Heimskringla - 19.03.1952, Blaðsíða 6

Heimskringla - 19.03.1952, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. MARZ 1952 Hvíta vofan AMERÍSK FRÁSAGA “Þá krefst eg þess, að þér standið mér skil á henni, og hún verður að finnast”. “Leitið þér að henni, eins og hinir gerðu. Farið þér út. Eg hefi andstyggð á því að sjá yður. Hvernig dirfist þér að gera kröfu til stúlku þeirrar og auðæfa þeirra, sem er lögleg eign mín —MfN? Ó, hvaða skelfing, eg brenn! eg brennLOg vatn getur ekki slökkt þennan voðalega þorsta. Drepið mig—gerið þið þegar út af við mig!” Hann brauzt um á hæl og hnakka af kvöl- um, og þeir áttu báðir fullt í fangi með að halda honum í rúminu. Þegar aftur fór að færast ró yfir hann, mælti Du Vernay við faðir Eustace: “Get eg fengið að skoða herbergi það, sem veslings Adrienne var ginnt inn í í nótt? Ef til vill heppnast mér að finna eitthvað, sem þér hafið ekki tekið eftir”. “Herbergið er hérna beint neðan undir, og dyrnar eru opnar. Við Mendon leituðum þar reyndar svo vel sem við gátum, en það er þó hugsanlegt, að þér verðið máske heppnari”. Du Vernay fór nú ofan og inn í myndaher- bergið og varð honum fyrst fyrir, að opna einn gluggahlerann, til þess að birtan kæmist inn. Þar var ömurlegt um að litast. Hundurinn dauð- ur á gólfinu, og ægilegar hryðjuverkamyndir á veggjunum. Hann reikaði nú í hægðum sínum fram og aftur um herbergið, leitaði í hverjum krók og kima og barði á veggina. Hann hafði farið þannig þrisvar hringinn í kring í herberginu, án þess að það hefði neinn árangur, og honum var farinn að fallast hugur. En þá tók hann allt í einu eftir pappírsmiða, er stóð út undan um- gerðinni á afarstórri mynd af hertoganum af Orleans, fyrverandi verndara Lecours. Hann dró það varlega undan umgerðinni, og las það: “Ef Victor du Vernay skyldi koma hingað til þess að leita að Adrienne Durand, verður hann þegar að bregða við, og leita uppi vin móður hennar, þann hinn sama, sem honum var sagt frá í New Orleans. Hann mun þar fá fullnægjandi útskýringu á því, sem skeði í nótt. Adrienne er á óhultum stað, jafnvel þótt hún sé langt frá því, að vera heil heilsu. Verið “þög- ull”, og vinnið einn yðar liðs.” Treystið engum mannif” Þegar du Vernay sneri sér við og ætlaði að þjóta af stað, gæfti hann ekki ofan fyrir fæt- urna á sér, og hrasaði þess vegna um víghund- inn, svo að hann féll af öllum sínum þunga á myndina af hertoganum af Orleans. Léreftið rifnaði og af tómhljóðinu í veggnum þóttist hann þegar geta ráðið það, að efni og frágangur veggsins væri annar bak við myndina, heldur en annarstaðar í herberginu. Hann spratt þegar á fætur aftur, reif mynd ina, er var á hjörum, frá veggnum, og sá, að veggurinn var þar úr tré, þótt hann væri alstað- ar annarstaðar úr steini. Hann varð þegar sannfrður um, að hér hlytu að vera leynidyr, og hann fékk hjartslátt af eftirvæntingu meðan hann leitaði vandlega, bæði hátt og látt, að því, hvort væri nein læsing Loksins fann hann ofurlítið tippi í veggnum, rétt niður undir gólfi, neðan undir neðri löm- inni á myndarumgerðinni. Hann ýtti fast á tippið, og laukst þá hurð- in upp og féll út á við. Sá þá inn í lítið her- bergi, er fyllti út rúmið milli turnsins og stig- ans, er lá baka til upp í iferbergi Adriennes. Victor fór inn, og athugaði herbergið við skímu þá, er kom úr myndaherbeginu. Þar var mikið af brotnum flöskum, tómum glösum og ýms- um hlutum úr efnarannsóknaráhöldum, og þótt ist hann