Heimskringla - 28.11.1951, Qupperneq 3
WINNIPEG, 28. NOV. 1951
*
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
hafa þar við hraun og glóðir
hjartans stærstu vonir rætzt.
Þar á sál vor sínar rætur,
sína draumlífs messugjörð,
þar sem himinn heiðrar nætur
hvolfist yfir nýrri jörð.
íslansminni hans eru hvert
öðru snjallara, innilegra og
hlýrra. Þar er hugurinn heima
og fyrir honum er, “austrið eina
áttin, sem er rétt”.
Mín sál er samstillt við þig
og svo er hvert einasta spor.
Við dögun af íslenzkri dýrð
eg dey inn í syngjandi vor.
Enda þótt leiðir margra ís-
lendinga lægi vestur um haf,
brýnir hann þá meginhugsun
fyrir samlöndum sínum, að lífs-
tréð sé eitt, og að í menningar-
erfðir þjóðar sinnar eigi þeir að
sækja orku sína og eld:
Úr vestrænni firrð leitar hugur
vor heim,
þó hat stað um sléttuna sé,
og vitjar þess elds, sem að ár-
degi brann
”m æskunnar gróandi vé.
í lýðríki andans býr eilífð þess
: mns.
er algræðir þjóðanna sand.
Þeim kvistum, sem atvik og út-
firi greip ■
’ð aðfalli skolar á land.
Auk tækifæriskvæðanna er í
bessari bók margt ágætra ljóða,
sem öll eru með hreinum feg-
urðarblæ, glitrandi af líkingum
og þrungin djúpri hugsun. Má
i efna kvæði eins og: “Upprisa
' orsins”, “Dísgróandans”, Vor-
^orgunn”, “Vetur”, “Brim”,
“Haf”, “Þjónn ljóssins”, “Sum-
arlok” o.fl., sem öll eru með
snilldarbrag, og yfirleitt er ekk-
ert lélegt í þessari bók.
Það væri freistandi að taka
nörg fleiri sýnishorn úr ljóðum
Einars Páls, en rúmið leyfir það
það ekki. En kvæði hans munu
allir ljóðelskir menn lesa sér til
ánægju Þó að ekki liggi eftir
hann nema tvö kvæðakver, verð-
ur hann ávallt talinn með góð-
skáldum
Eins verður að geta, sem áfátt
er um þessa bók: Útgáfan er 1
lakara lagi. Efnisyfirlit fyrirj
finnst ekkert og bókin endari
eins og slitið sé aftan af|
henni. Ekki sést nema á saur-
blaði, hvenær hún er gefin út.
—Kvöldvaka B. K.
SJÓDROTTNINGAR í
FEGURÐARSAL
FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI
Sr. Friðrik Friðrikssyni
Boðið til Danmerkur
Síra Friðriki Friðrikssyni hef
ur verið boðið til Danmerkur í
tilefni af því liðin eru 50 ár
frá. því er hann stofnaði yngstu
deild K.F.U.M. í Khöfn.
Nú verður efnt til sérstakra
hátíðahalda í tilefni af þessu 50
ára afmæli og var brautryðjand-
anum, sr. Friðriki, að sjálfsögðu
boðið á hátíðarhöldin. Fór hann
flugleiðis utan í morgun.
—Vísir, 23. október
* * *
Sæmdir stórriddarakrossi fálka-
orðunnar
Forseti fslands hefur sæmtj
Guðmund Thoroddsen, próf., og
Júlíus Hafstein, sýslumann, stór!
riddarakrossi fálkaorðunnar fyr
ir margvísleg störf á löngum em-
bættisferli.—Alþbl. 19. okt.
Píus páfi sér sýnir
Federico Tedeschini kardináli
hefir skýrt frá því, að Píus páfi
XII. hafi séð sýnir um það leyti
sem hann lýsti það trúaratriði.j
að Maria mey hafi ekki dáið
náttúrlegum dauða heldur verið
numin upp til himna í holdinu.
Að sögn kardínálans sá páfinn
sólina fjórum sinnum dansa um
himinhvolfið og telur hann þetta
hafa verið “merki um fögnuð
vors himneska herra yfir að
þetta skyldi vera lýst trúaratr-
iði. —Þjóðv. 21. okt.
