Heimskringla - 22.08.1951, Side 1

Heimskringla - 22.08.1951, Side 1
r---------------------' Toast Master BREAD Good For Toast or Table At Your Neighborhood Grocer’s V_____________________J Toast Master BREAD Good For Toast or Table At Your Neighborhood Grocer’s c___________________ LXV ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 22. ÁGÚST, 1951 NÚMER 47. Er forsætisráðherra að kveðja? Áskell Löve: ÁVARP Á GIMLI á islendingadaginn, 5. ágúst 1951 Maður les með undrun frétt- ina í stjórnarblaðinu Winnipeg Free Press í gærkvöldi um það, að forsætisráðherra Canada væri a.ð hugsa um að kveðja kóng og jar! og segja af sér stjórnarfor- mensku. Blaðið hefir þetta ekki eftir íorsætisráðherranum sjálfum. — En það veit samt um vilja vinar síns í þessu efni. Og hann er áreiðanlega sá, að segja embætt- inu lausu á miðju komandi sumri. Louis St. Laurent, stjórnarfor- maður, er sjötugur 1. febrúar 1952 og þykist þá vera orðinn of gamall til að snúast í að afgreiða hinar mörgu kröfur, sem gerðar eru á hendur stjórninni og það sé bezt að hinir ungu taki við því. í>eir eru hvort sem er tím- ans herrar, sagði Jón Ólafsson. Liberal flokkinum þykir þetta alt annað en góður fyrirboði. — Hann vill að sjtórnarformaður hinkri við eitt eða tvö ár enn, að kosningar fara fram. En St. Laurent skoðar það óráðlegt. Liberalar mega því undir eins Frá Koreu Um síðustu helgi, voru ekki öll sund sögð lokuð í vopna- hlésmálinu í Koreu. Til marks um að svo væri ekki, var bent á ræðu, sem Nam II, yfirhershöfðingi Norður Koreu hélt í útvarp og að efni til var um, að koma mætti sér saman um einhvern annan hlut- lausan stað en 38 gráðu, úr því Sameinuðu þjóðirnar vildu hann ekki þar. Þetta er í fyrsta sinni sem kommúnistar hafa gefið í skyn tilslökun á kröfum sínum. Þeir sem bezt þekkja til þess- ara mála, telja ástæðu fyrir því þessa: Kommúnistar eru smeyk ir við alheimsstríð, ef ekki verð- ur af vopnahléssamningum nú. En um það kæra kommúnistar sig ekki, þessa stundina. Stál bannvara Bandaríkjastjórn er að semja lög um bann á útflutningi á stáli, er búist er við að í gildi verði komin 1. október n.k. Bann þetta er talið að hafa hin verstu áhrif á iðnaðarstarf- semi Canada. Fyrir því er þó gert ráð, að stál til hernaðar- vörugerðar, verði ekki takmark- að. Þetta er talin byrjun á frekari höftun sem gera skal, vegna væntanlegs stríðs. Viðskifti Breta og Rússa Sir Hartley Shawcross, for- maður verzlunarráðs Breta, seg- ir að Breilands sé fjari því, að bindast nokkrum samtökum um að stöðva viðskifti við Rúss- land. ' Þessi orð hans voru svar við> gagnrýni af hálfu Bandaríkj- anna út af viðskiftum Breta og Rússa. Hann sagði Breta fá nauð- synjavörur frá Rússlandi, er þeir gætu ekki án verið eða annarsstaðar fengið. Bandarík- in gætu sjálf framleitt hana eða fengið frá öðrum, eftir þörfum. Bretar samþyktu þó að hætta viðskiftum við Kína s.l. apríl, vegna kröfu Bandaríkjanna um það, en viðskiftin héldu áfram við Rússland og gera enn. Bretland talar og nú um að kaupa auk alls annars 1,000,000 tonna af kornvöru frá Rússum. fara að hugsa sér fyrir eftirmanni hans. Það er og sagt, að þeir hafi nú þegar um það hugsað, þó þeir þykist engan vilja, nema nú- verandi stjórnarformann. Sá sem þeir hafa