Heimskringla - 25.07.1951, Page 2

Heimskringla - 25.07.1951, Page 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. JÚLÍ, 1951 Heimskringk (StofnuB 1ÍS6) Cemur út á hverjum miðvikudegl. EJgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 VerO blaösina er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendisrt: THE VIKING PRESS LTD. öll viösklftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Vildng Press Limited, 853 Saxgent Ave., Winmipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrlft tll rltstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Authorixed as Second Class Mail—Post Office Dept.. Ottawa WINNIPEG, 25. JÚLÍ, 1951 Herstöðvar á Spáni Bandaríkin eru komin á fremsta hlunn með að gera hernaðar- samning við Spán. Það, sem þau þurfa með, eru herstöðvar á Spáni. f staðinn fyrir það, munu þau heita Spáni hernaðarstuðningi á sama hátt og öðrum þjóðum Evrópu, sem á móti útbreiðslu kommúnismans berj- ast. Frá hernaðarlegu sjónarmiði, er þetta hagur fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Hversvegna skyldi ekki Spánn, vera aðili þjóðanna sem í stríði eiga við kommúnisma? Ja — segja Bretar og Frakkar, við viljum ekki Spánverja, sem samherja. Þeir hafa stjórnskipulag, sem við getum ekki stutt. Að vísu geta Bandaríkin og Spánn gert samninga sín á milli og án þess, að nokkuð komi til annara þjóða. En á móti því hafa Bretar og Frakkar það, að þá muni hjálp Bandaríkjanna til Spánar verða meiri, en til hinna Evrópu-þjóðanna. Viðvíkjandi stjórnskipulagi Spánar er að sjálfsögðu um annað að ræða en það, sem Bandaríkin ákjósa. En þau hafa orðið að styðja lönd, sem jafnvel hafa kommúnistastjórn, eins og Júgó- slavíu eigi að síður. Þau hafa einnig stutt þjóðir með konungs- stjórn, þó hún sé fjarri þeim líka. En sannleikurinn er, að Spánn með sína 400,000 hermenn, sem stendur, er eitt af öflugri ríkjum Evrópu í vörninni gegn kom- múnisma. Héðan að sjá, er það engin vitleysa að Spánn gangi í lið með sameinuðu þjóðunum; þeim í sjálfu sér liggur eins nær og öðrum Evrópuþjóðum, að verja land sitt fyrir kommúnisma. Á það er og bent, að Pýreneafjöllin séu ekki minni þrándur í götu Rússa, en sléttlendi Evrópu. Vopnavistir Bandaríkjanna væru því ekki ver geymdar á Spáni, en í höfnum Evrópu-landanna hinna. Málið er í strangasta skilningi hernaðarmál, en ekki pólitískt. Það er í seinni fréttum sagt, að Franco hafi skipað nýtt ráðu- neyti og í því séu fleiri konungssinnar en áður. Það vekur spurn- inguna um hvort Franco hugsi sér endurreisn konungsdómsins á Spáni. Don Juan, sem útlægur var ger en réttindi ber til konungdóms, er haldið að ekki muni þiggja konungdóminn, en láta hann eftir syni sínum Juan Carlos, 13. ára. Ákvæði frá árinu 1947 gera ráð fyrir að landið sé enn kon- ungsríki. En fyrir Franco mun slík breyting ekki hafa mikla þýðingu; hann verður stjórnandinn eftir sem áður. Bandaríkin munu og leiða það hjá sér. Bretanum þætti, ef til vill betur um það og öðrum Norður-Atlanzhafs þjóðunum, sem ekki vildu Franco í þau sam- tök. Út af því var upp á því fundið að Bandaríkin og Spánn gerðu samninginn einungis sín á milli. ið barmar sér fyrir hönd Vest- ur-Canada út af háu burðar- gjaldi eins lengi og þjóðbrauta- kerfið borgar sig ekki. Ef að tekjuhalli þess eykst, verður að greiða hann með skattaálagn- ingu