Heimskringla - 12.03.1952, Side 1

Heimskringla - 12.03.1952, Side 1
AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD -look £or the Bright Red Wrapper AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD -look for the Bright Red Wrapper LXVI ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 12. MARZ, 1952 NÚMER 24. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Unaðslegt söngkvöld Söngkvöld Mrs. Elmu Gísla- son í Sambandskirkjunni s. 1. fimtudag, var mjög skemtilegt. Hefði verið gaman að sjá kirkj- una troðfulla við það tækifæri. Það er bæði fágætur og mikill viðburður í íslenzku sönglífi hér, er sliík söngkvöld eru hald- in og borin uppi af einum söngv- vara. Við eigum þá svo fáa, sem færir eru um það. Mrs. Elma Gíslason er hér um slóðir ein af hinum kunnustu söngvurum. Hún er hér lengi búin að skemta með söng sínum, bæði á samkomum og sem sólo- bsti Sambandskirkju. Hún á hér fjölda aðdáenda. En svo ágætur sem söngur hennar hefir verið, ætlum vér að henni hafi aldrei tekist betur enn ií þetta sinn. Val laganna í þetta sinn var eitt hið fjölbreyttasta ög það setti mikinn heildar og fullkomnun- ar blæ á sönginn. Þarna var og um mörg stór fög að ræða. Að æfa þau eins og raun var á að þarna hafði verið gert, er ekki erfiðislaust. Með tilliti til slíks verks og að arður af söngkvöldinu var allur helg- aður söfnuðinum, verður söng- konunni aldrei nógsamlega þakk að starf sitt af hálfu safnaðar- félaga hennar og safnaðarins sjálfs, auk þess almenna unaðar, er af söngnum frá listrænni hlið stafaði. Við sönginn aðstoðaði Miss Gwendda Owen Davies. Taugaveiki í Norður Koreu Megn taugaveiki kvað komin upp í her Norður-Koreu. Hafa Bússar brugðist við og sent alla þýzka sérfræðinga í Austur- Þýzkalandi, sem þeir hafa fund- !ð til að reyna að stemma stigu fyrir veikinni. Það lítur út fyrir, að það sé ekki mikið rússnekra lækna sem treystandi er fyrir starfinu. Blöð Rússa létu svo heita, að þetta væri Bandaníkja flughern- um að kenna. Ridgway foringi hers Samein uðu þjóðanna, segir enga hæfu fyrir því, að flugher hans hafi komið svo mikið sem til hugar, að byrja þarna gerlahernað. En hann segir, að betra sé að j bafa gætur á Rússum, þv.í lýginj á Bandaríkjaflugherinn geti t’erið fyrirboði um að kommún- istar séu að fara af stað með gerlahernað sjálfir. Það komi oftar fyrir en hitt, þegar þeir séu að brugga ein- hverja ósvífni, að þeir haldí fram, að það séu aðrir en þeir, sem upptökin eigi. 0 Bevan vann! áleit hvern einstakling hafa rétt til að hafa sína skoðun á lög- gjafarmálunum. Það væri það sem oft gerðist og væri liðið inn an annara þingflokka. Atkvæðagreiðsla — til hvers? í ræðu sem Mr. D. L. Camp- bell forsætisráðherra Manitoba flutti s.l. mánudag á fylkisþing- ingu, lýsti hann því yfir, að at- kvæðagreiðsla Winnipegbúa um orkurekstur fylkisins sé ekki á neinn hátt bindandi um það hvort fylkið taki reksturinn sjálft yfir eða ekki. Ef svo er, til hvers er þá atkvæðagreiðsl- an? Ef Winnipegbúar greiða eindregið atkvæði um að þeir ætli sér sjálfir að eiga sitt þjóð- eignakerfi, City Hyrdo, ætlar þá fylkið eftir sem áður að taka það af þeim? Til hvers er þá ver- ið að kosta til atkvæðagreiðslu? Kosningahorfurnar góðar