því sjá, að herbergi þetta myndi ein- hvern tíma hafa verið notað sem efnasmiðja. Dyr voru á herberginu inn í aðalhúsið, en þær voru harðlæstar; annars var enginn gluggi eða op á því, og ekkert, sem hægt væri að sjá á utan að, að þessi efnasmiðja væri til. Victor þóttist skilja það, að Lecour myndi ekki hafa neinn grun um þennan inngang í her- bergi hans, og hann athugaði herbergið svo, vandlega, sem skíman leyfði. Hann fann þar kertisstúf, sem auðsæilega hafði verið borinn þangað úr myndaherberginu, og hjá honum stóð glas með fosfór í, er sýndi, hvernig kveikt hafði verið á kertinu. Þegar Victor hafði lokað dyrunum aftur, og komið myndinni á sinn stað að svo miklu leyti sem hægt var, skundaði hann aftur upp í her- bergi Lecours, til þess að tala við prestinn, áður en hann færi af stað. Þegar hann kom inn í herbergið, lá Lecour sofandi, og presturinn á hnjánum fyrir framan hann. Presturinn var að mæla fram einhverjar særingar, og hélt krossmarki yfir höfði sjúkl- ingsins. En er hann sá du Vernay, stóð hann upp og mælti: “Eg er að reyna að særa burt hinn illa anda er hefir tekið sér bústað í þessum aumingja manni. Eg er prestur, og þess vegna er það skylda mín, að biðja fyrir honum, en syndirnar eru svo margar og miklar, að mér liggur stund- um við að hörfa óttasleginn undan þessari skyldu. Hönd hans hefir verið móti öllum, og það liggur við, að það sé að hafa af hreinsunar- eldinum, að láta hann sleppa of auðveldlega gegnum hann.” Það var svo alvöruleg gremja í rödd hans, að Victor skyldi þegar, að hann átti í megnu stríði við sjálfan sig. En honum var ókunnugt um orsökina, og sagði þvtí aðeins: “Eg þarf að finna Brunel lækni, og væri yður þakklátur, ef þér vilduð segja mér, hvar hann á heima.” “Þegar þér komið að húsi umsjónarmanns- ins, sem er á að gizka tvær rastir héðan, þá beygið þér við ofan að fljótinu, og fyrsta al- mennilega húsið, sem þér komið að, er La Santé, en svo kallar læknirinn húsið sitt. Þér getið ekki villzt á því. Eg skil það á þögn yðar, að leit yðar í myndaherberginu hefir verið jafn á- rangurslaus, eins og mín?” “Eg hafði gaman af því, að virða fyrir mér þetta ömurlega myndasafn”, svaraði Victor út í nött. “Til þess að komast fyrir það, hvað orðið hefir af Adrienne, verður sjálfsagt að leita ein- hverstaðar annarstaðar. Hvar get eg hitt yður ef eg skyldi þurfa að tala við yður aftur?” “Tvöföld skylda heldur mér fjötruðum hér— skyldan sem kristinn og skyldan sem hefn andi. Hvor þeirra muni að lokum bera sigurinn úr býtum, veit enginn nema guð einn. En eg verð að vera hjá þessum gamla manni, meðan líf ið treinist í honum. Færið mér Adrienne heila á hófi, þá verður líknsemin máske yfirsterkari. En ef------” Victor hélt nú af stað frá Bellair, og með- an hann er á leiðinni, skulum vér skjótast á und an honum til La Santé, og munum vér þá hitta Mendon þar. 26. Kapítuli v Þegar Mendon hafði fengið grun um það, að Louisa væri á lífi, rifjaði hann upp fyrir sér allt það, er mælt gæti með því, að svo væri. — Gamla ástin frá drengjaárunum vaknaði aftur í huga hansc, og þegar hann kom heim að bústað Brunels læknis, var honum næst skapi, að spyrja þegar um það hvort maddama Mendon væri þar, því að hann mátti ekki hugsa til þess, að hún bar í raun og veru nafn glæpamannsins voða- lega, sem nú lá fyrir dauðanum, þorparans, sem hann var að koma frá. Brunel læknir var heima, og Mendon var vísað inn í skrifstofu hans. Mendon þagði