Heimskringla - 28.11.1951, Síða 6

Heimskringla - 28.11.1951, Síða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. NOV. 1951 Eg skrifa nafn mitt undir þetta, til þess að þér skuluð síður vefengja það. Eg er viss um, að það er verið með eitthvert ráðabrugg um það að ná í hana handa herra Mendon, til þess að ná loks á þann hátt föstum tökum í eignir þær, sem Maddama Crozat og stjúpsonur hennar hafa svo lengi haft ágirnd á. Paulína Crozat Nú var eftir að vita, hvernig hún átti að koma þessu bréfi. Eftir stutta umhugsun ásetti hún sér, að biðja eldri son Mendons að fara með það. Drengurinn hafði svo megna óbeit á því, að eignast stjúpmóður, að Paulína vissi að hún þurfti ekki að gera annað, en gefa honum ofur litla bendingu um, að faðir hans væri áð hugsa um að giftast Adrienne, til þess að fá hann til hvers, er hún vildi. Hún hafði alveg nýskeð lokið við bréfið, þegar maddama Crozat kom inn til hennar. Hún. varð auðvitað forviða, er hún sá að skrifpúltið var opið, og spurði tortryggnislega: Hvernig stendur á því, að þú ert að skrifa svona seint? Þú ert þó óvön því. Má eg spyrja, hvaða áríðandi málefni það getur verið?” “Já, það er bara orðsending til póstaf- greiðslumannsins, viðvíkjandi böggli, sem gleymst hefir að senda mér með síðasta dótinu, sem kom frá N. Orleans. Skórnir mínir voru í bögglinum, og eg þarf á þeim að halda. Eugene ætlar þangað í fyrramálið, og eg ætlaði að biðja hann fyrir miðann”. “Eg vissi ekki, að Eugene ætlaði þangað. En það getur vel skeð, að það séu einhver bréf þar, sem þurfti að sækja—það kom bátur í gær- kvöld, heyrði eg sagt—og mín vegna má hann gjarnan fara”, mælti maddama Crozat. Hún vissi ekki, að með leyfi þessu kom hún í bága við sín eigin áform, og stofnaði lífi Adrienne í hættu. Að lítilli stundu liðinni, mælti hún enn fremur: “Það var slæmt, að Leonía skyldi deyja svona fljótt, því að hún gat gefið mér mikil- væga fræðslu um ýmislegt. Talaði hún nokkuð af viti áður en hún dó?” Paulína hvessti á hana augun um stund, og spurði svo: “Búizt þér í raun og veru við því, að eg fari að skýra yður frá, hvað Leonía sagði?” “Auðvitað. Annars hefði eg ekki farið að spyrja þig um það. Eg skildi það auðvitað sem hvert annað marklaust bull, þegar þú sagðir, að þú myndir nota vitneskju þá, sem þú gætir grafið upp, til hagsmuna fyrir sjálfa þig. Það er bezt, að þú segir mér hvað þú hefir í hyggju að gera, því að einsömul fær þú engu áorkað”. “Eg skil það vel maddama, að þér haldið, að eg geti ekki hjálpað mér sjálf. Já, eg ætla meira að segja að vera svo rauplaus, í þetta eina skifti, að játa hreinskilnislega, að þér hafið ef til vill rétt fyrir yður. Leonía sagði mér í raun og veru bæði margt og mikið, áður en hún dó— hún sagði mér reglulega skrítna sögu. En eg hefi ástæðu til að ætla, að hún hafi vitað hvað hún sagði. “Hvað var það”? spurði maddama Crozat áköf. “Talaði hún um dvöl sína í París og um Louisu Montreuil?” “Já, það gerði hún, maddama. Hún talaði eingöngu um hana.” “Og hvað sagði hún?” “Ýmislegt, sem mun kollvarpa öllum yðar áformum, ef þér haldið, að unga stúlkan í “Ó- hugðarborg” sé dóttir Louisu Montreuil. Dótt- ur Henris Durand og Louisu var komið fyrir bjá Estellu Lecour, sem átti bróður Henris Dur- and, og átti hún að ala hana upp sem dóttur sína ,en hún dó í æsku, og þessi unga stúlka er bara, þegar öllu er á botninn hvolft—dótturdótt ir Lecours gamla.” Meðan Paulína var að segja þessa skrök- sögu, virti hún stjúpmóður sína nákvæmlega fyrir sér, og hafði gaman af að sjá, hversu mjög henni brá í brún. Madama Crozat stóð agndofa litla stund. “Ertu viss um, að þetta sé rétt?” spurði hún svo. “Já, hvernig ættir þú að hafa fengið nokkra vitneskju um þetta; ef