Heimskringla - 15.08.1951, Blaðsíða 2

Heimskringla - 15.08.1951, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. ÁGÚST, 1951 ISjehnskringla (StofnuB 18S6J Xamui út ú hverjum miðvUrudegl. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsimi 24185 VerO blaOsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirlram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viOskiftabréf blaöinu aðlútandi sendist: The Viklng Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift tll ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PALSSON "Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Autborized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 15. ÁGÚST, 1951 Di. Björn Jónsson: MINNI ÍSLANDS flutt á Gimli 6. ágúst 1951 Minni hvers lands er heitast sungið í brjóstum sona þess og dætra. Fátækleg orð fá litlu fegrað þann lofsöng. Það eru margrödduð lög, f jölrænn niður og kliður, sem óma í hörpu hjarta vors við minningu ættlandsins. Allir þessir tónar steypast saman í eina hljómkviðu. Öldur hennar berast út í sál vora og bergmála í allri tilveru vorri: innst í þínum eigin barmi, eins í gleði óg eins í harmi ymur íslands lag. Tónar þessarar hljómkviðu fylgja oss hvert spor: það er alltaf eitthvað sem minnir á ísland. En þótt hann sé venjulega lágróma og hljóður, eins og fjarlægur lækjaniður, þá getur þessi ómur ver- ið yfirgnæfandi máttugur eins og fossdrunur. Svo er í dag, þegar vér látum læki minningarna mætast í ósi þessarar stórhátíðar. Ættjarðarástin vaknar og vér fyllumst heim- þrá. Yngri kynslóðir V.-fsl. hafa aldrei séð ísland, aðeins heyrt af því, aðeins heyrt lítið eitt um þjóðina, en aldrei kynnst henni. Minning fslands vekur hjá þeim virðingarkennda, hlýjublandna forvitni, er þær sjá hve sterkum hræringum tilhugsunin um ísland vekur hjá feðrum þeirra og mæðrum og sérstaklega öfum þeirra og ömmum. Vér skulum athuga hvernig þessi hljómkviða móðurlands- ástar og heimþrár er samsett, hverjir eru grunntónar þessa lags. Oss virðist í fyrstu að þar séu raddir náttúrunnar mestu ráðandi, lækjaniður, fossadyn- ur, sumarangan, fuglasöngur, næturkyrrð; mild friðsæld engja og bithaga, hrikaleg tign fjallahnjúka og hamrabelta — alt umvafið heiðríkju víðsýnis- ins. En ef við hlustum betur, þá finnum við að undirtónninn í þessari stórfenglegu hjómkviðu er þjóðin sjálf; uppruni, bar- átta, hetjudáðir, hörmungar í hennar sögu, hennar tár —” —en umfram alt: hennar verk, hennar menningarlega afrek, sem eru stolt vort og æra, ar/ur Islendinga. Þetta er og verður grunntónn lífs vors og undir- alda hins knýjandi máttar, sem hvetur oss til dáða, það er þjóð- menning vor, menningarleifð — aifui íslendinga„ Þessi arfur er afsprengi upp- runna vors og sögu, tjánning eðlis vors og baráttu. Á honum byggist stolt vort og sjálfsvirð- ing og viðurkenning og mat annarra þjóða. Á honum bygg- ist tilvera vor og framtíð, því að þessi arfur er fjöregg vort — vér sjálfir. Vér verðum að gæta hans vel, auka hann og út- breiða. Maðurinn lifir aðeins af verk- um sínum og þeim verkum ein- um sem hafa menningarlegt gildi. Þeim verkum sem kom- andi kynslóðir meta, verkum, sem eru lífræn — sígild. Sl'ík verk eru unninn af skyn- semi mannsins og snilligáfu. Þau eru ofar daglegu nauðsynja striti og ópersónuleg, í þeim skilningi að allir aðrir geta not- ið þeirra. Þau eru andans óöul, sem ganga í erfðir frá kynslóð til kynslóðar. Þessi verk eru ei- líf; samræmi við þann