Heimskringla - 28.11.1951, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 28. NOV. 1951
HEIMSKRINGLA
5. SÍÐA
sögnum úr lífi liðinna kynslóða,
um athafnir þeirra og lífskjör,
sorgir þeirra og gleði, trú þeirra
og hjátrú. Þá vakti og umhverf-
ið hjá mér lifandi áhuga, sjór-
inn með sínum hamförum, stór-
brotið landið, gróðurinn, dýrin,
atvinnulífið og mennirnir, ekki
síst þeir sem fullorðnir voru, en
af þeim gáfu sér best tóm til að
sinna mér, spurningum mínum
og hugleiðingum, það fólk, sem
aldrað var orðið . . .”
Úr þessum fjölbreytta efnivið
spinnur Hagalín góðar og
skemmtilegar frásagnir.
—Mbl. 21. október
*
Ævar Kvaran fer til Bandaríkj.
Það hefir verið ákveðið að
Ævar Kvaran leikari fari til
Bandaríkjanna í boði því, sem
íslenzkum listamanni var gert.
Fer hann vestur í fyrstu viku
febrúar, og mun dvelja í Banda-i
ríkjunum í þrjá mánuði og
kynna sér þar leiklist.
—Tíminn 9. nóvemeber
*
Styrkir til náms
í Kanada og Noregi.
Ráðuneytið hefir veitt Krist-
ínu Helgadóttur cand. med.
fjögur þúsund kr. styrk úr Kan-
adasjóði til framhaldsnáms í
læknisfræði (barnasjúkdómum)
í Winnipeg. Ingvar Emilsson
stúdent hefir hlotið 2250 kr.
styrk úr Snorrasjóði til náms í
hagfræði við háskólann í Berg-
en og Ingvar Hallgrímsson stúd
ent 2250 kr. styrk úr sama sjóði
til fiskifræðináms í Osló
—Tminn 8. nóv.
★
Fóru til rjúpna í flugvél
í fyrradag sáu menn, er voru
að ganga við rjúpur norðan í
Ármannsfelli, að flugvél kom úr
suðri og lækkaði flugið. Sveim-
aði hún yfir sandinum nokkuð
norður af Sandklyftavatni og
lenti síðan þar á sandinum. Fóru
rjúpnamenn, sem staddir
þar uppi í hlíðum áleiðis til flug
vélarinnar, því að þeim datt í
hug, að einhverrar hjálpar
þyrfti með.
En þegar flugvélin hafði
numið staðar, snöruðust út úr
henni tveir eða þrír menn og
höfðu haglabyssur meðferðis.
Gengu þeir síðan upp í hlíð að
huga að rjúpu. En líklega hefir
veiðin orðið lítil eins og hjá
flestum á þessum sloðum þann
daginn. En það er annars hin
skemtilegasta nýjung að skreppa
til rjúpna á flugvél.
—Tíminn 9. nóv.
*
Rússinn samdi og er farinn úr
Eyjum
Rússneska síldveiðiskipið sem
lengst af hefir beðið í Vest-
mannaeyjum er nú farið heim á
leið.
t»að var Áki Jakobsson, sem
kom til Eyja og leysti skipið út
og kom á sættum um björgunar-
laun fyrir skipið. Samdi hann
af hálfu rússneskra stjórnar-
valda, en Jón Hjaltason lögfræð
ingur af hálfu Vestmannaeyja-
bátanna tveggja, sem björguðu
skipinu.
Mún að lokum hafa orðið sam
komulag um, að Rússar greiði
milli 90 og 100 þúsund krónur í
björgunarlaun.
—Tíminn 8. nóvember
*
Sovétríkin banna útflutning á
hvers konar vísindaritum
Frá og með byrjun næsta árs
koma til framkvæmda í Ráð-
stjórnarríkjunum nýjar og ó-
vanalegar útflutningshömlur.
Menn eru löngu hættir að
kippa sér upp við það, þótt Rús-
sar reyni með öllu móti að
hindra það, að menn geti kynnzt
landi þeirra af eigin reynd,
stofnunum þeirra, framförum,
fólkinu, nema af frásögn komm-
únsta — eða þá í bezta lagi, að
menn fengju að ferðast eitthvað
um í löndum Rússa undir
ströngu eftirliti. Kommunistar í
Rússlandi hafa vakið á sér al-
heims athygli fyrir að banna
rússneskum konum sem gifzt
hafa erlendum mönnum, að fara
úr landi með eiginmönnum sín-
um, eða til þeirra, séu þeir
komnir heim til síns lands.
