Heimskringla - 11.06.1951, Síða 1

Heimskringla - 11.06.1951, Síða 1
Toast Master BREAD Good For Toast or Table At Your Neighborhood Grocer’s c_____________________e f-----------------------s Toast Master BREAD Good For Toast or Table At Your Neighborhood Grocer’s V---------------------- LXV ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 11. JÚLf, 1951 NÚMER 41. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Vopnahlésskrafið Vopnahlés eða friðarskrafið heldur áfram á milli fulltrúa Sameinuðu þjóðanna og komm- únista. Af síðustu fréttunum, eða þeim sem bárust í gær verð- ur engu spáð um hvað fyrir kann að koma. Fundir halda á- fram í dag, og ekkert hefir í- skorist, enda engar ítarlegar um ræður en byrjaðra. Þeirri frétt var hreyft s.l. mánudag, að Rússar færu fram á að hafa vopnaframleiðslu með höndum í 10 eða fleiri stærri borgum Kína. Þó það eigi að vera til þess að tryggja kínverj- um öryggi, er alt líklegra en þannig verði á það litið af Sam- einuðu þjóðunum. Frá Sambandsþinginu Það hefir sjaldan hlaupið í annan eins reiðistorm á sam- bandsþinginu og átti sér stað, þegar George D. Drew, foringi íhaldsflokksins bar það á stjórn ina, að hún léti full mikið á disk vildarvina og fjölskyldna sinna við útbýtingu stjórnarstarfa. Málið, sem átt var við, var um veitingu á 20 miljón dollara verki til C. D. Howe félagsins í Port Arthur. Það er ekki óeðlilegt, að stjórnin reiddist þessu. Hitt er ófyrirgefanlegra, að hún gat ekki drotnað yfir reiði sinni. Að halda fram eins og þeir báðir gerðu, C. D. Howe, við- skiftaráðherra og St. Laurent, forsætisráðherra, að þetta væri of fyrirlitlegt mál til að vekja upp á þingi, er hreinasta vit- leysa. Það er heldur ekki kámug flokkspólitík, að taka það upp eins og forsætisráðherra kallaði það. Slíkt er engin vörn í málinu. Það er engin vansæmd í því að biðjast skýringar á málum á þingi, sem grunur leikur á, að ekki hafi sætt sem beztri með- ferð. Ef það er vansæmd, eru stjórnarandstæðingar til lítils á þingi. Þeirra verkefni er einmitt að gæta réttinda minni hlutans í landinu, því hann er ekki rétt- laus, þó færri atkvæði hafi en stjórnarflokkurinn, þar sem lýð ræði tíðkast. Þetta er kostur flokksfyrirkomulagsins. Það efast enginn um, að Mr. Howe hafi slitið öll eignar- bönd við C. D. Howe félagið í Port Arthur, en hann stofnaði og stjórnaði, er hann var skip- aður í stna ábyrgðarmiklu stjórnarstöðu. Það er engum vafa heldur bundið, að félagið var rekið með árverkni og skyldurækni, er Mr. Howe var stjórnandi þess og er eflaust á- reiðanlegt og gott félag ennþá og eins líklegt og nokkurt ann- að félag til að taka á sig ábyrgð á verkinu, sem því var falið af stjórninni. En það er ekki með því sagt, að þau störf, sem C. D. Howe hefir veitt, án þess að gefa nokkrum öðrum tækifæri á að bjóða í þau, séu réttilega út- hlutuð. En þar með telst þetta starf, sem hann fól félaginu, sem nafn hans ber og sem synir hans starfa hjá. Það getur hent sig að ekki hafi verið völ á neinu betra félagi, að taka starf ið að sér, en það má eigi að slð- ur deila um bæði þetta og önn- ur stjórnarstörf, hvort veitt skuli án þess að gefa öðrum tækifæri til að bjóða í þau. Þó mestur styr stæði um þetta mál, hefir verið bent á önnur, af stjórnarandstæðing- um, sem eins stendur á með. Það virðist hafa verið alt of al- gengt á síðari tímum, að veita flokksfylgjendum stjórnarinn- ar verk á þennan hátt. Til dæm- is voru flokksforingja Ontario- fylkis veittir 232,000 dalir fyrir lögfræðistörf á einu ári. Á fleira mætti og benda þó í smærra stíl sé. Það er því litlum efa bundið að Mr. Drew hefir gert þarft verk með því að benda á þetta. Það er ennþá út frá því gengið, sem vísu, að hin frjálsa