Heimsins stærsti fólksflutn-
ingsfloti Atlanzhafsins fer í
fegurðarsalinn því á þessum
tíma árs fer fram hin árlega yfir
skoðun á fólksflutnings skipa-
flota “Cunard White Star”
skipalínunnar.
Ekkert líkt þessari miklu upp
fágunar starfsemi á sér stað í
nokkru öðru landi í heimi. Til
að framkvæma þetta stórvirki á
9 skipum að meðtöldum Drotn-
ingonum tveimur: Queen Mary
og Queen Elizabeth tekur 8,000
sérfræðinga.
Skipin eru tekin frá brúkun
eitt eða tvö í senn og það verð-
ur ekki fyrri en fyrripart næsta
árs sem hinni miklu yfirskoðun
og hreinsun skipanna verður
lokið.
Fyrst til að fara í hina miklu
skipakví í Southampton, sem
kend er við “George V” er
Queen Mary fyrir 37 daga í sér-
fræðinga höndum. Næst kemur
Mauretania, og verður hún í 23
daga yfirfarin og endurbætt.
Síðar 3. janúar verður hin
mikla sjódrotting Queen Elisa-
beth með 83,000 tonna burðar-
magni tekin til yfirskoðunar
hreinsunar og endurbóta.
Sex önnur stórskip: Britan-
nia, Franconia, Parthia, Media,
Samaria, og Empress of Ireland.
verða yfirskoðuð og endurbætt
í Liverpool frá byrjun desember
til miðjan janúar.
Þessi mikli fólksflutnings-
sjófloti verður að hreinsast, end
urbættast og vera ferðbúinn
eins fljótt og framast er unt, því
þau, skipin, innvinna brezku
þjóðinni stóran part af þeim
dollurum sem henni er svo lífs-
nauðsynlegur.
Þetta stórvirki byrjar á því
að skafa málið af og svo mála
að nýju. Á sama tíma koma um
borð 1,000 fólks til að hreinsa,
fæja og endurbæta, og næst
þeim kemur svo stór hópur af
leður sérfræðingum til að bera
á og endurnýja mörg þúsund af
stólum, legubekkjum og annað
leðurverk. Hið yfirgrips mikla
verk sem gjöra skal á hinum
tveimur drotningum er býsna
mikil. Fjöldi af íbuðum, stórsal-
ir og önnur verelsi eru búnir lit-
uðu leðri. Mikið af veggjum eru
föðraðir með dýrindis dúkum
og stoppaðir, einnig er brúkað-
ur þar mjög fágætur viður svo
sem oyster aspen, Maidon burr,
og Queensland silky oak, sem
er aðeins meðfæri vel æfðra völ-
unda.
Að tryggja hinar almennu
setustofur fyrir flugum af
ýmsu tagi, er í sjálfu sér stór-
virki.
Sérstök endurskoðun fer fram
á 190 skipbátum ‘lifeboats um
1,000,000 stikki af rúmfatnaði
hreinsuð og endurbætt og meira
en 25 mílur af gólfteppum
hreinsað.
(Ofangreindar tölur tilheyra
aðeins annari Drotningunni).
Yfir 350,000 stykki af innan-
stokksmunum þarf að yfirfara
Samhliða þessu fer fram yfir-
skoðun á öllum vélum, stórum
og smáum.
Atkeri hverrar Drotningar um
sig vigtar 16 tonn. Atkeriskeðj-
an er 990 feta löng og hver
hlekkur hennar 2 fet, sem eru
sérstaklega reyndir að styrk-
leik einn og einn í einu.
Alt smátt og stórt er athug-
að, og margar vikur á undan eru
færustu menn félagsins við
skrifborð sín að áætla verkið,
svo alt gengur eins og klukkan
þegar byrjað er.
Að halda við 9 stórskipum
eins og stásskonum er ekkert
smáræðisverk.
—‘By Vernon Brown,
F.P.P.F. nóv. 1949
Þýtt af
/. A. Vopni
Kári Sigurðsson
KVEÐSKAPUR ÍSLEIFS
GISLASSONAR
“Allir getið þið ort og sung-
ið, íslendingar, þó að þið getið
ekkert annað”, lætur Einar H.
