Heimskringla - 27.06.1951, Page 1

Heimskringla - 27.06.1951, Page 1
Þing Sameinaða kirkjufélagsins hefst 29. júní á Gimli r---------------------} Toast Master BREAD Good For Toast or Table At Your Neighborhood Grocer’s J Toast Master BREAD Good For Toast or Table At Your Neighborhood Grocer’s LXV ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN . 27. JÚNÍ, 1951 NÚMER 39. Kosninga-ósigur liberala alvarlegur í auka-kosningum sem fóru fram til sambandsþingsins s. 1. mánudag í fjórum kjördæmum landsins vann íhaldsflokkurinn fræ^an sigur. Fyrir kosningarnar voru liberala þingmenn í öllum kjördæm- unum nema einu. fhaldsmenn unnu ekki aðeins þau þrjú sæti af þeim, heldur juku atkvæðatöluna til muna í sínu eigin kjördæmi. Kosningarnar fóru víða fram og sýna æði ákveðið hug þjóðar- innar í heild sinni til núverandi stjórnar. Tvö kjördæmin í Manitoba, annað í Suður-Mið-Winnipeg og hitt í Brandon, höfðu áður liberal þingmenn. En nú unnu íhalds- sinnar í báðum, Walter Dinsdale í Brandon, en Gordon Churchill í Winnipeg. í Waterloo South í Ontario héldu íhaldsmenn sínu sæti, en Queens kjördæminu á P. E. I. náðu þeir frá liberölum. Það er ekki það, að sambandsstjórnin þurfi neitt að óttast enn um þingfylgi sitt, heldur hitt, að þjóðin er sjáanlega óánægð og væri líkleg til að steypa liberal-stjórninni af stóli, ef kosningar færu nú þegar fram. Stjórnin veit af því sem fram fór s.l. mánudag, að hún situr við völd í trássi við vilja kjósenda. Ástæðan fyrir ósigri liberala er auðsæ öllum nema stjórninni. Þrályndi stjórnar að vilja ekkert skifta sér af hinni bandóðu verð- hækkun á vöru, háum sköttum af hálfu stjórnar, og minni verð- hækkun á hveiti, en á iðnaðarvörum, hefir eflaust verið orsökin að þv*í,. að kosningarnar fóru eins ákveðið á móti stjórninni og raun varð á. Skýring Winnipeg Free Press á tapi stjórnarinnar, er ein hin fáránlegasta sem sézt hefir. Það á alt að stafa af því, að þjóðin vildi ekki að stjórnarflokkurnin væri eins sterkur á þingi og hann er og vildi fjölga í andstæðinga-flokkinum. Tapið stafaði ekki af óvild til stjórnarinnar. Nei. Það væri ómögulegt. Þjóðin vill ekki aðra stjórn við völd. En henni finst hún of-einráð með svo sterkan bakhjarl sem hún nú hefir. Rödd þjóðarinnar hefir mint sambandsstjórnina á, að ef hún haldi verndarhendi yfir verzlunarokrinu og skattaokinu eins og hún hefir gert, en skeyti ekkert um afkomu almennings, megi hún gá að sér. Stjórnin hefir ekki hið minsta tillit tekið til vilja almennings, í níu fylkjum landsins að minsta kosti. Það er það sem aukakosningin hefir mint hana á, hvað sem hún gerir við því. Útskrifast með heiðri Þ. 5 júní lauk Margaret Beck Hvidston, dóttir þeirra Dr. R. Becks og Berthu Beck í Grand Forks, N. Dakota; “Bachelor of Arts” prófi á ríkisháskólanum í Norður Dakota, með háum heiðri. Nokkru áður hafði hún verið kosin félagi í “Phi Beta Kappa”, en sá heiður blotnast þeim háskólastúdentum einum, sem fram úr skara í námi. Aðal- námsgrein hennar voru enskar bókómenntir, en jafnframt lagði hún stund á Norðurlandamál og bókmenntir og listfræði. Samtímis lauk maður hennar, Paul Hvidston, fullnaðarprófi í almennri verkfræði —Bachelor of Science in Civil Engineering, með góðri einkunn; hefir hann þegar fengið ágæta stöðu hjá vegamáladeild California. Ungu hjónin lögðu af stað til Vestur- strandarinnar þann 10. júní, og verður heimili þeirra í Los