Heimskringla - 15.08.1951, Blaðsíða 1

Heimskringla - 15.08.1951, Blaðsíða 1
r'~------------- \ Toast Master BREAD Good For Toast or Table At Your Neighborhood Grocer’s v.____________________ Toast Master BREAD Good For Toast or Table At Your Neighborhood Grocer’s LXV ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN , 15. ÁGÚST, 1951 NÚMER 46. AÐ LOKNUM LEIK Um íslendingadaginn á Gimli verður ekki, að honum loknum, annað sagt, en að hann hafi heppnast vel — og svarað sæmi- lega tilgangi sínum. Veður, sem svo mikið veltur á, þegar um úti skemtanir er að ræða, var eitt hið ákjósanlegasta, óslitið sól- skin allan daginn, en samt ekki svo heitt, að maður fyndi neitt til þess. Á undanförnum hátíð- um, hefir oft verið sólskin, en hitinn þá einnig þvingandi. Nú var ekki undan neinu slíku að kvarta, enda hefir sumarið ver- ið eitt hið kaldasta, er elztu menn muna. Skemtiskráin fór röggsam- lega fram. Forseti dagsins reið þar á vaðið. Skýrði hann frá öllu er til stæði og því er segja þurfti í fáum orðum og snjöll- um. Tóku bæði ræðu- menn og söngvarar hann sér til fyrirmyndar. Þó skemtiskráin væri all-löng, lauk henni innan tveggja klukkustunda, sem mun met vera. Skemst frá að segja voru aðal- ræðurnar ágætar, eg á við Minni íslands, er dr. Bjöm Jónsson, Baldur, Man., flutti og Minni Canada ræðu W. Ben- ediksöns, þingmanns, er báðir gerðu verkefni sínn hin skemti- legustu skil. Er Mr. Benedick- son vissulega skörulegur ræðu- maður fyrir ungan mann, eða dreng, sem hann er. Fjallkonan frú Ingibjörg Jónsson flutti og vel samið erindi. Var það mun betra, en ávörp Fjallkonu oft eru, því þau er vandasamt að semja, svo að ekki komi í bága við sögu frændanna heima og erlendis. Að Fjallkonan segi sögu sína, er gott stefnumið og ætti ekki út frá því að víkja, úr því Fjallkonan er þarna látin tala, en er ekki mynd, sem brugðið er upp (Tableau), er eg teldi ef til vill bezt við eiga. En það má altaf athuga og eins með hirðmeyjarnar, sem eg get aldrei séð, að þarna eigi heima. Dísir voru til og geta mint á ýmislegt þjóðlegt, ef þörf þykir á því. En þær eru sem hirðmeyjar ekki mynd, sem neitt boðar með Fjallkonunni og eru ó-íslenzkulegur aðall. Söngur var voldugur á hátíð- inni og traustari og óveilli en oft áður. Má'eflaust þakka það samanlögðum kröftum Skand- inava, íslendinga og Norð- manna, er ágætlega virðast vinna saman og mynda góðan kór, en eru orðnir of fáliðaðir til að standa einir, hver um sig. Einsöngur Elmer Nordals var merkilegt atriði á hátíðinni. Svíinn A. A. Anderson stjórn- aði kórnum. Hann var um skeið ritstjóri Canada Tidningen og mun margt til lista lagt. Kvæði sitt, Minni íslands, flutti Trausti Isfeld mjög vel, en Minni Canada, sem ort var af Ágúst Sigurðssyni, flutti Heimir Thorgrímsson, sem síð- ur en svo væri nokkuð að- finnsluvert, en gaf áheyrendum ekki tækifæri, að sjá, eða kynn- ast skáldinu, sem ‘“Vancouver Sun” taldi í hópi ljúflings- skálda. Hversvegna hann flutti ekki kvæðið, var ekki sagt frá. Sveigur var lagður á Land- r.ema minnisvarðan af Fjallkon unni, eins og vant er. Gestaræður fluttu Dr. Lowe, Dr. Miller, mentamálaráðherra