Kvaran Lénharð fógeta segja
við Guðnýju, dóttur Ingólfs
bónda á Selfossi. Hve mikið sem
satt kann að vera í þessum um-
mælum, er hitt ánægjuleg stað-
reynd, að fjöldi íslenzkra skálda
og hagyrðinga er mikill og að
þjóð vor hefur löngum verið
bæði ljóðunnandi og Ijóðkunn-
andi. Til hins er leitt að vita,
hve margar snjallar stökur hafa
afbakazt hroðalega í munnlegri
geymd og stundum er meira að
segja svo langt gengið, að kveð-
skapur er rangfeðraður. f því
sambandi ná nefna, að tveir mál-
kunnugir menn hittust eitt sinn
á förnum vegi. Var annar þeirra
hugmæltur vel. Hinn vissi það
og þekkti áhuga hans fyrir öllu,
er að skáldskap laut. Kvaðst
hann mundu láta þann skáld-
mælta heyra ágæta hringhendu,
er hann sagðist nýlega hafa lært
og tilgreindi höfund vísunnar.
Hagyrðingurinn hlýddi á vísuna
og mælti síðan: “Mikið fjandi er
hún nú lík vísunni minni.”
Fyrir alllöngu birtust eftir-
farandi vísur á prenti undir fyr-
irsögninni “Tízkan”:
Eg sá hana Sólarlags-Gunnu
í svalviðri þorranum á
í pilsi svo þrælslega þunnu,
að því er ei segjandi frá.
Með armana bera og bláa,
og brjóstinu skýldi ekki hót
og hæla svo ferlega háa,
að hnjáliðabogin gekk snót.
í húsaskúmssokkunum háu
og hér og þar glytti í skinn,
en píslarhár-lokkarnir lágu
þeir lengstu um gráföla kinn.
f tísku frá tá upp að enni
hún trítlaði götuna létt,
því heilsan og pyngjan hjá henni
þær höfðu ekki atkvæðisrétt.
Höfundarnafnið undir vísum
þessum var Hallfreður vand-
ræðaskáld. Og hver var svo þessi
Hallfreður? Ekki var það sá, er
endur fyrir löngu orti erfidráp-
una um Ólaf konung Tryggva-
son. Nei, langt í frá. Höfundur
“Tízkunnar” er nútímamaður og
heitir réttu nafni ísleifur Gísla-
son. Hann er fæddur í Ráða-
gerði í Leiru árið 1873, en á nú
heima á Sauðárkróki og rekur
þar verzlun, rær fleytunni sinni
til fiskjar, ræktar landið sitt,
ieikur á sítarinn sinn, syngur og
yrkir. ísleifur er orðinn grár
fyrir hærum, en hann er enn
ungur í anda. Gæti eg trúað því,
að hann yrði ekki gamall fyrr
en hann. vill sjálfur ekki lengur
vera ungur. Hann er glaður og
gunnreifur, glettinn í svörum,
en græskulaus, síyrkjandi um
allt og alla og alls staðar: úti á
sjó inni í búð og uppi um hlíð-
ar og hálsa, þótt langflestar
stökur hans heyri “búðinni” til,
enda kallar hann sjálfur allan
kveðskap sinn “búðarvísur”.
ísleifur Gíslason er fyrst og
fremst kímniskáld, sem sér og
finnur hið kátbroslega við menn
og málefni. Hann hefur tekið
sér andstöðu gegn hinum
heimskulega eltingaleik, við hé
gómlega tízku og tálfullar eftir-
líkingar lítilsverðra hluta. En
málsókn hans er ekki á nokkum
hátt ofstækisfull. Hún birtist í
hinum léttkveðnu vísum hans
sem fullkominn sannleikur og
oft allþung ádeila. Níðskældinn
er hann aldrei og hefur lítt yndi
af hinum grimma leik kattarins
við músina, heldur ber hann
virðingu fyrir hinum litla og
lága andstæðingi sínum eigi síð-
ur en þeim stóra og sterka, og
að níða hinn vanmáttuga með
vísum sínum er honum fjarri
skapi. Vilji einhver ganga á
hólm við Isleif, er hann manna
fúsastur að velja með þessum
andstæðingi vopn til einvígisins
—ávallt í fullu bróðerni.