Angeles. Poul Reumert í stuttri heimsókn í Reykjavík Hinn víðfrægi leikari og góð- kunningi íslendinga Poul Reu- mert kom hingað til Reykjavíík- ur á sunnudaginn var, í stutta heimsókn. Fer hann héðan aftur um næstu helgi, ásamt frú sinni Önnu Borg, er leikheimsókn sinni við Þjóðleik húsið. Eg hitti Poul Reumert og frú hans snöggvast í gær á Hótel Borg, til að bjóða hann velkom- inn hingað til lands. Bar margt á góma eins og jafnan, þegar hann á í hlut. M. a. Parfsarferð þeirra hjóna, en þau fara héðan beina leið til Parísar til þess að mæta þar, sem fulltrúar hvert fyrir Sína ættjörð, á hátíð, sem haldin verður til kynningar menning Norðurlandaþjóða, í sambandi við 2000 ára afmæli Parísarborgar. Ölfugt og fjölmennt félag þar í borginni, sem vinnur að menn- ingarlegu samstarfi þjóða í milli, á frumkvæðið að þessari Norðurlandahátíð er haldin verð ur í einni glæsilegustu sönghöll borgarinnar. En kynnir hátíðarinnar verður hinn frægi franski rithöfundur Andre Maurois. Hann flytur inn gangsræðu fyrir hverja þjóð fyr ir sig, og mun t.d. leggja áherzlu á, að kynna fyrir gestum heims- borgarinnar hversu íslenzkar bókmenntir standa á gömlum merg. En síðan segir frú Anna Borg fram kafla úr Gunnlaugs- sögu Ormstungu á íslenzku, en kaflinn verður að sjálfsögðu þýddur í efnisskránni. 1 danska hluta hátíðarinnar flytur Poul Reumert eitt af æfintýrum H. C. Andersen, og fer með kafla úr einu leikriti Moliére, með aðstoðl nokkurra leikara frá Þjóðleik- húsi Frakka. En Poul hefir um langt skeið sem kunnugt er, gert leikrit Mo- liére að sérgrein sinni. Enda haft þann einstaka frama sem leikari, að vera boðinn að leika í Moliére leikritum í sjálfu Þjóð leikhúsi Frakka. f íslenzka hluta efnisskrár- innar leikur Jón tónskáld Nor- dal á slaghörpu, og sýnd verður þá hefur lokið íslenzk kvikmynd.—'Mbl. 22. maí TEMPLARA HÁTÍÐ í MINNEAPOLIS A. S. Bardal og Stefán Einars- son komu s.l. sunnudag til baka úr ferð sinni til Minneapolis. Voru þeir hrifnir af ýmsu er þeir sáu fara fram í sambandi við 100 ára minningarhátíð G. Templara reglunnar, en fyrir henni stóðu templarafélög og stúkur í Minneapolis. Sóttu há- tíð þessa menn allsstaðar að úr! Bandaríkjunum, frá Evrópu, Ástralíu og íslandi. Það var engu líkara en að hver stór- stúka Goodtemplara, ætti þarna fulltrúa. En eftirtektarverðasti hópurinn og hinn stærsti var frá Svíþjóð. Þaðan komu um 80 manns, og allir Goodtemplarar. Þeir komu nægilega snemma til þess að vera við samskonar hátíð sem haldin var í Chicago. Þó menn þessir notuðu ferðina til að finna hér skyldmenni og vini, má þetta stórmerkilegt heita. Hátíðir þessar bæði í Chicago og Minneapolis voru sóttar af mörg hundruð manns og gestum skemt á hinn bezta hátt, ekið með þá á fegurstu staðina og sögulegustu, sem sérstaklega var unaðslegt. Okkur íslendingunum héðan brá við að sjá hundruð templara saman komna á fundum stúkn- ana, og samkomum þeirra í Min- neapolis. Oft var það, að um- ræður fóru mest fram á sænsku eða norsku. Það eru Svíar og Norðmenn, sem öllum þjóðum virðast betur meta og skilja G.T. starf.