Heimskringla


Heimskringla - 28.05.1952, Qupperneq 3

Heimskringla - 28.05.1952, Qupperneq 3
WINNIPEG, 28. MAf, 1952 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA togaranna. T>á tók og Faxaverk-j smiðjan til starfa og vinnur úr úrgangi togaraaflans. Samkvæmt skýrslu frá Félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda nam hásetahlutur á 28 togtirum árið sem leið frá 40.975—62.173 kr. J-aröskjálftar Hinn 12. kom harður jarð- skjálftakippur í Reykjavík og fannst hann víða um suðvestan- vert landið. Jarðskjálftamælar fóru úr skorðum og er talið að þetta sé harðasti jarðskjálfta- kippur, sem komið hefur í Reykj avík í 23 ár. Upptök hans munu hafa verið á Reykjanesskaga. — Ekki olli hann tjóni svo teljandi sc. Viku seinna fundust 3 litlir jarðskjálftákippir og munu þeir hafa átt upptök sín á sömu slóð- um. íþróttir Á sundmóti í Reykjavík hinn 6. setti Ari Guðmundsson nýtt íslandsmet í 50 m. baksundi. Þá setti og Jón Magnússon nýtt drengjamet í 1000 m. bringu- sundi. Meistaraflokkskeppni í bridge lauk svo, að sveit Benedikts Jó- hannssonar sigraði. Eggert Gilfer varð Reykja- vákurmeistari í skák. Skíðamót Reykjavíkur var háð um miðjan mánuðinn og urðu Stella Hákonard., og Ásgeir Eyjólfsson Reykjavíkurmeistar- ar í svigi. Skíðamót Akureyrar fór fram og varð Magnús Brynjúlfsson meistari í svigi og stórsvigi. Hinn 19. setti Ari Guðmunds- son nýtt fslandsmet í 500 m. tkriðsundi og sveit úr sundfélag inu Ægi setti nýtt met í boð- sundi. Mannalát 12. Pétur Lárusson fulltr. í skrifstofu Alþingis, tæpl. sjötug ur. 15. Sigfús Sigurhjartarson fyrv. alþingismaður, 50 ára. 16. Guðmundur Geirdal skáld, 67 ára. 16. Jón Gíslason póstafgrm. í Ólafsvík, 57 ára. 21. Margrét Guðmundsd. yfir- ljósmóðir á fæðingardeild Land- spítalans, 46 ára. 22. Helgi Thordersen trésmið- ur í Reykjavík, 84 ára. 26. Kristján Guðmundsson, forstj. Pápuverksmiðjunnar í Reykjavík, 52 ára. — Árni J. Auðuns skattstjóri í ísafirði, 46 ára. Fjársöfnun og gjafir 2. marz var fjársöfnunardagur á Akureyri fyrir fjórðungs- sjúkrahúsið og söfnuðust kr. — 102,856.00. Seinna í mánuðinum gaf Búnaðarfélag Aðaldæla 2000 kr. til fjórðungssjúkrahússins, j Aðaldælahreppur 5000 krónur og Umf. Geisli í Aðaldal 1000 krón- * ur. Frú Ingibjörg Þorláksson' ekkja Jóns Þorlékssonar fyrrum 1 forsætisráðh. gaf Háskólanumj 50,000 króna sjóð til minningar um mann sinn og skal sjóðnum verja til þess að styrkja verk- fræða stúdenta. Til minningar um hjónin Guðnýu Friðbjarnardóttur og Páls Jónsson smið í Húsavík færðu börn þeirra sjúkrahúsinu í Húsavík 3000 kr. gjöf. Stúkan Akurblómið á Akra- nesi gaf sjúkrahúsinu þar 2000 kr. til minningar um hjónin Mettu Hansdóttur og Svein Guð mundsson, sem lengi voru meðal ötulustu Góðtemplara þar. Sjúkrahúsið í Norðfirði fékk vönduð Röntgentæki að gjöf frá kvenfélaginu Nanna, kvenna- deild Slysavarnafélagsins og Rauðakrossdeildinni þar á staðn um. Slys og óhöpp 2. marz sótti dráttarbáturinn Magni út í flóa enskan togara, Lord Cunningham, sem hafði1 beðið um hjálp vegna þess að eld ur hafði kviknað í kolageymsl- unni. Tólf klukkustundum eftir að skipið kom hér í höfn tókst að lokum að kæfa eldinn. 