Heimskringla - 28.11.1951, Side 7
WINNIPEG, 28. NOV. 1951
HEIMSKRINGLA
7. SdEBA
SUEZ-SKURÐURINN
sa. nkallað hlið Austurlanda
Þegar menn koma til Port
Said, hefst siglingin gegnum
Suez-skurð, sem skilur Afríku
og Asíu að. Leiðin til ævintýra-
heims Austurlanda liggur um
þenna fræga skipaskurð frá Port
Said við Miðjarðarhaf til Suez
við Rauðahafið, 101 ensk míla á
lengd. Menn hafa komizt að
þeirri niðurstöðu, að skipin sigli
hann að meðaltali á 11 stundum
og 31 mín.
SIGLT UM SUEZ-SKURÐ
Áður en lagt er af stað bíða
ferðalangarnir þess í ofvæni,
hvort leið þeirra liggi um skurð-
inn að deginum eða náttarþeli.
Nætursiglingin er sérkennileg í
mánaskini gegnum sandauðnina,
en tilbreytingarlaus er hún. Best
er því að fara skurðinn um dag,
þá er útsýn betri. Þar, sem Port
Said liggur nú, var eitt sinn
eyðimörk. Nú er þetta mikill
verzlunarbær, og það eru bæði
fésýslumenn og vasaþjófar, sem
þar hagnast drjúgum.
Ys og þys er um borð, uns skip
ið leggur frá. Hægt og hægt þok-
ast það gegnum sandhafið og
auðnina, en hlýr eyðimerkurvind
urinn leikur um skipið. Stund-
um koma sandbyljir, og þá verð-
ur mönnum ljós nauðsyn þess,
að skurðurinn sé hreinsaður öll-
um stundum.
KOSTAÐI LÍF 100 ÞÚS.
ÞRÆLA
Það var Frakkinn Ferdinand
de Lesseps, sem fyrstur fann
upp á að grafa skurð í sandauðn-
ina við Suez, en hann var ekki
fyrstur með hugmyndina um að
stytta siglingaleiðina til Austur-
landa Um 1300 f. K. létu kon-
ungar Egyptalands sér til hugar
koma að tengja Níl og Rauðahaf
ið með skurði og hafist var
handa, en skurðurinn varð aldrei
tullger, að hálfnuðu verki var
því hætt, þá höfðu 100 þús. þræl-
ar týnt þar lífinu.
Bretar sem höfðu er stundir
liðu, meiri not Suez-skurðarins
en nokkur önnur þjóð, tóku hug-
myndinni kuldalega lengi vel.
Aftur á móti vildu þeir leggja
járnbraut gegnum Egyptaland
tii Suez, því að vitaskuld höfðu
þeir hug á að stytta leiðina til
Austurlanda.
BRETAR STÓÐU HJÁ
En Ferdinand de Lesseps trúði
á hugmynd sína, og það var hann
sem hratt hinni stórkostlegu fyr
irætlun í framkvæmd. Frakk-
landsstjórn og Egyptalandskon-
ungur lögðu fram fé.' Fésyslum.,
margra landa keyptu hlutabréf
og styrktu þannig verkið. Bret-
ar einir stóðu hjá og lögðu ekki
fram grænan eyri.
ÓGLEYMANLEG VEIZLA
Lesseps fékk heimildina til
skurðgerðarinnar hjá Ismail
Pasha 1845, en 17. nóv. 1864 gat
hann haldið hátíðlega vígslu
skurðarins. Það voru veizluhöld,
sem allur heimurinn talaði um.
50 herskip frá öllum löndum
heims vörpuðu akkerum í Port
Said, fánar blöktu og fallbyssu-
skotin dundu, margt stórmenni
var þar líka um borð. Bakkar
skurðarins voru þaktir skraut-
tjöldum, sheikar og Bedjúana-
höfðingjar koma víðs vegar að
með viðhafnarlegar úlfaldalest-
ir til að taka þátt í hátíðahöld-
unum.
Ræður voru fluttar og tapp-
arnir í kampavínsflöskunum
hófu kapphlaup við fallbyssu-
skotin. Flugeldar svifu um himin
hvolfið og Ijósadýrðin stóð í
Ijóma. Þetta var veizla, sem
seint gleymdist.
Við söngleikahöllina í Kairó
var hátíðasýning. Verdi hafði
verið beðinn að smiða listaverk,
er flutt yrði á vígsluhátíðinni,
það var “Aida”. Það var dýrleg-
asti söngleikur, sem Eeyptar
höfðu nokkru sinni séð. Ekkert
var sparað til að gera allt
sem glæsilegast. — Kon-
ungurnin og ríkisféhirslan borg-
aði brúsann. Jafnvel gimsteinarn
ir sem söngvararnir báru á leik-
sviðinu, voru ósviknir.
