Heimskringla - 28.11.1951, Síða 1

Heimskringla - 28.11.1951, Síða 1
 AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD -look for the Bright Red Wrapper 1 AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD -look for the Bright Red Wrapper ^-------------------------r» LXVI ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 28. NOV. 1951 NÚMER9. íslenzku-kennarinn kominn Kennarinn við íslenzkudeild Manitoba háskóla, Finnbogi próf. Guðmundsson, kom s.l. laugardag (24. nóv) til Winni- peg. Hann er eins og áður hefir verið getið, 27 ára gamall stúd- ent frá Háskóla íslands í ís- lenzkri tungu og sögu, sonur Guðm. Finnbogasonar og Lauf- eyjar Vilhjálmsdóttur. Var móð- ir hans bróðurdóttir Þorhalls biskups Bjarnasonar og víðkunn kenslu kona, lærð bæði í Dan- mörku og á Englandi. Föður hans þekkir hver einasti nulif- andi og læs íslendingur, því á svip íslenzkra bókmenta síðan á öðrum tug þessarar aldar, hefir fár eða engi sett gleggri merki, en Guðmundur. Þegar eitt af fyrri og höfuðritum hans, Hug- ur og heimur, kom út, sagði hinn rýni Georg Brandes, að hún væri bezta bókin, sem út hefði komið um 10 ára skeið í Evrópu! Undir eins og það fréttist vestur að sá er við stjórn kenslu- mála tæki hér við háskólastól- inn væri sonur dr. Guðmundar Finnbogasonar, var hann hér strax hyltur að óséðu, svo víðtæk voru áhrif föður hans hér fyrir. Það eru en ekki margir hér, sem kynst hafa hinum nýja kenn- ara. Hann verður fyrst af öllu gestur stjórnar Manitoba-há- skóla, en mun eftir það kynnast á meðal Vestur-íslendinga. Síð- ast liðinn sunnudag átti sjóðs- söfnunarnefnd stólsins fund með sér á heimili frú Hólmfríðar Pétursson á Home St., sem oftar. Lauk honum með kaffidrykkju og hafði Finnboga hinum nýja kennara, verið boðið þangað. — Voru það fyrstu kynni flestra af honum. Án nokkurra orðaleng- inga um það, sem þar var talað, gæti eg hugsað mér, að nokkrum hafi fundist hingað í íslenzka hópinn vera kominn maður, sem eftir ætti að setja hér svip á starf okkar í sambandi við við- hald íslenzku, eins og faðir hans gerði á bókmentaheiminn og er það vel farið. Þannig mun sum- um af okkur hafa komið nýi Sjálfur leið þú þig sjálfur Þetta fagra forn-norræna spakmæli létu Riverton-búar sér að kenningu verða 20 októfoer s. 1.; þann dag kusu þeir sína fyrstu bæjarstjórn, rúmum 76 árum eftir að fyrsti landnams- maður sté á land í Fljótsbygð. Á hans landi stendur stór partur af Riverton-bæ. Eftirbreytnis- vert er það hvað vel fólkið sótti kjörstað við þetta tækifæri. Það sýnir glögt, hvað sjálfstæðis eðlið er ríkt í Fljótsbúum. Þeir Próf. Finnb. Guömundsson færi að kynnast persónulega hin- um unga góða gesti. ★ Á samkomu sem haldin er í þessari viku norður á Lundar verða héðan sr. Philip M. Pét- ursson, forseti Þjóðræknisfélags- ins og mun Finnbogi próf. Guð- mundsson verða með honum og ávarpa samkomugesti. Annars munu verða ráðgerðar fyrir- lestraferðir út um allar bygðir íslendinga síðar, því í vetur og fram að næsta kensluári, verður starf kennarans undirbúnings- starf að kenslunni . Heimskringla býður hinn unga prófessor velkominn í hóp ís- lendinga hér vestra og vonar að koma hans verði íslenzku hér til erflingar og brautargengis. voru orðnir leiðir á að fara eins stærð. Ekki svo að skilja, að þeir og ölmusumenn til sveitarjórn- ar með þau mál, sem þeir gátu eins vel og oft betur ráðið fram úr sjálfir. Atkvæðagreiðslan sýndi, að næstum því hver einasti ferðafær. Fljótsbúi greiddi at- kvæði. En því miður fóru kosn- ingarnar fram á þeim tíma sem allmargir voru fjarverandi. Því svoleiðis hagar til hér, að marg- ir af Fljótsbúum verða að sækja