Heimskringla - 16.04.1952, Síða 3

Heimskringla - 16.04.1952, Síða 3
WINNIPEG, 16. APRÍL 1952 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Siglufirði og Akureyri. í Vest- mannaeyjum höfðu þeir sagt upp samningum, en ekki viljað verk- fall.—Sáttaumleitan hófst 27. febr. en ekki hafði gengið sam- an um mánaðamót. En þá höfðu tveir togarar stöðvast. Brunar í öndverðum mánuðinum kom upp eldur á nýju íbúðarhúsi í Botni í Mjóafirði vestra. Brann efri hæð og loft alveg, en neðri hæðinni bjargaði steinsteypt loft Óviti kveikti í gluggatjöldum 1 Höfðaborg 103 í Reykjavík, meðan móðirin brá sér frá. Þeg- ar hún kom aftur var eldur orð- inn allmagnaður en henni tókst með aðstoð aðkomufólks að slökkva og þótti það rösklega af sér vikið. Aðfaranótt 13. kom eldur upp í hraðfrystihúsi í Þorkötlustaða- hverfi í Grindavík og urðu á því nokkrar skemdir. Menn gátu haldið eldinum í skefjum með snjó þangað til náðist í vatn. Aðfaranótt 19. kom eldur upp í íbúðarskála í Laugarneshverfi og brann hann allur að innan og varð engu bjargað. Tvær konur og tvö börn, sem í skálanum voru, björguðust nauðulega út um glugga. Slysfarir Skipverji á Brúarfossi lenti í | umferðarslysi í Rotterdam í Hol landi og missti annan fótin. j 6. varð það slys í viðgerðar- stöð Olíufélagsins á flugvellin- um í Reykjavík, að maður brend- ist til bana og annar hlaut mikil brunasár. Sama dag fórst vélskipið Ey- firðingur frá Akureyri hjá Æð- ey ií Orkneyum og fórust allir mennirnir, sjö að tölu. Þennan dag féll drengur á 2. ari út um glugga á annari hæð á húsi í Reykjavík, en kom nið- ur í snjóskafl og sakaði ekki. j í stórhríðinni hinn 7. varð Stefán bóndi Benediktsson á Þorvaldsstöðum í Vopnafirði úti í túninu heima hjá sér. 13. fannst lík í höfninni í Hafnarfirði og reyndist vera af nianni sem hvarf þar 12. nóv. og hafði verið skipverji á s.s. Fagra kletti. Aðfaranótt 21. varð verkamað- ur hjá Sogsstöðinni undir grjót- skriðu og var skriðan 8 metra þykk ofan á honum. Eftir mikið erfiði náðist hann og var þá lítt skemmdur og þótti það ganga kraftaverki næst. Það slys varð 20. á togaranum Agli rauða, er þá var að veiðum, j cið maður lenti með höfuðið milli vírkeflis og járnslár og beið bana. IF YOU HAVE RHEUMATIG PAINS Cut This Out, 90c Box Free to Any Sufferer In Syrcuse, New York, there has been de- veloped a preparation for home use that thousands of sufferers in Canada, the Lnited States and other countries say has proven very beneficial. Many report much reiief after just a few days use. l)r. Delano writes: “To help sufferers, I 'vill gladly, if you have never tried my niethod, send you a full-size 90c package hee. No obligation. The test is free and the test should help you tell. If this free test helps you as so many others say it Jias them, you will surely be glad. Simply cut °ut this notice and mail, with your name >md address. If you wish, you may enclose 10c in stamps to help pay postage and dis- trilnition, but this is not a requirement. THE DELANO CO. LTD., Dept. 1802X, 417 St. Pcter St., Roora 28, Montreal, Que. FREE Delano’s — Specially for Rheumatic Pains Note: This is an honest, open and above 'oard offer that should appeal to all who have such pains. 