Manitoba, fyrir hönd forsætis- ráðherra eða Manitoba stjórnar og dr. P. H. T. Thorlakson, er skýrði frá, að aðeins 20 þúsund dollara skorti nú í háskólastóls sjóðin. Að deginum fór ekki fleira fram fyr en kl. 8 að kvöldi, en þá var sungið undir stjórn Pauls Bardals af öllum og myndir sýndar frá íslandi. Ó- væntur gestur á deginum, söng- maðurinn Tani Björnsson, frá Seattle, söng nokkra einsöngva að kvöldinu öllum til ánægju, því hann er lista söngvari. Hafði hann söngsamkomur í Nýja-ís- landi rétt áður, sem þóttu ágæt- ar. Að kvöldi var dansað fram á miðnætti. Af íþróttum, sem fram fóru, vonum vér að geta flutt fréttir á öðrum stað í þessu blaði eða síðar. Nýtt alþjóðafélag f bréfi sem Nicolai Shvednik ráðuheytisforseti Rú s s 1 a n d s skrifaði Truman Bandaríkja- forseta, nýlega, er lagt til að nýtt ráð sé myndað til að fjalla um friðarmálin, bæði til að koma á og tryggja friðinn í heiminum. En í ráði þessu vill hann að aðeins fimm þjóðir eigi nokk- urn þátt. Þær eru þessar: Bret- ar, Rússar, Frakkar, Kínverjar (komm.) og Bandaríkjamenn. í bréfinu er skætingi hreytt í Bandarkjaþjóðina fyrir her- mang hennar. Truman forseti svaraði bréf- inu rækilega og sagði Rússum, að þeir séu með framkomu sinni eftir síðasta stríð búnir að upp- ræta trú lýðræðisþjóða heimsins á öllu friðarskrafi þeirra. Það sé og of augljóst þeim, að með þessu sé stefnt að því, að svifta smáþjóðirnar öllu valdi í þess- um málum, sem harðast séu þó leiknar af stríðinu og jafnvel grafa undan stoðum félags Sam- einuðu þjóðanna. Þannig stendur nú á, að í n. k. september-mánuði, á að fara fram fundur um fullnaðar-frið innan samtaka Sameinuðu þjóð- anna í San Francisco. Rússinn, er haldið, að vilji ekkert sinna þeim fundi. f því sé fólgin á- stæðan fyrir tillögu hans um stofnun nýs alþjóða ráðs eða nýs alþjóðafélags. Ekkert vopnahlé enn! Það sem nú stendur mest í vegi um að semja vopnahlé í Koreu, er það, að Kim II Sung forsætisráðherra Norður-Koreu, fer fram á að 10 eða 20 mílna svæði sitt hvoru megin við 38. gráðu í Koreu, verði dæmt hlut- laust land. Suður-Korea mót- mælir þessu harðlega og telur ekkert öryggi fyrir sig í þessu. íbúar Suður-Koreu segja ekki annað koma til mála en að öll Korea sé sameinuð. Nú er talið að helmingur þeirra, sem í Norð- ur-Koreu voru fyirr stríð, séu komnir til Suður-Koreu. Þeir hafa flúið vegna þess, að í Norð- ur-Koreu megi lífeyrir fjöldans nú heita í því fólgin, að grafa rætur, herinn kínverski hafi blátt áfram látið greipar sópa um matarbirgðir íbúanna. Alls- leysi keyrir að vísu einnig fram úr hófi í Suður-Koreu, og Sam- einuðu þjóðirnar hafa átt þar ærið á höndum sér, að fæða og halda öreigunum þar við. En svo bætast við um 4 miljónir allsleysingja úr Norður-Koreu! Viðreisnarstarfið verður þarna í tilefni af því, að Thora Ásgeirsson, píanóleikari er á förum til Frakklands að stunda framhaldsnám, hafa nokkrir vinir hennar og kunningjar komið sér saman um að efna til kveðjusamsætis fyrir hana í Sambandskirkjunni þann 11. september næst komandi. Þeir, sem óska eftir að vera með í þessu kveðjumóti, eru vinsam- lega beðnir að gefa sig