fyrst og fremst auga- stað á, er einn af háðherrunum, Clarence Decator Howe. Hann kemur fyrst til greina. Annar er J. G. Gardiner. En af báðum þessum er nú æskuljóminn horf- inn, því hinn fyrnefndi er 66, en hinn síðarnefndi 69 ára. Það sem eflaust er orsök þess- arar stjórnarbyltingar er hækk- andi vöruverð. Það eru meira en litlar ákúrur, sem stjórnin hefir orðið fyrir út af því og hafa haldið að sér höndum og ekkert gert til að reisa skorður við þeirri stigamensku viðskiftanna. Það hefir meira að segja nú gefið svo á bátinn í þessu efni fyrir liberal stjórninni að hún er lánsöm ef hún siglir heilu og höldnu í höfn við næstu kosningar. Aukakosn- ingarnar á þessu ári munu vera stjórninni minnisstæð bending um hvert fyrir henni stefnir. Setja Rússar þau skilyrði, að kornið sé endurgreitt með tog- leðri. En það er hernaðarvara og nokkuð, sem í taugar Banda- ríkjanna fer. En hér er ilt við að ráða. Milli Hong Kong og Kína eru viðskifti, þrátt fyrir bannið, rekin í stórum stíl. Smyglkóng- ar hafa risið upp í hundraða tali og þeim fer ekki fækkandi. Eftirlit Breta kvað í þeim efn- um heldur ekki vera á marga fiska. Það er víst eitthvað bragð- betra þetta korn Rússa, en korn Canada. Hearst fallinn frá Með William Randolph Hearst er s. 1. viku dó í Chicago, er einn af einkennilegustu blaðamönnum heimsins í val fallinn. Hann var óneitanlega miklum hæfileikum gæddur. Hitt er vafa- samara hvernig hann notaði þá. í vissum skilningi, eða eftir nútíðar hugsunarhætti, má segja, að blaðafyrirtæki Hearst hafi hepnast. Hann varð miljóneri á því. En spursmálið er hvort að þjóðfélagið hagnaðist á því. Það sem virtist takmarka þetta áform Hearsts, var að hann tók lítið tillit til þjóðfélagsins. Hann átti í eilífri baráttu við einstakl- inga og reyndi að útbreiða hatur hjá þeim fyrst og fremst. Það er ekki verkefni blaða. Enda kom að því, að þjóðfélagið varð að taka í taumana fyrir honum og banna blað hans um tíma. Það var og gert í Canada. Þetta var að vsu á stríðstímum. En það dregur ekkert úr því þó á hættu- tímum væri, að það sé á öðrum tímum eins óviðeigandi að vinna að sundrungu þjóðfélagsins. Á óhöppum sem henda menn, hefir oft verið sterkt tekið í Chi- cago Tribune, jafnvel þó ein- staklingurinn eigi ekki einn alla sök á því. Fyrirsagnir blaðsins fólu oft í sér ótakmarkaða fyrir- litningu og hatur, sem ekki gat annað en meitt hlutaðeiganda. En bezt hefir þó líklega þessi fjandskapar stefna komið fram í hatrinu til Bretlands. Það fer auðvitað ekki hjá því, að maður með hæfileikum og valdi Hearst hafi ekki eitthvað gott látið af sér leiða. Blaðaheim- ur hans var sérstakur um margt og þar átti margt upptök sín, sem til fyrirmyndar hefir orðið. Hann var óspar á að krækja í góða og ritfæra menn og greiða þeim hærra kaup en aðrir. — Hann skildi hvað það varð fyrir- tæki hans til mikils góðs. Og þetta er ekki það eina, sem um blaðaútgáfu hans var myndar- legt, eða jafnvel myndarlegra en hjá öðrum blaðakóngum. SNJOLAUG' SIGURDSON RECITAL SEPT. 10 Miss Snjolaug Sigurdson, New York pianist, will give a recital in First Lutheran Church, Sept. lOth. Miss Snjolaug Sigurdson, well-known New York pianist, will giv? a recital in the First Lutheran church, September 10, under the sponsorship