á þjóðina ef ekki öðru vísi. Ef burðargjald er lækkað, hækkar tekjuhallinn og þann halla verður að borga. Það er eitt rájð, sem blaðið kemur aldrei auga á til þess að láta þjóðeignakerfið bera sig °g tryggja sanngjarnt burðar- gjald. Það er að stjórn landsins biðji CPR félagið að taka að sér iekstur þjóðeignakerfisins. — Stjórnin getur sjáanlega ekki rekið það tekjuhallalaust. Reksturs CPR félagsins sýnir að það er samt hægt. Það er að líkum bezt starfrækt félag sinn ar tegundar í öllum heimi. Hví ekki að hlíta því beztu. ★ “Ó, þá náð að eiga Jesúm’’ Allir kannast við þennan vin- sæla sálm, sem Matthas Joch- umsson klæddi í svo fagran ís- lenzkan búning, en upprunalega var sálmurinn ortur á ensku. Höfundur sálmsins var Josef Scriven, hann var fæddur á ír- landi 1820 og hlaut menntun sína við háskólann í Dublin. Þegar hann var 25 ára fluttist hann til Kanada. Þar trúlofaðist hann ungri stúlku og bæði voru þau einlæg ir játendur kristinnar trúar og töluðu oft um það að byggja framtíðarheimili sitt á gr\ind- velli trúarinnar, og ef einhverj- ir erfiðleikar yrðu á veginum, að leggja þá mál sín í einlægni fram fyrir Drottin. Brúðkaup þeirra hafði verið ákveðið, en daginn fyrir brúð- kaupið fór brúðurin, ásamt nokkrum vinum sínum í skemti siglingu út á Ontario-vatnið. En allt í einu gerði storm á vatninu og bátnum tókst ekki að ná landi. Sagan segir ekki, hve margir drukknuðu, en unn- usta Scrivens var meðal þeirra, sem fórust. Þennan sama dag sat Scriven á vinnustofu sinni og hugsaði um gleðidaginn, sem í vændum var. Þá var barið að dyrum og inn kom maður, er færði hon- um bréf, en hvarf síðan á braut. GULLBRÍJÐKAUPS- AFMÆLI Á MOUNTAIN Ættingjar, vinir og fjölskylda Mr. og Mrs. Jóhannes Anderson komu saman á heimili þeirra á Thingvalla Farm nærri Moun- tain, N. Dak., á sunnudaginn 8. júlí s. 1. til að heiðra þau hjónin á fmitíu ára giftingar afmæli þeirra. Yfir tvö hundruð gestir komu þar saman. Margir af þeim voru utan bygðar, sumir frá Wynyard bygðinni, og aðrir frá Californía Heimili þeirra var skreytt með indælum blómum sem gefin voru af Mrs. S. F. Steinólfson, á Mountain. Ljómandi falleg af- mælis kaka prýddi veizluborðið. Börnin og tengdafólk þeirra gáfu þeim prýðilega fallegan sófa og stól í setustofuna. Þeir húsmun- ir og aðrar verðmætar gjafir og kort voru til sýnis á heimilinu. Börnin og tengdafólkið séu einn- ig um veizluhaldið og ágætis veitingar voru bornar þar fram fyrir alla gesti. Dagurinn 8. júlí var einnig markverður fyrir þessa fjöl- skyldu fyrir fleira en fimtíu ára afmæli Andersons hjónanna, því sá dagur var 23. brúðkaups af- mæli Jóhönnu dóttir þeirra, og mannsins hennar, Hjalta Thor- finnsonar, frá Wahpeton, N. D. Einnig var það 60 ára giftingar afmæli Guðríðar Thorfinnson, móðir Hjalta. Hún er nú orðin 88 ára að aldri, en var þó á veizlu- haldinu. Hún og Thorlákur, maður hennar, sem er dáinn fyrir nokkrum árum, héldu upp á sitt gulllbrúðkaups afmæli, sama daginn 1941. Jóhannes Anderson og Anna Jóhannsdóttir voru gefin saman á Mountain árið 1901. Séra Jónas Sigurðsson gaf þau saman. Þau settust að á bújörðinni við Moun- tain bæ, sem þau gáfu nafnið Thingvalla Farm. Þar hafa þau búið í fimtíu ár, og lifa þar enn. Joseph, sonur þeirra vinnur nú bújörðina. Hjónin Sveinn Sveins- son og kona hans sem bjuggu nærri