fram, sem fyrst við Mrs. S. Jakobson 800 Banning St. Phone 28 861 eða Miss G. Sigurðson 626 Agnes St. ’Phone 953 668. geysimikið og Suður-Koreu bú- ar, eru háværir um, að heimta alt sitt land til baka úr því mestur hluti þjóðarinnar sé þangað kominn. Að gefa of- beldisseggjum kommúnista Norður-Koreu, sé sVívirðing í augum hvers frjáls manns. Hval-kjöt næst? Rétt þegar húsmæður í Win- nipeg voru orðnar vanar við hrossakjötskaup, er þeim boðin önnur ný tegund fæðu í búðum bæjarins. í þetta sinn er það hvalkjöt. Það kom í búðir hér um miðj- an júlí; hafði þó áður verið selt í Flin Flon, Dauphin, The Pas og gefist vel. | Hvalirnir eru litlir, 12 fet á lengd og af hverjum fæst ekki mikið meira en 100 pund af kjöti; er kjötið í eins punds pökkum selt í vatnsheldum pappír. Hvalirnir eru hvítir og veiddir norður í Hudsonsflóa af Eskimóum. Fá þeir $1.00 fyrir fetið í lengd hvalsins. Auk kjötsins, eða þvestisins, eins og það var kallað heima, fæst fram að 400 pundum af olíu úr hverjum hval. Er þykt lag af spiki undir hveljunni á þeim. “Kjötið þykir gott steikt, það er beina og sinalaust og steik- ist á 10 mínútum. Fiskbragð er ekkert af því; það líkist lifrar- bragði, ef nokkuð”, segir W. J. Ward, þ.m. eftirlitsmaður hval- og fiski framleiðslu. Hann sagði Winnipeg hina fyrstu af stærri borgum landsins, sem hvalkjöt seldi. tJR ÖLLUM ÁTTUM Drykkjuskapur vinnur nú fleiri mönnum tjón, en tæring og lömunarveiki til samans í Canada, segir dr. Gordon Bell, heilbrigðismála-gætir í Mani- toba, í grein er hann ritar ný- lega í ritið “Health” sem gefið er út af Health League of Can- ada. Dr . Bell varar sérstaklega við drykkjusiðnum. Löngun í á fengi segir hann ekki tiltakan- lega hjá neinum til að byrja með En siðurinn að “vera með”, leiði til bölvunarinnar. Eftir að mað- urinn hefir vanið sig á að drekka, hallar brátt undan fæti fyrir honum. Hann tapar stjórn á sjálfum sér smátt og smátt og kemur svo loks að því, að hann sleppir sér, eins og menn segja og úr því fer að verða fátt um varnir, bæði í hegðum og fyrir kvillum er ofdrykkju fylgja. Ef þetta væri ekki orðið of algengt á þessum síðustu og verstu tím- um, og sjúkdómar af völdum á- fengisneyzlu orðnir of algeng- ir, væri ekkert um þetta að segja. En eins og nú er ástatt, kveður svo mikið að þessu, að læknar og stofnanir sem fyrir heilbrigðisvelferð manna er trúað í þjóðfélaginu, komast ekki orðið hjá, að láta sig mál þetta skifta. * Úr bréfi frá húsfreyju: Það veitti vissulega ekki af, að rann saka brauðframleiðslu þessa bæjar (Winnipeg). Eg er þeim Ivar Guðmundsson tekur við stöðu hjá Sameinuðuþjóðunum Um þessar mundir lætur fvar Guðmundsson af störfum við Mbl. og flytur sig búferlum til N. York. Hefur honum um skeið leikið hugur á, að fá sér víðara verksvið í fréttaþjónustu og blaðamennsku, en kostur er hér á landi. ívar Guðmundsson kom til Mbl. á miðju ári 1943. Er starfs- tími hans hér við blaðið því orð inn 17 ár. Hann hefur með áhuga og dugnaði verið virkur þatttak- andi í þróun blaðsins á þessu tímabili. Síðan hann gerðist fréttaritstjóri, hefur einn þátt- ur ritstjórnarinnar hvílt að veru legu