skilning að það er andi mannsins sem lif- ir, og það sem til hans heyrir, en hold manns deyr; og það sem fyrir það er stritað hefur aðeins smávægilega þýðingu á vogarskálum sögunnar. Hugsið ykkur allar þær bilj- ónir mannkynsins sem hafa stritað og sveitzt í þúsundir ára! Hvað lifir af öllum þeim þrældómi og elju? Það er allt steingleymt nema þau fáu verk andans, sem eru ofar kröfum nauðsynjalífsins skáldskapur, bókmenntir, tónlist, byggingar- list, vísindi: menningarafrek, — óðul andans. Kanada er ungt land, rétt í þann mund að slíta barnsskón- um. Það er jafnan svo, þegar land er numið, að mest öll orka landnemans fer í það að koma undir sig fótunum, verða efna- lega sjálfbjarga og sjálfstæður. Landnám Kanada hefur verið sérlega erfitt. Bæði vegna stærðar landsins, einnig vegna hinna mörgu óskyldu þjóð- flokka sem hér hafa þurft að heyja landbrotsstríðið hlið við hlið. Meðan á þessari baráttu stóð hafa menningarmálin eðlilega orðið að sitja á hakanum. En nú er stríðið unnið, grundvöllur- inn lagður. Önnur öld er að rísa upp. Þjóðin hefur náð efna- hagslegu sjálfstæði og þjóðfé- lagslegu öryggi. Strax í kjölfar þess hefur risið vakningaralda lista og vísinda. Andleg menn- ing er að vaxa hröðum skrefum í landinu. Fleiri og fleiri ungl- ingar nema nú listir og bók- mentir. Skáldum, rithöfundum, tónlistarmönnum og málurum fjölgar nú óðum. Frumbyggjaþættinum er lok- ig — menningartímabil Kanada er að hefjast. Það er engin þjóð án erfða- venja. Sameiginlegir siðir og hættir, lífsviðhorf og saga — á- samt t;ungu og landamærum — greinir eina þjóð frá annari. Kanada er þjóð í einum skiln ingi, en í öðrum ekki. Kanad- isk þjóðarmenning er enn ómót- uð. Kanadisk þjóðarsál er í deiglunni. Þjóðarmenning Kan- ada er að skapast. Öll þjóð- erni leggja til nokkuð af erfð- um sínum og beztu einkennum. Þessir þættir spinnast saman, smátt og smátt, unz af verður ein saipfelld heild: Kanadisk þjóðmenning, hrein og sérstæð kanadiska. Þessu má líkja við vef, spunn inn af marglitum þráðum í eina heilsteypta mynd. Kanada og Bandaríkin eiga enga sína líka í þessu tilliti. Þetta má ekki láta gerast skipulagslaust, og af tilviljun. Þjóðin sjálf á að skipuleggja sína eigin þjóðernisþróun, slá og riða vefinn af markvísi, með samtökum menntamála ráðu- neyta ríkis og fylkja, með að- stoð skóla og ýmsra áhrifa- ríkra félaga, ætti að skipu- leggja þennan vef þjóðernis- þróunar, vefa þessa þjóðarvoð. Vefa þannig að myndin verði einföld og skýr, en lífvænleg- u.stu litir hvers þjóðarbrots fái samt að njóta sín. Þar verða mörg sundruð gögn, sem kemba verður saman. Hlutur V. íslendinga í þess- um þjóðarvef er engin ögn, ekk- ert smáræði. Bókmenntir vorar, að fornu og nýju, eru meðal hinna mestu menningarverð- mæta sem mannkynið á í dag. En þær eru ekki aðgengilegar nema örfáum enskumælandi mönnum. Tunga vor er að líða undir lok, að minnsta kosti vest- an hafs, í náinni framtíð. En með henni mega ekki glatast þessar dýrmætu bókmenntir: — arfur Islendinga Þetta fjöregg vort, sem svo nauðuglega var bjargað frá glötun efnislegrar eyðingar — rotnun og fúa, figgur nú undir annari eyðingarhættu: van- rækslu og gleymsku. Það er skylda vor við Kanada Bandaríkin og allan hinn ment- aða heim, að bjarga arfi vorum frá þessari glötun. Það er skylda vor við Minni ísJands Það liggur í augum uppi að V.