Leonía hefði ekki sagt þér það? Segðu mér nákvæmlega frá því, sem hún sagði þér.” Paulína sagði henni nú langa sögu, er hún kvað Leoníu hafa sagt sér, en hún blandaði mjög kænlega saman sönnu og ósönnu, og henni fórst það svo fimlega, að maddama Crozat varð að lokum alveg sannfærð um það, að Adrienne væri í run og veru dótturdóttir Lecours. Hún komst að þeirri niðurstöðu, að það hlyti að vera af tilviljun eintómri, að Adrienne var svona lík henni Louisu sálugu, og hún blés mæðilega, er hún sá alla glæsilegu loftkastalana sína hrynja og verða að engu. Nú fór hún að hugsa um það, hvort af tvennu myndi vera hyggilegra, að láta Mendon giftast Adrienne, eða bíða eftir úrslitum erfða- máls þess, er Paulína var í. Hún var ekki nærri eins vonlaus um að Paulína ynni málið, og hún hafði látið í veðri vaka. Hún vissi, að Lecour myndi aldrei samþykkja trúlofun Mendons og Adrienne, og ef þau giftust án hans samþykkis. þá mátti ganga að því vísu, að hann gerði hana arflausa. Ef til vildi var Paulína—með vonina um að vinna fimmtíu þúsundir dollara —betra gjaforð, enAdrienne. Hún áleit þess vegna rétt- ast, að breyta framkomu sinni, og mælti vin- gjarnlega: “Þú verður að reyna að gleyma því, sem eg sagði í morgun, dóttir mín. Þú egnir mig stund- um svo mjög á móti þér, að þú kemur mér til að segja hitt og þetta í bræði, en eg iðrast þess æf- inlega á eftir. Nú, þegar eg veit orðið, hvers þú óska, þá vil eg ógjarnan setja mig á móti því, og ef þú vinnur málið þitt, þá er ef til vill bezt að þú giftist Adolph. Þá getur ekki orðið neitt rifrildi um skiftin á eignum mínum, þegar eg dey. Eg hefi ætíð hugsað mér, að þær yrðu eign ykkar beggja hvort sem er.” “Þakka yður fyrir, maddama: nú sé eg, að þér eiuð sönn móðir mín”, mælti Paulína og greip hönd maddömu Crozat og kyssti á hana. "Já, málið mitt, það mun gera mig ríka—það er eg viss um. Og sem borgun iyrir fyrirhöfn mína skal Adolph rétta mér hönd sína. Þá verð um við aftur ein sameinuð fjölskylda.” Maddama Crozat fór út úr herberginu, og Paulína bjó sig undir að framkvæma fyrirætl- un sína. Þegar hún sá Eugene ganga fyrir dyrn- ar, kallaði hún til hans. “Komdu inn snöggvast, Eugene, eg þarf að biðja þig að gera nokkuð fyrir mig”. Drengurinn kom inn, en hann var ólundar- legur á svipinn, því að hann var ekki gefinn fyr- ir að vera í snúningum, ekki einu sinni fyrir hana frænku sína fögru, er hann var vanur að kalla svo. “Hvað er það nú, frænka?” spurði hann ó- lundarlega. “Allt af þarft þú að láta mig gera eitthvað, og svo ónotast faðir Eustace ut af þess um sífelldu sendiferðum sem tefja mig frá nám inu.” “Faðir Eustace er ónotaseggjur, og þú reyn ir að líkjast honum, Eugene. En þessi sendiferð mun þér vel líka, því að þú átt að fara til póst- hússins, og þar færðu að heyra allar nýjustu fréttirnar frá New Orleans, og kemur svo aftur með bréf til okkar allra.” “Já, það skal eg gjarnan gera. En er það allt og sumt?” “Nei, ekki alveg. Segðu mér eitt. Eugene, hvernig heldurðu að þér geðjaðist að því, að eignast stjúpmóður?” “Með mínum góða vilja, skal engin önnur kona setjast í sæti móður minnar sálugu”, mælti Eugene ákafur. “En hvað átt við, Paulína?” “Komdu nær, drengur minn. og taktu vel eftir því, sem eg segi þér. Það er ung stúlka hjá honum Lecour gamla, sem er fús á að giftast honum föður þínum, ef hann biður hana um það. Nú hefi eg komizt að nokkru sem mun koma Lecour til þess, að senda stúlkuna eitthvað langt í burt nú þegar, og eg hefi skrifað honum það í þessu bréfi. Þú verður því að afhenda Pierre þetta bréf. Annað hvort í pósthúsinu eða í “Óhugðarborg”. “En eg skil þig ekki, frænka. Hver er þessi stúlka, og hvar hefir faðir minn séð hana?” “Á bátnum, sem