Mætti svo lengi telja.
Nú hafa Rússar bannað út-
flutning á flestum helztu vís-
indaritum landsins. Það á að
girða fyrir það með öllu, að jarð
fræðingar, efna- og eðlisfræð-
ingjar annara þjóða og slíkir
menn, geti fylgzt með þróun-
inni í þessum efnum í Rúss-
landi. Til þessa hafa vísinda-
menn annara þjóða getað fylgzt
með ýmsum mikilvægum upp-
götvunum og kenningum rúss-
neskra vísindamanna. Nú á að|
koma í veg fyrir sb'kt. Og með
ráðstöfunum j þessu efni er sýnt
að fullyrðingar Zverniks og
fleiri Sovét-leiðtoga um að ráð-
stjórnin hafi áhuga fyrir að slík
upplýsingastarfsemi þjóða milli
skuli sem frjálslegust, eru
blekkingar einar. —Vísir 24. okt
Nýlega veiddist við Noregs-
strendur föngulegur hvalur
sem vó um 70 smálestir.
Danskur heildsali, Sögaard að
nefni, keypti hvalinn og lét
flytja hann til Kaupmannahafn-
ar, þar sem hann er til sýnis.
Nýru hvalsins vega 1000 pund,
hjartað 1200, lifrin 1800. Lungu
hvalsins rúma 14,000 ten.metra
af lofti en blóðið er 8—10,000
lítrar. Sögaard varð að greiða
100 þúsund d. krónur fyrir
hvalinn að meðtöldum flutnings
kostnagi til Kaupmannahafnar.
—Vísir
JÓNAS TRYGGVI
(Jónasson)
1863
1951
Með brottför Jónasar Tryggva
voru a£ sjónarsviði jarðlífsins, er slit-
inn einn af hinum síðustu lifandi
þáttum, í því bandi, sem tengir
okkar kynslóð við “Æfintýrið frá
íslandi til Brasilíu”.
Jónas var fæddur 10. júlí,
1863 að Grímsstöðum við Mý-
vatn. Foreldrar hans voru: Jón-
as Hallgrímsson og kona hans
Sigríður Jónsdóttir. (Sjá um ætt
þeirra hjóna í “Æfintýrið frá ís-
landi til Brasilíu” eftir Þ. Þ.
Þorsteinsson, bls. 122-123).
Um mánaðamótin, júní og júlí
fer Jónas, faðir Jónasar Tryggva
með þremur öðrum mönnum að
heiman, áleiðis til Akureyrar,
þar sem þeir nokkru síðar tóku
sér far með skipi er flutti þá á-
leiðis út í “Æfintýrið”. Skipið
sigldi frá Akureyri 11. júlí, en
þá var Jónas Tryggvi eins dags
gamall. Sáust þeir feðgar aldrei,
því Jónas eldri dó í Brasilíu 13.
apríl 1870, án þess að koma því
áformi sínu fram að ná fjöl-
skyldu sinni frá íslandi.
Jónas Tryggvi ólst upp hjá
Hálfdáni á Grímsstöðum, föður
Jakobs Hálfdánarsonar, hins
nafn nafnkunna athafnamanns og
brautryðjanda í samvinnumálum
Þingeyinga. Hefir Jónas hlotið
þar gott uppeldi og gekk hann á
Möðruvallaskóla. En til Canada
fór hann kringum árið 1887. Var
hann eitthvað fyrst í Winnipeg
en flutti þá vestur að Kyrrahafi
og átti heima í Vancouver og
Victoria. Var nokkur ár í Can-
hernum. Síðar flutti hann til
Bandaríkjanna og bjó á Point
Roberts og í Blaine og Bell-
ingham. Stundaði hann fiski-
veiðar og aðra algenga vinnu.
Kona Jónasar var Solveig
Georgsdóttir, systir Daníels
verzlunarmanns og Georgs,
læknis. Dó hún á heimili barna
sinna í Seattle, árið 1943.
Þau Jónas og Solveig eignuð-
ust 8 börn. Eru þau, eftir ald-
ursröð:
1. Herman, býr í New York borg,
2. Sara, kenslukona, í Spokane,
Washington.
3. Oliver, Lieutenant Command-
er, U. S. Coast Guard Reserve
Býr í Tacoma, Wash.
4. Dr. Carl, Lieutenant Colonel,
U.S. Medical Corps Reserve.
Býr í Seattle, Wash.
5. Una, (Mrs. Walton), býr í
Seattle.
