Heimskringla - 25.07.1951, Blaðsíða 3

Heimskringla - 25.07.1951, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 25. JÚLf, 1951 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA VINSÆLT FRÆÐIRIT Hin enska ljóðskáldasaga dr. Richards Beck, “History of Ice- landic Poets”, heldur áfram að fá ágæta dóma íselnzkra og hér- lendra bókmentafræðinga. Dr. Alexander Jóhannesson, rektor Háskóla íslands, ritaði einkar vinsamlega umsögn um ljóðaskáldasöguna í vetrarhefti hins kunna ameríska bókmenta- rits, “The American-Scandinav- ian Review”, sem endurprentuð var í “School of Education Re- cord”, sem Kennaraskóli Há- skólans í N. Dakota gefur út. Þá hafa nýlega komið prýði- legir ritdómar um bókina í tveim öðrum merkum amerískum tíma- ritum. í “Journal of English and Germanic Philology”, eftir dr. Adolph B. Benson, prófessor í norrænum fræðum við Yale há- skólann; og í “Scandinavian Studies” eftir dr. Watson Kirk- connell, forseta Acadia háskólans í Nova Scotia. Hefir prófessor Benson lagt mikla rækt við ís- lenzk fræði og snúið á ensku úr sænsku merkri bók um ísland, en um kynni dr. Kirkconnells af ís- lenzkum bókmentum og þýðing- ar hans er óþarft að fjölyrða. Allir fara fræðimenn þessir hinum lofsamlegustu orðum um ágætt málfar ljóðskáldasögunnar, meðferð efnisins og fræðimensku höfundarins. Dr. Krikconnell byrjar ritdóm sinn á þessa leið: “More than twenty years of devoted and scholarly labor have gone into the making of this invaluable survey of Modern Icelandic poetry. It has likewise Ibeen built on an exhaustive study of all available material both on this continent and in Iceland.” Eftir að hafa rakið mentaferil höfundarins í megindráttum, segir dr. Kirkconnell ennfremur: “After a quarter-century as an American professor, he 'jis as completely at home in English as in Icelandic. The fact that he himself is an experienced poet in his mother-tongue has helped to make him a sound and sensitive critic of Icelandic verse. No.man is better equipped to write this volume for an American audi- ence, and the performance is worthy of his capacity.” Báðir fara þeir prófessor Ben- son og dr. Kirkconnell miklum viðurkenningarorðum og aðdá- unar um íslenzkar og vestur-ís- lenzkar bókmentir. Hvíta vofan AMERÍSK FRÁSAGA Verndarvætturinn í Vestur-Þýzkalandi var ný- lega handsamaður Þjóðverji, sem gekk milli húsa og seldi myndir af Stalin. Salan gekk furðu vel því að hann hélt því fram við kaupendur, að það yrði þeim vernd gegn öllu mótlæti, ef Rússar réðust inn í Vestur- Þýzkaland, að hengja upp mynd af Stalin á áberandi stað. * Gátan ráðin Undanfarinn 32 ár hafa menn við og við þótzt sjá skrímsli í Loch Ness í Skotlandi. Nú er mál þetta upplýst sam- kvæmt tilkynningu flotastjórn- arinnar. Árið 1918 voru fjöl- mörg tundurdufl sett í vatnið í rannsóknarskyni. Um 100 þeirra sukku og náðust ekki upp, en við og við hefir eitt og eitt flot- ið upp og hafa menn þá talið, að þar væri um skrímsli að ræða. Um 40 dufl eru enn á vatnsbotn- inum. íslendingadagurinn í Blaine /erður haldinn 29. júlí n.k. á iama stað og áður, í Friðargarð- num. f hátíð þessari taka þátt Eslendingar í Vancouver, Bell- ngham og Blaine. Söngflokkur jndir stjórn Helga S. Helga- ;onar tónskálds, tekur þátt í ikemtiskránni. LESIÐ HEIMSKRINGLU— bezta islenzka fréttablaðið Mendon hafði fengið töluvert fé í föður- arf, en hann hafði ekki kunnað að halda á því, og var það því fyrir löngu fokið út 5 veður og vind. Og Mendon var reiðubúinn til hvers er vera skyldi, til þess að ná í auðæfi aftur, áður en synir hans kæmust upp, því að hann fann það, að hann var þannig skapi farinn, að hann myndi una því illa, að þurfa að vera þeim háður í fjárhagslegu tilliti. Mendon reikaði