lifibrauð sitt víðsvegar, sérstak- lega fiskimenn, sem halda til í verbúðum sínum víðsvegar á ströndum Winnipegvatns. Að jálfsögðu verður sú regla í framtíðinni, að hafa kosningar, jegar sem flestir eru heima. Og 3að er annað hvort í ágúst eða apríl. Það væri gott að menn og konur vendu sig á að sækja kjörstað eins vel og þeir gerðu að þessu sinni. Atkvæðisréttur- inn er það eina vopn, sem ein- staklingurinn getur sér til varn- ar beitt og lýðræði endist ekki lengi í landi, þar sem menn TIL SKÁLDAGYÐJUNNAR Eg hefi fylgt þér langa leið og lagði alt í sölumar; en þér er tömust þeysireið. Mér þungur fótur jafnan var. Svo ætíð varstu óánægð þó ekki mér þú hyrfir frá^ því alla þína andans gnægð, eg aídrei nema 'í draumi sá. Þú flaugst á vængjum vorboðans. Eg varð að ganga hraunið grátt. Úr geislum sólin gaf þér krans. . . r . ... r Eg gat ei eygt hann — stóð svo kennarinn fyrir sjonir við fyrstu 06 kynningu. 8 Næst er það frétta, að nefnd söfnuðarsjóðs háskólans efnir til móttöku-samsætis fyrir hinn nýja kennara 10. des. í Fyrstu lútersku kirkju. Er samkoma sú auglýst á öðrum stað í blaðinu. Get eg þess til að hana sæki margir. Hún verður með nokkuð öðru sniði en vanalegt er, því fyrir sjóðsöfnunarnefndinni vakti að gefa öllum íslendingum tækifæri, sem þess eiga kost, að taka í hendi hins unga manns, er um langa vegu er hingað ^om- inn til þess, að aðstoða okkur í framkvæmdum þess máls, sem okkur er öllum kærast. Inn- gangseyrir er enginn og kaffi verður drukkið í samkomusal kirkjunnar öllum sér að kostn- aðarlausu. Okkur ber að þakka rausn þessa og tækifærið eigi síður til þess, er fjöld- anum gefst þarna á, að bjóða kennarann persónulega velkominn. Ræður verða þarna stuttar eða sama sem engar, að- eins ávörp frá formanni sjóð- söfnunarnefndar, Dr. P. H- T. Thorláksno, forseta Manitoba háskóla H. A. S. Gillson og pró- fessor Finnboga Guðmundssyni. Hugmyndin er að gefa sem flest- um íslendingum að unt er tæki- í einlægni eg unni þér og alla mína krafta bauð; þó stríðlynd samtíð stjaki mér og steina gefi fyrir brauð. Um hrós og last á heimsins stig að hugsa og tala er lítils vert. En hitt er raun að hryggja þig, og hafa ei getað betur gert. Nú reiknings-skilin nálgast naum því nóttin er að fara í hönd. Eg sé þig yfir ís og glaum á undarlega f jarri strönd. ' Og sú er bara óskin ein, sem eftir vakir fyrir mér: að horfa í þín augun hrein og yrkja kvæði er líkar þér! Og ef það tækist, allar þrár, sem að mér sækja, hvíldir fa. Og raunir hverfa og róttæk sár við reikningsskilin komin á. Þá hvíslar rótt á banabeð sú blíða rödd, sem huggnast mér Þú hefir elskað, sigrað, séð það sannasta á jörðu hér. Eg svo má verða að svörtum leir. Eg set ei traust á dulda hlíf. Eg hugsa ekki hóti meir um himnaríki og annað líf. J. S. frá Kaldbak ýmsu tæi: tveir járnsmiðir, eitt smjörgerðarhús, ein bátaverk- smiðja, tvö gistihús með ölstof- um, skautaskáli, curlingskáli, banki og auðvitað pósthús, sem reyndar er nú ekki nema nafnið, tveir samkomusalir, tvær korn- hlöður, járnbrautarstöð og síðast en ekki sízt tvær kirkjur. íbúðar hús eru hér yfirleitt stærri ^og verðmeiri en alment gerist í smá bæ. Það eru færri smáhýsi í Riv- erton en gerist í bæjum af sömu sem í smábhúsum búa, standi hinum neitt að baki, að mannúð og menningu. En sem tekju- grein fyrir það opinbera, eru stórhýsin arðsamari. Ekki má heldur gleyma barnaskólonum. Ekki veit eg fyrir víst um nem- endatölu , en tvær stórbygging- ar þarf til að hýsa þann menta- lýð. Með þennan farangur ýtir stjórnarskútan í Riverton frá Blaðasafn E. Sturlaugssonar komið Séra Einar Sturlaugsson Um síðústu helgi