kom frá New Orleans. — Eitt getur þú verið viss um: Ef Lecour fær ekki þetta bréf, þá verður þessi unga stúlka orðin stjúpmóðir þín áður en mánuður er liðinn.” Drengurinn þurfti ekki meira með. Hann tók við bréfinu, og lofaði að koma því til skila. -----Maddama Crozat fór þegar að leita Mendon upp, til þess að skýra honum frá því, er Paulína hafði sagt henni. Þau ræddu lengi um það, hverjar líkur væru til þess, að Adrienne tiæði í fyrverandi eignir Montreuils sáluga, og þau komust að þeirri niðurstöðu, að líkurnar væru mjög litlar, ef Adrienne væri í raun og veru dótturdóttir Lecours. “Það er ekki óhugsandi enn þá, að Paulíná vinni erfðaþrætumálið, sem hún er í”, mælti rnaddama Crozat að lokum, “og það er ef til vill réttast, að hugsa heldur um hana. Adrienne er revndar lagleg og yndisleg stúlka, en ef Le- cour lætur henni ekkert eftir sig, þá er hún ekkert gjaforð handa þér”. Mendon var óánægjulegur á svipinn, og svaraði fálátlega: “Paulína er fullgóð sem stjúpsystir, en hin hefir alveg heillað mig. Eg vildi gefa mikið til þess, að hún væri dóttir mágkonu hinnar sál- ugu. Hún er svo aðdáanlega lík henni, að eg er hér um bil sannfærður um að hún er það.” “Það hélt eg líka; en Leonía var svo ná- kunnug Louísu sálugu, að það er óhugsandi, að henni hafi getað skjátlazt”. Mendon hugsaði sig um litla stund, og mælti svo allt í einu: “Er ekki bézt, að við gerum föður Eustace að trúnaðarmanni okkar, og fáum hann í lið með okkur? Eg hefi ástæðu til að ætla, að hann sé sendur hingað til Ameríku, til þess að njósna eitthvað um Lecour gamla. Ef hann getur haft hann að einhverju leyti í vasa sínum, þá getur hann hjálpað okkur til að ná Lecour á okkar vald, og það svo, að við getum sett honum skil- yrði”. “Þú ræður því hvað þú gerir, sonur minn”, svaraði maddama Crozat. “Presturinn getur ef til vill orðið þér að liði, ef þú gefur honum nægilega ástæðu til þess.” “Það er varla hætt við því, að eg hafi ekki einhver ráð með það. Faðir Eustace hefir ætíð verið svo fúll, síðan hann fór síðast til Bellair. Hann hefir að líkindum styggzt við nokkuð, sem eg stakik upp á við hann, og eg hefi ekki getað fengið neitt upp úr honum síðan. Hann hefir verið að heiman mest allan daginn í dag, og eg hefi grun um það, að hann hafi farið þang að aftur. í hverju skyni hann hefir gert það, veit eð ekki, því að varla mun Lecour hafa far- ið að veita honum viðtal aftur, svona skömm- um tíma eftir síðustu heimsókn hans. Eg í- mynda mér, að hann hljóti að hafa hitt ungfrú Durand, og að þau hafi komið sér saman um, að hittast aftur í dag, án vitundar afa hennar.” Að svo mæltu stóð hann upp, og fór út að kofa þeim, er presturinn og drengirnir héldu til í. Þegar hann kom inn, sat faðir Eustace með opna bók fyrir framan sig, en hann leit út fyrir að vera um of æstur í skapi til þess, að geta les- ið . Presturinn sneri sér fljótlega að Mendon, og mælti þóttalega: “Eg vona að þér afsakið fjarveru mína í dag, herra minn, því eg ímynda, að það sé henn ar vegna, að þér komið hingað á svona óvenju- legum tíma. Mér var mjög áríðandi að bregða mér þetta burt, jafnvel þótt ferðin yrði ekki annað en erindisleysa. Eg hafði sett drengjun- um fyrir, áður en eg fór.” “Það er mál sem þið maddama Crozat verð- ið að eigast við um”, svaraði Mendon til þess að segja eitthvað. “Eg skeyti ekkert um það, hvort drengirnir fá nokkrum leyfisdögum meira eða minna. Nei, faðir Eustace, eg kem til yðar í miklu mikilvægara erindi. Þér hafið forð azt mig þessa síðustu daga, en nú kem eg að leita yðar, til þess að fá vissu mína um það, hvort og að hve miklu leyti eg má vænta hjálp- ar yðar í máli því, sem við töluðum um”. Presturinn glotti napurlega og svaraði: “Eg skal