- ísl., eru sjálfkjörnir til þess að þýða fornar og nýjar íslenzkar bókmenntir á ensku og breiða þær út. Þeir kunna bæði mál, þekkja báðar hliðar og allar að- stæður. Þótt tiltölulega lítið hafi ver- ið að þessu unnið hingað til, verður og hlýtur það að fara í vöxt. Bæði vegna vaxandi vel- megunnar í landinu, og þar af leiðandi auknum menningará- huga, og einnig og sérstaklega vegna stofnunar hérlends kenn- arastóls í íslenzkum fræðum. Stofnun þessara deildar er tví- málalaust hið fræðilegasta menningarafrek Vestur fslend- inga, sem eitt mun varðveita nafn vort og sögu, um ókomnar aldir, á þessu meginlandi. Sú stofnun er eitt fyrsta skil- vrði þess að slík verk sé hægt að vinna. Þar geta fræði- og listamenn framtíðarinnar lært íslenzku og kynnst öllu, sem ís- land varðar, til hlýtar. Þessari þróun verður að flýta sem mest má. Við verðum að eggja ungu kynslóðina til að lesa þaer ísl. bókmenntir sem nú er völ á, í enskum þýðingum, því að það er ekki hægt að lesa þær án þess að fyllast áhuga og hrifn- ingu. Við verðum að eggja hana til að leggja stund á íslenzk fræði við stólinn, strax og hann kemst á fót. Örfa og styrkja efnilega menn til að þýða og birta bókmenntir vorar á ensku. Umsegja þær fyrir börn og jafn vel gera framhaldsmyndasögur af þeim í blöðum og bæklingum. Gera kvikmyndir af þeim. Til að vekja strax áhuga fólksins þarf fyrst að velja það útgengi- legasta til þýðingar. Hafa sam- vinnu við skóla, blöð, tímarit, útvarpstöðvar, og öll önnur út- breiðslutæki, um sífellda kynn- ingu og útbreiðslu þessara verka. Leggja megináherzlu á óbundið mál, og smásögur, en birta aðeins allra beztu ljóða- þýðingar. Einnig í útbreiðslustarfinu AVARP FJALLKONUNNAR samin og flutt af Ingibjörgu Jónsson á Gimli, 6. ágúst 1951 Heill yður, íslenzkir land- nemar! Heill yður, synir og dætur ís- lenzkra frumherja! Heill fósturlöndum yðar í V.- heimi! Eg fagna því, að vera með yður á þessum merku tímamót- um í sögu yðar. Á þessu ári mun hugsjón rætast, sem yður hefir dreymt um frá upphafi vega yðar í þessu landi — sá draum- ur, að hin forna tunga, er leikið hefir á vörum þjóðar vorrar frá alda öðli, nái verðugri viður- kenningu við æðstu mentastofn un fylkisins, þar sem þér, börn mín og barnabörn, eruð fjöl- mennust í þessari álfu. Eg met það mikils, að þér leggið rækt við íslenzkuna. Hún er sá arfur, sem eg hefi gefið yður dýrastan. “Hún er sú tunga, sem er gerð af þeirri í- þrótt, sem flytur fullt mál í fá- yrðum, og kveður heilt kvæði í einu orði”. Minnist þess, að þegar for- feður yðar voru frjálsast fólk í heimi—á gullaldar tímabili þjóðar minnar—þá var íslenzk tunga töluð í höllum tignustu manna um allan Norðurheim. Egill Skallagrímsson flutti or- ustuóðinn fræga, Höfuðlausn, við hirð Eiríks konungs, á Eng- landi, á tíundu öld. Og upp frá því voru skáldin frá íslandi einir manna um skáldskaparlist- ina á Norðurlöndum í fullar fjórar aldir. Öll fluttu þau kvæði sín á norrænu, sem nú er nefnd íslenzka. Skáldin frá íslandi voru ekki eínungis söngvarar heldur og sögumenn. Þeir námu kvæðin um fortíðar viðburði þeirra landa, sem þeir gistu, og ortu um samtíðarviðburði þeirra og síns eigin lands. Kvæðin geymd ust í minni þjóðar minnar. Síð- an lögðu sagnritarar íslands kvæðin til grundvallar sagnrit- rrði íslenzkudeild háskólans metanleg. En umfram allt verður að eyna að vekja upp aftur og læða lestrabneigðina, vort terkasta þjóðareinkenni. Með því að mestöll yngri ynslóðin talar aðeins ensku, arf að stofna aðgengilegt bók- ■íenntatímarit á ensku, svipað g Icelandic Canadian, en