fram og aftur eftir gang- svölunum, er voru fram með miðju húsinu. — Hann hélt höndunum fyrir aftan bakið, og var auðsæilega mjög hugsandi. Allt í einu glumdi við húrra-óp frá drengjunum, og varð Mendon þá litið á eldri son sinn, er hljóp eftir knettin- um, sem farið hafði yfir skíðgarðinn inn í garð inn. Hann beit á vörina, og tautaði við sjálfan sig: “Hvað hann er fljótur að stækka, strákur- inn! Mér finnst svo stutt síðan hann var í vöggu, að eg gæti vel trúað því, að það hefði verið í gær, og nú þarf eg ekki annað en sjá hann, til þess að minnast þess, að eg hljóti að vera farinn að eldast. Hvað myndi Adrienne segja ef hún sæi stjúpsoninn, sem eg ætla henni að eignast?” Honum hafði orðið það ófjálfrátt, að hækka röddina lítið eitt, er hann sagði þetta, svo að kona ein, er komið hafði út á svallirnar, án þess hann yrði þess var, heyrði til hans og svaraði: “Hvað gerir það til? Þú ert enn þá nógu ungur og laglegur maður, Adolph, til þess að geta krækt í fallegustu og ríkustu stúlkuna í allri Louisiana”. Kona sú, sem talaði, var auðsæilega komin um eða yfir sextugt. Hún var há og tíguleg, beinvaxin og svo fjörleg í öllum hreyfingum, að mörg yngri kona hefði mátt öfunda hana af því. Hún hafði tvívegis gifzt, og eignazt sitt stjúpbarnið með hvorum manni, en sjálf hafði hún ekkert barn átt. Þegar hún giftist Mendon hinum eldri, var Adolph sonur hans drengur á sjöunda ári. Adolph var bæði efnilegur og elsku legur drengur, og stjúpa hans þótt þvi þegar mjög vænt um hann. Og henni þótti ávallt vænt um hann, eins eftir það er hún varð ekkja, jafn- vel þótt hann væri ekki samvistum við hana þau árin, sem hann var hjá bróður sínum. Maddama Crozat mat peningana fremst af öllu, og hún hafði enga ósk heitari en þá, að eftirlætissynin- um hennar mætti auðnast, að ná í auðæfi þau, er mágkona hans lét eftir sig. Hún hélt því fram að hann væri bezt að auðnum kominn, með því að bróðir hans hefði hér um bil tvöfaldað eignir sínar með hyggindum og stjórnsemi. Eugene Mendon andaðist skyndilega, og ekkja hans, sem upphaflega hafði átt eign þá er þau bjuggu á, sat í óskiftu búi eftir hann, án þess að nokkrum kæmi til hugar að ónáða hana. Enginn af ættingjum mannsins hennar gerði neitt tilkall til eignanna. En þegar maddama Mendon giftist, og andaðist svo skömmu síðar á mjög dularfullan hátt, þá var gerð tilraun til þess, að ná að minnsta kosti helming eignanna frá Lecour. En Lecour vann málið fyrir dómstólnum, sva að Adolph og stjúpa hans voru með öllu orðin vonlaus um, að ná í arfinn, þar til nú, er þeim hugkvæmdist allt í einu nýtt ráð til þess, að fá óskum sínum fullnægt. Á leiðinni frá New Orleans hafði Maddama Crozath þegar geðjast mjög vel að Adrienne, og orðið hrifin af yndisleik hennar og ljúflyndi. Og Þe&ar hún komst að því, í hvaða sambandi hún stóð við “mislita sauðinn” í ættinni, skýrði hún undir eins stjúpsyni sínum frá því. En hann hafði þegar tekið eftir því, hve óskiljanlega hún var lík mágkonu hans. Það er auðvelt, að ná trúnaði óreyndrar, nítján ára stúlku, og það leið ekki á löngu áður en hún hafði trúað maddömu Crozat fyrir því, að hún hefði strokið burt úr klaustri því, er hún hefði alizt upp í, og vonaðist eftir að fá að lifa í friði og sælu hjá hinum ókunna ættingja sín- um. Maddama Crozat reyndi þegar að fá hana ofan af því, að fara til Lecours, og bauð henni að koma til sín, en eins og vér höfum áður séð, sat Adrienne fast við sinn keip, og maddama Crozat varð að láta hana ráða. Þegar Mendon heyrði hana svara sér, sneri hann sér allt í einu við, og mælti hálf-gremju- lega: “O, þér eruð of hlutdræg, maddama. Eina stúlkan, sem eg kæri mig nokkuð um að ná í, núna í svipinn, hefir látið mig finna til þess, að eg er ekki