Heimskringla - 12.03.1952, Blaðsíða 3

Heimskringla - 12.03.1952, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 12. MARZ, 1952 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA hindrunar. Samt sem áður má geta þess, að methane og amm- oníak virðist að vera í enn rík- ara maeli á plánetunum Saturn usi og Neptúnusi en í gufuhvolfi Júpiters. Þegar vér íhugum það, sem að ofan er skráð, virðist sem að iörð in ein af öllum plánetum sólkerf >s vors sé í hagkvæmasta 'stað í sólkerfinu og hafi beztu skilyrð in til framleiðslu og viðhalds allskyns lífs, bæði jurta og dýra. BRÉF FRÁ ÍSLANDI Sauðárkróki, 14.-2-52 Kæri vinur Páll: Gleðilegt ár! Inrtilegustu þökk fyrir þitt yndæla bréf og þá ekki síður bókina þína. Eg hefi altaf verið aðdáandi ljóða þinna frá því fyrst að eg kynntist þeim í Heimskringlu. — Já, þökk fyr- ir jólablöðin frá þér. Eg hefi nijög lítið kveðið sem vit er í nú upp á síðkastið, aðeins bull við ta?kifæri sem ekki er á letur setj andi. Eg sé nú í blöðunum að þeir hafa úthlutað mér af listamanna launum. Já—þvílíkt! Tlíðin hér heima hefir verið óstöðug en ekki hörð. Það er ennþá næg jörð og skagfirsku hrossunum líður sæmilega. — Heilsufarið í betra lægi, nema mörg dauðsföll af krabbameini og er það agalegt og færist altaf í vöxt hér um Norðurlandið. Dýrtíð er óskapleg hér, t.d. 48 00 kr. pr. kiló af smjöri, súpu- Vjöt 15.35 — sykur 5.50, kaffi 38.00, egg 1.50, hangikjöt 19— 25.00. Svona mætti lengi telja og alt er með hlutfallslegu verð- lagi. Snjall hagyrðingur hér kvað um stríðið: Hver heldur svo fast í feldinn * að friðurinn kemst ekki á? Það eru Vesturveldin og vindarnir austan frá! Já, allir þykjast vilja friðinn, drepa daglega hundruð og þús- undir, geyma þúsundir í fanga- búðum, sitja ár eftir ár á friðar- ráðstefnum, segja þjóðunum að spara, eyða milljónum í stráðs- hostnað—alt stendur við það sama. Örfáir menn ráða. Svo eru þessi ósköp ikölluð “Lýðræði”! Jæja vinur, sleppum heimspól itík að sinni en tölum um annað. Eg sá hér um daginn lítinn hlut frá Ameríku, sem eg hafði löngun að eiga. Það var mynda- kíkir fyrir bæði augu og fylgdu filmur sem látnar voru inn í hann, sem voru pappaspjöld með 10-17 götum, svo sá maður þarna heilu borgirnar og alslags mann- virki.eg sat í þessu hálfan dag hugfanginn, fanst eg vera kom- inn fil Ameríku á svipstundu. Betri landkynningu í myndum er ekki gott að fá. Þetta áhald langar mig að fá keypt ef þér væri hægt að út- vega það, nafn á því veit eg ekki. Eg ætla að senda þér síðasta kvæðið mitt, sem eg kalla Heim- þrá og máttu láta það í kringlu ef þér lýst. Eg bið þig fyrir kæra kveðju til Stefáns Einarssonar ritstjóra. Eg hitti hann í svip á Sauðár- króki hjá séra Helga Konrað- syni sóknarpresti okkar, en hafði ei tækifæri að tala við hann,'sem mig hefði þó langað til. Eg fer nú alveg að hætta þessu barnarugli enda áttu þess- ar línur aðeins að vera móttöku kvittun frá mér fyrir bækurnar blöðin og bréfið. Og bið eg þig að fyrirgefa dráttinn á þessum línum. Kvæðið síðasti Geirfuglinn var gaman að lesa, þar er falleg- ur bakgrunnur, og gaman væri ef allir málararnir okkar máluðu jafn fallegar myndir. Fornum slóðum áttu á Öll hin góðu kynni, Kveðju í ljóði flyt þér frá fósturmóður þinni Vertu blessaður og sæll vona sjá frá þér línu. Lifðu heill! Þinn vinur, Gísli Ólafsson Hvíta vofan AMERISK FRÁSAGA Mendon var gagnkunnugur í húsinu, en er þeir höfðu leitað árangursalust um allt húsið sneru þeir aftur vonlausir og gramir í geði, upp í herbergi Lecours. Hann var nú nokkurn veginn rólegur, og spurði sigrihrósandi: “Nú já, já, funduð þið hana örenda og sund ur tætta, og fegurð