- Af allri tölu Goodtempl- ara í heimi, sem er yfir 300,000 mun einn þriðji vera Svíar og Norðmenn. í Minneapolis og út um alt Minnesota-ríki, er mikið af stúkum, er halda uppi templara- starfi í öllum myndum þess. Þar eru unglingastúkur. Komu fram á fyrsta fundinum sem við vor- um og sem var stúkufundur, sóttur af 250 manns, nokkur börn frá 5 til 7 ára og sungu sína templarasöngva. Þau voru klædd einkennisbúningi og hefði mörgum í stúkunum okkar þótt skemtilegt að sjá æskuna eins og hún kom þarna fram berandi merki templara. Það hefði mint gamla fólkið á fyrri tíma. Á þessum hátíðahöldum kynt- umst við íslendingi, sem háfíð- ina í Chicago sótti og kom þar fram, sem fulltrúi stórstúku fs- lands. Hét hann Indriði Indriða- son, ættaður af Norðurlandi, en búsettur í Reykjavík, maður vel gefin og hinn viðkynninga bezti Langaði hann að koma norður til Winnipeg, en vissi ekki hvort tími ynnist til þess því hann er hér í sumarhvíldartíma sínum. Hann flutti kveðjur sínar á fundum í Chicago. Dr. R. Beck hélt þar og ræðu á skemti sam- komu um templaramál. í Minneapolis voru ræðuhöld- in mikið á sænsku. Og síðasti eða þriðji hátíðardagurinn, var algerlega helgaður Miðsumars- skemtun (Midsummer day) sem þeir svo nefna. Það er þeirra þjóðernisdagur hér vestra, ekki þjóðhátíðardagur Svía Var sú hátíð svo vel sótt, að þar voru bara 60,000 Svíar og Norðmenn saman komnir. Hátíðin var hald- in í Minnehaha Park, og stóð yfir allan sunnudaginn, 24. júní. Að morgni var messa um kl. 10 er mér var sagt að um 15,000 manns hefðu hlýtt á. Hún fór fram á sænsku. En eftir hádegið fór fram löng myndaleg skemti- skrá,- svipuð að formi og hér gerist á íslendingadögum, — þrúngin af þjóðrækni og ætt- jarðarminningum. Ingangur var ekki seldur, en hnapp, sem gerð- ur var fyrir daginn og kostaði 25 cents gátu þeir keypt sem I vildu bera eitthvað af kostn- aði dagsins. — En í garðinum var veitt ókeypis máltíð hverj- um sem vildi. Við íslendingar hrósum okkur af gestrisni. En í þessu skortir mikið á, að við jöfnumst á við Svíana, því ís- lendingada gsnefndin okkar hefir aldrei veitt gestum sínum ókeypis máltíð. Eg býst ekki við að þær 60,000, sem þarna voru viðstaddar hafi etið máltíð en gestir lengra að gerðu það efa- laust. Og matsalurinn var lengst af fullur af fólki. Við gestirnir héðan að norðan skemtum okkur vel með frænd- unum. Ekki gafst okkur tæki- færi að segja þeim af starfi okk- ar hér eins og við vorum þó und- irbúnir að gera. En við fórum í þess stað með upplýsingar um það til ritstjóra blaðs templara, sem gefið er út á sænsku, og vonum að sjá eitthvað af því þar. íslendingurinn G. B j ö r n Björnsson flutti á svenskarnas Dag, eða Miðsumarhátíðinni, á- varp og kveðjur, sem konsull ís- lands. Meðan á templara-hátíðinni stóð, var einn daginn ekið út í garð nokkuð út úr bænum, er G.- templarar eiga og sem heitir Goodtemplar Park. Er það garð- ur 14 ekrur að stærð, með sam- komuhúsi. Þar er og stórt stöðuvatn og er fiskað í því. Þetta er skínandi staður og ó- efað málefni templara til mikils góðs að eiga slíkan skemtigarð fyrir útisamkomur sínar. Annan dag var okkur sýnt American-Swedish Institute, en þar eru þau kynstur af lista- varningi og munum, frá Sví- þjóð, að langan tíma þarf til að kynnast því. Þar má sjá iðn- og athafnasögu Svíþjóðar, æði greinilega. Datt mér í hug, að gaman væri ef nefnd þjóðræknis félagsins okkar, sem íslenzkum munum safnar, hefði eitthvað likt þessu að sýna. Eg á ekki við stóreflis byggingu, eins og þarna er um að ræða og hana mikið til fylta með gömlum minja- gripum og stóreflis bókasafni, öllu þjóðlegu sem vert er að geyma, eins og þarna er gert, en samt einhverja íslenzka mynd af þessu öllu á einum stað, þó