fyrir Eisenhower og Kefauver í gær fóru fram fyrstu undir- búningskosningarnár eins og að venju í N. Hampshire í Banda- ííkjunum. Þarna er ekki um stórt ríki að ræða, en það hefir eigi að síður ávalt þótt eftir- tektarvert, hvernig undirbúnings kosningar þar fara. Hafa margir trú á því, að kosningarnar í land- inu fari eftir því, sem þarna á sér stað. Og nú urðu úrslitin þau, að innan samveldisflokksins (Rep.) vann Eisenhower mikinn sigur yfir Senator Robert Taft, en sér veldismannamegin (Dem.) Sen., Estes Kefauver frá Tenn. á móti Harry S. Truman forseta. Atkv. urðu á þá leið, að Eisenhower tru talin 39,583, en Taft 30,115; Kefauver 18,347 og Truman 15,- 112. Af þessum atkvæðum er eins og oft áður dæmt, að afstaðan á fundum flokkanna lí júní um íorseta útnefningu fyrir árið ’52, geti orðið svipuð þessu. Forseta reiptogið yrði þá milli Eisen- hower og Kefauver. En lengra skal ekki út í þessar sakir farið að svo stöddu. FRÁ ÍSLANDI ísland greiðir 0,04% af reksturskostnaði SÞ Fjárhagsáætlun Sam. þjóðanna tyrir 1952 er nú lí smíðum og eru útgjöldin áætluð $47,798,000 Upphæðinni er skipt niður á þátttökuríkin eftir stærð, getu, þjóðartekjum o.s. frv. Stærstur er hlutur Bandarákjanna, 38.92 pró cent, Bretland er næst með 11.37 pró cent. Með tilliti til þess, að Rússar hafa tilkynnt auknar þjóðartekjur, var hlutur þeirra hækkaður úr 6.34 per cent í 6.69 per cent. í þessu sambandi má benda á, að Rússar hafa ekki lagt grænan eyri til Barnahjálp- ar S.Þ., ekkert til flóttamanna í Evrópu, Palestínu eða Koreu, ckkert til alþjóða-heilbrigðis- málastofnunarinnar og ekkert til Aparnir þrír Á aldintré sátu apar þrír, og ýgldu þar sínar loðnu brýr. Þar einn bað sér hljóðs og sagði svo með svipþótta snjalt við hina tvo: “Sú kviksaga berst með hæðnis hljóm —En hún er auðvitað lýgi tóm— að mennirnir séu af okkar ætt: að apar hafi þá getið og fætt. En það er argasta ærurán á okkur að klína slíkri smán; það skeður aldrei—því eið eg vinn— að api skilji við maka sinn. Það á sér víst heldur engan stað að apamóðir—við sverjum það— í annara skúta skreiðist inn, og skilji þar eftir króann sinn. Hjá öpum mætti það aldrei ske að einn þeirra tæki kókótré og hlæði kring um það háan garð, svo hinum ekkert til bjargar varð. Og hugsið ykkur hvað hlyti að ske, ef hlæði eg garð um þetta tré; þið vitið að harðkræft hungrið er; þið hlytuð að stela björg frá mér. Innan verkamannaflokksins s-tóð mikil rimma í gær um það, hvort Aneurin Bevan hefði ekki gert sig brotlegan við verka- tnanna samtökin, með því, að vera á móti stefnu stjórnmála- flokksins í hernaðarmálum. Tel- ttr Clements Attlee Bevan hafa Sert það með framkomu sinnij er hann fór úr stjórninni forð- t'm og gerði tillögu um, að hann! yrði rekinn af flokks samtökun- um. En tillaga Attlee var óvart feld með 172 atkvæðum gegn 62. Attlee hélt fram.að verka- tttannaflokkurinn á þingi, yrði flð vera sammála, ef kjósendur^ ®ttu nokkuð að geta treyst hon- Urn- Velferð samtakanna væri Uudir því komin. Fundinn Sreindi þarna á við hann og Og heyrið bræður; það eitt er enn, sem apar forðast, en tíðka menn; Og það er að skerða skynvit sín með skólpi, sem nefnist brennivín. Og hvenær sjást apar æfa lýð til áþrótta, sem