Heimskringla - 20.02.1952, Blaðsíða 3

Heimskringla - 20.02.1952, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 20. FEBR. 1952 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA FREE! 3BIG PACKETS T & T SEEDS • COMET RADISH • MIDGET CORN • MINCU CUCUMBER plus 1952 T&T SEED DIGEST Just clip this advt. and mail with name and address to T & T SEEDS WINNIPEG, Manitoba - Dept. L3 “pílgrímsferð að Mjóadal”, og lýsir bænum á þessa leið: “Bæjarrústirnar sjást enn í dag, og veggirnir hrundu ekki fyrr en síðastliðið ár. Túnið er furðu grænt, og fyrir neðan það liðast áin eftir dalnum enn sem lyrr, og víðiilmurinn berst með sunnangolunni, og sauðféð unir sér vel í grænum dalbrekkun- um beggja megin við ána. En fyrir ofan brekkurnar eru nú blásnir melarnir að gróa á ný,1 °g sumir telja Mjóadal fegursta óbyggðan dal á öllu fslandi. Austurfjöllin, sem talin eru í baksýn, sjást ekki frá bæjarstæð inu, en víða annars staðar á þess um slóðum.” Grunar mig, að sú lýsing Snerti næma strengi í brjóstum gamalla 'Bárðdælinga vestan bafs, og ekki ólíklega einnig að einhverju leyti í hugum ýmsra snnarra þeirra hérlendis, sem hangað eiga ættir að rekja. En eins og kunnugt er, og vikið er að í sjálfu leikritinu og nánar í 6kýringunum við það, fluttist fjöldi fóiks úr Bárðardal vesfur nm haf snemma á landnámsárum tneðal annars Stefán Guðmunds Son (Stephan G. Stephansson, ^káld) með frændfólki sínu frá Mjóadal. Efni leikrits þessa er því nátengt heilum hóp manna vestur hér, bæði um bæinn og ^eitina þar, sem það gerist, og sögupersónurnar. Skal þess ennfremur getið, að skáldkonan f'leinkar leikritið Bárðdæling- um. “Norðra”-úgáfan vandar löng- um til búníngs bóka sinna, enda er þetta leikrit sérstaklega snot- urt að frágangi, prýtt ágætum myndum eftir Halldór Péturs- son listmálara. Hafi Þorbjörg Árnad., þakkir fyrir þá ræktarsemi við liðna tíð og íslenzkar menningarerfðir, sem lýsir sér fagurlega í þessu leikriti hennar, samhliða því, sem þar er brugðið upp glöggri Svipmynd af örlögum, sem verið bafa og eru enn sameign mann- anna barna um allar jarðir. _______________ » Dánarfregn Þann 14. janúar, 1952, andað- ist Vigdís Kristjánsdóttir Thor- valdson, í San Diego, California. Hún var fædd að Barmi í Gufu- dalssveit í Barðastrandarsýslu, 3 7. marz 1867. Kom til þsesa lands vorið 1893, var um tíma í blorður Dakota, og síðan í Win- nipeg. Þar giftist hún haustið Í897 Óla Sigurjóni Thormod- son, ættuðum úr Flatey á Breið- ^firði. Um aldamótin fóru þau vestur á Kyrrahafsströnd, og bjuggu um tíma í Seattle og á f*t. Roberts, þar til vorið 1913 £ð þau fluttu til San Diego, Cal. bar sem hann dó 1916. Systkini bennar á lfi, eru þau Jónathan Kristjánsson Steinberg í San Diego, Anna Kristjánsdóttir b’alsson í Seattle, og Gísli og Guðbjörg í Reykjavík á íslandi. * The W. A. of the First Luth- eran church will be held next Tuesday, February 26th, in the rhurch parlors, at 2.30 p.m. KAUPIÐ heimskringlu btbrejddasta og fjölbreYttasta islenzka vikublaöið Hvíta vofan AMERÍSK FRÁSAGA \ Þegar hann náði sér dálítið aftur og gat áttað sig, var allt hljótt og kyrt niðri. En hann fékk ekki að njóta lengi ánægjunnar af sigri sínum. Kvalirnar í hendinni og handleggnum byrjuðu þegar aftur, og lagði þær um allan lík- amann. Þær voru svo sárar, svo óttalega sárar, að hann hefði fenginn losað sig við þær með því að fyrirfara sér sjálfur, ef hann hefði bara haft mátt í sér til þess, að fara með rýtinginn. Þannig lá hann og kvaldist óumræðilega klukkustund eftir klukkustund, og loksins tók að birta af degi. Hvernig átti hann að afbera þetta, þar til hann næði í hjálp. Hann reyndi að kalla, til þess að vekja gömlu hjónin, en rödd in var biluð, og hásu hljóðin, sem hann gat kreist upp úr sér, fylltu hann skelfingu, með því að hið æsta ímyndunarafl hans kom því til leiðar, að honum heyrðust þau líkust hunda- gelti. 