hennar að engu orðna? Ó, bara að hún hafi fengið að reyna lítið eitt af mínum kvölum, áður en hún skildi við. Það hefðu verið makleg málagjöld fyrir svik hennar við mig—mig sem ætlaði að gera hana að drottn ingu yfir Frakklandi. Já—drottningu yfir stærstu og mestu þjóð heimsins, ef hún hefði bara rejmzt mér trú. En hún sveik mig, og eg framseldi hana í dauðann”. “En hún er ekki dáin”, svaraði faðir Eust- ace alvarlega. “Við fundunl ekkert af Adrienne Durand, að undantekinni þessari pjötlu úr kjólnucn hennar, er hékk út úr kjaftinum á víg- hundinum. Hundurinn lá dauður. Forsjónin hlýtur að hafa sent einhvern henni til bjargar. og hún er sjálfsagt komi.n á óhultan stað.” Meðan Lecour hlustaði á þessi orð, settist hann upp hægt og hægt. Hann var miklu líkari liðnu líki, heldur en lifandi manni, og það leið löng stund áður en han hefði krafta til þess, að segja nokkuð. Að lokum tautaði hann svo í lág- um hljóðum: “Gabbaður—gabbaður að lokum! Hver gat komið henni til hjálpar, annar en hvíta vofan? Það hlýtur að hafa verið hún. Eg veit það, að bölvunin er í sannleika yfir mér!” “Við fundum ekkert”, mælti faðir Eustace enn fremur, “ekkert, sem gæti bent okkur á af- drif vesalings stúlkunnar, nema ef vera skyldi þetta bréf, sem eg tók úr bréfahylkinu hennar. Máske getur það orðið okkur til leiðbeiningar um það, hvað af henni hefir orðið.” Presturinn tók upp hjá sér viðvörun þá, sem Adrienne hafði fengið kvöldið áður á svo kynlegan hátt, og las hana hátt. Lecour bað um að lofa sér að líta á bréfið, og er hann hafði lit- ið á höndina: lokaði hann augunum og tautaði í hálfum hjóðum: “Hún er sú sama—sú sama. Hvaðan ætti það líka annars að hafa komið.” Faðir Eustace gat ekki fengið meira upp úr honum. Hann lá sem meðvitundarlaus, þar til krampaflogin komu aftur í hann. Þá mælti presturinn við Mendon: “Það er skylda mín, að yfirgefa ekki þenn- an deyjandi syndara, fyr en hann er kominn í það skap, að hann geti tekið móti hinni síðustu þjónustu kirkjunnar. Eg kom hingað með hefnd í huga, en guð hefir tekið að sér hefndina, og mitt starf verður að vera það, að búa hann undir hinn efsta dóm. Þér verðið því að fara einn, og reyna að leita að Adrienne, eftir þessum litla leiðarvísi, sem við höfum fundið.” “Eg hygg, að eg hafi annan betri, heldur en yður grunar. Stjúpa mín gaf mér hann í morgun, áður en við fórumm af stað. Eg má ekki eyða tímanum í það, að skýra nákvæmar frá þessu, heldur ætla eg þegar að leggja af stað þangað, sem eg ímynda mér að ungfrú Durand sé.” Presturinn leit hvatskeytislega til hans, en féllst svo þegar á uppástungu hans og mælti: “Farið þá í guðs nafni, og reynið að komast fyrir, hvað af henni hefir orðið.” 25. Kapítuli Meðan þetta gerðist, reið ungur maður, er komið hafði frá New Orleans sama morguninn, áleiðis eftir veginum til Bellair, og var hann auðsæilega glaður og í góðu skapi. Það var Victor du Vernay, einstaklega lag- legur maður, á að gizka tuttugu og þriggja ára. Hann hafði talað við maddömu Noiron í N. Or- leans, og hafði hún sagt honum svo óvænt og mikilsverð tíðindi, að hann hafði þegar lagt af stað, til þess að færa Lecour heim sanninn um það, að hann gæti ekki með neinu móti svift Adrienne arfi hennar, með því að hún væri dótt urdóttir Montreuils, og þar af leiðandi löglegur erfingi hans. Maddama Noiron hafði einnig ymprað á öðru leyndarmáli, og vísað honum til Brunels læknis, er bjó í grend við Bellair, til þess að fá vitneskju um það. Hann ætlaði því að heimsækja lækninn, þegar hann væri búinn að sjá Adrienn og tala við hana. Og hjarta hans barðist af fögnuði, er hann sá húsið, sem hún átti heima í. Hann fór