barst Mani- toba-háskóla hið mikla blaðasafn sr. Einars Sturlaussonar, er hann landi. Megi hún hneppa Hrafn-’|^e^r um langt skeið unnið að istumannabyr. | söfnun a til að gefa til íslenzku Eg sé að bæjarstjórinn á Gimli j ^kasafnsdeildar Manitoba-há- hefir verið sæmdur riddara- krossi og ástæðan fyrir þeirri sæmd er sú, að hann var í nefnd- inni, sem stóð fyrir 75 ára hátíða haldi Nýja-íslands, sem konsull- inn segir að í rauninni hafi vfer- ið sjálfsagt að halda á Gimli. En þann sjálfsagða raunveruleika ræðir hann ekki meira. Heims- kringla segir að hann hafi verið þriggjamanna maki í þeirri nefnd og er þar reyndar ekki til mikils jafnað. Og enginn skóla. nenna ekki að fara á kjörstað. Sá^ skyldi taka það svo að eg hafi kveðskapinn og oft hafa þeir Ólafur stúdent og séra Hjálmar komið í hug mér, þegar sumir ræðumenn hafa lokið máli sínu. Satt að segja líkar mér gamla aðferðin betur eins og þar stend- Þeir sem náðu kosningu við En öll sanngjörn rök benda til ur- sem ekki nennir að greiða atk- væði, er óbeinl’ínis að spinna enn þáttinn í sína eigin heng- ingarsnöru. neitt persónulegt, hvorki á móti nefndinni eða því að hátíðin var haldin að Gimli, því eg hefi ekk- ert nema gott um Gimli að segja. jessar fyrstu kosningar, voru sem hér segir: Bæjarstjóri S. V. Sigurdson Bæjarráðsmenn Clarence Maza Sigtryggur Briem Einar Johnson Gustav Romanuk Hvernig tekist hefir með val þessara manna leiðir tíminn þess, að nefndinni hafi verið hörmulega mislagðar hendur í þessu máli. En fyrst bæjarstjóri á Gimli fékk riddarakross vegna þess, að hann var í þessari nefnd, þá ætti bæjarstjóri í Riverton að fá sömu útreið hjá forseta íslands, því hann var einnig í þessari sælu nefnd. Og hvað sem hver segir, er Riverton söguríkasti staðurinn, ■vem til er meðal Vestur-íslend- inga og stendur á landi hins fyrsta íslenzka landnema í Mani toba. En að öðru leyti gerir það hvorki til né frá, hvort S. V. Sig- urðson fær krossinn eða ekki Hann þarf ekki að hengja á sig neitt barnaglingur til að draga að sér athygli. Hans eigið at- gervi hefir fyrir löngu sannað, að hann er afbragð annara manna. Svo læt eg útalað um þetta mál. Þetta átti nú eiginlega að vera fréttabréf, en það vill þá svo illa til, að eg man ekki eftir neinu, sem sérstaklega hefir bor- ið hér við, því silfurbrúðkaup og giftingar-dembur tel eg eigin- lega ekki með fréttum. Það er orðinn nokkurs konar kross, sem almenningur hefir lagt á sig og Hér er um að ræða ílest eða öll blöð, sem gefin hafa verið út á íslandi fram á síðari árin. Kass- arnir sem þau komu í voru 41 að tölu og vógu yfir 30 tonn. Blaða- gjöf þessi er guili dýrmætari fyrir íslendinga og vísu alla, sem notfært sér geta það Það fyllir hér autt skarð í bókasafns- heimi okkar Vestur-íslendinga sem sögu- og annálaritarar og blaðamenn hér vestra hafa ekki átt neinn aðgang að og oft hefir til mikils baga verið. Þetta er að- eins eitt dæmi af, hve afar mik- ilsverð gjöf þessi er, og starf séra Einars í þágu íslenzkrar bókmentaiðju hér vestra. Það hafa margir rétt oss Vest- ur-íslendingum hendina til við- halds íslenzkri b^aða og bóka- ment hér vestra. Sr. Einar Stur- laugsson stendur framarlega j fylkingu þeirra manna. Okkur verður skerfur har.s í því efni ó- gleymanlegur. Ijós. Sjálfsagt hefir þeim verið það Ijóst, þegar þeir sóttu um|finst að hann geti ekki undan þessa stöðu, að embættið væri komist. En ekki er samt hægt að segja að það gangi æfinlega möglunarlaust af og mörgum þiggjanda er gerður stór ó- greiði að vera dreginn í nokkurs konar gapasfokk eftir 25 ára giftingarherleiðingu. Oft slær þar líka mjög oft út í fyrir skáld um og