Akra, N. D., seinni ár æf- innar, stóðu upp með þeim að giftinguna. En það var skarð í hópinn í gullbrúðkaups veizl- unni, því Sveinsons hjónin eru nú falllin frá fyrir nokkrum árum. Jóhannes Anderson fæddist ár- Scriven opnaði bréfið, sem ið 1873 j Helgárseli, í Eyjafirði, Norður Dakota. Lowell Davidson sonur Önnu heit. og Gunnars Davidsonar frá Anamoose. Ed Scheving og Gloria og Edward, börn hans og Maríu heit., sem eiga heima í San Diego, Cali- fornia, s.l. ár gátu ekki komið á veizluhaldið. Ekki gat Gunnar Davíðson heldur verið viðstadd- ur. Mr. og Mrs. Jóhannes Ander- son og fjöldskylda þeirra taka þetta tækifæri til að þakka öll- um, bæði vinum og ættmönnum, innan og utan bygðarinnar, inni- lega fyrir alt sem var gjört til þess að afmælis dagurinn yrði gleðilegur og eftirminnilegur á komandi árum. W. C. EWERT PRÓFIJN FRÆÐIKENN- INGARINNAR UM SEGULMAGNSSVIÐIÐ Úr Moníhly Evening Sky Map Lausleg þýðing eftir ÁRNA S. MÝRDAL Á VÍÐ OG DREIF Tillaga Fjórða boðorðið var þegar á dögum Bjarna Thorarensens orðið öfugt. Nú er orðið svo um ýmislegt fleira í lögmáli Mose, t.d. fyrirskipunin: “Sex daga skaltu verk þitt vinna, en sjöunda daginn skaltu halda heilagt.” Síðari liður hennar gilti að vísu aldrei um húsmæð- ur, og mun aldrei ná til þeirra. En þó að fordæmið sé þarna til nokkurs trafala, erum við nú samt á góðum vegi með að snúa þessari fyrirskipun við, og komumst vonandi að lokum lengra en það. Ágæta tillögu í þessu máli gerði þýzkaskáldið Eduard Paulus, Með hans eigin formála er hún h. u. b. á þessa leið, þýdd á íslenzku: Ó þá sælu unaðsmjúka Allan sem mig gegnum fer: engu verki er að ljúka, aftur sunnudagur er; stritið sem eg áður átti í er nú gleymt með sinni þraut, líkt og hefði eg hlotið þátt í hvíld, sem Jahve forðum naut. Mér finst alt mig á það minni er alt var sunnudagur hreint, og mig langar inst í sinni út af þessu að segja beint: Næstu sköpun skalt svo haga, skapari, sé þér ekki leitt, sex að hvílist samfleytt daga, í sjöunda gerir ekki neitt. Þarmeð væri fengin hag- kvæm fyrirmynd. Þýðingin er í allri auðmýkt tileinkuð ráða- mönnum stéttafélaganna, þeir munu kunna að meta tillöguna. í “kvöldvöku” eftir Snæb. Jónsson * Óráð Járnbrautaráðsins Fyrir nokkru fóru járn- brautafélög þessa lands fram á 19% fargjaldahækkun. Er orð- in langur tími síðan. Málið var auðvitað í höndum járnbrauta- ráðs Sambandsstjórnariinnar. Ráð þetta hefir nú seint og síð- armeir lokið starfi. Niðurstaða þess er sú, að veita skuli járn- brautunum 12% hækkun á burðargjaldi. Þetta þykir Win- nipeg Free Press ófært eins og kann að vera, og segir járnbraut ráðið óhæft til síns starfa. — Kauphækkanir, verðhækkanir og burðargjaldshækkanir eru alt óvelkomið. En blaðið segir CPR félagið græða alveg nógu mikið þó ekki sé verið að hjálpa því til þess með þessu. Á hitt lítur blaðið aldrei, að það er þjóðeignar kerfið, sem járn- brautaráðið álítur burðargjalds- hækkunina nauðsynlega. Hvað vill blaðið í þess stað? Að tekju halli þjóðkerfisins hækki, og almenningur greiði hann ,hver sem hann er, ef aðeins væri hægt að koma í veg fyrir að C. PR járnbrautareksturinn bæri sig? Það gerir lítið til hvað blað- flutti honum hin miklu sorgar- tíðindi. Hann var sem höggdofa en loks gat hann grátið og lengi var hann lamaður af sorg. Þá hugsaði hann til unnustu sinn- ar