6. Einar, býr í Ephrates, Wash.
7. Elin, dó ung í Bellingham.
8. Harold, býr í Detroit, Mich.
Auk þessara barna lifa afa sinn
tvö barnabörn.
Ættarnafn þessara barna Jón-
asar er Tryggvi, því hann tók
sér síðara skírnarnafn sitt að
ættnefni.
Jónas Tryggvi átti tvo bræð-
ur: Hallgrím, gagnfræðis- og
búnaðarskólanema á Hólum, þar
sem hann dó úr mislingum, 1882
og Hermann, er varð búfræðing-
ur og skólastjóri á Hólum, rit
stjóri, alþingismaður og rithöf-
undur. Dvaldi hinn síðarnefndi
hér fyrir vestan haf um skeið og
er því Vestur-íslendingum kunn-
ur.
Jónas Tryggvi var góðum gáf-
um gæddur, eins og ferill ætt-
ingja hans og afkomenda bendir
ótvírætt til. En hversdags annir,
stór barnahópur og þar af leið-
andi fremur þröng efni með
köflum, hindruðu hann frá því
að rækta þær til nokkurrar hlít-
ar. Hann var frjálslyndur í
skoðunum og athugull um margt.
En ljóðum og söng unni hann
öðru fremur. Hann söng hér
vestra með íslenzkum söng-
flokkum og stjórnaði söngflokk
um tíma. Nokkur sönglög samdi
hann sjálfur og var eitt þeirra
spilað á fíólín við jarðarför hans
í Bellingham 9. september, síðast
liðinn. Vonandi er að börn hans
sjái til þess að sönglagasmíði
föður þeirra gleymist ekki eða
glatist.
Gjarnan hefði eg kosið að
kynnast Jónasi fyr á æfinni og
meir en raun varð á, því fund-
um okkar bar sjaldan saman og
alls ekki fyr en á efri árum hans.
Er eg sannfærður um að saga
hans væri þess verð að vera sögð
fyllri og með skýrari dráttum en
hér er gert vegna þess að per-
sónuleg kynni mín af honum
voru svo takmörkuð og önnur
gögn fá fyrir hendi.
Nú er hann lagður af stað í
ferðina, þar sem allar manna
leiðir “víkja að sama þunkt”,
hvort sem þær hefjast í Brasilíu
eða á íslandi.
Guð fylgi þér, góður fslend-
ingur út í æfintýrið mikla.
— A. E. K.
máli farinn eins og bezt sannað-
ist á íslendingadeginum í sum-
ar sem leið, en þar mælti hann
fyrir minni fslands. Annað til
skemtuar verða hljómplötur frá
íslandi og gefst fólki þar kostur
á að hlusta á Elsie Sigfúss, Ein-
ar Kristjánsson, Stefano íslandi
og Karlakór Reykjavíkur.
Vonandi er að meðlimir og
velunnendur Fróns sæki þennan
fund sem bezt.
H. Thorgrímsson
ritari “Fróns
★ ★ ★
The Women’s Associationtof the
First Lutheran Church,
Victor Street
will hold their “Annual Christ-
mas Tea” in the church parlors
Wednesday, Dec. 5, from 2.30 to
5 and from 7.30 to 10 p.m. Mrs.
V. Jonasson, president, and Mrs.
V. J. Eylands, with the general
convenors: Mrs. A. H. Gray and
Mrs. Quiggin, will receive the
guests.
Home Cooking — Mrs. H.
Taylor, Mrs. Boline, Mrs. Coor,
ey.
Handicraft — Mrs. J. Ander-
son, Mrs. Olsen, Mrs. J. Ingi-
mundson, Mrs. Isford.
Candy — Mrs. C. Sigmar, Mrs.
Frederickson.
White Elephant: Mrs. F.
Thordarson, Mrs. W. Potruff.
Tea Table Captains — Mrs. G.
Finnbogason, Mrs. R. Broadfoot,
Mrs. P. Sivertson, Mrs. Richard-
son.
Come and bring vour frinds.
Einkennilegar og vel
gerðar vísur
Haustvísa
Úti er leikur — andans flug
aðeins veikur þytur.
Söknuð eykur hljóðum hug
haustsins bleiki litur.
Ólína Jónasdóttir
(Úr. fsl.) Sauðárkróki
HITT OG ÞETTA
Viðhafnarstrandgata Chicago
átti að bera nafn Leifs
Eiríkssonar
Chicago-búar halda því fram,
sð strandgatan meðfram Michi-
ganvatni sem er margir km. á
lengd, sé hin fegursta í heimi.