ræðumönnum þó oft hafi verið kveðin smellin vísa við þau tækifæri. Þó margur ræðu- maður hafi komist þar vel að orði, þá hefir mér oft orðið á að hugsa til Eríks Ólsonar með ekki með öllu vandalaust. En það er bót í máli, að ef þeir reynast léttvægir í sinni stöðu, þá er í lýðræðislandi, altaf hægt að skifta um, ef almenningur nennir að fara á kjörstað og veita opinberummálum nægilegt athygli, svo þeir viti hvað þeir eiga að gera þegar á kjörstað er komið. Við seinasta manntal, töldust í Rivertonbæ, sjö hundr- uð og fjörutíu sálir. í Riverton eru 14 verzlanir af Það var sú tíð í fyrri daga, þegar 25 ára samok hafði lukk- ast svo vel, að sameykin gátu ekki orða bundist yfir gæfu sinni, þá kölluðu þau saman skyldfólk og beztu vini til að gjalda guði þökk fyrir hans handleiðslu á sér í gegnum blítt og strítt. Og satt að segja finst mér það vera alveg rétt, því auð- vitað eru það hjónin sjálf, sem mest gagn og gaman hafa af sínu hjónabands-braski. Eg man eftir fyrsta silfur- brúðkaupi sem eg sat. Þá kallaði séra Oddur V. Gíslason Fljóts- búa saman og af sinni fátækt hélt hann þeim hina höfðingleg- ustu veizlu. Minnist eg þess að prestur kvað sér hljóðs og lýsti því yfir að fyrir 25 árum hefði hann gert tvenskonar heit. Það fyrra var að þá hefði hann heit- ið æfilangri trygð elskulegustu konunni, sem að hann áliti að væri til í heiminum, hitt var að smakka aldrei áfenga drykki. Kvað hann sér hafa orðið þetta til blessunar. Ástarvíman sem væri öllum ölvíum sælli, hefði gefið sér friðsælt og gott heimili og fjölda barna og mætti með sanni um það segja, að blessun hefði fæðst með hverju barni. En Bakkus fékk ófagran vitnisburð hjá honum og taldi hann sig sæl- an að hafa losast við hann. Förukarl einn var sessunautur minn við þetta tækifæri. Kvað hjá honum við annan tón. Hann Sigur íhaldsflokksins í Ontario í fylkiskosningunum í On- tario 23. nóv. vann íhaldsflokk- urinn, undir forustu Leslie M. Frost, einn hinn mesta sigur er sögur fara af. Tala þingsæta á fylkisþinginu er 90. Af þeim unnu íhaldsmenn 79. Liberalar 7, C.C.F. 2, og ó- háðir 2. íhaldsflokkurinn hefir verið við völd í 8 ár. Fyrir kosning- arnar var tala þingmanna hans 53, en liberala 13 og C.C.F. sinna 21. Foringjar bæði liberala og C. C. F. fylgjenda töpuðu. Hét lib- eral foringinn Walter Thomson frá Oshawa, en hins síðarnefnda flokks Mr. E. B. Jolliffe. Sigur Mr. Frosts er hinn óvið- jafnanlegasti. f kosningunum var hart barist. Og bæði sam- bandsstjórnin og Saskatchewan stjórnin sendu menn út af örk- inni til styrktar flokkum sínum. Er árangur þess nú alt annað en skemtilegur fyrir þessar stjórn- ir. Hefði þeim verið sæmra að sitja heima. Slík hjálp í kosn- ingum annara fylkja, er siðferð- islega óverjandi. Atom-orka til hitunar Bretar sögðu það frétta s. 1. viku, að þeir hefðu beizlað atóm- orku til hitunar — og væru fyrsta þjóðin er það gerði. Fyrsta húsið, sem atómhitun notaði, var hin mikla atóm-rann- sóknarstöð í Harwell. Tilraunin hepnaðist ágætlega. hefði átt að lenda í klóm kerl- ingar sinnar, þá hefði sagan orð- ið önnur. Hann kvaðst glaður vilja skifta á konunni og þrenni- vínsflösku; sagði það góð býtti fyrir sig. Og ekki mun hjóna- bandið æfinlega fá mikið betri vitnisburð en þetta hjá konum. Svo vendi eg nú þessu kveði í kross. Gísli Einarsson Hitunin er gerð með vatnspíp- um en vatnið í þeim er hitað með atóm-orku. Er hugmyndin að reyna þessa hitun í fleiri húsum í Harwell. Aðeins einn galli er á þessari gjöf Njarðar. Hitunin er sögð öllum fyrri hitunaraðferðum dýrari og getur ekki án umbóta orðið almenn.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.