NÝTT STÓRVELDI KEMUR
TIL SÖGUNNAR
En að hátíðahöldunum lokn-
um komu virkir dagar. Lesseps
uppgötvaði, að skurðurinn hans
hafði orðið of dýr. Útgjöldin
urðu hér um bil helmingi hærri
en áætlað var. Allt komst á helj-
arþröm, og Suez-skurðurinn var
til sölu. Lesseps vonaði, að Bret-
ar mundu kaupa, en þeir þóttust
ekki hafa hug á þeim viðskipt-
um.
Það var ekki fyrr en félagið,
sem stóð að Suez-skurðinum
hafði komist úr kröggunum, að
breskir stjórnmálamenn uppgötv
uðu, að þeir höfðu látið óvenju-
legt tækifæri ganga sér úr greip
um. En konungurinn kom þeim
til hjálpar, önnur eins eyðsluhít
og hann var. Því var hvíslað í
Lundunum, að hlutabréf hans í
Suez-félaginu væri til sölu, því
að hann hafði uppgötvað, að rík-
is féhirslan var tóm. Og Disraeli
hamraði járnið meðan það var
heitt. Þannig tókst Bretum að
krækja fingrinum í stjórnar-
tauma fyrirtækisins þó að Egypt
ar og Frakkar hefði einir átt það
til þessa.
Nú ráða Bretar yfir 44 hundr-
aðshlutum hlutaf jársins, en
stjórn fyrirtækisins er samt sem
áður með aðsetur í París. í stjórn
arnefndinni eru 19 Frakkar, 10
Bretar, 2 Egyptar og 1 Hollend-
ingur. Þeir, sem sjá um daglegan
rekstur fyrirtækisins, eru flest-
ir Frakkar, en á seinni árum hafa
Egyptar gert kröfur um aukna
hlutdeild og hefir verið farið
nokkuð að vilja þeirra í þeim
efnum.
Árið 1888 var Suez-skurðurinn
lýstur hlutlaus. Með samningi
var því slegið föstu, að hann
skuli vera opinn verzlunar- og
herskipum allra þjóða jafnt,
hvort sem er friður eða stríð í
heiminum. Þetta ákvæði hefir
aldrei verið fótum troðið. í Port
Said stendur Ferdinand de Les-
seps á stalli og réttir út hægri
hönd. Hann býður öllum þjóðum
heims að sigla um skurðinn sinn,
en hann er nú ekki annað en lík-
neski.
Suez-skurðurinn hefir enn
reynzt leið til þrætu þjóða í
milli. Necho, konungur, sem
forðum lét hefja skurðgröftinn
milli Nílar og Rauðahafs lét
hætta því verki, er véfrétt tjáði
honum, að útlendingar mundu
nota hann til tjóns fyrir hann
sjálfan og Egyptaland. Ef til
vill hafa Egyptar enn hlerað hjá
véfrettinni í eyðimörkinni að
skurðurinn muni verða notaður
svo, að synir pyramidanna bíði
hnekki við. —Mbl. 19. okt.
“Brautin” VIII árgangur ný-
komin út, fæst hjá útsölumönn-
um víðsvegar í Bandaríkjunum
og Canada, einnig á skrifstofu
Heimskringlu. Vandað rit að
efni og frágangi, aðeins einn
dollar heftið.
Nú heita hinir fornu Græn-
lendingar “Nordboede ’!
Pólitiken flytur s.l. sunnudag
viðtal við danska fornleifafræð-
inginn Leif Vebeck, sem nýkom
inn er heim úr rannskónarferð
til Grænlands. Hefur Vebeck
þar m.a. grafið í rústir íslend-
ingabyggðanna fornu í Vatna-
hverfi, sunnan Julianehaab. Seg
' ir hann frá því, að þar hafi í
húsatóftunum fundizt beina-
grind af hvítum manni og gæti
sá hafa verið síðasti hvíti maður-
inn, sem lifað hafi í þeirri
byggð. Það vekur athygli, að
hinir fornu Grænlendingar eru
ígrein þessari ýmist nefndir —
Nordboere eða “gamle Europæ-
ere”, en hvergi er minnst á
tengsl hinna fornu Grænlend-
inga við ísland, eða að þeir hafi
þaðan komið. Leifar byggðanna
íslenzku í Grænlandi heita nú
“Nordbo-rúinerne”! —Dagur
HITT OG ÞETTA
Nýtt penicillin
— Dr. Harrison Flippin, prófes-
sor í læknisfræði við Pennsyl-
vaniaháskólann í Bandaríkjunum
hefur tilkynnt opinberlega nú
fyrir skömmu, að hann hafi
fundið upp nýtt lyf, sem líkist
penicillin, en taki því fram að
ýmsu leyti.