5. Amerískur hermaður hafði fengið leigða litla flugvél og var að skemmta sér á henni upp við Sandskeið. Svo slysalega tókst til að hann flaug á símastaur, flugvélin mölbrotnaði og hann beið bana. S. d. kom þýzki dráttarbátur- inn, sem sótti togarana Baldur og Haukanes, til Reykjavíkur aftur. Fyrir sunnan Reykjanes hafði sjór komizt í Haukanes og héldu menn fyrst að skipið mundi sökkva, en svo varð ekki. Hér var sjónum dælt úr skipinu og það skoðað, og síðan lagði aráttarbáturinn aftur á stað. Aðfaranótt 14. strandaði Turk is, norskt fiskflutningaskip full- hlaðið hjá Sandgerði, losnaði með flóðinu en hafði misst stýr- ; ftn/eS? Check These Features With Those of Any Outboard Motor Ever Built • Far Lighter • Smaller and More Compact • Truly Outboard • Patented Dual Carburetion • Two-Piece Over-AU Housing • Finger-tip Control • Weedless Type Propeller • No Shear Pin 9 Replaceable Bearings and Cylinder Sleeves • Positive Rotary Water Pump • Positive TUt-Up Lock 2Va H.P. $160.00 5 H.P. (as illustrated) $210.00 PgaJz-eA-cwmeéAan Htd. DISTRIBUTORS WINNII’EG EDMONTON Man. Alta. ið. Sæbjörg og Hermóður drógu það til Reykjavíkur. Bráðabirgða viðgerð fór fram hér og síðan kom norskur dráttarbátur að sækja skipið og fór með það und ir mánaðarlokin. Aðfaranótt 17. hvarf ungur piltur Magnús Sigfinnsson á Grænanesi við Norðfjörð heiman frá sér og fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. , ^17. fannst lík Sigurgeirs Guð- jónssonar bílastjóra, sem hvarf frá bíl í stórhríð 18. jan. s.l. hjá Hlíðarvatni í Selvogi. Var líkið skammt utan við veginn þar sem bílarnir höfðu teppzt. 21. varð lítill drengur fyrir bíl í Hafnarfirði og beið bana. Aðfaranótt 30. strandaði vb. Skjöldur frá Siglufirði austan Þorgeirsfjarðar. Menn björguð- ust allir, en skipið hefur ekki náðst út. 31. datt kona á götu í R.vík og fótbrotnaði illa. Fjögur börn urðu fyrir bílum í Reykjavík í þessum mánuði og meiddust öll meira og minna. 31. kom amerísk flugvél frá Grænlandi með 15 ára Eskimóa, sem hafði fótbrotnað illa. Dreng urinn var sendur héðan með flug vélinni Gullfaxa til Kaupmanna- hafnar. Eldsvoðar 15. brann fiskimjölsverksmiðj- an og lýsisbræðslu í Grindavík til kaldra kola. Upptök eldsins voru í olíukyntum mjölþurrkara. Þarna brann lýsi og annað verð- mæti fyrir 1.5 millj. kr. Bræðslu maður fótbrotnaði er hann vai að reyna að bjarga lýsistunnum. 21. kom eldur upp í vélarrúmi björgunarskipsins Sægjargar, en var fljótt slökktur og urðu skemmdir litlar. Aðfaranótt 23. kom eldur upp í húsi Jakobs Jósefssonar á Sauð árkróki. Fólk komst út en fáu var bjargað af innanstokksmun- um og urðu miklar skemmdir á húsinu. 25. kom eldur upp í íbúðarhúsi á Hofstöðum í Miklaholtshreppi. Komu menn af næstu bæum fljót lega á vettvang og tókst að slökkva eldinn, en miklar skemmdir höfðu orðið á efri hæð hússins. Sýningar í þessum mánuði voru tvær málverkasýningar í Reykjavík, heildarsýning á myndum Snorra Arinbjarnar og minningarsýning um Kristján heit. Magnússon málara. Þá var og opnuð ljósmynda- sýning viðvaninga hinn 14. og stóð hún til mánaðarloka. — 40 menn höfðu sent myndir þangað. Var aðsókn mikil og fjórar beztu myndirnar fengu verðlaun. Nýtt félag, Styrktarf. lamaðra og fatlaðra var stofnað í R.vík í öndverðum mánuðinum. Sjö flugmenn Loftleiða h.f. komu heim frá Bandaríkjunum, en þangað höfðu þeir farið til þess að kynn ast nýungum í flugmálum og til þess að ganga undir flugpróf hjá loftferðaeftirliti Bandaríkjánna í N. York. B jörgunartilraun í seinasta stríði var sökkt 15.