tærra, fjölbreyttara og með ör- ri útgáfu, þar ætti helzt að irta íslenzkar þýðingar og eggja sterka rækt við nútíma- ókmenntir vorar, og birtingar rumsaminna verka. Svo ætti, ðlilega að sameina íslenzku- löðinn sem fyrst, svo orka og fni dreifist sem minnst. Þessi eru hlutverk vor sem V. sl., góðra kanadiskra og banda- ískra þegna, og alheimsborg- ra. Vestur íslendingar hafa egar getið sér frægðar og virð- ngarorð, sem ein bezta land- lámsþjóð vestur heims. Þetta er iðurkennd staðreynd, hreint kkert smjaður. Þessum orðstír erðum vér að halda. Vér verð- m að kenna ungu kynslóðinni ð skilja hann og meta, og halda fram að berjast fyrir hann. Framfarabaráttu mannkynsins ýkur aldrei — án baráttu er líf- ð storknun, og storknun er lauði. — en orðstír deyr aldrei, tveim sér góðan getr. Það fylgir kvöð hverri nafn- iót, ábyrgt hverjum arfi. Vér erðum að gæta fjöreggs vors, vo það verði ekki fúlegg. Arfur íslendinga er fjöregg ort, það pund sem oss er trúað yrir til ávöxtunar. Aðeins með iví að auka og útbreiða menn ngararfleifð vora getum vér :allast trúir þegnar kjörþjóða rorra, aðeins þannig getum vér laldið uppi heiðri íslands, að ins með dáðum vorum getum ér sungið Minni íslands. un sinni. Þeir skráðu ekki ein- ungis fornsögu íslands heldur og fornsögu Norðurlanda og fleiri landa. Ari Þorgilsson, Sturla Þórðarson og Snorri Sturluson hófu sagnlistina í æðra veldi, og síðan ber land mitt nafnið, Sögueyjan. Norrænan — íslenzkan — tunga þessara skálda og sagn- ritara — gelymdist smásaman á Norðurlöndum og á Bretlandi. Fjallkonan ein, varðveitti tung- una óspilta, og þá miklu bók- menntafjársjóði, sem hún hefir að geyma, svo sem Völuspá, Sonartorrek, Heimskringlu og Njálu. — Þegar þáttaskil gerðust í sögu þjóðar minnar og hún varð að þola margra alda ánauð og örbyrgð af völdum erlendra stjórnarvalda og óblíðra nátt- úruafla, fann hún styrk og fró- un í íslenzkunni — í málinu forna og göfga: Það hefir voða-þungar tíðir })jóðinni verið guðleg móðir hennar brjóst við hungri’ og þorsta, hjartaskjól þegar burt var sólin, hennar ljós í lágu hreysi, iangra kvelda jóla-eldur, íréttaþráð’r af fjarrum þjóðum frægðargaldur liðinni alda. (M. Joch.) í neyð sinni ornaði þjóðin sér við lestur hinna fornu sagna um glæsta fortíð og þess vegna af- mannaðist hún aldrei þrátt fyr- ir fátækt sína, og þess vegna misti hún aldrei vonina um end- urreisn. Á hinum löngu dimmu öldum brá upp, af og til, skærum vit- um, er vísuðu henni leið: Hallgrímur kvað í heljarnauð- um heilaga glóð í freðnar þjóðir. (M. Joch.) Loks kom að því, að þjóðin var svift sínum einu dýrgrip- um; handritin voru flutt til út- landa. Þegar fólkið fékk ekki lengur lesið sín eigin fornrit tók tungunni að hnigna, og þá tírakk þjóðin bikar niðurlæging ar og vanmáttar í botn. En jafnan er myrkast rétt fyr ir dögun. Á átjándu og nítj- ándu öld eignaðist þjóð mín sonu, er hófu merki íslands á ný. Verið minnug Eggerts Ólafssonar, Fjölnismanna og frelsishetjunnar miklu, Jóns Sigurðssonar! Fyrsta sporið í frelsisbaráttu " þeirra var að hreinsa tunguna svo hún endur- heimti sína fornu fegurð og tign. Aðeins þannig gat þjóðin öðlast aftur sjálfsvirðingu sína. Og á ný komu skáldin til sög- unnar; þau kváðu ást og virð- ingu fyrir íslenzkunni inn í hjarta þjóðar minnar: — Ástkæra ylhýra málið og allri rödd fegra, — söng Jónas Hallgrímsson. Vegna forustu þessara sona minna og kjarks, þrautseigju og stöðuglyndis þjóðar minnar, hefir land mitt nú öðlast full- komið frelsi. Því lifir þjóðin að þraut ei ljóðin átti fjöll fögur og fornar sögur, mælti á máli, sem er máttugra stáli, geymdi goðhreysti og guði treysti. (D. St.) Niðjar mínir í V.