27. beið maður bana í grjót- námi Reykjavíkur hjá Elliðaár- vogi. 25. féll fullorðin kona í Reykja vík niður stiga og beið bana. 29. brendist starfsmaður hjá Mjólkursamlaginu á Sauðár- króki allmikið á gufu. S. d. maður, sem var að smíða 1 nýju húsi í Reykjavík féll nið ur stiga og beið bana. íþróttit í febr. tóku 4 íslendingar þátt í Holmenkollenmótinu í Osló. Keppendur voru 50 og urðu ís- iendingarnir 14., 21., 28., og 34. i röðinni. Sjaldarglíma Ármanns var þreytt 10. febr. Sigurvegari Rúnar Guðmundsson. Skautamót fslands fór fram í Reykjavík 6g lauk 12. Kristján Árnason varð íslandsmeistari. Stórhríðarmótið (hið árlega skíðamót á Akureyri) fór fram í annari viku febr. Þar vann K. A. Morgunblaðsbikarinn í 5. sinn og nú til eignar. Vetrarkeppni Olympíuleik- anna lauk-í Osló 25. Nokkrir ís- ienzkir skíðamenn höfðu keppt. en sóttu engan sigur þangað. Heilbrigðismál. Stúdentafélag Akureyrar hóf baráttu fyrir því að fullgera fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri. Á fundi 7. febr. gaf það 5000 kr. í þessu skyni og fóru þá margir að dæmi þess og næstu daga streymdu að gjafir, er námu um 50.000 kr. Seinna í mánuðinum undirbjó félagið alls herjar fjársöfnun. 10. afhenti Kvenfélag Kefla- víkur sjúkrahúsinu þar vönduð röntgentæki og 44.000 kr. í pen- íngum. Þetta sjúkrahús er eigi tekið til starfa enn. 13. var bannað að flytja inn er lent verkafólk á þessu ári vegna ótta við að með því mundi geta borizt gin- og klaufaveiki til landsins. Búnaðarfélagi var fal- ið að ógilda gerðar vistráðning- ar. 14. afhenti Krabbameinsfélag- ið Röntgendeild Landspítalans að gjjöf fullkomin geislalækn- ingatæki, er kostað höfðu 250,- 000 króna. Flugmál í byrjun febrúar var flugleið- um innan lands skift milli flug- félaganna tveggja, er haldið hafa uppi samgöngum j lofti. Loft- leiðir töldu sig bera skarðan hlut frá borði og tilkynnti að það gæti ekki haldið uppi áætl- unarferðum. Ráðuneytið fól þá Flugfélagi íslands að halda uppi áætlunarferðum á þeim flug Professiona/ ancf Business • Directory— Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment - ■ , % Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 DR A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 927 9S2 Res. 202 S98 ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingai Bank of Nova Scotia Bld«. Portage og Garry St Sfmi 928 291 leiðum, er Loftleiðum voru ætl aðar. Seinna í mánuðinum seldu Loftleiðir flugvélina Helgafell Frh. á 4. bls. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS DR. H. W. TWEED Tannlæknir Hvíta vofan AMERÍSK FRÁSAGA .....■■■■■ - ■»— ' ■■ ■■ ■ = “Vertu ókvíðinn að því er mig snertir, Vic- tor minn”, mælti hún blíðlega. “Nú er mér ó- hætt. Mér finnst alveg eins og mér hafi verið bjargað upp úr hyldýpi örvilnunarinnar, og eg hafi verið hafin upp á hæsta tind hamingjunn- ar. Og það var hún móðir mín, sem bjargaði mér. Eg man það nú, að það var andlitið á henni, sem laut ofan að mér, þegar eg var borin burt frá— Það fór hrollur um hana, og hún fölnaði aftur í framan, svo að Victor varð hræddur, og flýtti sér að grípa í fyrir henni: “Vertu nú ekki að hugsa meira um þann hræðilega atburð, elskan mín. Það getur gert þig sjúka aftur. En þarna kemur hún móðir þín.” Louisa kom inn í herbergið, föl og skjálf- andi og Brunel læknir með henni. Adrienne sett ist upp, og breiddi út faðminn móti henni. Og í sömu svipan lágu móðir og dóttsr í faðmlögum og grétu eins og börn. Brunel læknir dró Victor til hliðar, og mælti í hljóði: “Nú er allt eins og það á að vera. Við skul um nú lofa þeim að vera einum. Það er víst ^að bezta.” Louisa ýtti andliti dóttur sinnar frá brjósti sér, virti hana viðkvæmnislega fyrir sér og mælti: “Ó, elsku barnið mitt, loksins get eg þá þrýst þér að brjósti mér. Hvernig átt þú að geta fyrirgefið mér það, að eg hefi skilið við þig öli þessi löngu—löngu ár? Eg fór tvisvar til Frakk lands, bara til þess að sjá þig, en þá varst þú svo ung, að þú manst víst ekki eftir því.” “Mig rámar eitthvað óljóst í konu eina, sem einu sinni grét svo beisklega yfir mér, að eg varð hrædd, svo að það varð að fara með mig burt úr herbergi abbadísarinnar. Og það varst þá þú, móðir mín?” “Já, það var eg. Og frá þeirri stundu