litla stund, og leitaði í huga sér að einhverju, sem hann gæti sagt, til þess að afsaka með komu sína, því að hann var óvanur að heimsækja Brun el lækni. En að lokum mælti hann: “Eg kem einmitt frá Bellair og húsbónd- inn þar liggur fyrir dauðanum. Að fáum klukku stundum liðnum verður Lecour ekki lengur í lifandi manna tölu. Og með því að engan var hægt að senda, þá skrapp eg hingað sjálfur, til þess að biðja yður að líta á hann.” Það varð merkileg breyting á rjóða og kringluleita andlitinu læknisins, er hann heyrði þetta. Hann fleygði frá sér tóbakspípunni, spratt upp af stólnum of mælti: “Getur ekki lí'fað! Eruð þér viss um það— alveg viss? Nei, það eru allt of góðar fréttir til þess, að þær geti v%rið sannar. Eg ætti að hjálpa honum, eiturorminum þessum! Nei, svei mér ef eg geri það. Heldur vil eg senda öll mín með- ul norður og niður, en hjálpa honum í dauðann? Hefir ólyfjaninni úr sjálfum honum nú loksins slegið inn og eitrað blóð hans!” % “Ekki beinlínis það, en eftir því sem mér skilst, hefir einn af víghundum Lecours orðið óður og bitið hann”. “Það er guðsdómur yfir honum fyrir grimmilega meðferð hans á varnarlausu barni”, tautaði Brunel læknir með sjálfum sér. “Eg hefi oft haft freistingu til þess, að leggja hönd á hann. En guð er yfir öllu, og stýrir í sannleika öllu á bezta veg”. Mendon komst að meiningunni í þessum orðum læknisins, þótt hann heyrði ekki almenni lega orðaskil, og hann hugsaði með sér, að það væri bezt að bera þegar upp erindið. “Þér vitið þá, hvað komið hefir fyrir ung- frú Durand á Bellair, og vitið eflaust, hvar hana er að finna? í guðanna bænum, segið mér, hvort hún hefir orðið fyrir nokkru tjóni.” Brunel læknir komst í hálfgerðan bobba, en sagði þó: “Svo mikið er mér óhætt að segja yður, að hún er heil og ómeidd að því er líf og limi snert- ir. En hræðslan hefir haft svo mikil áhrif á taugakerfi henar, að það er vanséð, hvenær hún nær sér aftur. Nú sem stendur get eg ekki sagt yður meira. En gerið nú svo vel að segja mér meira af veikindum Lecours, því að það eru fleiri hérna á heimilinu en eg, sem vilja gjarn- an fá vitneskju um það, hvernig honum Mður”. Mendon skýrði honum nú frá því, hversu vonlaust væri um það, að Lecour lifði þetta af, og sagði, að hann hlyti að eiga mjög skammt eft ir. Læknirinn neri hendurnar af ánægju, en sagði þó, að það væri Ijótt af sér að fagna dauða meðbróður síns, hversu djúpt sem hann væri fallinn. Hann lauk máli sínu á þessa leið: “Mergurinn málsins er sá, að eg læt mér svo umhugað um annan málsaðilann, að eg hefi misst allt samkenndarþel til mannhraks þess, sem hefir farið með Mf hennar”. “Eg veit mikið vel, að þér eigið við mág- konu mína maddömu Louisu Mendon”, mælti Mendon. “Eg hefi fulla ástæðu til að ætla, að hún hafi ekki látizt hér á heimili yðar, eins og menn héldu þá. Eg hélt það Mka, þangað til nú nýskeð, er viss atvik komu mér á aðra skoðun. Eg get ekki hugsað mér það, að systir mín gæti borið slíka ótryggð til mín.” • Brunel starði forviða og hikandi á hann. En að lokum spurði hann: “En hvað finnst yður þá, að hún hefði átt að gera? Hún var------. Nei, eg hefi engan rétt til þess, að tala um þetta ennþá, og auk þess veit eg ekki, hverja ástæðu þér kunnið að hafa til þess, að koma með aðra eins staðhæfingu og þetta”. “Það er nú orðið um seinan fyrir yður, að koma yður út úr þessu, læknir. Auk þess er eg sannfærður um, að Louisa er á Mfi, því að eg heyrði og þekkti