- 000 smál. olíuskipi brezku inni t Seyðisfirði. H.f. Hamar í R.vík tók nú að sér að athuga mögu- leika á því að ná skipinu upp með ollum farmi. Var unnið að athugunum á því seinni hluta mánaðarins. Hallgrímur Jónsson flugmaður réðist til hollenska flugfélagsins K. L. M. og á að taka við flugstjórn austur í Indó nesíu. Hann er 23 ára. Axel Helgason forstöðumaður tæknideildar rannsóknarlögreglunnar fór til Englands til þess að kynna sér starfsháttu hjá Scotland Yard. * Skattheimtan Sérfræðingur frá Chicago, Mr. ulian Smith, dvaldist hér í mán- uðinum á vegum ríkisins til þess að kynna sér fyrirkomulag skatt heimtunnar og gera tillögur um endurbætur á því. Lynde B. McCormick yfirflotaforingi Atlandtshafs- Minni mjólkurneyzla Samkvæmt skýrslu mjólkur- samlaganna höfðu þeim borizt rúml. 300.000 lítrum minni mjólk 1951 en 1950, en sala mjólkur á árinu minnkaði um 600.000 lítra rúmlega. Birgðir af ostum og smjöri voru miklu meiri í land- inu við s.l. áramót en ári áður. Ekið yfir hálendið 3. kom Guðmundur Jónasson við 4. mann á snjóbíl til Akur- eyrar. Höfðu þeir farið þvert yf- ir hálendið frá Þingvöllum um Kjöl og yfir Hofsjökul. Ökutmi hafði verið 16 stundir. Oraðbók Sigfúsar Stjórn íslenzk-dansks orðabók arsjóðs gerði samning við Litho prent um að Ijósprenta 3000 ein- tök af orðabók Sigfúsar Blönd- als. L jóslækningastofa Hvítabandið opnaði ljóslækm ingastofu fyrir börn í Reykja- vík. bandalagsins, kom hingað í eftir litsferð um miðjan mánuðinn. Búnaðarþingi var slitið hinn 8. Hafði það þá setið í 23 daga og afgreitt 50 mál. Dómur var kveðin upp í Hæstarétti í hinu margumtalaða máli útvarps stjórans. Var hann dæmdur til að greiða 9000 kr. sekt. Magnús Jochumsson var skipaður póstmeistari í R.vík frá 1. apríl að telja. Smáhúsahverfi Bæarráð Reykjavíkur sam- þykti að úthluta 345 lóðum í Sogsmýri fyrir sipá íbúðarhús. Jóhannes Bjarnason verkfræðingur var ráðinn að á- burðarverksmiðju ríkisins sem á að reisa í Gufuneslandi. Símkerfi fsafjarðar var endurbætt að miklum mun í þessum mánuði. Voru þar sett upp 2 ný skiftiborð fyrir bæar- símann og símanúmerum fjölgað úr 300 í 540. Miklar endurbætur voru gerðar á símahúsinu. Ferðamenn í skýrslu frá Ferðaskrifstofu ríkisins er þess getið að 3800 terðamenn hafi komið til lands- ins árið sem leið, og telst svo til að þeir hafi eytt hér um 9 millj. króna. Freðfiskf ramlei ðsla n ieyndist miklu meiri árið sem leið heldur en nokkru sinni fyr, eða 31.365 smálestir. Til saman- burðar skal þess getið að hún var 19.800 smálestir árið 1950. Salan hefur gengið vel. Viðskiftajöfnuður við útlönd varð óhagstæður um 9.1 milljón króna í mánuðinum. —Lesbók Mbl. COPENHAGEN “HEIMSINS BEZTA NEFTÖBAK’ 'jy BORGIÐ HEIMSKRINGLU— þvf gleymd er goldin sknld /

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.