af baki fyrir framan húshliðina, og ætlaði að fara að taka í dyrhamarinn, en þá sá hann allt í einu mann koma ofan riðið, og hætti hann þá við að berja og beið eftir mannin- um. Mendon var svo sokkinn niður í hugsanir sínar, að það lá við sjálft að hann ræki sig á að- komumanninn, áður en hann tæki eftir honum. Hann rak í rogastanz er hann sá kómumanninn, en svo hneigði hann sig kurteisislega og mælti: “Afsakið, herra minn, en eg var allur ann- ars hugar, og það ber svo sjaldan við, að hingað komi ókunnu^ir, að eg varð hálf forviða þegar eg sá yður.” “Það er mjög afsakanlegt, herra minn. Eg hefi áríðandi erindi við herra Lecour, og vildi þess vegna gjarnan fá að tala við hann nú þeg- ar.” “Hann er of veikur til þess, að taka á móti gestum”. “Það þykir mér slæmt. En fyrst svo er, þá get eg máske fengið að tala við ungfrú Dur- and?” Það opnuðust allt í einu augu á Mendon. Frammi fyrir honum stóð einmitt orsökin til þess, að Adrienne vildi ekki þýðast hann. “Lecour liggur fyrir dauðanum, og eru það afleiðingar af því, að óður hundur hefir bitið hann, og — dótturdóttir hans hefir strokið í nótt undan föðurlegri vernd hans og varð- veizlu”. v Victor du Vernay hrökk aftur á bak, eins og honum hefði verið gefið utan undir. Hann varð fyrst fölur, en síðan eldrauður í framan. Hann kreisti saman varirnar litla stund, og mælti því næst: “Þessi sííðustu orð yðar eru rógburður um unga stúlku, sem eg álít skyldu mína að vernda, og mun eg því láta yður sæta ábyrgð fyrir þau, þegar eg hefi tíma og tækifæri til þess. En úr því að ungfrú Durand er hér ekki lengur, verð eg að tala við herra Lecour, jafnvel þótt hann sé kominn alveg í dauðann. Hvar get eg fundið hann?” Mendon glotti og setti á sig fyrirlitningar- svip. Hann benti á stigann og mælti: “Þarna er vegurinn. Farið þarna upp, og þá munuð þér sjá, að eg hefi sagt sannleikann. Þegar eg á tal við bláókunnugann mann, eins og yður, mann, sem eg þekki engin deili á, þá neita eg gersamlega að gera grein fyrir orðum þeim, sem eg tala.” Svo skundaði hann þóttalega fram hjá hon- um, steig á hestbak og reið á brott. Du Vernay var nú einn eftir, og var í vafa um það, hvað hann ætti að gera. En þegar hann heyrði mannamál uppi á loftinu, réð hann það af, að fara að leiðsögu Mendons. Dyrnar á her- bergi Lecours voru opnar, og þegar hann kom að dyrunum sneri presturinn sér við, og mælti kurteislega: “Þér komið á hörmulegri stundu, herra minn. Húsbóndinn er ekki í því ásigkomulagi, að hann geti tekið móti gestUm, ef það er hann, sem þér viljið finna.” “Eg átti mjög áríðandi erindi við hann, en það er svo að sjá, sem eg komi of seint. Dauð- inn ætlar að girða fyrir það, að eg komi fram kröfum þeim, sem eg hefi á hendur honum. — Þekkið þér mig ekki, faðir Eustace? Eg er son- ur fornvinar yðar, Alfonso du Vernays.” Presturinn greip vingjarnlega í hönd hans, og mælti klökkur: “Faðir yðar var æskuvinur minn, og hann hefir gert mér margan greiða. Sonur hans er velkominn til Louisiana, og ef eg get orðið yð- ur til aðstoðar á einhvern hátt, þá vil eg feginn gera það eftir beztu vitund. Er leyfilegt að spyrja, í hvaða tilefni þér eruð hingða kom- inn?” “Það er of langt mál, til þeás að skýra frá því nú þegar. Eg get aðeins sagt yður það, að eg hefi umboð til þess frá erfingjum Montreuils sáluga, að gera tilkall til þessara eigna hérna. En eg skal segja yður meira um það seinna. Er það satt, faðir Eustace, að ungfrú Durand sé hér ekki lengur? Einhver maður, sem eg hitti hérna fyrir utan dyrnar, sagði mér frá því á einkennilega rustalegan hátt. En eg á bágt með að trúa því”. “Adrienne er horfin á mjög kynlegan hátt; en