of the Icelandic Canadian Club Schol- arship committee, the proceeds to further the career of another brilliant Winnipeg piano stu- dent who will leave shortly for advanced study abroad. Not only will those who at- tend this concert be assured of listeniií^ to a consummate art- ist perform for their enjoyment, but they will be privileged to participate in Snjolaug’s grac- ious and unselfish gesture of helping another worthy student on the road to success. Snjolaug was awared the Ice- landic Canadian Club Scholar- ship in 1946. She has spent the last five years in N. York, and has through her own efforts and unusual musical talents manag- ed to reach a high degree of art- istry in her chosen profession, and also a fair measure of suc- cess in a difficult and highly competitive field. Shé has giv- en solo recitals in Brooklyn and gave her debut recital in N. York’s Times Hall, where she received the warm acclaim of New York critics, and the en- thusiastic approval of the very large audience. Each summer on her visits to Winnipeg she has been invited by the CBC to give several recitals over their coast-to-coast (and affiliated) networks. In the fall of 1947 (September lOth, by a happy co-incidence) Snjolaug gave a very success- ful piano recital in aid of the Icel. Can. Scholarship fund, thus proving conculsively that even before she herself was well on the road to success, she was willing and anxious to give of her time and talent to help other worthy and aspiring stu- dents. Watch for program announce- ments for this interesting musi- cal event, in the next issues of the Icelandic weeklies and the daily papers. Holmfridur Danielson, Chairman, Scholarship Com. FRÁ ÍSLANDI Heimili Matthíasar Á undanförnum árum hefir verið rætt um það að gera heim- ili Matthíasar Jochumssonar að minningarstað hans, og safna þangað öllu því er unnt er nú að fá og honum tilheyrði. Þetta er mál, sem ekki má öllu lengur draga að framkvæma. Eftir því sem tíminn líður fyrnast þeir hlutir, sem á skáldið minna og nú eru komnir víða. Umbætur á húsinu hafa verið gerðar og frekari umbætur eru knýjandi. Það má því búast við að því meiri umbætur sem gerðar eru á húsinu á meðan það er einka- eign því meira fjarlægist það þeirri mynd er það hafði á meðan skáldið hafði þar ból- festu. Nú hefir ríkið gert upp nokkra gamla sveitabæi (svo sem Grenjaðarstað og Glaumbæ í Skagafirði) til þess að halda við með þjóðinni byggingarstíl undanfarinna alda. Hví þá ekki eins að gera Sig- urhæðir að einum slíkum minn- ingarstað um eitt hið mesta stórskáld sem íslendingar hafa átt. En tíminn líður og smátt og smátt firnist yfir vörðubrotin, ef ekki er hresst við þeim. —íslendingur 25. júlí * Var tæpar 19 stundir til Alaska í morgun lagði flugvélin Aries 3, af stað frá Keflavík til Alaska. Þetta er sprengjufluga úr brezka flughernum. Hún er af Licoln-gerð. Var flogið um norðurheimskautið til Eielson- flugvallar í Alaska, um 3500 mílur, og tók flugið tæpar 19 stundir. Bensínbirgðir flugvélarinnar nægðu til 24 stunda flugs. Á- höfnin er 10 manns. —Mbl. 25. júlí * Nýir prófastar Prófastar hafa verið skipaðir frá 1. júlí þeir séra Jón Auð- uns, sem verður dómprófastur í Reykjavík í stað séra Bjarna Jónssonar