röddina hennar hérna um nótt ina. Og nú er eg hingað kominn sem vinur dótt- ur hennar. Eg veit sem sé líka, að Adrienne er dóttir hennar, en ekki dótturdóttir Lecours.” Læknirinn starði á hann, og var svo for- viða, að hann vissi ekki, hvað hann átti að segja, en sagði þá að lokum: “Þér eruð í sannleika skarpskygnari, heldur en eg hefði haldið, Mendon. En í þessu máli get eg ekki gert neitt á eigin ábyrgð. Eg verð að lúta annarlegum vilja. Afsakið mig eitt augnablik.” “Sjálfsagt. Ef þér farið til Louisu, þá segið henni, að eg sé alveg á sama hátt bróðir hennar nú, eins og eg var áður, þegar hún var mér bæði móðir og systir. Hún þarf ekki að bera neitt vantraust til mín, því að eg skuldbind mig til að vernda hana gegn sérhverri hættu á lífsleið hennar.” Læknirinn yppti öxlum, er hann heyrði þessa staðhæfingu, því að honum var vel kunn- ugt um hugsunarhátt Mendons. Og án þess að svara neinu, skundaði hann út og að húsi einu úti í garðinum, sem var álíka stórt og íbúðarhús þeirra hjónanna. Hurðirnar stóðu í hálfa gætt, til þess að nægilegt og hreint loft kæmist inn í húsið. Hann fór inn, og kom inn í bjart og viðkunnar- legt herbergi, sem tveir kvenmenn voru lí. Önnur var ung og forkunnar fríð. Hún svaf föstum svefni, og mikla, gullna hárið hennar Hð- aðist út um og ofan um svæfiHnn. Það var auð- séð, að umhyggjusamar hendur höfðu breitt úr því og lagað það. Hin konan var hjúkrunarkona, og var hún enn að fitla við hárið á stúlkunni, eins og hún gæti ekki látið vera, að hafa hönd á einhverju, sem heyrði til þessum ástfólgna sjúklingi. Hún var horuð og veikluleg, og klædd að öllu leyti sem líknarsystir. Þrátt fyrir stóra, svarta kapp- ann, sem skyggði á andlit hennar, myndi þó hver aðgætinn maður hafa tekið efti'r því, hversu svipur og andlitslögun hjúkrunarkonunnar var líkt föla, fallega andlitinu, er lá hreyfingarlaust á svæflinum. “Hvernig líður sjúklingnum okkar, systir Cecile?” spurði læknirinn viðkvæmur. “Þér sjáið, hve fast hún sefur enn þá. Eg fer að verða hálf-rædd við þetta, læknir. Ó, skyldi hún þá nokkurn tíma vakna aftur til þessa lífs? Og skyldi hún þá halda réttu ráði? Eg er svo hrædd um, að hún hafi verið of veik- byggð til þess, að afbera þetta voðalega áfall?” “Hún er sterkari, en þér haldið. Eg vona að hún nái sér bráðum aftur. En við verðum að gæta þess, að hún verði ekki fyrir neinum snöggum geðshræringum”. “Eg vona, að þér séuð ekki að gabba mig? Ó, hvað ætti eg að gera, ef eg missti hana nú? Eg er viss um, að eg missi þá það litla vit, sem eg hefi eftir.” “Verið þér óhrædd—Adrienne nær sér fljót lega aftur. En eg hefi mikilvæg tiðindi að færa yður. Þér getið komið snöggvast með mér hérna inn í hitt herbergið.” Systir Cecile fór með honum, og bjóst við öllu því versta. Og þegar þau höfðu lokað dyrun um milli sín og sjúklingsinns, greip hún hönd læknirsins og spurði óttaslegin: “Hvað er það? Er það eitthvert djöfullega uppátækið úr honum— ennþá einu sinni?” “Nei, nei, veslings barnið mitt. f þetta skifti eru það góðar fréttir, sem eg flyt yður. Louisa, ofsóknari yðar liggur fyrir dauðanum. Að fáum klukkustundum liðnum verður hann úr sög- unni!” Henni varð svo mjög um þessa fregn, að hún hneig niður á stól. % “Eruð þér viss um, að þetta sé satt?” spurði hún áköf. “Já, þér gætuð ekki fengið af yður, að vera að gabba mig,—þér, tryggðavinurinn minn. í öllum miínum þrautum og öllu mínu basli, hafið þér ætíð staðið við hlið