hafði eg ekki séð þig fyr en eg komst að því, að þú varst í klóm samvizkulausa gamalmennisins.” “En hvers vegna var eg látin vera svona langt í burtu frá þér, og mér talin trú um, að eg væri dóttir annara?” “Það er mjög raunaleg saga, barnið mitt. Þú skalt bráðum fá að heyra atvik þau, er til þess lágu. Nú sem stendur get eg aðeins sagt þér það, að Mendon var kunnugt um það, að þú varst til, þegar eg gekk að eiga hann. Og hann tók mig með sér til Frakklands, til þessaðheimsækja þig. En hvorki hann né faðir minn vildu leyfa mér, að kannast við þig seni dóttur mína, eða láta neinn vita um ætt þína. Þá var eg þeirrar skoðunar, að hjónaband mitt og föður þíns hefði verið ólögmætt, og eg blygðaðist mín, að láta al menning vita um yfirsjón mína. Nú hefi eg full ar sannanir fyrir því, að Henri Durand var lög- legur eiginmaður minn”. “Og þú ert í raun og veru móðir mán?” spurði Adrienne, og virti andlit Louisu fyrir sér. “Þetta er allt saman svo undarlegt—svo ó- trúlegt. En hvers vegna bjóst þú þig út sem aft urgöngu, og hvers vegna varst þú að ofsækja þennan voðalega karl-hrotta?” “Hann hafði eitrað líf mit, og gert mér svo mikla bölvun, að eg hafði einsett mér, að gera allt það, sem eg gæti til þess að hefna mín”, svaraði Louisa með tindrandi augnaráði. “Hann hafði sært hjarta mitt ólífissári—ólífissári. — Hann hafði drepið þann, sem eg elskaði. Og eg gat ekki látið ónotað eina ráðið sem eg hafði til þess, að láta hann fá ofurlítinn smekk af eymd þeirri og kvölum sem hann hafði bakað mér.” Adrienne kyssti ástúðlega á enni hennar og mælti blíðlega: “Þú verður nú að gleyma öllum órétti, móð- ir mín, og gera mér hamingju mína tvöfalt dýr- mætari með því, að njóta hennar með mér”. “Já, eg hefi þó að minnsta kosti getað kom- ið því til leiðar, að þú getur nú horft fram á á- hyggjulausa og auðnuríka daga. En eg get ekki notið þeirra með þér. Eg hefi um langan tíma verið dauð í augum heimsins, og-það er ásetning ur minn, að vera það einnig framvegis.” Adrienne reyndi, að telja henni hughvarf, og fá hana til þess, að hætta við þá ákvörðun, en það var árangurslaust. Móðir hennar var stað- ráðin í því, að taka aftur til starfa sem líknar- systir, og engar bænir né fortölur gátu komið henni til þess, að hætta við það. Að nokkrum dögum liðnum var Adrienne orðinn svo hraust, að hún gat lagt af stað til New Orleans með móðir sinni og Victor. Brunel læknir og faðir Eustace tóku einnig þátt í för- inni. Og faðir Eustace gaf Adrienne þá skýr- ingu á framkomu sinni gagnvart henni, sem var öldungis fullnægjandi frá hans sjónarmiði, en alls ekki frá sjóriarmiði jafn einlægrar og hrein skilinnar stúlku, eins og Adrienne var. Erindi hans til Louisiana var nú lokið, og fór hann því að búa sig undir að hverfa aftur til Frakklands. Það tók langan tíma, að ráðstafa Montreuils auðæfunum, svo að Victor du Vernay varð að dvelja nokkra mánuði ennþá í Ameríku. En hálf um mánuði eftir að hann kom til N. Orleans, voru þau Adrienne og hann gefin saman í hjóna band þar í dómkirkjunni. Lecour hafði hrúgað saman afarmiklu af dýrgripum, og með því að enginn erfingi gaf sig fram, og gerði tilkall til þeirra, voru þeir afhentir klaustri því, sem dóttir hans hafði ver- ið alin upp í. Adrienne geymdi í þakklátum huga endurminninguna um velvildarþel það, er henni hafði verið sýnt í klaustrinu, og henni þótti þess vegna vænt um, að geta á þennan hátt bætt fyrir flótta sinn frá systrunum. Victor du Vernay og konan hans elskulega voru í afarmiklum metum við hirð Napolepns keisara. En þegar hann féll frá völdum, fóru þau með börnin sín tvö aftur til Louisiana og sett- ust að á eignarjörð sinni. En áður en þau komu þangað hafði gamla húsið verið rifið, og ánnað nýtt og