24. Kapítuli Mendon og presturinn komu til “Corona” í dögun, en frestuðu því, að heimsækja Lecour, þar til þeir hefðu hvílt sig dálítið eftir erfiði næturinnar og snætt morgunverð. Meðan verið var að undirbúa matinn, lagði maddama Crozat ýmsar spurningar fyrir Mendon um það, hvað við hefði borið, og svaraði hann þeim með mik- illi varkárni. “Eg skal þegar segja yður eitt, sem þér hljótið hvort sem er að fá vitneskju um bráð- lega. Þótt undarlegt megi virðast, þá er faðir Eustace tengdasonur Lecours gamla. Hann hef- ir sjálfur trúað mér fyrir því, að hann er sá hinn sami Julie'n Durand sem strauk burt með dóttur Lecours.” “Og hann ætti þá að vera faðir stúlku þeirr ar, sem varð okkur samferða frá New Orleans?” spurði maddama Crozat áköf. “Það er ósenni- legt!” “Já—það finnst mér nú líka. En eg efast samt ekki um það, að hann sé hinn rétti Julien Durand.” “Þá hlýtur hann líka að vera faðir hennar, ef hún er í raun og veru dótturdóttir Lecours.” “EF — já, en það er einmitt það, sem efi getur leikið á. Eg er fyrir mitt leyti sannfærð- ur um, að Adrienne er dóttir Louisu Montreuil, og eS hefi fengið yfirnáttúrlega sönnun fyrir því.” Maddama Crozat starði á hann vantrúar- augum. “Þú ert svo skynsamur maður, að þú ættir ekki að láta hjátrú og hleypidóma fara með þig í gönur, sonur minn. Segðu mér, hvernig það atvikaðist.” Mendon hugsaði sig um litla stund. Hann vissi ekki almennilega, hvernig hann átti að fara að því, að segja frá komu sinni til Belair, án þess að ljósta því upp, hvert erindi hans var þangað. Að lokum mælti hann: “í fyrrinótt kom í mig svo óviðráðanleg löngun til þess, að koma til Belair, að eg varð að fara af stað. Mér datt sem sé í hug, að það væri ekki vonlaust um, að eg fengi að sjá Adri- enne á reiki um húsið, því að þú manst það víst, að hún sagði okkur, að hún gengi í svefni?” “Nú, sástu hana þá?” “Já, eg sá hana ganga eftir langa ganginum, sem er niðri í húsinu, og sá hana fara upp stig- ann og hverfa inn í herbergið sitt.” "Nú, já—og vofan? Hvar hittir þú hana?” “Þegar eg var snúinn aftur til leynidyr- anna, hafði eg sökkt mér svo niður í hugsanir mínar, að mér hraut ósjálfrátt hálf-hátt af munni spurning sú, sem við viljum svo fegin fá leysta. Og þú trúir því sjálfsagt ekki, en spurn- ingunni var í raun og veru svarað, og það á þann hátt, að svarið sannar, að Adrienne er af Mon- treuil ættinni. Já—og meira en það. Eg sá hvítu vofuna líða á undan mér eftir ganginum, sá henni bregða fyrir í tunglsgeislarák sem kom inn um rifu í einum gluggahleranum. “Og nú heldur þú, að þú hafir í raun og veru séð svip Louisu Montreuil? spurði madd- ama Crozat tortryggin. “Hvað gat það verið annað? Það var að minnsta kosti hennar málrómur, sem svaraði rétt hjá mér.” “Og var það líkt henni í andliti og vaxtar- lagi?” “Það var of dimmt til þess að eg gæti séð það. Auk þess virtist hún vera hjúpuð í ein- hverjar hvítar slæður.” “Já, hún hefir auðvitað verið í þessum venjulega vofubúningi. Ef þú hefir í raun og veru heyrt rödd Louisu Montreauil, þá er hún lifandi. Eg hefi einmitt lengi haft grun um, að svo kynni að vera.” Mendon starði forviða á hana. Louisa lifandi, og eg ætti ekki að vita það? Það er óhugsandi! Hún myndi alls ekki hafa haldið því leyndu fyrir mér. Hvaða ástæðu hefir þú til þess, að ímynda