Eg gat þess hér að framan, að
ísleifur nefndi kveðskap sinn
einu nafni “búðarvísur”. Þótt
vörur þrjóti í skápum og skúff-
um í verzlun hans, er kveðskap-
ur hans óþrjótandi. Hann bless-
ar inngang og útgang flestra,
sem til hans koma, með búðarvís
um sínum. Og þegar menn koma
brosandi út úr búðinni, þarf eng
inn, sem til þekkir, að spyrja,
að hverju þeir séu að hlæja.
Hér mun nú verða brugðið
upp nokkrum skyndimyndum af
hinum glettnifulla, en jafnframt
ádeiluþunga kveðskap þessa á-
gæta hagyrðings. Verður þá
fyrst fyrir hendi hin löngu lands
kunna vísa hans:
Detta úr lofti dropar stórir,
dignar um í sveitinni.
Tvisvar sinnum tveireru fjórir,
taktu í horn á geitinni.
Þessi vísa er ágætt dæmi um
búðarkveðskap ísleifs. En hvern
ig á því stendur, að vísan hefur
hlotið sína miklu fararfrægð,
læt eg ósagt.
Þá koma nokkrar vísur, sem
einu nafni mætti nefna ‘bílvísur’
enda þótt hver og ein þeirra sé
algerlega sjálfstæð:
Enginn veður yfir Níl,
án þess vökni kálfi,
og ekki er hægt að yrkja í bíl,
allt er á reiðiskjáifi.
Aksturinn varð eintómt spól,
olían af versta tagi,
engir hemlar, ónýt hjól,
“allt í þessu fína lagi”.
Burt frá heimsins harki og skríl
héðan mænir sálin þreytt;
fái hún ekki far með bíl,
fer hún sjálfsagt ekki neitt.
(Tvær síðustu vísurnar voru
prentaðar í 9. hefti “Samtíðar-
innar” 1937 ásamt 5 öðrum vís-
um eftir ísleif. —Ritstj. Samt.)
Skáldið var eitt sinn á ferð i
bíl frá Suðurlandi til Norður-
lands og sat þá milli tveggja
stúlkna, er báðar sofnuðu, er á
leið ferðina, sín á hvorri öxl
honum. Þegar þær vöknuðu,
kvað fsleifur:
Mér skal verða minnisstætt,
meðan bílar hreyfa sig,
hvað þið gátuð sofið sætt
svona báðar upp við mig.
Siggi ástfanginn.
Þú átt mikinn ástarauð,
sem yljar huga mínum,
vildi eg “upp á vatn og brauð”
vera í faðmi þínum.
i kreppunni
Að danssalnum hópurinn hrað-
aði för
og hugði það atvinnubætur
með málaðan skjanna, í marg-
litri spjör
og meinlega kostbæra fætur.
Mig langaði í kreppu- og dýr-
tíðardans,
en déskota “aurnum’ eg hafði,
en vildi ekki leita á miskunn
þess manns,
sem múginn við innganginn
krafði.
Eg stalst inn í dyrnar og stóð
þar um hríð,
Þá streymdi mér ilmur að vitum.
Eg sá þennan umrædda öreiga-
lýð
í öllum regnbogans litum.
Því gleymi eg aldrei, hve sál mín
var sæl
að sjá þessi nýtízku hylki,
sem öll voru hulin frá öxlum
að hæl
í atvinnubótasilki.
Þetta Nýja Ger
Verkar Eins Fljótt Og Ferskt Ger
Heldur Ferskleika Eins Og Þurt Ger
Nú getið þér fengið fljóthefandi ger án þess að vera hrædd um
skemdir. Hið nýja Fleischmann’s Fast Rising Dry Yeast heldur
sér viku eftir viku án kælingar. Hafið ávalt mánaðarforða á
búrhillunni.
Notið það nákvæmlega eins og ferskt ger. Einn pakki af þessu
nýja, þurra geri jafngildir einni köku af fersku geri í öllum
forskriftum. Vinnur tafarlaust, er fljóthefandi. Að leysa upp:
Biðjið nú þegar matvörusalann yðar um hið nýja Fleischmann’s
Fast Rising Dry Yeast.