mér, og stutt mig með ráðum og dáð, og eg þakka yður og blessa yður fyrir það. Segið mér, hvað komið hefir fyrir—fyrir þenna vesala gamla mann, og hver komið hefir með þessa fregn?” “Það er maður, sem einu sinni var mjög vinveittur yður, og segir, að hann sé sami tryggðavinur yðar enn þá. Það er Adolphe Men don. Hann kom til þess að sækja mig til Lecours og til þess, að fá að tala við yður, ef þess væri kostur.” “En heldur Adolphe þá ekki, eins og allir aðrir fornvinir mínir að eg sé dáin?” “Hann hélt það þar til nú alveg nýskeð. En svo þekkti hann röddina yðar í fyrri nótt, þeg- ar þér lékuð vofuna á Bellair, og þá fékk hann grun um sannleikann.” Konan gat ekki að sér gert að brosa ofurlít ið, er hún svaraði: “Já, eg stóðst ekki freistinguna, að svara spurningu, sem honum varð auðvitað ósjálfrátt, að mæla fram í hálfum hljóðum, einkum af því að eg vonaði, að það myndi hvetja hann til þess að vernda veslings aðstoðarlausa barnið mitt. En það hafði nú samt sem áur ekki þau áhrif, og ef eg hefði ekki verið á höttunum í nótt, þá hefði honum tekist að gera út af við blessað barnið mitt. Og nú er hann að deyja—deyja! Og eg, sem hélt að hann væri djöfullinn sjálfur, í- glæddur holdi og blóði, og myndi lifa um aldur og æfi.” “Já, Louisa, hann er nú að falla úr sögunni. Eg neitaði þegar, að vitja hans. En eg hefi orð- ið dálítið vægari í skapi við það, að tala við yð- ur. Og þegar Adrienne er vöknuð, og við sjáum, að hún er úr allri hættu, þá skal eg fara til Bell air, og reyna að draga ofurlitla ögn úr þjáning- um hans. Adolphe Mendon bíður eftir mér í skrifstofunni, til þess að fá vitneskju um leynd armál það, sem yður snertir. Það getur ekki ver ið nein áhætta; að skýra honum fráþví. Hvað á eg að segja?” “Eruð þér alveg viss um, að mér sé óhætt að treysta honum?—Og er—er alveg vonlaust um, að grimmdarseggurinn gamli lifi þetta af?” “Það er mér alveg óhætt að fullyrða, því að það er ekkert meðal til við því banvæna eitri, sem komizt hefir í skrokkinn á honum. Og að því er Mendon snertir, þá getur hann ekki grætt neitt á því, að koma upp um yður, og þess vegna held eg, jið það sá óhætt fyrir okkur, að treysta honum. Áuk þess getur hann orðið yður að liði þegar þér farið aftur að gera tilkall til réttinda yðar.” Louisa benti á hurðina að hinu herberginu, og mælti raunaleg: “Nei—réttindi hennar, ekki mín. Eg hefi engin —kæri mig ekki um að hafa nein. Eg er nú og verð ætíð hér eftir systir Cecile, tilheyr- andi líknarsystra-reglunni. Segið Adolphe, að engir nema nánustu vinir okkar, megi fá vit- neskju um það, að eg er á Mfi. f augum heimsins verð eg að vera dauð, eins og eg hefi verið. — Segið honum raunasögu mína, og biðjið hann að finna mig, þegar Adrienne sé úr allri hættu”. Þegar Brunel læknir ætlaði að fara, bað hún hann að staldra enn við, og spurði: “Hafið þér ekki enn þá frétt neitt af Victor du Vernay? ” “Nei, ekki ennþá, en hann hlýtur að koma Eg lagði miðann, sem þér skrifuðuð, á þann stað, þar sem hann hlýtur áreiðanlega að finna hann; eða að öðrum kosti er hann ekki tryggur elskhugi. Þegar hann kemur til Bellair, leitar hann auðvitað vandlega í herbergi því, sem Adr ienne var síðast í, og þá hlýtur hann að finna miðann. En þótt svo fari, að hann finni hann ekki, mun samt erindi hans hingað koma konum til að heimsækja mig, jafnvel þótt hann hafi engan grun um það, hver bíður hans hér.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.