sam- kepni eigi að ráða í úthlutun stjórnarstarfa. En af þessu að dæma, virðist all-fjarri því sneitt. —(Úr Sat. Night) Heimsækja Canada Prinsess Elizabeth og prins Philip hafa ákveðið að heim- sækja Canada á komandi hausti. Skýrði St. Laurent forsætisráð- herra nýlega frá þessu. í engu sambandi við þessa frétt, njintust blöð hér þess, að undrunarefni væri ekkert að Elizabeth prinsessa tæki við landstjórnastöðu í Canada á næsta ári, þegar tími núverandi landstjóra væri útrunninn. Hrossakjötsát í YVinnipeg Hrossagjöts-át er víst byrjað í Winnipeg úr því blöðin segja frá því. Hvað mikið kveður að því, er ekki gott að segja. En hér er kominn að minsta kosti upp einn markaður, sem selur hrossa kjöt og ekkert annað. Hin gífurlega verðhækkun kjöts, er ástæða þessa. Verðið á hrossakjötinu er mikið lægra. Til dæmis er sam- an burður á steikum þessi: Hrossakj. Nautakj. .53c .... T-Bone.......85c •60c .. Tenderloin . .$1.45c •49c .... Sirloin ......83c Hrossakjötið sem hér er selt, kvað framleitt í Swift Current, Sask., sérstaklega til manneldis og verkað með það fyrir augum. Sambandsstjórn kvað hafa eftir Iit á því. Lög þessa bæjar leyfa söluna. En hömlunar á sölu eru þær, að ekki má selja neitt annað kjöt á sama markaði. Sá er hrossakjöt selur hér, regir afdráttarlaust engan mun á bragði nauta- og hrossakjöts- ins. Skipin fimm Ming Sing málið sem svo mik- ið þvarg hefir orðið um í Ot- tawa, er þannig til komið, að Canada smíðaði skip fyrir gam- alt heiðvirkt kínverskt við- skiftafélag á stjórnarárum Chiang Kai Shek. Er sagt að þau hafi kostað til samans um 13 miljón dali. Þetta gekk alt saman vel, þar til Chiang Kai Shek flúði land. En vegna þess að mikið var óborgað í skipun- um, vildi Ming Sing félagið, að þau væru skráð sem eign Can- ada. En þau munu nú vera í notkun kommúnista stjórnarinn- ar meira en félagsins sem þau keypti upphaflega. Nú fyrir skömmu komst Canada á snoð- ur um það, að fimm af þessum skipum hvort sem fleiri eru eða FIMTUGUR Séra Benjamín Kristjánsson Haustið 1922 settist ungur norðansveinn í 4. bekk Mennta- skólans í Reykjavík og vakti þegar á sér all-mikla athygli fyrir gáfur og lærdóm. Meðal annars varð það fleygt, að þessi vasklegi Norðlendingur hefði lesið alla Biblíuna og kynni hana að heita mætti spjaldanna milli. Þótti slíkt fádæma merki- legur hlutur í þá daga um nem- anda í hinum “lærða skóla.” Þessi maður var Bienjamín Kristjánsson, sem nú situr, vel metinn prestur til Grundar- þinga, að Laugalandi í Eyja- firði, og hefir þegar haldið há- tíðlegt fimmtugsafmæli sitt s.l. mánudag 11. þ. m., með mikilli rausn og prýði, og við fjölda- heimsóknir og margs konar lof og virðing, sem vænta mátti um jafn víðkunnan mann, vinsælan og góðan dreng. Síra Benjamín er Eyfirðing- ur að ætt og uppruna, eins og allir vita, borinn og barnfædd- ur á Ytri-Tjörnum, næst elztur sex sona og sex dætra þeirra á- gætishjóna, sem þar gerðu garð frægan, Fanneyjar Friðriks- dóttur og Kristjáns Benjamíns- sonar, fyrrv. hreppstjóra. Hann lauk stúdentsprófi Vorið 1924 og varð kandidat í guðfræði vorið 1928. Réðist þá haustið eftir prestur til Sambandssafn- aðar í Winnipeg og þjónaði þar um fjögurra ára skeið, en hvarf þá aftur heim til átthaganna og hlaut Grundarþing að aflokinni kosningu haustið 1932. Sat hann þá fyrst á Ytri-Tjörnum, unz Syðra-Laugaland var með lög- um gert að prestssetri árið 1935. En heimili hans þar og hans góðu konu, frú Jónínu Björns- dóttur, sem hann kvæntist sum- arið 1928, er löngu alþekkt fyrir óvenjulega híbýlaprýði og höfð ingsbrag. Og nú væri það sannarlega freistandi að skrifa langt og ít- arlegt mál um síra Benjamín, fyrst farið er af stað á annað borð og að gefnu þessu tilefni. En