Lyf þetta nefnist neopenil, og
hefur það einkum gefið góða
raun í baráttu við ýms konar
lungnasjúkdóma.
★
Ski!ur Ingrid við Rossellini?
Morgon-Tidningen í Stokk-
hólmi segir umboðsmann ítalska
kvikmyndafélags spá því, að
sænska kvikmyndastjarnan Ing-
rid Bergman muni innan skamm
skiljavið hinn ítalska mann sinn.
Roberto Rossellini kvikmynda-
tökustjóra, af því að hann vilji
banna henni að leika undir stjórn
nokkurs annars en hans.
Ingrid hefur fengið kostaboð
frá Alexander Korda, segir um-
boðsmaðurinn, um að leika und-
ir stjórn hans í nokkrum kvik-
myndum á Englandi; en Rossel-
lini vill ekki að hún taki því. En
það verður haldið áfram að ganga
eftir Ingrid, sem er stöðugt mjög
vinsæl meðal kvikmyndahúss-
gesta; Rossellini hefur hins veg-
ar fallið mjög í áliti. Þetta mun
fyrr en síðar leiða til þess, að
þau skilji. —Alþbl. 7. nóv.
•
Fimm litlar skjaldbökur á-
kváðu að fara í skemmtiferð.
Þær tóku til nesti og lögðu af
stað til tiltekins staðar. Þrem
árum síðar voru þær komnar á
staðinn, breiddu dúk á grasið og
tóku fram nestið. Þá sáu þær, að
þær höfðu gleymt tappatogaran-
um heima.
—Ekki fer eg eftir tappatog-
aranum, sagði sú elzta. Það er
bezt að sú yngsta fari.
—Eg skal fara, sagði sú yngsta
en eg veit, að þið munuð borðá
allt nestið, meðan eg er í burtu.
—Nei, nei, við skulum bíða,
þar til þú kemur aftur, sögðu
hinar fjórar.
Tíu árum síðar var yngsta
skjaldbakan enn ekki komin með
tappatogarann.
—Eg er að verða þreytt að
bíða, sagði ein skjaldbakan.
—Og eg er að verða svöng,
sagði önnur.
—Hvernig væri að við fengj-
um okkur örlítinn brauðbita,
meðan við bíðum? spurði sú
þriðja.
—Samþykkt, sögðu hinar
þrjár. Auk þess getur enginn séð
þótt örlítið brauð vanti. Og þær
bitu í brauðið.....
Rétt í þessu kom yngsta skjald
bakan þjótandi út úr skógar-
þykkni og hrópaði: Þarna stóð
eg ykkur að verki! Það var svei
mér gott, að eg fór ekki lengra!
Kaupið Heimskringlu
Lesið Heimskringlu
Borgið Heimskringh)
INNKOLLUN ARMENN HEIMSKRINGLU
A ISLANDI
Reykjavík...........Björn Guðmundsson, Freyjugata 34
t CANADA
Árnes, Man..........................S. A. Sigurðsson
Árborg, Man.........................G. O. Einarsson
Baldur, Man_____________________________
Belmont, Man............................g. J. Oleson
Bredenbury, Sask._.JIalldór B. Johnson, Churchbridge Sask.
Churchbridge, Sask----------------Halldór B. Johnson
Cypress River, Man................. g. T. Oleson
Dafoe, Sask____________
Elfros, Sask---------------—Mns. J. H. Goodmundson
Eriksdale, Man----------------------Ólafur Hallsson
Fishing Lake, Sask--------Rósm. Árnason, Leslie, Sask.
Foam Lake, Sask.
Rósm. Árnason, Leslie, Sask.
Gimli, Man--------------------------------K. Kjernested
Geysir, Man-----------------------------G. B. Jóhannson
Glenboro, Man_______________________________G. J. Oleson
Hayland, Man........................ __Sig. B. Helgason
Hecla, Man...........................Jóhann K. Johnson
Hnausa, Man...............—.............Gestur S. Vídal
Innisfail, Alta.-------Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta.
Kandahar, Sask.__________
Langruth, Man----------------------- Mrs. G. Thorleifsson
Leslie, Sask..........................Th. Guðmundsson
Lundar, Man.................................D. J. Líndal
Markerville, Alta-----Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta.
Morden, Man------------------------„Thorst. J. Gíslason
Mozart, Sask.............................Thor Asgeirsson
Otto, Man-----------------------D. J. Líndal, Lundar, Man.