-heimi Ein mín þyngsta raun var að sjá yður á bak, en það, sem í svipinn veldur sorg og söknuði, verður oft til blessunnar. Með frækilegri framsókn yðar í þess ari álfu hafið þér sannað, að synir mínir og dætur reynast hlutgeng, og vel það, með öðr- um þjóðum. Vitneskjan um þetta hefir veitt þjóð minni auk- inn þrótt. — í yður hefi eg og átt þúsundir sendiboða góðvilj- ans milli mín og Vesturheims. Þér hafið jafnan reynt að auka á hróður lands míns. — Yðar sæmd hefir verið mín sæmd. Á þessu ári náið þér hámarki ræktarsemi yðar við mig með því að reisa íslenzkri tungu ó- rjúfandi vígi við háskóla yðar í þessu fylki. Þér víkkið jafn- framt hið andlega landnám vort með því að gefa þjóðunum í þessari álfu kost á fræðslu í tungu, sögu og bókmenntum ís- lenzku þjóðarinnar. Hinn spaki maður, forseti há- skóla yðar, hefir oftar en einu sinni látið í ljósi, að hann vænti þess, að þeim þjóðum, sem hér eru í sköpun, aukist andlegur og siðferðislegur þróttur við að kynnast norrænni lífsskoðun eins og hún endurspeglast í ís- lenzkum bókmenntum. Æ ð s t a hugsjón n o r r æ n s manns er að reynast drengur góður. Það orð er ekki hægt að þýða með einu orði á nokkurra aðra tungu. Það þýðir að vera hugprúður, að gefast eigi upp þó við ofurefli sé að etja, að betra sé að falla með sæmd en að lifa við skömm. Það þýðir að hlífa þeim, sem minnimáttar eru, að vera örlátur og gestris- inn. Það þýðir að vera hrein- lyndur, að rjúfa aldrei tryggð við nokkurn mann, að ganga aldrei á bak orða sinna — í stuttu máli, að bera virðingu fyrir sjálfum sér og gæta í öllu sóma síns. Drengskapur yðar, niðja minna í Vesturheimi, kemur fagurlega í 1 jós með stofnun ís- ienzku deildarinnar við háskóla þessa fylkis. Það framtak er Grettistak; orðstír yðar mun seint fyrnast. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr it sama, en — orðstír deyr aldregi hveim, er sér góðan getr. Megi guð og gæfan halda verndarhendi yfir fósturlönd- um niðja minna í Vestur- heimi, Canada og Bandaríkjun- um. Skarar fram úr Dagblaðið “Herald” í Grand Forks, N. Dak., lét þess getið um mánaðamótin síðustu, að Richard Beck Jr., sonur þeirra dr. Richards og Berthu Beck, hefði unnið fyrstu verðlaun í eldri deild (18-21 ára) þátttak- enda frá Norður- Dakota í alls- herjar samkepni þeirri um bíl- líkön (Model Car Competition) sem félagið “Fisher Body Craftsman’s Guild” í Detroit, Michigan, efnir til árlega meðal gagnfræðaskólanemenda víðs- vegar um Bandaríkin. — Hlaut hann $150.00 og silfurhring að verðlaunum. Er þetta í þriðja sinn, sem hann hlýtur verðlaun 1 umræddri samkepni, Fyrir tveim árum vann hann fyrstu verðlaun í yngri deild þátttak- enda frá Norður Dakota og önn- ur verðlaun í sömu deild árið áður, en í fyrra keppti hann ekki. Um samkepnina, sem hið volduga bílaframleiðsluféllag General Motors Corporation stendur að, dæma kunnir verk- fraeðingar og skólastjórar í Bandaríkjunum, en hugvits- semi, handbragð og smekkvísi ráða úrslitum. Richard, sem er 18 ára að aldri, lauk gagnfræðaskólaprófi síð- astliðið vor með ágætiseinkunn og byrjar nám í vélaverkfræði á ríkisháskólanum í Norður Da- ktoa (Universityof North Da- kota) á komandi hausti.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.