þér þetta, maddama?” “Bara ýms smá-atvik, sem eg hefi komizt eftir, og reynt að tengja saman eftir því sem eg hefi getað. Eitt er víst, og það, að ef hún er á lífi, þá veit Brunel læknir það, því hann bjarg aði henni úr fljótinu, þegar hún fleygði sér í það í örvæntingu sinni. Það var þá haft á orði að hann myndi hafa lífgað hana við aftur. En af því að hún vildi ekki hverfa aftur heim til mannsins síns, hefði hún fengið læknirinn til þess, að gefa henni eitthvert lyf, sem kom því til leiðar, að hún leit út, sem hún væri liðin. Þú varst fjarverandi, þegar þetta átti sér stað, og þegar þú komst aftur, voru liðin nokkur ár frá láti hennar, svo að þá hefði hún auðvitað ekki íarið að gefa sig fram við þig. Eg fyllyrði alls ekki, að hún sé lifandi, en eg held, að hafi hún í raun og veru talað við þig með sinni náttúr- legu röddu í fyrrinótt, þá hafi hún gert það sem vera íklædd holdi, en ekki sem vofa eða andi.” Professional and Business uuectory- — Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 DR. A. V. JOHNSON DENTIST Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. • 506 Somerset Bldg. Consultations by Appointment • • Office 927 932 Res. 202 398 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG C.LINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & * EGGERTSON Löglrœðingar Bank of Nova Scotia Bidg. Portage og Garry St Sími 928 291 “Og ef hún er á lífi, þá er það hún, sem á allar eignirnar, en ekki Adrienne”, mælti Men- don hálf-gremjulega, og var auðheyrt, að hann hugsaði meira um auðinn en stúlkuna. Maddama Crozat horfði á hann, brosti hörkulega og mælti kuldalega. “Ef peningarnir eru það eina, sem vekur á- huga þinn á þessu máli, þá held eg sé bezt fyrir þig, að þú sleppir ekki tökunum á henni stjúp- dóttur minni. Paulína hefir fengið fréf frá Frakklandi, er skýrir henni frá úrslitum máls- ins, og hefir það farið svo, að í staðinn fyrir fimmtiu þúsundir franka, fær hún nærri því hálfa miljón”. Mendon hlustaði með sýnilegri athygli á orð hennar. Paulina er lagleg stúlka og getur stundum verið yndisleg, en auðæfi hennar yrðu mér ef- laust nokkuð dýr, því að hún myndi ætíð skoða mig sem ánauðugan þræl sinn, og ætlast til, að eg færi að öllu eftir hennar vilja. En Adrienne er aftur á móti gæflynd, og myndi hún því fara að mínum vilja í öllu”. “Já, ef til vill—ef hún elskaði þig mjög, en það gerir hún auðsjáanlega ekki. Adrienne er ekki viljalaus, og lætur aldrei þann mann drottna yfir sér, sem hún hefir gifzt af ein- hverri annari ástæðu, heldur en ást á honum. Nei, haltu þig, sem sagt, heldur að Paulínu. Það verður áreiðanlega það vissasta fyrir þig.” “En eg er alveg eins viss um, að geta náð í Adrienne, og eg sléppi henni ekki með fúsum •vilja.” Maddama Crozat brosti lítið eitt, en hún fékk ekki tíma til að svara, því að presturinn J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financia! Agents Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 927 404 Yard Pbone 28 745 CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors ot Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 DR. H. W. TWEED Tannlseknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smdth 9t. PHONE 926 952 WINNIPEG H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants 505 CONFEDERATION LIFE Bldg. TELEPHONE 927 025 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Weddlng and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL limited selur ltkkistur og annast um utfarir. Allur úttbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann a1I«lrr.viar rninnisvaráa og