eg er sannfærður um, að hún er ekkert ámæl- isverð fyrir það”, svaraði presturinn alvarlega. “Segið mér, hvað við hefir borið”, mælti du Vernay mjög óþolinmóður, því að hann fór að verða hræddur um, að Adrienne væri í hættu stödd. Faðir Eustace skýrði honum nú með lágri röddu frá því, er við hafði borið um nóttina, að svo miklu leyti, sem hann gat sjálfur gert sér grein fyrir því. Du Vernay hlustaði á hann með athygli, og var auðséð á svip hans að hann varð bæði hræddur og hryggur. Hann laut höfði litla stund, meðan hann var að ná sér dálítið aft ur, og sneri sér því næst að Lecour. Lecour lá nú kyr og auðsæilega örmagna. En ef hann hefði séð sér fært, myndi hann óef- að hafa neitt sinnar síðustu orku til þess, að drepa mann þann, er kominn var til þess að svifta hann auðæfum þeim, sem hann sjálfur gat ekki lengur haft nein not af. “Eg kom hingað, herra minn, með umboð til þess, að gera tilkall til erfingjans að Bellair og eigna hennar. Auðæfunum getið þér ekki haft neitt gagn af framar, og eg grátbið yður um að segja mér, hvað þér hafið gert við Adrienne Durand!” “Eg hefi ekkert að segja yður”. Professional and Business — Directory- Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment DR. A. V. JOHNSON DENTIST • 506 Somerset Bldg. 9 Office 927 932 Res. 202 398 Dr. P. H. T. Thorlakson . WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St Sími 928 291 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Simi 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg DR. H. W. TWEED Tannlæknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 926 952 WINNIPEG THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants • 505 CONFEDERATION UFE Bldg. • TELEPHONE 927 025 WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Pbone 927 404 Yard Phone 28 745 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Danie Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oi Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 A. S. BARDAL LIMITED selur llkkistur og annast um utfarir. Allur útöúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allskonm minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST Phone 27 324 Winnipeg M. Einarsson Motors Ltd. Distributors KAISER AUTOMOBILES The 1951 Kaiser Car is here Built to Better the Best on the Road IMMEDIATE DELIVERY Shewroom: 445 RIVER AVENUE Phone 44 395 & 43 527 I nion Loan & Investment COMPANY Rental, Insurcmce and Finandal Agents Sími 925 061 510 Toronto General Trusts Bidg The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 308 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’sl Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man Phone 928 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appretíated MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winniptg, Man, Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder • 542 Waverley St. Síini 405 774 COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa Önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 496 tr' J \ Gimli Funeral Home Ný útfararstofnun hefir tekið til starfa á Gimli. Hún er á lst Avenue — Simi 32 Heimilissfmi 59 Allur útbúnaður hinn fullkomnasti. Otfararstjóri: ALAN COUCH \ ^ Vér verrlum aðeins með fyrsta flokks vörur. KurteLsleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSÍMI 37 466 Baldvinsson’s Bakery 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) A ll.ir tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sfmi 37 486 TUÖS. JACkSOM & SÖSS LIMITED BUILDERS’ SUPPUES COAL - FUEL OIL Phone 37 071 Winnipeg ■P

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.