Þeir eru að vísu mikið fyrir að
taka upp 1 sig. En þetta er þeirra
skoðun. — Þeir hafa vafalaust
nokkuð til síns máls, segir frétta-
rtiari “Aftenposten” í Oslo,
Theo Findal.
Hann leggur ekki út í neinn
samanburð á þessari viðhafnar-
Dr. R. Marteinsson heiðraður götu og öðrum fögrum götum í
Dr. Rúnólfur Marteinsson var, heimsborgum. En eitt sérkenni er
FJÆR OG NÆR
heiðraður s. 1. föstudag á fundi
Icelandic Canadian club í Fyrstu
lút. kirkju með því, að vera gerð-
ur að lífstíðar félaga klúbbsins.
Við þetta tækifæri hélt John
Laxdal kennari ræðu um starf sr.
Rúnólfs í menningarmálum ís-
á götulífinu þarna, segir hann.
Þarna eru engir gangstígir, af
þeirri einföldu ástæðu, að þar í
borg er það úrelt orðið að ganga
sér til hressingar. Bílaþyturinn
yfir malbikuðum götum er hinn
nýi tónn í Ameríkusöngnum og
frá ýmsum Norðmönnum um það,
hvernig stafa ætti nafn Leifs á
götunni. Sumir vildu að þai
stæði “Leifr Eiriksson”, aðrir
vildu hafa það Eirikson, aðrir
vildu ekki hafa Eiríksson með ei,
heldur Erikson, og sumir vildu
að það væri stafað með ch, Erich-
son, svo komu aftur aðrir sem
vildu að það væri stafað Leivr
Eiríksson.
Nefndin, sem hafði þetta mál
með höndum, vissi hvorki upp
né niður og botnaði ekkert í hvað
Norðmennirnir vildu í þessu
efni. Þá kom fram rödd frá
dönskum tannlækni, er taldi rétt-
ast að gatan væri kend við Leif
Eriksen. Þetta fanst nefndinni
heillaráð, því þetta ættarnafn er
vel kunnugt í Chicago.
En þessi tillaga kom ekki á
neinum sættum meðal Norð-
manna. Deilan gaus upp, hvað
eftir annað þeirra í milli, hvern-
ig stafa ætti nafn Leifs. Svo
þetta varð til þess, að nafnið var
strikað út úr göturegisteri Chi-
cago-borgar, en gatan látin heita
í staðinn Hotel Drive.
Leifur tapaði, Columbus vann,j
segir hinn norski blaðamaður.
En ítalir í Chicago risu nú upp
og voru ekki í rónni fyrr, heldur
en þarna var komin mikil stand-
mynd af Columbusi og Columbus
Avenue í borginni. Þessu gátu
þeir komið í kring enda þótt að
margvísleg réttritun sé á Colum-
bus-nafninu, er var ítali að ætt,
eins og kunnugt er, sigldi undir
spönskum fána og nam lönd fyrir
Spánverja. En ítalir kæra sig
fjandann um, hvort nafnið er
skrifað Christopher Columbus,
eða Kristófer Kolumbus, með K,
enda þótt sá ritmáti sé hvorki
ítalskur né spænskur.
ítalirnir kalla hann Christo-
foro Colombo, og Spánverjarnir
segja Christobal Colon, en bæði
Spánverjar og ítalir þar vestra,
höfðu vit á að vekja engar deilur
um hvernig ætti að rita nafnið.
Og þess vegna sigruðu þeir.
Norðmennirnir hefðu átt að
láta sér þetta að kenningu verða,
og lofa Chicago-búum að nefna
fegurstu götu sína eftir Leifi,
VOPNAHLÉ HAFIÐ
Á miðvikudagskvöld (28. nóv.)
var vopnahlé hafið á bardaga-
svæðum Kóreu. Hershöfðingj-
arnir höfðu fengið skipun um
þetta, en fréttina var þó ekki bú-
ið að senda út til fregnstofa sem
staðfesta af heryfirráði.
jafnvel þótt það yrði Leif Eric-
son.
Hinn norski blaðamaður, sem
gerir sér þetta að umtalsefni,
gerir sér ekki neina grein fyrir
afstöðu íslendinga til þessa máls
því í hans augum er Leifur norsk
ur og aldrei annað.—Mbl. 10. okt.