leyti á hans herðum. í starfi sínu vtó Mbl. hefur hann aflað sér mörg víðtækra vinsælda meðal bæjarbúa, er sammála, sem í Winnipeg Tri-,hafa komið Mbl. að margvíslegu bune skrifaði nýlega, að brauð I gagni- Meðan erlent setulið frá vissum bökunarhúsum — union bakeries, séu verri að gæðum, en brauð annara. Og ekki einungis það, heldur eru þau dýrari í þessum bæ, en ann- ars staðar, sem heita má í hjarta landsins, sem réttilega hefir verið kallað “brauðkarfa heims- ins”. Það er eitt, sem öllum héðan ber saman um, sem eytt hafa sumarfríi sínu í Bandarkjunum en það er að verð þar sé mun lægra á vörum en hér, en kaup mikið hærra. Hér eru dæmi frá mörgum: Sígarettur 20^ syðra, hér 40^; bílar 30% hærri hér; kaup tré- smiða $1.65 hér á kl.st.; en syðra $2.26; kæliskápar, eldavélar, straujárn og jafnvel öll búnaðar áhöld, eru um 25% ódýrari syðra en hér. Kona ein segir að verð á kjöti sé það eina sem sé svipað hér og syðra. Klæðnað- arvara öll (nema ullar) sé 25% ódýrari syðra. Skór sem hér eru $18, eru syðra $12. Prentara- kaup hér er $1.50 á klst. syðra $2.51. Banana eru hér 18^ , þar 10^. Um brauð, mjólk og ávexti er sömu sögu að segja. Með þetta fyrir augum, er meira en tími kominn til að heimta ótvíræð svör við, hvað þessu olli. Það er bátt að hugsa sér eðlilega ástæðu fyrir því, að þar sem kaup er hærra, skuli varan vera verðlægri. Hvað lengi á annað eins háttalag að líðast og í þessu efni á sér stað. Er verið að gera þetta góða land sem við búum í að ræningja bæli eins og musterin forðum. * Frá Washington hefir frézt að Trurnan forseti sé að gera ráð fyrir, að veita 307 milj. dali til stjórnar Chiang Kai-Shek hershöfðingja á Formosa. Eru 217 miljón lánsins veitt til hern aðar, en 90 miljónir til viðreisn- ar efnahagnum á árinu 1952, sem byrjar 1. júlí. ★ Sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, er á förum frá starfi sínu. í stað hans er ráðgert í Washington að senda dr. Ralph J. Bunche, er nýlega hlaut Nobels friðarverðlaun fyrir starf hans í Palestínu, er í upp- reistarefni var þar komið, út af morði Svíans Bernadotte. Hann er útskrifaður af Harv- ard og er nú yfirstjómari fjár- haldsdeildar Sameinuðu þjóð- anna. Skipun hans í þetta em- dvaldi hér í bænum eða í ná- grenni bæjarins á styrjaldarár- unum, gerðist hann í daglegum rekstri blaðsins milliliður milli herstjórnar og blaðstjórnar og rækti það starf, sem önnur, með mikilli samviskusemi. Staðan sem framkvæmdastj., Sameinuðu þjóðanna hefur nú veitt ívari í blaðadeild upplýs- ingarþjónustu þeirra nefnist “Press Officer” 1. flokks. Er starfinu lýst í fáum orðum á þessa leið: “Hann á að starfa sem blaða- fulltrúi og flytja fréttir af aðal samkomum Sameinuðu þjóð- anna, frá nefndarfundum og allsherjarþinginu. Hann á að annast ritstjórn fréttatilkynn- inga og fréttaskeyta, rita sér- stakar greinar og annast rit- stjórn á öðru skrifuðu máli, sem sent er frá Sameinuðu þjóðun- um eða í nafni þeirra, gefa blaðamönnum munnlegar upp- lýsingar og leiðbeina þeim við- víkjandi störfum og framkv. S. Þjóðanna.” ívar býst við að flytja búferl- um ásamt konu sinni, frú Þór- hildi, til N. York