legsteina 843 SHERBROOKE ST Phone 27 324 Wtnnipeg kom inn í þessum svifum. Hún sat þögul og alvarleg við borðið, og beið þess, að faðir Eustice minntist eitthvað á hinn tilvonandi gest. En hann mælti ekkert í þá átt, fyr en þeir voru að fara af stað; þá mælti hann: “Eg verð neyddur til að biðja yður að hýsa vinstúlku mína eina í nokkra daga, maddama. Eg vona, að hún sé velkomin gestur hér?” “Vinir yðar eru ætíð velkomnir, faðir Eus- tace,” svaraði Maddama Crozat og brosti blíð- lega, jafnvel þótt henni líkaði alls ekki vald það, sem presturinn virtist alt í einu hafa fengið yfir stjúpsyni hennar. Um leið og þeir fóru, kom Paulína inn, og heyrði það sem talað var. “Hver er það, sem á að koma hingað, mad- dama?” spurði hún og brosti. “Er það máske unga, ókunna stúlkan í “Óhugðarborg?” “Já, eg held það”, svaraði maddama Crozat þurlega. Paulína hló hæðnislega of mælti: “Eg skal veðja við yður um það, maddama, að hún kemur hingað aldrei, hvorki í dag, né nokkurn annan dag.” “Hvað áttu við Paulína?” “Blátt áfram það, sem eg hefi sagt. EG hefi skýrt Lecour frá ráðagerð þeirri, sem 1 bruggi hefir verið, um það, að sameina auðæfi dóttur Louisu Montreuil og fátækt stjúpsonar yðar. Og ef hann er ekki bandvitlaus, mun hann nú hafa komið henni svo undan, að þeir, sem hafa ætlað að ná í arf hennar, finna hana ekki.” “En hvernig hefir þú fengið vitneskju um þetta?” spurði gamla konan alvarleg. “Sumpart hefir dómgreind mín og skyn- semi sagt mér það, sumpart og aðallega veit eg það af því, sem Leonia sagði mér. Hélduð þér, í alvöru, að eg væri svo einföld að segja yður, hvað hún sagði í raun og veru? Nei — það geymdi eg handa Lecour, sem mest reið á að fá að vita það.” "Og hefir þú í raun og sannleika sagt þessu gamla tígrisdýri nokkuð það, sem getur komið veslings barninu í lífsháska? Eg gat ekki trúað því, að þú, ekki einu sinni þú, Paulína, gætir framið slíkt níðingsverk.” Paulína fölnaði lítið eitt, en svaraði kæru- leysislega: “Eg hefi gert það, og get ekki ímyndað mér, að það hljótist neitt illt af því. Þér eruð bara að reyna að hræða mig, maddama.” M. Einarsson Motors Ltd. Distributors KAISER AUTOMOBILES The 1951 Kaiser Car is here Built to Better the Best on the Road IMMEDIATE DELIVERY Showrooin: 445 RIVER AVENUE Phone 44 395 & 43 527 l nion Loan & Investment COMPANY Rental. Insurance and Financlal Agents Sxmi 925 061 510 Toronto General Trusts Rldg The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 308 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Nettlng 60 Victoria St„ Winnipeg, Man. Phone 928 211 Manager: T. R. THORVALD6ON Your Patronage Will Be Appreciated MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winniptg, Man. Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder • 542 Waveriey St. Sími 405 774 COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, pianós og kxliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fituningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 496 - ) Gimli Funeral Home Ný útfararstofnun hefir tekið til starfa á Gimli. Hún er á lst Avenue — Simi 32 Heimilissimi 59 Allur útbúnaður hinn fullkomnasti. Ctfararstjóri: ALAN COUCH 1 Vér verzlum aðeins með fyrsta □okks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðshu TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI 37 466 Baldvinsson’s Bakery 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gferðar samkvæmt pöntun Sími 37 486 THOS. .IKkSflS & SIIIS LIMITED BUILDERS’ SUPPLIES COAL - FUEL OIL | Phone 37 071 Winnipeg /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.