veglegt hús byggt í þess stað. Eady gamla, er hafði farið með þeim til Frakklands, hitti þá mann sinn einn á lífi, og jafn hneigðan fyrir áfenga drykki, eins og hann hafði verið áð ur. Og hún bætti honum hina löngu fjarveru sína með því, að sýna honum þeim mun meiri ást og umhyggjusemi þann tímann, sem hann átti eftir ólifaðan. Sumarið 1815, þegar Lúðvík 18. settist aftur að völdum, sneri Mendon einnig aftur til gamla heimilisins síns í Ameríku. Maddama Crozat var þá látin, og plantekran var orðin eign hans og konunnar hans. Paulína var orðin beisklynd og geðstirð með aldrinum. En með því að hún átti engin börnv fyrirgaf stjúpsonur hennar henni það þó, að hún hafði gifzt föður hans. Maðurinn hennar lifði rólegra lífi með henni, heldur en hann hafði búizt við, þegar hann gekk að eiga hana. Og Adrienne fékk aldrei neina vitnesTtju um það, að það var í raun og veru Paulínu að kenna, að hún hafði einu sinni kom- izt í opin dauðann. Þegar þau voru aftur setzt að í Amerúku varð brátt vingott með báðum þessum fjölskyld- um, og er árin liðu, giftist einkadóttir maddömu du Vernays yngri syni Mendons, svo að Men- don gat þó að lokum huggað sig við það, að helmingurinn af hinum langþráðu auðæfum, ætti þó með tímanum að lenda hjá einu af barnabörnum hans. I —ENDIR— Rental, Insurance and Financial Agents Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. WINDATT COAL CO. LIMITEÖ Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 927 404 Yard Phone 28 745 CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oí Fresb and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 M. Einarsson Motors Ltd. Distributors KAISER AUTOMOBILES The 1951 Kaiser Car is here Built to Better the Best on the Road IMMEDIATE DELIVERY Showroom: 445 RIVER AVENUE Phone 44 395 & 43 527 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 308 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton's) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. , / COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Alltir fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 10% Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi -------------------------------------- Gimli Funéral Home Ný útfararstofnun hefir tekið til starfa á Gimli. Hún er á lst Avenue — Sími 32 Heimilissími 59 Allur útbúnaður hinn fullkomnasti. Otfararstjóri: ALAN COUCH \_____________________________________ Baldvinsson’s Bakery 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 37 486 —---------- t 50» TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smdth St. PHONE 926 952 WINNIPEG H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants 505 CONFEDERATION UFE Bldg. TELEPHONE 927 025 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Darae Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daiiy. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL L I M I T E D selur líkkistur og annast um utfarir. Allur úitbúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann aiigironqi minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST Phone 27 324 Winnipeg L nion Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance aixd Finandai Agents Sími 925 061 510 Toronto General Trusts Bldg GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St„ Winnipeg, Man. Phone 928 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder * 542 Waverley St. Sími 405 774 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 4% Vér verzlum aðeins með fyrata flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Avc. Winnipcg TALSÍMI 37 466 THOS. JATkSðX & SOSS LIMITED BUILDERS’ SUPPLIES COAL - FUEL OIL Phone 37 071 Winnipeg ---- !■ ..

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.