lengur ungur—að hún kýs heldur einhvern annan en mig!” “Er hún trúlofuð, þessi vesalings stroku- stúlka? Segðu mér hvað við bar í gær, Adolph. Eg hefi átt svo annríkt, síðan eg kom heim, að eg hefi ekki haft neinn tíma til þess að tala við Þig-’ ’ “Það er ekki svo óeðlilegt, maddama”, mælti hann hlæjandi, “því að Francois sagði mér, að þér hefðuð farið um alla planterkruna þennan síðastliðna sólarhring, til þess að líta eftir öllu, orðið vör við ótal vitleysur og bætt úr þeim öllum. Eg öfunda yður oft og tíðum af því, hve dugleg og leikin þér eruð í allri bú- sýslu”. “Það á eg uppeldinu að þakka”, svaraði hún rólega. “Hefði eg verið hálfum mánuði lengur í New Orleans, þá hefði allt veirð komið á ring- ulreið hér heima á plantekrunni—þvílík eyðslu- semi og óregla, sem hér hefir átt sér stað á allan hátt. Það er blátt áfram dæmalaust. En segðu mér nú eitthvað um þessa ungu stúlku. Er nokk- ur leið til þess, að við getum náð í hana hingað til okkar?” “Nei, ekki get eg skilið það. Og ef hún er ástfangin í öðrum, þá er það líka gagnslaust fyr- ir okkur”. “Já, en það er ekki annað en bull. Hún hefir bara orðið ofurlítið skotin í fyrsta karlmannin- um, sem talað hefir við hana, eins og er svo ó- sköp algengt með óreyndar og barnalegar stúlk- ur. En slíkt á ekkert skylt við ást. Þú getur fljótlega komið henni til að gleyma því, ef þú ert svo einstaklega leikinn í.” “Nei, þér gerið yður sannarlega of háar hugmyndir um hæfileika mína í þá átt”, svar- aði Mendon brosandi. “Eg er hræddur um, að tómlæti hennar og tilfinningarleysi að því er mig snertir, sé með öllu ósigrandi. Og auk þess, við erum ekki alveg viss um sigur, þá eyðum við tímanum til einskis, ef við erum að reyna að hafa áhrif á hana. Og hversu vel sem mér lízt á hana, þá get eg þó ekki gifzt henni, nema því aðeins, að eg sé vissum að hún erfi Lecour. Þú veizt það vel sjálf, að eg má ekki giftast nema ríkri stúlku. Eg verð að ná mér í peninga.” Maddama Crozat kinkaði kolli. “Nú, já, það skil eg nú eins vel og þú. En hvernig sem á henni stendur, þá er hún að minnsta kosti bezti kvenkosturinn í Louisiana. Ef hún er í raun og veru dótturdóttir gamla Frakklendingsins, þá erfir hún auðvitað allar eignir hans, og eins og þú veizt, getur hann ekki átt langt eftir.” “Það er alls ekki áreiðanlegt, að hann arf- leiði hana að eignum sínum, því að honum var það mjög þvert um geð, að taka hana á heimili sitt. En þegar hann komst að því, að við vildum taka hana til okkar, þá snerist honum undireins hugur. Þá vildi hann fyrir hvern mun hafa hana hjá sér.” “Þú getur reitt þig á það, Adolph, að Le- cour hefir líka tekið eftir því, hvað hún er ó- skiljanlega lík konunni hans sálugu. Hann get- ur ekki verið með öllu óvitandi um gömlu sög- una, sem gekk hér einu sinni, og hann átti jafn- hægt með að draga sínar ályktanir af því, eins og við. “En við vitum ekki nokkurn skapaðan hlut með vissu, maddama. Þetta var ekki annað en eins og hver önnur fjúksaga, sem aldrei fengust neinar sannanir fyrir, og hefði svo verið, að Louise hefði átt barn, sem enn væri á lífi, þá hefði hún aldrei ofurselt þessum vandræðakarli allar eignir sínar. Það er satt, að þær eru undar- lega líkar, en það er áreiðanlega tilviljun ein og hún getur á engan hátt, nema sem dótturdótt ir Lecours, gert tilkall til arfsins—þessa mikla arfs, sem eg var einusinni að vona, að yrði mín eign.” “Og sem skal verða þín eign, ef nokkurt réttlæti er til”, mælti stjúpa hans einbeitt. “Eg er jafn sannfærð um það nú, eins og áður, að arf leiðsluskráin var fölsuð. Dómurunum, sem dæmdu Lecour í vil, var mútað. Eg geri táluvert meira úr tilkalli stúlkunnar til arfsins en það lítur út fyrir að þú gerir, því að mér er kunnugt um ýms atvik, sem