stilla verður slíku í hóf, þó að af æði mörgu og miklu sé að taka. Hann hefir um aldarfjórð- ungs skeið gegnt prestsþjónustu sem aðal-starfi meðal landa vest ur í Ameríku og hér heima, eins og getið var. Um það starf er jafnan hljótt ekki sízt í fásinni íslenzkrar sveitar, en, þó veit það hver sem vill, að síra Benja ekki, væru í förum milli Hong. Kong, Macao og Kanton. En Ma cao er undir stjórn Portugals- stjórnarinnar. Munu því allar teg undir vöru á skipunum fluttar til Kína, svo að það er ekki í sem beztu samræmi við bannið rem er hér við innflutningi þangað. Drew, vakti athygli á mín er enginn pokaprestur, heldur afburðaklerkur. Og læsi þjóð mín ennþá guðsorð sér til sálubótar, mundi eg biðja um húspostillu eftir “collega” minn á Laugalandi. Okkur vini hans! svíður það sem sé á stundum, að þessum andríka, snjalla kirkj-1 unnar þjóni skuli ekki hafa opnast víðari dyr og verkmeiri! á því sviði en Grundarþingin, þó harla gott sé að öðru leyti að vita hann þar fastan í sessi, eða svo finnst okkur nágrönn- um hans hér norður. Og all-liðtækur hefir síra Benjamín reynzt á vettvangi kirkjumálanna, þó að þannig sé í sveit settur, og ekki alltaf hljótt um nafn hans. Kom það raunar engum á óvart, sem með ferli hans fylgdist frá upphafi, því að hann var ekki gamall, þegar ritstörfin heilluðu huga hans og hann tók að veifa orðs- ins brandi á þeim vígaslóðum. Varð honum það mikil bót og veit eg menn, sem muna enn greinar hans, þær er hann reit fyrir tugum ára, þá vart kominn af barnsaldri., GIFTING Mr. og Mrs. Donald MacLachlan Smith En gustur hefir stundum stað ið um nafn hans á orðaþingi og ekki trútt um, að hann hafi þar eignast andstæðinga. Gegnir það að vísu lítilli furðu, eink- um þegar brotið er upp á ýmsu nýju og ekki troðin alfara-slóð. En seinastur manna lætur síra Benjamín hlut sirln, ef hann hyggur sig hafa gott og rétt mál að verja, og er þá ekki heigl- um hent að etja við hann kappi. Þó veit eg raunar engan ó- áleitnari í annars garð en hann, né fúsari til sátta og samlyndis, enda er síra Benjamín fyrst og fremst hógvær maður og hjarta- hreinn, góður drengur. Það vit- um við bezt, sem höfum þekkt hann lengst. Síra Benjamín er hin mesta hamhleypa til allra verka. Eg hefi aldrei þekkt árrisulli mann og — með leyfi að segja — strangari húsbónda. En hvort- tveggja þessa kynntist eg fyrst í fari hans fyrir mörgum árum, er við vorum herbergisfélagar vetrarlangt í kóngsins Kaup- mannahöfn, og eg, sem yngri maður og óreyndari á því ‘háa steinstræti’ hlítti í flestum greinum forsjá hans og leið- sögn. Þann vetur tel eg mig hafa mikið lært, en þó mest af þessum vini mínum og félaga. Mér fannst þá, að Benjamín Kristjánsson stæði ekki langt að baki sumum kennara okkar að lærdómi og spekt, enda vissi eg hann alls ófeiminn að eiga við þá orðastað, ef svo bar und- ir. En sem lítið dæmi þess, hversu fljótur hann var að átta sig á mönnum og á þessum ár um fundvís á það, sem einhver mergur var í, er þetta: Lengi vetrar sótti hann fyrir- lestra, þunga og torskilda að mér þótti, til ungs háskólakenn ara eins, sem fáir aðrir virtust ætla að virða viðlits. Benjamín taldi þar speking að viti vera á ferð og fékk mig nærri því til að trúa þessu líka. Þessi maður varð nokkrum ár um síðar stórfrægur fyrir vís- Frh. á 3. bls. Laugardaginn 30. júní voru gefin saman í Fyrstu lút. kirkju Elene Helga Eylands dóttir séra Valdimars J. Eylands og Donald MacLachlan Smith, maður af skozkum ættum, í góðri stöðu hér þó nýkominn sé til þessa lands. Faðir brúður- innar gifti. í neðri sai kirkjunnar var fjölmenn veizla að gift- ingu lokinni. Heimskringla óskar til lukku. þessu á sambandsþinginu og kvað Canada ekki standa sig við að eiga