á jörðu. komu og var sagt að miklar Helgi Sig. Helgason, er einn af þeim íslendingum, sem borið hefur skjöld vorn til sóma hér vestan hafs um langt skeið, á meðal hins norræna kynflokks, hann hefur stjórnað og æft söngflokka bæði í Canada og Bandaríkjunum meðal Svía, Norðmanna og Íslendinga, svo tugum skiftir, og allir minnast hans sem ágætis leiðtoga, með kæru þakklæti, og nú smellir hann laginu við konungskvæði Helga Valtýssonar til uppfyll- ingar við öll sín fögru tónsmíði; þökk sé honum frá þjóð vorri fyrir alt hans verk. Varla get eg lokað svo þess- um línum, að eg ekki minnist höfundar hins umtalaða kon- ungskvæðis. Rithöfundarins al- kunna og skáldsins, Helga Valt- ýssonar, hvað hann hefir lagt af mörkum til íslenzkra bókmennta um langt skeið, þarf eg ekki hér að lýsa, öllum lesandi og hugs- andi fslendingum er það kunn- ugt. Hitt er ekki víst að almenn- ingur þekki drenginn eins og eg persónulega, frá æsku árum hans, var lítill snáði þegar við gengum til spurninga fyrir ferm ingu, hjá séra B. Þorlákssyni, sem kristnaði okkur báða, en á leiðinní heim frá kyrkjunni urð- um við samferða, strákarnir, og bar þá margt á góma, og altaf bar Helgi litli meiri hlut í öll- um mála þvælingi; hvort heldur var um trúmál, pólitík, eða heims mál yfirleytt, og hefi eg þá skoðun en að fáir standi hon- um á sporði þegar til vits og rit- snildar kemur og sanngirni, á hvaða tungumáli sem er. Hér með þakka eg þeim vinum mín- um báðum, Helga Valtýssyni og Helga Sig. Helgassyni, fyrir vel unnið verk til sæmdar vorri þjóð með kvæðinu og laginu, sem þeir sömdu við hið áður minsta tækifæri, og veit eg að hér mæli eg fyrir munn fjölda íslendinga bæði austan og vestan hafs. H. E. Magnússon BRÉF TIL HKR. R.R.l. White Rock, B. C. Kæri ritstj.: Aðeins fáar línur um leið og eg sendi áskriftargjaldið til blaðsins. Það hefir dregist fyrir mér að senda það, án þess að eg hafi grætt nokkuð á drættinum. En af þvtí eg er skuldlaus fram í maí, hefi eg ekki fengist um það; það mun vera gömul skoð- skemdir hefðu orðið á ávöxtum trjáa, því ef blómin á trjánum frjósa nýútsprunginn ónýtist á vöxturinn. Nokkrir skógareldar geisuðu og gerðu einhvern skaða, en svo ringdi dálítið 25 og 26. apníl og hjálpaði það að slökva eldana. Nú er maí að byrja, og veður gott en ekki hlýtt og gróður fer lítið fram. Heilsufar hefir sjálfsagt ekki verið verra hér en víða annars- staðar, en í marz og apríl gekk vond influensa og sumstaðar mislingar, en er nú víðast í rén- un. í Blaine, Wash., lést eitt- hvað af öldruðu fólki. Á elli- heimilinu þar létust 6 konur á stuttum tíma. En um það verð- ur að líkindum skrifað þaðan, svo eg læt það mál bíða þeim sem þaðan skrifa. Efnaleg afkoma fólks mun vera í meðallagi. Kaupgjald þeirra sem vina er hátt og allar afurðir í afar verði, og veitir ekki af því verð á öllu sem menn þurfa að kaupa, er nálega í tvö- földu verði við það sem var fyr- ir 5 árum og skattar fara altaf hækkandi. Óánægja hefir risið bér gegn fylkisstjórninni 1 Victoria út af spítala skatti og auknum sölu- skatti, og var um tíma af sumum krafist að þingið yrði leyst upp, og gengið til nýrra kostninga. En því var lýst yfir af stjórnar- flok'knum, að engar kosningar yrðu fyr en á réttum tíma 1953. Má vera að þeir bæti fyrir sér þangað til. Væri nú gengið til kosninga væri lítil von fyrir samvinnu flokkinn að vinna. Um Ottawa stjórnarfarið heyr ist lítið talað. Það mun flestum ljóst, að þar er öllu stjórnað af fullkomnu einræði, og litið á þarfir lægri stéttana með full- komnu kæruleysi. Eg ætlaði einu sinni í vetur að skrifa fáein orð um komu P. V. G. Kolka læknis. En það varð ekki af þvá. Eg var lasinn um tíma svo hélt eg að aðrir yrðu frekar til þess, og hefir það orð- ið, en þeir dómar hafa orðið nokkuð hjáróma. Eg var á sam- komunni sem haldin var í Blaine og fanst mér hún ágæt, og min- ir mig að skrifari Öldunar, Mrs. J. Vopnfjörð segði rétt og vel frá þeirri samkomu, í íslenzku blöðunum. En svo hafa dómar orðið nokkuð misjafnir einkum í samtali manna á milli. í Van- couver virðast hafa orðið mis- 0 tök, sem fyrir lesarinn átti ekki sök á, svo sem að hljóðberinn var un, að sá standi í skilum, sem passar að vera skuldlaus, án, - ó\ag\, í Blaine var öllu vel fyr- þess að borga fyrir fram. Eg -r ^omið og á móttökunefndin sendi því með þessum línum 3. j þakkir skilið fyrir það. Húsið (þrjá) dalina, og vona að fá var vej vajig Dg hugulsemi að kvittun við tækifæri. Það er nú ]áta alt aldraða fólkið hafa orðið svo langt síoan eg skrif-| skemtUn af var vel til. fallið. Það aði Hkr. síðast, að eg ætti að, eru endurminningar frá gamla geta skrifað eitthvað í fréttum.; landinu Sem við þráum. Tæki En það er ekki því fyrst er alt ■ nýja tímans sjáum við hér — og svo líkt hvað öðru og svo er eg ^, nú s> mest unnid með vélum að verða svo gleyminn að eg heima> héðan fluttunlf og bygg- man tæpast í dag hvað skeði í -ngar hafi risið upp j hérlendum Sær- | stíl, breytir það engu frá því Það mætti þó geta þess, að sem maður sér hér daglega. Fyr- síðastliðinn vetur var ekki harð- irlestur læknisins var ágætur, ur, miðað við vetrarhörkur í! og þd maður væri honum ekki austurfylkjum landsins. — En; alstaðar sammála, skiftir það tíðin var afar rosasöm, rigning engU( hvorki hann né þjóðrækn- og stormasamt með mesta móti. Framh. á 4. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.