er kallað stríð? Það mennirnir frömdu og fremja enn:— þeim frægð er að drepa aðra menn. Já, mennirnir hafa hrapað látt; þeir halda víst enn í niðurátt. Og þeir eru einhvers ættarsmán. En okkar sleppur—og það er lán”. Sig. Júl. Jóhannesson, þýddi Athugasemd: Þetta kvæði sendi mér nýlega Mrs. O. T. John- son frá Edmonton, ekkja O. T. Johnsons fyrverandi ritstjóra Heimskringlu í því skyni að eg sneri því á íslenzku. Blaðið, sem það birtist í, segir að margir hafi sent það til birtingar, en enginn virðist vita hver höfundurinn sé.—'S.J.J. Gefur háskólastólnum Guðbrandar biblíu Á myndinni hér að ofan eru þeir Finnbogi próf. Guðmunds- son og Dr. A. H. S. Gillson að skoða forna biblíu, er íslenzk kona í Winnipeg hefir gefið há- skólastólnum. Konan er frú George W. Harpell og á heima að 521 Dominion St., Winnipeg. En biblían sem hér um ræðir er prentuð að Hólum í Hjalta- dal árið 1644 af Guðbrandi bisk- upi Þorlákssyni. Konan sem bókina á, gefur stólnum hana í minningu um foreldra sína, en þeir voru Helga Þorsteinsdóttir frá Skildinga- nesi og Magnús Jónsson fyrrum hreppstjóri á Hofstöðum í Mýra sýslu. Hann flutti til Vestur- heims 1888. Frú Harpell var syst- ir Guðmundar og Jóns Magnús- sonar Borgfjörðs, er bjuggu að Árborg. Frú Sigríður Landi, Cypress River var eitt systkina hennar. Alþjóðabankans. Minnsta framlag til reksturs S. Þ. kemur frá Haiti, Honduras og fslandi, 0.04 per cent frá hverju landi. —Dagur 26. sept. * Allgóðar gæitir á Hornafirði Fyrrihluta þessa mánaðar voru allgóðar gæftir á miðum Horna- fjarðarbáta og gátu þeir farið tíu róðra á hálfum mánuði. Afli var þó fremur tregur. í gær var þó ekki róið sökum storms. Góð veður hafa verið undan- farna daga, ekki bráð leysing en sólbráð með suðvestan golu. Enginn snjór er í byggð í Horna firði. Hraðfrystihúsið og beinamjöls verksmiðjan nýja sem tóku til starfa í lok janúar, virðast í góðu lagi og hefir starfræksla gengið vel. Jökulfell tók í fyrradag 1,- 300 kassa af hraðfrystum fiski til útflutnings úr hinu nýja frystihúsi. —Tíminn 21. febr. ★ Ný sónata eftir Karl O. Run- ólfsson flutt á alþjóða- vettvangi Á tónlistarhátíð í Salzburg 20—29. júní í sumar verður flutt nýleg sónata fyrir trompet og píanó eftir Karl O. Runólfsson. Þetta er árleg tónlistarhátíð, sem efnt er til af alþjóðlegum kynningarsamtökum tónskálda, og í fyrsta skipti, að verk eftir íslenzkt tónskáld er flutt á þeim vettvangi. Þetta val íslenzks tónverks til flutnings lí Salzburg er mikill tónlistarsigur fyrir fslendinga, og það því fremur sem þeir eru fyrir skömmu komnir í þessi al- þjóðlegu samtök, en margar aðr- ar og miklu stærri þjóðir hafa orðið að bíða þess í fjöldamörg ár, að verk frá þeim fengist flutt Því fremur má þetta vera mik- ið gleðiefni, að íslenzk tónverk hafa næsta sjaldan verið flutt utan Norðurlanda. Jafnframt því sem val á són- ötu Karls O Runóólfssonar var, tilkynnt, var spurzt fyrir um það hvort íslendingar vildu senda út tónlistarmenn til þess að flytja verkið. Er verið að athuga aðstöðu til þessa, en óvíst, hvort af því getur orðið, þar sem sam- tök íslenzkra tónskálda eru ung og skortir fé til þess að kosta sl'íka ferð. Sónata Karls verður einnig flutt á norrænu tónlistarmóti í