og þess, sem þeim hafði farið á milli, að á hverri reynslustund skyldu þau leita Drottins. Og lengi var hann á bæn til Guðs, þangað til hann öðlaðist þann frið hjartans, sem æðri er öll- um skilningi. Og næstu daga orti hann sálm inn alkunna, “Ó, þá náð að eiga Jesúm”, sem hefur veitt svo mörgum sorgarbörnum huggun og styrk í raunum þeirra. — Sálmurinn hefir verið þýddur á mörg tungumál, en vafasamt er, að hann hafi nokkurstaðarð orð- ið eins vinsæll og hér á landi. Hvert barn kann þennan sálm, og hann er sunginn við öll tæki- færi. Fyrir nokkrum árum var Jos- ef Scriven reistur minnisvarði í Port Hope í Ontario-fylki, og á legstein hans er sálmurinn letr- aður, en með ósýnilegu letri hef- ir hann verið skráður á hjörtu miljóna kristinna manna um allan heim.—Kirkjublaðið. Friðrik Nordal, fyrrum að Leslie, Sask., biður þess getið í Heimskringlu, að hann sé fluttur til Selkirk, Man., og sé utaná- skrift hans 464 Sophia St. Hann biður ennfremur fyrir kveðjur til vina sinna í Leslie, sem hann átti ekki kost á að sjá, á íslandi. Árið 1893 kom hann' til Norður Dakota, og var þá 19 ára að aldri. Hann vann fyrir ýmsa bændur í Mountain bygð, fyrstu árin, en byrjaði sinn eig- in búskap 1897 á landinu sem þau hjónin lifa nú enn á. Anna Jóhannsdóttir var einn- ig fædd á íslandi, á Hólum, í Hjaltadal í Skagafirði. Hún kom til Ameríku árið 1900, og settist að í Mountain bygðinni. Ári seinna giftist hún Jóhannes And- erson. Þau eignuðust sex börn sem komust til fullorðins ára. Þau eru nafngreind hérmeð : Ágústína María, nú dáin,” sem kvæntist Ed Soheving, og bjó með honum nærri Hensel, N. D., Jóhanna Guðrún, Mrs. Hjalti Thorfinn- son); Jóseph, sem býr á heima- landinu hjá foreldrum sínum; Lilja, sem er gfit Stefáni Mel- sted og býr nærri Edinburg, N. D.; Elvin Friðfinnur, sem lifir í Williston; Anna Sigurbjörg, er giftist Gunnari Davíðssyni, og bjó í Anamoose, N. D., en er nú dáin. Tvö önnur börn dóu á unga aldri. Fjögur börn, tengdafólk og átta barnabörn komu saman á heimili heiðurshjónana, til aðj halda þeim veizluna. Þau eru nafngreind hér: Elvin F. Ander- son, Helen, kona hans, og Mary Jó dóttur þeirra, öll frá Willis- ton, Norður Dakota; Mrs. Stefan Melsted, Lilja, og Stfeán, mað- ur hennar, og þrjár dætur, Annj Fyrsta sönnun þessarar fræði- kenningar kom í ljós árið 1939, þegar segulmagssvið (magnetic field), Júpíters orsakaði hið heita og þurra vorgos Vesúíusar og jarðskjálfta á Tyrklandi. Árið 1951, verður veðráttan sérlega óvenjuleg, samfara seg- ulmagnsstormum — (magnetic storms), sólblettum og stjörnu- hröpum, er jarðstjörnurnar Sat- úrnus, Júpíter og Venus valda. Áhrif segulmagnssviðs Sat- úrnusar, úr norðri, bera við þann fimta til tíunda marz. Jörðin og Satúrnus hreyfast þá í sömu átt og jörðin verður í segulmagns- sviði Satúrnusar í nálega heila viku. Ellefta marz, verða áhrif tunglsins úr norðri. Veldur þetta óvenjulega köldum illviðr- um í Vestur-Miðfylkjunum og ríður í bága við talsímaband, út- varp og firðsjónarnotkun. Á vesturströndum Suður-Ameríku verða eldfjallagos og jarðskjálft ar. Tuttugasta og þriðja til tutt- ugasta og fimta apníl, verður sól in í segulmagnssviði Satúrnus- ar, er veldur sólblettum. Tuttugasta apríl, stefnir segul magnssVið Júpíters á jörðina, þar sem áhrifin verða úr suðri, verða þurviðri á