hjálpa yður, en þó með vissu skil- yrði. Þér megið ekki gera yður neina von í þá átt, nema þér heitið mér því aftur á móti, að hjálpa mér með það, sem kom mér til að fara hingað til Ameríku.” “Segið mér bara, hvernig eg get hjálpað yður, og eg skuldbind mig til að gera það”. Faðir Eustace virti hann lengi fyrir sér þegjandi, og mælti því næst hátíðlega: “Leyndarmál mitt er svo mikilsvert fyrir margar persónur, hr. Mendon, að eg verð að krefjast þess af yður, að þér vinnið eið að því, að segja engum frá því. Ef þér viljið sverja það við allt, sem yður er heilagt, að þér skuluð aldrei segja neinum manni frá því sem eg segi yður, þá skal eg skuldbinda mig til að gæta hagsmuna yðar”. “Eg er fús til þess, að vinna hvaða eið, sem þér viljið, ef eg fæ Adrienne Durand og Mon- treuil-auðinn fyrir þagmælsku mína Og aðstoð.” Presturinn tók nú bíblíu, lauk henni upp og lagði krossmark á hana, og því næst þuldi hann upp eiðstaf svo hátíðlagan og ægilegan, að jafn vel Mendon skalf af ótta, er hann hafði eiðinn eftir honum og hugsaði til þess, hvílíkur voði það væri, að rjúfa slíkan eið. Að eiðspjallinu loknu mælti faðir Eust- ace: “Nú hafið þér unnið slíkan eið, sonur minn að ef þér rjúfið hann, þá hlýtur hin mikla bann færing kirkjunnar að dynja yfir yður. Hlustið nú á það, sem eg ætla að segja yður.” Og svo sagði hann honum það, sem vér höf um þegar fengið vitneskju um: að Lúðvík prins væri geymdur hjá Lecour. Og því næst mælti hann: “Mér lánaðist að ná í ungfrú Durand, sem er í ætt við mig, og tala við hana. Eg bauð henni í nafni kirkjunnar og í mínu eigin nafni að komast fyrir það hvar prinsinn væri geymd- ur. Eg átti svo að finna hana aftur í dag, og heyra hvers hún hefði orðið vísari. En í stað þess að hitta hana, fann eg bréf frá henni, og segir hún mér í því, að hún geti ekki haft nein svik í frammi við afa sinn, og neitar blátt áfram að skýra mér frá nokkru því, er eigi sér stað á heimili hans.” “Hvað eigið þér við með því, að segja að ungfrú Durand sé í ætt við yður?” spurði Men- don. Presturinn virtist hugsa sig um litla stund, hverju hann ætti að svara. En svo hvessti hann augun á Mendon og mælti: “Það er vízt bezt fyrir okkur báða, að sýna hvor öðrum fullan trúnað—fulla einlægni. Við verðum nú að hjálpa hvor öðrum, og eg hika ekki við að treysta vður. Eg skýrði Adrienne frá nokkru, sem eg hefi til þessa haldið leyndu fyrir henni. Eg er Julien Durand, maður Est- ellu Lecour og barnsfaðir hennar. Þegar konan mín andaðist, vann eg munkaheitið, og litla telpan var tekin í nunnuklaustur það, er eg síð- ar varð skriftafaðir við. Á þann hátt auðnaðist mér, að vaka yfir velferð hennar, og mér varð mikið um, þegar þér sögðuð mér um daginn, að hún væri strokin úr klaustrinu”. “Er það mögulegt, að Adrienne sé í raun og veru dóttir yðar?” spurði Mendon. “Eg hafði hugsað mér — hafði vonað, að hún væri, þegar til kæmi, dóttir — bróður yðar”. “Nú, þér hafið þá heyrt fjúksöguna þá. — Louísa Montreuil giftist bróður mínum sama daginn, sem eg gekk að eiga Estellu Lecour. Við vorum öll f jögur ung og einföld, og héldum að skemmsti vegurinn til láns og sælu, væri heimullegt hjónaband. En hlutskifti eins okkar varð dauðinn—annars verra en dauðinn—þriðja það, að lifa mörg ár við eymd og hörmungar, og mitt, að—hylja vonbrigðin og blekkingamar undir munkakuflinum.” “Það er þó áreiðanlegt, að bróðir yðar og Louísa eignuðust barn. Hvað varð þá af því?” “Montreuil vildi halda því leyndu, og mátti ekki heyra á það minnst. Hann taldi vesl- ings dóttur sinni trú um það, að hjónaband hennar væri ólöglegt, því að Henri hefði verið giftur áður, og þess vegna vélað hana svívirði- lega, er hann gekk að eiga hana. Barnið yrði henni