Kveðið við komu nýja Þórs
Við komu nýja varðskipsins
Þórs til Reykjavíkur nýlega,
varð þessi kveðlingur til:
“Vaxa grið og gæfa stór,
greiðist margur vandi,
ef að getur þessi “Þór”
þjófa hrætt frá landi.”
Margir karlmenn hafa játað,
að kvonbænir séu eitt af því örð-
ugasta, sem þeir hafi nokkurn
tíma lent í. Sumir hafa gripið til
kyndugra úrræða til að forðast
þær. Læknir einn sendi t. d.
stúlku, sem hann elskaði, rönt-
genmynd af hjartanu í sér og
skrifaði á meðfylgjandi miða
þessi orð: “Þú getur fengið
hjartað sjálft, ef þú kærir þig
um.”
Steve Indriðason frá Mountain,
N. Dak., er eins og áður hefir
verið getið umboðsmaður Hkr. og
annast innheimtu og sölu blaðs-
ins í þessum bygðum: Mountain,
Garðar, Edinburg, Hensel, Park
River, Grafton og nágrenni
nefndra staða. Allir í nefndum
bygðum, bæði núverandi kaup-
endur og þeir, sem nýir áskrif-
endur hyggja að gerast, eru beðn- /
ir að snúa sér til umboðsmanns-
ins S. Indriðason, Mountain, N.
Dak., með greiðslur sínar. .
EXPECT RIGID ENF0RCEMENT 0F
TRAFFIC LAW$
Automobiles are becoming more essential and indispensable to the
business o£ making a living. They are becoming more numerous and,
because of their power and speed pontentialties, more dangerous.
Without rigid rules, traffic would be chaotic and the accident toli
gigantic. It is more necessary than ever that all rules be rigidly enforced.
The responsible motorist will observe the rules because he respccts
the rights of other motorists and knows that he must operate his car in
an orderly manner.
Published in the interests of public safety
by
SIIEA’S WIIIPEG HREWERV LTD.
MD-300
lendinga. Forseti Icelandic Can-. hljómar allan sólarhringinn við
adian club Dr. Wilhelm Kristj-1 Michigan-vatn.
ánsson mælti nokkur hlý orð til
sr. Rúnólfs.
Einsöngva sungu Miss Ingunn
Bjarnason og Albert Halldórson.
Sr. Rúnólfur þakkaði heiður-
inn og óskaði klúbbnum til ham-
ingju í hinu góða starfi, sem
hann væri að vinna.
* * *
Arsfundur Fróns
Fyrir nokkru kom það til orða
að nefna þessa götu eftir Leifi
Eiríkssyni. Allir Chicago-búar,
af norskum ættum, urðu himín-
lifandi yfir þessari tillögu. Stór
standmynd var reist af þessum
fræga sjófaranda í Humbolt-
garðinum. Eftir miklar bolla-
leggingar og áróður í borgar-
stjórn og öðrum stofnunum bæj-
Eins og sagt var frá í síðasta arins, var ákveðið að fegursti
blaði verður ársfundur deildar- hluti þessarar fegurstu götu ætti
innar haldinn í G. T. húsinu á
mánudaginn 3. des. n. k. kl. 8.15
e. h.
Eitt með öðru sem fyrir fund-
inum liggur verður kosning em-
bættismanna til næsta árs.
Að loknum fundarstörfum fer
fram ágæt skemtiskrá og verður
að heita eftir manninum sem
fyrst fann Ameríku, Leifi Ei-
ríkssyni.
En þó hinir norsk-ættuðu Chi-
cago-búar væru hrifnir af þessari
hugmynd, um nafngiftina, var
það fjarri því að málið væri leyst
frá þeirra hendi, eftir því sem
meginþáttur hennar ræða flutt, segir í endurminningum eftir
af Birni Jónssyni lækni frá Bald- j ejnn Chicago-Norðmann Birgir
ur, Man. Björn læknir er með
afbrigðum fróður um íslenzkar
bókmentir og mun hann velja
Osland að nafni.
Jafnskjótt og tilkynt hafði
verið, þessi ákvörðun borgar-
sér þær að umtalsefni °S (stjónaryfirvaldanna, streymdu
auk þess er hann p.rýðilega vel tjnögur til borgarstjórnarinnar
VERZLUN ARSKÓL ANÁM
Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein-
mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun,
og það fólk sem hennar nýtur hefir venju-
lega forgangsrétt þegar um vel launaðar
stöður er að ræða.
Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við
fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg.
Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu
viðvíkjandi, það margborgar sig.
The Viking Press Limited
Banning og Sargent
WINNIPEG :: MANITOBA