Kaupmannahöfn í maá. Lauk Karl við þetta verk í fyrra, og var eintak sent til Norðurlanda og annað til hinna alþjóðlegu kynningarsamtaka, ásamt fleiri íslenzkum verkum, er send voru til athugunar. Blaðið spurðist fyrir um það, hvort Karl hyggðist að fara utan er verk hans verður flutt í K- höfn og Salzburg með skömmu milHbili, en hann kvað það enn óvíst, hvort hann gæti ráðizt í slíka utanför, en óneitanlega hefði hann mikinn hug á því, ef nokkur kostur væri á. —Tíminn 2, febrúar. Virðuleg minningarathöfn um Georg VI. í Dómkirkjunni Minningarathöfnin, sem fram fór í gær um Georg VI. Breta- konung, var mjög fjölmenn og virðuleg. Mátti heita að hvert sæti væri skipað í Dómkirkj- unni. Fyrir kórdyrum var kista sveipuð brezka fánanum og við hana stóðu 4 brezkir sjóliðar af eftirlitsskipi Breta hér við land, heiðursvörð. — Meðal gesta við minningarathöfnina voru ráðh., forsetar Alþingis, sendih., og aðrir fulltrúar erlendra ríkja á- samt fjölda áslenzkra embættis- manna. Athöfnin hófst með því a§ dr. Páll ísólfsson lék sorgargöngu- iag eftir Handel en síðan flutti biskupinn, herra Sigurgeir Sig- urðsson, bæn. Þá söng dómkirkju kórinn Lýs, milda ljós. Þarnæst flutti biskup minningarræðu. Minntist hann starfs hins látna þjóðhöfðingja og flutti brezku þjóðinni innilegar samúðarkveðj ur íslendinga. Að lokum árnaði hann hinni ungu drottningu Bretaveldis, Elizabetu II. alls velfarnaðar. Að ræðu biskups lokinni lék dr. Páll ísólfsson aríu eftir Handel. Síðan var sunginn útfar arsálmurinn. Allt eins og blóm- strið eina, fyrsta og síðasta vers ið. \ Þá las brezki sendiherrann Mr. Greenway, ritningarkafla en síðan var tveggja mínútna þögn. Var hún rofin af lúðraþyt. Lék brezkur sjóliði konungskveðju á trompet en með henni eru Bretakonungar jafnan kvaddir hinztu kveðju. Að því loknu voru sungnir þjóðsöngvar íslendinga og Breta. J Athöfninni lauk með því að dr. Páll ísólfsson lék preludíum og fugu eftir Handel. Fór þessi minningarathöfn um hinn látna þjóðhöfðingja öll mjög virðu- lega fram. —Mbl. 16. febrúar ★ Reykvíkingar þurftu að moka sig út” úr húsum sínum í gærmorgun Fjöldi Reykvíkinga varð að “moka sig út” úr húsum sínum í gærmorgun vegna hinnar miklu snjókomu í fyrrakvöld og fyrri- nótt, sem er hin mesta, sem hér hefur komið í áratugi. Snjórinn var víða hátt upp á hurðir. Urðu menn að moka frá þeim og trað- ir í gegnum snjóinn út á götuna. Hvarvetna á götum bæjarins gat að líta bíla fennta í kaf og það svo algjörlega, að hvergi sá í þá. Voru þeir sem snjódyngja. Gangstéttirnar voru víðast nema á aðalgötunum, þaktar svo miklum snjó, að fólk lagði leið sína út á sjálfa akbrautina og gekk þar. En þar var bæði hált og bílar á ferð svo að slíkt var ekki með öllu hættulaust. Samt mun það ekki hafa komið að sök. Varkárni var yfirleitt sýnd í umferðinni. Mjög víða á húsum mynduðust hengjur fram af þökunum, og duttu þær niður við og við. Þótt hér væri ekki um neinn klaka að ræða, gat vegfarendum verið hætta búin af þessu, ef fallið var hátt og snjórinn mikill. Þetta mun þó ekki hafa valdið meiðsl- um í gær svo vitað sé. En fólki skal bent á að varast að ganga undir slíkum hengjum. Frh. á 4. bls.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.