því til smánar og vanvirðu, ef hún losaði sig ekki þegar við það að fullu og öllU. Hann þröngvaði henni til að fá konunni minni það í hendur, og konan mín tók að sér, að ala það upp með dóttur sinni. En telpan var ætíð mesti aum- ingi, og hún dó, þegar hún var á öðru árinu. Og nokkrum dögum seinna andaðist svo konan mín líka. Þær hvíla báðar í sömu gröfinni. Eg sneri heim aftur frá Suður-Ameríku—eg hafði taf- izt þar lengi við ýms viðskiftamálefni — og kom hæfilega snemma til þess, að geta fylgt konunni minni til grafar, og tekið dóttur mína l'.ndir mína umsjá.----Eg var leiður á lífinu, og kom barninu fyrir hjá sömu abbadísinni, sem hafði alið móður þess upp. Eg vann munka heitið, eins og eg hefi áður sagt yður, og gat þess vegna ætíð verið í nánd við barnið mitt.” “En bróðir yðar? Hvers vegna gerði hann ekki tilkal ltil konunnar sinnar, áður en hún giftist bróður mínum? Hvers vegna hrakti hann ekki ósannindavef Montreuils?” Það kom sár raunasvipur á ásjónu prests- ins, og hann svaraði í lágum hljóðum: “Henri ibróðir minn var í kastalanum, án þess nokkurt okkar vissi það. Eg hélt, að hann hefði verið myrtur á leiðjnni til París, og lík hans hefði verið falið. Allar tilraunir mínar til að finna hann, urðu árangurslausar, og að lok- um hætti eg alveg að leita hans. En einn góð- viðrisdag kom svo mannræfill einn til mín, og sagði mér, að hann væri bróðir minn, og hefði hann eytt beztu árum æfi sinnar í fangelsis- klefa flónslegrar og fúinnar ríkisstjórnar. Það var hörmung að sjá hversu þessi hraustbyggði og þreklegi maður var hrörlegur orðinn, skin- horaður og aumingjalegur. Áður en Henri kom til mín, hafði hann fundið að máli kvenmann þann, er kom með konu hans til Frakklands, og hún hafði frætt hann á því, að það hefði verið Montreuil, sem lét varpa honum í fangelsi, og að hann hefði þröngvað Louísu til að giftast manni þeim er hann hafði ætlað henni. Þó hefði hún barizt gegn því, þar til Montreuil hefði fengið skírteini fyrir því, að Henri væri dauð- ur. Hann sagði mér, að það skírteini myndi hafa orðið til af þeirri orsök, að annar fangi, sem hann hafði kynnzt í fangelsinu, hefði dáið tveim árum eftir að Henri var settur í fangelsið. Það hefði sem sé ekki verið vonlaust um, að fanga þessum yrði hleypt út aftur, og þegar hann andáðist, tók bróðir minn upp nafn hans, og fékk fangavörðinn til að segja han nsjálfan látinn. En það stoðaði ekkert. Aldrei kom nein skipun um að láta hann lausan, og hann sat þar ár eftir ár, þar til áhlaupið var gert á kastalann, og kastalinn var rifinn til grunna. Þegar kon- an hans sá dánarvottorðið, hélt hún, að hún væri orðin ekkja, og gat þá ekki lengur veitt of- ríki föður síns viðnám. Henri hefði auðvitað getað fengið síðari giftingu hennar ónýtta, en hann vildi ekki gera það. Hann vildi meira að segja ekki láta hana verða áskynja um það, að hann væri á lífi, til þeSs að gera ekki illt verra. Hann fór þess vegna til Indlands, og dvaldi þar nokkur ár. Þar kynntist hann frakkneskum lækni, er hafði verið þar lengi búsettur. Henri sagði honum harmasögu sína, og tók að læra læknfsfræði hiá honum. Svo var Lacour læknir al!t íeinu kvaddur heim til Frakklands, og bróð ir minn varð eftir, og tók við störfum hans. Og svo dó bæði faðir Louísu og maðurinn hennar, cg hún varð aftur ekkja, frjáls og óháð. Eg skrifaði Henri það þegar, og bað hann um að koma sem skjótast heim aftur frá Indlandi. En bréfið mitt var heilt ár á leiðinni, og það leið nærri því annað ár til, áður en hann kom. Hann var orðinn ellilegur og hvítur fyrir hærum, en hann var fulltrúa um það, að konan hans myndi taka jafn ástúðlega móti sér nú eins og áður.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.