benda á, að hún sé hinn rétti erfingi.” “Nei, er það satt? Eg hélt að þú hefðir feng ið allan þinn fróðleik um þetta efni hjá mér.” “Þú hefir gleymt henni Leonie, múlatta- stúlkunni, sem fór með ungfrú Montreuil. til Frakklands, og var þar þangað til eftir að ung- frú Montreuil var aftur komin til Louisiana. Af tilviljun varð hún hjúkrunarkona hjá fyrri kon- unni hans Crozats sáluga, þegar hún lá banaleg- una, var hjá henni, þegar hún dó ,og annaðist svo um hana Paulínu, stjúpdóttur mína, þangað til eg giftist honum.” “Og hvar er hún nú? Hún getur veitt okkur ómetanlega fræðslu um þetta.” “Hún er hérna. En nú í svipin er hún ekki svo, að hún geti gefið neina skýrslu. Hún hefir aldrei viljað skilja við fósturbarn sitt, og þrátt fyrir það, þótt hún væri mér ekki til mikils gagns, lét eg hana fá kofakytru hérna, og leyfði henni að vera. Hún hefir fengið ákafa hitasótt, meðan eg var fjarverandi, og er nú alveg rænu- 'laus. Eg kom einmitt frá henni núna, og innan um óráðsruglið kom nafnið Iouise Montreuil oft fyrir ásamt öðru nafni, sem eg hefi heyrt fyr. Þú mátt reiða þig á það, að henni er kunn ilgt um þetta allt saman. Bara að við getum haft einhver ráð til þess, að veiða það upp úr henni . 1 Professional and Business Directory ~ J Office Phone Res. Phone 924 762 * 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment DR. A. V. JOHNSON DENTIST • 506 Somerset Bldg. • Office 927 932 Res. 202 398 Talsími 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur í augna, eyrna, neís og kverka sjúkdómum 209 MEDICAL ARTS BLDG. Stafutími: 2—5 e. h. ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldc. Portage og Garry St. Sími 928 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 DR. H. W. TWEED Tannlæknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS building Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 926 952 WINNIPEG J. J. Swanson & Co. Líd. REALTORS Rental, Insurance and Finandal Agents Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountanta • 505 CONFEDERATION LIFE Bldg. • TELEPHOjVE 927 025 THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daiiy. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 927 404 Yard Phone 28 745 A. S. BARDAL L I MIT ED selur líkkistur og annast um utfarir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selux hann allskonox minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 27 324 Winnipeg CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 Union Loan & Investment COMPANY Rentctl, Insurance and Finandal Agents Sími 925 061 510 Toronto General Trusts Bldg. M. Einarsson Motors Ltd. Distrihutors KAISER AUTOMOBILES The 1951 Kaiser C-ar is here Built to Better the Best on the Road IMMÉDIATE DELIVERY Showroom: 445 RIVER AVENUE Phone 44 395 & 43 527 GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Nettlng 60 Victoria St., Winnipeg, Mcm. Phone 928 211 Manager: T. R. THORVALDBON Your Patronage Will Be Appreciated The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 308 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder • 1147 Ellice Ave. Sími 31 670 MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 496 PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum og húsmuni af óllu tæi. NEW ADDRESS: WHITLA Bldg., 70 ARTHUR ST. WINNIPEG, MAN. C. A. Johnson, Mgr Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI 37 466 < S Gimli Funeral Home Ný útfararstofnun hefir tekið til starfa á Gimli. Hún er á lst Avenue — Sími 32 Heimilissími 59 Allur útbúnaður hinn fullkomnasti. Otfararstjóri: ALAN COUCH TBOS. .ItfkSÍU & SII\S LIMITED BUILDERS’ SUPPLIES COAL - FUEL OIL Phone 37 071 Winnipeg :

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.