Piney, Man.................................jg. y. Eyford
Red Deer, Alta-----------------------ófeigur Sigurðsson
Riiverton, Man-------------------------Einar A. Johnson
Rgykjavík, Man-------------------------Ingim. Ólafsson
Selkirk, Man...........................Einar Magnússon
Siiver Bay, Man..........................HaHur Hallson
Steep Roek Man-----------------............Fred Snædai
Stony Hill, Man.^------------_D. J. Líndal, Lundar Man
Swan River, Man______________________Chris Guðmundsson
Tantallon, Sask.........................Árni S. Árnason
Thornhill, Man----------Thorst. J. Gíslason, Morden, Man.
Vancouver, B. C.....Gunnbj. Stefánsson, 1075—12 Ave. W.
Víðir, Man-------------------Aug. Einarsson, Árborg, Man.
Wapah, Man--------------_Ingim. Ólafsson, Reykjavík, Man.
Winnipeg----_S. S. Anderson, 800 Lipton St. Winnipeg’ Man.
Winnipegosis, Man..............................S. Óliver
Wynyard, Sask.....................
I BANDARIKJUNUM
Akra, N. D-------------Bjöm Stevenson, Akra P.O., N. D.
Bantry, N. Dak____________]
Bellingham, Wash—Mrs. Joíhn W. Johnson, 2717 Kulshan St.
Blaine, Wash----------------------.Magnús Thordarson
Cavalier, N. D---------Bjöm Stevenson, Akra P.O., N. D.
Crystal, N. D-----Stefán Indriðason, Mountain P.O., N.D.
Edinburg, N. D---Stefán Indriðason, Mountain P.O., N.D.
Gardar, N. D------Stefán Indriðason, Mountain P.O., N.D.
Grafton, N. D----Stefán Indriðason, Mountain P.O., N.D.
Hallson, N. D-----------Björn Stevenson, Akra P.O., N. D.
Hensel, N. D-----Stefán Indriðason, Mountain P.O., N.D.
Ivanhoe, Minn--------Miss C. V. Dalmann, Minneota, Minn.
Milton, N. Dak----------------------------s. Goodman
Minneota, Minn..... ............Miss C. V. Dalmann
Mountam, N. D-----Stefan Indriðason, Mountain P O N D
Point Roberts Wash..._ _ ___..........Asta Noffnan
Seattle, 7 Wash------J. J. Middal, 6522 Dibhle Ave N W
Upham, N. Dak_________________________
The Viking Press Ltd.
Winnipeg Manitoba
Professional and Business Directory=—
*
OÉfice Phone Res. Phone 924 762 726115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultaitions by Appointment DR. A. V. JOHNSON DENTIST • 506 Somerset Bldg. • Office 927 932 Re*. 202 398
Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 928 291
J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Finandal Agents Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg DR. H. W. TWEED Tannlæknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Oor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 926 952 WINNIPEG
THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants • 505 CONFEDERATION LIFE Bldg. • TELEPHONE 927 025
WINDATT COAL CO. LIMTTED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 927 404 Yard Phone 28 745 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daiiy. Plants in Season We specialize in Wedding and Ooncert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken
CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oi Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. . Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 A. S. BARDAL LIMITED selur llkkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaöur sá besti. Ennfremur selur hann oiiairon/n- minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 27 324 Winnipeg
M. Einarsson Motors Ltd. Distributors KAISER AUTOMOBILES The 1951 Kaiser Car is here Built to Better the Best on the Road IMMEDIATE DELIVERY Shewroorn: 445 RIVER AVENUE Phone 44 395 & 43 527 Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 925 061 510 Toronto General Trusts Bldg.
The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 308 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing GUN DRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Mcm. Phone 928 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated
MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. Halldór Sigurðsson ic SON LTD. Contractor & Builder • 542 Waverley St. Sími 405 774
PRINCESS MESSENGER SERVICE Vi8 flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri IbúSum «g húsmuni af öllu tæi. NEW ADDRESS: WHITLA Bldg., 70 ARTHUR ST. WINNIPEG, MAN. C. A. Johnson, Mgr. FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 496
Gimli Funeral Home Ný útfararstofnun hefir tekið til starfa á Gimli. Hún er á lst Avenue — Sími 32 Heimilissfmi 59 Allur útbúnaður hinn fullkomnasti. Utfararstjóri: ALAN COUCH ? ^ Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsia. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, cigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSÍMI 37 466
Baldvinsson’s Bakery 749 EUice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 37 486 TBOS. JAdSON & S0\S LIMITED BUTLDERS’ SUPPLIES COAL - FUEL OIL Phone 37 071 Winnipeg