og séra Þorsteinn B. Gíslason í Steinnesi, prófastur í Húnavatnssýslu prófastsdæmi í stað séra Björns Stefánssonar á Auðkúlu. * Móðurskip rússneska síld- veiðiflotans hér við land, — TUNGUS, liggur á miðju Grímseyjarsundi. Skipið virðist vera um 10 þús. tonn að stærð af svonefndri Liberty-gerð. — Rússnesk veiðiskip munu vera mörg á miðunum fyrir Norður- landi og stuitda reknetaveiðar aðallega. Veiðin er söltuð í móðurskipinu, og vinnur margt kvennfólk þar að söltuninni. —fsl. 25. júlí * Brezkur skipstjóri dæmdur á Seyðisfirði í 75 þús. kr. sekt fyr ir landhelgisbrot. Varðskipið Sæbjörg tók skipið austan við Langanes. Skipstjórinn neitaði brotinu og áfrýaði dómnum. —íslendingur 25. júlí * Sláttur sennilega almennt hafinn um síðustu helgi Búnaðarfélagið gerði ráð fyr- ir, að sláttur yrði almennt haf- inn um land allt um s.l. helgi. Spretta á túnum hefir yfir- leitt verið hæg og er enn víð- ast með lélegra móti. Víða, eink um í Eyjafirði og einnig á Aust urlandi, aðallega Héraði, eru menn búnir að hirða talsvert. Kæra Fjallkona, herra forseti, góðir Vestur-fslendingar! Mér er það sönn ánægja að hafa fengið aðstæður til að mæta svo mörgum ykkar hér á Gimli á hinum fyrsta íslendingadegi eft- ir komu mína til Canada. Að vísu get eg ekki mælt til ykkar nein opinber kveðjuorð né held- ur heilsað ykkur frá stórmenni heima, til þess hefi eg ekki um- boð, en í stað þess get eg glatt ykkur með því að segja ykkur, að eg hefi fyrir löngu týnt allri tölu á þeim hinum mörgu heima, sem báðu mig að skila kveðjum til ættmenna og vina einhvers- staðar í Manitoba. Eg er að auki búinn að gleyma nöfnum flestra þeirra, sem kveðjurnar áttu að fá, get ekki heldur auðveldlega grafið upp, hverjir báðu mig fyr- i ír þær. Mér þykir þetta að vísu I leitt, en í staðinn vil eg grípa ! tækifærið og biðja ykkur, sem | hér eruð stödd, að taka við heild- arkveðjum íslenzkrar alþýðu og bera þær áfram til hinna, sem heima sitja, því að lang flestar voru kveðjurnar frá íslenzku al- þýðufólki austan hafs til íslenzks alþýðufólks vestan hafs, til syst- kina, frænda og vina. Og þótt þið heyrið sjaldan frá þeim bréf- lega, get eg fullvissað ykkur um, að frændur ykkar og vinir á eyj- unni gömlu norður í Dumbshaf- Er það á bæjum þar sem sláttur gat byrjað fyrir 2 — 3 vikum. Dæmi eru þess, að tún hafa ver- ið alhirt, t. d. í Vogum við Mý- vatn og hér á Seltjarnarnesinu. Að þessu sinni hefir komið í ljós mjög skýrt, sem raunar fyrr, hve mikilvægt er að koma tilbúna áburðinum á túnin snemma vors, en hins er að geta að í vor var víða við nokkura erfiðleika að etja að ná tilbúna áburðinum heim á bæina nógu snemma. Töðufengur mun víða verða talsvert minni en vanalega, ekki aðeins vegna lélegrar sprettu, heldur og vegna kals, en eink- um hefir borið á kali á halla- lausum túnum. —Vísir, 19. júlí KIRKJUÞING Á GIMLI Framh. 3. Grein: Tillaga frá séra E. J. Melan, studd af Miss Elin Hall, að þessari grein sé vísað til nefndarinnar aftur til frek- ari íhugunar á því atriði hver skuli kjósa fulltrúa og hver skuli borga kostnaðinn við ferðina. Samþykt. 4. grein: Tillaga frá Miss Hlaðgerði Kristjánsson, að þessi grein sé samþykt. Studd af Miss Guðbjörgu Sigurðsson. Til máls tóku séra E. J. Melan og Stefán Einarsson. Tillagan bor- in upp til atkvæða og samþykt. 