aldrei komist í jöfnuð við þetta minjahús Svíanna. Af íslendingum hittum við Gunnar Björnsson og Valdimar Björnsson, komum heim til þeirra, drukkum þar kaffi og skröfuðum saman. Á hátíðinni úti í Minnihaha Park hittum við Hjört Lárusson, er tók okk- ur með valdi heim. til sín fyrir kvöldverð, ók svo með okkur til flugvallarins og skildi ekki við okkur fyrir en við tröppur flug- farsins. Á heimili þessa hógværa listræna manns, var unun að dvelja. Þetta mun nú þykja full-langt orðið. En ef til vill þarf eg síð- ar að segja eitthvað um Minne-, Rev. and Mrs. Eric H. Sigmar Séra Eric H. Sigmar, prestur lúterska safnaðarins í Glenboro, sonur Dr. H. Sigmars í BÍaine, Wash., og Lillian Svava Pálsson, dóttir Wilhelms Pálsson í Ár- borg, voru gefin saman 14. júní í lútersku kirkjunni í Selkirk, af föður brúðgumans. Við gifting- una aðstoðaði og séra Sigurður Ólafsson. Mrs. Sjigmar móðir brúðgumans og Mrs. Elma Gísla- son aðstoðuðu með söng. Mrs. L. Martin, frænka brúðurinnar spil- aði við giftinguna. Veizla fór fram í samkomu- húsi Selkirk-íslendinga. Brúðhjónin tóku sér ferð á hendur til Detroit Lakes, Minn. en munu koma hér við og kveðja skyldmenni og vini áður en þau leggja af stað til Seattle, Wash., þar sem framtíðar heimili þeirra verður. Heimskringla óskar til lukku. apilosborg, sem að svo mörgu leyti er svipuð sett og Winni- peg, en þessi munur er á, að önnur er að verða miljónaborg, en hin stendur í stað. Að endingu þakka eg sam- ferðamanni mínum A. S. Bar- dal fyrir hans óbilandi glað- værð og kæti og sem vaxandi fer því lengur sem álíður og hann eldist. S.E. tTR BRÉFI Frá Lundar, Manitoba Hér dó aðfaranótt þess 19 þ. m. öldungurinn, Sigurður Mýr- dal yfir 90 ára að aldri. Hann var gamall frumherji þessarar byggðar. Fyrir nokkrum árum hætti hann landbúnaði og flutti til Lundar og nú síðustu árin hefur hann verið á vegum tengdasonar síns, Mr. Kára Byr- on, sveitar oddvita. Sigurðar verður efalaust minst nánar síð- ar. * Emil Guðmundsson, presta- skóla stúdent, var hér á ferð og frú hans í heimsókn til foreldra sinna, Björgvins Guðmundsson- ar og Rannveigu Þorsteinsd. — Emil hafði stutta viðdvöl hér. * Nú er Ottawa stjórnin að láta telja öll manns-nef hér um slóð- ir. Af útkomunni reiknar hún svo, að líkindum, atkvæðin við næstu kosningar, sem hún kann að fá. reisa sér ný heimili og gripa hús. Framfarir hér hjá bændum mega kallast miklar nú á síðari tímum. Það má svo heita að allir bændur hafi ný-tízku verkfæri til landbúnaðar hér í bygð. Beinsteinn í brössunum Sgt. Darrel Bjornson frá Camp Rucker, Alabama, og frændi hans, Loren Bjornson frá Minot, N. D., dvöldu hér í borg- inni nokkra daga s. 1. viku. Þeir voru í heimsókn til vina og skyldmenna hér. Heimili Sgt. Bjornson er í Moorhead, Minn. ÚTSKRIFAÐUR Harry Arthur Jonasson, B.A. Þessi ungi ísendingur útskrif- aðist sem Bachelor of Arts frá háskóla Manitoba-fylkis. Hann er sonur Mr. og Mrs. T. Mr. Björn Björnsson, að Lauf- E. jónasson, 681 Home St., Win- ási, Lundar, Man., hefir reist ipeg. Hann hefir tekist á hendur ser myndarlegt heimili a landar- . . .. _ . _ _ .r._ ... starf hia Royal Insurance Co., eign sinm, en rifið niður sitt gamla heimili sem staðið hefur hér { bæ °g óska vinir °g vanda’ frá landnámstíð og orðið elli- menn honum allra heilla í fram- hrumt. Fleiri bændur hér eru að tíðinni.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.