yfir þessum skipum að segja. Skipshöfnin er kínversk- ir kommúnistar. Liberalstjórn in var því ekki ósammála. En hvað átti hún að gera? Hon Lionel Chevrier, flutningamála ráðherra, átti að vera búinn, fyrir löngu að gera út um þetta mál, en hann trassaði það, eins og Garson trassaði marga mán- uði að birta skýrslu McGregors um svikasamtök hveitimölunar félaganna. En ofan á þetta virð ingarleysi fyrir landslögunum, er forsætisráðherra samt sí og æ að biðja um meiri völd og ráð af þinginu. Sannleikurinn er, að stjórninn og ráðherrar hennar, skeyta nú þegar svo litlu um hvað lög eru, að það er óþarft að veita þeim meira frelsi en þeir hafa. Þeir vilja eiginlega taka fram fyrir hendur laganna og gera sjálfir hvað sem þeim sýnist. Þetta er stór galli og viðsjár verður á núverandi stjórn. Og svo segir Mr, Howe þetta, þegar fundið er að því, að stjórnin skeyti lítt um lands- lögin, þessi eftirminnilegu orð: “Ef okkur fýsir að gera eitt- hvað sem ykkur ekki geðjast að, hver ykkar getur þá haldið okkur frá því?” Það má láklega eins vel gefa kommúnistastjórninni í Kína þessi fimm skip og losna þannig við ábyrgðina af vopna- og öðrum innflutningi á þeim til Kína. Þau kosta ekki nema 1 dollar á hvern mann í Canada og stjórnin finnur einhverja leið til að ná því inn með skatti af okkur. Sýnd veiði en ekki gefin Það var síðasta sunnudaginn í júní, að hópar manna frá Win- nipeg voru á leiðinni heim til sín, eftir yndislegan dag við veiði austur í vötnum Ontario- fylkis. Þegar þeir voru um það tvær mílur frá fylkja-landamær unum komu eftirlitsmenn Ont- ario-stjórnar út á veginn til þeirra, stöðvuðu þá og þurftu að gæta að hvað mikið þeir höfðu veitt og hvort þeir hefðu veiðileyfi. Þeir sem brotið höfðu lög, urðu að láta af hendi fiskinn og oft greiða nokkra sekt fyrir yfirtroðslur sinar. Einn félaganaa sagðist hafa haft einn (jack) fisk framyfir það, sem leyft var að veiða, en það voru 6 fiskar. Hann varð að borga $15.00 fyrir það. Ef eg hefði tekið allan fiskinn með mér sem eg veiddi, hefði beðið mín ævilangt fangelsi. Fiskurinn lá í pokum, pökk- um eða kössum meðfram vegin- um langa leið, er veiðimenn- irnir losuðu sig við. Það hefði verið auðvelt að tína upp vagn- hlöss af fiski meðfram veginum. Fiskurinn var ekki einungis tekinn. En riflar sem í hílunum fundust eða skotfæri, voru einnig tekin. tJR ÖLLUM ÁTTUM Frá ársþingi læknafélags Can ada, sem haldið var fyrir skömmu í Montreal, er það í fréttir fært, að mynd hafi verið tekin með sjónvarpstæki í lit- um af keisaraskurði, sem átti sér stað í einu sjúkrahúsi bæj- arins og sem sýndur var á sama tíma í fundarsal læknanna. Er þetta sagt í fyrsta sinn, sem slík mynd er tekin hér í litum. Hef- ir stúlkan litla er þannig fædd- ist og vóg átta og hálft pund sér til ágætis, að vera hér fyrsta lit- myndaða barnið við fædingu. Fleiri myndir voru af uppskurð um sýndar og sagði einn lækn- anna, að þær væru hinar nauð- synlegustu við kenslu í læknis- fræðinni. ★ “Synir frelsisins” flokkur rússneka manna um 2500 að tölu í British Columbia hafa leitað sér að nýju landi og fundið það. Það er Adams Lake-héraðið um 100 mílur norður af Kamloops, sem þeir hafa ákveðið að flytja inn í, en yfirgefa West-Koot- enays. Það er þar sem þeir hafa átt í eilífum brösum við stjórn- ina, er hegnt hefir þeim fyrir að ganga nöktum á almanna færi og fyrir að brenna upp skóla og aðrar byggingar. Nefnd þessara manna, sem skoða sig eina hin sönnu guðs- börn og því óháða lögum manna eða annara en guðs, segja, eftir að hafa séð hið nýja land, að það sé “Guðsríki á jörðu”, sem vera má að ekki só færri, þó aðrir íbúanna séu seinni þeim að viðurkenna það.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.