snemma í næsta mánuði. Aðsetur þeirra hjónanna verð ur í N. York, þar sem aðalstöðv ar Sameinuðu þjóðanna eru. En auk þess fylgir það starfinu að taka sér ferðir á hendur víða um lönd í sérstökum erindagerðum fyrir stofnunina, þegar þess gerist þörf. Eins og af þessu verður séð, er það mikið starf, sem ívar tekur við. íslenzkri blaðamanna stétt er að því sómi, að einn úr hennar hópi skuli hafa fengið svo virðulega stöðu. Útgefendur og starfslið Mbl. óska honum til hamingju með þennan frama, sem honum hef- ur hlotast á blaðamennskubraut sinni. Fylgja honum héðan ein- lægar óskir um að honum megi í hvívetna vel farnast í fram- tíðinni. Gísli J. ÁstÞórsson blaða mað ur er verið hefir starfsmaður Mbl. frá því haustið 1945, tek- ur við starfinu, sem fulltrúi ritstjórnarinnar. —Mbl. 15. júlí bætti, er góð bending til komm- únista, er látlaust berja fram, að Bandaríkin kúgi menn af öðrum hörundslit, en þeir sjálf- ir eru. Dr. Bunche er Svertingi, 47 ára gamall og fæddur í De- toit. * Karl. E. Mendt, Efrimálstofu þingmaður frá Suður Dakota, skýrði frá því nýlega á þing- fundi, að tekið hefði verið upp á því, að útbýta viðtækjum — radios —, sem ekki væru stærri en eldspítustokkar austan járn- tjaldsins, væri þetta gert til þess að gefa sem flestum kost á í Rússlandi, að heyra hvers þjóðin þar færi á mis undir kommúnistastjórn. Sögðu ungir flóttamenn frá Pollandi til Sví- þjóðar nýlega að starf þetta bæri mikinn árangur. FRÉTTIR FRÁ ISLANDI Steingrmur Arason látinn Steingrímur Arason, kennari lézt í gær, sjötíu og tveggja ára að aldri. Steingrímur Arason var fædd ur að Víðigerði í Eyjafirði 26. ágúst 1879. Hann tók gagn- fræðapróf 1899 og kennarapróf við Flensborgarskóla 1908. — Næstu ár fékkst hann við kennslu og hafði um tíma einka skóla, en síðan hélt hann vestur um haf og stundaði nám við Morris High School í Kali- fomíu 1915—16 og við Col- umbía háskóla 1916—1920. Að námi loknu hélt Steingrímur heim til íslands og gerðist kenn ari við Kennaraskólann 1920 og gengdi því starfi til 1940 að hann fór enn til Bandaríkjanna ogfékkst við rannsóknir þar, unz hann hvarf heim til ísl. að nýju. Steingrímur Arason samdi fjölda bóka fyrir börn og enn- íremur kennslubækur. —Þjv. 14. júlí * Tíminn 18. júlí skýrir svo frá: Þó komið sé fram í miðjan júlí eru enn víða miklir snjó- skaflar á Austurlandi. Á nokkr- um bæjum niður á Fjörunum er snjórinn fast við túnjaðarinn í tiltölulega litlum sköflum í gjótum og gjám. En á Brekku í Mjóafirði hjá Vilhjálmi Hjálmarssyni alþ.m. er vetur og sumar á sama túni. Liggur þykkur snjóskafl enn þar ofan úr hlíðinni ofan að bæjardyrum, yfir túngirðingu. Skíðin eru þar ekki ennþá kom- in í sumargeymslu, enda getur heimilisfólkið, eða gat að minnsta kosti í síðustu viku rennt sér á þeim heim að bæjar dyrunum. Á öðrum stöðum á túninu er hins vegar sumarlegt um að lítast. Þar er góð grass- spretta og heyskapur hafinn fyrir allmörgum dögum og búið að hirða það sem fyrst var sleg- ið. Þannig minnir snjórinn enn þá um miðjan júlí á hinn ein- stæða og snjóaþunga vetur Austanlands.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.