Kyrrahafs- ströndinni og jarðskjálftar í California, og eldfjallsgos á norðunhveli jarðar, ef til vill á fslandi. Þriðja júní ber við fyr- inbrigði, sem ekki hefur áður viljað til og mun að líkindum aldrei koma fyrir aftur. Segul- magnssvið hinna afar stóru reikistjarna, Satúrnusar og Júp- íters, er verka í andstæðar áttir, verða á hvers annars vegi og í þvtí róti lertdir Venus og Merk- úríus. Verður þá Satúrnus í hundrað áttatíu og einnar gráðu sólmiðjubreiddar, Venus í hundrað niítáu og þriggja gráðu Merkúrius í þrjú hundruð þrjá- tíu og einnar gráðu, Júpíter í þrjú hundruð fimtíu og sjöundu gráðu og jörðin í tvö hundruð fimtíu og einnar gráðu. Segul- magnið tveggja stærri og tveggja minni jarðstjarnanna verða jafnhliða og í heinni stefnu milli sólar og jarðar. Þegar framsetning þessi er í- huguð, blasa þessar spurningar við: Munu sólargeislarnir komast í gegnum þessi segulmagnssvið? Munu geislar sólarinnar beygj- ast til hliðar og orsaka þannig jóvenjulegt veðurfar? Hver á- hrif munu svið þessi hafa á sól- argeislana? Hvar mun hin mikla loftsjón (great meteor display) bera við? Mun nýr meðlimur bætast við sólkerfi vort? Munum vér missa meðlim úr sólkerfinu? Mun Venus og Merkúrius halda göngu sinni? Hver áhrif munu þessi segulmagnssvið hafa á sól- brautina? Mun af þeim leiða bylgjutoreyfing? Hver verða á- hrif þeirra á jörðina? Tuttugasta júní gengur seg- ulmagnssvið Júpíters yfir sól- ina og veldur sólblettum og stór- kostlegum sólkyndlum á norður helmingi hennar. Fimtánda ágúst, stefnir segul- magnssvið Satúrnusar aftur á jörðina, áhrifin verða úr norðri. Frá fimtánda ágúst til þess tuttugasta og fimta, færist Ven- us frá 321 sólmiðjulengdarstigi til 331; í þessa tíu sólarhringa verður jörðin stöðugt í segul- magnssviði Venusar. Áhrifin verða úr norðri. Ásigkomulag þetta mun orsaka óvenjulega kalt og stormsamt veðurfar í Miðfylkjunum síðari hluta á- gústmánaðar. Nákvæm prófun þessara fyr- irbrigða mun sanna fræðikenn- ing þessa. borgið heimskringlu— því gleymd er goldin sknld er hann fór þaðan, en Mr. Nordal Irene, og Lilly Marie, frá Edin- var þar vinamargur, eftir 46 ára burg. Mrs. H. B. Thorfinnson, dvöl þar. Hann sagði uppskeruútlit gott vestra. Jóhanna, og Hjalti maður henn- ar, og synir þeirra þrír, Romaine, Jerrol og Curtis frá Wahpeton, Moore Barley Not Suited To Manitoba Moore Barley was originated by Dr. R. G. Shands at the University of Wisconsin for use in Wisconsin and the adjoining states. Experiments in Manitoba indicate that it is distinctly lower in yield, per acre, than Montcalm. It has a white aleuro??e, is resistant to some diseases, such as stem rust and powdery mildew, but is susceptible to both loose and covered smut and leaf rust. It is not equal to Montcalm for malting purposes under Canadian conditions, being considerably lower in malt extract. Under present conditions it will be graded into the feed grades. It would therefore, appear that Moore is not suitable for the production of malting barley in Manitoba. For further information, write to Barley Improve- ment Institute, 206 Grain Exchange Building, for circular on Seed Barley. Eighth of series of advertisements. Clip for scrap book. This space contributed by Shea's Winnipeg Brewery Ltd. MD-289

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.