5. grein: Séra E. J. Melan lagði til og Stefán Einarsson studdi, að þessi grein sé samþ. Til máls tóku þeir G. O. Einars son, G. B. Magnússon, séra E. J. Melan gerði þann viðbætir við tillöguna, að fundur verði kallaður daginn fyrir íslend- ingadaginn í sumar, og á þeim fundi skuli rætt um það, hvort væri nokkur leið til þess, að fá Emil Guðmundsson til þess, að þjóna Wynyard söfnuði, sem kirkjufélagsprestur. Var svo til inu kalda hugsa oft og einatt hlýtt og innilega til ykkar. Við höfum nú dvalið hér á botni hins forna Agassiz'-vatns í liðlega hálfan annan mánuð, og reynsla okkar af náttúru landsins og fólkinu er svo góð, að við get- um hiklaust fullyrt nú þegar, að bæði hið líkamlega og andlega loftslag er hér langtum betra en heima í Reykjavík. Kannske er það sólskinið og skorturinn á umhleypingum hér, sem gerir fólkið glaðara og ánægðara og á allan hátt elskulegra, ekki veit eg, og hver veit nema þið séuð öll umsnúin á veturna. Og þótt loftslag sé hér gott að sumarlagi og öll náttúran unaðsleg og fólk- ið gott, er vafalaust réttast að fella engan dóm um gæði lands- ins og loftslagsins fyrr en að liðnum vetri. Dag skal að kvöldi lofa, en mey að morgni, segir þar, og vafalaust má bæta við: og Manitoba að liðnum vetri. Góðir landar! Við þökkum ykkur fyrir þá ánægju, sem okk- ur er veitt með því að fá að vera gestir ykkar í dag á þeim stað, sem himneskast nafn ber á okkar máli. Og það er ósk okkar og von, að við eigum eftir að hittast hér oft og mörgum sinnum á ókomnum árum til að tala ást- kæra ylhýra málið og heyra sung- in þau ljóð, sem ljúfust hafa ver- ið kveðin á íslenzka tungu. lagan borin upp til atkvæða með þessum viðbætir og samþykt. Klukkan var nú orðin 4 e.h. og boð komu inn á þing frá kvennfélaginu þess efnis, að kaffi væri til reiðu í samkomu- húsi Gimli safnaðar og bað það þinggesti alla að gera svo vel og neyta þess. Forsetinn ákvað þá fundarhlé svo fólk gæti hag- nýtt sér boðið. Klukkan fjögur og þrjátíu, setti svo forseti þingfund aft- ur. Tillaga kom frá G. P. Magn- ússon, sem var studd af E. J. Scheving, að þinggestum sé veitt full þingréttindi til að taka þátt í málum þó þeir væru ekki erindsrekar neins safnað- ar. Það var samþykt. Þriðja lið í útbreiðslu nefnd- arálitinu hafi verið vísað til nefndarinnar aftur til frekari í- hugunar. Hafði nú nefndin lok- ið við starf sitt og hljóðar nú liðurinn eins og hann birtist breyttur hér að framan, var hann þannig viðtekinn og samþ. samkvæmt tillögu frá séra E. J. Melan, sem var studd af Miss Hlaðgerði Kristjánsson. Séra E. J. Melan lagði til, og Mrs. Anna Arnason studdi, að stjórnarnefnd kirkjuf. sé falið að hlutast til um, að hægt verði að útvarpa einni eða tveim messum á árinu. Var sú tillaga samþykt. Séra E. J. Melan lagði til, að fundi yrði nú frestað þar til kl. 9 á sunnudagsmorguninn þann fyrsta júlí, til að gefa þeim nefndum, sem enn hafa ekki lokið starfi sínu, tíma til að Ijúka við sitt verk. Sú tillaga var samþykt. Sagði þá forseti fundi frest- að þar til kl. 9 næsta morgun og bað þær nefndir, sem enn hefðu ekki lokið starfi sínu að taka til starfa og hafa álit sín tilbúin í þann tíma.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.