1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast
Hæfileikar
Verald arskrafið
Vont er tali við að sjá,
vinir strjálast óðum,
næðir sál af nepju frá
nokkrum málaskjóðum.
Unnið meðan hægt var
Yfir bárur ágirndar
elligrár og slitinn
réri árum rógburðar,
rann af hári svitinn.
Óheppni Jóa.
Eg ætlaði að vera einn í bíl
með Ágústu frá Stað,
en þá kom Óli úr Andakíl
og eyðilagði það.
Eg hélt með Siggu á hrannar-
slóð
og hennar nærri bað,
er kafbátsf jandi að okkur óð
og eyðilagði það.
Við Hafnarfjarðarhraunið grátt
við Hulda settumst að,
en minkar komu úr allri átt
og eyðilögðu það.
Við Tóta vildum “take a walk”,
við tvö, og veiztu hvað?
Gekk Eyþórsson í austanrok
og eyðilagði það.
Það varð honum til lífs
Sóttu tveir um sálina
sjúklingsins með takið.
Fjandinn þreif í fætuna.
Faðirinn hélt í bakið.
Leikurinn þannig lengi stóð,
litlar gáfust náðir.
Hvorugum sýndist sálin góð,
svo þeir slepptu báðir.
Hér er eitt lítið vers, sem
bæði er ort og stælt og kveðið
til hinna háu hæla
Ó, hve mig tekur það sárt að sjá
sumar stúlkurnar ganga
þessum helvítis hælum á,
sem hreykja þeim beinlínis upp
á tá
og gera afstöðu alla svo ranga.
Þið vesalings, vesalings hælar,
þið vitlausu tízkunnar þrælar.
Inga gamla
Vorkenni eg veslings Ingu
að verða að þagna í dauðanum,
af tómri mælgis tilhneigingu
talar hún upp úr svefninum.
Vel er Geira gefið flest,
glöggt það sézt á framleiðslunni,
enda smíðar allra bezt
úlfalda úr mýflugunni.
Maður átti heima norður á
Sauðárkróki, er Benedikt
Schram hét og var sjómaður. —
Einu sinni sem oftar kom Ben-
edikt af sjó, og vildi ísleifur þá
kaupa af honum fisk í soðið.
Benedikt kvað það til reiðu, en
sagði, að það kostaði vísu. fsleif-
ur orti vísuna og skipaði Ben-
edikt þar á bekk með mestu af-
reksmönnum sögunnar en vísan
er svona:
Napóleon í styrjöld stóð,
stjórnmálum Bismarck á sig
hlóð,
Brandur hinn örvi verzla vann,
Vilhjálmur gisti skrælingjann,
óðalsbóndi var Abraham,
útgerðarmaður Bensi Schram.
Málning
Með blóðrauðar varir, en brúnin
var dökk
og bleikhvítar kinnar og enni,
en botnfarfann keypti hún hjá
“Litir & Lökk”,
sem lengst mun því tolla á henni.
Og svo er hér að lokum vísa:
Um sköllóttan heiðursmann
Eg virði hans skalla að vonum,
en vorkenni þvílíka nekt.
Að standa upp í hárinu á honum,
það held eg sé ómögulegt.
Hið litla sýnishorn af kveð-
skap ísleifs Gíslasonar, sem hér
hefur verið tilfært, er valið nokk
urn veginn af handahófi úr
geysimiklu safni vísna, sem eftir
hann liggur, auk fjölda snjallra
kvæða. En það er nú orðið al-
gengt, að menn heyrist eigna
hinum og þessum vísur eftir fs-
leif og þá sumar þeirra, sem hér
hafa verið teknar upp. Er leitt
til þess að vita. ísleifur hefur
gefið út tvö vísnasöfn er nefn-
ast “Ný bílvísnabók” (Reykja-
vík 1940) og “Þú munt brosa”
(Akureyri 1944). Er meginið af
þeim kveðskap, sem hér hefur
verið tilfærður, prentaður í þess-
um bæklingum.
—Samtíðin
KAUPIÐ HEIMSKRINGLU
útbreiddasta og fjölbreyttasta
islenzka vikublaðiö